Skip to main content

Full text of "Skírnir : ný tíðindi hins Íslenzka bókmentafélags"

See other formats


y ?5 SKIRNIR TIMARIT HINS ISLENZKA DOKMENTAFELAQS LXXXVIII. ÁR RITST]ÓRI: 

GUÐM. FINNBOGASON 

DR. PHIL. I 

REVKJAVÍK 

ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA - MCMXIV 7351 m Efnisskrá. I Bls. 

Steingrímur Thorsteinsson (með mynd) eftir Guðm. Finnbogaso7i 1 

Svissarinn (kvæði) eftir J. C. Hauch. Stgr. Thorsteinsson þýddi 11 

Fyrsta utanför min, eftir Matthias Jochumsson 13 

Dönsk barátta um andlegt frelsi, eftir Einar Bjfírleifsson ... 21 

Hvað er dauðinn? eftir Björgu Þ.Blöndal 35 

Visur til Væringjans, eftir Gruðm. Fridjónsson 49 

Hvar er Lögberg hið forna? eftir Finn Jónsson á Kjörseyri . . 51 

Útsýn, eftir Valdimar Sigmundsson 73 

Hæð íslendinga, eftir Pál Jónsson 84 

Ritfregnir, eftir Guðm. Hannea.wn og Guðm. Finnhogason . . 89 

Island 1918, eftir Þorstein Gíslason 103 

Útlendar fréttir, eftir Þorstein Gislason 112 

Væringjar (kvæði), eftir Etnar Benediktsson 113 

Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði íslendinga, eftir Jónas Jónasson 116 

Unga fólkið og atvinnuvegir landsins, eftir Gudm. Hannesson . 128 

Kveðjur, eftir Guðm. Finnhogason 149 

Pereatið 1850, eftir Klemens Jónsson 166 

Hallgrímur Pétursson, eftir Matthias Jochumsson 182 

Dómur Dr. Valtýs Guðmundssonar um „Hrannir", eftir Guðm. 

Finnhogason 201 

Kitfregnir, efíir Björn M. Olsen, Sigurð Guðmundsson, Árna 

Pálsson og Guðm. Finnhogason . T 210 

Granymedes, eftir Groethe. Steingr. Thorsteinsson þýddi . . . 224 

I hafisnum, (kvæði), eftir Hannes Hafstein 225 

Draumar, eftir Einar Hjörleifsson 280 

Faxi, (saga), eftir Guðmund Kamhan 250 

Pereatið 1850, nl., eftir Klemens Jónsson 256 

íhald og framsókn, eftir Jónas Jónsson 269 

Ahrif klaustranna á íslandi, eftir Magnús Jönsson 283 

Hafa plönturnar sál ? eftir Guðm. Finnhogason ........ 299 

Jökulsárgljúfur (kvæði), eftir Guðm. Friðjónsson 815 

Úr bréfi frá B. Gröndal til Helga Hálfdanarsonar 819 Ur Efnisskrá. 

Ritfregnir, eftir Henrik Ussing, Jón Jakobsson ogJóhann Krist- 

jánxson 321 

„Sögur frá Skaftáreldi". Svar til hr. Arna Pálssonar, eftir Gudm. 

Magnússon 327 

Utlendar fréttir, eftir Þorstein Gislason 329 

Hefir iörðin sál? eftir Guðm. Finnhogason 337 

Saga íslands (nokkurskonar hugvekja), eftir Magnús Jónsson . . 352 

Hræðan (saga), eftir Þóri Bergsson 859 

Um Ijós- og litaskynjanir, eftir M. Júl. Magnús 367 

Bertha v. Suttner, eftir Björgu Þ. Blöndal 380 

Um lifsins elixíra og hið lifandi hold, eftir Steingrím Matthíasson 888 

Æfisaga min, eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi .... 404 

Þulur, eftir Theodóru Thoroddsen 415 

Yögguvisa Margrétar drotningar eftir H. Ibsen. Hulda þýddi . . 421 
Eitfregnir, eftir Pál Eggert Olason, Sigurð Guðmundsson, Karl 

Finnhogason og Gudm. Finnhogason 422 

Útlendar fréttir, eftir Þorstein Gíslason 441 

Skýrslur og reikningar Bókmentafélagssins 1913 I— XXIK (^í^k tt>e-C Steingrímur Thorsteinsson. 

Kvæði Steingríms Thorsteinssonar eru sannnefnd s ó 1- 
arljóð. »Sól eg sá« — hefði vel mátt vera einkunnar- 
orð hans og æfisaga. Hver sem blaðar i kvæðabók hans 
mun fljótt ganga úr skugga um þetta. Sólin skin þar ná- 
lega á hverju blaði, að minsta kosti veit skáldið alt af 
hvað henni liður, og getur þess við og við hve hátt hún 
er á lofti. Ef hún felur sig lengi, verður hann óþolin- 
móður: 

„Nú hef eg svo lengi mátt sakna þín, sól! 
Eg særi þig, komdu með Ijós, yl og gleði" 

Ekkert fekk honum sliks unaðar sem það að lesa þær 
rúnir sem sólin skrifaði á láð og lög, eða virða fyrir sér 
og dást að því hvernig hún roðar og gyllir skýin. Enginn 
var oftar en hann á verði, ef von var á fögru sólarlagi, 
og þegar það gafst, var hann hugfanginn og glaður eins 
og barn. Það var eins og hann væri þá i kirkju, svo 
mikil helgilotning skein af andliti hans. Fegri »sólkveðju«, 
innfjálgari kvöldsálm til sólarinnar, en »Dagur er liðinn, 
dögg skin um völlinn«, held eg ekki að neitt islenzkt 
skáld hafi ort. Hann elskaði Ijósið, hugsaði í þvi og 
dreymdi í því. Skammdegismyrkrið varð auðvitað á leið 
hans eins og okkar hinna — þá elfu verðum við allir að 
riða — en hann horfði þá á »sólskinsbakkann hinumegin«, 
og vel lýsa þær honum, visurnar þær arna: 

„Þvi svartar sem skyggir vor skammdegis neyð, 
Þess skærara brosir vor júnisól heið; 
Nú skin hón á frónið vort fátækt o*g kalt 
Og fegurðar guUblæjum sveipar hún alt. 

1 Steingrímur Thorsteinsson. 

A ströndunum frammi, þá værð er um ver, 
Þar vil eg i Ijósinu dreyma með þér, 
í>inn Jóns-vökudrauminn við svefnlausa sól, 
Er svlfur um miðnótt við norðarhafs ból. 1 Hann vill dreyma i Ijósinu með ættlandi sinu. Ætt- 
jarðarljóð hans eru slikir sólskinsdraumar. Þúsundára- 
hátið íslands var fyrir honum »þúsund ára sólhvörf «, for- 
tið þjóðarinnar og framtið voru kvöld- og morgunroði: 

Hvert leiftrar, ísland! Ijóma glys 

Ljóshvitum jöklum á? 

Er það gullaldar aftanblys? 

Er það þins moríruns brá? 

Hvorttveggja hygst eg sjá, 

Sem þá um sumar kvöld við morgun rainnist. 

Eða tökum þessar alkunnu visur úr »Vorhvöt« : 

Nú vakna þú, ísland! við vonsælan glaam 

Af vorbylgjum tímans á (Ijúpi; 

Byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum^ 

En afléttu deyfðanna hjúpi 

Og drag þér af augum hvert dapurlegt ský, 

Sem dylur þér heiminn og fienidarljós ný. 

Og enninu snjófgu til Ijóshæða lyft 
Off littu sem örninn mót sólu. 

Hann sér andlegt Hf þjóðarinnar i geislagliti kvöld- 
og morgunroðans, hann heyrir í ölduhljóðinu vorglaum 
vonanna og skýin verða eins og móða á augunum. Hann 
skynjar fyrir landið og þjóðina í senn, og honum flnst 
jafnvel jökuUinn geta roðnað fyrir sumt sem á dagana 
hefir driflð : 

Sú var tið, er sneypu fyrir marga 
Snjúr á jöklum roðna hefði mátt. 

AUur kveðskapur Steingríms ber blæ af þvi, hve 
Ijósnæmur hann var. Náttúrukvæðin verða flest vor og 
sumarkvæði. Yflr langlinu er þar alt af heiður og hreinn 
svipur, að minsta kosti sér hann ávalt sól í gegn unt Steingrímur Thorsteinsson, í^ 

skúrirnar, er þær koma yíir. Alt sem hann ann baðast 
í Ijósi og yl, eða fær likingu af því: 

Hvað sveimar aö mér svo sætt og hlýtt 
sem sólskinsmorgun á vori? 

Og þegar unnustan roðnar, þá er það: 

eins og þá roðnandi sólarlag syrgir 
sumardag langau og fagran, er rann. 

Steingrimur elskaði þó mest hið milda Ijós, geislana 
»sem verma en eigi brenna«, morgunljósið, kvöldljósið, 
tunglsbirtuna, stjörnuskinið. Sólarlagskvæðin hans eru 
yndislega þýð og friðarblíð, og ekki finst mér meira tungl- 
skin í öðrum kvæðum en sumum þeim sem hann heíir 
kveðið. Eg tek til dæmis þetta erindi: 

Máninn ofar mænir 
Mjallbrún austurfjalla, 
Ljúfur lognmar yfir 
Leiðir silfurbreiðu. 
Veggberg varpa skuggum, 
Vogar kyrrir loga, 
Lít eg Ijósáifa vetrar 
Leika' á geislum bleikum. 

Síðasta frumkveðið kvæði hans held eg sé. »1 tungls- 
ljósi« (Skírnir 1912, bls. 64). 

Ast Steingríms á landinu var djúp og barnslega blíð, 
enda hafði hann yndi af að lýsa því frá öllum þess björt- 
ustu og hlýustu hliðum. Svo f jölbreyttar eru lýsingar hans, 
að Poestion hefir úr bók sinni um hann gert heila myndabók 
af íslandi. Hann er ekki myndauðugur, hefir fáar sam- 
likingar, en orð hans eru úrvalsorð, sem eflaust hafa oft 
kostað hann langa leit. »Hátturinn« er sjaldan léttur, 
hávær eða hrynjandi, en persónulegur og auðþektur frá 
annara skálda — og djúp undiraldan. Og þótt yrkisefnið 
sé oft nálega hið sama upp aftur og aftur, þá verður ekki 
úr þvi endurtekning, því innileikinn, lífið í hðandi stund 
gefur þvi nýjan og nýjan blæ. Þegar Steingrimur lýsir •4 Steingrimur Thorsteinsson. 

'landinu, þá er eins og hann standi á fögrum sjónarhól 
með góðum vin og bendi á það sem fyrir augað ber. 
Lýsingar hans eru runnar úr sama djúpi og hin einföldu 
en ódauðlegu orð Gunnars á Hliðarenda: »Fögr er hliðin, 
:svá at mér heflr hon aldri jafnfögr sýnzt — bleikir akrar, 
en slegin tún«. Lesi menn t. d. hið inndæla kvæði: »Man 
eg grænar grundir«, og gái að þeim innileik sem liggur 
i orðbragði kvæðisins og andardrætti. Likt er um »Snæ- 
fellsjökul«. Ein endurminningin um bernskustöðvarnar 
rekur aðra, skýr og lif andi, og þar kemur þetta : 

Ei þar sungu svanir, 
En sjófugl bjargs i tó, 
Og hrafnar hrævum vanir, 
I holti refur gó; 
Sætt á kvöldum sumars þó 
Lét i eyrum lóukvak 
I lyngi vöxnum mó. 

Hann getur ekki gleymt þvi, að svanina — yndið hans 
og uppáhald — vantaði þarna, og hann afsakar sjófugla- 
gargið, hrafnakrunkið og tóugaggið, með því að minna á 
blessað lóukvakið. Þetta er líkt honum. 

Þegar Steingrímur kveður um sögustaði, svo sem 
Gilsbakka eða Hvalfjörð, ráða söguminningar og örnefni 
að nokkru leyti skynjan hans og meðferð. Einhvern tima 
sagði hann mér, að fyrsti visir Gilsbakkaljóða hefði verið 
þetta erindi: 

Hér streymir úrsvöl, undurtær 

Að ofan jökulkylja, 

En neðan ilmsæll birkiblær 

Úr brekkum skógargilja, 

Og mætast svo á miðri leið, 

Hið mjúka blandast striðu, 

Sem manndómshreystin minnist heið 

Við meyjar hreina bliðu. 

Endurminningin um Gunnlaug og Helgu kemur þarna 
Iram i líkingunni. Skáldinu er eins og finni hann eiminn af 
sálum þeirra i blænum. Sú endurminning fær aftur mynd, 
þegar hann sér bjarktrén seilast hvort til annars yfir 
gljúfrið — Steingrimur Tliorsteinsson. 5» 

sem þau er yfir örlögstraum 
i elsku takast höndnm. 

Og lýsingin á héraðinu hefir orðið auðugri og dýpri ein- 
mitt við það, að skáldið heflr Kka skynjað það með aug- 
um og eyruni Gunnlaugs bæði þegar hann stóð 

í þessum hliðum, hrifiun ást, 
á heiðnum aftni kyrrum 

og síðar, þegar hann 

sá ei framar sælan dag 
und salnum dimmra fjalla. 

Þau verða fá skáldin sem gera söguminningarnar betur 
samróma við söng náttúrunnar, en Stein<jrímur í Gils- 
bakkaljóðum. 

Eg held að Steingrimur hafi búið til orðið »bnðskáld«^ 
Hann var sjálfur blíðskáld, barnslega hlýr og inni- 
legur. Sum Ijóðin hans eru eins og andvari, er ber með- 
sér ilm af blíðri þrá og söknuði. »Hvert svífið þér svanir 
af ströndu«, er eitt af þeim kvæðum^ og svo eru sum 
ástakvaðin eða ástaminningarnar, t. d. »Skógarsjónin«, 
sem mér finst alt af vera eitt hið fegursta kvæði. Fáir 
hafa kveðið af meiri lotningu fyrir kvenlegri æskufegurð^ 
og mikil umhyggjusemi er í þessu: 

Þá Ijósu tjöru þess láns eg bað aö njóta, 
Að lengi meyjan fagra sæti þar, 
Og morganviiidinn bað eg, ei að brj'Ha 
Hið bjarta gler, sem hennar ímynd bar. 

Leitun er á fegri orðum um stúlku en vísunni: 

Helgast það sem horfir á 
Þitt himinfagra auira, 
Synd i lindum sji'ma blá 
Sig inætti breina lauga. 

Og elskulcg er gletnin í visunum: »Verndi þig englar«. Eit 
hann gat líi?:a lýst vonbrigðum og söknuði: »Æfilangt 
þinn skuggi mun hvila' á minni sál«, býst eg við aö lifiL 
meðan konur bregðast mönnum. 

Forfcður vorir, er sögurnar rituðu, lýstu mönnum með 
nokkrum vel völduni orðum. Um Njál er sagt að hann. 
var »vitr ok forspár, heilráðr ok góðgjarn, hógværr ok -6 Steia^riuiur Thorsteiusson. 

<irenglyndr, langsýnn ok langminnigr». Þessi orð má vel 
heimfæra til Steíngríms. Hann var vitur og forspár, þvi 
hann sá og sagði þau lifssannindi sem eftir mun ganga 
og mörg hans orð eru spakmæli sem ekki verða steypt 
upp aftur og jafnan verða gjaldgeng mynt, eins og þetta: 

Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð 
í sannleiks og frelsisins þjónustugerð. 

Stökurnar, þar sem hann grípur á einhverjum galla 
eða meinloku mannanna, eru og alkunnar. Hún er t. d. 
-ekki ónýt þessi: 

Lastaranuni líkar ei neitt, 
Lætur hann gan^a róginn; 
Finni hann laufblað fölnað eitt, 
Þá fordæinir hann skóginn. 

Heilráður var hann og góðgjarn. Þjóð vor má vel 
fara eftir þeim ráðum sem hann hefir gefið henni i hvata- 
Ijóðum sínum, og engum mun farnast iUa af þvi að festa 
sér í hug þessi orð : 

Trúöu' <á tvent i heinii, 
Tign sem hæsta ber, 
Guð í alheims íjeimi, 
Guð i sjálfum þér. 

Afl hver á að reyna, 
Afl bein hefir þáð; 
Sú er sælau eina, 
Sem að fæst með dáð. 

Lif er herför Ijóssins, 
Lif er andans strið; 
Sæk til sigurhróssins, 
Svo er æfin frið. 

I þessum erindum er fólgin trúarjátning hans og 
lífsskoðun. 

Hann var hógværr og drenglyndur. Það kemur fram 
í lotningu hans fyrir þvi sem fagurt var, hreint og göf- 
ugt, og í yfirlætisleysi hans. Þau eru sjaldan að gera ráð 
fyrir því, skáldin, að Ijóðin þeirra gleymist, en Steingrim- 
ur byrjaði vísu svona: Steingrimur Thorsteinsson. 7 

Oss þá hin græna jfeymir fold 
Og gleymt er þetta Ijóð, 
Þá fegri mun vor fósturmold 
Og frjálsari vor þjóð. 

Yfir því gladdist hann, því honum var yndi að starfa í 
vingarði þjóðar sinnar, þó hún kynni að gleyma honum, 
og hann elskaði nýgræðinginn. 

Og hann var langsýnn og langminnugur, því hann 
íerðaðist dag hvern í heimi bókmentanna, fornra og nýrra. 
Hugur hans var ekki bundinn af þeim kotungsskap er 
hann sá í kringum sig, hann hafði aldrei »asklok fyrir 
himin«, og hann lét ekki kuldann og élin að utan kæla 
1 sér hjartað eða loka augum sálar sinnar. Hann kvað: 

Vér eigiira siimar innra fyrir andann, 
Þá ytra herðir frost og kyngir snjó. 

í þvi sumri dvaldi hann, og úr sólskinslöndum heimsbók- 
mentanna hefir hann fært þjóð sinni mikið blíðviðri. Eg 
á þar við þýðingarnar hans. Þær eru ekki lít- 
ið þrekvirki. Fyrst öll kvæðin sem hann hefir þýtt eftir 
mörg beztu skáld heimsins. Hve mikið verk það er, mundl 
l)ezt sjást, er þau kvæði væru komin saman i eina bók. 
Eg hygg það yrðu að mista kosti ein tvö bindi á stærð 
við Ijóðabókina hans. Hann ætlaði, ef honum hefði enzt 
aldur til, að verja æflkvöldi sínu meðal annars til þess að 
safna Ijóðaþýðingum sinum og gefa þær út. Og það er 
verk sem skylt er að vinna sem allra fyrst. Þar er mik- 
ill andans auður saman kominn ; margir íslendingar mundu 
þar finna sin uppáhaldskvæði og margar af þýðingunum 
eru listaverk. Allar bera þær vott um elju og vandvirkni 
þýðandans, viðieitni hans að skila óbrjálaðri hugsun 
höfundarins i fögrum islenzkum búningi. 

Þýðingar Steingríms i óbundnu máli eru mörg bindi 
og stór, ef alt er samanlagt: Þúsund og ein nótt, Saga 
hinna tiu ráðgjafa, Sakúntala, Sawitri, Nal og Damajanti, 
Pilagrimur ástarinnar, Undina, Þöglar ástir, Róbinson 
Krúsóe, Æfintýri Andersens, Lear konungur, Dæmisögur 
Esóps, Goðafræði Stolls, þýðingarnar i Nýrri sumargjöf, 8 Steingrimur Thorsteinsson. 

Iðunni og víðar, prentaðar og óprentaðar þýðingar á verk- 
um forngrískra höfunda o. íi. o. fl. Þegar þetta er lagt 
við Ijóðin hans, kenslubækurnar sem hann samdi og ýms- 
ar greinar sem hann ritaði i timarit og blöð, þá er það 
aðdáanlegt hve miklu hann hefir afkastað i hjáverkum 
við þreytandi kenslustörf. En þetta verk var sprottið af 
ást hans og aðdáun á því sem honum þótti fagurt og 
merkilegt i bókmentunum og löngun til að gera aðra hlut- 
takandi i þvi með sér. Hann hafði gaman af að þýða og 
var óþreytandi að leita að fögrum og smellnum íslenzk- 
um orðum og mynda ný. Hann hefir fært mörg slik orð 
inn í orðabækur þær er hann notaði og að sjálfsögðu 
verða eign Landsbókasafnsins. Málið hans er hvorttveggja 
i senn auðugt og tilgerðarlaust, og viða yndislega þýtt 
og fagurt. Eg veit ekki hver hefði átt að þýða t. d. Únd- 
ínu eða Lear betur en hann gerði. Valið á ritum þeim 
er hann þýddi sýnir smekk hans. Af öllum tegundum 
skáldskapar hafa æfintýrin i hverskonar myndum verið' 
honum hjartfólgnust. Æfintýrin eru einskonar morgun- 
roði skáldskaparins, draumkendur leikur imyndunaraflsins^ 
er gyllir hin »harðmóðgu skv« veruleikans og gefur þeim 
nýjan og nýjan svip, meðan sól lífsreynslunnar dottar a5 
fjallabaki. Þeim fagra leik unni Steingrimur. 

Því lengur sem eg hugsa um það, þvi meira skarð 
finst mér væri ófylt í bókmentum vorum, ef Steingrimur 
hefði ekki að þeim starfað, þvi daufiegri finst mér að 
æska margra unglinga yrði. Eg dæmi þar reyndar af 
sjálfum mér, þvi þegar eg lít yfir æskuárin og fer a5 
rifja upp það sem eg man af þvi sem hefir hrifið mig 
og vermt i æsku, þá verða verkin hans hvað eftir annað 
fyrir mér eins og Ijósblettir, sem hugurrnn staðnæmist við, 
Eg man enn hvernig hver sú bók leit út, sem eg komst 
yfir frá hans hendi, og það er bjart yfir þeim öllum. 
»Undína« var fyrst, og aldrei hefir mér fundist nein kona 
fremur eiga skilið að eiga ódauðlega sál, en hún. Þegar 
eg löngu síðar gætti fj<'ir með öðrum dreng i leysingum á 
yordegi, þá var það rifrildi af »Þúsund og einni nótt« Steingrímur Thorsteinsson. 9 

sem við höfðum hitann úr. I gili einu, þar sem lækur 
hafði þitt frá sér háa snjóhvelfingu, sátum við hvor á 
sinum steini og lásum upphátt hvor fyrir annan til skiftis. 
Og ekki hefir soldáninn sjálfur óðfúsari teigað þær sögur 
af vörum Scheherasade, en við, og enn finst mér seitlið i 
læknum vera yndislee^t undirspil. — »AxeI« kunni ung 
vinnukona á heimilinu utan bókar að mestu og hafði 
stundum upp fyrir mér i rökkrinu. Skelfing fanst mér 
það fallegt og mikið þótti mér vænt um stúlkuna fyrir 
að kunna kvæðið. Seinna komst eg yfir skrifað eintak 
og þóttist þá rikur, en skifti þvi svo siðar við gamlan 
mann sem átti »AxeI« prentaðan. Eg var þá að læra undir 
skóla og setti hann það upp, að eg gæfi honum í milli fyrstu 
bókina sem eg skrifaði sjálfur! Og einhverja sögu eiga 
allar hinar bækurnar eftir Steingrim i endurminningunni, 
þó eg reki það ekki hér. Hann var það lika sem átti 
langflest Ijóðin i söngheftunum hans Jónasar Helgasonar, 
sem komu eins og vorfuglar með söng út um sveitirnar. 
Auðvelt er að sanna, að ekkert islenzkt skáld er sungið 
jafnmikið og Steingrimur. 

Eg býst við að margir hafl svipaðar sögur að segja 
og hafi tekið undir með skáldinu Stephani G. Stephanssyni: 

Daprari mun dagsins sól 
Daginn þann mér reynast, 
Sem eg veit á vorsins hól 
Vantar Steingrím seinast. Steingrim Thorsteinsson dreymdi eina nótt í desem- 
bermánuði 1912, að hann væri að lesa i bók, sem honum 
fanst hálft i hvoru vera eitthvert æfintýr eftir sjálfan sig. 
Þegar hann vaknaði, mundi hann þetta: 

Ró, ró, ró syngur himininn heiður. 

E.Ó, ró, ró syngur foldiu friða. 

Ró, ró, ró syngur hafið spegilfagurt. 

Ró, ró, ró syngiir kvöldið með gullskýjunum i vestrinu 

R<S, ró, ró syngur hjartað i mér sjálfura. 

Ró, ró, ró! Amen! K) Steingrímur Thorsteinsson. 

Það er eins og barnslegur lofsöngur um kvöldfriðinn, 
eða draumborin drög að kvæði um sólarlagið. Var það 
ekki kveðja hreinnar sálar, sem borið hafði þjóð sinni 
Ijós og yl? 

Æfistarf hans var fagurt, andlátið bjart. Og það 
hygg eg, að mörg óspilt sál muni i huga sér ávarpa hann 
þeim orðum er hann i einu af siðustu kvæðum sínum 
leggur i munn ungrar stúlku. Hún situr á fögrum sumar- 
morgni i birkihhðinni, með Ijóðakver á knjánum, og segir 
hugfangin um skáldið sem hún er að lesa: 

Þú býr í Ijósi, lit og hljóm, 
í>ú leikur kringum dalablóm 
Og blessar blómgan viðinn. 
Ilver lækur, sem um lautu fer, 
Mér Ijóöar enn með hreim frá þér, 
Eins sætt, þó sérta liðinn. 

Guðm. Finnbogason. Svissarinn. 

Eftir J. C. Hauch. »Ég kveð þig gamla kona ! óg fara hl/t þór frá 
Til Frakkaveldis sjóla — svo djrðlegt land hann á. 

»Af gullnum kerum drekka hans hirðmenn vín að vanda 
og verðir hans ið sama, víð hallardyr er standa. 

»Hann gull á bæði og gersemar og gnægð af perlum fríðum, 
Það gefur hann þeim rekkum, er honum vinna í stríðum<(. 

— »Æ, H u g i ! ef gulls þú aflar á annarlegri fold, 
Það aura hnoss er fány tt sem hin svartasta mold — 

»Hin svartasta mold undir sumargrænni lind^) 
-Og síkviklát erlan, er flöktir yfir grind«. 

— »Æ, móðir! erlan kvika, hún flögrar út og inn, 
Hún elskar sína vængi og hatar frostól stinn. allir fuglar smáir, sem eygra um auðan geim, 
Þeim enginn vísar leiðir og samt þeir rata heim«. 

— Svo fór hann til Frakklands og fylkis trúr varð maður, 
Hann fullnóg hlaut guUið, en var þó sjaldan glaður. 

A vetrum hann stundi, á vötnum ís er lá, 
Og vængja til heimflugs hann óskaði sér þá. 

Oft horfir hann á sumrin, er hlýjum andar vind, 
Svo hugsandi og hljóður á sumargræna lind. 

— »Heyr, h'til lóttkvik erla ! ég leit þig víst eitt sinn, 
Þar handan fyrir fjöllin og féll vel söngur þinn. 

*) linditré 12 Svissarinn. 

Svo kvik með koll og stélið þú kvakaðir til mín, 
Og ei til kaups nó útföl voru ástljúf kvæðin þín. 

Þú vendist ótt með vingsi og vattst svo ofan þér, 
Ef hverfurðu heim að ári, þá heilsaðu frá mór«. — 

— »Eg þaðan flaug og þangað og söng á lind mitt lag, 
Þar undir víf sat aldrað, er ei sá glaðan dag. 

Eg þaðan flaug og þaugað, er annað ár var liðið, 
Og andaða eg inn sá borna þá öldnu' um sáluhliðið«. 

Hið næsta vor með kóngum hófst styr og stáladríf, 
Sú stórrimman krafði margs ungs manns h'f. 

Við hlíðarætur Alpa þeir hraustu skarar finnast, 
Inar hervönu lensur í dreyra vildu brynnast. 

Þar fölvir hnigu stn'ðsmenn sem hlynslauf hausts í gjóst, 
Þar hneig og Svissinn ungi með gegnumstungið brjóst. 

1 sólroð rak smalinn sín yxn upp Alpa rið, 
í Alpahornið blæs hann, þá raknar Hugi við. 

Og annað sinn blés smalinn, þá brosti Hugi bh'tt: 

»Nú bar að eyrum hljóðið, sem hugsaði' eg um svo títt«, 

Og þriðja sinn blós smalinn, þá sjónir brustu beim : 
»Nú bregzt mér það ekki, að eg er kominn heim«. 

Stgr. Thorsteinsson 
þýddi i júnilok 1913 og mun 
það vera siðasta þýðingin hans. Fyrsta utanför mín. 

Ur „Söguköflam af sjálfum mér". Eg sigldi um haustið 1856 með jakt okkar; var 
skipstjórinn gamall maður, kjarklaus og huglítill. Við 
höfðum harða útivist, er varaði 38 daga, og hleyp eg 
yfir þá sögu. Siðustu nóttina var mótbyr og sigldum við 
framhjá eynni Anholt, þar sem Holberg segir um íbú- 
ana : 

De leve kristelig 
og uære sig af Vra^. 

Þar lentum við i þvögu af skipum ; eg var uppi og segi 
við kafteininn: »Þar koma tvö Ijómandi falleg skip! lit- 
ið þér á, annað þarnamegin og hitt hinumegin!« »Hvað 
þá ! eruð þér að dást að ósköpunum i þessum dauðans 
háska?« svaraði karlinn byrstur. Þann háska þekti eg 
ekki, enda fann sjaldan til hræðslu á þeim dögum. Dag- 
inn eftir sigldum við i fögru veðri inn um Eyrarsund. 
Brá mér svo við, að eg hljóp upp í reiðann og hélt mér 
þar lengi og grét. Hvílík fegurð á bæði borð og við- 
brigði. Hefir mér æ síðan þótt Danmörk fagurt land, 
ekki sizt frá sjó að sjá. Hinir háu skógar bæta og mikið 
vöntun fjallanna. Að lýsa áhrifum Hafnar og Hafnar- 
lífsins er óþarfi. Eg tók mér verustað úti á Kristiáns- 
höfn — ekki man eg fyrir hvers tilstilli ; þar borðuðu ís- 
landsfarar og voru háværir, en máli þeirra hafði eg gam- 
an af. Konan í húsinu hét md. Mikkelsen, og var mað- 
ur hennar efri stýrimaður með gufuskipinu »Geysi«, er gekk 
milli Hafnar og Stettín. Þá voru ekki fleiri en 2 gufu- 
skip í förum í Danmörku, hét hitt »HekIa«, og voru hjól- 14 Fyrsta utanför mín. 

skip og heldur auðvirðileg, en þóttu þá gersemar og furðu- 
verk. Þann vetur var fyrsta gasleiðing gerð i Höfn, og 
ofurlitil járnbraut var komin til Hróarskeldu — að mig 
minnir, stóðu og enn hin fornu porthlið, nema Norður- 
port. Eg hitti etatsráð Hansen, vin og reiðara frænda 
míns. Hann var þá gamall maður, þurlegur og tók mér 
fálega. Eg var falinn t;I leiðbeiningar Jóni Sigurðssyni, 
og fekk þar góðar viðtökur hjá báðum þeim hjónum. Lík- 
aði þeim iUa vistin á Kristíánshöfn, sögðu eg skyldi fá 
mér herbergi nær og fá siðan tilsögn á Garði. — 
Md. Mikkelsen grét þegar hún heyrði að eg vildi ílytja, 
kvaðst hafa átt pilt á minu reki og mist hann, hélt að 
eg hefði verið sendur sér í sonarstað. Hún hafði og látið 
mann sinn kaupa mér snotran alklæðnað í Stettín, og 
þegar eg stóð uppdubbaður í þeim skrúða, með gráan 
hatt og staf i hendi með filabeinshún, sagði hún hrærð : 
»Det véd Gud, De er söd«. Hún var eflaust góð kona, 
en húsvini hennar mátti eg gjarnan kveðja. Tók þó lítið 
betra við, því eg lenti i nýjum solli, með nokkrum lönd- 
um af iðnaðar- og sjómannastéttinni, en síðan stúdentum 
á Garði. Var þá slarköld mikil i Höfn, og ofbauð mér 
sá sollur og andvaraleysi og heillaðist þó af honum jafn- 
framt. Þó voru góðir drengir og mannsefni innan um. 
Hóf eg snemma að sækja tíma hjá Garðbúum, i þýzku 
hjá Bjarna frá Flatey Magnússyni. fóstursyni Astriðar 
ömmu minnar, og siðar sýslumanni, en ensku kendi mér 
Jón Aðalsteinn Sveinsson, bróðir Hallgríms biskui^s. Komst 
eg skjótt í mjúkinn hjá þeim, sem væri eg bróðir þeirra. 
Danskur prívatkennari kendi mér annað, sem eg lærði, 
sem var fegurðarskrift og reikningur o. fl., er kaupmenn 
nema Þegar eg kom fyrst inn í garðinn á Regensi mætti 
eg tveimur löndum; virtust mér báðir gáfulegir og hafa 
eitthvert aðdráttarafl. Spurði eg þá að heiti, og hét ann- 
ar Steingrímur Thorsteinsson, en hinn Sigurður málari. 
Þeir tóku mér vel og sýndu mér þá landa, sem voru þar 
í garðinum. Eg spurði um Jón Sveinsson og fylgdu þeir 
mér að hans dyrum. Þar var fult af löndum, fyrst Jóa Fyrsta utanför mín. Ið- 

sjálfur, sem hafði kynst mér heima; þá þeir drengilegu 
Blöndalsbræður Magnús og Gunnlaugur, og fanst mér 
einkum til um Magnús. þvi friðari og f jörlegri mann hafði 
eg sjaldan séð ; þar var og Magnús frá Vatnsdal, ungur 
og lítið meir en hálfvaxinn piltur. Það var landshöfð- 
inginn tilvonandi. Og enn sátu þar tveir og þrættu um 
búskaparefni, og þótti mér annar miklu mælskari hinum, 
sem var afarstór og þreklegur maður, en hinn grannleg- 
ur, en skarpur mjög á svipinn. Mennirnir voru Stefán 
Björnsson, siðar sýslum., en hinn Benedikt Sveinsson, voru 
þá nýútskrifaðir. Sagði eg siöar við einhvern, að mér fynd- 
ist hinn stirðmæltari þeirrá tveggja vera liklegri til að 
búa vel á íslandi, heldur en hans mælski andmælandi. 

Aðrir nafnkunnir stiídentar i Höfn þann vetur voru; 
þeir Arnljótur Olafsson, Gruðbr. Vigfússon, Bergur Thor- 
berg, Hermann E. Johnson, Jón Thorarensen, S. L. Jón- 
asöon, Lárus Sveinbjörnsson. Þann vetur var þar og Páll 
Melsteð sagnfræðingur, — svo og hitti cg nokkra eldri 
íslendinga þar, svo sem Magnús Eiríksson, Konráð Gisla- 
son, Oddgeir Stephensen og Gísla Brynjúlfsson. Af öllum 
þeim mönnum, sem eg hér hefi nefnt, lifa nú, er þetta er 
skrifað, tveir einir, auk rain, þeir Magnús landshöfðingi 
og Steingrímur Thorsteinsson. Af öðrum nafnkunnum ís- 
lendingum kyntist eg Grími gamla Þorlákssyni tannlækni, 
hann var Eyhreppingur og þótti göfugmenni. Svo varð 
eg kunnugur þeim ríkú Vesturlandsreiðurum, Sandholts- 
bræðrum. Langmest fanst mér um Jón Sigurðsson, og 
kom oftast i hans hús. Var hann og sjálfkjörinn höfð- 
ingi nálega allra íslendinga i Höfn, og hélzt það alla 
stund meðan hann lifði. 

Tvisvar siðar sigldi eg til Hafnar og sá nýja og nýja 
kynslóð islenzkra stúdenta, og þrisvar sinnum heíi eg ver- 
ið i Höfn siðan þessi öld hófst. En minnisstæðust er mér 
min fyrsta dvöl þar, eins og geta má nærri; ungum verða 
áhrifin dýpst og drjúgust ; það er og sannast að segja um 
mig, að megi eg teljast mentaður maður, er það mest að 
þakka utanferðum minum, og þvi, að eg negldist hvergi 16 Fyrsta utanför min. 

lengi; að »vagabondera« árum saman á einum stað, þótt 
við háskóla heiti, það kann að skila manni, ef vel fellur, 
litt skemdum og með embættispróíi i vasanum, en trauðla 
«em sannmentuðum manni. Til þess þurfa ungir menn 
að kanna fleiri stigu og vinna hylli og viðkynning mætra 
manna — og k v e n n a. 

Helztu glæsimenn meðal íslendinga i Höfn 1856 voru 
þeir Arnljótur, Lárus Sveinbjörnsson, þeir Blöndalsbræð- 
ur, Jón Thorarensen, og enn fleiri, sem segja má um, að 
ýmsu ættu eftir láni að fagna. Með Arnljóti reikaði eg 
lengi eitt kvöld i tunglsljósi og drakk þess á miUi kaffi 
og sjókólaði ; undraðist eg mælsku hans, vit og hugsjónir, 
fanst mér brenna i honum áhugi og vandlæti vegna lands 
vors, sagði hann mér hvað gera ætti, og hvernig leysa J. 
S. af hólmi þegar hann tæki að eldast ; margt sagðist hon- 
um vel og frjálsmannlega. Eg komst og í mikinn og góð- 
an kunningsskap við Magníís Eiríksson. Hann var gæðin 
tóm og guðræknin og sem helgur maður i dularklæðum 
innan um veraldargosana, át og drakk þó með þeim, 
eins og meistarinn forðum, ef nokkuð var til, og var sí- 
glaður, og að sama skapi skemtilegur sem hann var lærð- 
ur og fróður. En lítt var hann lagaður til að siða hina 
ungu menn, enda mun hafa séð að viðleitni sín í þá átt 
mundi lítið stoða. Og þó virtu menn dæmi hans og sjálf- 
an hann og voru vinir hans. Oftast ef ólci ti gengu úr 
hófi yfirgaf hann sollinn og gekk heim. Ekki talaði hann 
við mig um guðfræði þann vetur, en tók mig við og við 
með sér til góðra manna. Hann vissi að eg beið eftir 
peningum er leið á veturinn, og bauð mér að borða með 
sér nokkra daga. Eg þáði það, en staöurinn var ekki 
glæsilegur; það var dimmur og fremur óhreinlegur kjall- 
ari á Vagnmakaragötu. Sátu þar verkmenn og ræflar i 
hálfmyrkri með húfur sínar og borðuðu »þorsk« og jarð- 
epli, en fyrir Magnús (fína herrann) og mig var sett lítið 
borð fram við dyrnar og hvítur dúkur á, en líkan mat 
og hinir fengum við. Enginn mælti orð, og sá eg að 
donsar og vert báru lotningu fyrir Magnúsi. Svo fekk Fyrsta ntatiför min. ,, 17 

^g peninga og launaði »frater« góðviljanno Eitt sinn var 
-eg við kvöldborð með honum hjá Húsavíkur-Johnsen, er 
bjó úti á Kristiánshöfn. Frú Hildur kona hans, hið mesta 
gæzkublóð, bar duglega á borð fyrir Magnús og sagði: 
»Það vildi eg að yður félli nú þessi matur, þvi þér kom- 
ið alt of sjaldan«. Sýndist mér og »frater« borða ámæl- 
islaust og var hinn hreifasti. Hildur var hin ágætasta 
kona, og lærði eg hana vel að þekkja mörgum árum sið- 
^r; maður hcnnar tók okkur heldur fálega, var haltur af 
^igt og skókreppu og dæsti mjög raeðan dóttir hans Jenny, 
þá hálfvaxin, var að toga af honum stígvélin. Sú stúlka 
giftist hefðarprestinum Jantzen i Gentofte og varð móðir 
Jantzen^, er um aldamótin var einn i Norðurljósanefnd- 
inni meö Adam Paulsen, þeirri er sat hér á Akureyri. 
Edvald læknir var sonur þeirra hjóna, er 15 árum seinna 
ferðaðist með mér yfir Noreg og batt vinfengi við mig 
upp frá því. 

Eg tók þátt i fimleikaæfingum með islenzkum stúdent- 
um í Austurgötu; var kennari okkar íslenzkur í móður- 
ætt og hét Magnús Johnsen. Þar sýndum við glímur, og 
dáðist kennarinn að þeirri íþrótt, var þó enginn okkar 
vel fær. Þar reyndi eg mig við Arnljót, Guðbrand Vig- 
fússon, Steingrim Th. og fleiri, og var Arnljótur einna 
röskvastur, Steingr. var og vel hnellinn, en eg dró mig 
heldur í hlé, og naut þess þó siðar hjá Steenberg okkar i 
«kóla, að eg hafði framast á Austurgötu í skylmingum. 

Enn fleiri landa minna er mér skylt að geta, þótt 
€kki væru stúdentar. Til Seidelins kennara gengu tveir 
aðrir Vestfirðingar og hétu báðir Ólafar, annar sonur 
Matthíasar Ásgeirssonar prófasts i Holti (d. 1835), en hinn 
var Ólafsson. Þeir voru siðsamir piltar, en litlir náms- 
menn. Hinn síðarnefndi var þó hið mesta reikningshöfuð, 
sem eg hefi þekt, gat leyst hvert dæmi nálega á svip- 
«tundu með höfuðreikningi, en dönskuna nam hann bæði 
seint og illa. Kennarinn var kryplingur og smámæltur, 
en spéhræddur i meira lagi, og varð okkur oft að gripa 
fyrir munninn, er hann og »Ólsen« áttust við. .»De skal 

2 18 k ^ Fyrsta utanför min. 

sige lísspund, men ikke líssepund«, sagði kennarinn, en 
Ólsen slepti aldrei e-inu úr hins lisspundi; annars var 
Seidelin sómamaður og kendi með alúð, og þótti honum 
eg vera brattur og drjúgur i dönskunni. Af öðrum stýri- 
mannaefnum og iðnaðarsveinum þótti mér mest kveða að 
nokkrum Eyfirðingum. Tveir þeirra voru prúðraenni: 
Gunnlaugur Gunnlaugsson (týndist síðar með þilbát sinum 
i legu) og Jón Loftsson, hinn mesti snyrtimaður og ör á 
fé; kölluðu lagsmenn hans hann »baróninn«. Hann varð 
og skipstjóri og andaðist ungur ; var hann bróðir frú Lovisu 
konu Snorra kaupmanns Jónssonar, og mannscfni mikið. 
Við Jón þessi komum okkur saman um, að mikil nauð- 
syn væri á því, að iðnaðarmenn og aðrir óráðnir sveinar 
og meyjar frá íslandi ætti eitthvert aðhald og athvarf i 
Höfn, því okkur þótti nóg um hringlandann og siðleysið. 
Siðan skutum við á fundi og ræddum málið. Urðu allgóðar 
undirtektir er við bárum upp þá tillögu, að stofna skyldi 
félag fyrir ólærða landa í borginni; þvi var okkur Jóni 
falið á hendur að semja lög fyrir samband þetta, og sýna 
Jóni Sigurðssyni. Þetta gerðum við og fórum siðan út til 
Jóns Sig. Honum þótti tiltækið mjög ráðlegt og lögin 
vel meint, en vantreysti því, að nokkuð yrði úr sliku fé- 
lagi, þegar við færum heim og nýir og nýir kæmu. Á 
næsta fundi mættu fáir, og fór svo að tillagan dó i fæð- 
ingunni. 

Við kennara mina á, Garði féll mér mætavel, var 
Bjarni áhugameiri en Jón Sveinsson, sem kendi vel, en 
nenti misjafnt, eins og sagt er um Gretti, er hann skyldi 
»drepa ]arnið«; hann var barnlyndur og latur, en skemti- 
legur fyrir mig, því hann fann fegurð i hverju smáræði, 
ellegar þá eitthvað smáskritið og skoplegt, þvi hann var 
að eðli bæði skáld og listamaður, þótt hann vissi það* 
ekki; málfræðingur með afburðum, en alt lenti i fram- 
taksleysi, svo og dáðlitlu daðri, þvi alt strit og áreynslu, 
alt Ijótt og klúrt og rangt hataði Jón; var hann mót- 
setning föður sins, er var siúðrandi dáðarmaður, og þ6 
mætavel að sér eftir hinum eldri stil. Jón mun hafa ver- Fyrsta utanför min. 19^ 

ið eftirmynd móður sinnar Guðnýjar frá Grenjaðarstað. 
Hann hændist mjög að mér, þótt eg kynni lítið á við 
hann, þvi að með mér gat hann verið barn og dundað 
og skrafað um hvern hégóma sem hann vildi. En stund- 
um sneri hann'sér að hinum stærri efnunum, og vakti mig 
eins og Steingrimur til fyrstu skynjunar á enskum og 
þýzkum skáldskap, og aldrei heyrði eg fallega ensku 
nema hans þangað til löngu seinna. En samrýndastur 
varð eg Steingrimi; batt hann við mig vinfengi og alúð 
nálega áður en hann hafði reynt mig eða þekt. Hann 
var þá að þýða Þúsund og eina nótt, og hafði þegar ort falleg 
kvæði. Hann var vakinn og sofinn að lesa mér valinn skáld- 
skap bæði þýzkan og »klassiskan«, og hann las fyrstur með 
mérSæmundareddu, Ossian og þýðingar grískra höfuðskálda. 
Það voru indælar stundir, sem nálega breyttu mér í nýjan 
mann, eða vöktu i mér nýjan anda, metnað og stórhug. 
Sögðu mér báðir þeir Jón, að mér væri einsætt að reyna 
til að stúdéra, þvi þótt eg vissi eins mikið og sumir 
þeirra, vantaði mig bæði nafnið og tækifærin. Þetta lét 
mér afarvel i eyrum. 

Eg fékk starf um sumarið sem aðstoðarmaður Jóns, 
er kallaður var Englendingur, er »spekúleraði<^ við ís- 
land fyrir Arna Sandholt. Þessi Jón var yngri bróðir 
Sigurðar frænda míns í Flatey, en var honum ólíkur, var 
fljótfær maður og grunnur, en drengilegur og vaskur 
maður var hann. Hann hafði viljað læra ensku hjá Arn- 
Ijóti, þótti þungfær og kallaði þvi kennarinn hann »Eng- 
lendinginn sinn«, festist svo við hann nafnið. Hann varð 
ekki gamall maður, og var mælt, að ekki hefði þeim 
herrum Sandholt farist vel við hann að lokum, og hafði 
eg því spáð honum. 

Eg kvaddi kunningja mina 1 Höfn 15. mai, og vorum. 
við Stgr. Th. saman kvöldið áður fram á nótt og mælt- 
um til æfilangrar vináttu. Hélzt sú vinátta óbreytt síðan, 
nema fárra ára tíma, og munu báðir hafa valdið, enda 
hvarf sú fæð, er eg flutti hingað norður. 

Skipið er eg fór með hét Metta, og skipstjóri Kyller. 

2* 20 Fyrsta utanför min. 

Yið verzluðum á Skagafirði og gerðum góða ferð, en ekki 
íéll okkur frændum vel ; bað eg að lokum hinn gamla að 
þjóna hans herrum i minn stað. »Þú stefnir þér i voða 
með stórmensku þinni«, sagði Jón, en i Flatey lenti eg 
um haustið og var þar enn vel fagnað. 

Matthias Jochumsson. Dönsk barátta um andlegt frelsi, I. 

Arboe-Rasmussen heitir sá danskur prestur, sem mönn- 
um heíir orðið tíðræddast um á siðastliðnu sumri. Biskupar 
Danmerkur gengu á ráðstefnu 30. ágúst síðastl. og urðu 
ásáttir um að höfða mál gegn honum fyrir villukenningar 
— að einum biskupi undanteknum, sem var erlendis, þegar 
ályktunín var gerð. Málið er nú fyrir dómstólunum. 

Sakborningur er einkar vel lærður guðfræðingur. Hann 
er einkum talinn lærisveinn Harnacks, hins heimsfræga 
prófessors i guðfræði við Berlinarháskólann, og fylgir rann- 
sóknar-stefnunni i guðfræðinni. I Norsku Kirkjublaði er 
honum meðal annars lýst á þessa leið: »Hann er enn á 
bezta aldri, og er óvenjulega hispurslaus, skýr og sann- 
kær að upplagi. Hanu er einn af færustu guðfræðingum 
kirkju sinnar, heíir mikinn áhuga á vísindalegri guðfræði, 
en jafnframt hefir hann sterkan hug á almennum velferð- 
armálum mannanna«. Prestur er hann talinn góður með 
afbrigðum, og sóknarbörn hans unna honum mikið. Eg 
•hefi séð rækilegt bréf um hann frá gáfaðri, mentaðri og 
trúrækinni konu, sem verið hafði mörg ár sóknarbarn 
hans. Fegurri vitnisburð geta fæstir prestar fengið en 
þann, er hún bar honum. Og á umræðufundi, sem guð- 
fræðingar í Kaupmannahöfn héldu út af máli Arboe-Ras- 
mussens í haust, var því haldið fram — að því er virðist, 
án þess að á móti væri mælt — að í raun og veru væri 
hann eini presturinn í Danmörk, sem væri eins og prestar 
ættu að, vera. Biskuparnir hafa látið hafa eftir sér á 22 Ðönsk barátta um andlegt frelsi. 

prenti, að málið sé ekki höf ðað gegn Arboe-Rasmussen fyrir 
neitt það, er hann hafi sagt eða gert við preststörf sin. 

Áður en veruleg rekistefna varð út úr Arboe-Rasmus- 
sen presti, hafði hann um nokkuð mörg ár krafist hljóðs 
fyrir trúarbrögð, sem ekki væru bundin á jafn-ramman 
kredduklafa, eins og tíðast er um trúarbrögð Dana, að 
minsta kosti þau er mest láta á sér bera. Danir hafa 
yfirleitt reynst furðu kredduföst þjóð — þeir, sem ekki 
hafa snúið baki við trúarbrögðunum. Andi heimatrúboðs- 
ins sveimar þar yfir vötnum kirkjunnar, og hefir jafnvel 
— að mér skilst til mikilla muna — smogið inn í hug- 
skot gamalla andstæðinga sinna, Grundtvigsmannanna. 
Ouðfræðideild danska háskólans er ihaldssamari en titt er 
við aðra mótmælenda-háskóla Norðurálfunnar — þó að 
auðvitað verði ekki kenningar hennar bornar saman við 
guðfræði vestur-íslenzka kirkjufélagsins. Og fremur er það 
•sjaldgæft, að út komi i Danmörk guðfræðirit, sem þeim 
mönnum, er einhverja þekking hafa á veigamiklum um- 
ræðum nútíðarmanna um andleg mál, finnist nokkurt 
verulegt gagn að að lesa. Að hinu leytinu hefir allmik- 
iU hluti danskrar þjóðar, einkum úr hópi mentaraanna og 
verkamanna, suúið baki við trúarbrögðunum með öllu, litur 
svo á, sem þau samsvari ekki þörfum mannsandans leng- 
ur, og hafi engan sannleik á boðstólum, lætur þau annað- 
Jivort sig engu skifta, eða hefir gerst þeim beint andvíg- 
iir. Gil hefir verið að myndast, i Danmörk eins og ann- 
arstaðar, miUi trúarbragðanna annars vegar og hinnar 
almennu menningar hins vegar Þessa gjá hefir Arboe- 
Rasmussen prest, eins og nýguðfræðinga i öðrum lönd- 
um, langað til að brúa. Hann vill nema burt þær 
trúarkenningar, sem sannast hefir, að eru rangar; 
hann tekur ekki algildar aðrar kenningar en þær, 
sem Kristur hefir sjálfur boðað; og hann vill samþýða 
trúarbrögðin, að svo miklu leyti, sem unt er, þekking og 
liug nútiðarmanna. Yfirvöld kirkjunnar létu ekki um 
fltund þessa viðleitni til sín taka; með málið var farið svo, Dönsk barátta um andlegt frelsi. 33 

«em eingöDgu væri að tefla um nokkurn skoðanamun i 
hópi guðfræðinganna, sem ekki skifti leikmenn miklu máli. 

Sira Arboe-Rasmussen sótti hið mikla trúmálaþing 
írjálslyndra guðfræðinga, sem háð var i Berlín 1910. Svo 
virðist, sem áhrifin af þvi þingi hafi ýtt honum áfram til 
•enn ósleitilegri starfsemi en áður i þarfir frjálslyndisins. 
í desembermánuði s. á. flutti hann i einu danska stúdenta- 
félaginu erindi um kreddukirkjuna og leiðina, sem kom- 
ast verði áfram. Umræður urðu á eftir erindinu, og sum 
andmælin hvöss. Eftir á komst öU danska kirkjan í upp- 
nám. Arboe-Kasmussen var kærður fyrir biskupunum. 
Eannsókn fór fram i máli hans. Blöðin tóku að deila 
um hann. Stór flokkur manna krafðist þess, að honum 
væri vikið frá. Ekki samt nærri þvi allir þeir, sem halda 
vilja fast við kreddur kirkjunnar. FlestöU kirkjublöðin 
voru því mótfallin. Einkuni voru það heimatrúboðsmenn, 
-sem reyndu með öUum ráðum að fá hann rekinn, og samt 
voru þeir ekki allir sammála. Prófastur hans studdi hann 
^lt af. Og söfnuður hans fylgdi honum dyggilega, nærri 
þvi óskiftur. Kirkjumálaráðherrann, Appel, var ófús til 
^rþrifaráða; enda var hann Grundtvigsmaður, og Grundt- 
vig hafði haldið fram kenningarfrelsi presta, og að þeim 
yrði ekki vikið frá með réttu, meðan söfnuðirnir væru 
ánægðir með þá. Eftir 18 mánaða hugleiðingar var málið 
útkljáð að sinni með þeim hætti, að guðfræði Arboe-Ras- 
mussens var að sönnu ekki viðurkend, en biskup hans 
lýsti yfir því, að sjálfur væri A.-R. kristinn maður »á 
^rundvelli þjóðkirkjunnar«. Og samkvæmt þeirri yfirlýs- 
ing var honum ekkert frekara gert það skiftið. 

En andstæðingar hans voru alt annað en ánægðir. 
Þeir stofnuðu »kirk]ulegt' landsfélag til þess að vernda 
mikilsverðustu hagsmuni kirkjunnar« (Kirkeligt Lands- 
íorbund til Værn om Kirkens Livsinteresser), og það félag 
hefir alt af haft það takmark fyrir augum, að fá A.-R 
xekinn frá embætti. Og, að þvi er virðist, fyrir fram- 
göngu þess félags hefir deilan nú gosið upp af nýju, öfi- 
iugri og ísjárverðari en nokkuru sinni áður. Dönsb < barátta um andlégt frelsi. Tilefnið var það, að A.-K. sótti um betra »brauð«. 
Hann hefir verið i tekjurýru embætti úti á Jótlandi (Skib- 
sted). Nú sótti hann um gott prestakall á Falstri (Vaalse)^ 
Jafnvel ýmsir þeirra, sem ekki höfðu viljað reka hann úr 
fátæka Jótlands-»brauðinu«, máttu ekki til þess hugsa, a^* 
hann yrði fluttur þangað sem f járhagur hans batnaði — 
af þvi að með þvi lýsti kirkjustjórnin trúarskoðanir hans 
góðar og gildar, sögðu þeir. 

Veiting prestakalla gerist með þeim hætti i Danmörk^ 
að kirkjumálastjórnin sendir umsóknirnar sóknarnefndinni 
í þvi prestakalli, sem um er sótt. Sóknarnefndin velur 
úr þrjá af umsækjendunum ; einhverjum þeirra þriggja 
verður konungur að veita embættið, og helzt er ætlast til 
þess, að þeim sé veitt það, sem efstur verður á skrá 
sóknarnefndarinnar. Þegar konungur hefir veítt embætt- 
ið, sendir biskupinn frá sér nokkurs konar innsetningar-^ 
bréf, sem nefnt er »Kollats«, einkar hátíðlega orðað vott- 
orð um það, að sá, sem embættið hefir fengið, sé réttilega^ 
skipaður sóknarprestur í hlutaðeigandi prestakalli, ásamt 
áskorun til safnaðarmanna um að taka honum vel. Þetta^ 
biskupsbréf er síðasti liðurinn. 

Kirkjumálastjórnin dró í fyrstu undan umsókn A.-R.^. 
sendi hana ekki sóknarnefndinni í Vaalse með hinum um- 
sóknunum. Appel var þá enn kirkjumálaráðherra, og fik- 
legast hefir honum staðið beygur af þeim ólátum, sem 
hann hefir búist við, að út úr þessum umsækjanda yrðu.. 
En sóknarnefndin ritaði ráðherra, og gekk eftir umsókn 
A.-R.; og ráðherra fékk lika áskorun sama efnis, sem 
undirskrifuð var af fjölda manna í prestakallinu. Ráð- 
herra varð þá við þessum tilmælum, og sendi sóknar- 
nefndinni umsóknina. Þar með hafði stjórnin viðurkent 
A.-R. sem gildan og góðan umsækjanda. Sú ráðstöfun 
var eitt af síðustu stjórnarstörfum Appels. Rétt á eftir- 
urðu stjórnarskifti, og síra Keiser Melsen, þingmaður 
Vaalse-kjördæmis, varð kirkjmálaráðherra. 

Nú fór Wegener, biskupinn yfir Lálandi og Falstri, 
sá biskupinn, sem átti að fá A.-R. inn i umdæmi sitt, ef DöDsk barátta um andlegt frelsi. 25* 

hann fengi embættið, að láta , málið til sin taka. Hann 
krafðist þess, að ný umsögn um A.-R. yrði heimtuð af 
biskupi hans, Poulsen í Vébjörgum. Þá umsögn lét Poul- 
sen lika frá sér fara. Biskuparnir hafa ekki birt hana, 
hvernig sem á því stendur. En heimatrúboðspresturinn; 
H. Koch notaði tilefnið til að gera allsvæsna árás á 
Poulsen biskup, og krafðist þess, að hann segði af sér 
embætti, af þvi að hann hafði áður lýst því yfir um A, 
R., sem frá er skýrt hér á undan. Ekki mæltist samt 
sú heimatrúboðs-árás vel fyrir, og biskupinn fékk sam- 
úðarávarp frá 90 af þeim 100 prestum, sem eru i bisk- 
upsdæmi hans. Wegener lét það líka berast út, að yrði 
A.-R. veitt embættið, mundi hann neita honum um inn- 
setningarbréf. Og hann átti sjálfur tal við sóknarnefnd- 
ina i Vaalse, og áminti hana alvarlega um, að gera sér 
grein þeirrar ábyrgðar, sem á herðum hennar lægi. 

En safnaðarstjórnin lét þetta ekki á sig fá. Hún 
setti A.-R. efstan á skrá með 3 atkv. gegn 1. Og rétt um 
sama leyti gaf A.-R. út nýja bók: »Um trúarjátninguna 
og prestaheitið«, sem minst verður á nákvæmara siðar i 
þessari grein. Sú bók var notuð til þess að herða á mót- 
spyrnunni gegn A.-R. Mótstöðumenn hans virðast lita 
svo á, sem þar hafi þeir fengið aðalvopnið gegn honum í 
hendur sér. 

Nú var búist við því, að A.-R. mundi verða veitt 
embættið. Mönnum var kunnugt um, að kirkjumálaráð- 
herrann var hans megin, og að hinir ráðherrarnir voru 
eins skapi farnir. En Wegener tók að þinga um málið 
við kirkjumálaráðuneytið og fékk með því dregiö það á 
langinn. Hann tilkynti i embættisnafni, að hann mundi 
neita A-R. um innsetningarbréf, ef honum yrði veitt em- 
bættið. Ráðherra sat við sinn keip — lét biskup skilja 
það, að færi hann svo að ráði sinu, mundi mál verða 
höfðað gegn honum. Ostenfeld Sjálandsbiskup lét eitt 
blaðið spyrja sig um málið og ummæli hans voru tölu- 
vert einkennileg. Um afstöðu A.-R. til þjóðkirkjunnar 
talaði hann svo gætilega, að cnginn gat orðið þess vísariy 56 Dönsk barátta um andlegt frelsi. 

livort hann liti svo á, að A.-R. ætti að verða embættis- 
Tækur. 

Biskupinn var spurður, hver ætti að skera úr því, 
hverjar skoðanir mætti þola innan þjóðkirjunnar, — hvort 
2)að ættu að vera biskuparnir. Þvi svaraði biskup svo, 
að auðvitað væri ekki unt að draga linu, eins og með 
reglustriku, og segja, að yfir þessi takmörk mætti ekki 
fara, þetta yrði að vera komið undir andlegu mati, 
og öU framkoma og starfsemi prestsins yrði að vera 
mikilsverður þáttur i þvi mati. Strangir eða ein- 
strengislegir eigi menn ekki að vera. En einhver- 
staðar hljóti takmörkin að vera, og þá verði það að vera 
biskup hlutaðeigandi prests, sem ákveði takmörkin, af þvi 
að hann hafi átt kost á að kynnast starfsemi prestsins. 
Sjálandsbiskup vildi nú fá nýja úrslita-umsögn frá Poulsen 
biskupi, og láta hann ráða úrslitum. Samt gaf hann i 
skyn, að yrðu úrslitin á móti tiUögum Wegeners biskups 
og A.-R. fengi Vaalse-prestakall, þá fyndist sér ekki, að 
hann gæti sjálfur verið biskup lengur, þó að hann treysti 
■sér, eins fyrir það, til þess að vera prestur i þjóðkirk- 
junni. Wegener biskup telji sig ekki geta sett A.-R. inn 
i Vaalse-prestakall. Þar af leiðandi megi hann ekki verða 
prestur þar; annars væri bersýnilegt, að biskupinn ráði 
engu. En vel geti verið, að Poulsen biskup komist að 
þeirri niðurstöðu, eftir vandlega rannsókn, að A.-R. geti 
haldið áfram að vera prestur i þjóðkirkjunni. Færi svo 
virtist Sjálandsbiskupi, að vel gæti verið, að við það yrði 
látið sitja. 

Eins og menn sjá, hefir biskupinn hagað ummælum 
sínum svo, sem hann sé þess alls ekki f ullvís, að A -R. sé 
óhæfur þjóðkirkjuprestur. Hitt er honum Ijóst, að bisk- 
upsveldið megi ekki rýrna. Hann ætlast til þess, að 
hver biskup geti varnað stjórninni þess að hleypa inn i 
fiitt biskupsdæmi presti, sem honum gezt ekki að fyrir 
trúmálaskoðanir, þó að presturinn sé af öðrum biskupum 
talinn góður og gildur. Ef einhversstaðar er sérstaklega Ðönsk barátta um andlegt frelsi. 37 

ófrjálslyndur biskup, maður, sem orðið hefir lengra aftur 
úr timanum en alment gerist, þá ætti það að vera á hans 
valdi að girða fyrir það, að prestur með hugsanir nútið- 
arinnar kæmist inn i umdæmi hans, þó að söfnuðirnir 
vildu fá hann, og þó að öðrum biskupum og landsstjóm 
þætti ekkert að honum að finna. Flestir lesendur Skirnis 
munu vera sammála um, að slikt fyrirkomulag væri ótækt 
og æðsti biskup dönsku kirkjunnar hafi talað nokkuð 
furðulega. I raun og veru eru ummæli biskupsins ekki 
annað en vottur þess, hver þoka liggur yfir hugum manna 
í Danmörk, þegar þeir eiga að taka afstöðu til andlegs 
frelsis. 

En af máli A.-R. er það frekara að segja, að föstu- 
daginn 29. ágúst árdegis átti Wegener biskup langt tal 
við kirkjumálaráðherrann. Ráðherra virðist ekki hafa 
farið^ i neina launkofa með það, að hann ætlaði að veita 
A.-R. embættið, enda hafði sú ráðstöfun verið samþykt 
áður á fiokksfundi. Samkvæmt þvi lét hann á laugardag- 
inn semja tillögu til konungs um veitingu Vaalse-presta- 
kalls, og ætlaði að halda af stað með hana til Jótlands 
þá um kvöldið til þess að leggja hana fyrir konung i 
Marselisborg daginn eftir. En áður en hann komst af 
stað, kl. um 5^2 siðdegis á laugardaginn, kom simskeyti 
til kirkjumálaráðuneytisins um það, að »biskupsembættið 
i Vébjörgum« hefði ályktað að stefna A -R. fyrir prófasts- 
rétt til rannsóknar, og dóms, ef svo vildi verkast, út af 
trúmálaskoðunum hans. Wegener biskup hafði þá farið 
til Sjálandsbiskups frá ráðherra. Laugardagsnóttina höfðu 
þeir báðir farið til Vébjarga, og stefnt hinum biskupunum 
þangað. Arangurinn af þeim biskupafundi hefir svo orðið 
þessi málshöfðun Vébjargabiskupsins gegn A.-R. 

Með þvi að beita ráðherra þessum brögðum tókst 
hiskupunum að stemma að sinni stigu fyrir því, að A.-R. 
íengi embættið. Stjórnin treysti sér ekki til að veita 
honum það, meðan hann væri undir kæru, svo að veit- 
ingunni var frestað. Mál A.-R. á fyrst að koma fyrir svo 
nefndan prófastsrétt, sem skipaður er einum prófasti og 28 ' Dönsk barátta um andlegt frélsi. 

einum héraðsfógeta ; því næst fyrir nokkurs konar yíir- 
dóm ; í lionum eru Vébjarga-biskup og Vébjarga-stif tamt- 
maður ; og loks f er málið til hæstaréttar. 

Andstæðingar A.-R. tóku þessu með miklum fögnuði, 
sendu meðal annars biskupunum símskeyti hvaðanæfa og^ 
þökkuðu þeim fyrir, að þeir hefðu »haldið uppi rétti og^ 
æru kirkjunnar«. Og nokkurir heimatrúboðsprestar í 
Khöfn tóku að nota eina helztu kirkju höfuðstaðarins tiL 
æsingafunda um málið, sem að maklegleikum heíir mælst 
illa fyrir og vakið hneyksli. 

II. 

Hvað er það þá, sem Arboe-Rasmussen prestur heflr 
til unnið? Eins og getið var um hér að framan, gaf 
hann út bók í sumar um trúarjátninguna og prestaheitið. 
Og sú bók hefir sérstaklega verið gerð að tilefni til^árás- 
anna á hann. Eg ætla að reyna með fáeinum orðum að- 
gefa lesendum Skirnis hugmynd um, í hverja átt hugsan- 
irnar stefna i þeirri bók. 

Fyrsti kaflinn er um postuUega trúarjátning. A.-K. 
sannar, auðvitað ekki frá eigin brjósti, heldur af undan- 
gengnum vísindalegum rannsóknum, að kenningin um það, 
að hin svo nefnda postullega trúarjátning hafl verið tekin 
saman af Kristi eða postulunum, sé fjarstæ.ða; trúarjátn- 
ingin hafl ekki orðið til í þeirri mynd, sem hún er nú, 
fyr en á 5. öld. 

Auk þess sannar hann með fjölda af tilvitnunum, að- 
kirkjudeildirnar hafa lagt i hana töluvert mismunandi 
skilning, svo að þó að menn játi hana eins og hún er nú, 
getur mikið vantað á, að menn séu í raun og veru sam- 
mála um þau atriði, sem hún tekur fram. Hún verður 
fyrir því i raun og veru ekki e i n trúarjátning, heldur 
margar, eftir því, hver skilningur er i hana lagður. Setn- 
ingar hennar séu mjög fjarri þvi að vera það einingarmerki 
kristninnar, sem oft hafl verið talað um. >>Þar á móti 
fara þær með mennina út á margvíslegustu leiðir. Svo- 
hefir farið í kirkjunni. Og svo mun enn fara á ókomn- Dönsk barátta um andlegt frelsi. 29 

nm tímum«. Trúarjátningin verður jafnvel alt önnur 
mönnum i sömu kirkjudeildinni. Katólskur kreddufræð- 
ingur, katólskur dultrúarmaður og katólskur alþýðumaður 
fá hver sina trúarjátning út úr postuUegu trúarjátning- 
unni. Og enn meiri brögð eru og hljóta að vera að þessu 
innan mótmælendakirknanna, af þvi að þær leggja svo 
mikla áherzlu á »kenninguna«, sem aftur stafar af því, 
að prédikunarinnar gætir þar svo miklu meira en i kat- 
ólsku kirkjunni. 

Annar kaflinn er um »meyjarfæðinguna«. Þar sýnir 
A-R. fram á það, að eiginlegir höfundar Nýja Testament- 
isins hafi alls ekki haldið henni fram, þeir fáu staðir i N. 
T. sem það geri, séu siðari viðbætur og innskot. Meyjar- 
fæðingin eigi upprunalega ekkert skylt við kenninguna 
um guðdóm Krists, heldur sé hún komin inn frá griskri 
heiðni. Þeir Nýja Testamentis-höfundar, sem fastast haldi 
fram guðdómi Krists — Jóhannes og Páll — minnist ekk- 
ert á hana. Og guðssonar-heitið eigi upphaflega i Nýja 
Testamentis-ritunum við alt annað en yfirnáttúrlegan 
getnað. 

Þá er þriðji og siðasti kaflinn um prestaheitið. Það 
heiti, sem danskir prestar vinna, er nokkuru margbrotn- 
ara en heiti íslenzkra presta, eins og það varð með nýju 
helgisiðabókinni, enda hafa heyrst ummæli eftir dönskum 
prestum um það, að islenzka heitið sé mikið betur orðað. 
A-R. ritar um hvert atriði danska heitisins út af fyrir sig, 
og sýnir einkar greinilega fram á það tvent: að það 
hefir aldrei verið tilætlunin að binda menn við einstök 
atriði trúarjátninganna, heldur aðeins við anda þeirra og 
meginstefnu, og a ð slikt band næði engri átt, þar sem 
menn hafa fundið ósamræmi milli ýmsra þeirra atriða og 
spámannlegra og postullegra rita heilagrar ritningar; en 
við þau rit eru danskir prestar sérstaklega bundnir. Þá 
sýnir og höf., að ýmsir ágætismenn lúterskrar kirkju hafa 
beint ritað og prédikað móti ýmsum atriðum trúarjátning- 
anna, þar á meðal atriðum i postullegri trúarjátning, án 
þess að nokkurum manni hafi komið til hugar, að slikt 80 DöDsk barátta um andlegt frelsi. 

gæti varðað embættisafsetning — aðrir eins menn eins og^ 
til dæmis að taka, dönsku biskuparnir Mynster og Mar- 
tensen, danski presturinn og skáldið Ctir. Richardt, norski 
presturinn og kverhöfundurinn Klaveness, og margir fleiriy 
sem höf. tilgreinir. 

Ef til viU er mest vert um síðustu blaðsíður bókar- 
innar; þar greinir höf. fagnaðarboðskapinn sundur. Eg 
veit ekki, hvernig guðfræðingar kunna að líta á það mál^ 
en í mínum leikmanns-augum gerir höf. þar að umræðu- 
efni eitt af helztu atriðum nýju guðfræðinnar — ef ekki 
meginatriðið. Nýja guðfræðin gerir að sjálfsögðu mikinn 
mun á gildi Gamla Testamentisins og Nýja Testamentisins 
fyrir trúarlíf kristinna manna. En hún fer lengra. Hún 
gerir líka mikinn mun þess, sem í Nýja Testamentinu 
stendur. Skiftingin fer eftir því, hver boðskapinn hefir 
flutt. öðrumegin er það, sem prófessor Harnack — mað- 
urinn, sem vist hefir skýrt þetta atriði allra manna bezt 
— nefnir »hinn fyrri (eða upprunalega) fagnaðarboðskap«. 
Það er sá boðskapur, sem Jesús frá Nazaret hefir sjálfur 
flutt. Hinumegin er »siðari fagnaðarboðskapurinn« — það 
sem postularnir og aðrir höfundar Nýja Testamentisins 
hafa kent u m Jesúm frá Nazaret. Boðskap Jesú sjálfs 
vill nýja guðfræðin setja öllu hærra. í eiginlegum skiln- 
ingi vill hún ekki binda menn við neitt annað en hans 
kenningu. 

Þetta efni útlistar A.-R. fyrirtaks vel, og víða er þar 
ágætlega vel að orði kveðið. Hér er ekki rúm til þess 
að gera frekari grein þeirrar útlistunar. Eg verð að láta 
mér nægja að tilfæra ummæli höf. um það, hver áhrif 
mundu verða af þessari »takmörkun« (bls. 135 — 6): 

»Að öllum jafnaði hefir takmörkunin það í för með 
sér, að þrengra verður um mann; hugsanafestan getur a5 
sönnu orðið meiri, og krafturinn lika, en hugsanasviðið 
og sjóndeildarhringurinn þrengist. Bindi menn sig við 
einhvern kirkjumann eða einhvern kirkjulegan fiokk, eru 
slikar skorður nálega sjálfsagðar. 

»Ætli afleiðingarnar verði nú þær sömu af því að f' Bönsk barátta um andlegt frelsi. 3ll 

binda sig við Krist einan ? Nei, þ e i r r i takmörkun 
fylgir aukið hugsanasvið, stærri sjóndeildarhringur, lausn 
frá þröngsýninu, smásálarskapnum og auvirðileikanum. Og 
hvernig ætti þessu að vera annan veg háttað, ef Goethe 
hefir haft rétt að mæla, þegar hann sagði: 'Hvað langt 
sem andleg menning kemst, hvað langt sem náttúruvis- 
indin kunna að geta þanið sig, og hvað djúpt sem þau 
kunna að geta grafið, á hvað miklu sem mannsandinn. 
kann að ná tökum, þá kemst hann þó aldrei lengra en 
að hátign og siðferðismenningu kristindómsins, eins og 
hún tindrar og Ijómar i guðspjöllunum'. Hjá Kristi erum 
vér á hæstu tindunum. 

»P. Madsen heitinn biskup leyfði scr að sýna um- 
mælum mínum Htilsvirðing, og fyrir það var honum klapp- 
að ákaft lof í lófa; honum fórust svo orð: 'Með þessum 
hætti verður auðvitað hátt undir loftið og mikið rúm 
innanveggja; því að alt verður loftkent og óákveðið'. Eg 
leyfi mér að endiirtaka hér ummæli mín. Þau voru þessi: 
Kynnið ykkur vandlega fagnaðarboðskapinn, og þá mun- 
uð þið komast að raun um þetta: Það er engin kreddu- 
kirkja, sem Jesús vildi. Hann vildi guðsriki, bræ^ðralagið. 
Hann sagði: Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og 
fyrirgefum vorum skuldunautum. í þessu vottar ekki 
fyrir neinni kreddu, en bræðralagið er þar tvitekið. 
Hann boðaði oss föður; og kærleikur þess föður er eins^ 
og faðmur himinsins, hann nær út yfir alla jörðina, — 
hann boðaði oss föður, sem lætur sól sína renna upp alveg 
eins yfir vonda menn eins og góða, föður, sem heimtar 
sama hugarfar af öllum börnum sinum. Og alveg skil- 
yrðislaust, fyrirvaralaust vísaði hann þeim öllum til vist- 
ar í guðsríki, sem hafa í sál sinni eldsloga hugsjónanna: 
þeim, sem hungra og þyrsta eftir réttlætinu, hógværum, 
hreinhjörtuðum, miskunnsömum, friðfiytjöndum, þeim, sem 
ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir. í því húsi, sem hann 
reisir, er eins hátt undir loftið, eins og kærleikur guðs- 
nær, og rúmið er eins mikið innan veggja, eins og bræðra- 
þelið nær i veröldinni«. .82 Dönsk barátta nm andlegt f relsi. 

III. 

Þessi danska barátta gegn andlegu frelsi, sem að 
nokkuru hefir verið skýrt frá hér að framan, gæti orðið 
tilefni til margvíslegra hugleiðinga. En nú er orðið litið 
eftir af þvi rúmi, sem Skírnir getur veitt mér að þessu 
sinni. Önnur eins mál og þessi vekja hvarvetna athygli, 
þar sem til þeirra spyrst i kristnum heimi. Og ekki er 
siður ástæða fyrir oss íslendinga en aðra til þess að at- 
liuga þetta mál Ahrifin eru svo mikil, sem vér fáum alt 
af frá Danmörku, enda sami dómstóllinn, sem að lokum 
á að dæma mál A.-R., eins og hér ræður siðustu úrslitum 
.allra dómsmála Og hér á landi hefir á siðustu tímum 
heyrst skraf i sömu áttina eins og nú er verið að halda 
i Danmörku, skraf um það, að menn með þekldng og 
hugsunum nútiðarinnar séu ekki hafandi kennimenn i is- 
lenzkri þjóðkirkju. Munurinn helzt sá, að i Danmörku er 
sá hugsunarháttur runninn frá ofsatrúarmönnum, sem i 
skammsýni sinni hyggjast að vernda kirkjuna með þvi að 
bægja nýjum hugsunum frá henni, en hér á landi ber 
einkum á henni hjá mönnum, sem vilja halda þjóðkirk- 
junni i sem mestri óvirðing, til þess að auðveldara verði 
að losna við hana. 

Eg mintist á áhrifin frá Danmörk. Og þá er örðugt 
að bindast þess, að renna huganum til Englands. Rétt 
um sama leyti, sem dönsk þjóðkirkja er að höfða mál 
gegn Arboe-Rasmussen fyrir að rita eins og frjáls og ment- 
aður maður, prédikar einn af biskupum ensku kirkjunnar 
yfir helztu vísindamönnum Stórbretalands. Hann fagnar 
þvi þá, að kreddufesta liðinna daga sé dauð. Hann þver- 
neitar þvi þá, að kirkjan eigi ekki að halda áfram að 
leita sannleikans Hann lýsir yfir þvi s?m sinni sannfær- 
ing, að trúarfélög, sem amist við rannsóknum, stirðni og 
hljóti að deyja. Hann kannast við þá ómensku kirkjunn- 
ar, að rétta aldrei djúphyggjumönnum verulega hjálpai- 
hönd; en hann talar jafnframt um það með metnaði, að 
enska kirkjan eigi samt nokkra djarfa andana menn, sem 
leitist við að rannsaka, eigi að eins bibliuritin, heldur og Ðönsk barátta um andlegt frelsi. 33 

gervalla guðs leyndardóma. Eg ætla ekki að hafa þenn- 
an samanburð lengri. 

Af ummælum danskra blaða er það bersýnilegt, að í 
Danmörk búast menn hálf t i hvoru við þvi, að þetta mál 
geti riðið þjóðkirkjunni þar að fullu. Og svo er ekki ein- 
göngu i Danmörk. Blað það, er Lyder Brun, prófessor i 
guðfræði við Kristjaniuháskólann gefur út, »Norsk Kirke- 
blad«, kemst meðal annars svo að orði i ritstjórnargrein 
um málið: »Ekki getur hjá þvi farið, að mönnum fari 
að finnast það vafamál, hvort nútiðarriki geti haldið við 
sambandi sinu við þá kirkju, er markar andlegu frelsi 
presta sinna svo þröngt svið, og gerir það fyrir forgöngu 
iDÍskupa sinna og með tilstyrk borgaralegra og borgaralega- 
kirkjulegra lögtækja. Mörgum mun virðast svo, sem slikt 
félag sé ekki vel til þess fallið að vera þjóðkirkja, þó að 
það auðvitað verði að hafa rétt til þess að setja sig á 
laggirnir sem frikirkjufélag«. 

Einsætt virðist, að þessi skoðun norska prófessorsins 
hljóti að vinna sigur. Þjóðkirkja, sem ofsækir sannleiks- 
leitina, er óhafandi. Og hún er litt hugsanleg til lengdar. 
I henni er á þessum timum að sjálfsögðu svo marg- 
breytileg þekking og svo margbreytilegar skoðanir, að 
hún getur tæplega beitt rikisvaldinu til langframa i þágu 
þröngsýnisins og vanþekkingarinnar. Um fríkirkju er 
öðru máli að gegna, Hún getur verið miklu samfeldari 
heild; skoðana-eindrægnin getur verið þar miklu meiri. 
Og hún gerir sinar ráðstafanir án íhlutunar rikisvaldsins. 
I þvi er hennar aðalhætta fólgin, að ófrjálslyndinu er auð- 
veldara að dafna þar en i þjóðkirkju — þar til er hún 
«tirðnar og deyr, eins og enski biskupinn segir. 

Eins og nærri má geta, hefir ekki staðið i Danmörku 
á gömlu tuggunni um það, að Arboe-Rasmussen hefði átt 
að segja af sér embætti sjálfkrafa. Hann geti vel verið 
mikið góður og guðrækinn maður, en hann sé kominn í 
ósamræmi við sina kirkju, og fyrir því eigi hann að fara. 
Og það eigi hann sjálfur að sjá. Það er sjálfsagt vafn- 
ingaminst, og að sumu leyti getur það verið ánægjulegra 84 Dönsk barátta um andlegt frelsi. 

en að gera.sjálfan sig að skotmarki í örvadrifunni. En 
það er i raiííi og veru að hopa af hólmi. Eitt af hlut- 
verkum þeirra manna, sem öðlast hafa þekking á ein- 
hverju máli. er að fá það viðurkent, að frjálslyndið og 
sannleikurinn eigi rétt á sér, einmitt á þvi sviði, sem 
þeir starfa sjálfir. Það getur ekki verið skylda nokkurs 
manns að ganga ótilneyddur út úr kirkju, sem kennir sig 
við Krist, fyrir það, að hann er að leita sannleikans. Það 
getur ekki verið skylda nokkurs prests, sem finnur sig i 
samræmi við kenningu Krists, að hverfa ótilneyddur frá 
starfi sinu, ef hann hefir söfnuð, sem er ánægður með 
hann — eins og Grundtvig gamli hélt fram. Og hver 
yrði afleiðingin af þvi, ef allir kennimenn með nýja þekk- 
ing og nýjar skoðanir^teldu sér óheimilt að vera kyrrir í 
kirkju sinni? Mundi ekki sú kirkja »stirðna og hljóta að 
deyja«? Þetta hafa menn lika séð á öllum öldum, og 
hagað sér eftir þvi. Lúter til dæmis að taka, fór ekki 
út úr katólsku kirkjunni ótilneyddur. Og mest er um það 
vert, að Kristur sjálfur fór aldrei út úr sinni þjóðkirkju 
— svo mikið sem þar bar þó á milli. 

Nærri þvi óskiljanlegt er það, að til skuli vera þeir 
prestar, sem leggja kapp á að gera skoðanafrelsi prest- 
anna að engu — prestar, sem eru svo skammsýnir, að 
þeir sjá það ekki, að frelsið er eitt aðalskilyrði þess, að 
nútiðarmenn geti litið virðingaraugum á starf þeirra. Þ a ð 
sjá vafalaust þeir menn hér á landi rétt, sem harðast 
vilja leika kirkjuna, að áreiðanlegasti vegurinn til þess 
að koma henni fyrir kattarnef er sá, að binda kennimenn 
hennar á kenningarklafa. 

Einar Hjörleifsson. Hvað er dauðínn? Margir menn hafa á öllum öldum leitast við að gera 
sér og öðrum grein fyrir hvað dauðinn væri i raun og 
veru, og þá venjulegast frá trúfræðislegu sjónarmiði. 
Til að milda dauðahugmyndina hafa skáldin oft og einatt 
likt honum við svefn, og svefninn á sér islenzkt heitir 
dauðabróðir. Jafnvel Kristur kallaði dauðann svefn, er 
hann sagði: »StúIkan er ekki dauð, heldur sefur hún«. 
Enda er það og i bezta samræmi við kenning kristinnar 
kirkju að hugsa sér dauðann sem svefn — fyrir líkam- 
ann, — því á dómsdegi á hann, samkvæmt kenning kirk- 
junnar að risa upp aftur og samtengjast sálunni. Þá eru 
margir — bæði nú og fyr — er trúa þvi, að dauðinn sé 
algjör dauði o: tortiming; að likaminn leysist sundur i 
frumefni sín — og eigi engrar upprisu von, og að sálin 
— verði að engu, eða réttara sagt, að sálin — eins og 
trúaðir menn hugsa sér hana — sé yfir höfuð ekki ann- 
að en »reykur, bóla, vindaský«. Sjaldgæfari og djúpsærri 
er hugmynd sú um dauðann, er kemur fram hjá hinni 
frægu ensku skáldkonu, Charlottu Bronté, þar sem hún 
segir »There is no room for death!« — Dauðinn kemst 
hvergi fyrir. Og að þesari skoðun hallast ýmsir speking- 
ar nútimans, þar á meðal skáldið og heimspekingurinn 
Maurice Maeterlinck. 

Til að geta gert sér Ijósa grein fyrir, hvað dauðinn 
sé, verður að rannsaka tvö atriði til hlítar, nefnilega l)i 
sjálft andlátsaugnablikið, það að deyja, og 2) hvað tekur 
við eftir dauðann, annað líf, og hvernig þvi sé varið, só 
það hugsanlegt. I 56 Hvað er dauðinn? 

Á þessu sviði hafa, eins og eðlilegt er, læknar og 
prestar skift hlutverkinu milli sín. Kirkjan heíir tekið að 
sér ástandið eftir dauðann og eru kenningar hennar um 
það öllum svo kunnar, að óþaríi er að skýra frá þeim hér. 
Eitthvert merkasta ritið um andlátið sjálft hefir samið 
frægur danskur læknir, prófessor Oscar Block. Er það 
stóreflis rit og aðallega um ástand og tilfinningar þess er 
skilur við. Færir Block mýmörg dæmi þvi til sönnunar, 
að venjulega sé dauðinn sjálfur alveg þjáningalaus, og sé 
þvi ekkert að óttast hvað það snertir. 

Þess eru og jafnvel dæmi að einkum gamalmennum 
hefir fundist dauðinn alt annað en ægilegur. Frakknesk- 
ur rithöfundur Brillot-Savarin segir frá þvi, að frændkona 
hans, 93 ára að aldri, sagði það við hann siðast orða, áð- 
ur en hún skildi við: »Ef þú lifir það að komast á minn 
aldur, drengur minn, þá muntu komast að raun um, að dauð- 
inn getur orðið oss jafmikil nauðsyn og svefninn«. Og 
þegar frakkneski rithöfundurinn Fontenelle var aðfram 
kominn, var hann spurður um hvernig honum liði: »Slg 
finn ekkert til, en mér er erfitt að halda mér lifandi«, 
svaraði hann. Rétt eins og maður segir, þegar maður á 
bágt með að verjast svefni. 

Langt er siðan heimspekingar fóru að taka fram 1 
fyrir prestunum og skapa sér hugmyndir um ástandið eft- 
ir dauðann, er eigi væri á kirkjulegum grundvelli bygðar, 
en styddust við þá þekkingu er menn hefðu öðlast á heim- 
um anda og efnis. Yrði of langt að skýra frá þvi öllu 
hér, enda hafa margar þær hugmyndir litilli útbreiðslu 
náð. — 

Einhver merkasta bókin, sem nýlega hefir verið rituð 
um þetta efni, mun vera La Mort (Dauðinn) eftir M. Maeter- 
linck. Bókin er aðallega heimspekilegar hugleiðingar um 
ástand vort eftir dauðann. Vel væri hún þess verð að 
komast heil og óskift á íslenzka tungu, eins og fleira eftir 
sama höfund, því eigi er unt i stuttu máli að skýra frá 
öllum þeim rökum, er hann færir máli sínu til stuðnings, 
og því síður að gefa neina hugmynd um ritsnild höfund- Hvað er dauðinD ? 3T 

arins. Verðum vér því að láta oss nægja að skýra stutt- 
lega frá aðalkenningum höf. 

Að undanteknum kenningum trúarbragðanna, segir höf. 
eru fjórir möguleikar hugsanlegir á ástandi voru eftir 
dauðann, nefnil. 1) algjör dauði, 2) framhald lifs, með 
sömu vitund og i lifanda lifi, 3) framhald Hfs, án nokk- 
urrar tegundar af vitund, og 4) framhald Hfs i alheims- 
vitundinni eða með breyttri sjálfsvitund, er i rauninni sé 
öll önnur en sjálfsvitund sú, er í oss býr hér á jörðu. 

Um þessa fjóra hugsanlegu möguleika segir höf. enn- 
fremur að hinn fyrsttaldi, algjör dauði, sé með öllu ómögu- 
legur. Vér erum fangar í takmarkalausum alheimi, sem 
engin hlið eru á. Innan þess alheims er alt breytingum 
undir orpið, en ekkert getur þar orðið að engu. Eigi get- 
ur þann hlut né þá hugmynd, er geti horfið úr alheimin- 
um, horfið burt úr tima eða rúmi. Hið minsta ódeili lik- 
ama vors, hin minsta hræring tauga vorra getur eigi 
fundið þann stað um eilifð, er það verði að engu i, af þvi 
enginn sá staður er til, þar sem nokkur hlutur verði að 
engu. En til þess að geta tortimt einhverju algerlega, 
það er að segja varpað þvi út úr alheiminum, út i und- 
irdjúp ótilveru og lífleysis, þá yrði slikur staður að vera 
til. En væri hann til, i hverri mynd eða líkingu sem 
væri, þá væri hann ekki ótilvera (néant). Sýnir höf. Ijóst 
fram á, að i rauninni sé oss jafnómögulegt að skilja al- 
gerðan dauða eins og algerða ótilveru (néant) og bendir 
á hve barnalegar hugmyndir vorar um líf og dauða í raun- 
inni séu, því vér miðum þær allar við vort eigið líf, og 
köllum alla þá hluti dauða, er lifa lífi sem er frábrugðið 
voru lifi, enda þótt efnarannsóknir hafi leitt i Ijós, að í 
flestum »dauðum« efnum búi orka, sem venjulega er 
margfalt meiri en orka sú, er býr i »Iifandi« líkömum 
manna eða dýra. Og ef dauðinn væri oss leið inn í ótil- 
veruauðn, ætti þá fæðing vor að vera inngangur til lífs- 
ins úr þeim sama heimi. Væri ekki hvorttveggja álika 
eðlilegt? spyr höf. Þá bendir hann og á. að þvi meiri 
þroska sem mannleg skynsemi nær, þvi óskiljanlegri verð- 38 Hvað er danðinn? 

ur henni alger ótilvera og alger dauði'. — En einu má 
J)ó ekki gleyma segir hann, og það er það sem mestu um 
varðar frá voru sjónarmiði, að ef alger dauði væri mögu- 
legur, þá gæti hann ekki verið neitt af því sem oss er 
unt að gera oss i hugarlund, og þar af leiðandi ekkert 
«em ástæða geti verið til að óttast. 

Þá er annar möguleilcinn : framhald lifs eftir dauðann 
með sömu vitund og vér höfum i lifanda lifi. 

En hvernig er þá vitund okkar varið? Er hún fram 
komin af likamlegri skynjan okkar, eða er hún framleidd 
af hugsanalífi, óháðu líkama vorum? Mundi likami vor 
hafa meðvitund um sjálfan sig, ef vér gætum eigi hugsað, 
og hvernig mundi á hinn bóginn hugsanalif vort vera, ef 
vér værum sviftir hkama vorum? Vér þekkjum Kkami 
(hluti) sem engin hugsun býr i, en vér þekkjum ekki 
hugsanalíf án likama. »Þó er«, segir höf. »því sem næst áreið- 
anlegt, að til er skynsemi án skilningarvita eða nokkurra 
líffæra, er framleiði hana og endurnæri, — en oss er með 
öllu ómögulegt að hugsa oss, að vor eigin skynsemi geti, 
þegar svo stendur á, haldist i sömu mynd og Hkingu og 
vitund sú, sem nú fær lifsþrótt og megin fyrir skyn- 
færi vor«. 

Þá fer höf. mörgum orðum um, hve erfltt sé að gera 
sér Ijósa grein fyrir, hvað það i rauninni sé þetta »ég« 
í oss, sem oss finst svo óbærilegt að hugsa til að verði 
að engu. Minnir röksemdafærsla hans á ameriska heim- 
spekinginn William James, sem sagði, að hver maður 
ætti í sér eins mörg »ég« eins og hægt væri að lita á 
hann frá mörgum sjónarmiðum, og finst höf . það bera vott 
um eigi litla þröngsýni, að oss skuli virðast alt það, sem 
á að ske um alla eilifð, oss óviðkomandi, nema að svo 
miklu leyti sem vér getum mælt það á stiku okkar jarð- 
nesku einstaklingsvitundar, svo ófullkomin og óáreiðan- 
leg sem hún þó tíðum sé. Höf. finsi því mikið til um 
þann misskilning á vorri eigin vitund, er liggi til grund- 
vallar fyrir ósk vorri um að fá að halda henni öbreyttri 
^ftir dauðann. Þessi ógnar Ktilsiglda einstaklingsvitund, segir Hvað er dauðinn? 39 

hann, er næstum barnalega ófuUkomin og ætíð mjög tak- 
mörkuð, og ef til vill er hún ekki annað én sjúkdómur i 
okkar eiginlegu skynsemi — ský, sem hylur sólina. Væri 
það ekki sama sem að heimta, að höndin gæti skynjað 
Ijósið eða augað andað að sér blómailminum, að krefjast 
þess, að hún búi i oss óbreytt um alla eilifð og að vér 
með henni getum skynjað alt það, er timinn ber i skauti 
sínu? Eða væri það ekki eins og ef veikur maður gæti 
ekki trúað því að hann væri sami maðurinn, er hann 
væri orðinn frískur aftur, nema þvi að eins að hann héldi 
áfram að vera veikur þrátt fyrir það þó honum væri 
batnað. Eða sá sem hefði lifað blindur og heyrnarlaus 
langa æfi og alt í einu öðlaðist sjón og heyrn og gæti 
orðið allra unaðsemda heimsins aðnjótandi, ætli hann 
gleymdi ekki bráðlega þeim fáu skynjunum og óljósu 
hugsunum, er stöfuðu frá fyrra ásigkomulagi hans — 
gleymdi sinni fyrri einstaklingsvitund. 

Það yrði of langt mál hér að telja alt það, er höf. 
nefnir, til að sýna fram á, hve ófuUkomin einstaklings- 
vitundin sé, og hve mikil ógæfa það í raun réttri væri, 
ef vér ættum að burðast með hana óbreytta um alla 
eiKfð. Og telur hann það einhverja helztu sönnunina 
fyrir barnaskap vitundar vorrar, að nokkrum geti komið 
til hugar að æskja sliks. Þá er það líka aðgætandi, að 
eigi vitund vor að geta lifað alla þá komandi eiKfð, hljóti 
hún lika að öllum Kkindum að hafa átt sér einhvers kon- 
ar lif um alla þá eilífð, sem gengin er á undan þessu 
stutta jarðlifstímabili. Eða ættum vér að halda að vitund 
vor hefði skapast við fæðing vora, af þeirri ástæðu, að 
vér ekki sjálfir myndum eftir annari tilveru en jarðlífi 
voru? Og er vér reynum að grannskoða ómælisdjúp ei- 
lífðarinnar, þar sem alt það er skeður, hlýtur einhverju 
sinni áður að hafa skeð, virðist þá ekki sennilegast, að 
vér höfum átt mýmargar vitundir, sem jarðlif vort nú 
hylur sjónum vorum. Ef nú þessar vitundir hafa átt sér 
stað, og ef vitund vor á að lifa dauða vorn af, þá hljóta 
hinar aðrar vitundirnar einnig að vera á lifi, þvi engin 40 Hvað er dauðinn? 

ástæða virðist til að ætla, að jarðvitund vor standi hinum 
vitundunum svo miklu framar, að hún ein ætti heimting 
á þeirri guðs gjöf að vera ódauðleg. Og setjum nú að 
allar vitundirnar séu ódauðlegar og endurvakni samtimis 
1 oss, hvað ætli þá yrði úr vorri litilsigldu fárra augna- 
blika gömlu jarðvitund innan um allar þær eilifu verur? 
Og enda þótt hún gæti gleymt öllum sínum fyrri vitund- 
um, hvað ætli yrði þá samt úr henni innan um allar 
árásir, aðrensli og aðflutning, er ætti sér stað um alla 
eilifð eftir jarðlíf hennar? Væri hún ekki eins og örlitil 
ey, er tvö úthöf bryti á án afláts ? Hún mundi ekki geta 
haldið sér óskertri, jafn lítilsigld og ósjálfstæð og hún er, 
nema með því móti, að forðast öll ytri áhrif og lifa um 
eiiifð einangruð og köld og kærulaus fyrir öllu eins og 
kuðungur í skel sinni, enda þótt hún væri umkringd af 
ósegjanlegum leyndardómum og ótrúlegustu fjölbreytni og 
dásemdum, og án þess að sjá neitt af þessu eða skilja. 
Og þetta væri i sannleika sá hinn versti dauði og hin 
verstu örlög, er vér gætum beðið. 

»AIt bendir því í áttina til alheimsvitundar eða vit- 
undar er sé frábrugðin jarðvitund vorri«, segir höf., og skul- 
um vér nú athuga við hvað hann styður þá skoðun sína. 

Eins og kunnugt er, halda guðspekingar (teósófar) og 
nýöndungar því fram, að vitund mannsins lifi eftir dauð- 
ann, og það er eitt af trúaratriðum guðspekinnar að vit- 
undin — sálin — þroskist jafnt og þétt i öðru lífi ííokkrir 
guðspekingar þykjast og sannfærðir um sálnaflakk, enda 
er það gömul indversk trú, að andinn geti tekið sér bú- 
stað aftur í lifandi veru eftir dauða likamans, og margir 
merkir menn hafa aðhylst þessa kenningu, t. d. Annie 
Besant og Max Muller. 

»Þetta getur nú látið nógu vel í eyrum«, segir Maeter- 
linek, »en sannanir vantar«. Hann kveðst árangurslaust 
hafa leitað að einni einustu sönnun í beztu ritum guð- 
spekinga niitimans. Alt lendi þar í endurteknum stað- 
ha^fingum, sem eigi séu á neinum föstum grundvelli bygð- 
ar. Og aðalsannanir þeirra, eða réttara sagt e i n u sann- Hvað er dauðinn? 41 

anir þeirra séu bygðar á tilfinningum en ekki á rökréttrl 
hugsun. Þeir halda þvi sem sé fram, að kenning sín um 
það, að sálin göfgist og þroskist á þvi að lifa upp aftur 
og aftur hér á jörðu, og það þvi fyr, sem hún gerir sér 
meira far um það, sé hin eina trúarkenning, er fullnægi 
til hlitar réttlætistilfinning vorri. Að þvi leyti viðurkennir 
höf. að þeir hafi rétt að mæla, og þykir honum þessi 
framþróunarkenning þeirra i andans heimi bera langt af 
kenning kristinnar kirkju um eilifa sælu og eiHfa útskúfun. 
Margir visindamenn haf a þótst geta fundið sálnafiakk- 
inu rök með dáleiðslu. Meðal þeirra er franskur maður, 
de Rochas ofursti. Honum hefir tekist að gera ýmsar stór- 
merkilegar tilraunir á ungri stúlku, 18 ára, Jósefinu að 
nafni. Hún hefir i dáleiðslu rakið allan lifsferil sinn aftur 
á bak, unz hún var orðin að fóstri i móðurlifi og gat ekki 
lengur svarað spurningum hans öðruvisi en með litilfjör- 
legum hreyfingum. Þá jók Rochas svefn hennar enn, og 
alt i einu svarar hún þá með óvæntri og ókennilegri rödd, 
er það þá gamall og geðstirður karl, er mælir fyrir munn 
hennar. Kveðst hann i fyrstu ekkert sjá og vera i myrkri; 
smám saman rætist þó úr karli, honum verður liðugra um 
málbeinið og segir til nafns síns, veikur kveðst hann vera 
og liggja í kör. Hann rekur nú allan sinn æfiferil aftur 
á bak. Hann hefir verið hermaður og segir margar frægð- 
arsögur af sjálfum sér, og á meðan lætur unga stúlkan 
sem hún snúi upp á yfirskegg á hermanna visu. Karlinn 
segir þvi næst frá, að hann hafi dáið um sjötugt, og að 
hann hafi fundið vel, þegar hann afklæddist líkamanum, 
en þó hafi hann verið viðloða við skrokkinn góðan tima. 
I fyrstu var hann eins og fijótandi, en smáþéttist með 
timanum. Hann var í myrkri sem honum leiddist, en leið 
að öðru leyti vel. Loks sér hann glætu í myrkrinu, hon- 
um kemur til hugar að endurfæðast og hann nálgast nú 
konu þá, er á að verða nióðir hans, þ. e. a s. móðir Jóse- 
finu. Hann heldur sig nú 1 nánd við hana, þangað til 
barnið fæðist, og lykst svo smám saman inn i likama 
barnsins. Þangað til barnið var 7 ára að aldri, var jafn- 42 Hvað er dauðinn? 

an eins og einhvers konar þokuslæða i kringum hana, og 
i þokunni sá hann ýmislegt, sem hann aldrei síðar gat 
komið auga á. 

Enn var dáleiðslan aukin og varð þá gamli maðurinn 
smám saman að barni aftur. Því næst kom algjör þögn 
og þá alt i eiuu rödd gamallar konu, látinnar. Hún hafði 
verið illmenni i lifandi Hfi og byggir nú myrkheim með 
illum öndum, eru það iðgjöld hennar. Hún talar veikum 
rómi, en þó greinilega og svarar afdráttarlaust öUu sem 
hún er að spurð. 

Enn er svefninn aukinn á Jósefinu, og næst þá i 
þessa konu i lifanda lifi. Hún kveðst heita Philomene 
Carteron. Henni líður þá vel, en svarar fremur þurlega 
öllu því sem hún er að spurð. Hún rekur æfiferil sinn, 
segir frá giftingu sinni o. s. frv. Hún segist næst áður 
hafa verið stúlkubarn, en dáið þá á unga aldri. Þar á 
undan hafði hún verið karlmaður og framið þá manndráp, 
og það er til hegningar fyrir það, að henni hefir liðið illa 
i myrkheimi, jafnvel eftir að hún dó á barnsaldri, enda 
hafði henni ekki þá unnist timi til að bæta fyrir misgerð- 
ir sínar er hún framdi i karlmannsKki næst áður. 

Þó þessar og þvilikar tilraunir megi virðast all-ein- 
kennilegar og trúaðir áhangendur sálnafiakkskenningarinn- 
ar telji þær tiðum fulla sönnun á sínu máli, finst Maeter- 
linck þær þó ekki bera órækan vott um að eigi geti þær 
stafað frá undirvitund miðilsins eða jafnvel einhverra, er 
viðstaddir eru. Hann bendir og á hve einkennilegt það 
er, að engin af þessum margendurfæddu sálum skuli geta 
gefið neinar verulegar upplýsingar um lifið handan við 
gröf og dauða. Þeir tala að eins um myrkur eða ónóga 
birtu, þar sem þeir séu, og það er alt og sumt — líklega 
af því þeim sé allsendis ókunnugt um alt saman. 

Hugsanlegt væri þó, segir höf., að náttúran færi ekki 
stórstökkum, þegar um dauðann er að ræða frekar en ann- 
arstaðar og að sjálfsvitundin sé þvi einkar ófullkomin í 
fyrstu eftir andlátið, en smáþroskist með tímanum, nái Hvað er dauðinn ? 48 

loks æðri heimum og hætti þá að endurfæðast, og geti úr 
þvi eigi komist i neitt samband við okkur framar. 

En þó höf. bendi á þennan möguleika, er hann sem 
sagt ekki trúaður á sálnaflakk eða yfir höfuð á framhald 
lifs eftir dauðann með sömu einstaklingsvitund og vér 
höfum hér á jarðríki. 

Þá bendir höf. og á hve einkennilegt það er, að önd- 
ungar, sem tíðum þykjast sannfærðir um að hafa náð tali 
af framliðnum, aldrei fá neinar óvæntar fregnir um ástand 
þeirra i öðru Hfi. Venjulegast litur svo út, sem öll við- 
leitni hinna látnu, andanna, stefni að þvi einu markmiði 
að ættfæra sjálfa sig og minna á ótal smáatriði úr jarð- 
lífi sínu. 

Höf . skýrir nákvæmlega frá öllum helztu rannsóknum 
um andatrúna, og dregur af þeim þær ályktanir, að kalla 
megi sannað, að svo miklu leyti sem unt sé að færa sönn- 
ur á nokkurn atburð, að vera, andleg eða líkamleg, eins 
konar svipur eða endurskin þess er deyr, geti dvalist hér 
eftir, og haldið sér um hríð, geti aðskilið sig frá líkaman- 
um og lifað þótt hann deyi, geti farið óravegu á einu vet- 
fangi, geti komið lifandi mönnum fyrir sjónir og jafnvel 
haft tal af þeim. 

Þó eru þessir svipir mjög skammæir. Ekki sjást þeir 
nema rétt í andlátsaugnablikinu eða rétt þar á eftir, og 
ekki Yirðast þeir hafa neina hugmynd um andlegt lif, eða 
um neins konar líf, annað en hkamslíf það, er þeir hafa 
nýslitið sig frá. Ekki virðast þeir vita neitt, er þeir ekki 
vissu i lifanda lifi, og aldrei hafa þeir sagt neinar nýung- 
ar úr heiminum handan við gröf og dauða. Og brátt 
verða þeir að reyk og hverfa að fullu og öllu. 

Eru svipir þessir fyrsti bjarmi annars lífs, eða síðasti 
geisli jarðlífsins? Er þetta síðasti möguleiki hinna látnu 
til að gera oss vart við sig? Halda þeir samt sem áður 
áfram að lifa i kringum okkur, án þess þeim sé framar 
unt, þó fengir vildu, að gera okkur vart við sig, af þvi 
okkur vanti skynfæri til að skynja þá með, á sama hátt 
og þann, er blindur er fæddur, vantar skynfæri til að 44 Hvað er danðÍDn? 

skynja með . liti? Um alt þetta getum við ekkert vitað 
með vissu, segir höf., en gæti það tekist að verða var við 
svip einhvers, er látinn væri fyrir nokkrum árum, þá, og 
ekki fyr, væri sönnun fengin fyrir þvi, að sálin væri ekki 
háð líkamanum, að hún væri frumleg en ekki afleidd, að 
hún gæti Hfað, nærst og þroskast án líkamans. Og þá 
væri fengin von um að ráðin yrði einhver flóknasta 
lífsgátan. 

Enn sem komið er virðist höf . allar andavitranir ekki 
bera vott um annað, en ef til vill um eitthvert millibils- 
ástand. Og, segir hann, ef maður á að leggja nokkurn 
trúnað á þær, þá sanna þær einungis það eitt, að einhver 
tegund af endurminningu sjálfra vor — eða einstaklings- 
vitund vorri — getur dvalist hér eftir dauða vorn, rót- 
laus og slitin af stofni, og sveimað hér og hvar i auðum 
geimnum, þar sem hún enga næringu getur öðlast, og 
veslast þvi smám saman upp, en að sérstök öfl, er búa i 
góðum miðlum geta náð tökum á henni — seitt hana til 
sín — stund og stund í senn. 

Höf. er þvi fastur á því, að enn sem komið er séu 
engar sannanir fengnar fyrir framhaldi lifs eftir dauðann 
með óbreyttri einstaklingsvitund. 

Þá er þriðji möguleikinn: hf eftir dauðann án nokk- 
urrar sjálfsmeðvitundar. 

Ekki væri neitt að óttast, ef svo væri, segir höf. 
Líkaminn deyr og leysist sundur og getur aldrei þjáðst 
framar. Og sál vor — hugarlif vort — slokknar út af, 
dreifist og verður að engu í ómælisgeimnum. 

Þetta ástand væri hin eilifa hvíld, er margir hafa 
þráð, ómælis-svefn, án andvöku, án endurvakningar og 
án drauma. 

En höf. er ekki trúaður á, að þessi eillfi svefn sé 
örlög vor. Enda þótt hann telji litlar líkur til þess, 
að vitund vor geti haldist óbreytt, virðist honum þó 
enn rainni líkur til, að undirvitund vor geti sloknað, 
orðið að engu. Þvi hún sé ekki annað en partur af al- 
heimsvitundinni. Hvað er dauðinn? 45 

Hann bendir á, að öll skynsemi, er ekki virðist geta 
breytt sér i sjálfsvitund, sé óskiljanleg i okkar augum, og 
að vér, þegar vér rekumst á hana, gefum henni ýms 
nöfn, er vér þó sjálfir ekki skiljum, að eins til að dylja 
sjálfa oss þess, hve skammsýnir vér erum. Hann bendir 
á, að i~ eðli og lifnaðarháttum ýmsra dýra — einkum 
skordýra — komi i Ijós vizka, sem er dýpri en svo, að 
vér fáum skilið hana. Liggur þá ekki beint við að spyrja, 
hvort þessi vizka, er viða kemur i Ijós i heiminum, sé 
ekki sprottin af alheimsvitund — óendanlegri sjálfsvitund, 
eða ef svo er ekki, hvort hún hljóti þá ekki fyr eða síðar 
að skapa sKka vitund. — Þá er og sá möguleiki til, segir 
höf., að vort eigið ásigkomulag blindi augu vor. í voru 
eigin skammvinna lífi er nefnilega sjálfsvitund og skyn- 
semi æðstu eiginleikarnir, er vér þekkjum, og af þvi drög- 
um vér þá ályktun, að engin sú mynd lifsins sé til, þar 
sem skynsemi og sjálfsvitund séu ekki hinar æðstu eig- 
indir. Vel gæti þó verið, að þetta væru að eins litilfjör- 
legar undirtyllur, þar sem allir möguleikar andlegra lifs- 
eiginda væru saman komnir. 

Höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að framhald lifs eftir 
dauðann, er væri svift allri meðvitund, væri þvi að eins 
hugsanlegt, að engin alheimsvitund væri til. En slikt 
virðist honum með öllu óhugsandi. 

En undir eins og vér viðurkennum að alheimsvitund 
sé til, hljótum vér og sjálfir að eiga þátt i henni, og kom- 
um þá að fjórða möguleikanum: lifi eftir dauðann með 
breyttri sjálfsvitund. 

Höf. þykist þess fuUviss, að þannig verði lífi voru 
háttað eftir dauðann, og færir margar likur til, auk þeirra 
helztu, er hér að framan eru taldar. Og hann þykist viss 
um, að þetta lif verði einskær hamingja og stöðug andans 
þroskun, annaðhvort sem einstaklings eða sem óaðskiljan- 
legs hluta af alheimsvitundinni. 

Vér verðum að hafa það hugfast, segir höf., að and- 
inn er að því leyti frábrugðinn likamanum, að hann er ómót- 
tækilegur fyrir annað en hamingju. Andinn er skapaður 46 ' Hvaö er dauðinn? 

í þeim tilgangi, að hann njóti óendanlegrar sælu, og þessi 
sæla er i þvi fóldn að öðlast þekking og vizku. Andinn 
getur ekki hrygst af öðru en því einu, að íinna sér tak- 
mörk sett. En ef hann uppgötvar, að honum haíi verið 
takmörk sett hér i lííi, þegar hann er kominn út yfir tak- 
mörk tima og rúms, þá uppgötvar hann um leið, að nú 
er ekkert framar til hindrunar þroska hans. Hugsanlegt 
væri, að andinn gæti fundið til hrygðar yíir bágindum 
eftirlátinna ástvina, en um leið mundi hann þó gera sér 
grein fyrir, hve skammvinn öU jarðnesk bágindi væru i 
samanburði við hina eilifu gleði, og yrði þá hrygð hans 
yíir þeim að engu. 

Auðvitað er oss með öllu ómögulegt að gera oss Ijósa 
grein fyrir, hvernig alheimsvitundinni sé háttað, og getum 
vér því ekki heldur vitað með vissu, hvernig lííi voru verði 
varið eftir dauðann. En vér gætum þó reynt að venja oss á 
að skoða dauðann eins og tegund af lííi ~ lífi, sem vér enn 
eigi skiljum hvernig sé háttað. Ef oss tækist að venja 
oss á að skoða andlát vort sem fæðingu til annars Hfs, þá 
mundi það verða örugg eftirvænting í stað ótta, er fylgdi 
hugsunum vorum, er þær hvarfla í áttina til grafarinnar. 
Og það er i alla staði rökrétt og í fylsta samræmi við alt 
það, er skynsemi vor getur frætt oss um, að telja sjálfum 
sér trú um, að gröfin sé engu ægilegri hvildarstaður en 
vagga vor. Og það er meira að segja hinn bezti kostur 
lifsins, að það að lokum leiðir oss i dauðann. Því dauðinn 
er sá eini þjóðvegur, er liggur inn i það ókunna en dá- 
samlega -lífsins land, þar sem sorgir og þjáningar ekki 
framar geta átt sér stað, af því vér höfum losnað við Uf- 
færi það, er þær allar stafa stafa frá, nefnil. líkamann. 
I landið þar sem hið lakasta, er gæti beðið vor, væri 
draumlaus eilífðar-svefn — eitt af því, er vér teljum hina 
mestu blessun hér á jarðriki. 

Höf. virðist, eins og áður er sagt, einstaklingsvitund 
vor svo ófullkomin og lítilfjörleg, að honum þykir senni- 
legast að vér missum hana, en öðlumst þó sælu á þann Hvað er danðinn ? 47 

hátt að verða hluttakendur í alheimsvitundinni. Þó kann- 
ast hann við, að vel sé hugsanlegt að endurminningin um 
einstaklingseðli vort hér á jörðu geti haldist, enda þótt 
vér öðlumst nýja og betri vitund i öðru hfi. 

Ef það er óhugsandi, segir hann, að nokkur hlutur, 
t. d. hreyfing, sveiflur, geislun, hverfi og verði að engu, 
hvi ætti þá hugsun vor að verða að engu? Efiaust eru 
þó margar þær hugsanir til, er ætla mætti um, að þær 
gætu sameinast vorri nýju vitund, endurnærst og þrosk- 
ast af öllu því er umkringir þær, á sama hátt og vor 
jarðneska vitund smámsaman nærðist og þroskaðist af öllu 
því, er fyrir hana bar. 

Og eins og við höfum öðlast vort núverandi ég, hvað' 
ætti þá að vera þvi til fyrirstöðu, aö viö gætum öðlast 
annað ég? 

Höf. virðist það alls eigi óhugsandi að andi vor gæti 
öðlast þessa nýju sjálfsvitund eftir dauðann og haldið* 
áfram að þroskast eiHfiega. Og ekki væri ólíklegt segir 
hann, að göfugustu þrár vorar hér á jörðu verði lögmál 
það, er ræður framtiðarþroskun anda vors. Og ekki væri 
það ósennilegt að göfugustu hugsanir vorar taki móti oss 
fyrir handan dauðans haf, og að innri maður vor hér á 
jörðu yrði þess að nokkru ráðandi, hvernig framtiðarvit- 
und vor yrði. 

En höf. álitur, að ef vér viljum hugsa oss, að andi 
vor haldi einstaklingseðli sinu um alla eihfð, þá 
verðum vér lika að hugsa oss, að framþróun hans nemi 
einhverntima staðar, að hann geti orðið fuUþroskaður. 
En þá hlyti hann að verða að nokkurs konar andlegum 
steingjörfingi, og það væri — að vísu óskiljanlegur — 
en eilífur dauði. Ef vér þar á móti hugsum oss, að* 
andinn haldi áfram að lifa og þroskast um alla eilífð, þá 
hlýtur hann smámsaman að öðlast alla eiginleika hinnar 
eilífu ómælistilveru, og af því leiðir, að hann á endanum 
verður eitt og hið sama, og með öUu óaðgreinanlegur frá 
alheimsvitundinni. 48 Hvað er danðinn? 

En þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, 1 raun- 
inni það sama sem öll eingyðistrúarbrögð kenna, að and- 
inn eigi i vændum eilifa sælu i óaðskiljanlegri sameining 
við guð. 

Björg Þ, Blöndal, ViSur til Yæríngjans. Elda geislar öldufönn 
undan málmstefninu 
er Einar beitir upp i h r ö n n 
utan úr hafblikinu. Förlum anda um furðuströnd 
fénast málmur brendur. 
Eldsækjandinn út i lönd 
einn við siglu stendur. 

Sá hefir eigi, svift né fest, 
segl á byrjar miði; 
orkar vél, af eldi hrest, 
öllum knarar skriði. Búinn hlöðum bjarnarfeld 
ber sá Fjölnir rúna, 
storm og þrumu, is og eld 
á i hveli brúna. 

Orðamerg og hróðrar hryn 
honum veitti Saga, 
enginn betur drepur dyn 
dóttursonur Braga. 50 Vísur til Vœringjans. 

Morgni frá og mjög til kvelds 
marga viking fór hann. 
Stólkonungi í álfu Elds 
eiða loksins sór hann. Viljakyngi Væringjans 
veldur óði þrungnum, 
engum helguð iþrótt hans 
utan stólkonungnum. 

Lyfta sál af karar knjám 
kvæði þessa Braga — 
furðustranda nesjanám 
nökkvamannsins haga. 

Þakkii vanda, móður mál! 
mærðar góða smiðnum, 
rakkir andar, syfjuð sál 
sælduð Ijóðakiiðnum. 

Guðm, Friðjónsson, Hvar er Liögberg hið forna? 

Eftir Finn Jónsson á Kjörseyri. „Hver vann hér svo að með orku?" 
Aldrei neinn svo vigi hlóð: 
húinn er úr bála-storku 
bergkastali frjálsri þjóð. 
Drottins hönd þeim vörnum veidur 
vittu barn! sú hönd er sterk; 
gat ei nema guð og eldur 
gjört svo dýrðlegt furðuverk". 

Jónas Hallgrimsson. 

»Hinii forni alþingisstaður mun i augum flestra ís- 
lendinga vera eins og nokkurs konar vigður reitur, þvi 
svo má að orði kveða, að þar sé hvert einasta fótmál 
helgað af endurminningum liðinna alda. Þó er sá einn 
staður á Þingvelli, sem hefir fengið á sig alveg sérstakan 
helgiblæ i meðvitund þjóðarinnar, það er Lögberg«. 
Þannig er að orði komist um alþingisstaðinn við öxará 
i »Gullöld íslendinga« (bls. 42), og er þetta snildarlega 
sagt og hverju orði sannara. 

I æsku minni heyrði eg menn oft minnast á ÞingvöU' 
með eins konar lotningu. Létu þá sumir i Ijósi óánægju 
sína yfir þvi, að alþing var ekki endurreist á hinum forna 
þingstað. Kendu þeir það Jóni Sigurðssyni ekki að orsaka- 
lausu. Það þótti því merkilegur viðburður, þegar hestur, 
er Jón reið ofan úr Almannagjá, datt niður dauður undir 
honum hjá Snorrabúð, að sagt var; höfðu menn fyrir satt, 
að Snorri goði, eða svipir annara fornmanna hefðu viljað 
gefa Jóni forseta alvarlega bendingu. Hvort þessi saga> 

4* -^2 Hvar er Lögberg hið forna? 

iim hestinn sé sönn, skal eg ekkert um segja, því engan 
Tieyrði eg segja frá því, sem var þar viðstaddur. 

Þá var margt, er benti á forna frægð alþingis, eins 
og reyndar enn, og munu sögurnar hafa mest haldið 
þeirri minningu vakandi hjá þjóðinni, einkum Njála, sem 
óhætt er að segja að á mörgum stöðum var nálega árlega 
lesin á kvöldvökunum fyrir heimilisf ólkinu ; og þá spiltu 
ekki til snillyrðin í hinum fögru kvæðum Jónasar Hall- 
grímssonar, »Fanna skautar faldi háum«, »Þú stóðst á 
tindi Heklu hám« og »ísland farsældar frón« o. fl., sem 
heita mátti að væru á hvers manns vörum, og oftast var 
byrjað á að syngja í samkvæmum ásamt »EIdgamla Tsa- 
fold«. Eg man það þegar gömlu mennirnir fóru í tví- 
söng i kvæðinu »ísland farsældar frón«, með hve mikilli 
tilfinningu þeir sungu: »Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er 
við trúnni var tekið af lýði«. Það leyndi sér ekki, að 
menn álitu það hina merkustu og helgustu athöfn, sem 
fram hefði farið á alþingi þegar kristnin var i lög leidd á 
Lögbergi, og það mun ekki sízt hafa stutt að Lögbergs- 
helginni, að eg hy gg. A þeim árum hefði það þótt ótrú- 
legt, ef sagt hefði verið að eftir nokkur ár gætu menn 
ekki sagt með vissu hvar Lögberg væri. Þó er nú svo 
komið, og getur það tæplega aukið virðingu þjóðrækinnar 
og sagnríkrar þjóðar. 

Það vakti undrun margra þegar dr. Gruðbrandur Vig- 
fússon kom með þá skoðun að hið forna Lögberg hefði 
verið á eystra barmi Almannagjáar norður frá Snorrabúð. 
Svo kom merkur visindamaður útlendur, dr. Kr. Kálund, 
er félst á þá skoðun Guðbrandar. Þó munu færri hafa 
trúað því, að hið forna Lögberg hefði verið fyrir vestan 
öxará, einkum eftir það að Sigurður fornfræðingur Vig- 
fússon, bróðir Gruðbrandar, hafði nákvæmlega rannsakað 
hinn forna þingstað við öxará, og komist á gagnstæða 
skoðun við þá bróður sinn og Kálund, hvað snertir legu 
Lögbergs, og hélt því eindregið fram, að Lögberg væri Hvar er Lögberg hið forna? 53^ 

þar sem sagt hefir verið, á milli Flosagjáar og Mkulásar- 
gjáar norður frá Þingvallatúni^). 

Þegar það varð kunnugt, að prófessor Olsen hefði 
hneigst að skoðun þeirra Guðbrandar og Kálunds, fóru 
vist margir að efa, að gamla Lögberg, er margir þekkja^ 
sé hið rétta Lögberg. Þvi, eins og mönnum er kunnugt, 
þá er próf. B. M. Olsen mikils metinn visindamaður og 
rithöfundur, talinn áreiðanlegur og jafnvígur að rita fyrir 
visindamenn og ólærða. Það hefir lika aukið vinsældir 
hans sem rithöfundar, að hann hefir tiðum hreyft mótmæl- 
um, þegar útlendir og sumir innlendir fræðimenn hafa 
leitast við að rýra islenzkar bókmentir með þvi að eigna 
útlendingum hitt og þetta merkilegt í vorum fornu bók- 
mentum. 

Nýlega hefi eg lesið kafla um Lögberg i ritgerð eftir 
próf. Ólsen um »Stjórnarfar íslendinga á þjóðveldistiman- 
um«, sem prentuð er i afmælisriti dr. Konrads Maurers 1) í Árbók Fornfræðafélagsins 1880 — 81 er skýrsla Sigurðar uni' 
rannsókn hans á Þingvelli lb80, bls. 8—52. í Árbók félagsins, 1888— 
1892, er æfiminning Sigurðar eftir Valdimar Asmundsson bls. III — VIII. 
Þar er sagt meðal annars: „Sá maðr, sem rornleifafélagið islenzka á að' 
mestu leyti tilveru sina að þakka, hefir verið lifið og sálin i þvi frá 
upphafi, og einn að kalla leyst aí hendi aðalstörf þess, er nú látinn,. 
en þaö er formaður félagsins, Sigarður fornfræðingur Vigfússon 

Með rannsókn sinni á Þingvelli og samanburði við sögurnar, má 
álíta, að hann hafi fullsannað, að hið forna Lögberg hafi ekki verið á 
þeim stað, sem þeir dr. Guðbrandur Vigfúason, bróðir hans, og dr. Ká- 
lund hafa haldiö, heldur hljóti það að hafa verið á hraunrima þeim sem 
enn i dag heitir Lögberg. 

Þessar staðarannsóknir geta aliir kynt sér í Arbók Fornleifafélrgs- 
ÍBs, og þarf því ekki að fjölyrða um þær hér. Þæ.r geta orðið góð und- 
irstaða til að byggja á meiri ranusóknir og athuganir um fornöldina og 
sögurnar. Er liklegt að þessar raunsjknir hans og ritgerðir verði meira 
metnar er fram liða stundir. Svo mikið er víst, þær eru gerðar með 
hinni mestu nákvæmni og samvizkusemi. Dr. Vilhjálmur Finsen, sem 
allra manna var fróðastur i sögum vorum, einkum öllu hinu lögfræðilega^ 
hafði niikið álit á öUum rannsóknum Sigurðar og fylgdi þeim með" 
ihuga". ^ Hvar er Lögberg hið foraja? ..,. 

1893^). Þar sem eg skil ekki sumt, sem er í þessum Lög- 
l)ergs kafla Ólsens, og felli mig ekki við rökfærslu hans 
1 þessu Lögbergs máli, þá vildi eg leyfa mér að gera 
nokkrar athugasemdir við kaflann, þó eg viti að eg er 
engan veginn fær um það, og er langt frá flestum hjálp- 
:armeðölum. 

Kaflann um Lögberg byrjar Olsen með þessum orð- 
nm: »Enginn staður í þingmarki alþingis hins forna er 
nefndur jafn oft i fornum ritum eins og Lögberg«. Af 
öllum þessum stöðum segir hann að það séu mjög fáir, 
sem ráða megi af hvar Lögberg hafi legið. »Orsökin til 
þess«, segir Olsen, »liggur í augum uppi. Sagnaritararnir 
og þeir, sem skrifuðu hinar fornu lögbækur, þektu þennan 
stað betur en alla aðra staði á Þingvelli, og þeim datt 
•ekki í hug, að nokkurn tíma mundi verða hinn minsti 
vafi á hvar hann hefði legið, en af þessu leiddi aftur, að 
iþeir ekki hirtu um að skira firir lesendum sínum legu 
þessa staðar, einmitt af því að hún var svo alkunn og 
;sjálfsögð«. Það er líka ótrúlegt, og lítt skiljanlegt, að 
J)jóðin hafi nokkurn tíma gleymt hvar hinn þjóðkunni og 
merkilegi staður hafi legið. 

Próf. Olsen segir: »Gruðbrandur Vigfússon mun first- 
ur manna á þessari öld hafa efast um það, að Lögberg 
hið forna hafi verið þar sem nú er kallað Lögberg«2). 
•Orðin »á þessari öld« hefðu að likindum mátt falla burtu, 
J)vi það mun verða erfitt að s a n n a það, að nokkur ís- 
lendingur hafi á undan Guðbrandi efast um hvar Lögberg 
væri. 

Þegar Ólsen hefir meðal annars getið þess, að Kálund hafi 
fallist á skoðun Guðbrandar hvar hið rétta Lögberg muni 
vera, segir hann að Sigurður Vigfússon haldi því fast 
fram, að Lögberg sé þar sem sagt hefir verið, og að V. 
Finsen hafi fallist á skoðun Sigurðar. Ólsen segir að þvi 

*) Grerman. Abhandl. zum LXX. Geburtst. Konrad von Maurers 
<}öttingen lö93, bls. 137—147). 

*) öermanistische Abhandluiigen, bls. 137—138. Hvar er Lögberg hið forna? Ö5 

-flé ekki að neita, að Sigurður hafi að sumu leyti réttara 
fyrir sér en þeir Guðbrandur og Kálund. Sigurður hafi 
sýnt það, að Grágás eigi við dagsmark þar sem hún segir 
að dómar skuli út fara »eigi siðar en sól kemur á gjá- 
bakka hinn hærra frá lögbergi úr lögsögumanns rúmi að 
sjá«. — »Ef að hér væri að ræða um skin sólarinnar fram- 
an á vestri barm Almannag]áar«, segir Ólsen, »eins og 
Kálund hefir ætlað, þá væri viðbótin »úr lögsögumanns 
rúmi að sjá« alveg óþörf, því að þetta sést á sama auga- 
bragði, hvar sem sjáandinn stendur, frá öllum þeim stöð- 
um, sem gjábakkinn blasir við«i). 

Einnig telur Ólsen það vafalaust, að Sigurður Vigfús- 
son hafi rétt að mæla, þar sem hann haldi að um dags- 
mark sé að ræða^), þar sem i Grágás 24. k. er komist *) German. Abhandl., bls. 138. 

^) Þess væri óskandi að menn vildu sem flestir kynna sér það sem 
Sigurður Vigfússon hefir skrifað um rannsókn sína á hinum forna al- 
þingisstað i Árbók Fornleifafélagsins 1880—1881. Því hvað sem um 
Lögberg er að segja, þá er þar svo mikill fróðleikur um 'alþingisstaðinn 
og 2 myndablöð til skýringar, er allir ættu að hafa með sér sem skoða 
Þingvöll. 

Fyrir þá sem ekki hafa Árbók Eorleifafélagsins 1888—1892, þá 
vildi eg tilfæra hér neðanmálsgrein eftir Sigurð á 20. bls. i Arbókinni, 
sem prentuð var eftir fráfall Sigurðar, þvi þaö mun vera með þvi sið- 
asta er hann hefir ritað um Lögberg og hljóðar greinin þannig: 

„Af þvi bæði hér og á þeim eftirfylgjandi stað, er talað um virki 
Orms Svinfellings, skal eg geta þess, að þetta stórkostlega mannvirki, 
hefir hvergi annarsstaðar getað verið á Þingvelli, enn að það hafi verið 
sú mikla hleðsla á gjábarminum, þar sem þeir prófessor Guðbrandur 
bróðir minn og dr. Kr. Kálund hafa haldið, að hið forna Lögberg hafi 
verið (sjá Árb. fornleifaf. 1880 og 1881, bls. 14—17, sbr. og „Uppdrátt 
af Almannagjá og alþingisstaðnum upp á Völluna neðri, eins og það 
litur út frá Lögbergi", sjá o^ „alþingisstaðinn á Þingvelli" (uppdráttr) 
hvorttveggja aftan við þá Arb.), en eftir þvi hefði þá b j a r g 1 a g- 
anna átt að vera á moldarbing, þvi þótt maðr leiti með logandaliósi, 
eins og komist er að orði, á öUum alþingisstaðnum, þá finnr maðr nú 
hvergi annarsstaðar vott af þessu stórkostlega varnarvirki Orms, sem 
rúmaði um 5 hundruð manna stór eða meira: Þótt menn nú vilda segja, 
aö hleðsla þessi væri frá enn yngra tima ^n hér ræðir um, þ4 hj&lpar 
slikt ekki, af þeim ástæðum, sem á þeim áðrgreinda stað em teknar 56 Hvar er Lögberg hiö forna? 

svo að orði: »vér scolum fara til logbergs^á 
morgin oc fora doma vt til hrvdningjar 
sva it siþa rst a at sol se á giar hamri enum 
vestra or logsogumanns rumi til atsiaa 
logbergi«. Aftur á móti efast Ólsen um það, að sú 
skoðun Sigurðar Vigfússonar sé rétt að g j á h a m a r 
enn vestri (eða hærri) tákni örnefni á gjábakkanum«. 
Færir Ólsen Ijós rök fyrir því að gjáhamar og gjábakki 
muni merkja það sama og sé i öllum tilfellum meint, þeg- 
ar sólina ber yfir þann stað, er vestri gjábakkinn fer fyrat 
að gnæfa yfir þann eystri. (Sá staður er kallaður Nón- 
þúfa). Þessi skoðun Ólsens mun vera vafalaust rétt^). 

Þá segir Ólsen að Sigurður hafi sýnt það að sönnun 
sú, sem þeir Kálund og Guðbrandur hafi komið með fyrir 
þvi, að Byrgisbúð hafi staðið á hraunrimanum, þar sem 
nú sé nefnt Lögberg, sé hvergi nærri einhlýt né óyggjandi;. 
samt álitur Olsen að Sigurður hafi ekki sannað það fylli- 
lega að Byrgisbúð hafi ekki verið á Lögbergi.^) 

Sigurður Vigfússon hefir fært fram svo sterk rök fyr- 
ir því, að Byrgisbúð hafi ekki verið á Lögbergi, að það 
sýnist ekki vera svo auðvelt að hrekja skoðun hans. I 
þeim texta Sturlungu, sem Olsen fer eftir, er sagt um 
staðinn, þar sem Byrgisbúð var: »Þar gæta gjár fram; þar var ómögulegt að hafast við, án þess að hlaða stórkostlega 
andir, þvi frá efstu brún gjábarmsins, sem er hvöss, myndast skarpr 
halli ofan eftir, og svo myndast gjótur og katlar á hraunhellunni. Svo 
mikið sést og af Sturlungas., að búðarvirki Orms muni hafa verið fyrir 
vestan á, enda var hentngast að hafa það á gjábarminum. Eg verð því 
að telja það með öUu óliklegt, að þetta mikla mannvirki væri svo ger- 
samlega með öllu horfið, sem var uppgert skömmu fyrir miðju 13. aldar. 
Þetta má sanna af samanburði við svo mörg önnur mannvirki forn, er 
eg hefi fundið, og eru þó miklu eldri, enn sjást þó glögt enn i dag, enn 
ekki skal eg meira tala um þetta hér á þessum stað". 

Aths. Hafi búðarvirki Orms verið á þessum stað, þá er ekki vel 
skiljanlegt fjórðungsdóms nafnið á honum, sem siðar verður minst á,- 
nema menn hafi hætt að tjalda búðina, og tekið þá virkið fyrir fjórö-^ 
ungsdóma þÍDgstað. 

') German. Abhandl. bls. 139. 

») Sama st. bls. 140. Hvar er Lögberg hið forna? 57 

þrem megin envirkisgarðreinummegin«. 
«Þessi lísing á staðnum«, segir Olsen, »á mæta vel við 
hraunrimann milli gjánna, sem menn kalla Lögberg«. Það 
er að vísu rétt að lýsingin á við Lögberg að þvi er gjárn- 
ar snertir, en ekki virkisgarðinn. Því eftir lýsingu Sig- 
urðar Vigfússonar, er þar ekki minsti vottur fyrir leifum 
af virkisgarði, en á þeim stað, sem hann hélt að Byrgis- 
búð hefði verið, fann hann merki fyrir virkisgarði, að 
hann hélt, augljós merki fyrir grjóthleðslu, auðsjáanleg 
mannaverk.^) Það verður ekki annað séð en lýsingin í 
Sturlungu eigi þvi alls ekki við Lögberg en einmitt við- 
þann stað þar sem Sigurður áleit að Byrgisbúð hefði ver-^ 
ið, og ef gætt er að orðalaginu i Sturlungu á undan þeim: 
orðum, er Olsen tilfærir, þá virðist þar koma lika sönn- 
un, orðin eru þessi : »Þeir færdu dominn austr a hraunit 
hia Byrgisbud«.2) Hafi þeir verið á völlunum i þetta sinn, 
þá hefðu þeir líklega ekki sagt austur á Lögberg sem er 
þaðan i suður. Það styður hka þá skoðun ummælin í 
Sturlungu 5. þ. 7. k., þar sem sagt er frá þvi er flokkur 
Snorra Sturlusonar reið á þing. Þar segir svo : »ridu þeir 
Þordr ok Bödvar fyrir med flokk sinn, en er þeir kvamo 
á völluna efri, sneru þeir vestr med rauninu, var Sighvatr 
þá kvaminn ok sat flokkr hans fyrir sunnan völluna á 
rauninu«. Af þessu má sjá að óhklegt er, að þeir hefðu 
sagt austur á Lögberg, sem er i suður, eins og áður er 
sagt. Það eru þvi ekki vel skiljanleg þessi ummæli Ólsens: 
»lisingin i Sturlungu er ekki svo greinileg að hún taki af 
öll tvímæli, og því síður sker Njála úr þessu, þar sem húa 
talar um Byrgisbúð«. 

Það er sagt í Njálu þegar Ásgrímur og Gissur riðu á. 
þingið: »Riðu þeir á völlu hina efri ok fylktu öllu liði 
sinu ok riðu svá á þing. FIosi ok menn hans hljópu þá 
til vápna allir, ok var þá við sjálf t at þeir myndi berjast 
enn þeir Ásgrimr ok þeirra sveit gerðist ekki til þess ok ') Arb. f. 1880—81, bls. 8'. 
') Starlunga 1. þ. 18. k. 58 Hvar er Lögberg hjð forna?, ^ 

riðu til búða sinna«.i) Ef Flosa menn hafa haft vopnin 
eða herklæðin við Byrgisbúð, sem likur eru til, þá heíir 
hún tæpast verið á Lögbergi. Þvi það gat ekki verið nein 
ástæða fyrir þá að hervæðast á Lögbergi, þegar hinir 
voru norður á Völlum. 

»Ef vér vissum fyrir vist«, segir Ólsen, »á hverri 
stundu dags dómar fóru út til hruðningar og sóknar, þá 
þirfti ekki annað en reisa upp lóðrétta stöng á Nónþúfu, 
þar sem efri gjábarmurinn first fer að gnæfa iíir hinn 
neðra, og taka ef tir i hverja stefnu skugginn f jelli á hinni 
ákveðnu stundu um alþingistímann, þvi að i þeirri stefnu 
hliti þá Lögberg að hafa Iegið«.2) Þetta væri gott ráð, 
ef maður vissi hina ákveðnu stuud, það virðist liggja næst 
að hugsa sér að fornmenn hefðu miðað hana við nónið, 
þetta þýðingarmikla dagsmark, sem fornmenn miðuðu svo 
margt við, bæði hér á landi og erlendis, sem sjá má t. d. 
í íslenzkum eyktamörkum, aftan við Fingrarim Jóns bisk- 
ups Árnasonar (bls. 239—256.) og i Grrágás sést að þeir 
héldu hvern laugardag helgan að liðnu nóni: »Uer 
scolom hallda lavgardagiN VII hvern non 
heIgaN«.8) Þegar menn föstuðu miðuðu þeir við nónið 
o. s. frv. »Sá maþr er hann scalfasta, hann 
scal hafa etit mat s i n f y r ir m iþ i a n o 1 1 þ a 
er hann fastar vm daginn eptir oc mataz 
-eigi aþr liðr nön«.*) 

Fornmenn töldu að kvöldið byrjaði með nóninu og 
næði til náttmála kl. 9 e. m. (sbr. miður aftan) og mætti 
þá geta sér til, að lögbergsstöríin haíi aðallega varað frá 
þvi fyrir dagmál kl. 9 f. m., ef til vill frá miðjum morgni 
kl. 6 f. m. (sbr. orðin: »Ver scolom fara til logbergs a 
inorgin«), og verið vanalega lokið um nón. »Frá morgni 
til kvölds«. Frá dagmálum til nóns var ekkert dagsmark 
nema miðdegi eða miðmunda kl. 12. ') Njála 138. k. 

') German. Abhandl. bls. 140. 

») arágás 9. k. 

*) Sama 17. k. Hvar er Lögberg hið forna?. , 59 

" Ef það þætti sennilegt, sem margt sýnist mæla með, 

að dómar hefðu farið út um nón, þá er ekkert efamál, að 

hið forna Lögberg er þar sem sagt heíir verið, á milli 

.gjánna norður frá Þingvallatúni, þvi að þaðan að sjá er 

nón um Nónþúfu. 

Það mun mega telja það víst, að á Lögbergi haíi verið 
lik eða sama tilhögun og í Lögréttu, að þar haíi verið 
að minsta kosti þrísettir bekkir eða pallar til að sitja á, 
fyrir alla goða, dómendur og þá aðra, er lögsögumaður 
leyfði, og kom ekkert fram við rannsókn Sigurðar Vigfús- 
sonar á Lögbergi, er komi i bága við þá skoðun. Hring- 
myndaða mannvirkið þar sýnist hafa verið, eftir lýsing- 
unni, nægilega stórt til þess (um 30 álnir að þvermáli). 
Svo mætti hugsa sér að Lögsögumanns rúm eða sæti hef ði 
verið upp við brún yzta hringsins að austanverðu, austur 
undir Nikulásargjá. Þá gat lögsögumaður séð hér um bil 
yfir alla sem voru á Lögbergi, og f jölmennið, sem liklega 
hefir verið mest fyrir vestan Flosagjá undan mannvirkinu 
og Lögsögumannshól, því þar er hentugt pláss fyrir margt 
fólk að sitja og standa, eftir sögn Sigurðar Vigfússonar. 

Það er ekki óhugsandi að Lögréttan hafi einhvern tima 
verið á Lögbergi eftir að landið komst undir konungs- 
stjórn, en að mannvirkið, (sem líklega hefir verið kallað 
Lögberg), hafi verið i fyrstunni gert i þeim tilgangi, mun 
vera eitt af þvi sem ekki er hægt að fuUyrða. Kannsókn 
Sigurðar bendir fremur k að mannvirkið geti verið eldra. 
Þótt Lögréttan hafi verið á Lögbergi, þá er óKklegt að Lög- 
bergs og Lögsögumannshóls nöfnin hefðu myndast. Það 
sýnist liggja nær að Lögréttu og Lögmannshóls nöfn hefðu 
orðið föst vlð þennan stað. Og þá er það ekki vel skil- 
janlegt, að hinn helgi merkisstaður hjá Snorrabúð hefði 
alveg gleymst og fengið fjórðungsdóms nafn og engin 
munnmæli um það, að þar hefði verið Lögberg. Hefði 
staðurinn verið uppi á öræfum, þá væri það skiljanlegra. 
En á þessum stað, þar sem merkustu menn landsins söfn- 
uðust saman að heita mátti á hverju ári, og dvöldu á al- 
j)ingi lengri og skemri tíma, til aldamótanna 1800. Þar ' 60 Hvar er Lögberg hið forna? 

að auki lá pessi staður fast við fjölfarinn þjóðveg, og eng- 
in munnmæli um Lögbergsnafnið þar hafa heyrst. Það 
er óskiljanleg gleymska og að Kkindum hér á landi 
dæmalaus. 

Lögréttuspangar nafnið á Lögbergi, sem bæði Olsen 
og Sigurður Vigfússon nefna, heyrði eg aldrei á yngri ár- 
um, og ólst eg að miklu leyti upp i næstu sveit fyrir aust- 
an Þingvallasveitina og átti á fyrri árum oft leið um Þing- 
völl, og ekki heldur heyrði eg nafn það á innganginum 
á Lögberg, sem eg hefi heyrt á seinni árum, haft eftir 
síra Simoni Bech á Þingvöllum, að það héti Lögsögumanns- 
gangur, og efast eg um að þau nöfn hafi nokkurn tima 
orðið almenn. 

Við rannsókn Sigurðar Vigfússonar á hinum forna 
þingstað, finst Ólsen að meiri likur hafi komið fram fyrir 
því, að Lögberg hafi verið á gjábarminum norður frá 
Snorrabúð, en þar sem sagt hefir verið að það sé norður 
frá Þingvallatúni, þótt Sigurður, sem rannsakaði nákvæm- 
lega báða staðina, kæmist að alt annari niðurstöðu, og 
áliti eindregið að hið forna Lögberg væri hið alkunna 
gamla Lögberg milli gjánna. 

Rannsóknin á gjábarminum hjá Snorrabúð sýndi, að 
fyrst hafði þar verið brött og óslétt klöpp með gjótum og 
kötlum, að sögn Sigurðar. Seinna hafði verið hlaðið þar 
ofan á, mest úr torfi og moldu, til að jafna hallann, og ef 
til vill byggja þar eitthvað ofan á, sem ekkert er hægt 
að segja um. Undir þessu mannvirki fann Sigurður eld- 
stæði eða hlóð með mikilli ösku, er hann gat til að hefði 
verið eldstæði frá Snorrabúð. sem virðist sennileg tilgáta. 
Eldstæði þetta var undir syðri hluta mannvirkisins, sem 
var að þvermáli á yztu hleðslur 67 fet. Undir miðju 
mannvirkinu fann Sigurður lítinn grjótbálk, sem ekki hafði 
áframhald á neinn veg; ekki nefnir hann neitt einkenni- 
legt við þennan grjótbálk fremur en hverja aðra grjót- 
hrúgu; hefði hann fundið þar ösku, kol, bein eða eitt- 
hvað eftirtektavert, þá hefði hann vafalaust getið þess, 
þvi að ofar i moldinni t. d. fann hann dáUtið leir- eða Hvar er Lögberg hið forna? 61 

glerbrot, er hann hélt að væri úr litiUi könnu, og lýsir 
því nákvæmlega. Það er dæmi þess hve hann hefir gert 
sér far um að lýsa öllu sem nákvæmast^). 

Þennan litla grjótbálk telur Ólsen merkilegan, þótt 
lýsing Sigurðar virðist gefa Htið tilefni til þess, hann tel- 
ur jafnvel að þar hafl verið fornhörgur eða blótstalli, frá 
þeim tíma í heiðni að þeir helguðu þingið með blótum. 
Það sýnist reyndar vera undarlegt, ef fornmenn hafa valið 
»snarbratta« og óslétta klöpp, til að safnast saman á við 
hina hátíðlegu athöfn. 

Próf. Ólsen getur þess, að Grrunnavikur Jón hafi sagt 
í ritum sínum að hann hafi í æsku, um 1724, séð steina 
á mannvirkinu hjá Snorrabúð. Steinarnir voru svo stórir 
að það mátti sitja á þeim og mynduðu hálfhring; þótti 
Jóni líklegt að þeir hefðu uppbaflega myndað hring. Stein- 
unum velti Jón ofan i öxará og hafði þá fyrir stiUur út 
í hólmann. Olsen álítur að steinaröð þessi komi mæta 
vel heim við það, að þar hafl Lögberg verið, og steinarn- 
ir ætlaðir þeim til að sitja á er áttu sæti á Lögbergi^). 
Hafl hringurinn verið einfaldur, sem ekki er annars getið, 
þá hefði hann þurft að vera stór, hafl þar átt að sitja að 
minsta kosti 150 — 200 manns, sem óhætt má gera ráð fyrir. 
Það virðist liggja nær að imynda sér að steinaröðin hafl 
verið dómhringur eða dómsteinar. Þar sem sagnir hafa 
gengið um það, að einmitt á þessum stað hafl verið fjórð- 
ungsdóma þingstaður, sem virðist koma vel heim við um- 
mæli Grágásar 20. k. »G o ð i s c a I g a n g a í h a m r a 
skarð oc setia niþr þar domanda sín«. Sturl- 
unga 1. þ. 18. k. nefnir dómsteina »ok settu þrisvar 
nidr domendr sí n a i dom stein um o k má 1 1 i 
domrinn aldrei nidr setiast«. 

UmAIþingis Catastasis frá 1700 og 1735 ritaðikand. mag. 
Jón ÞorkelIssonS). [Hann fann frumritið í konungsbókhlöð- 
unni i Kaupmannahöfn, áður var þessi fyrri búðaröð á al- 

') Árb. f. 1880—81, bls. 14—15. 
') German. Abhandl. bls. 141—142. 
») Árb. 1887 bls. 43-47. 62 Hvar er Lögberg hið forna? 

þingi ekki þekt nema í ýmsum afskriftum, en hin siðarí 
var óþekt. Fyrri búðaskipunin var samin og skrifuð 1700« 
af Sigurði lögmanni Björnssyni; um það fer dr. Jón Þor- 
kelsson þessum orðum: Það getur enginn vafi á þvi ver- 
ið, að catastasis frá 1700 er eftir Sigurð lögmann sjálfany. 
en ekki eftir Pál Vidalin, eins og sumar afskriftir geta 
til. Sjálfur var Sigurður vel að sér í sögu landsins og 
ættfróður, og hefir hann haldið spurnum fyrir gömlum 
munnmælum um búðirnar á Þingvöllum eftir að hann 
varð lögmaður«]. í búðaskipuninni frá 1700 er þessi 
grein: »Krossskarð: hvar í forðum stöð vígður kross [eirn 
eða tveir er upp undan Lógrett | une næsta skarð fyrir 
norðan Snorrabuð; hæð krossins var epter | hæð Olafs 
k[onungs] Tryggvasonar og Hjallta Skeggjasonar. En 
hleðsla I þar i mille a giarbarmenum var áður fiörðungs- 
döma þingstaður | «^). Það sést af þessu, að á 17. öld 
hefir það verið, að hkindum almenn, sögn, að fjórðungs- 
dómur hafi verið á þeim stað, er þeir segja nú að Lög- 
berg hafi verið^). (Sjá hér að framan neðanmáls [bls. 55]). 
Um það, hvor staðurinn sé hentugri, gjábarmurinn 
eða Lögberg, til þeirra starfa, er áttu að framkvæmast á 
Lögbergi, fer Ólsen þessum orðum: »Næst kemur til at- 
hugunar, hvor staðurinn sé hentugri firir þær athafnir, sem 
áttu fram að fara að Lögbergi. Að Lögbergi fóru fram 
allar hsingar, sem almenning vörðuðu, þar sagði lögsögu- 
maðurinn upp lög og nimæli og lögréttu leifi, — það var 
aughsingastaður þingsins, það er nú auðsætt, að þessar 
athafnir gátu ekki farið fram á afviknum stað, heldur var 
staðurinn þvi hentugri, sem hann var nær miðju þingstað- 
arins, þar sem flestir gátu heirt lisingarnar. I fjölmenn- 
um bæ mundi enginn festa upp auglising, sem alla bæ- 
jarbúa varðaði, í útjaðri bæjarins, heldur sem næst miðj- 
unni, þar sem umferðin væri mest. Likt stendur á að 
þvi er Lögberg snertir. Hraunriminn milli gjánna er 

*) Sama stað, bls. 45. 

*) Seinni búðaröðin 1735 nefnir að eins seinni manna búðir, en 
ékkí Lögberg. Hvar er Lögberg hið foma? 63- 

nokkuð afskektur, og er því ólíklegra, að Lögberg hafi 
verið þar, enn á gjábarminum eistra firir norðan Snorra- 
búð, sem liggur i miðjum búðakransinum firir vestan 
ána. Enn fremur heirðist hvergi eins vel það sem talað^ 
er, eins og ef mælandinn stendur uppi á gjábarminum 
eistra . . .«^). Eg hefi leyft mér að tilfæra þennan og^ 
fleiri kafla úr ritgerð Olsens, svo að þeir, sem ekki eiga 
kost á að sjá ritgerð hans, geti að nokkru leyti séð hvað 
helzt skilur skoðanirnar. 

Það að gamla Lögberg, norður af Þingvallatúni, hefir 
verið nokkuð afskekt og umgirt á allar hliðar nema inn- 
gangurinn má hiklaust telja stóran kost. Ef fornmenn 
hafa álitið Lögberg helgan stað, um þingtimann, i líkingu 
við það sem Þórólfur Mostrarskegg skoöaði Þórsnes, þá 
hlaut þessi staður af öllum stöðum á Þingvelli að vera 
sá hentugasti, og þegar Grímur geitskór komst að þeirri 
niðurstöðu, að ÞingvöIIur væri bezt valinn staður á íslandi 
fyrir alþjóðarþing, þá er ekki ólíklegt, að þegar hann 
skoðaði Lögberg, sem náttúran hafði víggirt, að lík hugsun. 
hafi flogið í hug hans og Jónasi Hallgrímssyni, er hann 
kvað : 

„Svo er treyst með ógn og afli 
alþjóð minni helgað bjarg". 

Að hægt hafi verið að verja Lögberg fyrir aðsókn manna, 
má marka af því, þegar þar var dómur settur, er Hrafn- 
kell Freysgoði var dæmdur, og hann komst hvergi nærri 
og gat ekki heyrt hvað talað var á Lögbergi^). Það eru 
að eins tvö dæmi lík þessu : þegar Þorgils Oddason var 
dæmdur sekur hjá Byrgisbúð^) og Hjalti Skeggjason á 
öxarárbrú^). Um þingtímann gat lögsögumaður með hægu 
móti gætt helgi Lögbergs, með því að verja það fyrir 
umferð og átroðningi þeirra er áttu ekki erindi þangað 
eða hann leyfði að kæmu þar. Þar sem á hinum staðn- 

*) German. Abhandl. bls. 142—143. 

*) Hrafnkelssaga 11. k. 

») Sturlunga 1. þ. 18. k. 

*) Saga Olafs kgs. Tryggvasonar 217. k. Sé Hvar er Lögberg hið forna? 

um, á gjábarminum hjá Snorrabúð, það hefði verið litt 
mögulegt að verja ógirtan blett i miðjum búðakransinum. 

Það virðist heldur ekki hafa verið hyggileg tilhögun, 
að hafa Lögberg vestur á gjábarmi en Lögréttuna austur 
á völlum, svo menn hefðu orðið annað hvort að krækja 
alla leið suður á brúna á öxará, eða vaða yíir ána, i 
hvert skifti er þeir fóru á milli þeirra staða. Hefði Lög- 
berg verið i miðjum búðakransinum hjá Snorrabúð, þá 
gat ekki hjá farið, að þar hefði verið óverandi fyrir reyk 
og svælu, þegar veðri var svo háttað að reykinn frá eld- 
stæðunum i kring hefði lagt á staðinn. Og ekki er það 
sennilegt, að jafnvitur og hagsýnn maður, sem Snorri 
goði er sagður, hefði ekki búð sina fjær Lögbergi en um 
10 faðma, þar sem hann gat búist við að hann og menn 
hans yrðu fyrir ónæði og átroðningi mikinn hluta dags 
og jafnvel um nætur, þegar menn fjölmentu til Lögbergs- 
göngu, svo skift heíir þúsundum. Þá hefði búð hans eða 
virki verið umkringt af fjölmenni, sem safnast hefði upp 
í Almannagjá og skarðið hjá búð hans. Það er hka ekki 
vel skiljanlegt að Snorri goði hefði getað heitið þeim Ás- 
grimi að verja Flosamönnum vígi i Almannagjá, hefði 
Lögberg verið hjá búð hans. Hann gat ekki vitað fyrir 
hvort bardaginn mundi byrja nær Lögbergi eða Lögréttu; 
ef bardaginn hefði byrjað nálægt búð hans, þá var Snorri 
og menn hans umkringdir af hqrflokkum. Af Njálu, 145. 
k., sézt að þeir, er sóttu og vörðu málin, voru ýmist að 
Lögbergi eða í Lögréttu. 

Það hefir fráleitt farið fram i kyrþey, er framkvæmt 
var á Lögbergi, þar sem var hringt til Lögbergsgöngu: 
»eptir þat var ringt ok gengv allir menn 
t i 1 1 ö V g b e r g s«i) og lika var hringt tíl dóma útfærslu: 
»oc skal logsogvmaþr lata hringia til 
doma ut færslu«2). Það er því ástæðulítið að ætla 
það, að þingheimi væri ókunnugt um hvað gerðist á ') Njála 124. k. 
2) Grág. 24. k. Hvar er Lögberg hið forna? 65 

Lögbergi^). Að það heyrist lengra, sem talað er á eystri 
gjábarminum hjá Snorrabúð en frá gamla Lögbergi, er 
sennilegt, ef þá bergmálið frá vestri barminum glepur 
ekki svo fyrir að orðaskil heyrist ógreinilega. Það mun 
lika heyrast allvel frá gamla Lögbergi, þar sem vestri 
brún þess er 5 álnum hærri undan Lögsögumannshól en 
vestri barmur á Flosagjá. Þvi þar niður undan heíir lík- 
lega fjölmennast verið. 

Það telur Ólsen hér um bil víst, að full sönnun fyrir 
því, að Lögberg hafi verið fyrir austan Öxará fáist af 
nokkrum stöðum i Sturlungu^). Fyrsti staðurinn, sem á 
að sanna það, er i Sturlungu 2. þ. 34. k. og hljóðar svo 
í þeini StLirlungu, sem eg hefi við hendina, en Bókmenta- 
félagið gaf út 1817, og sem þeir bjuggu til prentunar 
Bjarni Thorsteinsson amtmaður, dr. Sveinbjörn Egilsson 
og fleiri góðir menn : »ok einn dag er menn komu 
fjölmennir til lögbergis, þá gekk Sturla 
fram. Þat var opt háttr hans at setia á 
langar tölur um málefni sín, enmaðurin 
var bædi vitroktungumiúkr«. Þannig er það 
í eldri handritum, og þar á meðal í þvi eizta og bezta 
skinnhandriti, sem til er af Sturlungu, að sögn Ólsens. 
Aftur á móti ber handriti, er sira Eyjólfur Jónsson á VöII- 
um í Svarfaðardal (1705 — 1745) hefir skrifað, og líklega 
fleiri yngri handritum, ekki saman við eldri handritin, 
og er orðamunurinn hér mikill. Handrit síra Eyjólfs 
bætir inn í og breytir orðum. Eftir því handriti verða 
hin tilfærðu orð þannig: »ok einn dag er menn komu 
fjölmennir til lögbergis, þá gekk Sturla fram [á virkit 
fyrir bud sína.] Þat var opt háttr hans at [giöra] langar 
tölur um [málagiördir sinar ok leiddist mönnum opt til at ^) Ólafur konungur helgi gaf „mikla" klukku til Þingvalla og 
Haraldur konungur bróðir hans aðra (Fomm.sögur 4 B. 279. b!s. og 6 B. 
266. bls. Likur eru til að þær hafi verið á Klukkuhól i Þingvallatúni 
og verið notaðar fyrir þingið. Jóns lagabók nefnir „mikla" klukku, sem 
hringt sé þegar menn eiga að ganga til Lögréttu (Þingfarabálk 3. kap.). 

*) German. Abhandl., bls. 143. 

5 66 Hvar er Lögbeig hiö forna? 

heyra], en madrinn var bædi vitr ok tungumiúkr«. Hér 
hefi eg merkt með hornklofum orðamuninn úr handriti 
séra Eyólfs, sem er prentaður neðanmáls i Sturlungu (2 
þ. 34. k.). Ekki er það liklegt að Sturla lögsögumaður 
Þórðarson, sem sagt er að hafi tekið við, af Brandi biskupi,- 
að rita Sturlungu, hafi skilið við handritið svo, að segja að 
mönnum hafi leiðst að heyra ræður afa sins, en i hinu 
orðinu að hann hafi verið vitur og mælskur. Þó er það 
enn óKklegra að sagnameistarinn Snorri sonur Sturlu, sem 
frá er sagt, hafi skrifað þaði). Það eru reyndar orðin »á^ 
virkit fyrir bud sina«, sem alt veltur á i þessu Lögbergs- 
máli. Þ a u hafa vakið þetta nýmæli, (að Lögberg hafi 
verið fyrir vestan öxará), hjá Guðbrandi, þótt undarlegt 
megi virðast að h a n n skyldi ekki meta meira bezta 
skinnhandrit frá 14. öld, en pappirshandrit t. d. frá 18. öld. 
Um það segir Ólsen: »Reindar vantar þau orð, sem alt 
er hér undir komið (»á virkið firir búð sina«) í hið elsta 
handrit af Sturlungu, en þau hljóta að vera upphafleg, 
því auðskilið er, að þau gátu fallið burtu, en hitt er óskilj- 
anlegt að nokkur hafi farið að bæta þeim við, hafi þau: 
ekki staðið hér upphaflega*^). 

Það er vafalaust engum kunnugra en Ólsen, að mörgu 
hefir verið bætt inn í Sturlungu, eftir daga þeirra Snorra 
Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, og má t. d. benda á 
kaflann í næsta kapítula eftir þann, sem hin áður tilfærðu 
orð eru tekin úr. Þar er sagt um söguritarann Sturlu:: 
»Því at hann var göfugr, godsamr, allvitr ok hófsamr 
madr«, diarfr ok einardr. Láti gud honum nú raun lofi 
betri^). Þessi orð hafa vafalaust verið skrifuð eftir daga 
þeirra Snorra og Sturlu. Hver mundi hafa getað frætt 
hina yngri sagnaskrifara um, hvað upphaflega hefði staðið, 
þegar elztu handritin báru það ekki með sér. Það er 

*) Prófessor Ólsen hefir i hinni miklu og merkilegu rítgerð um 
Sturlungu, i „Safni til sögu íslands", leitt að þvi sennileg rök að Snorri> 
hafi skrifað sögu föður sins (sjá Safn til sögu ísl. III. bls. 213—224). 

*) Q-erman. Abhandl. bls. 143. 

») Sturlunga 2. þ. 35. k. Hvar er Lögberg hið forna? 67 

vel hugsanlegt að orðin á virkið fyrir bú5 
s í n a hafl myndast hjá seinni mönnum, (ef til vill þegar 
sagan hefir verið sögð bókarlaust), svo frásögnin yrði 
áheyrilegri Það hefir að hkindum eitthvað þótt vanta 
við orðin: »Þá gekk Sturla fram«, og þá lá beint við að 
bæta þessu við, þvi margir hafa haldið það á seinni tim- 
um, að flestar höfðingja búðir hafl verið virki. Hafi 
Sturla verið i Hlaðbúð, sem likur eru til, þá er vafasamt 
hvort nokkurt virki hafi verið um búð hans, en það, sem 
þeir sumir ætla, að Hlaðbúð hafi verið búð Snorra goða,. 
mun verða örðugt að sanna. 

Það er ekki sjáanlegt að þessi fyrsti staður i Sturl- 
ungu 8 a n n i nokkuð um það, að Lögberg hafi verið f yrir 
vestan öxará. Hann virðist vera svo vafasamur og óviss 
að ekkert sé hægt á honum að byggja, og það jafnvel þó 
orðin »á virkið fyrir búð sína« væru tekin gild og góð. 
Þá er eftir að sanna það, að Sturla hafi þá haf t búð fyrir 
vestan ána. Af sögunum sézt, að þeir skiftu um búðir 
eftir atvikum. Það eru líkur til að Sturla hafi verið í 
Hlaðbúð og það má geta sér það til, en tilgátur eru ekki 
óskeikular sannanir. 

Annar staður i Sturlungu, sem á að sanna þetta sama,. 
að Lögberg hafi verið fyrir vestan á, er í Sturlungu 4. þ. 21. k. 
Þess er þar getið, að Snorri Sturluson átti í skærum við 
Magnús góða son Guðmundar gríss, og mun Snorri ekki hafa 
árætt að vera langt frá bræðrum sínum um þingtímann, en 
þeir voru fyrir vestan ána, lét hann því byggja búð handa 
sér fyrir vestan á. Um það fer Sturlunga þessum orðum: 
»Snorri lét giöra búd þá upp frá lögréttu er hann kallaðl 
Grýtu«. Þess ber að geta, að hér, sem víðar, ber hand- 
ritunum ekki saman, eldri handrit hafa Lögbergi fyrir 
Lögréttu og Grílu fyrir Grýtu; en á þessum stað telur 
Olsen handrit síra Eyjólfs á VöIIum með hinum »Iakari 
handritum«, og segir að Guðbrandur Vigfússon hafi »af- 
lagað« og farið »herfilega« með textann, með þvi að hafa 
Lögréttu og Grýtu m. m. í útgáfu sinni af Sturl- 
ungu. Hér finst mér ekki Guðbrandur vera ámælisverð- 

5* .^8 Hvar er Lögberg hið forna? 

ur, haíi hann tekið i útgáfu sína orðin: »á virkið fyrir 
búð sína«, sem búast má við^). Þá hefir hann hér verið 
samkvæmur sjálfum sér, að taka handrit sira Eyjólfs gilt 
1 báðum tilfellum. Með þvi líka að hafi búðin verið, er 
«umir hafa ætlað, vestan við ána niður undan búð Snorra 
goða, og upp undan lögréttunni i öxarárhólma, þá hefði 
það verið rangmæli að segja upp frá Lögbergi, hefði það 
verið uppi á gjábarmi. Reyndar vill Olsen gera það 
«kiljanlegt með þvi að halda því fram, að hér sé miðað 
við meginstefnu Öxarár, frá fjöru til fjalls. Þar sem hér 
að framan er. talað um Byrgisbúð, er tilfært úr Sturlungu 
5. þ.. 7. k., er sýnir, að þeir hafa miðað austur og vestur 
við meginstefnu vallanna og Almannagjáar. Engum nú- 
timamanni, sem væri við Öxará, alt norður að Drekk- 
ingarhyl, mundi koma til hugar að segja »niður« eða 
»ofan á gjábakka« hjá Snorrabúð, og óliklegt að forn- 
menn hefðu talað svo. Það sýnast þvi meiri líkur vera 
til þess, að upp frá Lögréttu sé réttara, eins og þeir hafa 
:álitið, sem sáu um útgáfu Sturlungu 1817, og svo dr. Guð- 
brandur Vigfússon. Hér er um misritun að ræða, sem 
ekki er hægt að segja neitt um með neinni vissu. Það 
eru að eins likur til að ritvilla sé í eldri handritunum, en 
ekki mögulegt að fullyrða það. Þessi staður i Sturlungu 
sýnist ekki færa fullgilda sönnun fyrir þvi, að Lögberg 
hafi verið fyrir vestan öxará, fremur en sá fyrri. 

Þriðji staðurinn, er á að styðja þá hugmynd, að Lög- 
berg hafi verið á Almannagjár barminum, er í 5. þ. 7. k. 
Sturlungu. Þess verður að geta, að missætti var með 
þeim Sturlusonum, svo að sínum megin árinnar voru 
hvorir. Sighvatur og Sturla sonur hans voru i Hlaðbúð, 
en Snorri og Þórður bróðir hans voru fyrir austan á, lik- 
lega i Valhöll, búð Snorra. í Sturlungu er svo sagt: 
»Snorri tók ámusótt um þingit ok mátti hann ekki gánga, 
en Sturla reið til kyrkju ok stódu öU spiót úti vid búdar- 
veggi. Þeir Sighvatur létu lýsa hernaðar sakir at lög- ^) Eg hefi ekki útgáfu Guðbrandar við hendina. Hvar er Lögberg hið forna? 69* 

bergi á hendur Vatnsfirðingum, en Snorri lét segia til 
sektar Rafnssona i lögréttu, þat giördi Jón Murtr, en. 
synir Halls Kleppiárnssonar sóttu Vatnsfirðinga«. 

Það sést hér, að Snorri lá veikur um þingið, Sturla 
reið til kirkju^ var veikur í fæti ; hefir þá liklega flokkur 
þeirra feðga farið til Lögbergs, en skilið eftir spjót sín 
hjá næstu búð við kirkjuna, þyí að kirkjunni máttu þau 
ei koma, sem sjá má af Grágás 263. k. : »M a ð r s c a 1 
eigi bera vapn ikirkio ne ibonhusþater 
lofat er tíðir at veita, oc eigi scal setia 
vid kirkio briost ne vid kirkiu vegi«. Þá 
má líka imynda sér, að Sighvatur og Sturla sonur hans 
hafi beðið við kirkjuna og gætt vopnanna meðan synir 
Halls Kleppjárnssonar fóru til Lögbergs að lýsa hernaðar- 
sökunum á hendur Vatnsfirðingum, og, ef svo hefði verið, 
þá benti það á, að Lögberg hafi verið sama megin ár- 
innar og kirkjan^). 

Um það að Snorri Sturluson lét segja til sektar Rafns- 
sona í Lögréttu en ekki að Lögbergi, fer Olsen þessum 
orðum: »Hér er athugavert að það átti að lögum að' 
lísa sekt aðLögbergi en ekkií Lögréttu Hvernig 
stendur þá á því, að Sighvatr skuli hér lísa hernaðarsakir 
að Lögbergi, eins og rétt var að lögum, enn Snorri skuli 
bregða frá lögunum og láta segja upp sekt í Lögréttu. 
Ef Lögberg hefir verið að vestan verðu við ána, þá 
er það auðskilið, þá var Lögberg á valdi Sighvats og hans 
manna, sem voru fyrir vestan á, og hefir Snorra ekki þótt 
árennilegt að fara þangað, til að lýsa sektinni, eða senda ') Þegar veður var slæmt sagði lögsögumaður upp lög i kirkjunnir 
(sjá Grág. 117. k.). Sumt átti að framkvæmast annaðhvort að Lögbergii 
eöa í búanda kirkjugarði, t. d. þegar stefut var um ómagameölag segir 
8V0 (i Grág. 180. k.): „Þeir scolo stefna vm fe þat et næsta 
sumar eptir miðvico dagimittþingocstefnahvartz- 
hann vill iboandakirkiugarðeeðaatlogberg i". Um 
skotmannshliit i hval er sagt (i Grág. 215. k.) : „oc ma hann stefna 
hvort seni hann vill at lögbergi eða iboandakirkio» 
garðe". ^O Hvar er Lögberg hið forna? 

menn sína þangað til þess undir vopn þeirra Sighvats, 
þvi kis hann heldur að segja upp sektina austan árinnar 
i Lögrjettu, þó að það væri ekki lögmætt. Ef Lögberg 
aftur á móti er firir austan ána á hraunrimanum milli 
gjánna, þá er þetta alveg óskiljanlegt. Þá verður ekki 
sjeð, að Snorra hafi getað gengið neitt til að breita frá 
lögunum, þar sem Lögberg þá hefði verið á valdi hans, 
og hinsvegar gat það þá verið hættulegt firir Sighvat og 
hans menn að fllgja ákvæðum laganna og hsa hernaðar- 
sakirnar að Lögbergi, þvi þá hefði hann orðið að fara ifir 
ána til þess í hendur fjandmanna sinna«^). 

Þetta sýnist vera misskilningur, nema fiestir af þing- 
heimi, sem voru fyrir austan ána hafi fylgt Snorra að 
málum, sem þó hvergi er getið. Því eftir staðháttum að 
dæma, gat Snorri ekki að öðrum kosti haft Lögberg á 
valdi sínu fremur en þeir sem voru í Hlaðbúð, ef þvi er 
slegið föstu, að Snorri hafi þá verið i Valhöll, og hún þar 
sem sagt hefir verið, norður hjá eða fyrir norðan kastal- 
ana. Þó farið hefði verið frá Hlaðbúð suður á brúna, 
sem þá var á Öxará, (að menn hafa ætlað, vestur frá 
Þingvalla bæ eða kirkjunni), þá var það skemmri leið, 
að innganginum á Lögberg, en norðan frá Kastölum, og 
hér um bil hálfu styttri leið, ef farið hefði verið frá Hlað- 
búð, beint yfir hólmana að innganginum á Lögberg. Það 
er þvi vel skiljanlegt, hvers vegna Snorri hefir eigi árætt 
að senda son sinn með fiokkinn suður á Lögberg Þótt 
áhættuminna að láta hann skreppa i Lögréttuna, sem 
ekki hefir verið nema rúmur fjórði hluti af leiðinni suður 
á Lögbergssporð, að innganginum á Lögberg, hafi Lög- 
réttan þá verið á völlunum, þar sem sagt hefir verið. 
Þetta geta allir séð, sem koma á ÞingvöU og gæta nokk- 
uð að staðháttum þar. Það er örðugt að' geta séð það að 
•þessi þriðji staður i Sturlungu bendi á það, að Lögberg 
iiafi verið fyrir vestan öxará. ^) German. Abhandl bls. 146. Hvar er Lögberg hið forna? 71 

Um þá þrjá staði í Sturlungu, sem hér hafa verið 
nefndir, fer Olsen þessum orðum : 

»Sjerhver af þeim þrem stöðum í Sturlungu, sem nú 
voru taldir, virðast þannig benda til, að Lögberg hafi verið 
firir vestan ána. Og ef vjer litum á þá alla i heild sinni, 
þá stiðja þeir hver annan svo, að með þeim virðist vera 
fengin full vissa firir því, að Lögberg hafi ekki verið á 
hraunrimanum milli gjánna, heldur að vestan verðu við 
öxará. 

Með hraunrimanum mælir i raun og veru að eins það, 
að hann hefir nú um nokkurn tíma verið kallaður Lög- 
berg, en Kálund hefir sint, að þetta nafn á hraunriman- 
um kemur ekki firir fir en á öldinni sem leið«^). 

Aður hefir verið minst á það hér, hve þessir þrír 
nefndu staðir í Sturlungu munu vera ábyggilegir. Tveir 
af þeim, sá fyrsti og annar, eru svo vafasamir, þar sem 
á báðum stöðunum að handritunum ber ekki saman, svo 
ekki verður neitt fullyrt um það hvað rétt sé. Þriðji stað- 
urinn er þannig lagaður, að af honum verða ekki dregnar 
minstu Hkur fyrir þvi, að Lögberg hafi verið fyrir vestan 
öxará. Um hina má þó í þvi tilliti spjalla endalaust, en 
auðvitað án þess að geta sannað neitt. 

Þar sem Olsen segir að Kálund hafi sýnt það, að Lög- 
l^ergs nafnið á gamla Lögbergi miUi gjánna hafi ekki 
þekst fyr en á 18. öld, þá má lika segja, að Sigurður lög- 
maður Björnsson hafi sýnt það, að nafnið hefir komið fyrir 
eða þekst löngu fyr, þvi að hann samdi búðaröðina um 
1700 »eftir sögn fyrri manna«. Þarsegirsvo: »Guðmund- 
ar Rjka buð var nærre ane vestan við götuna frá Snorra- 
buð I ofan að lögrettune, aður var hans buð austan til við 
ána og austur undan | Þorleifs Hölma; skamt frá þvi 
gamla Lögberge sem millom giana var og ein | styge að | «. 

Það virðist Olsen, að útlit sé fyrir að eldri höfundar 
hafi ekki þekt Lögbergsnafnið á hraunrimanum milli gjánna. 
Ekki getur hann samt þess, að þeir hafi þekt Lögbergs- ') German. Abhandl. bls. 146. 72 Hvar er Lögberg hið forna? 

nafnið á Almannagjáar barminum hjá Snorrabúð. Sem 
eldri höfunda nefnir hann Arngrím lærða, Grunnavikur 
Jón og Svein Sölvason. Eg þekki ekki það sem þessir 
menn hafa ritað, er viðkemur Lögbergi, nema það sem 
Ólsen getur ummæla Jóns frá Grunnavík um steinana,- 
sem áður er áminst, og er ekki hægt að ráða af þvi hvort 
hann hefir þekt Lögbergsnafnið á hraunrimanum eða eigi. 
Og svo hvernig Sveinn Sölvason kemst að orði i annál 
sinum, þar sem hann getur um fráfall Mkuláss Magnús- 
sonar sýslumanns 1742, að silfurdósir hans hafi fundist á 
gjábarmi fyrir norðan Þingvallatún, og að lik hans hafl 
fundist sama morgun i gjánni. Hafi Sveinn ekki verið á 
Þingvelli þegar þetta skeði, þá getur það verið eðlilegty^ 
að hann hafi ekki verið viss um i hvaða gjá sýslumaður 
druknaði, þ ó honum hefði verið sagt að það hefði verið 
hjá Lögbergi, því eftir þvi sem mig minnir, þá eru þar 
fleiri gjár en þær sem umkringja Lögberg. Sveinn heflr 
þá heldur ekki þekt Lögréttuspangar nafnið, sem Ólsen 
segir að hafi verið á hraunrimanum til skamms tima. En- 
það er annað sem útlit er fyrir að Olsen, sem visinda- 
manni, hafi láðst eftir að geta um, það er þar sem Lög- 
berg er nefnt i búðaröð Sigurðar lögmanns Björnssonar, 
sem áður er getið. Þar er þó greinilega tekið fram hvar 
Lögberg sé, og i rauninni sýnist taka af öll tvimæli. 

Þótt mörgum hætti við, að trúa ýmsu án umhugsun- 
ar, sem þeim er sagt i nafni vísindanna, má þó vænta. 
þess, að menn hugsi sig dálitið um áður en þeir breyta. 
nöfnum á merkustu og helgustu stöðum þjóðarinnar. Að' 
eins fyrir nokkrar vafasamar misritanir og getgcitur. Útsýn. 

(Ungmeiinafélagsefiudi). Og annan dreymdi þar afarhá fjöll 

og útsýn af gnæfandi tindum; 

en hinn dreymi skógheiti' og skinandi völl' 

og skjól fyrir öUum vindum. 

E. H. 

Erindi þetta er úr kvæði eftir Einar skáld Hjörleifs- 
son. Þar segir frá vinum tveimur, er unnust svo, að þeir 
máttu aldrei hvor af öðrum lita. Svo var það eitt sinn^ 
að þá dreymdi báða : »um eitt Ijómandi land, er var lengst 
úti i reginsævi«. 

En þar skilur lika með þeim. Annar kvað þar vera 
iðgræna völlu, lygnar elfur og skuggasæla lundi. Hinn 
sá þar hrynjandi fossa, gnæfandi tinda og útsýni mikið 
og fritt. 

Hvor hélt sinni skoðun og vináttunni sleit, á því 
endar sagan þeirra. 

Þó lifa vinirnir þessir, enn þann dag i dag. Ekki 
sem sérstæðir einstaklingar, þvi það hafa þeir aldrei veriðy 
heldur rikjandi stefnur, lifsskoðanir. Annar er persónu- 
gervi þess anda, sem dáir þau sporin er sléttast liggja og 
greiðfærust eru, sem æskir skugganna strax og birta fer 
og forsælunnar þegar er hlýna tekur, sem lýtur makræð- 
inu og tignar það. En hinn er ímynd framsóknar- 
innar, sem ægir hvorki straumþunginn né brattinn sem 
i móti legst, sem ann örðugleikunum af þvi að þeir eiga 
öflugasta hönd til þess að strjúka svefnþorninn af hfsþrótt 
manna og viljaþreki, sem þráir tindinn og útsýnið. 74 Útsýn. 

Og drauma vinanna hefir mannkynið verið að dreyma 
írá alda öðli og dreymir þá enn. Hver einstaklingur 
þess á sitt óskaland, mismunandi að fegurð, að lögun og 
að útliti og i mismunandi fjarlægð. Og sé einhver sá, er 
ekkert slikt óðal heíir eignast, er hann öllum snauðari, 
á ekkert, alls ekkert. 

»Slikt nær engri átt«, virðist mér einhver segja. 
»Draumar eru fánýtir órar, staðlaus reykur«. 

Sú staðhæfing má gjarnan, fyrir mér, eiga við það, 
sem fyrir sál vora ber þegar meðvitundin hefir slept af 
henni tökum, þegar vér sofum. En — oss dreymir hka, 
og á að dreyma, i vökunni. .Um þá drauma er eg hér 
að ræða. Um þá drauma segi eg það hiklaust, að því 
tilkomumeiri, því fegurri sem þær myndir eru, er þeir 
bregða upp fyrir oss, þvi göfugra, innihaldsrikara og nýtara 
verður lif vort. 

Vér dáumst að nútíðinni, að öUum hennar tröllauknu 
afrekum á andlegum og verklegum sviðum. Hins minn- 
umst vér of sjaldan, að þau eiga öll kyn sitt að rekja til 
draumlanda mannkynsins. Þar hefir þeim fyrst skotið 
úr ægi óborinna hugsjóna, fyrir andans sýn djúpsærra 
spekinga, töfrað þá og laðað með ómótstæðilegu afli til 
að brjótast þangað um óravegu, nýrra rannsókna, nýrra 
uppgötvana. Þeir hafa varið öUu sínu hfi, oft löngu og 
erfiðu, til þess að vinna i hlut komandi kynslóða kjör- 
gripina, er þar bar fyrir augu þeirra. 

Og þeim hefir tekist það. 

Vér sem nú njótum þæginda og hagsmuna menning- 
arinnar, vér byggjum í landnáminu þeirra. 

Ef vér Htum til einhverrar þjóðar, verða þar jafnan 
fyrir í fararbroddi, menn, sem bera höfuð og herðar yfir 
hina, lyfta merki hennar svo hátt að alheimur fær séð og 
skrá nafn hennar óafmáanlega á spjöld sögunnar og i 
minni manna. Að baki þeirra er svo allur fjöldinn, allir 
meðalmennirnir. Þá þekkjum vér að eins af hinum. 

Margvislegt er það sem menn þessir hafa til síns 
^gætis haft. Nokkrir þeirra gerðu myndir, svo fagrar, úr Utsýn. 75 

litum og lérefti, að aldrei fyrnast, hjuggu þær úr steini 
eða mótuðu þær i málma. Aðrir kváðu Ijóð svo þrungin 
andagift, að kreddufesta og bölsýni féllu eins og álaga- 
hamir af hugum manna og augu þeirra opnuðust fyrir 
meira gildi, sannari kjarna i lifl þeirra sjálfra, en áður 
hafði þá órað fyrir. Sumir leiddu fram á sviðið ný öfl 
úr skauti náttúrunnar, sönnuðu nothæfl þeirra og gerðu 
þau að reglulegum Aladínslömpum i höndum þjóðanna. 
Og enn aðrir töluðu svo Ijóst og svo snjalt, eða brugðu 
vopnum af svo mikiUi flmi og hreysti fyrir veg fóstur- 
jarðarinnar og gengi, að jafnvel andlega blindir og áhuga- 
snauðir niðjar hennar, fengu sýn og löngun til starfa. 
Hverjum kotkarli varð það alt i einu Ijóst, að málefnið 
sem um var að ræða, hlaut að skifta hann einhverju. Að 
hann sjálfur og nágranni hans, áttu þá eitthvað sameigin- 
legt, sem báðum hlaut að vera jafnhugleikið að varðveita. 
Að eins eitt fyllir hugina, þetta: Vér viljum allir. En 
hver sem lyftir af stað sHkri öldu sameiginlegs áhuga, 
meðal þjóðar sinnar, hann hefir fundið þann Ariadne 
hnykil er óskeikult beinir leið til frelsis hennar og sjálf- 
stæðis. 

Þessir frumherjar þjóðanna og öndvegishöldar eru: 
listamennirnir, visindamennirnir, stjórnmálaskörungarnir 
og skáldin þeirra. 

Það eru mennirnir, sem átt hafa draumalöndin feg- 
urstu, þau er úti liggja á reginsævi mannsandans og þá 
vinina dreymdi. 

Eg sagði áðan að við byggjum i landnámi þessara 
máttarstólpa menningarinnar. Við það megum vér vel 
una. Það rýrir ekki gildi vort þótt vér sækjum til 
annara, það er oss sjálfum er varnað. Hitt er meiri 
vansi, ef vér látum undir höfuð leggjast, að kynnast svo 
miklu, sem oss framast er unt, af þvi sem bezt heflr verið 
sagt og gert, á liðnum öldum og yflrstandandi tima. Ef 
vér látum undir höfuð leggjast, að eignast ákveðnar skoð- 
anir um það, sem heflr gerst og er að gerast umhverfis 
oss i heiminum. Ef vér unnum engu öðru framar, höfum 76 TJtsýn. 

allar leiðir jafnkærar og gerum oss enga grein þess, hvert 
stefna skuli. 

í stuttu máli: Vér þurfum að eignast land, drauma-,. 
vona- og óska-land, sem ávalt liggi framundan og blasi 
við augum vorum í útsæ ókomins tima. Það land verður 
að geyma öll þau hnoss mannvits og göfugleika, er os& 
hafa fegurst virzt i fari annara. Þrá vor verður þá sú, að 
eignast s j á 1 f i r sem mest af þessum hnossum, að verða 
sem beztir og nýtastir menn, og stefnan, að ná landinu. 

Fósturjörðin, sem okkur hefir alið, er heimkynni öfga 
og andstæða, helkaldra jökla og brennandi báls. Vér, 
þjóðin hennar, verðum þá einnig að sameina i lund vorri 
þessi einkenni. til þess að vera makleg börn shkrar móð- 
ur. Áhugi vor verður að brenna sem eldur, en andblæstri 
öUum að mæta karlmannleg, isköld ró. 

En við verðum aldrei hvorki heit eða köld gagnvart 
hlutunum, nema þvi að eins, að þeir séu oss annað tveggja 
ástfólgnir eða ógeðfeldir, annað tveggja heimilisfastir á 
draumalandinu okkar eða útlagir þaðan. Og sé það ekk- 
ert til, er okkur sama um alt. 

Eg mintist á ætterni okkar. Samkvæmt þvi hljótum 
við að vera hæf til búsetu á landri djarfra, drengilegra 
hugsjóna, til þroskafulls, nytsams Hfs. 

Hvað skortir þá til þess að svo verði? 

Útsýn, andlega útsýn. 

Við erum meðalmenn. Þess vegna erum við ekki 
einfær um að skapa þær hugsjónir, mynda þær skoðanir, 
er fái lyft lífsstarfi voru yfir smávægi hversdagsleikans. 
Til þess þurfum vér leiðsagnar við, leiðsagnar þeirra, er 
fái opnað oss sýn yfir andlega umhverfið, fjær og nær. 
Það er eini vegurinn til þess að við getum nokkurntima 
orðið fær um að rata sjálf. 

En þetta finst mér að öllum þorra manna dyljist of 
mjög, þess vegna ætla eg að minnast á það nokkru gjör. 

Fyr á öldum var leiðarsteinninn óþektur. Menn hættu 
sér þá aðeins skamt á haf út og lentu samt í villur og Útsýn. 77 

hrakninga. En þetta er ekkert sérstakt fyrir þann tíma 
<eða þá menn. Þeim fer jafnan svo, er það áhald vantar. 

Vér leggjum úr höfn í bliðviðri, ekki einskipa, heldur 
heill íioti. Snekkjan okkar rennur i kjölfari glæsilegs 
knarrar, sem stefnunni ræður. Alt gengur ákjósanlega og 
áhyggjulaust, meðan leiðið helzt og dagurinn endist. 

Svo skellur myrkrið á. 

Knörrinn er horíinn sýnum og kjölfarið, sem vér 
hugðumst að þræða, máð út með öllu. Byrinn er orðinn 
að ofviðri og brimgnýrinn frá skerjunum umhverfis^ full- 
vissar um það eitt, að vér erum i hættu, dauðans hættu. 

Skelfingin læsir sig um hugi vora. Vér liöfum treyst 
forustu skipanna, sem á undan voru, án frekari ihugunar. 
Nú verður oss það á svipstundu Ijóst, hvilik fásinna slikt 
hafi verið, hvilikt óbætanlegt tjón, að hafa ekki leiðar- 
stein innanborðs sjálfir. Og oss finst stormhvinurinn verða 
að liksöng og brimfallið að klukknahljóm. 

Skyndilega bregður upp skæru leiftri framundan. Vér 
sjáum það aftur og aftur, alt af öðru hvoru. Það er viti, 
Vér erum ekki lengur ráðþrota leiksoppar i höndumhafs- 
ins og myrkursins. Vitum hvar vér erum og hvert vér 
ætlum. Leggjum til orustu við þessi geigvænlegu öfl og 
sigrum eða — ef vér föllum — þá við sæmd. 

Tilheyrendur góðir! 

Eg býst ekki við að þér hafið nokkurutima verið á 
slíku ferðagi, nokkurntima átt í höggi við náttmyrkrið, 
ofviðrið og ósjóinn i þess eiginlegu mynd. En hitt veit 
eg, þótt engin spámaður sé, að þér annaðtveggja hafið eða 
munuð rekast á alt þetta i mannlífinu, i lifi ykkar sjálfra. 
Þegar bernskuheimkynnið, foreldrahúsin, höfnin, sem allir 
leggja úr út í lífið, er horfin. Þegar handleiðsla vanda- 
mannanna — sem einfeldni bernskunnar taldi jafnvissa 
til grafarinnar og úr vöggunni — er lika fjarri. Þegar 
vandræðum valdandi atvik flykkjast að úr öllum áttum, 
eins og magnþrungnar öldur. Þegar stormtryltar tilfinn- 
ingar berjast um völd hugans, en yfir öUu grúfir myrkur 
vafans og efasemdanna um, hvað rétt sé og gert skuli. 78 Utsýn. 

Ykkur íinst, kannske, að eg fari hér með hrakspár i 
garð ykkar. Að líf margra sé laust við alla slika skugga 
og megi vel svo fara, að ykkar verði það. 

Að visu er þetta mögulegt, en eg efast um hvort 
meiri hamingja sé. 

Það er kunnugt, að af deigum málmum má gera egg- 
vopn, sé þeim dýft heitum i kaldan vökva, þá kemur 
fram hin alþekta herzla. Manneðlinu er ekki ósvipað 
farið, þvi — 

„Ef kaldur stormur um karlmann fer, 

og kinnar bitur og reynir fót, 

þá finnur hann hitann í sjálfum sér 

og sjálfs sins kraft til að standa á mót". 

Og einmitt þetta, að maðurinn vakni til meðvitundar 
um það aíl og þann yl, sem með honum býr, er skilyrðið 
fyrir hinu, að hvorttveggja komi að haldi, bæði honum 
og öðrum. Vér eigum síður en ekki að forðast alvöru 
lifsins né láta hana vaxa oss í augum, þvi það er ekkert 
staðlaust fieipur hjá skáldinu: 

„A sorgarhafsbotni sannleiksperlan skin, 

þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þin". 

En — vér verðum að hafa leiðarsteininn innanborðs 
og þekkja vitana, ef vér eigum að bjargast með perluna 
úr því haíi. 

Hvar er þá þessi leiðarsteinn tilverunnar og hverir 
þessir vitar hennar? 

Leiðarsteinninn er trúin á mannngildi hvers einstak- 
lings, á sitt eigið manngildi og meðvitundin um þá ábyrgð, 
er á þeim hvílir, er láta lifsstarf sitt verða með öllu 
einkisnýtt, eða verra en það. Og vitarnir, það eru menn- 
irnir, sem eg nefndi áðan, þeir sem lengst hafa komist í 
öllu fögru, göfugu og nytsömu með hverri þjóð. Starfi: 
þeirra, skoðunum og stefnum þurfum vér að kynnast tiL 
þess að sníða lifi voru stakk eftir. 

Hvaðan fáum vér þá útsýn? 

Oðinn, norræni guðahöfðinginn, sem allir kannast við^. UtsýD. 7^ 

átti sér hásæti það er Hliðskjálf hét. Þaðan sá um heim 
allan. Slikt öndvegi, slika sjónarhæð á mannkynið alt 
þann dag i dag — bókmentirnar. 

En snúum okkur nú að þeirri sjónarhæðinni, sem 
næst liggur og mestu máli skiftir að vér náum og að 
þeim vitum, sem þaðan bera bjartast við himin, — að 
islenskum bókmentum og íslenskum afburðamönnum. 

Vér setjumst þá i þessa sameiginlegu þjóðarhliðskjálf. 

Hvað ber fyrir augu? 

Tvent er það, sem hlýtur öðru fremur að draga að sér 
athygli vora — tungan og sagan. Einkum þó ef vér þekkjum 
og skiljum þau sannindi, að þetta hvorutveggja eru þeir 
þættirnir, sem fastast tengja saman þjóðarheildina og 
helzt hljóta, ef nokkuð annars megnar það, að vekja 
ættjarðarást hennar og samúðarþel. 

Hitt verður þá og jafnljóst öllum heilskygnum mönn- 
um, að eins dýrmæt tignarmerki og þessir hlutir mega 
verða þeim, er meta kunna og með að fara, eins glögg 
brennimörk ættleraskapar og afturfarar liljóta þau að 
verða hverjum þeim, sem treður á sæmd feðranna og af- 
skræmir svo tunguna i daglegum meðförum, að naumast 
verður þekkjanleg. 

Þessi lærdómur er oss nauðsynlegur. Vér lögum 
aldrei galla, sem vér þekkjum ekki, bætum aldrei neitt^ 
sem vér hyggjum heilt. 

Vér snúum oss þá að tungunni. Skygnumst svo langt 
aftur, sem vér getum. Sjáum hana í öndverðu, þegar 
hún nam fyrst land hér norður frá, og vér fyllumst að- 
dáunar. Vér lítum nær. Aðalsbragurinn máist, drotning- 
arskrúðinn verður ambáttartötrar stagbættir. Bæturnar 
eru sin úr hverri áttinni, sín með hverjum lit og sín með 
hverju lagi. En einkennilegast er, að allar hafa þær 
verið settar í fatið heilt; settar til skrauts. Og þjóðin er 
ánægð, hjartanlega ánægð með þetta skripi. Manni dett- 
ur ósjálfrátt í hug ísrael og gullkálfurinn. 

Myrkur fávizku og mannrænuskorts skyggir fyrir 
alla útsýn. •80 Utsýn. 

En að eins í svip. 

Oss virðist sem vitum bregði fyrir i fjarska, og það 
birtir. 

Vitarnir eru menn, bara menn, en það er svona bjart 
um þá af kærleika og þakklátsemi kynslóðanna, sem eftir 
þá hafa lifað og notið starfs þeirra. 

Tvö ungmenni snarast fram á sviðið, upplitsdjörf og 
mikilúðleg. Það eru elskhugar íslenzku drotningar. Þeir 
eru menn skygnir og sjá þegar tign hennar gegn um 
álagahaminn og umskiftingsgeríi þjóðarinnar. Þeir drepa 
hendi við tötrunum, bæturnar aðfengnu hrynja af og undir 
er Knið upprunalega, bjart og blettlaust. Þeir hirta þjóð- 
ína i ræðu og riti, en þess þarf með við alla umskiftinga, 
eins og kunnugt er. Mikill hluti þeirra, er á hlýddu, 
fundu íslendingseðli sitt og þjóðernismeðvitund þegar í 
stað, margir hafa fundið þá kjörgripi síðan, en — sorg- 
legt en þó satt — fjöldi manna eru á þessu sviði um- 
skiftingar enn. 

Lengra þarf ekki að rekja þessar hugleiðingar um 
tunguna. Vér erum hér komin að því, sem er hlutverk 
vor sjálfra í þessu efni, en það er, að fylgja svo vel sem 
oss er unt, dæmi þeirra Eggerts og Jónasar i þvi, að 
kynna oss svo vel móðurmálið, sýna þvi svo mikla rækt, 
að oss auðnist að skila þvi til eftirkomendanna hreinna. 
og fegurra en oss var fengið það i hendur. 

Hvað þá um söguna? 

Alt það sama svo að segja. Saga tungunnar er saga 
þjóðarinnar. 

Landið var fagurt og fritt og i því bygði frelsi og 
manndáð. En hnignunin kom, frelsið flýði og manndáðin 
þvarr. Landið varð selstöð útlendra valdhafa og ibúarnir 
skósveinar þeirra. Yfir öllu hfi þjóðarinnar, andlegu og 
verklegu, grúfði nótt, lcoldimm og köld nótt. 

En aftur bregður upp vitum i dimmunni. Aftur koma 
fram menn, sem strax verður Ijóst hvar komið er, hvað 
gera þarf. Og þeir tala, rita og starfa af óþreytandi elju. 
»Vita ekki börn landsins«, spyrja þeir, »að þau hafa aldrei Utsýn. 81 

kongsþrælar verið og að þau mega aldrei verða það? 
Vita þau ekki, að feður þeirra létu jafnan lífið á undan 
frelsinu. Eða grunar þau ekki, að þó djúpt sé fallið, þá 
^igi móðir þeirra, Eyjan hvita, sér enn vor, ef fólkið 
þorir 

guði að treysta, hlekki að hrista, 
hlýða réttu, góðs að biða?" 

Þjóðin rumskast eins og hana dreymi. Um langan 
aldur hafði hana ekkert dreymt. 

Og hún þurfti tugi ára, jafnvel hundruð^ til þess að 
átta sig til fulls. En þeir tóku við hver af öðrum þessir 
vökumenn hennar, voru hver öðrum ötulli og ágætari, 
þótt Jón Sigurðsson sé oss ef til vill minnisstæðastur. Nú 
er allur þorri manna vaknaður, þótt þvi miður margir 
sofi enn. 

Aftur getum vér numið staðar. Þessar hugleiðingar, 
eins og hinar um tunguna, hafa leitt að því sama. Starf- 
inu sem biður vor sjálfra. En það er i þessu efni að 
varðveita þau réttindi og það sjálfstæði, er menn þessir 
hafa unnið oss til handa, og ef unt er, stuðla að aukn- 
ing þess. 

En útsýnið af sjónarhæð bókmentanna er óþrjótandi, 
þvi fær enginn lýst. fíver einstaklingur verður að njóta 
þess sjálfur. Að eins eitt vildi eg minnast á enn — skáld- 
skapinn. — 

Eg mintist á skygna menn. öll skáld eru skygn, 
andlega skygn. Þau sjá ótalmargt i hversdagslifinu um- 
hverfis oss meðalmennina, sem oss er með öllu hulið. 
Skygnast bak við tjöldin, lyfta yfirborðinu af og draga 
fram i dagsljósið óheilindin, sem þar dyljast. Sjá mann- 
vonzkuna, sem gerir sér svo kænlegt gerfi, að vér i ein- 
f eldni vorri ætlum hana mannkosti. Sjá það drenglyndið, 
sem birtist i þvi smáa og lætur svo litið yfir sér, að vér 
veitum því enga eftirtekt. Sjá það fávislega, skoplega og 
hégómlega við tilveruna. Og úr þessu öilu móta þau sam- 

6 82 Utsýn. 

hangandi heild, óð eða sögu og fá oss i hendur. Og nix 
sjáum vér og skiljum þetta alt út i yztu æsar á auga- 
bragði og oss finst jafnvel að vér hafa skilið það og séð 
fyrir lifandi löngu. En svo er þó ekki. Eftirtekt skáld- 
anna er skarpari, skilningur þeirra dýpri og tök þeirra á 
hugsununum fastari en vor. Þess vegna sjáum vér alt 
gleggra i sjónargleri þeirra en i veruleikanum. 

En skáldin hafa meira fram yfir oss en þetta. Þau 
hafa skapandi kraft, sem vér eigum ekki til. Þau sjá 
ekki að eins heiminn eins og hann er, betur en vér, held- 
ur lika eins og hann á að vera og gæti orðið. 

Vér köllum það sem fyrir augu skáldanna ber hug- 
sjónir, og þegar þau greipa þær i orð bundins eða óbund- 
ins máls og bregða þeim upp fyrir augu vor, köllum vér 
þær hugmyndir. 

Hér er eg komínn að því, sem eg vildi i stuttu máli 
um skáldin segja, en það er þetta: 

Hugsjónir skáldanna eru töfrasproti. Þær vekja til 
Ijósrar meðvitundar þau öfl, er i sálum vorum leynast, 
knýja oss til fylgdar sér eða andróðurs, eftir þvi hvernig 
oss gezt að þeim. Grera oss það, sem vér um fram alt 
þurfum að verða, hugsandi menn. 

Ef vér höfum notið þess útsýnis úr hliðskjálf bók- 
menta vorra, að oss hafi skilist gildi þeirra fjársjóða, er 
feðurnir fengu oss til varðveizlu; ef vér höfum heillast af 
framtiðardraumum skálda vorra að fornu og nýju, þá er 
aldrei svo litið i oss spunnið, að vér getum orðið ávaxta- 
laus fúasprek á þjóðhfsmeiðnum. Lif vort fær þá ekki 
orðið neitt ráðlaust fálm. Vér eigum þá sjálf draum, sem 
vér berjumst fyrir að rætist. Draumaland, sem vér kepp- 
um eftir að ná. Það land verður samruni úr sýn vin- 
anna, sem eg mintist á. En — oss má um fram alt ekki 
fara eins og þeim, ekki greina á um útlit þess, svo að 
missætti verði. Fyrir oss öUum verður það að birtast, 
vafið laufþöktum skógi, prýtt ökrum og engjum undir 
bergkrýndum, gnæfandi tindum, með útsýni miklu og fríðu. Útsýn. Sa 

Vér finnum það öll, hvernig þráin til að skapa þetta 
land, til að nema það og byggja, gripur oss heljartökum, 
því vér vitum að það er ættjörð vor, sén i skuggsjá óska 
vorra og vona. Ekki eins og hún er nú, heldur eins og 
hún verður, við starf vort og annara sem henni unna. 

Valdimar Sigmundsson. 6*^ Hæð íslendinga. Mælingar á hæð okkar íslendinga munu mjög óvíða hafa verið 
gerðar í stórum stíl, og því síður hefir nokkuð verið um það ritað, 
svo að við erum mjög ófróðir um, hve stórir menn við erum til 
jafnaðar að h'kamsvexti. 

Guðmundur prófessor Hannesson í Reykjavík hefir allmikið 
fengist við mælingar á hæð barna og unglinga hin síðustu ár, og 
Pálmi Pálsson kennari við Mentaskólann í Reykjavík, hefir mælt 
nemendur skólans á hverju hausti frá því haustið 1901. Á bænda- 
námsskeiSinu á Hvanneyri síðastliðinn vetur mældi eg 111 karl- 
menn á ýmsum aidri, frá 16 ára alt að 71 árs. Pálmi Pálsson 
hefir góðfúslega lóð mér mælingar sínar til þess að gera úr þeim 
stuttan útdrátt. Hefir mór fundist rótt að birta niðurstöðu þess- 
ara mælinga og jafnframt mínar eigin mælingar, því að þó að mæl- 
ingarnar sóu svo fáar, að meðalhæðin á ýmsum aldri verði mjög 
ónákyæm, þá ættu þær þó að geta orðið viðbót við þær mæling- 
ar, er síðar kunna að verða gerðar, og ef til vill upphvatning fyrir 
einhverja að takast samskonar mælingar á hendur. 

Af nemendum Mentaskólans hafa verið mældir nær 420 náms- 
sveinar og 28 námsmeyjar frá því 1901 til 1912. AUir eru mœldir 
á sokkunum og eru menn látnir standa sem beinastir upp við 
mælistöng. Andlitinu er haldið lóðróttu og ofan við höfuðið er svo 
haldið horni (vinkli), sem rent er niður stöngina, þar til það nem- 
ur við höfuðið. Lesið er á stöngina við neðri brún hornsins og 
málin tekin í hálfum sentímetrum. 

Af þessum nœr 420 námssveinum Mentaskólans eru til 1046 Hæð íslendinga. 85. mœlingari) ^ ýmsum aldri frá 12 til 28 ára^) og er niðurstaðan af 
þeim þannig: 

Hæð Aldur 


Tala 


námssveina 


mældra 


12 ára 


8 


13 — 


51 


14 — 


105 


15 — 


155 


16 — 


157 


17 — 


148 


18 ~ 


135 


19 — 


. 105 


20 — 


80 


21 — 


44 


22 — 


25 


23 — 


15 


24 — 


7 


25 - 


8 


26 — 


1 


27 — 


1 


28 — 


1 Meðaltal 

143,0 

148,9 

153,1 

159,8 

164,7 

168,3 

169,6 

171,2 

171,5 

173,7 

173,4 

173,9 

170,8 

171,1 

174,0 

175,5 

170,5 

Alls 1046 mælingar. 

Eftir þessu virðast menn vera alt að því fullvaxnir að hæð 21 
árs gamlir og bæta að eins örlitlu við þar til þeir eru 23 ára. Er 
hæð þeirra þánær 174 sentímetrareða 2 álnirl^Y^ 
þumlungur. 

Svipuð er niðurstaðan af mælingum mínum á Hvanneyri, en 
auðvitað er meðaltalið af þeim miklu meiri sveiflum undirorpið af 
því að þær eru svo miklu færri. 

Allir þeir, er eg mældi, voru á sokkunum og stóðu upp við 
þil. Hóldu þeir höfðinu þannig, að þeir mældust sem hæstir. sentímetrum. 


Hæstir 


Lægstir 


153,0 


130,5 


165,5 


134,0 


171,0 


136,5 


175,5 


140,0 


179,5 


144,5 


181,0 


151.0 


184,5 


150,0 


185,5 


155,0 


188,5 


155,0 


189,0 


163,5 


189,0 


163,5 


185,5 


164,5 


179,0 


163,5 


176,0 


164,0 ^) Hér era ekki taldar mælingar af 3 piltum, er eg hefi felt úr. 
Einn þeirra var fræDdi okkar frá Færeyjum, en hinum hefi eg slept af 
því að eg fann ekki fæðingardag þeirra. Aftnr á móti em i þessum 
mælingum taldir 2 kryplingar, en kryppan var svo litil (c. 1 — 2 þuml.) 
aö álita má að það hafi ekki áhrif á niðurstöðuna. 

^) Aldurinn er tekinn eftir skólaskýrslu Mentaskólans og er alatað- 
ar átt við fuUan árafjölda. Þeir, sem taldir era 12 ára, eru fallra 12 
ára, eða komnir á 13. ár o. s. frv. m Hæð íslendinga. Við mælinguna notaði eg horn og óbrotinn metrakvarða og 

mældi í millímetrum. Enginu var kryplingur af þeim er eg mældi. 

Mœiingarnar voru þannig, og er aldurinn talinn eins jg áður: Aldur 


Alls 
mældir 


HæÖ ] 


[ sentímetrum. 


mældra 


Meðaltal 


Hæstir 


Lægatir 


16 ára 


2 


167,8 


168,9 


166,7 


17 — 


6 


170,5 


175,7 


164,4 


18 — 


8 


171,4 


180,9 


165,0 


19 — 


9 


171,4 


177,4 


161,3 


20 — 


9 


173,9 


182,7 


168,5 


21 — 


11 


173,2 


177,3 


169,4 


22 — 


7 


171,9 


179,8 


163,6 


23 — 


8 


175,7 


181,2 


169,8 


24 — 


7 


173,9 


180,3 


162,8 


25 — 


3 


168,0 


171,1 


165,7 


26 — 


5 


173,0 


178,9 


164,0 


-27 — 


6 


170,8 


179,9 


163,0 


28 — 


4 


170,4 


172,9 


168,1 


29 — 


3 


169,7 


177,0 


165,7 


30 — 


2 


168,8 


172,6 


164,9 


31 — 32 — 


1 


187,9 


33 — 


1 


166,0 


34 — 35 — 36 — og 


eldri 19 


171,5 


180,0 


162,7 Af því að hér er um svo fáar mælingar að ræða, skal ekki farið 
út í samanburð á hæð okkar og erlendra þjóða, enda htur út fyrir 
að mælingar okkar séu yfirleitt of háar. Getur það ef tii viU or- 
sakast af því, að tiltölulega flestir af þeim, er mældir hafa verið, 
hafi verið af efnuðu fólki komnir, sem hefir séð sér fært að láta 
syni sína ganga skólaveginn, en færri af sonum vinnumanna, verk- 
manna og fátæklinga, er við þrengri kjör eiga að búa, og því geta 
álitist minni vexti. 

Af þeim 28 námsmeyjam, er mældar hafa verið í Mectaskólan- 
um, eru til 80 mæiingar á ymsum aldri frá 13 til 19 ára. 

Er hæð þeirra þessi; Hæð íslendioga. 


Aldur 


Tala 

mældra 


Hæð í sentímetrum. 


íiámsmeyja 


Meðaltal 


Hæstar 


Lægstar 


13ára 


4 


155,1 


160,0 


147,5 


14 — 


20 


154,9 


163,5 


142,0 


15 — 


24 


159,0 


168.0 


151,0 


16 — 


18 


161,5 


168,5 


153,0 


17 — 


9 


160,6 


167,0 


146,0 


18 — 


4 


161,4 


166,0 


158,0 


19 — 


1 


166,0 87 AUs 80 mælingar. 

Af þesRum mælingum verður ekki séð, hve háar konur verða 
að meðaltali, því að bæði eru mælingarnar of fáar, og svo ná þær 
-of skamt til þess að hægt só að sjá, hvort konur sóu fullvaxnar 
18 ára gamlar eða hvort þær séu þá enn á vaxtarskeiði. 

Aftur á móti sóst að þær eru bráðþroskaðri en piltar, eins og 
líka alþekt er, því að alt til 15 ára aldurs eru þær hærri en pilt- 
^rnir, sem eru jafnaldrar þeirra. Þá eru piltar og stúlkur nokkurn- 
vegin jafnhá. Eftir það vaxa stúlkurnar h'tið, en piltarnir eru eftir 
J)að stærri, því að þeir halda áfram að vaxa, eins og áður er sjnt, 
til 21 árs aldurs. 

Á það má benda, aS eftir mælingum mínum er hæð 36 ára 
gamalla manna og eldri 171,5 sentímetrar, en hæð 20 — 24 ára pilta 
er 173,7, og eru því eldri mennirnir 2,2 sentímetrum lægri, eða 2,4 
sentímetrum lægri en 23 ára namendurMentaskólans. 

Að vísu er vaxtarmunurinn of h'till og mælingarnar of fáar til 
ifii þess að .hægt só að segja með vissu að kynslóðin só að hækka. 
í>ó er ekki ósennilegt að svo sé, því að velmegun þjóðarinnar er 
áreiðanlega að vaxa og uppeldi barna og unglinga að batna. 

Sannarlega væri það gleðilegt, ef seinni og ítarlegri mælingar 
syndu að svo væri í raun og veru, því að það benti á, að við vær- 
um að réttast úr þeim kút, er líkamsþroski okkar hefir verið keyrð- 
ur í áður. 

Það væri því fróðJegt, ef fleiri vildu gera slíkar mælingar. 

Einkum ætti það að verða föst regla í öllum skólum að mæla 
hæð — og eins að vega þyngd — nemendanna, því að kyrstaða í 
vexti og þroska unglinga er altaf mjög ískyggileg, og getur bent á 
að eitthvað ami að þeim. En þar sem margir nemendur eru, gæti 
þetta verið ágætis eftirlit með heilsufari og líkamsframförum hvers 
4im sig, 88 Hæð íslendÍDga. 

Að hinu leytinu gætu þessar mælingar einnig verið nokkurs- 
konar vitnisburður skólastofnananna út á við, því að ef nemendur 
vaxa óeðlilega lítið og jafnvel lóttast yfirleitt í skólaverunni, er mjög 
grunsamt að skólavistinni só eitthvað ábótavant, svo þörf væri á 
að komast fyrir orsakirnar, til þess að bætt yrði úr göllunum. 

Væri jafnvel þörf á, að eftirlit væri haft með þessu af hálfu 
löggjafarvaldsins, því að það er ekki minst um vert, að líkamsþroska 
hinnar upprennandi kynslóðar só vel borgið í skólum landsins. 

Páll Jónsson 
kennari á Hvanneyri. Ritfregnir. Réttarstaða íslands eftir Einar Arnórsson prófeasor juris vi5 
Háskólanu í Reykjavík. Rvk. 1913. 

Síðan Jón Sigurðsson fóU frá hefir fátt njtilegt verið ritað, að 
minsta kosti á vora tungu, um réttarstöðu landsins. Þó höfum vór 
endalaust verið að ræða þetta mál. Það hefir skift stjórnmálaflokk- 
um, það hefir rignt niður þingræðum, flugritum og blaðagreinum 
um það, en annaðhvort hefir þetta verið einföld endurtekning á^ 
kenningum Jóns Sigurðssonar eða einhverskonar þvættingur til þess 
að bera í bætifláka fyrir einhverja villakenningu stjórnmálamann- 
anna. Enginn hefir oiðið til þess að rannsaka málið á ny frá rót- 
um og athuga, hvort kenningar J. S. væru allskostar á góðum 
grundvelli bygðar. Enginn hefir haft ötulleik og mannrænu til 
þessa. Það var svo miklu auðveldara og vandaminna að gaspra^ 
eitthvað á fundum eða skrifa einhverjar lóttmetis blaðagreinar um 
þetta efni. 

Nokkur afsökun er það, ef til vill, að kenningar J. S. hafa til' 
skamms tíma ekki mætt neinum rökstuddum mótmælum svo telj- 
andi séu, því lítt er mark á því takandi, þó konungur og danska 
stjórnin skírskoti sí og æ til »ríkÍ8heildarinnar« meðan hvorugt 
getur gert grein fyrir því, að slík ríkisheild sé til eða hafi verið 
til. Fyrir hálfri öld síðan tóku Danir sig til og ætluðu að' sjna 
oss það svart á hvítu, að ríkið væri eitt og ísland blátt áfram 
innlimaður hluti danska ríkisins. Þá hafði próf. L a r s e n orð fyrir 
þeim. Hann mætti þá Jóni Sigurðssyni og fór hina verstu för. 
Ef J. S. hefði þá hvergi verið er hætt við, að oss hefði orðið svara- 
fátt og saga vor öll önnur. 

Þegar konungur hafði afráðið millilandanefndina 1907 og hún 
átti að taka til starfa skömmu síðar, var Dönum nauðugur einn^ 
kostur að gera einhverja grein fyrir þessum ríkisheildar og innlim- 
únarkreddum sínum. Þetta var vissulega ekki vandalaust verk^ -90 Ritfregnir 

því til þess að geta svarað úr flokki í þessu máli var óhjákvæmi- 
legt að kunna vel íslenzku og vita góð deili á sögu vorri, en auk 
/þess ærið torsótt að elta uppi öll skjöl og skilríki, er að þessu 
lutu. Það er í raun og veru engin furða, þó Dönum veitti erfitt 
að svara J. S. Þeir stóðu svo miklu ver að vígi. 

í þetta sinn vildi Dönum það happ til, aö þeir áttu þann 
grjótpál og dugnaðarmann, sem lærði vei íslenzku og pældi gegn- 
um flest, er að málinu laut. ISá maður var, sem kunnugt er, próf. 
dr. jur. K n u d B e r 1 i n . Hann tók á móti millilandanefndar- 
mönnum vorum 1908 með all-langri ritgerð um réttarstöðu lands- 
-ins og auk þess annari um gamU sáttmála og gildi hans. Síðan 
hefir hann verið sístarfandi, skrifað fjölda margt um þetta mál, 
komið auk þess aðalriti sínu út á þ/zku. Það er í styztu máli 
frá kenningum B e r lí n s að segja, að gamli sáttmáli er eftir þeim 
hreint og beint inniimunarskjal, stöðulögin góð og gild. Landið 
hefir þá aldrei annað verið frá 1262 en ósjálfstæður ríkishluti, 
fyrst af Noregi, en síðan af Danmörku, og öll kenning Jóns Sig- 
urðssonar reykur einn og hin fráleitasta málafærsla. 

Nefndarmenn vorir í millilandanefndiuni mótraæltu þessum 
kenningum, og próf. L. H. Bjarnason ritaði þá bráðabyrgða- 
svar gegn þeim. Próf. B. M. Ólsen skrifaði ritgerðir sínar um 
upphaf konungsvalds á íslandi í Andv. 1908 og 1909, en dr. Jón 
Þorkelsson og próf. E. Arnórsson gáfu út Ríkisróttindi íslands 1908. 
Þá var og málið að nokkru rakið í nefndaráliti meiri hhtans í 
sambandsmálinu á þingi 1909. Við þetta sat fyrst um sinn, og 
var þó Berlín naumast svarað sem skyldi. Það þurfti að rannsaka 
alt málið frá rótum, athuga á n/ alla röksemdafærslu J. Sig. og 
ekki síður allar breytingar, sem orðið hafa eftir að hann fóll frá, 
og það þess heldur, sem B e r I i n færðist sífelt í aukana, hrósaði 
happi yfir því, að nú hefðu dönsk vísindi hrakið allar kenningar 
J. S., en brá jafnframt Einari Arnórssyni og Jóni Þorkelssyni um 
óheiðvirða málafærslu í ritum þeirra. 

Það var þjóðarnauðsyn, að þetta verk væri unnið. Sómi vor 
lá við, að vér hreinsuðum fyrir vorum dyrum. Þá var það heldur 
ekki þjðingarlaust, að íslendingum hefir ætíð verið það mikill sið- 
ferðislegur stuðningur í öllu sambandsþrefinu, að þeir hafa þózt 
byggja á góðum og gömlum róttargrundvelli. Ef fótum var kipt 
undan þessari sannfæringu, hlaut það að hafa mikil áhrif á afstöðu 
jallrar alþyðu í sjálfstæðismáli voru. 

Þetta sá þingið 1909 og veitti fó til þess að rannsaka málið og Eitfregnir 91 

rita um það. Þetta var ekki nema sjálfsögð skylda og ab vísu 
iminstur vandinn. En hvar var maðurinn, sem var þessu starfi 
vaxinn og fylti upp í víðu fötin Jóns Sigurðssonar? Vér íslend- 
ingar höfum sjaldan mörgum mönnum á að skipa og flestir eru 
bundnir við allskonar dagleg nauðsynjastórf. Satt að segja þótti 
mór nokkur tvísjna á, að vér hefðum sh'kan mann. Jafnvel fyrir 
íslending er ekki hlaupið að rækilegri rannsókn á þessu gamla flókna 
deilumáli. Til þess þarf meðal aunars mikla söguþekkingu og 
glögga lögfræðismentun. 

1 þetta sinn reyndist það svo, að margur er ríkari en hann 
liyggur. Próf. Einari Arnórssyni var falið þetta verk og 
8Ú hefir orðið raun á, að betri mann og Dönum óþarfari gátum 
vór ekki fengiö, Á stuttum tíma hefir hann ritað tvær langar og 
ítarlegar ritgerðir í Andvara um róttarstöðu vora, og nú að lokum 
hina miklu bók, sem fyr er taHn: Réttarstöðu íslands, 
nálega 400 bls. að stærð. 

Það er ekki tilgangur minn að Ijsa nákvæmlega efni bókar 
þessarar eða gagnrjna það. Það verður ekki gert í stuttu máli og 
eg er því ekki vaxinn. Er það skemst af efni bókarinnar að segja, 
að hún rekur skipulega og skemtilega alla stjórnarskipun vora og 
róttarstöðu, frá landnámsöld til 1912, og er frásögn höfundarins 
hvervetna bygð á sjálfstæðri ransókn allra heimildarrita. Hér er 
gerð ítariegri grein fyrir landsróttindum vorum en uokkru sinni 
fy**! því bæði ná rit Jóns Sigurðssonar skemra og fara fljótar yfir 
söguna. Höf. heldur sór vel við efnið, segir söguna latlaust og 
blátt áfram, jafnframt því sem vísað ,er til fjölda heimildarrita að 
fornu og njju. Svo má heita, að það só unun að lesa hvern kafla 
í bók þessari og óvíða finst raór nokkur ástæða til þess að ve 
fengja ályktanir höf. Að sjálfsögðu kemur próf. B e r 1 i n víða við 
söguna, og er ekki laust við, að margar fullyrðingar hans verði 
léttar á metunum, en hitt litlu betra, að víða berast að honum 
böndin með það, að fara ekki allskostar ráðvandlega með heimildir 
sínar og sanna t. d. mál sitt með röngum tilvitnunum eða með 
því að sh'ta orð úr samhengi. Er það víst, að málið hallast mjög 
á Berlin sem stendur og óh'klegt að hann rótti það nokkru sinni, 
þó hann sjálfsagt reyni að klóra í bakkann. 

En hversu hafa skoðanir Jóns Sigurðssonar staðist þessa njju 
rannsókn eftir svo langan tíma? Það er sagt að í eldinum prófist 
gullið og þær hafa í öllum aðalatriðum reynst ósvikið gull. Einar 
.Arnóisson og Jón Sigurðsson komast að sömu niðurstöðu : ísland 92 ' Ritfregnií 

er og hefir verið sjálfstætt ríki jafn-rótthátt Danmörku. Bókin 
endar á þessura orðum : »En að réttum lögum er réttarstaða lands. 
ins þessi: í nokkrura raálum landsins er konung- 
ur einvaldur, en íöðrum ræður hann ásamt 
Alþingi og um engin mál landsins hafa dönsk 
stjórnarvöld nokkurn lögformlegan íhlutun- 
a r r ó 1 1«.. 

Einkennilegt er það, hverjar viðtökur bók þessi hefir fengið. 
Almenningur hefir tekið henni fegins hendi, svo Þjóðvinafólaginu 
hefir viljað það einsdæmi til, að bækurnar seldust upp á örstutt- 
um tíma og varð stjórn þess að augljsa, að þær væru gengnar 
upp. Aftur hafa flest blöðin tæplega minst á hana tiJ þess að 
gera, þó hún só án efa merkasti viðburðurinn í stjórnmálabókment- 
ura vorura síðan Jón Sig. samdi aðalrit síii. Þetta er lítt afsakan- 
legt, en stafar ef til vill af því, að blöð vor og stjórnmálamenn 
hafa svo marga vitleysuna sagt undanfarin ár, að hin Ijósu rök E. 
A. höggva víða nærri þeira sjálfum. Það er t. d. fróðlegt að lesa 
yfiriit hans yfir landvaruarstefnuna og dóra haus ura það, hvort 
vór höfura innb'mað landið 1903 með ríkisráðssetu ráðherrans. Hann 
færir mörg rök fyrir því, að svo hafi ekki verið, og er gleðilegt aö- 
heyra það, en aftur sé ákvæði þetta hreint og beint »lagaleg raark- 
leysa«. Eg get felt mig við þessa útlistun höf, en því raiður 
synist ákvæði þetta ekki ætla að verða raarkleysa ein í frarakværad- 
inni. Víst er um það, að ákvæðið gat af ymsum ástæðum engri átt náð.. 

Því miður fer því fjarri að ríkisráðsákvæðið só hið eina athuga- 
verða sem slæðst hefir inn í gerðir þingsins. Ef það hefði mátt 
ráða, væri það hvað eftir annað búið að innlima landið, eins og 
lesa má milli línanna í bók E. A., ekki af illura vilja heldur ein- 
faldri fáfræði og skammsyni. En það er eins og forsjónin hafi ekki 
ætlast til að svo yrði, því ætíð hefir eitthvað orðið slíkri ráðagerð- 
að • falli. Manni keraur ósjálfrátt til hugar eftir lestur bókarinnar, 
að ekki rayndi af veita þó E. A. væri á þingi til þess að laga- 
legar markleysur og annað verra slæddust ekki inn í lög vor. 

Fyrir skömrau fórust einum bæjarfulltrúa í Rvk. svo orð, að- 
Háskólinn svaraði illa kostnaði þó hann útskrifaði tvo eða þrjá 
kandidata á ári. í þetta sinn hefir kennari við Háskólann tekið- 
Bvari þings og þjóðar í því málinu sem ekki skifti minstu og á 
þanri hátt að oss er til hins mesta sóma. Það mun sannaat, ef 
landið á: annars nokkra framtíð, að þeir tímar koma aftur er hin Kitfregriú* 98 

fornu landsróttindi verðá raunhæft vopn og alt annað én vísinda- 

legt söguatriði þó skylt só oss einnig að vita deili á þeim frá 
því sjónarmiði. 

G. H. 

Arne Garborg: í Helheimi. Þytt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi, 
Rvk. 1913. Sig. Kristjánsson. 

Þetta er nú þriðja bókin eftir Árna Garborg sem þydd er á 
íslenzku. Tjnda föðurinn gaf Östlund trúboði út á Seyðis- 
firði og minnir mig ^,0 tvær útgáfur kæmu út af þeirri bók. 
Fyrir fám árum komu út Huliðsheimar sem Bjarni Jónsson 
hafði þytt af mikilli snild og nú að lokum í H e 1 h e i m i og er 
það áframhald af Huliðsheimum. Bók þessi er öll í Ijóðum eins 
og Huliðsheimar og segir frá högum manna eftir dauðann í öU- 
um lakarj vistarverunum, í hreinsunareldi og helvíti, eftir því sem 
Árni Garborg hugsar sór þær. Skygna stúlkan sem sagt er frá í 
Huliðsheimum sór nú í leiðslu öll þessi ókunnu lönd og ber að 
vonum margt ægilegt fyrir augu. 

Manni verður ósjálfrátt að spyrja hvað valdi því að Á. G. á 
slíkum vinsældum að fagna hjá íslendingum, að þeir þyða og lesa 
bækur hans öðrum framar. Segja má að margt sé h'kt með skyld- 
um og oss finnist Garborg vera íslenzkur í aðra röndina eins og 
norska alþýðumálið á bókum hans, en líklega vegur þó hin ein- 
kennilega list hans öUu meira. Hann er ágætt skáld, hvað sem 
öllum skoðunum hans h'ður, og Bjarni Jónsson þyðir hann svo vel 
að kvæðin njóta sín engu síður á íslenzku en norsku. Eg hefi að 
vísu ekki átt kost á að bera saman þyðinguna og frummálið á bók 
þessari, en þyðingin á Huliðsheimum var snildarleg og eg geri ráð 
fyrir að þessi só engu lakari. Víst er um það að víðast eru kvæði 
þessi snildarleg í íslenzka búningnum, málið ágætt og alt vel kveðið. 

Það er garaan að fylgja heilabrotum Garborgs frá því hann 
byrjaði sem æstur trúleysingi og fríhyggjumaður til þessarar 
dulspeki og hálfgildings kristindóms í síðari ritum hans. Það er 
€ins og aldarandinn spegli sig í honum. Einfalda og óbrotha skyn- 
semistrúin eða trúleysið sem drotnaði í álfunni síðari hluta liðinnar 
aldar réð mestu í fyrstu ritum hans. í síðustu ritunum þessi ein- 
kennilegi en ekki allskostar óskemtilegi hrærigrautur af hjátrú og 
kristindómi, sem nú f er einö og logi yfir akur víðsvegar um lönd. 

Bókin byrjar á draugum .og a f t u r g ö n g u m. Þ^iti 94 Ritfregnir 

sækja kirkju og draugaprestur boðar þeim trú og afturhvarf^ 
Honum er svo Ijst þar sem hann stendur fyrir altarinu : 
Það er sem skuggi þar inni stæði 
er mánaljós hefði í messuklæði. 
En því eru þessir drangar á sveimi og því ganga menn aftur? 
Garborg segir eins og andatrúarmennirnir, að hugurinn só sva 
bundinn við jörðina að þeir geti ekki slitið sig frá henni. 
Eins þeirra kvörtun er óttafull : 
að stolið hafi hann grafið gulJ. 

Svo seiði það nú hans sálarþrótt, 
að hann verði að telja það hverja nótt. 
Draugapresturinn flytr afturgöngunum þann boðskap að þær 
skuli óðar losna við þetta gleðisnauða flækingslíf er hugurinn hverfi 
frá öllu hór á jörðunni, en fæstar geta fengið sig til þess. 

Þá er sagt frá hreinsunareldinum, þessu mannúðlega 
millibilsástandi milli himnaríkis og helvítis, sem Lúther vildi ekk- 
ert úr gera. Hann er bál mikið sem leikur við skýin og margir 
eiga leið þangað. 

í eldinn falla menn eins og regn, 
en fáum einum er fært í gegn 

Ókjör brenna af konum og körlum 
sem moð það, er hent er úr hesthússtöUum. 
En því lenda menn í hreinsunareldinum ? Þangað fer fólkið 
með innantómu höfuðin, sem aldrei datt neitt gott í hug, aldrei 
vann sór neitt til ágætis og aldrei hugsaði um annað en sjálft sig r 
Það hafa þeir sálarauðsins eitt : 
Auladóm, hógóma og ekki neitt. 
Sumir eiga afturkvæmt úr hreinsunareldinum, þeir sem geta^ 
bætt ráð sitt og orðið að nýjum og betri mönnum. Flestir brenna 
til agna: 

Ón/tisrusl til ösku brennur, 
sem aldregi neins var til. 
En þó eru þeir ekki fáir sem ekki er einusinni haft svo mikið 
vlð að vista þá í hreinsunareldinum. Garborg heldur að svo sé 
um margar skart- og fríðleikskonur ! Þœr deyja með öllu við and- 
látið, eru eiginlega sálarlausar: Kitfregnir 9&- 

Og líf þeirra er hégómi og lóttúð, 

svo líða dagarnir skjótt; 

þœr skreyta sig, trulofast, daðra og dufla 

og dansa fram á nótt. 

Og lífi sínu þær öllu eyða 

í ys og mas og þys ; 

með kroppnum sloknar svo andinn út 

sem í ofviðri lítið blys. 

Þegar hreinsunareldinum sleppir tekur við M y r k h e i m u r ,. 
Þar ríkir H e 1 j a . Þar er fúlt og dimt og óblómlegt yfir að líta, 
líkt og á íslenzku auðnunum : 

Naktir móar og fen og flóar 

og heiðarteigir sem augað eygir, 

holurð grá og björgin blá 

við háan gnúp og gínandi djúp. — 
Það er mannkvæmt í þessari vistarveru og er æfin furðu ill 
hjá flestum. Þangað fara mennirnir sem fullir vóru úlfúðar og 
haturs, öfundssjúkir, svíðingar, maurapúkar, metorðasnápar, nautna- 
sjúkir, þeir sem sóru fyrir börn sín, giftu sig til fjár o. fl. b. fl. 
Þá er þar fjöldinn allur af ritstjórura ! AUir kveljast, og mest af 
samvizkubiti, en geta þó ekki losað sig við sínar fyrri girndir og 
tilhneigingar : 

Þeir kveljast en unna því iUa þó, 

þeir elska að bölva og hata; 

þó opin stæðu þeim himins hlið 

til himins þeir mundu ei rata. 
Ekki verður í stuttu máli lyst æfi manna í Myrkheimi. Sem 
dæmi má nefna þeirra er sóru fyrir börn sín: 

Föðurlaus börn hór fara 

mót feðrum í hefndaskyni; 

þeir flyja á harðahlaupi 

af hræðslu við eigin syni. 
Svo er með Myrkheim sem Hreinsunareldinn að sumir eiga> 
þaðan afturkvæmt ef þeir bæta ráð sitt. Aðrir líða undir lok : 

Veslings sálir sem hjaðna hór, 

sem hjóm eða roði um kveld 

þær áttu ei hugann harða, 

sem helvítis þolir eld. ^ Ritfregnir 

Veslings sálum, er hjaðna hór, 

sem hjómið við fjörustein, 

þeim er frá eilífum dauða 

ei undankoma nein. 
Aðrar forherðast og komast þá til Niflheims. Ekki tekur þar 
betra við. 

Mammon er mestur höfðingi í Myrkheimi. Til hans safnast 
öll ókjör af kaupmönnum og er hegning þeirra sú að vrerzla í ergi 
en verða ætíð af öllum ágóðanum. Um þá er sagt: 

Illa þeir hafa æfinni spilt 

og óar við beiskum sanni. 

Sál þeirra varð að viðskiftabók, 

að vörutegund hver granni, 
Um ritstjórana er þetta sagt: 

Þeir sömdu og frá sór fleygðu 

í fólkið í mesta snatri 

fláráðum nagandi fárskapsblöðum 

sem fylla h'fið af hatri. 

Fyrir norðan og neðan Myrkheim er N i f 1 h e i m u r . Hann 
er hið neðsta Víti Garborgs. Þangað fara hermenn og stórhöfð- 
ingjar, sem mátu völdin framar öllu. Þar ríkir Helvaldur. Hann 
bíður með óþreyju þess tíma er dáðlaus kristni hði undir lok og 
hann komist sjálfur til valda. 

Hraustur verður þá heimur og frjáls og heilsu fær lífið, 
hverfa mun sjúkleg hræðsla og hárbeittur samvizku kvíði; 
frjálst mun þá fara blóðið með ást og hatur um æðar, 
heitt brenna hugur við stríð, fyrir eldheitum eigin vilja; 
deyja skal mjúkt alt og milt, en mátturinn jafnan skal vinna. — ~- 
Ekki verður annað sóð af bók þessari en að Garborg haliist 
nú mjög að kristilegri lífsskoðun. Til himins fara allir fáráðlingar 
sem »elska hið dauðvona cg dauða« og eru örir á fé við fátæka. 
Menn með sterkan vilja og miklar ástríður, hufðingjar og mikil- 
menni fara víst flestir norður og niður. Manni liggur við að segja 
að slík trúbrögð séu einkum fyrir husganga og máske konur, því 
elskan og brjóstgæðin eru metin meira en flestar aðrar dygðir. 

G. H. Ritfregnir 97 

€rnnnar Gnnnarsson : Ormarr Örlygsson. , Af Borgslægtens Hi- 
storie. Roman. 1912. 

— Den danske Frne paa Hof. Af Borg- 
slægtens Historie. Roman. 1913. 

— Gæst den enöjede. Af Borgslægteus Hi- 
storie. Roman. 1913. Gyldendalske Bog- 
handel. Nordisk Forlag. Kbhvn. 

Á. tveimur árum gefur þessi ungi maður — hann er ekki 
nema 24 ára — þ^jár skáldsögur út á dönsku og sezt á bekk með 
góðu skáldunum; er engin hætta á að hann verði nein hornreka á 
því þingi; hitt þætti mór líklegra, að ýmsir yrðu að standa upp 
fyrir honum, ef honum endist aldur og heilsa. Gunnar Gunnars- 
son byrjaði fullsnemma, eins og mörgum skáldaefnum er títt. 1906 
gaf haiiii úfc á íslenzku tvö Ijóðakver, og mundi engan af þeira 
hafa grunað að þar væri stórskáld á ferðinni. Nylega birtust smá- 
sögur eftir hann neðanmáls í »Lögróttu« og síðan sórprentaðar. 
Þær syna að hann gæti líka verið sagnaskáld á íslenzku, þótt hann 
enn sem komið er riti dönskuna betur. Hann hefir og gefið smá- 
sögar út í dönskum tímaritum og kvæðasafn lítið á dönsku. En 
það eru þó fyrst sögur hans af Borgarættinni, er gefa í skyn 
hvað í honum byr. Þar er hann fullveðja rithöfundur og skapar 
sálir og örlög sem draga huga lesandans að sér og vekja til um- 
hugsunar. Menn hans þyrpast þar fram á skákborð lífsins, ny- 
tegldir og með nýju sniði, og skipa sór oft á reitina öðru vísi en 
áhorfandann mundi gruna. Persónur hans eru ekki allar þar sem 
þær eru sénar á yfirborðinu. Eins og sum íslenzku fjöliin búa 
þær yfir cldi í djúpinu, sem óðar en varir getur brotist fram og 
umturnað öUu. Þess vegna verða athafnir þeirra stundum óvenju- 
legar og ekki skýrðar eins og einfalt reikningsdæmi. Skil eg vel 
að mörgum þyki sumt í þessum bókum ósennilegt, t. d. framkoma 
•Ormars Örlygssonar á hljómleiknum, eða síra Ketils bróður hans í 
kirkjunni á Hofi hinn mikla örlagadag Borgarættarinnar. En sál- 
arlíf sumra manna verður aldrei skyrt nó skilið til fulls, hvorki af 
sjálfum þeim nó öðrum, af því að engin veit hvað byr í undir- 
djúpi hugans fyr en það kemur fram í dagsljós vitundarinnar. 
Skáldið og sálarfræðingurinn er því oft líkt staddur og jarð- 
fræðingurinn. Hann verður að taka eldgosið eins og það er, 
þegar það kemur. Hann veit ekki hvað kann að búa um sig í 
'iðrum jarðar meðan jökulskallinn er rólegur. Þegar svo gosið 
kemur, getur hann að vísu skilið af landslaginu hvers vegna hraunið 

7 9Ö Éitoi^if 

fóll fremur í þéssa áttina en hina, og áhrif þess á það sem fyiriír 
varð getur hann skýrt, af því hann þekkir þau öflin er verka á 
yfirborðinu. Og skáldinu er jafnheimilt að Ijsa þeim mönnum sem 
eldfjallaeðlið bjr í eins og jarðfræðingnum að Ijsa Heklu og gos- 
um hennar. Hvorttveggja er til, hvað sem fullkomnum skilningi líður. 

Þó persónur G. G. hagi sór nú stundum öðru vísi en fólk flest^ 
tekst honum furðanlega að hafa lesandann með sór og blása hon- 
um í brjóst trú á það að einmitt svona mundu þessar persónur 
hafa farið að. Þetta traust á sögumanninum kemur af því, að frá- 
sögnin ber vott um að hann skynjar og finnur til fyrir þær per- 
sónur sem hann lysir, hann hefir þær allar í sór, sór með augum 
þeirra og heyrir með þeirra eyrum. Hann finnur upp fi hár hvernig 
hver þeirra verður að hreyfa sig, ganga, standa og anda, þar sem 
hún er stödd í svipinn, og gefur oft með litlu atviki syn inn i 
hugann, sem fullvissar um að svona var það. Samlífinu við nátt- 
úruna lysir hann víða Ijómandi vel, og margar af náttúrulysingun- 
um, sem ofnar eru í frásögnina, anda sönnum skáldskap. 

Eru það svo íslendingar og ísland sem hann lýsir í þessum' 
sögum? Það er eftir því sem á er litið. Efniviðurinn er eflaust 
íslenzkur. Svona persónur og svona land mundi víst ekki fæðast 
í huga neins skálds sem ekki hefði orðið fyrir djúpum áhrifum af 
landi voru og þjóð og bókmentum. Landið er auðþekt, þó skáldið 
sjái það auðvitað á sína vísu í hillingum endurminninganna og víki 
Bumu við, Lifnaðarhættirnir og h'fskjörin eru og íslenzk, þótt eng- 
inn bóndi á landinu só nú eins fjármargur og Örlygur á Borg — 
eg byst ekki við að tíundarsvikamál rísi af því þótt sh'kt só í 
skáldsögu — og víst eru þessar sálir af íslenzkum toga spunnar. 
Mór finst t. d. eg kannast ofurvel við eðli Ormars Örlygssonar, 
að vilja g e t a unnið sigurinn, en hirða ekki um sigurinn sjálfan, 
hafa óbeit á því að vaka yfir því sem þegar er fengið og gera sór 
mat úr því. íslendingar eru góðir í áhlaupi, síður til úthalds. 
Þá vantar oft metnað til framhalds og þaulsetu, og þeir eru gjarnir 
á að skifta um markmið og láta vaða á súðum — 
»alt af má fá annað skip 
og annað föruneyti«, 
finst mér vera rammíslenzkt. Og hver veit þó hvað er íslenzktog 
ekki íslenzkt? Mundi það ekki vera svo, að í hverri þjóð sóu 
saman komnir synir allra þjóðá, en mismalrgir af hverril 

Hvað sem því líður, þá hefir G. Gé í þesstiin bókum af skáld- 
légri andagift skapáð laud ög fólk sém gamán er áð kyhuáét. Sög- Ritfregnir 9^ 

urnar eru allar svo, að engan mun iðra að lesa þær, meðal aunar& 
af því þær snerta við mörgum þeim rótum sálarlífsins, er d/pst 
liggja, en bezt er sú síðasta, því hún er snildarverk. »Gestur ein- 
eygði« er eins og hann væri skrifaður í einni andrá af frjálau full- 
veldi auðugs ímyndunarafla. Þegar eg hafði lesið bókiua fanst mór 
hafa audað um mig hreinum og hressandi blæ ofan af öræfum h'fs- 
ins, þar sem þráandi mannsandinn leitar að guði. L/singin á ferð 
»Ge8ts eineygða^ yfir »Dimmafjallgarð« í byrjun bókarinnar heillar 
mann undir eins. Samtal hans við steinana, sem veita honum nátt- 
skjól, og við göngustafinn, er samboðið hinum heilaga Franz af 
Assisi. Og öll synir bókin, hvernig iðrunin og leitin að sátt við 
guð hefir brætt allan sora úr hjarta síra Ketils og gert úr honum. 
helgan mann, sem elskar alt sem lifir, og jafnvel kaldan steininn, 
ef hann minnir á éitthvað lifandi, þv/ ástin á því sem lifir og þjá- 
ist gerir manninn að skáldi. Hver sannhelgur maður hefir verið 
skáld á sína vísu. — Allar persónur sem koma við söguna standa 
skyrt fyrir hugskotssjónum lesandans, en yndislegust eru hjónaefnin, 
Örlygur ungi á Borg og Snæbjörg hans. Óviða er barnslegri, sak- 
lausri ást eins vel lyst. 

Þeir sem það vilja geta eflaust fundið ymislegt smávegis a5 
setja út á þessar sögur, og mega tína það saman fyrir mór. Eg 
nenni því ekki. En mór finst ástæða til að fagna því, þegar þeir, 
sem eins og þessi höf. eiga ekki athvarf hór heima, hafa þrek til 
að ryðja sór braut í bókmentum annara þjóða. Það er betra að 
íslenzkur eldur fái að loga glatt á útlendum viði, en að hann só 
kæfður hér heima eða settur undir f elhellu .fátæktarinnar, og það 
er vonandi, að G. G. megi auðnast að gera þjóð sinni mikinn sóma, 
þó hann verði að rita á erlenda tungu. G. F. 

Ólöf Sigurðardóttir : Nokkur smákvæði. Akureyri 1913. Bóka- 
verzlun og prentsmiðja Odds Björnssonar. 

Þau eru tiltölulega fá Ijóðakverin eftir íslenzkar konur. Þó 
hafa hór frá því land bygðist verið margar hagorðar konur, og 
margar lausavísur hafa þær ort, sem ekki standa að baki þeim 
sem karlmenn kveða. Væri það skemtilegt rannsóknarefni, að at- 
huga kvennakveðskapinn íslenzka og syna fram á, í hverju hann 
er frábrugðinn Ijóðum karlmannanna, því eins og einhvern tíma 
var sagt, þá er lítill munur á karli og konu, en merkilegur það 
sem hann er. Allir þekkja Vatnsenda-Rósu og munu kannast við^. 
að jafnvel keskivísur hennar bera annau blæ en karlmanna. 

7* 100 Ritfregnir 

Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum er fyrir löngu kunn sem ein 
"bezta íslenzka skáldkonan að fornu og njju, en hún er ekki ein- 
göngu rithöfundur í bundnu máli. Grein hennar í »Eimreiðinni« 
á árunum, »Bernskuheimilið mitt«, var óvenjuleg bæði að orðsnild 
og ófyrirleitinni sannleiksást. Þar var kona sem þorði að koma til 
dyranna eins og hún var klædd, hafin yfir hógómaskapinn og hugs- 
unina um það, hvað fólkið mundi segja. Sömu eiginleikarnir koma 
iram í sögunni »Móðir snillingsins«, sem verðlaun fókk í »Nýjum 
kvöldvökum«. Það er enginn viðvaningsblær á þeirri sögu, og kon- 
an sem þar er lyst er eflaust »sönn« og á sór fleiri frænkur en 
taldar eru í bókum. Er það sómi fyrir þjóðerni vort, er alþyðu- 
konur eru svo ritfærar, og vonandi er það fyrirboði þess að 

»við skulum dansa betur þegar birtir«, 
en ekki er furða, þótt slíkum hæfileikum verði stundum andþungt 
undir fargi hversdagsannanna og óski sór annars starfa en að 
hræra í grautarpottinum og prjóna sokkinn, þótt slík skylduverk 
megi sízt hjá líða. Kvæði Ólafar bera það líka með sór, að hún 
J)ráir oft annað hlutskifti en það sem lífið róttir að henni : 
»Hvað mig langar að fljúga, fljúga, 
fljúga þangað sem hugsjón stækkar«, 
kveður hún. En hún er heilbrigð sál, og hefir valið sór að ein- 
Jsunnarorðum : 

»Þann úrkost á sá, sem í örbyrgð er.smár, 
að unna því göfuga' og stóra«. 

Þess vegna er lótt og bjart yfir kvæðunum. Vonbrigðin gera 
Tiana ekki kaldlynda eða svartsyna, heldur því þakklátari fyrir 
hvern geisla, og hún á nóg af góðlátlegri gletni til að reka alla 
ólund á brott. Það er friður yfir þessum vísum, úr kvæðinu 
»Fimtug« : 

Farið vel, fimmtíu árin ! 
~ Felið sárin. — 
Gagn unnu gleði og tárin, 
gránuð hárin. 

Alls enginn lifir upp liðið, 
lokast hliðið. 

Eg hef, sem allflestar, kviðið, 
elskað, liðið. 

tt Ritfregnir 101 

Á eina hlið æfisól lækkar. 

Eitthvað hækkar. 

Unaði' og ástríðura fækkar, 

andinn stækkar. 
Þessar vísur gefa líka hugraynd um kveðandi Ólafar. »Háttur- 
inn« er altaf mjúkur. Orðin falla lótt, eins og í leik. Hiin kveö- 
ur oft djrt, og rímnalögin kann hún eins og þeir sem bezt gera. 
Eg tek nokkur erindi af handahófi : 

Lítil kæna lá á bæn, 
sér lyftu' í blænum ögur. 
Heim að bænum grundin grœn 
lá grösug, væn og fögur. Inn með lónum leiftri slær, 
lengra sjónum bendir : 
gengur á sjónum glóey skær, 
geislaprjónum hendir. Sezt í rökkurs silkihjúp, 
sæll og klökkur dagur. 
Er að sökkva' í sævar djúp 
sólar nökkvi fagur. Siglir í hafi sólar skip, 
sendir stafi' að vogum, 
er sem vafi' á öldu svip, 
er þær kafa' í logum. 
í öllura þessum vísum er fruralega farið með algeng efni. 
Kvennlegum eim finst raór víða bregða fyrir, t. d. í þessu: 
Konung Ægi eyjan raín 
gaf arralög sín. 
Klæddist hún því, há og fín, 
í herraeh'n. 

En ekki sízt í vögguvísunum eftir »Stefán frá Heiði« og í þeim^ 
kvæðuuura sera rainna á þulur. »Sól8töðu-þulan« þykir mór ynd- 
isleg. Og er það ekki eftirtektavert, hve vel skáldkonum okkar 
lætur að yrkja »þulur«. Þulurnar hennar Huldu finst mér bera 
af öðrum kvæðum hennar eins og guU af eiri. Nú kemur Ólöf 
með »Sólstóðu þuluna« og hérna um daginn fókk eg að heyra nyja 
þulu eftir eina skáldkonuna enn. Hún var fyrirtak. Mundi þetta 1Ö2 Ritfregnir 

ekki vera bending um, að þarna er einmitt sá bragarhátturinn, 
sem konurnar eru sjálfkjörnar til að yngja upp, fegra og fuU- 
komna? Hvað er líklegra en að þær hafi fyrstar kveðið þulur? 
Að minsta kosti voru það konur, sem kváðu þær við börnin, og 
víst hafa þær bætt einhverju við frá eigin brjósti, sem það gátu. 
Eg veit vel, að ymsar þulur og man-langlokur eru ortar um kon- 
ur, af karlmönnum, en var það ekki einmitt af því að þeir fundu 
hve vel þulu-hátturinn var fallinn til sh'ks, að hann var eins og 
tekinn úr sál kvenna: >á hverfanda hveli^, laus á koptunum, þegar 
það vill, síbreytilegur og dutlungafullur, engu lögmáli bundinn 
nema geðþóttans? Þnlan kann allan gang ; hún getur verið stór- 
stíg, hlaupið og stokkið langar línur, og hina stundina tifað og 
trítlað eins og »nótentáta« ; hún getur verið langminnug — rím- 
að saman orð á löngu færi — eins og kona minnist fornra ásta, 
en stundum kemur sama hending í langri runu, eins og koss á 
koss ofan. Þulan e r kvennlegur bragarháttur. — 

Eg vona að margir lesi þessi kvæði Ólafar og að hún megi 
'^nn bæta mörgu við. 

G. F. ísland 1913. Mikinn hluta ársins hefir veðráttan verið þannig, að einmuna- 
^óð tið hefir verið talin norðan lands og austan, en sunnan lands 
og vestan hefir verið stirð tíð. Fyrstu mánuðir ársins voru hlýir, 
en síðan umhleypingasamt fram eftir vorinu. Sunnan lands var 
slæmt sumar, votviðrasamt og kalt. Grasspretta þó sæmileg, en 
uppskera úr görðum langt fyrir neðan meðallag, einkum kartöflu- 
uppskeran. í uppsveitum Árnessyslu, Borgarfjarðarsyslu og Myra- 
syslu gekk betur með heyskap en næst sjónum, en þó varð hann 
þar ekki í meðallagi að vöxtum og heyin iUa verkuð og lótt. Nær 
sjónum þó enn verra. í Skaftafellssyslu vestanverðri skifti um, og 
á Austurlandi og Norðurlandi var ágætis tíð alt sumarið; þurk- 
arnir þó fullmiklir, einkum um vorið. Á Vestfjörðum var svipað 
veðráttufar og sunnan lands, kuldar og votviðri. 

Til sjóarins hefir árið verið betra en meðalár, sórstaklega vegna 
þess, hve fiskur hefur verið í háu verði. Vetrarvertíð var í góðu 
meðallagi, vorvertíð sömuleiðis. Sumaraflinn var fremur lítill og 
síldveiði treg. En haustafli allgóður, og voru þó gæftir stopular. 
Verkun á fiski var erfið sunnan lands vegna votviðranna. Kol 
óvenjulega dyr, sem er tilfinnanlegt fyrir botnvörpunga útgerðina, 
og eins sait. Á Vestfjörðum var afli í ryrara lagi, en á Austf jörð- 
um og noröan lands yfirleitt góður. ísfirðingar eignuðust á þessu 
sumri fyrsta botnvörpuskipið, og sömuleiðis Akureyringar. 

Verzlunin hefir verið með bezta móti, óvenjulega hátt verð á 
fiski, eins og áður segir, og sömuleiðis á kjöti og öðrum landbún- 
aðarafurðum. Fé var slátrað að haustinu miklu meira en venja er 
til, einkum sunnan lands, vegna þess, hve heyskapur gekk iUa um 
sumarið. Einnig hefir í mörgum sveitum nautgripum verið fækkað. 
Hestum af Suðurlandi hefir verið komið til fóðurs norður í land 
fivo að nokkru nemur. 

Alþing kom saman 1 júU. Gekk þar í þrefi framan af o^ 104 ísland 1913. 

riðlaðist aftur sii flokkaskipun, sem komist ^hafði á á aukaþinginu- 
árinu áður. Samkomulag varð um það, að hreyfa ekki við sam- 
bandsmálinu á þessu þingi. En frumvarp um breytingar á stjórn- 
arskránni náði samþykki. Er það í aðalatriðunum h'kt frumvarpi' 
því, sem samþykt var 1911. Kosningarróttur er mjög aukinn, kon- 
um veittur hann til jafns við karlmenn og svo vinnufólki bætt 
við, en þó með þeirri takmörkun, að í fyrstu er kosningarróttur 
þeirra, sem fá hann með þessari breytingu, miðaður við 40 ára 
aldur, en síðan lækkar aldurstakmarkið með hverju ári um eitt ár, 
svo að breytingin er fyrst að öllu leyti komin í kring að 15 árum 
liðnum þannig, að kosningaróttur allra miðast þá við 25 ára aldur. 
Konungskosningar eru afnumdar og skulu þeir 6 þingmenn, sem 
áður hafa verið konungkjörnir, kosnir með hJutfallskosningura um 
land alt. Ákvæðinu um flutning íslenzkra mála fyrir konungi í 
ríkisráðinu var nú breytt þannig, að í frumvarpið var sett, að^ 
málin skyldu flutt fyrir konungi þar, sem hann ákvæði. Hefir 
konungur lyst yfir, að hann staðfesti þetta frumvarp, ef það nái 
samþykki aukaþings 1914, en jafnframt skýrt frá, að hann geri 
þá ákvörðun einu sinni fyrir alt með kouungsúrskurði, sem ráð- 
herra íslands skrifi undir, að málin verði eftir sem áður flutt fyrir 
sór í ríkisráðinu. Umræðurnar, sem fóru fram um þetta mál í 
ríkisráðinu, voru með leyfi konungs opinberlega birtar, og er það' 
nymæli að svo sé gert. Ýmsar fleiri breytingar en þessar eru 
gerðar á núgildandi stjórnarskrá, og sumar allmerkilegar, en of 
langt yröi að telja þær hér allar upp. Helztu lög frá þinginu eru 
þessi : Um stofnun landhelgissjóðs íslands. er síðar skai varið til 
eflingar landhelgisvörnum; lög um siglingar; lög um stofnun hag- 
stofu íslands, og tekur hún til starfa nú um áramótin og á að- 
safna skýrslum um landshagi íslands, vinna úr þeim og koma 
þeim fyrir almennings sjónir; lög um straudferðir, með heimild tii 
hlutakaupa í Eimskipafólagi íslands, eða kaupa á skipum til strand- 
feröa, ef samningar fást ekki um strandferðir við ísl. Eimskipafó- 
lagið; lög um forðagæzlu, er miða til þess að tryggja menn gegn- 
gripafelli í harðæri. 

Almennasta áhugamálið á árinu hefir verið stofnun íslenzks 
eimskipafólags. Var það mál vakið upp hór í Reykjavik anemma 
á árinu, og í marz kom út áskorun til almennings um hlutatökú 
í fyrirtækjnu. Gerðu forgangsmenn þess ráð fyrir, að félagið ióti 
byggja tvö skip allstór og með nýtízku útbúnaði og hóldi þeim út- 
til ferða milli íslanda og útlarida og umhverfis lahdið. Undirtektir 
/ Island 1913. 105« 

urðu mjög góðar hvervetna um laud og eins meðal íslendinga 
vestan hafs, svo að í árslokin höfðu menn skrifað sig fyrir yfir 
400 þús. kr. hlutatöku í fyrirtækinu, beggja megin hafs, 320 þús. 
kr. hór heima og um 100 þús. kr. vestan hafs. Alþing heimilaði 
400 þús. kr. fjárupphæð úr landsjóði til hlutakaupa í fólaginu með 
því skilyrði, að það tæki að sór strandferðirnar, með tveimur eða 
fleiri skipum, svo fljótt sem því yrði við komið, og eigi síðar en í 
apríl 1916. Er það ætlun manna, að félagið gangi að þeim skil- 
yrðum, en ekkert fullráðið um það enn. En leitað hefir verið til- 
boða erlendis í byggingu þeirra tveggja skipa, sem eiga að verða 
í ferðum milli landa. 

í »Skírnis«-fróttum 1912 er sagt frá því, að Thorefólagið fekk 
eftirgjöf á 10 ára samningi um strandferðirnar, og tók Samein. 
gufuskipafólagið þær að sór 1913 með samningi til aðeins eins árs. 
En nú hefir verið samið við Bergensfólagið norska, sem á undan- 
förnum árum hefir haft hór skip í förum eftir fastri áætlun, um 
aukning á ferðum þess og fjölgun viðkomustaða kringum land frá 
ársbyrjun 1914. Einnig hefir verið samið um strandferðir 
næstu tvö árin við félag í Khöfn, sem Thor E. Tulinius er fyrir, 
og á það að hafa eitt skip í þeim ferðum, sem ymist fer frá 
Keykjavík austnr eða vestur um land. Thorefólaginu hefir verið* 
haldið áfram og he'fir það á þessu ári haft skip í förum hingað til 
lands, og eins mun verða framvegis. Samein. gufuskipafólagið 
heldur uppi sömu ferðum og áður milli landa, samkvæmt 10 ára 
samningnum frá 1909. 

Fyrir utan eim&kipamáliíí hefir annað stórmál verið mikið rætt 
á þessu ári, en það er járnbrautarlagning frá Reykjavík austur í 
Rangárvallasyslu. Mælingar á veginum höfðu farið fram og lands- 
verkfræðingurinn gefið stjórninni skýrslu um þær og lagt fram 
áætlanir um, hvað verkið mundi kosta og hvers árangurs mætti 
vænta af fyrirtækinu, og stjórnin hafði fyrir þing útvegað tilboð 
frá peningamönnum erlendis um fjárframlag til þess gegn trygg- 
ingum, er landið skyldi setja. Málið kom svo þannig fyrir þingið, 
að fólag innlendra manna sótti um einkaleyfi til járnbrautarreksturs 
á þessu svæði um tiltekið árabil og um landssjóðsábyrgð á vænt- 
anlegu lántökufó. En málið varð eigi útrætt á þinginu og bíður 
því síðari tíma. 

Flaggmálið hefir einnig verið mikið frammi á þessu ári, og 
hefir því lokið svo, að íslendingar hafá nú fengið konungsloforð 
um sérstakt flagg til notkunar á landi og í landhelgi. Haustið- 106 Island 1913. 

1906 kom hór fyrst upp veruleg breyting í þá átt, að ísland 
:8kyldi fá sérstakt flagg, og í sambandslagafrumvarpi millilanda- 
nefndarinnar frá 1908 var gert ráð fyrir, að svo yrði. Þó skyldi 
verzlunarflaggið eftir því vera sameiginlegt þann 25 ára tíma, sem 
samningurinn átti að ná yfir, en að honum liðnum átti ísland að 
rgeta tekið upp sérstakt verzlunarffagg, Haustið 1906 hafði verið 
samþykt í stúdentafélaginu í Reykjavík, að gerðin á hinu væntan- 
lega íslenzka flaggi skyldi vera hvítur kross í bláum feldi. Tóku 
ymsir þá þetta fiagg upp og fóru að nota það, einkum þó ung- 
mennafélögin. En eftir að sambandslagafrumvarpinu var hafnað, 
var þó h'tið um flaggið rætt, þangað til í ár. Þá bar svo við 12. 
júni', að foringi danska varðskipsins, »Fálkans«, lét taka á Reykja- 
víkurhöfn kappróðrabát lítinn, sem hafði þetta flagg á afturstafni, 
sagði eigandanum, sem í bátnum var, að flagg þetta væri ólöglegt 
og það væri skylda s/n, að taka það af honum, og sendi síðan 
flaggið til bæjarfógeta. Út af þessu varð töluverð hreyfing í 
ReykJHvík til andmæla, og varð það svo til þess, að borið var 
fram á þingi frumvarp um lögleiðing íslenzks heimaflaggs. Frum- 
varpið var þó ekki samþykt, en ráðherra falið með þingsályktun- 
artillögu frá efri deild, að flytja málið fyrir konunginum og vinna 
að framgangi þess. Afleiðingin varð sú, að gefinn var út konungs- 
úrskurður 22. nóv. um það, ».ð ísland skyldi fá sórstakan fána, er 
nota mætti hvervetna á íslandi og sigla uudir honum í landhelgi 
Islands, en um gerð fánans skyldi ákveðið í nyjum konungsúrkurði, 
þegar ráðherra íslands hefði haft tök á að kynna sér óskir manna 
á íslandi um það atriði. Um bláa flaggið með hvíta krossinum, 
sem ymsir höfðu notað hór áður ólöggilt^ var það upplyst, að það 
væti eign Grikkja, svo að ekki gæti komið til mála að löggilda það 
hér á landi. Hefir svo ráðherra nú í árslokin skipað 5 manna 
nefnd til þess að koma fram með tillögur um gerð flaggsins, og 
-eiga þær síðan að leggjast fyrir alþingi næsta sumar. 

Símar voru lagðir á þessu ári frá Reykjavík til Þingvalla, út 
Snæfellsnes til Ólafsvíkur, út í Hrísey í Eyjafirði, frá stöðinni í 
Fagraskógi, og svo byrjað á línu um Hellisheiði, miUi Fljótsdals- 
hóraðá og Vopnafjarðar, og á aðallínan að flytjast þangað frá 
Smjörvatnsheiði. Einnig undirbúin símalagning austur til Víkur í 
Myrdal. Samkvæmt ákvörðun alþingis hefir stjórnin í árslokin 
tekið 500 þús. kr. lán hjá >Stóra norrœna ritsímafélaginu« til síma- 
Jagninga, og til þess að byggja loftskeytastóð í nánd við Reykja- ísland 1918. 107 

vík, sem á að hafa afl til þess að senda skeyti til útlanda. Mun 
nú bráðlega verða byrjað á byggingu þeirrar stöðvar. 

Þetta vor var byrjað að vinna að hafnargerðinni í Reykjavík 
og er í árslokin kominn garður frá landi og út í Effersey. Grjót 
til byggingarinnar er flutt á járnbraut frá Öskjuhlíð. 

Helztu brúargerðir á árinu eru á þessum ám: Þverá í Borg- 
arfirði, Fremri Laxá í Húnav.s/slu, Rangá í Hróarstungu, Munka- 
þverá, Djúpadalsá, Skjóldalsá og Finnastaðaá í Eyjafirði, Kaldá í 
Jökulsárhh'ð, A.usturá í Sökkólfsdal, Hverfisfljóti og Brunná í V.- 
Skaftafellssjslu. Flestar eru brýrnar steinsteypubryr. Járnbryr 
eru á Hverfisfljóti og Brunná. 

Nyir vitar hafa verið gerðir á Bjargtöngum vestra, á Kálfs- 
hamarsvík við Húnaflóa, á Skagatá við Skagafjörð og á Flatey á 
Skjálfanda. Endurreistur hefir verið viti á Brimnesi við Seyðisfjörð. 

1 byrjuu ársins var hór staddur maður frá Þyzkalandi í þeim 
erindagerðum, að rannsaka hraunin í kringum Hafnarfjörð, hvort 
þau væru rík af áburðarefnum, og gerði ráð fyrir, ef svo reyndíst, 
að koma þar upp verksmiðju til þess að vinna áburð úr hraunuu- 
um Fréttirnar segja, að fyrirtæki þetta só komið vel á veg ytra, 
en framkvæmdir eru engar byrjaðar hór enn. 

Strandmannaskyli var í sumar bygt í Mávabót sunnanlands 
og kostað ti] þess af útlendum þjóðum, mest Englendingum. Sjó- 
merki voru einnig reist í grend. Tvö skyli önnur fyrir strand- 
menn eru þar á söndunum, bygð af D. Thomsen konsúl Þjóðverja. 
Innsigling til Gilsfjarðar var í sumar mæld af dönskum herforingj- 
um, er fengnir voru til þess fyrir fé, er alþingi veitti. 

Fyrsta fiskiþingið kom saman í júh' í sumar, og er fyrirkomu- 
lag þesð líkt og búnaðarþingsins. Það á að ræða fiskiveiðamál 
landsins og koma saman annaðhvort ár. Fulltrúar til þingsins eru 
kosnir af deildum fiskifélags íslands til og frá um land, og voru 
þær, er fyrsta þingið kom saman, orðnar 12 að tölu, en félags- 
menn Fiskifélagsins alls 542. Stofnun Fiskifélags ísiands er fyrsta 
tilraunin til þess að koma á almennum samtökum meðal sjómanna- 
stéttarinnar um alt land, líkum þeim^ sem lengi hafa átt sór stað 
meðal landbændastéttarinnar. 

Sláturfólag Suðurlands hefir á þessu ári komið upp mjög 
myndarlegu vélafrystihúsi í Reykjavík. Er útbúnaður allur þar 
svo fullkomiun sem bezt má verða, og var frystihúsið fullgert fyrir 
sláturtíð í haust. 

Raflysing komst á í haust í Seyðisfjarðarkaupstað, og er hanii 108 Island 1913. 

annar kaupstaðurinn á landinu, sem fengið hefir þá Ijsingu. t 
Hafnarfirði hefir hún verið nú í nokkur ár. 

Töluverð slys hafa þetta ár orðið á sjónum hór við land, 
þótt ekki séu þau eins stórfengileg og síðastliðið ár. 10. jan. fórst- 
vólarbátur af ísafirði með 5 mönnum, Og 8. marz fórst þaðan 
annar vólarbátur með 4 mönnum. I apríl fórst vólarbátur frá 
Vestmannaeyjum og druknaði 1 maður. 24. apríl varð töluvert 
tjón4 bátum og skipum í stórviðri vestanJands. I júní fórst bátur 
með 3 raönnum frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. í ágúst brann 
vólarkúttarinn »Agúst«, eign BriUouins fyrv. Frakkakonsúls, úti 
fyrir Olafsvík. Snemma í þeim mánuði fórst og vólarbátur frá 
Norðfirði með 4 möunum. 30. sept. fórst bátur frá ísafirði með 
3 mönnum. 15. okt. fórst vólarbátur af Seltjarnarnesi með 5 
mönnum, í flutningaferð, 20. okt. rak upp austan við Reykjavík- 
urhöfn, úr vetrarlegu, botnvörpuskipið »Frey«, eign h/f P. J. Thor- 
steinsaon & Co. og eyðilagðist hann. í sama veðrinu rak og upp- 
kolageymsluskip, sem lá á höfninni í Reykjavík, eign frakknesks 
kolakaupmanns, og eyðilagðist það einnig. Víðar urðu og slys á- 
bátum og skipum í því veðri. 11. nóv. fórst bátur úr Súganda- 
firði með 6 mönnum, er voru að leita læknis. 

17. febr. strandaði milliferðaskip Sam. gufuskipafál., »Ve8ta«, 
rótt utan við ísafjörð og laskaðist mikið, svo að vörur voru fluttar 
úr henni og seldar á uppboði. En síðar náðist hún út og var 
henni komið til Khafnar og þar gert við hana. 

1 febr. sökk norska kolaflutningaskipið »Tryg« suður af Dyr- 
hólaey, en skipverjum var bjargað af botnvörpung. Annað útlent 
kolaflutningaskip sökk í apríl á innsiglingunni til Hafnarfjarðar og 
lá þar alUengi þannig, að siglutoppurinn stóð upp úr. Var það 
selt þar, en náðist síðan á flot aftur ekki mikið skemt. 

Snemma í marz strandaði enskur botnvörpungur, »Admiral 
Togo« við Stafnestanga á Reykjanesi og fórust skipverjar allir. 
24. apríl fórst frönsk fiskiskúta á Selvogsmiðum af árekstri við ís- 
lenzkan botnvörpung. 20 mönnum varð bjargað, en 8 fórust. 7. 
ág. sprakk vél í fiskiflutningagufuskipi norsku, sem »Eros« heitir, 
á Mjóafirði og fórust við það 3 menn. En skipinu var bjargað til 
Noregs og þar gert við það. í ág. strandaði enskur botnvörpungur, 
»Drax«, við Hjörsey á Myrum. Mönnum var bjargað, en skip- 
fórst, 6. ág. strandaði á Garðskagaflös þyzkur botnvörpungur, 
»Komet«. Mönnum var bjargað, 26. nóv. strandaði enskur botn- 
vörpungur, »Lord Carrington«, á sandrifi , við Kerlingardalsá. ísland 1913. 109 

Mönnum var bjargað. 28. des. strandaði fiskiflutningaskipið »Force« 
á skeri vestan við Akranes. Hélst það nokkra daga á skerina og 
náðust úr því um 700 skpd. af fiski, en 2300 skpd. fóru í sjóinn 
með skipinu. Rótt fyrir áramótin strandaði enskur botnvörp- 
ungur, »BritÍ8h Empire«, frá Hull, við Kollsvík, nálægt Patreks- 
firði. Skipverjar björguðust. 

Milliferðaskipi Thorefél., »Kong Helge«, hlektist á norðaustan 
við Færeyjar, er það var á útleið hóðan til Noregs 17. nóv. Reið 
stórsjór yfir skipið og tók af því helming stjórnpallsins og meS 
honum 3 menn, er allir druknuðu, en það voru skipstjóri, st/ri- 
maður og einn hásetanna. Skipið komst þó leiðar sinnar og fekk 
viðgerð í Khöfn. 

Af eldsvoðaslysum eru þessi hin helztu: 3. júní brann íbúð- 
arhús á prestsetrinu Stað í Hrútafirði. 5. okt. brann síldarverk- 
smiðja á Dagverðareyri við Eyjafjörð, norsk eign, mjög djr. 2. 
jöladag brann kirkjan á Undirfelli í Vatnsdal um messutíma. 31. 
des. brann á Siglufirði hús, sem í var símastöð og póstafgreiðsla 
kaupstaðarins. 

Helztu mannalát á árinu eru þessi : Valgerður Jónsdóttir bisk- 
upsfrú, dó 28. jan.; Sigurður Jónsson bóndi á Lækjamóti 1. febr.; 
Jón Ólafsson á Einarsstöðum í Reykjadal 18. marz; Kjartan Ein- 
arsson prófastur í Holti 24. marz; Ragnheiður Þorsteinsdóttir, ekkja 
Skúla læknis Thorarensens, 1. apríl; Guðmundur Guðmundsson 
bóndi á Auðnum 20. apríl; Einar Hálfdanarson bóndi í Hvítanesi 
í júní; Benedikt prestur Eyólfsson í Bjarnanesi í júní; Ragnheið- 
ur Hafstein ráðherrafrú 18. júlí; Lárus G. Lúðvígsson skósmiður í 
Reykjavík 20. júlí; Sesselja Schörring, dóttir B. Thorbergs heitins 
landshöfðingja, 30. júní; Arnór Þorláksson prestur á Hesti 31. júlí; 
Ouðl. Guðmundsson bæjarfógeti á Akureyri 5. ág.; Gísli Scheving 
hreppstj. í Stakkavík í Selvogi í ág.; Ólafur Arinbjarnarson verzl- 
unarstj. í Vestmannaeyjum 5. ág.; Jóhanna Sveinsdóttir, ekkja 
Hjálmars Hermannssonar á Brekku í Mjóafirði, í ág.; Friðjón Frið- 
riksson kaupm. í Winnipeg 17. ág.; Steingrímur Thorsteinsson rektor 
21. ág.; Sigríður Blöndal, ekkja Gunnlaugs syslumanns Blöndals, 
10. sept.; Kristján H. Jónsson áður ritstjóri á ísafirði 27. sept.; 
Margrót Egilsdóttir, ekkja Halldórs Bjarnasonar sýslumanns, 29. 
sept.; Ingibjörg Magnúsdóttir, kona Guðjóns alþm. Guðlaugssonar á 
Hólmavík, 8. nóv.; Magnús 0. Stephensen frá Viðey 23. des. 

Það óvenjulega slys vildi til á Siglufirði í nóvember, að tvœr 
Stúlkur köfnuðu í svefni í reyk frá ofni. Og fáheyrður glæpur var 110 Island 1913^ 

drjgður í Reykjavík í nóvembermánuði, þar sem kona ein, Júlíana^ 
Jónsdóttir að nafni, drap bróður sinn, Eyólf, á rottueitri til þesa- 
að reyna að komast yfir ofurlitlar eigur, sem hann átti. 

Eldur kom upp í Heklu á þessu ári og hófust gosin 15. apríi. 
Nokkrir landskjálftar fylgdu í byrjun, en þó eigi svo miklir, að- 
nokkurt verulegt tjón yrði af þeim, og aska féll ekki yfir bygðir 
til skemda. Eldarnir komu upp á tveim stöðum og gusu margir 
gígar á báðum. Ekki var það sjálft Heklufjallið, sem gaus. Aðal- 
eldstöðvarnar voru norðaustan við það, við Helliskvísl, þar sem 
heitir Lambafit, og rann þar fram mikið hraun, sem kallað er 
Lambafitjar hraun. Hefir það skemt afréttir og runnið yfir kafla 
af Fjallabaksvegi. Hinar eldstöðvarnar voru sunnar, austur af há- 
tindi Heklufjallsins, og icann þar einnig fram mikið hraun. Þar 
heitir nú Mundafell, og hraunið Mundafellshraun. í apríllok voru' 
gos hætt á syðri eldstöðvunum, en hóldu áfram fram eftir maímán- 
uði á nyrðri stöðvunum. Nákvæmasta lysingu á þessu eldgosi hefir 
G. Björnsson landlæknir samið, og er hana að finna í 24. og 25, 
tbl. »Lögróttu«. 

Um miðjan apríl kom hlaup í Skeiðará, afarmikið, enda hafði 
þá liðið óvenjulega langur tími milli hlaupa, eða 10 ár, en annars 
koma hlaupin venjulega með 5 — 6 ára millibili. Stór ísfláki losn- 
aði úr jöklinum, og er skarðið eftir hann hór um bil 1 kílóm. á 
breidd og lengdin, upp í jökulinn, álíka. ísbrúnin, þar sem jök- 
uUinn sprakk, var fyrst eftir hlaupið 120 — 150 metra há. Hefir 
mönnum reiknast svo sem 10 milj. kúbíkmetra af ís hafi losnað 
úr jöklinum í hlaupinu. 

Óvenjulega margar bækur hafa komið út hér á landi á þessu 
ári. Nyjar Ijóðabækur hafa komið út eftir Einar Benediktsson, 
Guðm. Guðmundsson, Hannes S. Blöndal og Þorstein Erlingsson. 
Eftir Einar Hjörleifsson smásögusafn og leikritið »Lénharður fó- 
geti^, er sýnt var fyrst í árslokin í Reykjavík. Eftir Guðm Magn- 
ússon síðari hluti hinnar löngu skáldsögu »Frá Skaftáreldi«. Enn- 
fremur ny skáldsaga eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur. Frá Bók- 
mentafólaginu hefir komið, auk framhaldandi rita, »Goðafræði Norð- 
manna og íslendinga^, eftir Finn prófessor Jónsson, og frá Þjóð- 
vinafólaginu »Róttarstaða lslands«, eftir Einar Arnórsson prófessor, 
löng bók, sem rekur efnið frá fyrstu þjóðfélagsskipun á íslandi og 
fram á síðustu tíma, og veitti alþingi síðastliðið sumar fó til þess 
að koma bók þeirri út á þyzku. Einnig hefir komið út eftir sama 
höfund rit um ^dómstóla og róttarfar á íslandi« og eftir Lárus H.- ísland 1913. 111 

Bjarnason prófessor »Stjórnlagafræði«. Fræðafólagið í Khöfn hefir 
gefið út »Bréf Páls Melsteðs til Jóns Sigurðssonar« og byrjað á 
jarðabók Páis Vídah'ns og Árna Magnússonar. Sögufólagið hefir, 
auk framhaldandi rita, »Alþingisbóka íslands« og »Biskupa8agna« 
Jóns Halldórssonar, byrjað á »Æfisögu Jóns prófasts Steingrímsson- 
ar«. — Á blaðamenskunni hefir orðið sú breyting, að nú koma 
tvö dagblöð út í Reykjavík. Hefir annað þeirra, »Vísir«, komi5 
út í 3 ár, en hitt, »Morgunblaðið«, byrjaði í haust. 

Um kirkjumál hafa verið nokkrar deilur miUi nyguðfræðing- 
anna og hinna, sem eldri stefnunni fylgja. Nyr fríkirkjusöfnuður 
var á árinu myndaður í Hafnarfirði, út af ágreiningi um prests- 
kosningu, og hefir söfnuðurinn þegar komið sér upp kirkju þar í 
kaupstaðnum. 

Geta má þess, að íslenzkur maður í Kanada, Vilhjálmur Stef- 
ánsson, er verið hafði áður við nám á Harwaid liaskólanum og lagt 
fyrir sig mannfræði, hefir unnið sór frægð fyrir rannsóknir í heim- 
skautslöndunum norður af Ameríku. Hafði hann dvalið þar nyrðra 
nokkur missiri meðal skrælingja og gert þar ymsar athuganir og 
mælingar, sem eftirtekt vöktu, þar á meðal fundið flokk manna 
þar nyrðra, sem er að útliti ólíkur öðrum skrælingjum, hefir annað 
höfuðlag og er Ijós á hár og með blá augu. Af þeirri lysingu hafa 
spunnist þær tilgátur, að þarna gætu verið leifar þeirra manna frá 
íslandi og Noregi, er áður bygðu Grænland. Vilhjálmur er nú 
foringi í nyjum landkönnunarleiðangri þar nyrðra, sem gerður hefir 
verið út af Kanadastjórn og er vel út búinn. Lagði hann í sumar 
á stað í þann leiðangur á 3 skipuLii norður með vesturströnd Ame- 
ríku og um Behringsundið norður í heimskautslöndin. 

Annar íslendingur, Vigfús Sigurðsson, kom í haust heim úr 
leiðangri um Grænlandsjökla með dönskum herkafteini, sera Koch 
heitir. Lögðu þeir á stað í fyrra og fóru fjórir saman vestur yfir 
þvert Grænland norðarlega; þykir för þeirra merkileg, og gat Vig- 
fús sór góðan orðstír í henni. 

Fólag var stofnað á þessu ári í Þyzkalandi, sem kallar sig 
»Die Islandsfreunde« (íslandsvinirnir), og á það að vera sambands- 
liður milli þeirra manna erlendis, sem íslenzk fræði stunda, eða láta 
sig ísland skifta að einhverju leyti, en Þjóðverjar eru þar fremstir. 
Er nú að koma út þyöing á þyzku af öUum helztu fornritunum 
íslenzku í heildarverki, sem heitir »ThuIe. Altnordische Dichtung 
und Pro8a«. Útgefandinn er Eugen Diedrichs í Jena og er útgáf- 
an mjög vel vönduð. Þ. G. Útlendar fréttir. Panamasknrðnrinn. Því mikla verki er nú lokið, eða því 
fiem næst. 11. október síðastl. runnu saman í skurðinum höfin að 
austan og vestan við Ameríku. Síðasta haftið var þar, sem Culebra 
heitir, og var það erfiðasti hluti verksins, að koma skurðinum þar 
í gegn um svæði, sem er hór um bil tvær danskar mílur á breidd. 
Þar hafði verið unnið svo að segja stöðugt í 25 ár, því þar var 
byrjað á verkinu 20. jan. 1882 undir stjórn F. de Lesseps hins 
franska, en vegna Panamamálsins mikla var hætt við verkið 1889. 
Aftur var byrjað á því af nyju frönsku félagi 1895, og síðan hefir 
því stöðugt verið haldið áfram, frá 1904 af Bandaríkjamönnum. 
Megnið af verkinu er unnið af þeim. Forstöðumaður þess hefir 
verið Goethals verkfræðingur. En aðalorsökin til þess, hve verkið 
gekk illa fyrir Frökkum, er talin sú, að verkamenn þeirra hrundu 
niður af sjúkdómum. Menn vissu þá ekki að flugur, sem móskítar 
kallast, voru valdar að þessu. Frakkar reistu þarna stór sjúkra- 
hús, sem Bandamenn hafa síðan haft gagn af. En fyrsta verk 
Bandamanna var að útr/ma fhigunum, og það tókst þeim fullkom- 
lega. Skógarnir voru ruddir og steinolíu veitt yfir forarflóana og 
þeir ræstir fram. Formaður við það verk var Gorgas " of ursti. 

Skurðurinn er 50 kílóm. á lengd. Nokkur hluti af honum, 
austan við Culebra, hafði verið skipgengur um tíma áður en skurð- 
urinn var kominn alla leið. |>ar hefir á einum stað, við Gatun, 
verið myndað stórt stöðuvatn, og heitir það Gatunvatnið. Það er 
10 fermílur á stærð og 85 feta djúpt. Stórir frumskógar og Indí- 
ánabæir voru áður þar, sem vatnið er nú. 26. ágúst í sumar fór 
fyrsta skipið um Gatunvatnið. Nokkrum dögum síðar, 31. ágúst, 
var Kyrrahafinu veitt inn í skurðinn að vestan. 2. sept. fór fyrsta 
skipið frá Kyrrahafi inn í skurðinn. En þá var eftir haftið við 
Culebra, sem ekki var unnið á að fullu fyr en 11. okt., eins og 
áður segir. Sá dagur er talinn mikill sigurdagur fyrir Bandamenn, 
því það er eitt af allramestu mannvirkjum heimsins, sem þarna 
hefir verið framkvœmt, ef eigí hið allra mesta. Þ. G. //->. Yæring'jar. Vort land er í dögun af annari öld. 

Nú rÍ3 elding þess tima sem fáliðann virðir. 

— Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, 
en með vikingum andans, um staði og hirðir. 
Vort heimslif er taíi fyrir glöggeygan gest, 
þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést — 
og þá haukskygnu sjón ala fjöll vor og firðir. 

Svo fangvið sig breiða hér flói og vik 

móti fjarlægu ströndunum, handan við sæinn; 

en verin fábygð og vetrarrik, 

l>ygo.Ía Væringjans krafta við háfjalla blæinn. 

Hann stendur hér enn, sera hann stóð hér fyr 

með stórgerðan vilja, þögull og kyr 

og langferðahugann við lágreista bæinn. 

— Til auðs og til vegs ris hið ættstóra blóð 
um æskunnar gullvægu morgunstundir. 

Frá haugunum eldir af gamalli glóð, 

eins og glitri þar baugar við feðranna mundir. 

Og börnin þau rétta sig liraalöng, 

því litla stofan er orðin svo þröng, 

og málmraddir eggja þau moldunum undir. 

8 114 Væringjar. 

En dalinn þau muna, með hamra og hlíð 

og hljómandi fossa og ilmviðsins runna. 

Og handan þess alls skin svo fræg og svo frið 

vor fortið i sjónhring blóðleitra unna. 

Það sólarlag er þeirra árdegis Ijós, 

þar á upptök vor fraratið við hnígandi ós, 

þar skal yngjast vor saga við eldforna brunna. 

Þá var hæverskan manndáð, ei hógværð né fals, 

þá var hirð hér um bændur ; það saga vor geymir.- 

Á gullöld hins prúða og hoska hals 

spurðust héðan þær fregnir sem álfan ei gleymir. 

Þá nefndist hér margur til metnaðs og hróss 

frá Miklagarði til Niðaróss. 

Þá stóð hámenning íslands sem æskuna dreymir. 

Hún er stjarna vors fólks gegnum skugga og ský. 

Hér skin hún á miðdjúpi Atlashranna. 

Já, volduga norrænan vaknar á ný 

af vörum og hjörtum islenzkra manna. 

Þá orðið sem geymt var i bók og i brag 

verður borið hér fram upp í lifsins dag, 

skal heimurinn þjóð vora sjá og sanna. 

Vor heiðni er liðin. Alt heíir sinn dag. 

En i Hávanna svip skin þó eiHfðar myndin. 

Hvert vé ris til guðs — sem bjó loftsins lag 

frá Libanons hliðum á öræfa tindinn. 

Og dökni Væringi' i suðrænni sól 

ber hann sinni' undir skinni sem norðrið ól,. 

og minnist að heima er lífstrúar lindin. Væringjar. 115 

I auðnanria hljóði og dulardóm 

eru drættir i Væringjans anda ristir; 

en heimurinn kallar hann háum róm 

til þess hóps, þar er seinastir oft verða fyrstir. 

Hans dugur er seigur og djúp er hans úð; 

þegar drengurinn gengur i höfðingjans búð 

munu rætast hans draumar um dáðir og listir. 

En heim snýr hans far. Á þeim hug eru' ei brigð. 
Þvi hélt hann út snemma að fyr mætti lenda. 
Hans þroski er skuldaður bernskunnar bygð, 
þvi ber hann um seglin, þá rétt er að venda. 
í glauminum öllum hann geymdi sin sjálfs. 
Hann var góðvinum hollur, en laus þó og frjáls- 
Svo skal Væringjans lag alla veröld á enda. 

Sé eyjunni borin sú fjöður sem fiaug 3 

skal hún fljúga endur til móðurstranda. 

Þvi aldrei skal bresta sú trausta taug, ■ 

sem ber tregandi heimþrá hins forna anda. 

Vor landi vill mannast á heimsins hátt, 

en hólminn á starf hans, líf hans og mátt — 

og i vöggunnar landí skal varðinn standa. 

Lundúnum, október 1913. 

Einar Benediktsson. j Hokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði 
íslendinga. Eins og kunnugt er, hafa menn hjá íiestura þjóðum 
lagt sig mjög fram um það, að safna saman öllu því, er 
að þjóðlegum fræðum lýtur nú á hinni siðustu öld. Það 
var eins og þjóðirnar og fræðimennirnir vöknuðu af svefni, 
þegar rómantiski skólinn fór að snúa hugum manna frá 
öUum þurkinum og kuldanum á skynsemis-timabilinu og 
beina honum í áttina til miðaldanna með öllum æíintýra- 
blænum, sem yfir þeim sveif, er þær voru skoðaðar í 
fjarska, þótt annað kynni að hafa orðið uppi á teningn- 
um, þegar farið var að kryfja þær til mergjar. En þá 
sáu menn skjótt, að minsta kosti þeir er glöggskygnari 
voru, að ekki þurfti að hverfa með öllu aftur til miðalda 
til þess að finna eitthvað likt því, er menn leituðu að. 
Glöggvir menn, sem þektu vel alþýðuna, vissu af heilura 
æfintýraheirai i fórum hennar, og tóku þá þegar að safna 
þeim æfintýrum og þjóðsögnum saman, sem þeir náðu til, 
og settu það á bækur. Fyrstir urðu þeir Grimras-bræður, 
Jakob og Vilhjálraur, til þess að færa þjóðsögur i letur, 
eins og þær voru orðaðar af raunni þjóðarinnar; gáfu þeir 
svo út hið nafnkunna æfintýrasafn sitt i þrem bindura 
(Kinder-u. Hausraarchen, Berlin 1812 — 1822), og hefir síð- 
an það safn orðið bæði undirrót og fyrirraynd ótölulegra 
æfintýrasaf na og þjóðsögusaf na, er út haf a koraið síðan, 
bæði hjá Þjóðverjura og flestura öðrum þjóðura. Ura raiðja 
öldina söfnuðu þeir Jón Árnason og Magnús Grírasson ís- 
lenzkura þjóðsögum og æfintýrura; er það eitt raeð beztu Nokkur orð um þjóðtrú og þjóösiði íslendinga. IIT 

og vönduðustu þjóðsagnasöfnum í heimi og kom út i tveim 
bindum 1862—1864. Siðar hafa nokkur fleiri söfn verið 
gefln út til viðbótar. Sagnasöfnun þessi heflr haldið áfram 
meðal þjóðanna og heldur áfram enn i dag; hefír það orð- 
ið til þess, að visindamönnum heflr orðið það Ijóst, að i 
þessum þjóðsögnum og þjóðtrú er fólgin afar-mikil þýðing 
fyrir vísindalega þjóðafræði. Er það þegar orðin stórmikil 
visindagreinað rekjaskyldleika þjóðsagnanna landa og þjóða 
í milli. Hafa islenzkar þjóðsögur þannig verið raktar í 
stórri bók saman við þjóðsagnir annara þjóða í Norðurálf- 
unni og efni þeirra og einstök atriði rakin saman (Ritters- 
haus: Die neuislandischen Volksmarchen, Halle 1902). 

Með þjóðsögunum heflr og verið dyggilega safnað- 
allskonar hjátrú og hindurvitnum meðal þjóðanna. Sumt 
af sliku dóti stendur i sambandi við sagnir, en surat eru. 
að eins þjóðbundnar hjátrúarreglur og hleypidómar um. 
ýmsa hluti, sem þjóðirnar hafa trúað á og treyst eins og 
nýju neti, og gera enn í dag. Má þar til telja ýmsa fyrir- 
boða og fyrirburði, víti og varúðir ýmsar, og má lesa ým- 
islegt af þeim fróðleik i safni Jóns Árnasonar. Þá eru og 
viða til með þjóðunum fjöldi þjóðkvæða og þjóðlaga, og 
heflr því öllu verið safnað grandgæfllega með öðrum þjóð- 
um. Meðal íslendinga heflr þjóðkvæðum ekki verið safn- 
að saman enn, nema þessum fáu, sem prentuð eru i þul- 
um og þjóðkvæöum Olafs Daviðssonar, en fjöldi þeirra 
liggur i handritum, og þarf ekki annað en líta í handrita- 
skrá bókmentafélagsins til þess að sjá, hvað margt er til 
af þeim kvæðum, sem kerlingarnar kunnu og sungu, þótt 
nú séu þau að gleymast. En þjóðlögunum heflr síra Bjarni 
Þorsteinsson á Sigiuflrði safnað með óþreytandi elju og 
dugnaði, svo að furða er, hvað einum manni heflr þar 
unnist, þótt litlar þakkir hafl hann fyrir hlotið, að minsta 
kosti margfalt minni en vert er. 

Þannig heflr þá verið talsvert unnið að þvi hér á 
landi að safna drögum til þeirrar mentagreinar, sem eg 
verð helzt að kalla þjóðmentir á íslenzku, og likar mér 
þó nafnið ekki vel; ÞJóðverJar kalla það Volkskunde og. 118 Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 

Englendingar Folklore. Þannig er mikill bálkur kominn 
á bók af hinum alþýðlega skáldskap þjóðarinnar, sögnum 
og þjóðlögum, sömuleiðis ýmislegt um trú hennar og hjá- 
trú; þá heíir og verið ritað um skemtanir hennar úti og 
inni, hugvit hennar og lífsspeki (gátur og málsháttasöfn). 
Nokkur atriði hafa og koraist á bók um náttúruskoðun 
hennar og samband þeirra kynja, sem hjátrúin hefir skap- 
að, við náttúruna í kringum mann. En svo er það ekki 
meira. Vísindalegt yfirJit yfir hjátrú og hjátrúarskoðanir 
þjóðarinnar að fornu og nýju er enn ekki til. Að visu 
er til prentaður partur af ritgerð eftir Ben. Gröndal, er 
prentaður var i Ann. f. nord. Oldk. 1863, en sú ritgerð 
var aldrei prentuð að fullu, og þó að margt sé gott i 
henni og hafi gildi enn i dag, þá er hún samt í heild sinni 
nú orðin úrelt, og margt skoðað nú á annan veg en þá 
gerðist. 

En ein mikilvæg og merkileg grein þjóðmentanna 
hefir orðið útundan að fullu alt til þessa dags: Það er 
siðasaga eða siðalýsing þjóðarinnar á síðari öldum. En 
sú grein stendur i svo nánu sambandi við alt hitt í heild 
sinni, að hvorugt verður skilið án annars til fulls. Siða- 
saga manna í fornöld hefir verið meira og minna tekin til 
greina og meðferðar i ýmsum ritum, síðast á Islenzku í 
hinni ágætu bók Jóns dócents Jónssonar: Gullöld íslend- 
inga, og er þvi ekki um þann timann að fást. En um 
hinar siðari aldirnar hefir verið lítið ritað, að eins einstök 
atriði á stangli, svo sem brúðkaupssiðaritgerð Sæm. heit. 
Eyólfssonar, og svo ritgerðir þeirra séra Þorkels Bjarna- 
sonar, Olafs Sigurðssonar i Ási og Ólafar Sigurðardóttur á 
Hlöðum um siði og hætti í þeirra sveit um og eftir miðbik 
19. aldar. En þær eru góðra gjalda verðar það sem þær 
ná. En svo er víst að mestu upptalið. Þó skal geta þess, 
að Daníel Bruun, höfuðsmaður í her Dana, hefir ritað 
rækilega um byggingarhætti íslendinga á 19. öld, og verð- 
ur þar ekki miklu við bætt. 

Það blandast víst engum hugur um það, að þjóðhætt- 
irnir og þjóðsiðirnir hjá hverri þjóð sem er, eru engu Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 119 

siður merkilegir og þýðingarmiklir en þjóðtrúin og hindur- 
vitnin; enda hafa útlendir visindamenn safnað þeim mjög 
vandlega hver hjá sinni þjóð. Þeir eru engu siður spegiU 
hugsunarháttarins en hitt. Og oft eru bæði svo nátengd 
og vafin saman, að hvorugt verður skoðað til fulls nema 
skoðað sé i nánu sambandi hvað við annað. Sumt af 
þjóðsiðum og venjum er eldgamalt og á rót sína að rekja 
framan úr hinni svörtustu fornöld og römmustu heiðni, og 
sumt má jafnvel rekja austur í Asíu — fyrir þá sem hafa 
tæki til að rekja svo langt. Sumir siðir og hættir byggj- 
ast á svo fornri trú, að það er fyrir löngu horfið úr minni og 
meðvitund manna, en þeir hafa haldist við samt, og hafa 
þá stundum á siðari tímum skapast nýjar ástæður til þeirra. 
Þannig hafa margir siðir haldist frá fornöld til vorra daga 
eða alt fram undir vora daga, og eru þá færðar aðrar 
ástæður fyrir þeim en áður var. Hefir kirkjan oft átt 
sinn þátt i þvi að breyta þeim ástæðum. 

Sumt af þjóðsiðunum hefir aftur komið upp á siðari 
öldum, og er sumt af þeim liklega ekki tiltölulega gamalt. 
Hugsandi sérvitringar hafa komið ýmsu á, eftir þvi sem 
þeim hefir þótt við eiga, að vera skyldi eða ekki skyldi, 
og aðrir siðan tekið það eftir þeim. En þetta er stórum 
minni hluti gagnvart hinu, sem eg tók áðan fram, enda 
vist sumt af þvi alls ekki islenzkt að uppruna. Eg skal 
taka til dæmis ýmisleg smátöfrabrögð og sumt af lækn- 
ingakáki alþýðu, enda þótt margt af þvi sé áreiðanlega 
innlent. 

Þeir, sem hafa safnað til þjóðhátta- og þjóðtrúar-lýs- 
inga meðal þjóðanna, hafa tekið misjafnlega margt til 
greina. En hvað sem um það má segja, hvað taka skal 
og hvað ekki, þá er eitt vist, að það virðist réttast að 
taka sem flest til greina af þvi, sem trú og hugsunarháttur 
þjóðarinnar birtist i. Fjöldi orða og talshátta i málinu 
byggist einmitt á þessum siðum og trú, og er það svæði 
mér vitanlega gersamlega órannsakað enn. Mörg smáfeld 
atvik og viðbrigði i daglegu lifi, sem fæstir taka eftir, 
eiga oft sinar ástæður, sem annað hvort eru gleymdar og 120 Nokkur orb um þjóðtrú og þjóðsiöi Islendinga. 

horfnar fyrir löngu, eða kunna að felast i einhverri þjóð- 
trú eða þjóðsögn, sem ef til vill leynist einhverstaðar og 
kafar upp þegar minst varir, eða þá að einhver tekur 
eftir þvi, og svo kemur það upp, þegar farið er að spyrja 
eftir því. Stundum, þegar farið er að spyrja fólk, muna 
menn reyndar ekkert, en þegar farið er að leita betur,. 
kemur ýmislegt upp, jafnvel þar sem maður sizt býst við' 
þvi. En vandleitað getur orðið að mörgu slíku, sem 
von er til. 

Eg hefi nú um nokkur ár varið flestum tómstundum 
mínum til þess að safna þvi saman, sem eg hefi náð til^ 
um þjóðsiði og þjóðtrú íslendinga á siðari öldum, einkum 
á 18. og 19. öld. Það er að visu erfitt verk og seinlegt, 
þvi að bæði er eg nú bundinn hérna norður undir heim- 
skauti og ærið fjarri flestum heimildum, t. d. handritasöfn- 
unum i Reykjavik, og svo hefir raaður svo sárlítið eldra við- 
að styðjast. Enginn maður hefir ritað um þetta áður, svo 
að ekkert er fyrir hendi til að fylla út í eða til leiðbein- 
ingar við efnisröðun eða annað. En alt fyrir þetta hefi 
eg þó náð saman talsvert miklu safni til þessara fræða, 
þó að eigi sé það hálfbúið enn. Til þess að geta gert það 
nokkurn veginn úr garði, þyrfti maður að sitja að minsta 
kosti eitt sumar í Landsbókasafninu, og ferðast síðan a6 
mista kosti tvö sumur um þá hluta lands vors, sem helzt 
væri fengjar að vænta i þá átt, t. d. um Vestfirði og 
Hornstrandir, og svo suma hluta suðausturlandsins og 
veiðistöðvarnar syðra. Með þvi móti væru sennileg lik- 
indi til þess, að eitthvað talsvert ynnist. 

Það virðist alt benda til þess, að þjóð vor hefði flest- 
um þjóðum fremur átt að geta geymt þjóðhætti sina, siði 
og þjóðtrú óbreytta að mestu og óhaggaða öld eftir öld. 
Hún hefir alt af kúrt hér úti i horni og fyrir litlum áhrif- 
nm orðið af öðrum þjóðum. Hún hefir að mestu búið að 
sinu um þúsund ár. Engar aðkomuþjóðir hafa flóð yfir 
landið, engar sezt hér að til þess að blanda hugsunarhátt- 
inn útlendum áhrifum. Hver kynslóðin eftir aðra hefir 
hugsað, lifað og talað eins og hann afi og langafi og lang- Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 121 

afalangafi hugsaði, lifði og talaði. Einveran og tilbreyt- 
ingaleysið rótfesti hugsunina við hið sama, einangraði 
hana og gerði hana þröngva og einhæfa. Og það, sem 
er orðin margra alda erfðaeign, hverfur ekki svo fljótt. 
Þess vegna geri eg mér von um, að margt mætti finna 
hér í landi enn i dag, ef vel væri leitað. 

Safni mínu hefi eg skift niður i flokka, og skal hér 
gerð grein fyrir aðalefni þeirra í sem fæstum orðum. 

1. Húsaskipun og hyggingar. Þar hefl eg lýst húsaskip- 
un og byggingarlagi bæja og úthýsa eins og það gerðist 
á 18. og fyrri hluta 19. aldar. Þar þarf enn mörgu við 
að bæta, og er liklegt, að ýmsar upplýsingar mætti fá 
þvi máli til frekari skýringar úr gömlum úttektum og 
jarðaskjölum. Daniel Bruun heflr nákvæmlega lýst bygg- 
ingarháttum hér á landi eins og þeir eru nú, og gert 
glöggvan greinarraun þeirra héraða i milli og skýrt það 
mál með fjölda af myndum. En eldri byggingarhætti 
hefir hann lítið farið út í, sem þó verður að vera, enda 
þótt þeir hafi að vísu haldist hér lengi við nær óbreyttir, 
einkum hér norðanlands, þar sem alt stendur stórum bet- 
ur vegna þurviðranna, enda standa þar viða hús og bæir, 
sem enginn veit aidur á. Vegna rita hans hefi eg farið 
styttra út i þetta mál en eg hefði annars gert. 

2. Daglegt lif. Þar til heyrir fótaferðin, dagsvinnan, 
rökkursvefninn, kvöldvökurnar og svo svefninn og rúmin 
með öllu því er þar til heyrir. Undir þenna flokk hefði 
vel mátt telja þrjá næstu flokkana, sem hér fara á eftir, 
þó eg hafl nú samt fyrst um sinn tekið þá sér. 

3. Fatnaðurinn: hvernig fólk klæddi sig bæði til 
spari og hvers dags. ,Um það mætti vafalaust fá mikinn 
viðauka við það, sem eg hefl enn getað safnað og náð til, 
með þvi að rannsaka gamlar uppskriftir og skiftagerninga 
og svo ýmislegt, sem finst í forngripasafninu. Með þess- 
um kafia er nauðsynlegt að hafa nokkrar myndir. 

4. Hreinlœtiy hvað oft menn þvoðu sjálfum sér, fiík- 
ur sínar og rúmföt, hvað menn höfðu til þess og hvernig 
það var gert. 122 Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 

5. Matarœði: hvaða menn höfðu til matar og hvernig 
menn matbjuggu handa sér og notaðist að þvi, hvað menn 
l)jörguðust við að gera sér að mat í harðindum og þegar 
hungrið svarf að. Þar er svo að siðustu talað um nautna- 
vörur: vínföng, kaffi, tóbak o. fl. 

6. Aðalstörf manna. Þar er tekin til meðferðar öU 
landvinna manna frá vori til vors. Fyrst vorvinnan, 
bæði túnvinna, útstunga, fjárhirðing á vorin að nokkru 
0. fl. Síðan sumarvinnan til sláttar, og er þar margt að 
athuga: grasaferðir, kaupstaðarferðir, suður- og vestur- 
ferðir Norðlinga til flskikaupa, viðarferðir á rekasvæðin, 
mótekju, torfristu o. fl. Svo er slátturinn með allri hey- 
hirðingu, og svo haustverkin : göngurnar, sláturstörfin með 
x)llu því er þeim fylgir, kaupstaðarferðir, túnáburður, að- 
gerðir á húsum o. fl. Þá kemur vetrarvinnan til: uUar- 
vinna öU og tóskapur, prjónaskapur, vefnaður, þóf ; rjúpna- 
veiðar o. m. fl. Svo er þar með kafli um hannyrðir 
kvenna og smiðar karla og margt fleira, sem stund var 
lögð á. 

7. Sjómenskan. Þar kemur til greina útbúnaður 
manna i verið, förin að heiman, sjóbúðirnar, vistin i ver- 
inu, bæði í róðrum og landlegum, lífernið i verinu, afli 
og skifti á honum, happadrættir og ódrættir, hættur og 
varúðir á sjó, iUfiskar og margvisleg trú sjómanna á ýmsu 
er að þessu öUu lýtur. Róðra og sjóvist yfir höfuð. Veiðar 
i ám og vötnum. Til þessa kafla hefi eg enn einna minst 
safnað og enn ekkert samfelt yfirlit gert, þvi að um hann 
er eg einna ófróðastur, af því að eg hefi aldrei við sjó 
verið; þarf eg þvi nauðsynlega að halda til um tíma 1 
einhverri af hinum afskektari veiðistöðum til þess að ná 
þar upp ýmsum þess konar fróðleik. En margt í sjó- 
menskunni mun vera eitt af því elzta og fastasta í hjá- 
trú vorri og venjum. Engu af slíku hefir nokkurn tima 
verið neitt safnað svo að eg viti til. 

8. Veðurfarið. Þar kemur fram öU trú fólksins á 
veðurspám og veðúrboðum, áhrifum tungls og sólar og 
^nnara himinteikna á tíðarfarið o. m. fl. Nokkuð af þvi Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 123 

er að visu talið i Þjóðsögum J. Á. en meira mun það vera 
eftir gömlum skræðum af útlendum uppruna, eins og Jóla- 
skrá Beda prests hins fróða, en úr almennri trú manna, 
enda þótt sumt af því falli saman og hafi orðið þjóðar- 
eign. Eins og kunnugt er, er mikið af þessari trú i fullu 
fjöri enn i dag, að minsta kosti sumstaðar á landi hér. 

9. Þá eru skepnurnar, þessar skepnur, sem menn 
búa saman við og lifa með svo að segja nótt og dag frá 
vöggunni til grafarinnar. Alidýrin: hestar, kýr og kind- 
ur, hundar og kettir, eru rótgróin i hugum manna, og er 
lýst allri hirðingu þeirra og viðbúð, trú á þeim og var- 
úðir við þær, bæði yngri og eldri. Síðast er þar kafli 
um önnur dýr og fugla, veiðar þeirra og not, varúðir við 
-þau og hjátrú á þeim. Minst er og nokkurra skorkvikinda, 
en stutt er farið út i það, af þvi að J. Á. hefir tæmt það 
efni að mestu i þjóðsögum sinum. 

10. Lifsatriði. Þar er lýst venjum og trú manna við 
fæðingu barna og meðferð þeirra og hvers er þar að gæta, 
uppeldi þeirra og uppfræðingu. Svo koma fullorðinsárin, 
mismunur karla og kvenna og hvað er athugavert við 
hvort um sig, trúlofanir, giftingar, brúðkaupsveizlur, og 
svo að síðustu sjúkdómar, dauðinn með feigðarboðum sín- 
um og útförin. Þar kemur margt til greina og mun þó 
margt vanta enn. Nokkur atriði úr þeim kafla hefi eg 
ritað upp og látið prenta i »Festskrift till H. F. Fejlberg, 
Sthlm 1911«, bls. 373—389. Út úr efni þessa kafia hefir 
Sæm. Eyjólfsson ritað ritgerð um brúðkaupssiði, sem prent- 
uð er i Timar. Bókm.fél. 16., 92—144. 

11. Heilsufar og lœkningar. Þar er lýst heilsufari 
manna fyr á öldum og fram undir þetta, orsökum þess, 
hvað þvi var áfátt og svo tilraunum alþýðu til þess að 
lækna kvillana, þegar hvergi var lækni að fá og enga 
hjálp, hvað sem við lá. Eg hefi náð saman heillangri 
lækningabók eftir skræðum þessara skottulækna, auk þess 
sem eg hefi náð saman af læknisráðum, sem til er gripið 
jafnvel sumstaðar enn í dag. 

12. Skemtanir. Um skemtanir íslendinga hefir Ólafur 124 Nokkur orð uni þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 

Daviðsson ritað mikla bók og merka, og hefi eg þvi farið 
mjög lauslega yfir þann kafla. En ýmislegt var það, sem 
til skemtana var talið, og má þar til telja gestakomur 
alment og gistingar, og svo útreiðarnar um helgar á sumr-- 
in með öllu þvi urastangi, er þeim var samfara. Þar er 
og lýst reiðtýgjum, reiðfötum o. fl. er heyrði til drykkju- 
útreiðanna. Þá koma orlofsferðirnar og orlofsgjafirnar á 
haustin. Svo er hnýtt aftan við lægsta stiginu af ferða- 
lögunum: flakkinu og förumannalýðnum^ sem var áður 
þjóðarmein, en nú er orðin »en saga blott«. Þennan kafla 
væri annars réttara að kalla »ferðalög og flakk«. 

13. Trúar- og hugsunarlífið . Það heflr orðið allmikið 
mál og þó stutt yfir farið, og mundi þar þó enn miklu 
mega við bæta. Þar er fyrst lýst að nokkru þjóðarein- 
kennum eftir landshlutum, eftir því sem föng voru til. 
Siðan er lýst alþýðumentun eftir landshlutum, eftir því 
sem föng voru til. Síðan er lýst alþýðumentun og fróð- 
um mönnum meðal alþýðu, kirkjutrú manna og kirkju- 
rækni, kirkjusiðum og venjum við kirkjuferðir, siðferði og 
siðgæði. Siðan eru teknar fram katólskar menjar, sem 
lengi loddu við með alþýðu manna; þá eru og teknar 
fram hinar heiðnu menjar, sem jafnvel enn lifa í trú 
manna, og kemur þar til greina bæði álfatrúin, galdra- 
trúin, trú á náttúruhluti og náttúrufyrirbrigði o. m. fi. 
Síðan eru teknar fram hugmyndir almennings og þjóð- 
trúarinnar um annað líf, og vefst þar eitt og annað sam- 
an, sem er ærið ósamkynja, svo sem kirkjutrúin og ram- 
heiðin draugatrú, eins og hún er arfgeugin leugst framan 
úr öldum; áhrif þessarar trúar á dánarsiði og framkomu 
manna. Siðast í þeim kafla er svo tekin fram ýmis konar 
hjátrú, sem hefir haft meiri og minni áhrif á hætti manna 
og framkomu í lífi þeirra. 

Margt annað kemur til greina en það sem hér er 
tekið fram, því að þetta er að eins stutt yfirlit efnisins;. 
en það ætti að nægja til þess að sýna í sem fæstum orð- 
um að efnið er margvíslegt og margt er tekið fram í þessu 
safni. Heimildir mínar eru margvislegar eins og vænta- Nokkur orö um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 125 

má, og skal eg að eins taka fram ferðabækur þeirra 
Eggerts Olafssonar og Olavíusar, Horrebows, Hendersons, 
Mackenzies, Thienemanns o. fl. þeirra, sem eg veit sann- 
orðasta og réttorðasta um ísland fyrrum, gömlu Félags- 
Titin 0. m. fl., með stöðugum samanburði við frásagnir 
réttorðra og gamalla manna; margt hefi eg og fundið í 
þjóðsagnasöfnum þeim sem til eru, handritum 01. Davíðs- 
fionar, gömlum skrifuðum skruddum, kvæðum o. fl. En 
það sem enn vantar er að yfirfara ýms handrit í Lands- 
bókasafninu og leita fróðleiks hjá fólkinu í ýmsum hér- 
uðum landsins. 

Þegar maður aðgætir þjóðtrúna og þjóðsiðina hér á 
landi og fer að bera það saman við þjóðsiði meðal ann- 
ara þjóða, rekur maður sig stundum á margt, sem er svo 
undarlega líkt, að það virðist benda ótviræðlega á sama 
uppruna, og er þá sú venja afargömul, liklega mörg þús- 
und ára, síðan áður en hinn germaiiski þjóðabálkur klofn- 
aði. Þannig hefi eg fundið venjuna með síðasta dreifar- 
fangið á . slættinum suðaustur i Schlesiu óbreytta að öðru 
en því, að það er auðvitað kornbundin, og sama hjátrú 
liggur til grundvallar hjá báðum. Ýmislegt fleira gæti eg 
til tínt því um líkt en þess gerist ekki þörf. En þýðing 
þeirra hluta fyrir vísindamenn, og sérstaklega þjóðfræð- 
inga, er hverjum auðsæ, sem þekkir til þeirra fræða. 

En svo eg víki aftur að þjóðsiðum vorum og þjóðtrú, 
þá er enginn vafl á því, að margt má enn flnna nýtt í 
landinu. En það kostar bæði fé og fyrirhöfn. Eg hefi 
látið prenta spurningabálk um þetta efni og sent hann 
ýmsum mönnum, og sumum hefi eg sent skrifaðar spurn- 
ingar, en nærfelt enginn hefir svarað þvi einu orði. Menn 
eru áhugalausir um alt slikt, og svo fást menn ekki til 
að gera neitt nema fyrir peningaborgun. Það er nú orðin 
tízka og verður ekki um það fengist. En svo er annað: 
margir eru farnir að halda nú á dögum, að það sé landi 
og þi'óð til minkunar að halda uppi þessari trú og venj- 
um — það ætti að hverfa sem fyrst. En slíkt er hinn 126 Nokkur orö um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 

mesti misskilningur. Það eru margvíslegar vísindalegar 
undirstöður, sem má leggja með þessum söfnum, og þess 
vegna er mest um vert að geta fengið alt sem réttast, 
til þess að á því megi áreíðanlega byggja. Slíku verður 
sjaldan náð með góöu móti hjá mönnum nema með yfir- 
legu og eftirgangsmunum. Það er varla orðið annað nú 
en gamla fólkið, sem til er að leita með trú og venjur lands- 
manna fyrrum. Það er orðið um undarlega snauðan garð 
að gresja hjá unga fólkinu. Það hlær að heimskunni i 
gamla fólkinu og setur hana ekki á sig, og gætir þess 
ekki, að i þessu efni er um vísindaleg mál að ræða. Þess 
vegna eru nú svo mörg merkisatriði í þjóðsiðum, háttum 
og trú manna gersamlega horfin eða að hverfa, og nú 
eru síðustu forvöð að bjarga þvi sem bjargað verður. Má 
minna hér á orð Karls Weinholds, hins mikla þjóðsiða- 
fræðings Þjóðverja, er hann ritaði 1862: »Það verður 
engum auöið að stífla straum tímans. Þeir, sem unna heil- 
brigðu þjóðlífi og rannsaka fornar menjar, tina saman 
brotin, sem hann skolar frá sér, og rita þau upp. Schlesia 
var áður fyrrum auðug að fornum venjum, en nú er alt það 
gamla að hverfa i einum svip. Þvi er þess nú orðin brýn 
þörf að lýsa þvi i héraði hverju, sem eftir er af siðum 
og fornum venjum . . . Þar má engu gleyma«. Það er 
eins og þessi orð væru rituð nú i vorn garð. Margt er 
að visu enn til — en enginn veit hvað margt er nú orðið 
gleymt og glatað, og margt er nú alveg að gleymast að 
fullu. Kaupstaðirnir eiga sinn þátt i þvi að breiða almenna 
menningablæinn yfir alt, og sópa því sérkennilega burtu. 
Árlega deyr nú í landinu fjöldi af gömlu fólki, sem mundi 
gamla siði og trú, sem þeim var samfara — og það deyr 
með þeim, og það má um það segja eins og um steininn 
forðum: Það kemur ekki upp aftur að eilifu. Og fræði- 
mennirnir sitja með sárt ennið af þvi að hafa mist af vis- 
indagrundvelli, sem nú er tapaður eða að tapast að fullu, 
en hefði getað upplýst margt um skyldleika þjóðanna. Eg 
gæti tilfært nóg dæmi, en sleppi þvi að sinni, af þvi a6 Nokknr orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga. 12T 

mig skortir útlendar heimildir, til þess að geta fært næg 
rök að eins mörgu og eg vildi. Eg hefi að eins með lin- 
um þessum viljað benda á hvað má gera, hvað þarf ab 
gera, hvað eg hefi reynt að gera og hvað eg vildi að aðrir 
gerðu, áður en það er orðið of seint. 

Jónas Jónasson 
frá Hrafnagili, TJnga fólkið og atvinnuYegir landsins. I. 

Vöætur Það er sannef nt lífsmark á þjóð vorri, að n ú 

þjóðarinnar. v e x h ú n og fólkinu f jölgar. öld eftir öld 
hefir hún hjarað nálega milli lífs og dauða, 
minkað i stað þess að vaxa. í fornöld og fram að 1400 
hefir mannfjöldinn líklega verið um 70.000, með öðrum 
orðum staðið i stað. Eftir þann tima fækkar fólkinu svo 
öJJög, þó engir útflutningar væru, að um 1800 eru íslend- 
ingar að eins 47.000. Fyrstu áratugu nitjándu aldarinnar 
er fjölgunin hægfara, en eftir 1820 fer fólkinu óðum að 
fjölga, og þrátt fyrir allar Vesturheimsferðir voru lands- 
menn 85.183 er siðasta manntal var tekið 1. desbr. 1910. 
Frá 1890 til 1910 hafa bæzt við rúm 700 manna á hverju 
ári auk allra sem burt hafa fluzt. Ef fáir flytjast af landi 
burt næstu árin verður árlega viðbótin efalaust um 1000 
manns óðar en varir, að minsta kosti ef alt gengur 
skaplega. 

Mér er sem eg sjái fyrir mér þennai;i álitlega hóp af 
ungu efnilegu íslenzku fólki, þúsund menn, pilta og stúlk- 
ur, sem bætast við á hverju ári. Alt þetta fólk er at- 
vinnulaust og fyrir öllum vakir sama hugsjónin, að geta 
orðið sjálfstæðir menn, gift sig og séð fyrir sér og sínum 
á sómasamlegan hátt. Ef þetta á að takast, verður það 
að ryðja sér nýjar brautir, byggja ný heimili, finna nýja 
atvinnu. 

Það er eins og öUum liggi i léttu rúmi hvað af þessu 
fóiki verður. Þing og stjórn hefir ekki áhyggjur af þvi, Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 129 

nema ef til vill litilfjörlega þegar stórir hópar flytja til 
Vesturheims. Það er oft talað um að landið sé stórt og 
sjórinn »óþrjótandi gullnáma«. Mörgum finst það sjálf- 
sagt, að hér geti lifað mörg hundruð þúsund manna góðu 
lifi, unga fólkinu sé því ekki vorkunn ef nokkur dáð sé 
i því og dugur. Eg hefi veitt því eftirtekt, að þeir trúa 
þessu fastast, sem minst hafa vit á atvinnuvegum vorum 
og aldrei hafa tökiö sér verk í hönd. í mínum augum er þetta 
ekki svo einfalt mál. Eg er ekki laus við að hafa áhyggjur 
af hópnum þó hann sé ekki stærri. Það er áreiðanlega 
vert að athuga úr hverju fólkið hefir að spila og hvað 
landið býður þessum nýju börnum sinum. 

Hvað verður Það liggur næst að spyrja, hvað af fólkinu 
af fólkinuf hafi orðíð undanfarin ár sem bæzt hefir 
við i landinu. 7 — 8 hundruð manna hafa 
'bæzt við á hverju ári og einhvern veginn hafa þeir kom- 
ist af . Ætla mætti að svo yrði og eftirleiðis og alt að greidd- 
ist af sjálfu sér. Landshagsskýrslur vorar sýna það Ijós- 
lega, hvað af fólkinu hefir orðið síðustu áratuguna: 
1890 á öUu landinu 72.444 í kaupst. 9.758 í Rvík 3706 

1901 78.470 — 17.106 — 6321 

1910 85.183 — 27.464 — 11600 

Mannnfjölgun í 30 ár á öllu landinu 12.739. Mann- 
fjölgun kaupstaða 17.706. í Rvík 7.894. 

Með öðrum orðum : Alt fólkið sem bættist 
við í landinu hefir streymt tilkaupstað- 
a n n a, og auk þess margir aðrir bæði til kauptúna vorra 
og svo til Vesturheims. Sveitafólkinu hefir fækkað. 

Æfn i Það þarf enginn að undrast þó fólkið flykkist 
hœjunum. að bæjunum. Sú alda gengur nú um öll lönd 
og sumstaðar svo að liggur við landauðn í 
góðum héruðum. Bæirnir bjóða venjulega hærra kaup en 
sveitabóndinn sér sér fært að gjalda. Þetta veit unga 
fólkið, en hitt er því miður Ijóst, að þar er svo miklu 
'dýrara að lifa, að alt étur sig upp. Þá er sagt að unga 

9 130 Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 

fólkið gangist fyrir því að þar sé f relsi meira og lífið skemtir^ 
legra. Eg held að önnur hvöt sé rikari, þó margir gjöri 
sér það ekki fuUljóst. Sveitiu býður að visu atvinnu, hjú- 
ura eða lausafólki, en fyrir fólkið sem bætist við eru litlar 
horfur til þess að verða þar sjálfstæður maður, geta gift 
sig og eignast heimili, því allar jarðir eru setnar og bænd^ 
ur ófúsir á að skifta jörðum sinum. Fólkið flytur til 
bæjanna af því það fær þar hærra kaup, hefir ef til viU 
meiri horfur á að geta gift sig og eignast heimili, en auk 
þess taka sveitir vorar ekki við öllum sem við bætast. 

Þó ekki séu til neinar skýrslur um afdrif fólksins- 
sem fluzt hefir til kaupstaðanna, þykir mér líklegt að þau 
séu þessi: Lakasta tegundin verður sér fyr eðii s^'ðar að 
vandræðum, flyzt á sina sveit eða verður bænum til byrðar. 
Miðflokkurinn, allur fjöldinn, verður að fátækum fram- 
tiðarlitlum sjómanna- eða verkalýð i bæjunum og lifir alla 
æfi við litinn kost og lélegan. Margir giftast, en 500 — 
1000 kr. hrökkva skamt í kaupstað til þess að framfleyta 
fjölskyldu. Þá er eftir hinn fámenni flokkur ötulustu 
mannanna. Sumir ryðja sér braut í kaupstöðunum og 
komast vel af, aðrir flytja af landi burt og farnast vel i 
Vesturheimi. 

Það verður naumast með sanni sagt, að þessi framtíð 
sé alls kostar glæsileg fyrir unga fólkið. Að visu kunna 
fleiri að giftast og eígnast að nafninu hús og heimili, en 
æfin verður fyrir flestum sultur og seyra, atvinnan óviss 
og alt oltið um koll ef nokkuð ber út af. Og sem stend- 
ur eru allar horf ur á að hagurinn f ari versnandi ef tir því' 
sem fleiri flykkjast að. Þá hygg eg að þetta sultarlíf i 
bæjunum hafi ill áhrif á flesta. Þeir verða sjálfir verri 
menn og börnin lakar upp alin en vel flest sveitabörnin. 

»Komið i munu bændur segja. »Hér fækkar fólkinu og 
sveitina!« hér er þörf fyrir margar hendur við alls- 
konar nauðsynjaverk. Jarðræktinni miðar 
lítið áfram vegna þess að vinnuaflið vantar. Vér getum. 
tekið við mörgum þúsundum manna!« Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 131 

Þetta sýnist^ 1 fljótu bili kostaboð og góð úrræði. Við- 
nánari athugun reynist það þvi miður á annan veg, acV 
œinsta kosti meðan sveitirnar hafa ekki betra að bjóða 
en nú gengur og gjörist. 

Ef vér hugsum oss að unga fólkið færi að þessu ráði 
og settist alt að í sveitunum, þá er það auðséð að eftir 
tæpan áratug væri fólkið orðið þar jafnmargt og var um 
1880 er það var flest. Það er næsta óliklegt að bændur 
vildu við meiru taka, sízt ^ jalda þ vi sæmilegt kaup . Þetta 
nægir til að sýna það, að meðan ástandið i sveitunum 
breytist ekki til muna, er hér ekki um neinn framtiðar- 
veg að ræða. Auk þess er það víst, að unga fólkinu er 
það ekki nóg að verða matvinnungar hjá einhverjum hús- 
bónda. Þvi er heldur ekki nóg að fá kaup sem sæmilegt 
sé fyrir einhleypan mann. Allir sem nokkur dugur er i 
krefjast þess að þeir geti fyr eða siðar orðið sjálfstæðir 
menn, gift sig og eignast heimili. Þessa eiga þeir sem 
stendur ekki kost i sveitunum. Sveitirnar taka fúslega á 
móti nokkrum þúsundum vinnufólks, einkum ef kaupið 
væri lágt. Það er alt og sumt. Það er vonandi að þetta 
breytist, en sem stendur eru sveitirnar engin Amerika,, 
sem bjóði fjölda fólks góða framtið og næga atvinnu. 

Táka kaup' Ur þvi að sveitirnar bjóða hvorki unga 

túnin viðf fólkinu þá kosti, sem það telur fýsilega 

fyrir sig, né geta tekið við þvi til lang- 

frama með þvi lagi sem nú er á, þá er sjálfsagt að spyrja: 

Geta þá kauptúnin tekið við þvi til langframa og haldið 

tfram að vaxa eins og verið hefir siðustu áratugina? 

Það má óhikað ganga að þvi vísu að bæirnir halda^ 
áfram að vaxa. Fyrst og fremst er sú reynsla i öllum 
löndum, að bæirnir hafa ómótstæðilegt aðdráttarafl. Þó 
ekkert taki við nema hreinasta örbirgð, sækir fólkið þang- 
að úr sveitunum og verður margt að hinum alkunua borg- 
arskríl. Við þessum vandræðum hafa ekki fundist nein 
ráð sem verulega hafi að haldi komið. Jafnframt liggur 
það i augum uppi að bæirnir geta ekki til langframa vax-^ 

9* tl32 Unga íólkið og atvinnuvegir landsins. 

ið eins ört og verið hefir siðustu áratugi. Sveitirnar hlytu 
þá að tæmast og á því mun engin hætta að jarðir vorar 
leggist i eyði ef engin stórslys vilja til og sveitavara helzt 
í svo háu verði sem horfur eru á. 

Það munu margir segja að kauptúnum vorum veiti 
létt að bæta við sig einum 1000 mönnum á ári, sú fjölgun 
sé i raun og veru litilfjörleg. Þó er það vist að nú er 
atvinnan rýr i kaupstöðunum og oft engin timura saman. 
Væri verkalýðurinn spurður, myndi hann hiklaust og með 
fullum rétti segja að atvinnuvegirnir hrykkju illa til handa 
þeim sem nú búa i bæjunum, hvað þá heldur fleirum, 
allri viðbót væri ofaukið. 

Þetta breytist að sjálfsögðu til batnaðar ef atvinnu- 
Tegir bæjanna yxu hraðfara, þá yrði jafnframt þörf fyrir 
fleiri hendur. Nú eru þessir atvinnuvegir svo fáir og 
óbrotnir að auðveldlega má gera sér grein fyrir hvers 
^ænta má af þeim. 

I ð n a ð u r. Erlendis er það viðast iðnaður sem 
hleypir fram vexti bæjanna. Hver verksmiðjan ris þar 
upp við aðra og veitir þúsundum manna atvinnu, þó mis- 
jafnlega sé af henni látið. Hér er litið um iðnað og mjög 
hæpið að hann aukist að mun fyrst um sinn. Trésmiðir, 
saumakonur og múrarar eru fjölmennustu flokkarnir og 
hart á að atvinnan hrökkvi handa þeim sem nú stunda 
hana. Vonandi er að smámsaman verði öll islenzk ull 
unnin hér i dúka, en það þarf ekki nema eina meðal- 
verksmiðju til þess og það eru ekki ýkja margir menn 
sem fengju atvinnu við hana. Aðeins ein iðnaðartegund 
er líkleg að veita á sínum tíma fjölda manna atvinnu og 
það er niðursuða flsks og annara matvæla. Það er lik- 
legt að þessi iðnaður eigi hér góða framtið, en sem stend- 
ur eru ekki horfur á að mikið kveði að honum fyrst um 
sinn. 

Verzlun er og hefir verið helzta atvinnugrein kaup- 
túnanna og flestir bæirnir eru fullir af allskonar búðum. 
Svo margir eru nú um þessa atvinnu, að líkindin eru lítil 
til þess að þeim f jölgi til mikilla muna. ÖUu fremur mætti Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 18^ 

búast við þvi að þeim fækkaði, ef samvinnufélögum vorum 
yxi íiskur um hrygg, enda fæstum hagur að margir séu 
milliliðir í verzlun og viðskiftum. 

Landbúnaður er sumum kauptúnum góður stuðn- 
ingur. Meira getur hann naumlega orðið og áreiðanlega verð- 
ur hann þeim engin veruleg atvinnuuppspretta til lengdar. 

Hér er fljótt yfir sögu farið, en þó fleira væri athug- 
að og nánar, er það auðsætt að allur vöxtur og viðgang- 
ur kaupstaðanna er undir fiskiveiðunum kominn. Ef spurt 
er hvort bæirnir geti tekið við atvinnulausu ungu fólki, 
þá er i raun og veru spurt hvort fiskiveiðar vorar séu^ 
þess megnugar eins og nú er ástatt. Vér skulum athuga. 
þetta nánar. 

Atvinnan við Fiskiveiðar vorar eru i uppgangi, að minsta 
fislciveiðar. kosti vaxa útfluttar sjávarafurðir stórum. 
ár frá ári. 

Útfluttur sjávarafli. Útflutt sveitavara.- 
1880—90 meðaltal 3.008.000 kr. 1.675.000 kr. 

1891—95 — 5.955.000 — 1.957.000 — 

1896-1900 — 4.943.000 — 1.950.000 — 

1901-05 — 7.854.000 — 2.231.000 — 

1907 8.831.000 — 3.009.000 — 

1910 9.471.000 — 3.558.000 — 

1911 hérumbil 11.250.000 — 

Þessar tölur sýna að fiskiveiðar eru i uppgangi og í 
fljótu bili sýnist hann geysilegur. Það er eins og sjávar- 
aflínn vaxi meira en alt annað i landinu og eftir því að 
dæma mætti ætla að fiskiveiðarnar gætu umsvifalaust 
tekið við öllu fólkinu sem bætist við og ef til vill meiru. 

En það er margt að athuga við þessar tölur. Fyrst 
og fremst má t. d. draga frá verði sjávaraflans 1910 2 — 
3 miljónir króna sem ganga í kol, salt og aðrar aðfluttar 
vörur sem til útvegsins ganga og ekkert svarar fyllilega 
til hvað sveitavörur snertir. Þá er og miklu meiru eytt 
af sveitavöru i landinu sjálfu en af fiski. Sveitabúskap' 
urinn er í raun og veru miklu þyngri á metunum en út- 134 Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 

fluttu afurðirnar sýna, enda veitir hann ólíkt fleiri mönn- 
um atvinnu. Árið 1910 lifðu 43.411 menn á sveitabúskap 
en aðeins 15.890 á fiskiveiðum og þrátt fyrir hinn mikla 
afla hafa sjómennirnir naumlega haft betri afkomu að 
meðaltali né lifað betra lífi en sveitamenn. Það er að 
minsta kosti eftirtektavert hve fáir menn lifa af fiskiveið- 
um þrátt fyrir mikla aflann. 

Fiskiveiðar á opnum bátum. öldum saman 
hefir bátaútvegurinn verið eini útvegurinn og enn ber 
hann höfuð og herðar yfir öU seglskip vor og togara. 
Árin 1906—10 var að meðaltali 680/0 af öllum fiski afiað- 
ur á opna báta, aðeins 32% á stærri skip. Eru nú horfur 
á því að bátaútvegurinn aukist svo og margfaldist aö hann 
veiti þúsundum manna atvinnu sem bætast við ár frá ári? 

Eg held að þessari spurningu verði fljótsvarað og það 
neitandi. Þó afliun hafi aukist síðan vélabátum fjölgaði, 
þá hefir skiprúmatalan nálega staðið i stað í langan tíma, 
verið nálægt 7.000 talsins. Bátaútvegurinn seiglast og 
stendur á gömlum merg, en það er ekki neinn verulegur 
gróður i honum sera heimti nýtt vinnuafi. Útvegurinn 
hefir gengið saman í sumum héruðura, fært út kvíarnar i 
öðrura, vélarbátar komið í stað róðrarbáta, aflinn aukist 
og jafnfrarat kostnaðurinn, en skipsrúraatalan breytist sár- 
litið og atvinnan eykst ekki til stórra rauna. 

Þilskipaútvegurinn var í miklura uppgangi 
fyrir nokkrura árura, veitti fjölda raanna atvinnu og var 
€toð og styrkur bæja vorra. Hann þurfti á raiklura raann- 
afia að halda og hefði hann haldið áfrara að blómgvast væri 
atvinnan nóg í bæjum vorura. Nú gengur þessi atvinnu- 
vegur saraan, skipunum fækkar með hverju ári og menn- 
irnir missa atvinnuna sera á þeira voru. Það raá vera að 
'þilskipaútvegurinn blóragist á ný, en fátt bendir þó í þá 
átt. Sem stendur er þar engrar atvinnuvon fyrir unga 
fólkið. 

Togaraútvegur. Eg kem þá að þessu yngsta 
og stórskorna barni sjávarútvegsins, sem allir vona að 
vinni ótal kraftaverk, veiti ótakmarkaða atvinnu, velti af UBga fólkið og atvinnuvegír landsins. 135 

08S fátæktarfarginu og gjöri oss alla að Dýjum og betri 
mönuum. Þetta er eina útvegsgreinin sem vex með krafti 
'Og kergju, að undanteknum sildarveiðunum, sem togar- 
arnir ef til viU leggja alveg undir sig með tímanum. Þó 
endalaust hafi verið á þvi stagast, að fiskimið vor væru 
óþrjótandi gullnáma, þá hefir eiginlega engum reynst það 
«vo nema sumum togurunum. öllum öðrum hefir sjór- 
inn geflð daglegt brauð og oft af skornum skamti, sjávar- 
mönnum vegnar engu betur en sveitamönnum, en hins 
vegar hafa þeir átt að stríða við nógar hættur og mann- 
raunir. Það er von þó menn trúi á tpgarana. Það er 
eins og þeir séu upphaf nýrra og. betri tíma. Ef fiski- 
veiðarnar geta veitt unga fólkinu atvinnu, þá eru það tog- 
araveiðar eftir þvi sem horfur eru nú. 

Á hér um bil 8 árum höfum vér eignast að nafninu 
19 togara og eru þó ekki allir í raun og veru íslenzk 
eign. Nú eru 16 eftir, en þrír eru úr sögunni. Það 
hafa þá bæzt við að jafnaði 2 á ári. Nú má ganga að 
jþvi vísu að þeim fjölgi örar framv^egis, ef alt fer með 
feldu, en hve mikið er erfitt að gizka á. Ef alt gengi 
eins og í sögu gæti ef til viU togaratalan tvöfaldast á 
hverjum 5 árum og ættu þá 40—50 skip að bætast við á 
næsta áratugnum eða rúm 4 skip á ári, en að alt gangi 
svo slingurlaust mun fáum detta í hug. Eg hygg því að 
það sé fullrífiega i lagt, að á næstu 10 árunum f jölgi tog- 
urum að meðaltali um 4 skip á ári, en hitt er auðséð að 
beri nokkuð út af getur viðkoman orðið miklu minni. Eg 
fileppi hér að taka tillit til útlenzkra skipa, sem kynnu að 
flykkjast hingað í skjóli einhverra leppa. 

En fyrir hve mörgum heimilum geta þá þessir 4 tog- 
arar séð, sem eg tel að bætist í hæsta lagi við á árí 
hverju? 

Mér telst svo til, að naumlega sé gjörandi ráð fyrir 

því, að hver togari fleyti meira en sem svari 40 heimil- 

um, þegar alt er talið, eigendur, umsjónarmenn, sjómenn 

í«g fiskverkunarfólk. Ef gjört er ráð fyrir þvi, að unga 

itvinnulausa fólkið giftist, svarar þetta til þess, að hver 186 Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 

togari sjái fyrir 80 manns, 40 karlmönnum og 40 konum. 
Fjórir togarar taka þá rúm 300 manns á sina arma. Eftir 
sem áður standa um 700 manna með tvær hendur tómar 
og enga atvinnu, sem bent verði á með fullri vissu. Ef 
togararnir ættu að veita öllu unga fólkinu atvinnu, sem 
bætist við i landinu, þá þyrftu að minsta kosti 10 að bæt- 
ast við árlega auk þeirra sem kynnu að týna tölunnil 
Fyrst um sinn kemur slík fjölgun ekki til greina. 

Hér ber þá að sama brunni: Jafnvel togararnir 
hrökkva ekki, að minsta kosti næsta áratuginn, til þess- 
að veita fólkinu atvinnu og það þó alt gangi vel. Það' 
getur verið að þeir gjöri það eftir 10 ár, það gæti meira 
að segja hugsast að vér yrðum þá i mannahrald, en fyrst 
um sinn eru engar likur til þess. 

Er landið Vér höfum nú rent augunum yfir hið helzta,- 
of Utið? sem landið hefir að bjóða yngstu atvinnulausu 
börnunum sem bætast við. Það má ef tll 
vill með sanni segja, að allir geti fengið einhvern starfa,. 
sumir sem vinnufólk i sveit, aðrir við iðnað eða önnur 
störf i bæjunum sem smámsaman kynnu að spretta upp 
og meginið við togaraútveginn. Þó er ástandið nú likt 
og koma skyldi fyrir næturgestum á heimili, þar sem eitt 
rúm er autt eða ekkert. Osjálfstæði og lítinn kost býður 
landið flestu unga fólkinu, en útlegð að öðrum kosti. Þetta- 
stóra land er i raun og veru of lítið fyrir landsins börn 
eftir þvi sem nú er á þvi búið! Ef þær vonir eiga að^ 
rætast að landið framfleyti margfalt fleira fólki verður 
margt að breytast stórkostlega frá því sem nii er. 

Eg er i engum vafa um það, að fjöldi manna telur 
þessar röksemdir raínar svartsýni eina og heilaspuna. Trú- 
in á landið, þess miklu framtið og auðsuppspettur, er rík 
hjá mörgum, sem betur fer, en því miður mest hjá þeim, sem 
minst hafa vit á þessu máli. Margra ára athugun og 
rækilegt viðtal við fjölda vesturfara hefir vakið athygli 
mina á atvinnuskortinum og hversu margur góður drengur^, 
einkum heimilisfaðir, hefir reynt víðsvegar aö fá sæmi- Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 13T 

lega atvinnu innanlands áður en hann kastaði tólfunum> 
og fór til Vesturheims. Úr sveitunum fara menn til bæ- 
janna og vonast þar eftir auð og atvinnu, en þar bregð- 
ast vonirnar og flestir enda sem ósjálfstæðir fátæklingar 
eða fara af landi burt. 

Þetta þarf að breytast. Vér verðum að auka og efla 
atvinnuvegi vora svo að allar hendur hafi nóg að starfa, 
að allir geti átt æfi sem samboðin er siðuðum mönnum, 
ef þeir láta ekki sitt eftir liggja. Þetta er skilyrði fyrir 
vexti þjóðarinnar og flestum framförum. Þetta er fyrsta 
og helzta verkefnið sem fyrir þjóðinni liggur, og öU henn- 
ar heill er undir þvi komin að úr þvi verði fyllilega leyst. 

Vér verðum að stækka landið! II. 
Það er gömul saga að atvinnuvegi vora þyrfti að efla- 
og auka. Eg hefl að eins litið á málið frá þvi sjónarmiði, 
að hér sé atvinnuleysi og landkreppa fyrir ungu uppvax- 
andi kynslóðina. Allar stefnuskrár stjórnmálaflokkanna 
hafa lofað öllu fögru um það að efla atvinnuvegi vora,- 
»styðja sjávarútveg«, »styðja landbúnað«, en hitt hefir verið 
óljóst hvernig ætti að þessu að fara, orðin verið alment 
töluð, en ekki komið fram neitt ákveðið fasthugsað skipu- 
lag. Það hefir ekki tekist að gjöra innanlandsmál að 
traustum grundvelli fyrir fiokkskiftingu ; og orsök þessa er 
í mínum augum einföld vanþekking. Vér höfum ekki átt 
neinn afburðamann á þessu sviði, sem hafi séð Ijóslega 
alla heildina, verið bæði lærður og reyndur i þessum mál- 
um og getað skapað skýra raunhæfa stefnuskrá. 

Þingið og Ekki verður annað séð af ávörpum eða stefnu- 

þjóðin. skrám þeim, sem fiokkar vorir birta við hátið- 

leg tækifæri, en að helzt sé til þess ætlast 

að endurreisn atvinnuveganna eigi helzt að koma frá al- 

þingi, stuðningi og styrkveitingum þess. Að minsta kosti 138 , Unga f^lkið og atvmniivegir landsins. 

kveður mest að þessum fyrirheitum um stuðning atvinnu- 
Nvega undir alþingiskosningar. 

. Eg f elst f úslega á það, að miklu máli skiftir, um af- 
skifti og aðgjörðir þingsins i atvinnumálum. Eg sé að 
þingið getur að minsta kosti unnið hið mesta ógagn i þessa 
átt. Eg efa það ekki, að það geti unnið mikið gagn ef 
vel er haldið á, þó það sé vissulega miklu meiri vandi. 
Hins vegar sýnist mér reynsla útlanda benda á það, að 
mestu — langmestu máli skiftir dáð og dugur þjóðarinnar, 
einstaklinganna sem reka hvers konar atvinnu. Alþingi 
getur ekki verið og á að minstu leyti að vera húsbóndi og 
forráðamaður fólksins i þessum efnum. Það má ef til vill 
um það segja með Wilson forseta Bandarikjanna: Free 
men need no guardians (frjálsir menn þurfa ekki á fjár- 
halds, eöa forráða-mönnum að halda). 

Hvað er það sem mest og bezt hefir skapað allar fram- 
íarir vorrar aldar, gjörbreytt heiminum á minna en einni 
öld og hlaðið þjóðirnar guUi og gersemum? Eru það þing 
og stjórnir landanna? Ekkert er fjær öllum sanni. Fá- 
tækir og oft litilsvirtir hugvitsmenn fundu gufuvélina, raf- 
magnið, allar v'^.ðferðir, vélar og áhöld sem öll framförin 
bygðist á, stjórnunum að þakkalausu. Framsýnir dugn- 
aðarmenn hagnýttu sér síðan uppgötvanirnar, reistu verk- 
smiðjur, bygðu skip, grófu námur, sköpuðu stóreflis 
atvinnugreinar fyrir miljónir manna og mótuðu »gull 
rautt húsum fullum« úr skarpskygni fátæku hugvitsmann- 
anna. Svo komu stiórnirnirnar eftir dúk og disk, lögðu 
á hvers konar skatta, sem ekki að minsta leyti gengu í 
óarðsaman herbúnað, og sópuðu vinnumönnum sem auð- 
inn bjuggu til i herþjónustu. Þennan skerf lögðu þær 
mestan til framfaranna! 

Hvað hefir t. d. danska stjórnin gert til þess að skapa 
atvinnuvegi handa unga fólkinu sem bæzt hefir við i land- 
inu? Það hefir flest fengið atvinnu við iðnað og nýjar 
verksmiðjur, sem dugnaðarmenn hafa komið á fót. 
Stjórnin heflr svo hirt skattana. Húsmennirnir eru 
fáir i samanburði við verksmiðjulýðinn. Er það al- l Unga fólkið og atvinnuvegir Jandsins. 139 

iþingi og stjórnin sem hefir komið hér á fót togara-útgerð- 
-inni? Hún bannaði sjómönnunura að skifta við útlendu 
togarana og sektaði þá ef þvi varð komið við, en sjó- 
mennirnir hlýddu þessu miður vel, kyntust útlendu sjó- 
mönnunum, lærðu veiðiaðferðina og tóku siðan höndum 
:saman við dugnaðarmenn í landi til þess að eignast sjálfir 
:skip. Stjórnin hirti auðvitað útflutningsgjald, farmgjald 
og aðra skatta. — Þess munu yfirleitt fá dæmi, en nokk- 
ur þó, að stjórn eða þing skapi heilbrigða, öfluga at- 
vinnuvegi, nema ef telja skal embætti og hermensku. Eg 
held að rétt sé að gjöra sér þetta Ijóst. Það sýnir að 
mjög mikils er ekki að vænta af þingi og stjórn í 
þessum efnum, þótt það sé almenn skoðun hér á landi. 
Vér getum ekki varpað allri áhyggjunni á þingið. 

Arðvœnlegustu Að svo miklu leyti sem þing og stjórn 
írœðin. getur látið til sin taka i atvinnumálum, 

þá veitur alt á þvi að geta greint þau 
atriðin frá, sem mestar hafa framtíðarhorfur, leggja alla 
áherzluna á þau og greiða eftir megni fyrir vexti þeirra og 
viðgangi. Góð stjórn þarf helzt að hafa meira en Heimdallar 
heyrn, svo að hún heyri ekki eingöngu hvar grasið vex, 
heldur hvar það ætlar að vaxa, sjái hvar toppbrum at- 
vinnuveganna er að myndast, svo hún geti varið þau 
frosti og fári. Ef t. d. þing og stjórn hefði strax rent 
grun i þýðingu og framtíð togaraútvegsins fyrir oss, þá 
hefðu eflaust fyrstu afskiftin af togurunum orðið nokkuð 
á annan veg. Sumum er gefin óvenjuleg glöggskygni í 
þessa átt, en fiestum verður staðgóð þekking vissasta leið- 
beiningin, og það er engin furða þótt hún sé af skornum 
skamti hjá stjórnmálamönnum vorum, því að stjórnmála- 
störfin eru oftast höfð í hjáverkum. 

Eg held vér fáum tæplega góða og gilda stefnuskrá í 
innanlandsmálum fyr en einhver dugnaðarmaður vinnur 
að þvi til langframa og með óskiftum hug að rannsaka 
þau og framtíðarhorfur þeirra. 

Vér höfum ekki úr öðrum atvinnuvegum að spila, líM) TJnga fólkið og atvinnuvegir landsins. 

sem geti aukist til stórra muna og veitt sívaxandi at- 
vinnu, en sveitabúskap, sjávarúveg og iðnað. 
Hvað er það í þessum atvinnuvegum, sem búast má við 
að geti fyrst blómgast, gefið flestum atvinnu og borgað sig 
bezt? Ef eitt er öðru fremra að þessu leyti, ætti það að 
sitja í fyrirrúmi. 

Sveita- Eg hefi áður getið þess, að með þvi lagi sem 
húskapur. nú er, sé hæpið að sveitabúskapur fleyti miklu 
fleiri mönnum. Ef þetta á að takast, verður 
býlum að fjölga og heyfengur að vaxa stórkostlega við 
aukna ræktun, túnrækt eða engjarækt. Túnræktin er það 
sem mest rækt hefir verið lögð við um langan tima af 
fjárveitingavaldinu. Taða og túnastærð hefir líka aukist 
til mikilla muna, nálega tvöfaldast á rúmum 30 árum, 
eftir skýrslum að dæma, en þó miðar þúfnasléttum vorum 
svo seint, að heila öld þyrfti til þess að slétta öll tún 
landsins einu sinni með þvi áframhaldi sem verið hefir 
siðustu 20 árin! Ef þess er gætt, hve mikið hefir verið- 
hlynt að túnrækt, verður ekki annað sagt en að henni 
miði ótrúlega seint. 

Dœmið um Eg held að lítið dæmi sýni það Ijósast, hvern- 
hóndann. ig auðveldast er og fljótlegast að auka hey. 
feng vorn, en hann er undirstaða þess að 
býlum geti fjölgað. Hugsum oss að duglegur bóndi reisti 
bú á sveitajörð sem væri þannig háttað, að hús væru lé- 
leg, f jórir flmtu hlutar af túni þýfðir og ræktin miður góð, 
en nógir móar ef auka skyldi stærð túnsins. Gjörum ráð^ 
fyrir að neðan túnsins lægi allmikil en rýr landspilda, 
sem auðveldlega mætti ná á nógu og góðu vatni og gjöra 
að flæðiengi. Eg er ekki í efa um að bóndinn léti engið 
sitja i fyrirrúmi og græddi mest á því að veita vatninu á 
það. Það eitt gæti ef til vill tvöfaldað heyskap hans á fám 
árum, ef engið væri vel til áveitu fallið. Aukið úthey gæfi 
síðan aukinn áburð og hann aukna töðu. Þegar flæðiengið 
væri komið i gott lag, sneri hann sér fyrir alvöru að tún- Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 141 

Tæktinni, en ekki fyr. Gamla túnið yrði girt og sléttað 
á rúmum áratug eða minna og að lokum ráðist á móana 
og þeim breytt i tún eftir því sem áburður entist til. Þá 
ættu lika efnin og búið að hafa aukist svo, að traust og 
gott hús kæmi i stað gamla hrörlega bæjarins. — Þannig 
myndi ötull bóndi fara að ráði sinu og jörðin taka meiii 
stakkaskiftum á einum mannsaldri en hún hafði tekið frá 
landnámstið. Eg held að allir bændur muni vera mér 
sammála um þetta. 

Þjóðin Ef menn geta fallist á að þetta búskaparlag 

^g hóndinn. bóndans haíi verið hyggilegt og framkvæmd- 
ir hans í réttri, hagkvæmri röð, þá má full- 
yrða, að eins er ástatt fyrir þjóðinni. Húsakynni hennar 
eru léleg og þurfa að rísa úr rústum. Að eins Vs l^luti 
túnanna er sléttur, hitt að mestu þýft og i miður góðri 
rækt víðast hvar. Móar og mýl-ar eru viðast nægar, ef 
stækka skal túnin. En svo á þjóðin, þótt ekki sé fyrir 
hvers manns dyrum, stóreílis undirlendisflæmi i sumum 
héruðum, sem liggja vel við áveitu. Þau eru margf öld 
að flatarmáli við öll tún landsins. Ef þau væru orðin að 
góðum flæðiengjum, myndi hey af dagsláttu verða litlu 
minna en af meðaltúni og ekki standa langt að baki töðu, 
eftir þvi sem reynslan sýnir um gulstör vora og aðrar 
flæðiengjajurtir. Slik engjarækt kostar ekki nema lítinn 
hluta þess sem túnræktin krefst, með allri fyrirhöfninni 
við sléttun, áburð og ávinslu. Hún er margfalt arðsam- 
ari en túnræktin, þar sem vel hagar til. 

Flóaáveitan. Að eins eitt af undirlendum vorum hefír 
verið athugað vandlega i þvi augnamiði að 
veita á stóreflis svæði og þurka það jafnfr^mt upp, svo 
hafa megi fult vald yfir vatninu. Það er Flóinn. Hér 
er að tala um mikið og dýrt fyrirtæki, sem kostar 600 
—800.000 kr. Svæðið er um 3 n milur, eða álíka og öll 
tún landsins samanlögð. 

Nokkra hugmynd má gjöra sér um það, hverjum 142 Unga fólkiö og atvinnuvegir landsins. 

stakkaskiftum héraðið tæki þegar áveitan væri komin og- 
áhrif hennar sæust til fulls. 

í eftirfarandi lauslegu yfirliti styðst eg að sjálfsögðu við 
það sem Sig. Sigurðsson alþm. og Thalbitzer verkfræðing- 
ur hafa skrifað um þetta mál. Það sem eg hefi áætlaðy. 
er merkt með *. 

Flóinn nú: 

Tala býla um 200^) 

(ábúendur alls 248). 

Mannfjöldi (sveit og sjór) . . . 3500^) 

Heyskapur : 

Taða . . . 20.000 

Úthey . . . 70.000 
Samtals 90.000 

Heyskapur á býli 368 hestar 

Kýr alls um 1000 

Flóinn eftir áveituna: 

*Tala býla um 1000 

*Mannfjöldi 9000 

Heyskapur : 

*Taða . . . 150.0008) 

*Úthey . . . 400.000 
Samtals 550.000 
*Heyskapur á býli .... 550 hestar 
Kýr alls um 10.000*) 

») Thalbitzer telur um 200 býli. Sig. Sigurðsson telur 248 ábú- 
endur (tvibýli). 

^) A sveitaheimilunum liklega um 1500. Hitt fólk við sjóinn. 

^) Þessi áætlun er lág ef úthey eykst svo mjög og kúm fjölgar.^ 
Með góðri áburðarnýting ætti taðan að geta orðið miklu meiri^en 
nú má gera ráð- fyrir að talsvert gangi i garða. Eigi að siður má telja 
vafalaust að 15 hestar af töðu fáist upp úr áburði undan einni kú.^ 
Minna getur það ekki verið. 

*) Eg geri kúnni 55 hesta, þvi sumarbeit yrði liklega aðeins að* 
tala um i rúman mánaðartima. Hér er gert ráð fyrir að alt hey gangi 
til kúnna en að sjálfsögðu fer nokkur hluti þess i hesta o. s. frv. Þetta- 
breytir ekki miklu er þess er gætt hve taða er áœtluð lágt. Unga fólkið og atvinnnvegir landsins. 143^ 

Aðalatriðið 1 þessari áætlun er að úthey vaxi úr 70.000- 
hestum upp í 400.000 hesta. Sig. Sigurðsson gerir ráð 
fyrir að það nemi 470.000 hestum (Fjallkonan 1907). Þetta 
svarar því, að 9 hestar fáist af valladagsláttu, en eg hefi- 
gert ráð fyrir hér um bil 7. Eg sé ekki að þessi áætlun 
sé á nokkurn hátt ógætileg, en vil þó ekki, sökum ókunn- 
ugleika á svæðinu, fullyrða neitt um það. Hin atriðin um 
áhrif áveitunnar má sjá í hendi sinni. Eg hefi gjört ráð^ 
fyrir, að hvert býli hefði meiru úr að spila en nú er og 
hækkað heyskapinn úr 368 hestum upp 1 550 hesta. Efna- 
hagurinn ætti þvi að verða mun betri. Auðvitað yrði aðal- 
lega um kúabúskap að tala og sennilega lika talsverða 
svínarækt. 

Héraðið ætti eftir þessu að taka geysilegum stakka- 
skif tum ! 

Sveitabýli eru þar nú þvi sem næst 200 og mannfjöldi 
þeirra liklega ekki yfir 1500. 

Áveitan skapaði um 800 nýbýli handa 1600 af 
unga fólkinu sem bætist við i landinu og með tímanum 
fleyttu þáu, ef 6 manns væru i heimili, 4800 mönnum! 

Þessu gætum vér þá ef til viU hrundið af stað með 
600 — 800.000 kr., með fé sem svarar kaffi- og tóbakstolli 
eins árs! 

Sig. Sigurðsson telur að áveitan borgaði sig lang- 
drægt á einu ári. Þó hér væri að tala um 2 — 3 ár, þá 
er gróðurinn stórfenglegur. Þetta ættu þá islenzkar sveit- 
ir að geta gert ef vel er á öllu haldið, þó fólkið sé að 
flýja þær. Geri aðrir atvinnuvegir betur! 

Er þetta eJcM Ekki lái eg það alþýðu manna þó hún 
loftJcastali? spyrji í fylstu alvöru. Vér erum ekki 
vanir slíkum byltingum í sveitabúskap ■ 
vorum. Þó höfum vér allir séð hið sama i smáum stýl á 
f jölda jarða. Alt er á þvi bygt að hver túnadagsl. á flæði- 
enginu gefl um 7 hesta af heyi. Þetta gera góð flæðiengi. 
Safamýri sem náttúran hefir veitt á áratug eftir.áratug,. 
þó miklu meira sé en góðu hófi gegnir, hefir gefið af sér 144 Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 

sem svarar 10 hestum af dagsláttu þegar vatnið er hóf- 
legt. Hún er rétt við Flóann og jarðvegurlnn var þar 
upprunalega engu betri en i Flóanum. Þetta eitt er ær- 
in sönnun f yrir því að hér sé ekki um loftkastala að ræða. 

Auðœfi Vér höfum séð að góðar horfur eru á þvi að 
sveitanna. Flóinn geti bætt við sig 4 — 5000 mönnum 
þegar timar líða og gefið 800 heimilisfeðrum 
sjálfstæða góða atvinnu, hús og heimili fyrir sig og sina. 
Þetta segir þó ekki mikið ef sjá skal fyrir 1000 manna 
viðbót á ári hverju. En Flóinn er aðeins eitt svæði af 
mörgum sem rækta má á sama hátt, og gæfist Flóaáveit- 
an vel myndu aðrar sveitir koma á eftir. Það er óhætt 
að segja að Flóinn myndi þá tifaldast og 8000 nýbýli 
koma i stað 800. Og þó hefi eg hér aðallega engjarækt- 
ina fyrir augum. Hitt er auk þess víst að túnræktin á 
eftir að aukast stórlega hvað sem öllum áveitum liður, að 
minsta kosti tvöfaldast. Þessari auknu framleiðslu fylgdi 
eflaust að jörðum yrði skift og býli fjölguðu þó seinna 
gengi. Það er okkur sjálfum að kenna ef sveitir vorar 
geta ekki tekið við öllum sem í sveit vilja vera áratug 
eftir áratug. Og þær geta boðið alt annað en vinnumensku, 
sem mörgum er þó góð og farsæl atvinna. Þær geta boð- 
ið þúsundum manna að verða sjálfstæðir bændur og af- 
komu sem þoli fyllilega samanburð við nágrannalöndin. 

En erfitt verður að hrinda þessu áleiðis ef ekki nýt- 
ur aðstoðar þingsins. Hér er að tala um svo stór íræði 
að bændur brestur bæði fé og áræði til þeirra, jafnvel þó 
þau væru mjög arðsöm. Það er ólíku auðveldara þó dýrt 
sé að leggja saman í togara en að veita á Flóann. I öðr- 
um löndum hefir það og gengið svo að stjórnirnar hafa 
orðið að beitast fyrir stórum áveitum (Egiptaland, Indland 
og víðar) eða afveitum (Holland). 

Sjdvarúfvegur. Eins og áður er getið virðist alt benda 

til þess að togaraútvegurinn sé eina út- 

Tegsgreinin sem sé i uppgangi, sú sem gefur mesta at- Unga fólkið og atvinnnvegir landsins. 145 

vinnu og mest i aðra hönd. Ef stjórn á að styðja sjávar- 
útveg þá er að styðja togarana. En hvað getur stjórn 
gert í þessa átt? 

Eg get ekki betur séð en að stjórn standi hér miklu 
lakar að vigi en í landbúnaðarmálum. Það er aðallega 
tvent sem ætlast má til af henni: Það verður að gæta 
þess að lög^jöfin vinni henni ekki skaða með óhentugum 
lögum eða ósanngjörnum sköttum. Þá getur og stjórnin 
et til vill greitt fyrir þvi að útgerðarmenn eigi sæmilega 
greiðan aðgang að lánsfé með sem beztum kjörum. Hinu 
hefi eg ekki trú á, að stjórnin eigi að sækja mjög fast að 
fjölga skipum t. d. með stórlánum í þessu augnamiði. Það 
yrði sennilega til þess að fleiri legðu út í togaraútgerð en 
færir væru til þess, að mennirnir á skipunum yrðu miður 
valdir og mætti þetta verða útvegnum að tjóni. Togara- 
útvegurinn er nú kominn á þann rekspöl að ef hann 
borgar sig vel þá vex hann hraðfara af eigin ramleik, en 
fari hann að bera sig illa er hverri stjórn ofætlun að 
halda honum uppi. 

Sjór og sveit. Það munu margir ætla að sjávaraflinn gefi 
óliku meira i aðra hönd en sveitabúskap- 
ur. Það bendir margt á að svo sé ekki eða þurfi ekki 
að vera. Eg held að sú hafi verið reynsla undanfarandi 
alda að sjávarmenn hafi yfirleitt hvorki verið rikari né 
liðið betur en fiestum sveitamönnum. Segja má að nú sé 
þetta breytt eftir að pokanætur og botnvörpur hafa kom- 
ið til sögunnar. Eigi að siður, ef áætlun manna um Flóa- 
áveituna fer nærri lagi, þá er það fljótséð að enginn tog- 
ari getur ávaxtað svo féð sem til hans gengur eins og 
Flóamýrarnar. 

Annað atriði er og eftirtektavert : Sjávaraflinn verð- 
ur liklega ætíð svipulli en sveitabúskapurinn, meira háður 
alls konar áhrifum sem vér ekki höfum vald yfir og fijót 
eru skipin að liða undir lok ef gróðinn hrekkur ekki vel 
til þess að endurnýja þau, en vel ræktað sveútabýli, sem 
nýtur t. d. stuðnings af góðu flæðiengi, getur staðið meðan 

10 146 tJnga fólkið og atvinniivegir landsins. 

landið er bygt, ef jarðeldur grandar þvi ekki. Þá er held- 
ur engin vissa fyrir þvi að fiskimið vor séu sú óþrjótandi 
uppspretta sem aldrei verði tæmd, hve mörg hundruð- 
botnvörpungar sem stunda þar veiðar mestan hluta árs. 
Það er hugsanlegt að fisknum verði svo fækkað á miðum 
vorum eftir hálfa öld að botnvörpuútgerð borgi sig ekki, 
og að sjálfsögðu myndi þá lika bátaútvegur eiga erfitt 
uppdráttar. Þá stendur eða fellur landið með sveitabú- 
skapnum, sem ætíð hefir verið traustasti atvinnuvegur 
vor og langflestir hafa lifað á. 

Þá er það að lokum þýðingarmikið mál, að sjórinn 
hefir önnur áhrif á fólkið en sveitin, elur upp öðru vísr 
fólk. Svo hefir þetta reynst hvervetna. ReglubundnaM 
sveitalífið og fasta heimilið venur fólk að öllum jafnaði 
á reglusemi, sparsemi og iðjusemi, þó jafnframt vilji það 
oftast brenna við að það verður smátækt og Ihaldssamt. 
Hvikuli sjórinn sem stundum gefur stórgróða á stuttum 
tima freistar til fyrirhyggjuleysis og eyðslusemi, eins og 
síldveiðar vorar hafa oft sýnt Ijóslega. Ekki er það held- 
ur alls kostar heppilegt að heimilisfaðirinn er nálega ætið 
úti á sjónum og sér að eins konu og börn á mánaðafresti. 
Áhrif hlýtur það að hafa á uppeldi barna og margt ann- 
að. Það ber þannig margt til þess að í öllum löndum er 
sveitafólkið talið traustasti og þrautseigasti þáttur þjóðar- 
innar, og er þetta ekki sagt sjómönnum til lasts. íslenzkir 
sjóraenn hafa getið sér góðan orðstir, en sjómannastéttin 
stendur nú einu sinni á hálara svelli en sveitafólkið. Það 
þarf ekki annað en t. d. bera saman sjómannamálið með 
öllum þess orðskrípum við hreina sveitamálið, sem sjá má 
á þjóðsögum vorum, en vitanlega á eg hér einkum við 
sjómensku á hafskipum. 

Verksmiðju- í stærri verksmiðjuiðnaði er að eins um 

iðnaður. tvent að gjöra, að frátöldum tóverksmiðjum, 

niðursoðin matvæli og áburð unninn úr loft- 

inu. Einstaklingar verða eflaust að brjóta hér isinn sem Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 14^: 

víða annarstaðar, og vafasamt að þingið geti mikið fyrir 
þessum raálum greitt. 

Heimilis- Frá landnámstíð og til þess um miðja siðustu 
iðnaður. öld hefir land vort verið iðnaðarland, þó i 
smáum stil væri. Þegar heyönnum og haust- 
verkum var lokið, var óðara sezt við heimilisiðnað, karl- 
ar kembdu, konur spunnu og smiðurinn tók til við smiðar 
sínar. Stutta sumarið, þriðjung ársins, stunduðu menn 
landbúnað. Allan veturinn, tvo þriðjunga árs, var landið 
iðnaðarland. Gildi gamla iðnaðarins sést bezt á þvi að 
alin vaðmála var gerb að verðmæli. Fólkið hafði atvinnu 
alt árið. A siðustu áratugum hefir þetta gjörbreyzt. Gamli 
heimilisiðnaðurinn hefir oltið um koll og orðið undir í 
samkepninni við erlendan verksmiðjuvarning. Þetta hefir 
meðal annars haft þau áhrif, að sumarkaup verkafólks er 
orðið tiltölulega hátt, því af því verður það að lifa alt 
árið; eigi að síður er árskaupið mun lægra en viðast 
annarstaðar í heiminum. 

Flestar tillögur manna um endurbætur á atvinnuveg- 
um vorum lúta að því, hversu gjöra megi arðsama tímann 
enn arðsamari. Hitt liggur þó i augum uppi, að vér verð- 
um að finna einhver ráð til þess að gjöra oss veturinn 
arðsaman. Eina ráðið til þess er iðnaður, og til þess að 
almenningi komi hann að haldi, verður hann að vera 
heimilisiðnaður. 

Það er vonlaust að endurreisa gamla heimilisiðnaðinn 
i þvi formi sem hann var. Hann er nú orðinn úreltur. 
Vér verðum að fylgjast með tímanum og koma upp iðn- 
aði sem hentar vorum tímum og þolir samkepnina. Fjöldi 
af iðnaðarvörum er með því marki brendur, að vélar geta 
ekki unnið þær nema að nokkru leyti, geta ekki komið í 
stað mannshandarinnar, margar léttavara og efnislitlar i 
samanburði við verðið. Vér ættum að geta gjört oss 
slíkan iðnað að vetrarvinnu. 

Þvi fer f jarri, að allar iðnaðarvörur séu í verksmiðjunt 
gjörðar. í Þýzkalandi lifir hálf miljón manna af heimilis- 

10* 148 Unga fólkið og atvinnuvegir landsins. 

iðnaði. í Sviss eru 19% af öUum iðnaðarvörum heimilis- 
iðnaður, 1 Austurríki 34%, i Norvegi 25%. Heimilisiðn- 
aðurinn lifir enn góðu lífi viðsvegar um lönd og vér stönd- 
um ekki alls kostar ver að vígi en allir aðrir. 

Fyrir nokkru var stofnað félag hér i Reykjavik til 
iþess að efla heimilisiðnað. Ef það hefði eitthvað álit- 
legt fyrir stafni, væri alþingi skylt að styrkja það. Þá 
gæti og eflaust komið til tals að leg^ja nokkurn toU á 
Bumar iðnaðarvörur, t. d. tilbúin föt, og efla með því iðn- 
að i landinu. 

Mér kemur ekki til hugar, að heimilisiðnaður verði 
út af fyrir sig stór atvinnuvegur fyrir unga fólkið, en eg 
held að hann geti orðið því og öUum landslýð góður 
stuðningur og auka-atvinna eins og hann heflr verið frá 
landnámstíð, svo framarlega sem vér kunnum með að fara. 

Yfirlit. Ef vér lítum yflr það sem sagt hefir verið hér 
að framan, eru aðalatriðin þessi: 

1) Sem stendur er landið of litið, rúmar ekki unga 
fólkið, sem árlega bætist við, nema það sé óvenju litilþægt. 

2) Vér getum áreiðanlega stækkað landið, geflð öll- 
um atvinnu, sem þess þurfa, og fjöldanum öllum sjálf- 
stæða stöðu. 

3) Vissasti og farsælasti vegurinn til þessa er aukin 
ræktun landsins, sveitabúskapur en ekki sjávarútvegur, 
að minsta kosti fyrsta áratuginn. 

4) Þrátt fyrir alla kosti túnræktarinnar, og þeir eru 
miklir, á landstjórnin að láta engjarækt sitja i fyrirrúmi 
fyrir öllu öðru. Hún ein getur gjört stórfelda breytingu 
-á sveitabúskapnum á stuttum tíma. 

5) Engjarækt i stórum stil er óframkvæmanleg, 
nema með öflugri aðstoð þingsins. Hún er helzta verkefni 
þesa i atvinnumálum. 

Guðm. Hannesson, Kveðjur. Erindi fyrir alþýðafræðslu Stúdentafélagsins, 
flatt 8. marz 1914. AUir munu þykjast vita hvað k v e ð j u r eru, að 
þær eru virðingar- eða vinsemdarmark til þeirra er menn 
hitta eða skiljast við. Maður gengur t. d. út á götuna og 
rekst þar á góðan vin, sem hann hefir ekki séð í margt 
ár. Hann hneigir sig, tekur ofan og tekur i hönd þess- 
um fornvini sinum, en finst það ekki nóg og rekur að^ 
honum rembingskoss, faðmar hann að sér ogsegir: *Sæll 
og blessaður! Velkominn! Hvernig liður þér?« 

Slikt mundi naumast þykja i frásögur færandi. Kveð- 
jur eru einhver allra algengasta athöfnin i samlífi manna, 
og það sem algengt er vekur sjaldan til umhugsunar. En 
það ætti að gera það, þvi algengt er venjulega það eitt 
sem langlíft er, en langlift i félagslifinu er það eitt sem á 
sér djúpar rætur i eðli manna. Svo er um kveðjurnar, 
sem eg nú ætla að athuga litið eitt. Litum fyrst á kveðjut 
mannsins er eg tók til dæmis. 

Auðsætt er að hún er samsett úr mörgum atriðum. 
Þessi atriði eru : hneiging, ofantekning, handa- 
band, koss, faðnian og kveðjuorð. Hvert þeirra 
getur verið næg kveðja út af fyrir sig, og hvert þeirra á 
sina sögu, sem eg nú skal minnast á. 

H n e i g i n g er lotningarmark, og að lúta einhver- 
jum táknar upprunalega að hneigja honum. Upphaflegasta 
hneigingin er eflaust sú að falla til jarðar. Sú athöfn 
mun eiga upptök sin i lamandi ótta við sigurvegarann. 
Hundur sem verður hræddur við annan hund fleygir sér 150 Kveöjur. 

stundum á bakið fyrir honum. Það er uppgjöf allrar 
varnar. Að þvi er Livingstone segir, heilsa Batoka-Negrar 
þannig, að þeir kasta sér á bakið, velta sér af einni hlið- 
inni á aðra og slá á lærin. Þeir láta með því i Ijós undir- 
gefni sína og fögnuð. A Vináttueyjunum heilsa alþýðu- 
menn höfðingja sínum með því að fleygja sér fyrir fætur 
honum og setja fót hans á hnakka sér. Og með ýmsum 
þjóðum, t. d. Assýriúmönnum og Egiptum hiniim fornu, 
hefir konungum verið heilsað með þvi að falla þeim til 
ióta. I Siam og Dahome skríða menn fyrir konung. 

Næsta stigið er knéfall. Það er áfangi á leiðinni á 
nasirnar. Sumstaðar, til dæmis i Kína, er knéfallinu 
samfara að beygja höfuð sitt til jarðar og þvi oftar sem 
meiri lotning er sýnd. í Bibliunni sjáum vér að slik end- 
urtekning hafði sömu þýðingu með Gyðingum. Jakob laut 
sjö sinnum til jarðar unz hann kom fast að Esaú bróður 
sinum (1. Mós. 33, 3.). Að knéfall tiðkaðist við hirð Nor- 
egskonunga á 13. öld sézt af »Konung8skuggs]á«: »En 
ef hann (þ. e. konungurinn) heimtir þik nærri sér ok viU 
tala við þik leyniliga, þá sezk þú á kné fyrir hánum svá 
nærri, at þú megir vel hlýða hans einmælum, ok þá 
skikkjulauss«. — Að krjúpa á annað knéð í stað beggja 
er nokkur stytting á athöfninni, og þegar konur hneigja 
sig í hnjáliðum, eða þegar karlmenn fyrrum brugðu fæti 
aftur (á þýzku Kratzfuss), þá er hvorttveggja leifar af kné- 
fallinu. Enn siðara stig er það að gera aðeins bendingu 
til að tákna að maður sé fús á að fleygja sér til jarðar, 
eins og Arabar, er rétta höndina til jarðar og leggja hana 
svo á munn sér eða enni. Og þegar menn hneigja sig 
nú á dögum hver fyrir öðrum, þá er lotningin orðin svo 
íhógleg sem hún getur orðið, og þar sem hún er af beggja 
hálfu, má svo að orði kveða að menn standi jafnréttirþó 
.þeir haldi þessum sið. 

Sömu lotningarmörk og menn sýndu konungum sin- 
um sýndu þeir og guðunum og fuUtrúum þeirra og liknesk- 
jum. Abraham féll fram á ásjónu sína er Jahve gerði 
Mttmálann við hann. Nebúkadnezar konungur féll fram á Kveðjur. 151 

ásjónu sina og laut Daniel, er hann hafði ráðið draum 
ihans. Og er hann hafði látið gera gulllikneskið, var öll- 
nm viðstöddum, að viðlögðu lifláti, boðið að falla fram og 
tilbiðja það. Knéfall fyrir guðalikneskjum og dýrlinga- 
myndum er alþekt, og kaþólskir menn hneigja sig í hnjá- 
liðum er nafn Krists er nefnt. 

Ofantekning. í Hrólfs sögu Gautrekssonar er 
mgt frá þvi hvernig Hrólfur heilsaði Þórbergi konungit 
•>Hrólfr konungr tók hjálminn af höfði sér, ok hneigði 
konunginum, enn stakk blóðreflinum i borðið ok mælti: 
»Sitið heilir, herra, ok i náðum alt yðvart riki«. Þegar 
Skalla-Grimur ætlaði að ganga fyrir Harald konung hár- 
fagra, sagði hann við förunauta sina: »Þat mun hér vera 
siðr, at menn gangi vápnlausir fyrir konung«. Og i Kon- 
ungsskuggsjá stendur: »En þú gakk skikkjulauss inn fyr- 
ir konung, ok haf áðr kembt hár þitt slétt ok strokit 
•skegg þitt vel. Hvárki skaltu hafa hött né húfu né kveif 
á höfði, heldr skaltu úhuldu hári ok berum höndum fyrir 
rikismenn ganga«. Fyrir þessum sið færir Konungsskugg- 
«já þær ástæður, að sá sem leggi af sér skikkjuna sýni 
með þvi að hann sé búinn til þjónustu nokkurrar og telji 
sig ekki jafnan þeim er fyrir situr. Þetta sé ennfremur 
rtil þess að koma i veg fyrir sviksamleg tilræði, þvi vel 
megi fela vopn undir skikkju sér, ef hún er borin. Þess- 
ar ástæður má eflaust til sanns vegar færa. Að taka of- 
an og leggja af sér skikkjuna er að sýna undirgefni með 
þvi að gera sig varnarminni en áður, og siðurinn virðist 
eiga rót sina að rekja til þess er herteknir menn urðu að 
láta vopn sin og klæði af hendi við sigurvegarann og 
ganga slyppir og snauðir á braut. Það er eins og byrjun 
i:il að afklæða sig fyrir sigurvegaranum og er i samræmi 
við ýmsa siði viðsvegar um heim. I Abessiniu afklæða 
þegnarnir sig ofan að belti fyrir höfðingjunum og Tahiti- 
menn sömuleiðis ofan á lendar fyrir konunginum. A 
'Gullströndinnni i Afriku bera menn vinstri öxlina og 
hneigja sig i kveðjuskyni og i Dahome bæði taka menn 
ofan og bera axlirnar. 152 Kveðjur. 

Að draga skóna af fótum sér er af sömu rót og tákn- 
ar hið sama og ofantekningin. Þar er aðeins byrjað á 
neðri endanum að afklæða sig. 

Þessi lotningarmerki hafa og verið sýnd þvi sem 
heilagt er. Þess vegna taka menn ofan i kirkjunni. 

í Sturlungu má sjá dæmi þess að forfeður okkar tóku 
ofan i kveðjuskyni. 

Handaband. »Að taka höndum saman« er forn 
siður er táknar samkomulag, frið eða vináttu. Menn 
»handfestu heit sin« um kvonfang og annað, og má sjá 
þess mörg dæmi i fornbókmentum vorum: »Siðan stóðu 
þeir upp ok tókust i hendr, ok fastnaði Mörðr Hiúti dótt- 
ur sina Unni«, segir Njáia. Siðurinn tiðkaðist hjá Hindú- 
um og Rómverjum, og á einu kvæði Hórazar má sjá að á 
hans dögum var handabandið líka haft fyrir kveðju. ^Að- 
rétta hönd sina til samfélags«, eins og Páll postuli kallar 
það, varð og kveðja i kristnum sið. Og á Arons sögu 
Hjörleifssonar sést að forfeður vorir hafa notað það eins,. 
þvi þegar Aron fór að hitta Þórð kakala og bjóða honum 
til sín, er hann átti í mestum vandræðum í Noregi, þá 
stóð Þórður upp og heilsaði Aroni og tók i hönd honum. 
Nú er handabandið orðið kveðja viða um heim, þvi það 
breiðist út með samgöngum Evrópumanna við aðrar þjóðir. 

Herbert Speneer hefir komið fram með skrítna skýr- 
ingu, sem mér reyndar virðist efasöm, á því er menn 
skaka hendur þegar þeir heilsast. Hann heldur að þetta 
handaskak eigi rót sina að rekja til handkossa. Að kyssa 
á hönd annars er virðingarmerki. Ef nú sá er slíkur hand- 
koss er ætlaður, sýnir, eins og dærai eru til, litillæti sitt 
með þvi að draga að sér höudina og reyna að kyssa á 
hönd hinum, en hann byrjar á nýjan leik og þetta geng- 
ur upp aftur og aftur, þá mundi úr því verða flutningur 
handauna upp og ofan til skiftis. Það yrði svipað þóf 
eins og þegar menn metast um það hvor eigi að ganga 
á undan inn um stofudyr. 

K s s i n n á sér langa sögu og merkilega. Hann 
kemur einkum yið ástasögur, þó hann hafi lika verið hafð- Kveðjur. 15» 

ur til að votta lotningu, vináttu og aðrar skyldar geðs- 
hræringar. En ekki er kossavitið mönnunum meðfætt, þvf 
kossar eru óþektir um mikinn hluta Eyálfunnar, á Mada- 
gaskar, hjá mörgum Negraflokkum i Afríku, Eldlendingum, 
Eskimóum og víðar. En flestar þessar þjóðir hafa anna5 
í staðinn, og það er hinn svo nefndi Malajakoss. Hann 
er fólginn í því að þrýsta eða núa nef jum saman, og mun 
upphaflega hafa verið til þess að þefa hver af öðrum, þó 
snertingin komi auðvitað lika til greina. Með sumum þjóð- 
um heilsast menn með þvi að þefa hver af öðrum; þeir 
setja munn og nef á kinn þeim sem þeir heilsa og draga 
andann djúpt að sér, og stundum er þefað af höndunum 
líka. Hjá sumum Malajaflokkum eru sömu orð höfð um 
það að heilsa og þefa. Með því að anda að sér hver 
annars ilm sýna þeir góðvild sína hver til annars. 

Eins og Malajakossinn mun þannig eiga upptök sin í 
ilmaninni, eins mun hinn venjulegi koss eiga rót sína i 
smekknum, eða smekk og ilman i senn. Auðvitað á snert- 
ingin sinn þátt i að gera kossinn það sem hann er. Skáld- 
in hafa Jöngum verið kossafróð, þess vegna er bezt að- 
heyra hvað þau segja. Þegar Bjarni Thorarenseu segir: 

»Kystu mig, hin mjúka mær<, 

eða Jónas Hallgrimsson með Heine talar um *brennandi 
kossa fjöld«, eða Stgr. Thorsteinsson segir: »08s kossinn 
á vörunum brann«, þá er snertingunni lýst fuU-greinilega. 
*Hunangseimur drýpur af vörum þínum, brúður«, segja 
»Ljóðaljóðin«, og það er eflaust slíkur hunangseimur sem 
Grímur Thomsen kallar »kossa mungát*. Við sjáum hvern- 
ig hann fer með það: 

„Á vara þinna bergði' eg brunni, 
Burt hef eg margar sorgir kyst, 
Eg lífsins dögg þér drakk af munni, 
En drakk þó aldrei mina lyst". 

Að kossar séu s æ t i r ber öUum skáldum saman um i 

„0, rósamunnsins rika hnoss, 
Hinn rænti koss! 
Svo sætt, svo stutt er trauðla til 
Neitt tálar spil<, 164 Kveðjur. 

kveður Steingrímur. Og að kossinn a n g a r vissi hann 
lika vel: 

„Svo rósbliða ununar angan 
Eg aldrei i heiminum fann", 

sagði hann. 

Ilman, smekkur og tilfinning eiga þannig 
öU sinn þátt i kossinum, og það er óhætt að bæta s j ó n 
og h e y r n við : 

„Varir þinar eru eins og skarlatsband 
og munnur þinn yndislegur", 

segir enn »LjóðaIjóðið«, og ekki mundu skáldin eins oft 
tala um »rósamunninn« ef þeim þætti liturinn engu skifta. 
Það eru ekki heldur neinar hversdags hugmyndir sem 
Bjarni Thorarensen gripur til, þegar hann er að færa Sig- 
rúnu sanninn heim um það, að hann vilji eins vel kyssa 
hana »þó munnur og kinnar hvitni«. — 

„aóði, lát þú ekki i 
heyra' i, heyra' i" 

heflr Jón Thoroddsen eftir stúlkunum i aunað sinn sem 
þær af náð og miskunn gefi manni koss. Það bendir á 
að kossinn gefi hljóð af sér, ef ekki er þvi gætilegar kyst, 
og hvernig kossahljóðið getur runnið saman við önnur 
hljóð sést á vísu Heines i þýðingu Jónasar: 

„Sizt veit nú kæra sálin min 

hvað svo mér friðar hug og geð; 

orðin kossunum eru þin 

svo undarlega vafin með". i, 

Kossar hafa verið notaðir i kveðjuskyni viða um lönd 
frá þvi sögur hófust. Hjá Gyðingum var það siður er 
kunningjar mættust að þeir kystu hver annars höfuð, 
hendur og herðar. Júdasarkossinn var eflaust undir yfir- 
skyni kveðjunnar. Vér sjáum og hvernig Esaú heilsaði 
Jakob bróður sinum: »Þá hljóp Esaú á móti honum og 
faðmaði hann, lagði hendur um háls honum og kysti hann«. 
{1. Mós. 33, 4). »Heilsið hver öðrum með heilögum kossi«, 
skrifar Páll postuli (Róm. 16, 16, sbr. 1. Kor. 16. 20, 2. 
Kor. 13. 12). Og þessi helgi koss tiðkaðist lengi við ýms- Kveðjar. > vlB5 

ar hátíðlegar athafnir kirkjunnar, þó það verði ekki 
rakið hér. 

Um Persa segir Herodót að jafningjar heilsuðust með 
kossi á munninn, en væri annar af lægri stigum en hinn, 
þá var kyst á kinnina. 

Forn-Grikkir heilsuðust og alment með kossi, og kunn- 
ugt er hvernig nautahirðir og svinahirðir hins goðumlíka 
Odysseifs fögnuðu honum er þeir könnuðust við hann: 
»Þá umföðmuðu þeir hinn fróðhugaða Odysseií og grétu, 
fögnuðu honum, og kystu bæði höfuð hans og herðar, og 
eins kysti Odysseifur höfuð þeirra og hendur«. (Odysseifs- 
kviða XXI). 

Kossinn virðist þó hafa verið enn almennari kveðja 
með Rómverjum. Menn heilsuðust alment með kossi á 
hönd, kinn eða munn, kystust er þeir hittust kvöld og 
morgna og á öllum árstíðum. Sumir báru ilm í munn- 
inn til að gera kossinn Ijúffengari, en aðrir limdu plástra 
á varirnar til að sleppa við kossana, þvi þeir urðu hið 
mesta fargan, sem skáldið Martialis (43 — 104 e. Kr.) kvart- 
ar mjög yíir og dregur dár að i kvæðum sínum. Loks 
bannaði Tiberius keisari þessa daglegu kossa. 

Kveðjukossinn tiðkaðist og mjög á miðöldunum. A 
riddaratímunum tók frúin i húsinu og jafnvel dæturnar 
lika móti tignum gesti með kossi. Og á Frakklandi, Eng- 
landi, Niðurlöndum og Þýzkalandi og viðar hélzt kveðju- 
kossinn, einkum í æðri stéttunum, jafnvel fram á 18. öld. 
Og konungar og konungbornir menn kyssast enn, er þeir 
hittast við hátiðleg tækifæri. 

Annars fer því fjarri að kveðjukossar séu alstaðar 
lagðir niður. í Austurriki, i Þýzkalandi, Frakklandi og á 
Italíu má enn oft sjá vini og frændur kveðjast með kossi, 
einkum á kinnarnar. Og i sumum löndum eru konur 
kystar á hönd i kveðjuskyni, en stundum að eins i orðum: 
»Eg kyssi hönd yðar« er til sem kveðja bæði i Austur- 
riki og á Spáni. Alkunnugt er að páfinn er kystur á 
fótinn. 

Að forfeður vorir tiðkuðu kveðjukossinn er alkunnugt 156 Kveðjur. 

af sögunum, t. d. þegar Flosi kysti Kára, og eins og kunn- 
ugt er hafa kossar til skamms tíma verið almenn kveðja 
hér á landi, þó nú séu þeir mjög að leggjast niður. 

Að faðmast er menn heilsast eða kveðjast innilega 
hefir tiðkast meira og minna alt i frá fornöld. Esaú faðm- 
aði Jakob, nautahirðirinn og svinahirðirinn Odysseif, Gunn- 
hildur Hrút. 

Loks eru kveðjuorðin. Þau hafa verið ýms og 
þó svipuð á ýmsum timum. Hvernig Gyðingar kvöddust 
sést i Biblíunni. Elisa lætur svein sinn segja við súna- 
mítisku konuna: »Hvernig líður þér; hvernig liður manni 
þinum; hvernig liður drengnum?« (2. Kon. 4, 26). Davíð- 
lætur sveina sina heilsa Nabal þannig: »Heill sért þú 
og heill sé húsi þinu og heill sé öllu sem þú átt« (i. Sam. 
25, 6). »Heill, rabbi«, segir Júdas við Jesúm. »Heilar 
þér«, segir Jesús upprisinn við konurnar. Og við postul- 
ana segir hann : »Friður sé með yður«. Sú kveðja er 
og sýrlenzk og arabisk. Fönikíumenn sögðu »Lifðu!« og 
kaldversku mennirnir heilsa Nebúkadnezar með orðunum n 
»Lifi konungurinn eiliflega!« (Dan 3, 9). Grikkir sögðu 
»Kaire«, þ. e. »gleð þig«, bæði er þeir heilsuðust og kvöddust. 
Rómverjar »Salve« og »Vale«, þ. e. »sæll vertu« og »vertu 
heill«. Englendingar segja er þeir heilsa: »How do you 
do?« þ. e. »hvernig liður yður?« og er þeir kveðjar. 
»Goodbye« = God be with you, þ. e. »guð sé með þér«, eða 
»Farewell«, þ. e/ »far vel«. »Góðan dag!c< »Góðan 
morgun!« Gott kvöld!« *Góöa nótt!« eru kveðjur sem 
tiðkast hjá mörgum þjóðum. Sumstaðar kveðjast menn 
með óskum um að sjást aftur. Dæmi eru til að kveðjur 
séu trúarlegs efnis eins og sú er var fyrirskipuð af Bene- 
dikt páfa XHL 1728 og notuð er í kaþólskum löndum á 
Þýzkalandi. Annar segir: »Lofaður sé Jesús Kristur«. 
Hinn svarar: >Um eilifð. Amen!«. 

Kveðjur forfeðra vorra eru kunnar af bókmentunum. 
Komumaður sagði: »Heill þú!« »Heill!« »Ver heill!« 
»Sit heill!« »Heill ok sæll!« »fleilir séut þit!«. Heima- 
menn svöruðu: »Kom heill!« »Heill kominn!« »HeilL Kveðjur. 157 

kom þú!« eða »Kom heiU ok sæll!« eða »Ver velkominn 
með 08s!« Og sá sem fórsagði: >Ver heill!« »Lif heill!« 
»Lif vel!« eða »Lif vel ok heill!«. Hinn svaraði: »Far 
heill!« »Far heiU ok sæll!« »Far vel« eða >Far þú nú 
heiU ok vel«. Stundum sögðu menn að skilnaði: >Hitt- 
umst heilir«. 

„HeíU þú farir, 
heill þú aptr komir, 
heill á sinnum sér" 

er kveðja Friggjar til Óðins, er hann fer að heimsækja 
Vafþrúðni. 

Hvaða hlutverk hafa nú þessir rammfornu siðir, 
kveðjurnar, í samlifi manna? Eru þær nauðsynlegar, eða 
væri ef til vill hægt að komast af án þeirra? Gerum 
ráð fyrir að einhvern góðan veðurdag væri því stolið úr 
minni allra, að kveðjur væru til, en að þeir héldu öUu 
€ðli sínu óbreyttu að öðru leyti. Eg býst þá við að kunn- 
ingjar sem hittust á götunni eða annarstaðar fyndu hvöt 
hjá sér til að láta í Ijós að þeir könnuðust hver við ann- 
an, og yrðu þá að flnna upp á einhverri bendingu eða 
einhverju orði til þess, en eflaust mundi það kosta fyrir- 
höfn, og varla mundu þeir skilja hver annan nema með 
löngum útskýringum. Og þeim sem ættu eitthvert erindi 
hver við annan mundi þykja snubbótt að byrja á þvi al- 
veg formálalaust. Einmitt þessi vandræði losa kveðjurnar 
við. Eins og hvert annað siðbundið form spara þær um- 
hugsun og fyrirhöfn. Þær setja menn greiðlega í sam- 
band hvern við annan, eru sameiginlegur grundvöllur til 
að byrja viðskifti á. Og af því að hver athöfn vekur að 
minsta kosti hneigð til þess hugarþels sem hún upphaf- 
lega er sprottin af, þá er það einkar vel til fallið að 
kveðjurnar eru virðingar og vinsemdarmark. Svo langt 
sem þær ná laða þær fram þær tilfinningar sem eru bezti 
grundvöllur alls samlífs manna. Því fer fjarri að það 
standi á sama hvort kunningjar ganga hver fram hjá 
öðrum á götunni eins og þeir sjáist ekki eða hvort þeir 
heilsast um leið. Það verður kaldari blær yfir samlífinu, 158 Kveðjar. 

ef allir eru að rembast við að vera ókunnugir. ÖUum 
ytri fáleik slær inn. 

Gestur Pálsson lýsti þvi fyrir löngu hvaða þáttur kveðj- 
urnar væru i samlííi manna hér i Reykjavik. Hann segir svo : 

»Lífið á milli flokkanna eða stéttanna er mestmegnis 
fólgið i ofantekningum. Hver flokkur heilsar öllum. flokk- 
um, sem ofar standa í almenningsálitinu, að fyrra bra^ði, 
og lægsta flokknum, sjómannaflokknum, heilsar enginn að 
fyrra bragði. Hér i Reykjavik höfum við 11 boðorðin. 
Þessi 10 fyrstu, sem kend eru við Móses, vilja reyndar 
týna tölunni, og stundum gleymast þau öll, en það 11. 
kunnum við alt af og meira að segja höldum það. Það 
er svona: »Þú átt að bera ótakmarkaða lotningu fyrir 
öllum þeim, sem auðugri eru en þú og öllum þeim, 
sem voldugri eru en þú, og þessa þina undirgefni 
átt þú að frambera á sýnilegan hátt í — ofantekn- 
ingum«. Þess vegna sér maður varla nokkurn tima mann 
heilsa hér kunningja sinum að fyrra bragði, ef hann þyk- 
ist standa flokki ofar. Hann er til með að skotra til hans 
augunum, til þess að áminna hann þegjandi i kristilegum 
kærleika, um að gæta skyldu sinnar og taka ofan, en að 
taka sjálfur ofan að fyrra bragði — það dettur honum 
ekki hug, þvi það er brot á 11. boðorðinu. Menn hafa 
lika húfurnar stundum til þess að sýna litilsvirðingu og 
fjandskap. Eins og kunnugt er, eru einvígi hér lögð nið- 
ur fyrir löngu og mannvig alveg hætt; það helzta, sem 
enn eimir eftir af i þá átt, er steinkast inn um glugga á 
kveldtima eða næturþeli. En það algengasta er þó, þeg- 
ar einhver fyllist heiftaræði og kemst i vígahug, að láta 
bara húfuna sitja fasta á höfðinu, þegar hann mætir fjand- 
manninum, og taka ekki ofan. Þessi húfublóðhefnd er 
farin að verða hér mjög algeng«. 

11. boðorðið, sem Gestur talar um, er nú varla eins 
vel haldið og það var á hans dögum, sjálfsagt vegna 
þess að fleiri og fleiri hafa þahn metnað að þykjast jafn- 
góðir hverjum sem þeir hitta, yngri maðurinn þeim eldri,. 
ólærður þeim lærða osfrv. Þannig fer kveðjum fækkandi^ Kveðjur. 15^ 

Fyrir þá sem vilja halda kveðjunum og þó ekki búa undir 
lögmálinu kann eg ekki annað ráð betra en að menn fylgi 
boði postulans: »Verið hver öðrum fyrri til að veita hin- 
um virðing«, eða þá að yngri maður heilsi þeim eldri að 
fyrra bragði, hverrar stéttar sem hann er, ef þeir eiga 
að heilsast á annað borð. 

í smábæ eins og Reykjavik er það nú sannast að' 
segja, að eins fyrirhafnarmikil kveðja og ofantekningin 
er getur orið næsta hveimleið, einkum þar sem mannfjöldi 
er saman kominn, auk þess sem hún á illa við i stórviðr- 
um og slítur mörgum hattinum fyrir örlög fram. Hér 
hefir því oftar en einu sinni komið hreyfing i þá átt að 
hætta ofantekningum, að minsta kosti karlmenn sin á milli, 
og séð hefi eg prentaðan lista með nöfnum allmargra 
heldri manna, er fyrir æði-mörgum árum stofnuðu slíkt 
»hattafélag«. En það varð víst skammlíft, af skiljanleg- 
um ástæðum. Fólk veit ekki eða gleymir hver er i fé- 
laginu, og það getur valdið misskilningi og komið af stað 
fullum fjandskap, ef maður hættir alt i einu að heilsa 
öðrum, sem ekki veit ástæðuna. Mér hefir nú hug- 
kvæmst ráð sem eg hygg að duga mundi, en það er að 
auglýst sé í öllum blöðum að hver sem kemur með til- 
tekið merki i höfuðfati sinu sé undanþeginn því að taka 
ofan og megi heilsa með hneigingu einni eða handhreyf- 
ingu, likt og Englendingar gera. Líklega mundu menn 
vilja taka ofan fyrir konum eftir sem áður, en þá ættu 
þær að hneigja sig að fyrra bragði, því rétt virðist að 
þær ráði því sjálfar við hverja þær vilja kannast fyrir 
mönnum. 

Þessari uppástungu vil eg skjóta til þeirra sem bera 
þetta mál fyrir brjósti. 

Hvernig sem nú fer um ofantekningar, geri eg ráð 
fyrir að kveðjur haldist i einhverri mynd kunnugra á 
meðal þangað til mennirnir verða orðnir eitthvað alt 
annað en þeir eru nú. Þó samlifið sé aldrei, hvorki hér 
né annarstaðar, mestmegnis fólgið í ofantekningum eða 
öðrum kveðjum, þá eru kveðjurnar ekki óverulegur þáttur l^ Kveðjar. 

í félagslííinu. Þær eru forspil og eftirspil þess sem mönn- 
um fer á milli er þeir hittast. Og þó lagið sé margra 
alda gamalt og hver einstakur maður sé við það bund- 
inn, þá fær það nýtt líf, nýja sál i hvert sinn sem það 
er notað, þvi engir tveir menn heilsa alveg eins, og auk 
þess fer kveðja hvers manns eftir þvi hvernig honum 
verður við er hann hittir annan eða skilur við hann. I 
viðbragði hans kemur ósjálfrátt fram eðli hans og hugar- 
þel. »Lofaðu mér að sjá og heyra hvernig þú heilsar og 
kveður og eg skal segja þér hver þú ert og hvað þér býr í 
hug«. Og þó helzt ef eg fæ að f inna það, þvi að engin 
kveðja lýsir manninum betur en handabandið. Eg skal 
reyna að gera nokkra grein fyrir, hvernig á þvi stendur. 

Síðan maðurinn hófst á legg, hefir höndin verið grjót- 
páll fyrir heilabúinu, dyggasti förunautur og þjónn and- 
iins. Og hún getur verið svo hlýðinn þjónn meðal annars 
vegna þess, að hún er svo vel búin að skynfærum. Með 
höndinni skynjum vér hvernig hlutirnir eru viðkomu: 
hvassir eða sljóir, harðir eða mjúkir, hálir eða hrjúflr, 
þvalir eða þurrir, heitir eða kaldir, og hún gefur oss 
glöggasta vitneskju um viðnám þeirra, lögun og rúmtak. 
Hún mælir þá og metur, og hennar sögusögn trúum vér 
bezt. Það sem er áþreifanlegt teljum vér óyggjandi. 
Og svo sem höndin skynjar sjálf, þannig er hún og hin 
bezta aðstoð hinna skynfæranna. Hún ber að þeim hlut- 
ina og hagræðir þeim, svo að áhrif þeirra njóti sin sem 
bezt, og vér berum hönd fyrir augu til að tempra Ijósið 
og fyrir eyra til að safna hljóðinu eða deyfa það. 

Andinn hugsar og skipar, höndin framkvæmir. Hún 
gripur og hún heldur, hún hrindir og kún kastar, hún er 
áhald áhaldanna, sem hún sjálf hefir skapað og gert hafa 
manninn að drotni jarðarinnar. Svo nátvimiað er sam- 
iDand huga og handar, að vandséð er hvort á öðru meira 
að þakka, höndin vitinu eða vitið höndinni. Saman hafa 
þau skapað flest það er menning nefnist, og litið yrði sýni- 
legt af starfsemi liðinna kynslóða, ef öU handaverk þeirra 
Tæru horfin. Kveðjur. 161 

Sé þessa gætt, þá er ekki undarlegt þó höndin væri 
að einhverju leyti spegill sálarinnar og að oft mætti marka 
manninn af þvi hvernig hönd hans er og hvernig hann 
ber hendurnar og beitir þeim. Einmitt af þvi að höndin 
•er sá hluti líkamans sem framkvæmir langflest boð sálar- 
innar, einmitt af þvi að hún er hvorttveggja í senn, skyn- 
færi er bei' hcilanum boð, og verkfæri sem tekur við 
skipunum hans og framkvæmir þær, má búast við því að 
1 henni bergmáli með nokkurum hætti alt sem fram fer 
i heilanum, að hvatir mannsins leiti til handarinnar, sem 
er þjónn þeirra, og stiUi strengi hennar hver eftir sinu 
eðli. En vér vitum að hvert Hffæri þroskast og lagast 
mjög eftir þvi hvernig það verður að starfa. Höndin á 
hljóðfærameistaranum er öðruvísi en á róðrarkarlinum ; 
hver hönd á sina sögu og getur sagt hana þeim sem 
skilur. 

En handaburðurinn getur lika látið í Ijós eðli manna 
og ástand, eins og sést á mörgum orðatiltækjum. Hvað 
getur verið ólikara en að »taka feginshendi« við einhverju 
og svo hitt að »drepa hendi* við því. Og þegar menn 
»festa hendur á« einhverju, eða þá þeim »verður hand- 
fátt« eða alt lendir »í handaskolum«, þá kemur fram mun- 
urinn á þeim sem er »handviss« og »handfljótur« og hin- 
um sem er »handstirður« og »handaseinn«. Það er ekki 
sizta atriðið i lýsingunni á Guðrúnu Gjúkadóttur »er hon 
sat sorgfuU of Sigurði« að hún 

„gerðit hjúfra 

né h.önduin sl á". 

Og fátt sýnir reiðina betur en steyttur hnefi. 

Greinilegast talar þó hönd við hönd, er þær mætast 
í handtaki, enda er ekki undarlegt þó einhver skeyti bær- 
ust frá sál til sálar, er talþræðirnir tengjast þannig: 

»Ekki kallar höndín hátt, 
þó hitfi hún alla strengi", 

segir í visu sem eg lærði nýiega, en það sem hún segir 
fikilst fyrir því, eins og sést á annari visu: 11 162 Kveðjur. 

„Meðan eg hélt i hönd á þér, 
hrandin eðalsteina, 
sögana alla sagði' hnn mér, 
sem þú hngðist leyna". 

A slíku hefir mörgum hitnað, að minsta kosti kveður 
Sigurður Breiðfjörð: 

„Þegar eg tók i hrunda hönd með hægu glingri, 
fanst mér þegar eg var yngri, 
eldar loga á hverjum fingri". 

Sléttuböndin i »Lögréttu«, sem margir eru að spreyta* 
sig á að botna, hafa þvi eflaust rétt að mæla: 

„Hrundir yndis binda bönd 
bandi undir handa". 

En skylt er að geta þess, að þeim getur orðið hált á þvi^ 
að minsta kosti hefir skáldið litið svo á, sem kvað' 

þessa visu: 

„Haltu ekki i hönd mér, væna, 
hún er hvorki mjúk né fögur; 
hún er grein af villiviði, 
er vefst um mitti á friðum konum". 

Þessi erindi sýna það að skáldin vita vel að handa- 
bandið getur flutt boð frá sál til sálar. Og i bókmentun- 
um má, ef vel er leitað, flnna nokkra staði, þar sem 
minst er á handabandið. Þó er það tiltölulega nýtt þar, 
og bendir það á, að mönnum verður það æ Ijósara að eðli 
manns getur alt speglast i einni oinustu athöfn. Siðasta 
skáldsagan, þar sem eg hefi séð minst á handabandið, er 
»Gestur eineygði« eftir Gunnar Gunnarsson. Þar segir á 
einum stað svo frá »Gesti« : »Hann fór að kveðja hvern 
fyrir sig. Hann hugsaði um leið: eg stel þessum hand- 
tökum, — öllum þessum hlýju handtökum. Ef þeir þektu 
mig — þá mundu þeir slá á hönd mér, hrækja á hönd 
mér. Hrækja i andlit mér og ef til vill grýta mig. Ætli 

þeir gerðu það? Ætli þeir gerðu það nú? 

En eg stel þessum handtökum af þvi eg v e r ð að f á þau. 
Bráðum er hönd mín köld. Og sál min getur ekki fram- 
ar mætt neinni annari sál gegnum höndina. Getur ekki 
fundið til ástar hennar og saklausrar samúðar. Eg ver&' Kveðjur. 16Í 

að fá þessi handtök, — verð að taka í svo margar hend- 
ur sem eg fæ yfir komist, áður en eg nú hverf ofan i 
gröfina«. 

í sögunni »Móðir snillingsins«, er kom út i »Nýjum 
kvöldvökum«, er þvi lýst hvernig maður kvaddi stúlku, 
og stóð þá að vísu einkennilega á. Stúlkan segir sjálf 
frá: »0g svo tók hann í hendina á mér, hlýtt og mjúkt, 
ekki með venjulegu handtaki, en lagði þumalfingurna 
hvern í annars greip og hönd utanum hönd«. (Nýjar 
kvöldvökur, 4. ár. bls. 280). 

Eftir öðrum dæmum man eg ekki í íslenzkum skáld- 
sögum. En Guðmundur Hannesson hefir vel lýst sira 
Matthíasi Jochumssyni með þvi hvernig hann heilsar: 

»Það eru engii kaldir, grannir fingurgómar, sem rétt 
er tylt í hendi manns, þegar hann heilsar, heldur er það 
heill, hlýr og mjúkur hrammur, sem gripur um hendina 
og skekur hana vingjarnlega og innilega«. Og að síra 
Matthías kann sjálfur að meta hlýtt handtak, sést á þvi 
að hann hefir byrjað kvæði til Otto Wathne með orðunum: 

„Þökk fyrir handslagið hlýja". 

Ellen Key lýsir ágætlega frá þessari hlið tveim vin- 
konum sínum, Sonju Kovalevsky, rússnesku skáldkonunni 
og stærðfræðingnum, og Anne Charlotte Leffler, sænsku 
skáldkonunni: 

»Þegar Sonja heilsaði, rétti hún höndina snögt, fyrir- 
varalaust, og mjóir, viðkvæmir fingurnir kiptust aftur úr 
greip viðtakanda fljótt eins og fugl slægi væng; hini)r- 
lynda, tilfinninganæma kona var öU í því handlagi. Aftur 
á móti kom róleg geðþekni fram i því hvernig Anne 
Charlotte bar sína fögru arma með liprum úlnliðum og 
vel löguðum mjóum og hvitum höndum; þegar hún heils- 
aði, rétti hún fram höndina með einskonar fyrirvara, en 
sú hönd hvildi mjúkt og fast í viðtakandans, þegar hún 
einu sinni var komin þarc 

Alexander Kielland gefur og furðu Ijósa hugmynd um 
Skipper Worse, með þvi að segja frá því hvernig Garman 
konsúll á leiðinni út i skipið bjó sig undir að heilsa honum:. 

11* '164 Kveðjur. 

»Garman konsúll brosti og svaraði kveðjunni, og um 
leið dró hann i laumi hringana af hægri hönd sér, þvi að 
hann þekti handtakið hans Jakobs Worse, þegar hann 
kom úr ferð«. 

í »Boken om LiIle-Bror« lætur Gustaf af Geijerstam 
mann lýsa þvi, hvað hann mundi af þvi er hann sákon- 
una sína i fyrsta sinn: »Þegar eg var farinn frá henni, voru 
mér í minni tvö furðu stór og djúp augu. Annars man eg 
aðeins eftir svörtum skinnkraga, löngum svörtum hönsk- 
um og handtaki, sem gaf snögg og sterk áhrif af einhverju 
hreinskilnu, vakandi og sönnu«. 

Það er ekki undarlegt, að Helen Keller, blinda og 
heyrnarlausa konan fræga, sem talsvert hefir verið skrif- 
að um á islenzku í seinni tið, hefir manna bezt ritað um 
það hvernig maðurinn lýsir sér i handtakinu. Hún segir 
meðal annars: 

»Astúðlegri hönd gleymi eg aldrei. Eg man i fingr- 
um mér hinar stóru hendur Brooks biskups f ullar af ástúð 
og gleði hraustmennisins. Heyrnarlaus og blindur maður, 
er tekið hefði í hönd Jefferson's, mundi í henni hafa séð 
andlit og heyrt vinalega rödd ólíka allra annara sem hann 
þekti. Hönd Mark Twain's er full af rælni og skringi- 
legustu gletni, og meðan maður heldur í hana, breytist 
gletnin í samúð og drengskap«. 

Þó handtakið sé liklega sú kveðjan er lýsir mannin- 
um bezt, þá mun hver sem hugsar um það finna, að hin- 
ar kveðjurnar geta lika einkent mennina. Út í það ætla 
eg þó ekki að fara i þetta sinn. Tilgangi minum er náð, 
ef mér hefir tekist að vekja athygli yðar á þvi, að þessi 
hversdagslega athöfn, kveðjan, er einn af þráðunum sem 
mannlifið hefir verið ofið úr síðan sögur hófust, einn af 
þeim þráðum er tengja mann við mann og bera boð frá 
sál til sálar. Og eru ekki kveðjurnar, þegar að er gáð, 
ímynd lifsins sjálfs? Er það ekki saga okkar allra, að 
hittast og skilja, heilsast og kveðjast — finna um stund 
4ularfulla návist lifandi sálna, sem óðar en varir hverfa Kveðjur. 165- 

aftur inn í rökkrið og skilja eftir i endurminningunni hver 
sinn einkennilega óm, sælan eða sáran? 
Er það ekki satt sem skáldið kvað: 

„Sem gnoðir er mætast i myrkrum 
og mælast víð eina svipstund, 

— eitt merki, eitt hljómandi hróp, 
sem hverfur i fjarlægð og nótt, 
vér hittnmst á hafi lifsins, 
förum hver fram hjá öðrum og kveðjumst, 

— eitt augans kast og eitt orð, 
i og alt verður myrkur og þögn". 

Guðm, Finnhogason^ „Pereatið" 1850. Um þennan alveg einstaka atburð i skólasögu vorrí 
Tiefir sama ftem ekkert verið ritað enn þann dag i dag^). 
Stafar það af þvi að alt til skamms tíma hafa margir 
helztu aðilar þess máls verið á lifi, en málið afar-viðkvæmt 
þeira. Hins vegar er þessi atburður þó einkar-merkilegur 
og þýðingarmikill, því að hana gjörbreytti allri lifsstefnu 
ekki allfárra skólapilta, og er um leið góð lýsing á til- 
finninga- og hugsunar-Iifi hinnar ungu námsmannasveitar 
á þeim byltingatimum, sem ríktu bæði hér og eigi sizt 
í öðrum löndum um miðbik siðustu aldar, svo að það virð- 
ist full ástæða til að draga þennan atburð fram i dags- 
Ijósið, og nú er timinn til þess kominn; full sextiu ár eru 
liðin siðan hann gerðist, allir höfuðaðilar dánir, og ein- 
ungis einir 4 á lífi af þeim, sem þá voru i skóla, og þeir 
koma lítið við sögu þessa, því það var þeirra flestra fyrsta 
eða annað skólaár, er þessi atburður gerðist. 

Heimildir þær sem eg hefi aðallega notað, eru hinar 
beztu og áreiðanlegustu, sem til eru, eiginhandar skýrsla 
Sveinbjarnar rektors til stjórnarráðsins, og frumrit af 
skýrslu stiftsyfirvaldanna sömuleiðis til stjórnarráðsins svo 
og frumbréfin sjálf, er fóru á milli stiftsyfirvalda og rektors 
um málið. ÖII eru bréf þessi rituð á dönsku. Þær setn- 
ingar sem standa milli tilvísunarmerkja » « eru tilfærðar 
orðrétt úr skjölunum. Nöfnum pilta þeirra, sem tilfærð 
eru i bréfunum, hefi eg ekki fundið ástæðu til að sleppa, ^) örstutt en nokkurn veginn rétt skýrsla i Landstiðindum I bls. 
53 og 54 (sbr. bls. 44) og 74—75. Sjá og Þjóðólf II bls. 157—159 og 
fimásögur i Nýju Kirkjublaði 1911, 9. og 18. bl. 1913, 17. og 19. bl. Pereatið 1850. 167 

en á stöku stað hefi eg þó slept atvikum, sem hefðu getað 
sært tilfinningar núlifandi barna þeirra. Skýringar hefi 
-eg sett neðanmáls um þá menn, sem eru dánir fyrir svo 
löngu, að ætla má að almenningur viti eigi deili á þeim, 
en skýringum um þjóðkunna menn hefi eg slept. 

Auk þessara heimilda hefi eg einnig notað stutta 
skýrslu frá Sigmundi Pálssyni á Ljótsstöðum, ritaða árið 
1897. Sigmundur var þá langt kominn i skóla, er pereatið 
varð, og gaf alveg frá sér lærdóm, eins og ýmsir aðrir 
fleiri, eftir a-ð hann 1852 varð afturreka við stúdentspróf, 
sem að sögn var afarstrangt, einmitt vegna þessa atburðar. 
Skýrslu þessa hefir landsskjalavörður dr. Jón Þorkelsson 
góðfúslega látið mér í té. Enn fremur hefi eg notað dá- 
lítinn bréfkafla skrifaðan sama vetur, sem Gisli Konráðs- 
son hefir tekið upp i ritsafn sitt Gráskinnu bls. 694 — 95, 
hdrs. J. Þork. nr. 128 á Landsbókasafninu. Loks hefir 
herra adjunkt Jóhannes Sigfússon, sem safnað hefir miklu 
úr handritasöfnum á Landsbókasafninu til sögu latinu- 
skólans, látið mér i té útdrátt úr ýmsum bréfum, er hann 
hefir fundið, frá ýmsum merkum mönnum um þennan at- 
'burð. Þó mörg af þessum bréfum séu litið upplýsandi 
um atburðinn sjálfan, þá sýna þau þó eitt, og það er 
hvernig menn litu á þetta tiltæki pilta og er þar skemst 
frá að segja, að flestir drógu þeirra taum, eins og stuttlega 
verður á minst siðar. Eftir þessum heimildum öllum 
og því sem prentað heflr verið, heflr eftirfarandi frásögn 
verið skráð. 

Eins og alkunnugt er, gengu hinar mestu byltingar 
um meginhluta Norðurálfunnar um miðja síðustu öld; þær 
hófust á Frakklandi i febrúar 1848 og breiddust síðan út 
þaðan. Þangað til höfðu þjóðhöfðingjarnir ráðið lofum og 
lögum að mestu leyti, með ráðherrum sinum, en þegnarnir 
höfðu litla eða enga hlutdeild í stjórn landsins, en nú risu 
þeir upp og kröfðust stjórnfrelsis og fengu það. Frelsis- 
andi og frelsisþrá gagntók hugi og hjörtu þjóðanna, eink- 
um þó hinna yngri manna, eins og vant er að vera. Viða 168 Pereatiö 1850; 

urðu róstur miklar og enda blóðsúthellingar, því frelsið er 
jafnan dýrkeypt. Hér bólaði ekki á neinu slíku, en þó 
urðu hér þeir atburðir, sem voru bein afleiðing af þessum 
byltingura erlendis, og aldrei fyr höfðu orðið hér. Þessir 
atburðir voru aðallega fjórir. 1. Vorið 1849 í mai riðu 70" 
manns, mestmegnis Skagfirðingar, norður að Friðriksgáfu, 
amtmannssetrinu á Möðruvöllum, til þess að hrópa Grim 
amtmann Jónsson af. Þegar þeir gengu þaðan á braut 
hrópuðu þeir: Lifi þjóðfrelsið! Lifi félagsskapur og sam- 
tök, og drepist kúgunarvaldið^). 2. Pereatið, sem hér segir 
frá. 3. Afsögn dómkirkjuprestsins, sem þá var, séra Ás- 
mundar Jónssonar, siðar 1 Odda, er þótti lítill og óáheyri- 
legur kennimaður. Sunnudaginn í föstuinngang, hinn 10. 
febrúar 1850, eða rétt eftir pereatið, prédikaði Helgi biskup 
í dómkirkjunni, var þar margt manna saman komið, sem 
vænta mátti. Þegar úti var messan og söfnuðurinn var 
að ganga út úr kirkjunni, steig síra Sveinbjörn Hallgrims- 
son þá ritstjóri Þjóðólfs upp á efsta bekkinn á syðra loft- 
inu og hélt þaðan tölu þess innihalds að skora á prestinn 
að sækja um lausn, »því nú væri svo komið, að guðshús 
safnaðarins stæði hvern helgan dag þvi nær autt og 
tómt«, og á biskup að hann sjái um, »að söfnuðurinn fái 
svo fljótt, sem kringumstæður leyfa, annan prest og þann 
prest, hvers oró og kenningar þeir geti heyrt sér til upp- 
byggingar«2). Út úr þessu var mikil rekistefna, en raálinu 
lauk svo, að sira Ásraundur sótti frá Reykjavik fám árum 
siðar. 4. Þjóðfundarlokin, sem öllum eru kunn. 

í latínuskólanum, sem fluttur hafði veriö frá Bessastöðum. 
1846, hafði alt farið heldur friðsamlega fram þangað til skóla- 
árið 1848—49, þá fór að brydda á ýmsura óeirðura, skóla- 
rúðurnar voru brotnar hvað eftir annað, án þess nokkur 
vissi hver það hefði gert, ýrasir piltar fóru að sýna kenn- 
urum sínum lítilsvirðingu, eða jafnvel smán, svo tveir þeirra *) Þjóðólfur 1. ár bls. 79. Æfisaga Gisla Konráðssonar Rvk- 
1913 bls. 229—32, 310—17, en frásögnin er þar hvergi nærri fullkomÍB' 
né nákvæm. 

*) Hljóðólíur (Þjóðólfur) 2. krg. bls. 127. Pereatið 1850. 169* 

urðu einu sinni að biðja einn kennaranna opinberlega 
fyrirgefningar fyrir nið, er þeir höfðu sett saman um hann. 
Það var þá venja eins og lengi siðar að halda hátiðlegan* 
í latinuskólanum fæðingardag konungs, og voru piltum 
lagðir til 14 rdl. (28 krónur) úr skólasjóði til hátiðahalds- 
ins, en haustið 1849 vildu þeir ekki gera sig ánægða með 
þessa 14 rdl. en heimtuðu 20 rdl.^) og þegar þeir fengu 
ekki þá upphæð, þá skiluðu þeir þessum 14 dölum aftur 
með miklum þótta og frekju, að þvi er rektor segir. Skóla- 
árið byrjaði þvi með talsverðri óánægju milli pilta og 
rektors. Frelsis- og sjálfræðis-andinn greip alt af meira 
og meira um sig, eins og rektor segir, en tækifæri til að' 
risa upp gegn rektor og kennurum fengu þó piltar fyrst^ 
er bindindisfélagið var uppleyst. 

Bindindishreyfing allsterk tók að gripa um sig í Dan- 
mörku rétt eftir 1840; útgefendur Fjölnis og vinir þeirra, 
sem sumir hverjir höfðu dýrkað Bakkus vel mikið, fórui 
nú að sjá að sér og stofnuðu hófsemdarfélag eða bindind- 
isfélag2), og hvöttu íslendinga mjög tii þess að stofna slik 
félög heima i héruðum. Talsverður árangur varð af þess- 
ari áskorun^), en þó einkum i Reykjavík og nágrenni 
hennar. Þeir Pétur (síðar biskup) Pétursson og Stefán? 
landfógeti Gunnlaugsson, sem báðir höfðu verið ytra, þá 
er félagið var stofnað þar, voru helztir bindindisfrömuðir 
hér heima fyrir, og forsetar félags hér^). Eftir því sem Svb. 
Egilsson segir, gengu allir piltar á Bessastöðum óþvingað- 
ir í bindindi árið 1844^). í júni 1845 gengu þeir dr/ 
Scheving og Svb. Egilsson i skólafélagið og varð hinn sið- 
arnefndi formaður félagsins, og i október 1846, þá er skól- 
inn var fluttur til Reykjavikur, gengu kennararnir Björn 
Gunnlaugsson, Sigurður Melsteð og Jens Sigurðsson i félagið 
og H. Kr. Friðriksson árið 1848. Þegar skóli var settur ') Sbr. Þjóöólf 2. ár, bls. 111-12. 

*) Fjölnir 7. ár, bls. 64. 

») Ný Félagsrit 5. ár, bls. 180-86. 

*) Reykjavikarpóstur 2. ár, bls. 174—75. 

">) Sbr. og Ný Félagsrit 1. c, bls. 180—81. 170 Pereatið 1850. 

«m haustið 1849 voru allir piltar í félaginu, nema einir 
fjórir, sem aldrei höfðu viljað i það ganga. Um jólaleytið 
^fndu piltar til gleðileika og buðu borgurum bæjarins til, 
þótti það góð skemtun. Til launa fyrir hana buðu svo 
>borgarar piltum aftur á dansleik, er haldinn var á að- 
fangadagskveld jóla á gildaskálanum (Hjálpræðisherskast- 
alanum, sem nú er); er svo að sjá, að þar haíi verið veitt 
vel, og bindindi pilta farið mjög út um þúfur, og þeir 
•eftir það hafi farið mjög að tiðka komur sinar á gilda- 
skálann. Þá var bæjarfógeti í Reykjavík Kristján Krist- 
jánsson (síðar amtmaður) ; hann var mjög grunaður um að 
hafa verið liðsinnandi piltum með alt þeirra ráðabrugg, 
^nda segir rektor það hiklaust í skýrslu sinni, að eftir 
pereatið hafi forsprakkarnir Arnljótur og Steingrimur setið 
kvöld eftir kvöld heima hjá honum við púnsdrykkju fram 
á nótt. Það er líka kunnugt, að Steingrimur bar alla 
jafna hinn hlýjasta hug til Kristjáns. Að K. Kristjánsson 
hafi verið piltum hjálplegur staðfestist og annarstaðar frá, 
þvi einn af þáverandi skólapiltum segir svo : »fréttist mest 
gegn um hús landfógeta af þvi sem rektor og stiftsyfir- 
völdin voru að brugga«. Það þótti sjálfsögð skylda bæjar- 
fógeta að varna því, að piltar gengju 1 gildaskála, og þvi 
var að boði ráðherrans fyrirskipuð rannsókn viðvikjandi 
hegðun hans sem lögreglustjóra, að þvi er þetta atriði 
snerti, og var honum géfið að sök, að hann hefði vanrækt 
að framfylgja ákvæðum í opnu bréfi 28. nóvbr. 1828, er 
bannar veitingamönnum að leyfa skólapiltum (i Danmörku) 
setu í húsum sinum við drykkju og spil. Þórður sýslu- 
maður Guðmundsson í Kjósar- og Gullbringusýslu var skip- 
aður rannsóknardómari. Bæjarfógeti varði sig með því, 
að hann hefði alis ekki heyrt getið um þetta opna bréf 
fyr en deginum þá á undan, er hann mætti i rétti, enda 
hafði þetta lagaboð ekki verið lögleitt fyrir ísland^). Samt 
sem áður er það vafalaust, að framkoma bæjarfógeta í 
j)es8u »pereats«-máli var aðalástæðan til þess, að hann ') Lovsamling for Island 9. B, bls. 352. Pereatiö 1850. lU 

var sviftur embætti sinu. Hann stóð þá og nærri með að 
fá amtmannsembættið fyrir norðan, en fekk ekki. 

Vilhjálmur Finsen, sem þá var i íslenzka stjórnarráð- 
inu ytra, segir svo i bréfi til Bjarna amtm. Thorsteinsson 
28. maí 1850, að merkilegast í þessum embættaveitingum 
(sem hann hafði minst á) sé, að Christianson fekk ekki 
Norðuramtið, og muni það orsakast af þvi, að fregnir hafi 
borist um hann hingað, sem ekki vitni um, að hann hafi 
sýnt Conduite sem bæjarfógeti i óeirðunum i vetur. J. P. 
Havstein yarð þá amtmaður, en Christianson fekk svo em- 
bættið eftir hann, sem kunnugt er. 

Gestgjafinn, August Thomsen, slapp e"kki heldur við 
rannsókn, en hann varði sig prýðilega með skrifuðu skjali 
og segir svo i enda þess, að hann hafi orðið að liða, að 
piltarnir kæmu i hús sin. »Jeg har ikkun gjort en Dyd af 
Nödvendigheden og derved fulgt Kongens og Keiserens 
Exempel, der paa Folkets Begæring i Nutiden, afsætter et 
Ministerium, saa længe Magten er paa Folkets Side, men 
vender Bajonetten imod dem saasnart de se sig istand 
dertil«. 

Nú víkur aftur til þess er frá var sagt, að piltar fóru 
að \7enja komur sínar á gildaskála upp úr jólum 1849. 
»Þann 10. og 11. janúar 1850 varð Jens kennari Sigurðs- 
son þess var, að piltar höfðu stofnað leynilegt drykkju- 
félag sin á milli, og þá daga sögðu 15 piltar sig skriflega 
úr bindindisfélaginu og báru það fyrir sig, að þeir sum- 
part sannfæringar sinnar vegna, sumpart samvizku sinnar 
vegna, gætu eigi verið lengur i félagi þessu«. Af þessum 
15 gengu þó 8 fljótlega inn i félagið aftur. 12. janúar 
var fundur haldinn i félaginu, og lögðu kennendur hart 
að þeim 7 frávillingum að ganga inn aftur, en það stoð- 
aði ekkert. 

Þá voru stiftsyfirvöld á íslandi, Þorsteinn Jónsson 
(siðast sýslumaður i Árnessýslu) settur stiftamtmaður i 
fjarveru Rosenörns og Helgi biskup Thordersen, er þá bjó 
i Laugarnesi. Margir piltar af Stephensensættinni voru þá 
i skóla, og allir mjög andvigir rektor i bindindismálihu, 172 Pereatið 1850. 

og má segja, að þeir séu upphafsmenn deilunnar, en þeir 
voru náskyldir biskupsfrúnni og vænti rektor sér þvi öfl- 
ugs stuðnings hjá biskupi til að halda þeim til reglusemi, 
þó honum þætti það heldur bregðast þegar á skyldi reyna. 
Helgi biskup átti fund með öllum kennurum skólans siðari 
hluta dags þess 14. janúar. »Lét hann þar i Ijósi með 
átakanlegum orðum skoðun sina á málinu, en hún var á 
þarn veg, að hann áliti það ekki einungis æskilegt, held- 
ur blátt áfram nauðsynlegt, að allir skólapiitar héldu sér 
algerlega frá aliri nautn áfengra drykkja, það væri að 
visu ekki hægt að skylda þá pilta, sem aldrei höfðu vilj- 
að i félagið fara, að ganga i það, (þeir voru 4 sem áður 
er sagt, og voru allir systur- eða bróðursynir biskupsfrúar- 
innar), en hins vegar mætti banna þeim, sem sjálfkrafa 
hefðu gengið í það, að fara úr félaginu, og að það þvi 
væri full ástæða til að skipa þeim að ganga í félagið aft- 
ur«. Að endingu tók biskup innilega hluttekningu i til- 
finningum kennaranna, og lofaði »með sterkum orðum og 
brennandi áhuga að styðja kennarana og þetta góða mál«. 
Að Helgi biskup hafi á þessum fundi haft mjög sterk orð 
um skyldu pilta til að vera í félaginn, eins og rektor 
segir, staðfestist af annara orðum. Þannig segir Jón Thor- 
arensen skólapiltur') i bréfi til síra Friðriks Eggerz dags. 
12. marz 1850: »og sagði biskup þeim að gjöra alt sitt 
itrasta til að kúga okkur aftur inn i félagið (Jón var einn 
þeirra 7), og hafði kveðið svo ramt að þvi, hvernig 
biskupi var til geðs, að hann hafði sagt, að skólapiltar 
ættu enga sannfæringu að hafa, þetta væru ómyndugir 
strákar«.2) 

Annar skólapiltur segir: »En biskup hafði haldið þvi 
fram, að piltarnir ættu að rekast allir, þeir ættu að hlýða 
og hlýða í blindni. Þessi orð biskups fréttu piltar siðar«. 
Þetta er þó alveg tilhæfulaust. Hið sama sagði og Stein- 
grímur Thorsteinsson Jóhannesi kennara Sigfússyni, að ^) Síðast prestur i Saurbæjarþinguin f 1895. 
2) Lbs. 255 fol. \ Pereatið 1850. 173 

Helgi biskup hafi gengið mest fram i þvi að eggja eða 
flkipa rektor að heimta af piltum að þeir væru i bindindi. 
Piltar höfðu ákveðið fund í félaginu kl. 9 að kveldi 
þessa sama dags (14. jan.), og rektor hafði boðað þá 7, 
frávillingana, heim i hús sitt kl. 8, til þess að gera enn 
eina tilraun til þess að fá þá til að ganga inn i félagið 
aftur áður en bindindisfundurinn byrjaði, »en kl. 5 varð 
rektor þess vís, að piltar ætluðu að halda undirbúnings- 
fund i salnum. Hann og Jens Sigurðsson fóru þá uppeftir 
og staðnæmdust fyrir framan grindurnar^) ; fundur var þá 
ekki enn byrjaður, og piltar, þar á meðal þeir 7, voru á 
reiki fram og aftur um salinn. Aðalmálsvari þessara 7 
var Steingrimur Bjarnason. Hann gekk til rektors og 
sagði, að þeir væru fúsir að mæta á þessum fundi, ef 
xektor vildi tala við þá. Rektor lét hann þá skilja, að hann 
áliti það miður vel við eigandi, að þeir mættu á þessum 
fundi, og að hann vildi heldur, eins og um talað hefði 
Terið, fá að tala við þá einslega áður; og tjáðu þeir sig 
líka fúsa til þess. En þá gekk til þeirra Arnljótur Ólafs- 
son, og spurði með talsverðum þótta, hvort þeim væri 
ékki leyfilegt að halda fund þarna. Rektor kvaðst ekki 
hafa neitt á móti því, er hann og Jens kennari væru þar, 
þeir mættu byrja fundinn. En þá tóku þeir Arnljótur og 
Stefán Thorsteinsen^) að tala um, að fundafrelsi væru 
pólitisk réttindi, og hinn fyrnefndi lét það ótvírætt í Ijós, 
að návist kennaranna væri þeim ógeðfeld. Þeir héldu 
þó áfram veru sinni utan grindanna, en þá hlupu piltar 
út úr salnum, og úr skólanum og upp að Skólavörðu og 
' héldu þar fund, þvi stjörnubjart var úti og bIíðaIogn«. 
Kl. 8 um kveldið komu þó þeir 7 i hús rektors ásamt 
Stefáni Péturssyni (Stephensen)^), sem kvaðst eftir ítrek- 
aðri áskorun biskups, en þó nauðugur, hafa gengið aftur 

^) I salnum var alþingi haldið frá byrjun til 1879, voru þvi settar 
grindur fyrir áheyrendur yfir þveran salinn sunnanverðan frá austri 
til vesturs. 

^) sonur Jóns landlæknis, varð cand. phil., druknaði hér við land 1869. 

«) Siðast prestur i Vatnsfirði f 1900. 174 Pereatið 1850. 

í félagið. »Rektor leitaðist þá við með mjúkum orðum að* 
fá þá 7 til að fylgja loflegu eftirdæmi Stefáns. Steingrim- 
•ur hafði orð fyrir þeim, og kvaðst vona að rektor mundí 
ekki ætla sér að fá þá til að breyta gegn sannfæringu 
sinni. Rektor kvaðst ekki hafa orðið var við mikla sann- 
færingu hjá þeim, því sumir þeirra hefðu haft sannfær- 
ingaskifti svo að segja daglega, og lagði hann innilega 
að þeim að ganga i félagið aftur. En er það reyndist 
árangurslaust, lét hann þá vita samkvæmt skoðun biskups,- 
að þeir piltar, sem einu sinni hefðu óneyddir i félagið 
gengið, yrðu skyldaðir til að vera í þvi, og halda bind- 
indisheit sitt. En þegar þeir heyrðu það, neituðu þeir 
með frekju að hlýða þessari skipun, og þar á meðal Stefán 
Pétursson, og gengu siðan út«. Kl. 9 um kveldið áttu 
svo allir kennarar fuud með piltum, mættu þeir þar allir 
nema einn, sem var sjúkur^). Á þeim fundi hafði Bjarni 
Sigvaldason^) orð fyrir piltum og lýsti því yfir, að úr því 
að kennarar skólans ætluðu sér að neyða þá 7 til að 
ganga í félagið, þá segðu þeir sig allir úr því. Arnljótur 
Olafsson tilfærði nánar ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun- 
pilta, og tjáðu þeir sig allir þeim samdóma, nema Jón 
Þorleifsson^) ; hann einn stóð upp og lýsti því yfir, að 
hann gengi ekki úr félaginu. Rektor skoraði þá á pilta 
að mynda nýtt félag, og lagði fram lög fyrir félagið svo- 
hljóðandi*) : 

Bindindislög 
Reykjavíkur lærða skóla. 

1. grein. 

Sérhver skólapiltur skal með öllu halda sér frá öUum 
áfengum drykkjum. Einungis má hann bergja á þvi vini,- 
sem prestur útdeilir honum 1 altarissakramenti. 

2. grein. 

Verði nokkur skólapiltur brotlegur móti þeirri bind- *) Jóhannes Halldórsson cand. theol. barnak. á Akureyri f 1904 

3) Siðast prestur að Stað i Steingrimsfirði f 1883 

^) prestur á Olafsvöllum f 1860. 

*) Eftir frumritinu með hendi rektors. Pereatið 1850. 175^ 

indi, sem um er getið i fyrstu grein, skal rektor, þá hann 
verður þess vis, áminna hann einslega; brjóti sami læri- 
sveinn aftur, skal áminna hann i viðurvist skólans kennara. 
En ef hann brýtur enn í 3ja sinni, er hann rækur úr skóla. 
Reykjavik, þ. 14. janúarm. 1850. 

Undir skjali þessu stendur eitt nafn yzt til hægri 
handar »Jón Þorleifsson«. Hinir allir neituðu því við 
nafnakall að gangast undir lögin. Sveinbjörn rektor seg- 
ist einungis hafa h v a 1 1 pilta til að ganga undir lög 
þessi, en Sigm. Pálsson segir fortakslaust, að hann hafi' 
s k i p a ð piltum að gera það. Lög þessi voru eigi að 
eins mjög ströng, svo að það gat fijótlega valdið brott- 
rekstri úr skóla að brjóta þau, heldur voru þau að því 
leyti þyngri en eldri bindindislögin, að áður máttu menn 
drekka öl og afbrent rauðvín, en eftir þessum lögum var 
algerlega bannað að neyta nokkurs áfengis. Þegar piltar 
að Jóni Þorleifssyni einum undanskildum, neituðu að und- 
irskrifa lögin, lýsti rektor því yfir, »að hann og kennar- 
arnir álítu leynifundi pilta út af fyrir sig vera orsökina 
til þessara óheppilegu úrslita málsins, að bannaði þeim 
alvarlega allar samkomur, án hans leyfis og án návistar 
hans sjálfs eða einhvers kennaranna. En þá fengu þeir 
rektor og kennararnir það kalda og óþjála svar frá Arn- 
Ijóti Olafssyni: »Náttúran bannar þó slíkt ekki«. Að 
þessu búnu lýsti rektor yfir þvi, að kenslu yrði hætt 
þangað til útgert yrði um það, hverjir ættu að hlýða, 
kennarar eða piltar. 

Næsta dag, 15. janúar, skýrði rektor stiftsyfivöldunum 
frá öllum málavöxtum, kvað þann uppreisnaranda nú ríkja 
i skólanum, aö annaðhvort yrði að bæla hann niður með 
festu og einurð, eða skólinn hlyti að líða undir lok vegna 
óstjórnar; færði hann ýms dæmi upp á þrjósku pilta við 
einstaka kennara, ólæti og spell, svo sem að nýlega hefðu 
verið brotnar rúður fyrir 7 ríkisdali i skólanum, án þess 
hepnast hefði að uppgötva þá seku, því piltar héldu sam- 
an sem einn maður og framseldu eigi þá seku, en eink- 
um og sér í lagi þá kvartaði hann yfir neitun þeirra að tl76 Pereatið 1850. 

hlýða skipun hans að ganga í bindindisfélagið, og kennir 
iþað »óheppilegum félagsanda« meðal pilta. 

Rektor leggur það að endingu til, að kenslu sé hætt 
um stund, svo að piltar læri að skilja það, hverjir hafi 
rétt til að s k i p a f y r i r, og hverjir eigi að h 1 ý ð a, 
eða með öðrum orðum, hvort skólinn eigi að haldast við 
eða ekki. -Samkvæmt þessu leggur hann og kennarar til : 

1) að piltunum Arnljóti Olafssyni, Stefáni Péturssyni 
(Stephensen), Stefáni Thorsteinsen, Magnúsi Blöndal^), 
Steingrími Bjarnasyni (Thorsteinsson) og Magnúsi Jóns- 
syni frá Felli^), sé alveg visað úr skóla; 

2) að piltarnir Björn Pétursson^), Benidikt Gabriel*), 
Magnús Jónsson frá Víðimýri^), Þorvaldur Pétursson 
(Stephensen)^), Stefán Thorarensen'^), Jón Jónsson frá 
Barði^), Þorvaldur Stefánsson (Stephensen)®) og Jón Bene- 
diktsson^o) séu sviftir heimavist í skólanum; 

3) að bæjarsveinunum Jóni Sveinssyni"), Magnúsi 
Hannessyni (Stephensen)^^)^ Theodor Thorsteinsen^^), Jóni 
Thorarensen, Lárasi Sveinbjörnsson, Stefáni Stephánssyni 
(Stephensen), Theodór Guðmundssyni^* og Magnúsi Magn- 
ússyni (Stephensen) verði bannað að koma upp i skóla, 
nema i skólatimunum ; 

4) að hinum öllum, auðvitað að Jóni Þorleifssyni og Jó- *) Umboðsmaður Þingeyrarklausturs f 1861. 

^) Hann hætti siðan við lærdóm. 

') Hætti lika við lærdóm, var alþingismaður, og fór siðast til 

Ameriku og dó þar. 

*) Fór lika úr skóla. 

^) Siðagt prestur i Laufási f 1901. 

«) Prestur á Torfastöðum f 1860. 

') Prestar á Kálfatjörn f 1892. 

«) Prestur á Stað á Reykjanesi f 1907. 

®) Fór úr skóla, var lengi verzlunarstjóri i Reykjavik, fór til 

Ameríku og dó i Chicago. 

1°) Siðast prestur i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd t 1901. 

") Málfræðingur og kennari f 1894. 

»2) Stud. jur. t i Khöfn 1856. 

") Prestaskólastúdent t 1860. 

**) Frá Keldum, fór úr skóla. Peréatið 1850. 177 

hannesi Halldórssyni undanskildum, sé veitt hæfileg ofaní- 
gjöf, er kennararnir orðuðu, og að þeim sem nefndir eru 
í 2., 3. og 4. lið sé skipað að halda þau bindindislög, sem 
rektor hafði samið, meðan þeir séu í skóla. 

»Sé þetta ekki gert, fáum vér eigi séð, að skólinn 
hafi tilætluð not af kenslu vorri«. Með þeim orðum 
klykkir bréíiö út. 

Daginn eftir, 16. janúar, kom Helgi biskup í hús 
rektors, þar sem hann og aðrir kennarar skólans sátu á 
ráðstefnu. *»Áður en biskup lagði fram svar stiftsyfirvald- 
anna, undirbjó hann hugi kennaranna með þvi að beina 
athygli þeirra að tíðarandanum og umbyltingum i þjóð- 
lífinu, hann benti á alm.enningsálitið, og hve mikla eftirtekt 
það myndi vekja, yrði hörku beitt, og hve sviða mundu 
hjörtu feðranna, yrði strangleika beitt. öllum oss virtist 
svo, sem hinn háæruverðugi herra væri gersamlega um- 
snúinn frá 14. janúar«. Því næst afhenti biskup bréf 
stiftsyfirvaldanna dagsett sama dag, og hljóðar aðalkafli 
þess um þetta mál þannig: 

»Jafnvel þótt stiftsyfirvöldunum hafi fallið það þungt 
að heyra um það athæfi, sem lærisveinar lærða skólans 
hafa nú um hríð gert sig seka i, og þann anda, sem virð- 
ist ríkja þeirra á meðal bæði alment, og sérstaklega að þvi 
er snertir sambúðina milli kennaranna og þeirra, svo og 
einkanlega um það tiltæki pilta, að segja sig allir (svo!) 
úr bindindisfélaginu, álítum við þó eigi alveg nægilega 
ástæðu til að fallast á tillögur rektors og kennaranna 1 
bréfi i gær um að visa nokkrum piltum úr skóla, svifta 
þá styrk o. s. frv. Við verðum líka að líta svo á, að 
eftir málavöxtum sé naumast ráðlegt að beita valdi til 
þess að fá þá til að ganga inn aftur í nefnt félag. Hins 
vegar teljum við sjálfsagt, að gæta þess vandlega, hvort 
beinar afieiðingar sjáist af burtför þeirra úr félaginu, og 
óskum við, ef svo fer, að fá skýrslu um hvert einstakt til- 
felli ásamt tillögum rektors um, hvernig refsa beri fyrir 
slíkt brot á þeirri sjálfsögðu reglu, sem á að ríkja í 
lærða skólanum. 

12 178 Pereatið 1850. 

Hið sama á og við sérhvert annað brot í eða utan 
skóla, sem eftir eðli sinu og áliti yðar verðskuldar refs- 
ingu og viljum við þvi mælast til þess við yður, herra 
rektor, að þér á þann hátt er yður þykir við eiga, brýnið 
það fyrir öllum piltum, að svo framarlega sem þeir fremji 
nokkurt ódæði, hvort sem það stafar af drykkjuskap, eða 
miðar til þess af ásettu ráði að skemma skólahúsið eða 
muni þess, eða sýnir sig i litilsvirðingu eða þrjósku við- 
áminningar og skipanir kennaranna o. s. frv., þá muni 
slikt athæíi óhjákvæmilega hafa i för með sér, að sá brot- 
legi verði rekinn úr skóla, eða missi þau hlunnindi sem 
honum hafa verið veitt«. 

Morguninn eftir þann 17. janúar skipaði rektor að 
hringja til morgunbæna, en þó siðar en venja var til; 
allir kennarar voru þar viðstaddir og piltar. Þar hélt 
rektor svolátandi ræðu^) : 

Skólasveinar! 
(að svo miklu leyti sem þér verðskuldið það nafn). 

Hér með birtist yður, að vér nærstaddir kennarar 
allir i sameiningu höfum fyrir tilmæli stiftisins veitt ádrátt 
um að segja yður til lengur eða skemur þess tíma, sem 
eftir er til vorsins. Þeir á meðal yðar, sem hafa gert sig 
kunna að þvi að vera forgöngumenn þess, að gera skóla 
vorn að gróðurstíu ósóma og ódygða, þessir yðar forgöngu- 
menn, sem glæpir og lagahegning mæna eftir vonaraug- 
um, skulu nú i hinsta og seinasta sinn hafa sýnt kennur- 
um yðar þrjósku og óhlýðni hegnÍDgarlaust. Eftir stiftis- 
ins skipun verður frá þessum degi hver yðar yfirsjón og 
brot móti skólareglum og kennurum samstundis orðalaust 
til kynna gefin, hvort sem hún heldur kemur frá einum 
einstökum eða frá yðar sameiginlega félagi, sem þér svo 
lengi hafið hreykzt af, til skapraunar þeim sem hafa vilj- 
að yður vel og til maklegrar ógæfu fyrir yðar lif. Allar ^) Eftir eigin handarriti rektors á islenzku. Pereatið 1850. 179- 

yðar samkomur bannast héðan af stranglega, og skulu 
ekki fram fara eftirkastalaust. 

(Jón Þorleifssoíi var kallaður fram). 
Þér kunnum vér þakkir, heiðarlegi sveinn, Jón Þorleifs- 
son; þú einn heíir sýnt drengskap meðal margra bræðra, 
og ekki fárra óvandaðra. Nærstaddir kennarar gera þér 
hérmeð það tilboð: þú skalt búa úti i bæ, ef þú svo vilt, 
og skal þig ekki vanta það er vér mættum þér veita. 

Lifið nú betur en áður. Vakandi augu eru yfir yður 
frá þessum degi. Enginn af oss kennurum skal sleppa 
auga af yður, að því er verða má, svo lengi sem nokkur 
af oss lafir hér við skólann. 

Nöfn þeirra er oss þykja öðrum fremur spilt hafa 
skóla vorum, geymum vér oss að nefna. 

Að endingu tilkynnist öUum bæjarsveinum, að eng- 
inn þeirra má láta sig sjá héðan i frá á skólanum fyrir 
utan þær stundir, sem boðnar eru í reglunum. Þó und- 
antekst Gunnlögur Blöndali), H. Melsted^), Ólafur (réttara 
Oli) Finsen, Þórður Tómasson^) og Magnús Olafsson^) sem 
njóta sömu réttinda og hingað til. 

Til umsjónarmanns við bænir og i kirkju, setjum vér 
Jón Jónsson eldra^) i stað Steingrims Bjarnasonar. Til 
umsjónarmanns i 3. bekk setjum vér Sigurð Jónasson^) 
auk þeirra sem áður eru þar. AUir umsjónarmenn eru 
skyldugir að tilkynna kennurum sérhvert brot á skóla- 
reglunum samstundis og skriflega, að svo miklu leyti því 
verður við komið, en ekki þurfa þeir að eyða neinum 
orðum við þann, er brýtur, nema til að aðvara hann. 

Útidyrum skólans verður ekki lokið upp eftir kl. 10 
á kvöldum fyrir neinum heimasveini. *) síðar sýslumaður, f 1884. 

^) Halldór Melsted var cand. phil. síðast amtsskrifari f 1895. 

») læknir á Akureyri f 1873. 

*) sjálfseignarbóndi i Viðey f 1913. 

») síðast prestur & Hofi i Vopnafirði f 1898. 

^) cand. philos i Kaupmannahöfn f 1908. 

12* 180 Pereatiö 1850. 

»Því næst sagði hann piltum að ganga nú ofan i bekki 
með kennurunum i kenslutímana. Þá stóð upp Arnljótur 
Olafsson og kvað pilta ekki skylda að ganga nú í kenslu- 
tima, þar ekki hefði verið hringt upp á venjulegri stund 
nfl. kl. 6 um morgunin (hvað að visu var aatt, þvi það 
var ekki hringt fyr en kl. 8) og þar næst væru þeir ekki 
undir það búnir (og þó hafði ekki verið lesið i 2 daga á 
undan) að skila lektiu sinni. Rektor skipaði þeim nú 
að fylgja kennurunum til lesturs niður i bekkina, en Arn- 
Ijótur Ólafsson neitaði með frekjulegri þvermóðsku, og 
bráðum tóku allflestir undir með honum og hófu uppreist- 
aróp frammi 'fyrir kennurunum. Vildi þá fjöldi þeirra, 
að fáum undanteknum, sem gengu úr, halda samkomu i 
þingstofunni (salnum), sem rektor i rí^ðu sinni þó hafði 
bannað, en hann vísaði þeim út úr henni^); gengu þeir 
svo út á tjörn og mela með söng og hávaða, héldu þar 
samkomu, gengu þaðan um allan Reykjavikurbæ og hróp- 
uðu »pereat« fyrir Rektor undir formensku Arnljóts Olafs- 
sonar«. 

Þetta er orðrétt tekið eftir skýrslu rektors og kenn- 
ara til stiftsyfirvaldanna s. d., en i skýrslu sinni til stjórn- 
arráðsins tekur hann það ennfremur fram sem ástæðu frá 
Arnljóts hendi að neita skipun rektors að ganga niður í 
kenslutima, að úr því kennararnir ekki héldu skólaregl- 
urnar (láta eJíki hringja i rétta tið) væru piltar ekki held- 
ur skyldir til að hlýða þeim, enn segir hann að Arnljót- ') Síra Jakob Benediktsson skýrir svo frá (Nýtt Kbl. 1911 9. bl., 
bls. 107), að piltar hafi setið eftir uppi á salnum, og haldið þar fund, 
en þetta er rangminni. Það hefir verið einhver annar fundur, liklega 
þann 14. janúar, sem sira Jakob á við, og getur um, að hann hafi átt i 
stimpingum við annan pilt. Sennilega hefir sá fundur ekki verið sóttur 
af öllum piltum, þvi síra Stefán Stephensen siðast á Mosfelli, sem enn 
er á lifi, og man vel ýmsa atburði, man ekki eftir neinum ryskingum 
milli þessara pilta, (Nýtt Kbl. 1911, 18. bl., bls. 214) sem hann þó ella 
hefði hlotið að gera. ÖU frásögn síra Jakobs ber það Ijóslega með sér, 
að hann hefir verið farinn að tapa minni, þegar hann samdi frásögu 
sina. Þetta má sanna svo óhrekjanlegt er með skriflegum ummælum 
bœði rektors og annara, rituðum þegar eftir pereatið. Pereatið 1850. 181 

ur haíi fyrir pilta hönd neitað að hlýða, en sagt að þeir 
kæmu ef til viil i tíraa um eftirmiðdaginn. Þegar rektor 
kom út á ganginn rétt áður en hann fór burtu, segist 
hann hafa séð tvo pilta þar sem voru hágrátandi út úr 
þessu. 

»Þegar piltar voru þotnir út úr skólanum með söng 
og hávaða, sem fyr segir, fóru rektor og kennarar heim 
í hús hins fyrnefnda^), til þess að taia um atburð þenna 
og semja skýrslu um hann tii stiftsyfirvalda, og meðan 
þeir sátu þar á ráðstefnu dundi »pereatið« yfir. Piltarnir 
komu í fylkingu (opstillede i Rader), gengu inn í garðinn 
og hrópuðu hvað eftir annað »pereat« fyrir rektor, fyrir 
utan það herbergi sem hann ásamt kennurum sat i; þvi 
næst gengu þeir á sama hátt fyrir hvert hús i bænum 
sem búið var í og endurtóku hið sama. Þessar götuóspekt- 
ir stóðu yfir frá þvi kl. um 10 til kl. 12, án þess að 
nokkur lögreglumaður léti sjá sig til að hefta þær«. Það 
var ætlun pilta að gera Jens Sigurðssyni hin sömu skil^ 
þvi Jens var hægri hönd rektors i öllu þessu máli, en Arn- 
Ijótur Olafsson fékk afstýrt þvi, eftir þvi sem hann sjálf- 
ur segir frá i umsókn sinni til stiftsyfirvaldanna um að mega 
taka stúdentspróf. 

Þessi skýrsla rektors, sem hingað til hefir verið fylgt 
er óefað alveg rétt, þó hann væri annar málsaðili. Hann 
var of vandaður maður til þess að fara með rangt mál, 
þó honum yrði það á að reiðast heldur mikið þann 17. 
janúar og dagana á undan. [Framh.]. 

Kl. Jónsson. *) Hann bjó i Austurstræti i húsi þvi, sem síðar var nef nd „ Velta",. 
nú nýtt hús heint á móti „Hotel Island". Hallgrímur Pétursson. 

Erindi flutt í Akureyrarkirkju 1. suonudag í föstu 1914. Það er óneitanlega flestra viturra manna skoðun, að 
dýrlingar þjóðanna séu eins konar messiasar i minni 
fitil, sem komi fram á vissum tímum eins og eftir æðri 
fyrirhugun. Svo er og varið framkomu þess dýrlings 
Torrar þjóðar, sem vér íslendingar eftir ráði biskups þessa 
lands eigum i dag að minnast, hvar sem guðsþjónusta er 
iflutt á landi voru. Skal eg, sem þetta erindi flyt, geta 
þess, að það er ekki samið sera stólræða, heldur bjóst eg 
við að flytja það utan kirkju; fyrir þá sök kann ýmsum 
að þykja þessi þáttur fremur vera listafræðilegur en upp- 
byggilegur. En þá menn bið eg að athuga, að allur rök- 
legur fróðleikur, alvarlega framsettur, er i eðli sínu upp- 
iDyggilegur eða siðbætandi. Ef vér viljum skilja rétt dýr- 
linga vora, er timi til kominn, að vér lærum að skilja þá 
frá fleiri hlið en einni — ekki eingöngu gegnum skugg- 
sjá skáldlegrar ímyndunar, tilbeiðslu og sögusagna, heldur 
í sambandi við sögu og tið, svo og líkasta þvi, sem þeir 
hafa verið í virkileikanum, menn eins og aðrir og eins 
og þeir að líkindum hafa skoðað sig sjálfir. Og að Hall- 
grímur Pétursson hafi ekki ætið skoðað sig fráskilinn öðr- 
um breyskum mönnum, sýna mörg játningarorð i kvæðura 
Jians, t. d. versið: >Gef raér Jesú að gá að því, glaskeri 
ber eg rainn fésjóð i«, og versið: »Játning min er sú, Jesús 
minn, jeg er sera þessi s p i 1 1 v i r k i n n«, o. s. frv. Með 
þeirri skoðun rainkar ekki dýrð guðs, heldur skilst og 
Bkýrist því betur hversu drottinn er í breyskura raáttugur. Hallgrimur Pétursson. 183 

í>að er sjálfsagt að viðhafa helgiblæ á orðfæri þegar það 
á við, en til er of sem van. Á timum H. P. skyldi hver 
athöfn, svo sem kaupbréf, sáttafundir og úttektir staða 
byrja með bæn og ákalli heil. þrenningar, og var fagur 
siður meðan hugur fylgdi máli, en isjárverður þegar hann 
varð vaninn tómur og hugsunarleysi. Nú aftur þykir 
nægja að halda helgisvipnum i kirkjunni og við kirkju- 
legar athafnir á heimilum. En skyldi ekki a 1 1 lifið þurfa 
helgunar við? Skyldi ekki fara vel á því, að kristilegri 
blær fylgdi sem flestum alvörustörfum i breytni vorri, 
samlífi, ritum og ræðum? En hins vegar mætti vel hugsa 
sér, að kenningar i kirkjum fengi meiri virkileikablæ en 
tiðkast, fengi meiri einurðarblæ, yrðu hispurslausari, hrein- 
ðkilnari, meira sannfærandi og sannfræðandi? Ef vér vilj- 
um vera vel kristnir menn, á alt vort liferni að stefna 
og starfa samkvæmt vilja þess æðri anda, er vér hugsum 
'OSS sem guð-i-oss, þann Immanúel, sem birtast á eins og 
neisti guðs og hans ríkis i voru kyni. Það er kjarni krist- 
innar trúar á vorum dögum. — Hallgrím Pétursson vilj- 
um vér fyrst og fremst skoða sem barn sins tima, því 
mo er um öll mikilmenni; það er áreiðanlega rétt, sem 
hinn franski rithöfundur H. Taine fyrst lagði áherzlu á, 
að öll mikilmenni fæðist »i fyllingu timans«, eða verði 
vöxtur og framleiðsla aldar sinnar og umhverfis. Svo 
bygg eg og rétt sé að skoða dýrling vorn H. P.; hann 
var barn eða sonur sins tíma. En var hann ekki meira, 
og eru ekki mestu skörungar þjóðanna meira? Eru þeir 
ekki eða verða lika f e ð u r sins tima jafnframt, eða að 
m. k. þess tima, sem fylgir á eftir? Hið sanna er efa- 
laust, að með flestum mönnum, og einkum hinum mestu 
og gáfuðustu, fæðast sérgáfur, sem bæði benda fram 
i timann og aftur. í þeim sérgáfum felst eitthvað nýtt, 
oft framúrekarandi, einkum þar, sem gáfan nýtur fullrar 
leiðbeinandi fræðslu. Þennan sannleika tók Cicero merki- 
lega vel fram löngu fyrir Krists daga, i varnarræðu sinni 
f yrir Archias poeta, Hitt er annað, og sannar einmitt sér- 184 Hallgrimur Pétursson. 

gáfuna, að það er oft að mestu og frumlegustu menn eru 
misskildir eða þekkjast ekki fyr en framlíða stundir. 

En svo vér komum að aðalefni ræðunnar, vil eg fyrst 
benda á ástand þjóðar vorrar á 17. öldinni, því næst 
bera saman H. P. og helztu samtíðarmenn hans, i þriðja 
lagi skulum vér ihuga skáldskap Hallgrims, einkum hans 
ódauðlegu piningarsálma. I. 
Á siðustu árum Guðbrandar biskups Þorlákssonar, en> 
á öndverði hinni stórfeldu og mótsetningariku 17. öld var 
það að Hallgrimur íiutti með föður sínum að Hólum, og 
var hann þá barn að aldri. Hafði þá hinn merkilegi 
skörungur biskupinn stýrt Hólastól fuUa hálfa öld. Þótt 
nú hinn ungi piltur frændi hans haíi lítils notið af honum 
beinlinis, þar sem biskup var örvasa orðinn, og hin gamla 
stjórnsemi hans væri komin i aðrar hendur, og raörgu 
hafi farið verið að hnigna á stólnum, mun hin námgjarni 
sveinn hafa snemma heyrt og skynjað, hve margar og 
stórfeldar breytingar höfðu gerst á Hólum ekki síður en 
á öllu íslandi þá rúmu hálfu öld, er liðið hafði frá falli 
Jóns Arasonar fyrir að verja hinn kaþólska sið ; hann hefir 
margt heyrt um siðaskiftin, um hið nýja konungsvald, um 
»stóra dóminn« og yfirréttinn, um aftöku vopnaburðarins, 
nýju skólana, prentverkið mikla o. fl. Alt þetta hefir 
grafið um sig i sál og ímyndun sveinsins, og vakið í hon- 
um ýmist stórhug og þrá, eða óró og ærslur, þvi það 
hefir verið barnsál hans meir en ófæra að melta eða ríma 
saman svo marga og sundurleita hluti. En hvernig var 
þá hagur landsmanna yfirleitt? I mörgu lagi lakari og 
erfiðari en verið hafði, eða svo er víst að almenningur 
hugsaði í þá daga. Menning alþýðunnar hafði að visu 
ávalt lítil verið, en siðaskiftin höfðu vakið nýja óró og; 
óánægju, enda voru hin hræðilegu aldamótaharðindi þá 
nýlega yfir staðin. Við siðaskiftin má óhætt álykta, að- 
hjátrú og hleypidóraar alþýðu hafi aukist að raun i stað' r Hallgrimur Pétursson. 185* þess að minka; þjóðin var enn i sárum, nýlega hrakin,. 
óvör og með harðri hendi, úr skjóli hins gamla siðar og 
svift þeirri huggun, sem kirkjan hafði nært hana á frá 
þvi kristnin kom i landið; fæstir skildu þá enn þau gæði 
til hlítar eða frelsi, sem kallað var að hin nýja kenning 
um hreina trú og réttlætingu af henni færði í stað hins 
gamla; þvert á móti litu margir svo á, að alt hið gamla 
og góða væri komið i kaldakol með hinu útlenda valdi, 
að sjálfir biskupsstólarnir væru orðnir svipur hjá sjón og 
klaustrin svivirt og brotin; tók þó út yfir, að myndir 
Mariu drotningar og þjóðarinnar eigin dýrlingar — alt var 
brotið eða brent og þverbannað á að heita. Bera ýmsir 
raunakviðlingar frá þeim bágu tímum óminn af örvinglan> 
manna, sbr. visuna: 

Frost og kuldi kvelja þjóð, 
koma nú sjaldan árin^góð; 
ekki er nærri öld svo fróð 
i gnðs orði kláru 
sem var hún á villuárum. 

Beztu skáld og kennimenn landsins voru margir hvorkí 
kaþólskir né Lútherstrúar til f ulls ; svo var bezta andlegt 
skáld á dögum Guðbrandar biskups, sira Einar i Heydöl- 
um, sýna það Mariuljóð hans og söngvisan af »Stallinum 
Jesú Kri8ti« (með viðlaginu : »viður söng eg vögguna þína 
hræri«). Sjálfur hinn hálærði Brynjólfur biskup, er áó- 
ári siðar en síra H. P., hafði hvorki gleymt guðsmóður- 
dýrkuninni rié krossinum helga; má þvi nærri geta hve 
siðabótinni hafi gengið fljótt að gagntaka hjörtu alþýðunn- 
ar. Má vera, að margir hafi gert helzti mikið úr volæði 
þeirrar aldar, en nóg rök má færa fyrir því, að mjög víða 
stríddi á alþýðu manna hugsýki og sturlun innan frá, und- 
ir eins og alls konar andstreymi kom utan frá. Auk harð- 
indanna og alls sem áður er talið, bættist við hin alræmda 
verzlunareinokun, er þjáði og fláði þjóð vora nær því í 
tvær aldir. Qg loks bættist við galdrafárið, sem hér 
eins og i öðrum löndum hins nýja siðar fylgdi eins og 
forynja allri þeirri öld. Hinn strangi rétttrúnaður aldar- 186 " - Hallgrimar Pétursson. 

innar var þar öldungis ekki án sakar, hvorki hvað grimd- 
a,rhörku stóradómsins snertir, né ofsóknir galdramanna, 
því hvar þvi varð við komið skyldu allir, sem sekir þóttu, 
einkum i sif jamálum, dæmast eftir lögmáli Mósesar. Kom 
það af hinni föstu trú, að hvert orð og stafur hinna helgu 
rita væri innblásinn af guði — kenning, sem flestu illu hefir 
valdið .frá dögum miðaldanna, en magnaðist með siðabót 
Lúthers, og er enn barin inn i fólk af hinum fáfróðari 
trúarflokkum. Að galdratrúin yrði svo römm, var hins 
vegar eðlilegt, þar sem óttinn við djöfulinn og hans véla- 
brögð var innrættur þjóðinni án allrar hjálpar og hlifðar 
helgra manna, kirkjugriða eða trúar á hinn kaþólska 
hreinsunareld. I hinum ægilega strangleika laganna átti 
stórmennið Guðbrandur bi&kup helzti mikinn þátt, og lik- 
lega jafnan hinu danska valdi; dugðu þvi hans mörgu rit 
og bækur miður en skyldi, þótt góðar væri, enda voru 
flestar þýddar og misjafnlega skildar og keyptar. Vildi 
biskup um fram alt þóknast stjórninni og embættisbræðr- 
um sínum í Danmörku, og þó einkum i þvi, að efla hið 
unga og nýja helgivald biskupa og kirkju hins nýja siðar, 
svo og »lærdómsins«, sem áður hét c 1 e r u s eða klerka- 
stétt, en nú studdist við háskólana, og fyrst og siðast við 
yflrbiskupinn, landsherrann sjálfan. öll þessi maktarvöld 
mynduðu páfadóm siðbótarinnar. Með rétttrúaninni fylgdi 
að visu í orði kveðnu hið svo nefnda »evangeliska« frelsi, 
sem Lúther hafði prédikað, bygt á sjálfu guðsorði ritning- 
arinnar, og framfylgt var af honum ungum með svo mikl- 
um guðmóði og skörungsskap, að það vakti undrun og 
lifandi vonir meðal allra norðlægari þjóða. En óðara en 
liða tók á æfl hins mikla reformators, og ný maktarvöld 
tóku að sér að stýra og stjórna siðabót hans, yflrgaf i 
langa tíma hinn rétti andi frelsis og friðar hið mikla um- 
bótastarf, og svo fór, að vandi er að segja, hvort, eins og 
þá stóð á, hin endurbætta trú hrepti meiri gæði en hún 
filepti. Þvi meðal þess, sem hún slepti, má einkum telja 
hið rökfasta, arfgenga skipulag kristninnar, eða saman- 
hengi sögu hennar, og þar á ofan týndust listir móður- Hallgrimur Pétursson. 187 

kirkjunnar, líknarstofnanir hennar, svo og helgiáhrif hinna 
ótölulegu mikilmenna og dýrlinga. Með öðrum orðum, líf 
og sál hinnar kaþólsku kirkju var eftir skilið. 

En Lúther og hans félagar voru guðsmenn og 
bygðu betur en þeir vissu fyrir framtiðina. Þrátt fyrir 
alt rangt og ófullkomið, færði siðabótin þó 1 j ó s, mikið 
nýtt Ijós. Hún, þessi stórkostlega andans hreyfing, gaf 
þjóðunum, bæði lútherskum og kaþólskum, nýtt og rýmra 
andrúmsloft, kveykti nýjar vonir, nj^ja trú, nýjan guð- 
móð; menn vöknuðu sem á vormorgni og sáu nýja sum- 
arsól leiftra yfir fjöll og skóga; andans hetjur og skörung- 
ar urðu skyndilega hrifnir, fundu brennandi köllun til að 
syngja guði og frelsaranum nýjan söng. Jörðin var orðin 
dómkirkja. 

„Og þá var drottins dagur, 

þá dundu kirkjugöng 

og himinhringur fagur 

af helgum organsöng. 

Um tákn ei trúin heiddi 

og tákn ei þurfti sjá, 

þvi andinn andann leiddi 

i allan skilning þá". 

En þótt margt mætti telja, sem kveykti og olli siða- 
bót Lúthers, verður því hér að sleppa, enda er oss meiri 
þörf að sjá galla þá, sem fylgdu hinni marglofuðu siðabót 
og fylgja enn, heldur en að elta venjuna og lasta hina 
gömlu kirkju, sem vér ekki framar þekkjum. Hitt er 
víst, að það sem sterkast vakti hina fyrstu siðabótarskör- 
unga, var hið eilífa fagnaðarerindi Jesú Krists. Hvað 
annað vakti þá Odd Gottskálksson, sem þýddi Nýja testa- 
mentið, Gissur Einarsson, Gísla biskup Jónsson og Guð- 
brand Þorláksson? Og hvað vakti Hallgrim Pétursson 
sjálfan? En rétttrúan hans aldar var fremur rang- 
hverfan en rétthverfan Krists sanna fagnaðarerindis — 
eins og sú trúarfræði kom frá hinum þýzku háskólum. 
Og vilji svo nokkur lýsa H. P. verður hann eins að skilja 
skuggahliðar hans aldar eins og hinar björtu. En til þess 
að sjá hinar björtu og birta þær þjóð sinni, þurfti mikinn 188 Hallgrimur Pétursson. 

gáfu- og guðsmann. Og þegar vér könnumst víð það,. 
skiJjum vér fyrst Hallgrím Pétursson rétt. 

öll blindni þeirrar aldar og öU trúarblindni fram á 
þennan dag kemur af að menn imynda sér að öll biblian,. 
hversu háleita hluti sem hún annars geymir, sé b ó k- 
staflega guðsorð spjaldanna milli, svo allar fjarstæður 
hennar margvislegu rita eigi að ráða meiru en vit og 
reynsla. Hver varð afleiðing háskólaguðfræðinnar? Hún 
var sú, að rétttrúunarfræðin hnepti þjóðina undir ok 
þrenns konar ótta : ótta f yrir sjálf um* guði, alföðurn- 
u m, þvi að hans reiði sögðu menn að brynni til neðsta 
helvitis. Svo kvað H. P. sjálfur: 

„gegnum liold, æðar, blóð og bein 
blossi guðlegrar heiftar skein". 

Annar óttinn var hræðslan fyrir árásum og valdi d j ö f- 
u I s i n s. Menn hugsuðu sér hann persónu og þó ná- 
lega alstaðar nálægan, en við þá trú nærðist aftur og 
magnaðist hið ógurlega aldarfár, galdraírúin. Og svo 
leiddi þriðji óttinn af hvortveggja hinum: óttinn fyrir 
dauðanum, óttinn fyrir útskúfuninni í þann eilifa eld,. 
sem vall í ímyndun manna af biki og brennisteini ! 

Ef vér ihugum þetta nú, verður oss ósjálfrátt að 
spyrja: Hvernig gat þjóðin þolað þetta og deyja ekki af 
örvinglun — þolað þessar ógnir ofan á allar aðrar þján- 
ingar? Mannkynið þolir mikið. En á ógnir og öfgar 
þessarar grimmu rétttrúunar hefir fátt mint mig betur en 
andlátssálmur Hallgrims Péturssonar. Meðan hann hafði 
heilsu og fulla krafta, gat hann hafið anda sinn yfir þessa 
martröð og haldið jafnvægi sálar sinnar, en í andlátssálm- 
um skáldsins berst von og ótti svo áþreifanlega, að litla 
sálarfræðislega þekkingu þarf til að skilja, hvernig óttinn 
og skelfingin pinir í dauðanum sál og hjarta guðsmanns- 
ins. Vér spyrjum undrandi meðan vér lesum sálmana: 
»Enn ber eg andar kvein«, »Herra Jesú eg hrópa á þig« 
og hinn siðasta, dauðastriðssálminn: »Guð komi sjálfarnú 
með náð« — vér spyrjum undrandi: hvenær kemur vissan, 
hvenær fær hinn deyjandi guðsmaður frið og fró? Vér Hallgrimur Pétarsson. 189 verðum þess lítt varir, en vér skiljum hin djúpu áhrif 
aldarinnar á hina sjúku, guðivígðu sál. Meiri blóðhita- 
fltunur likamlegs og andlegs dauðastriðs finst, að eg hygg, 
í engra þjóða bókmentum en vorum. Og hvað var þá 
orðið af hinum fagnandi sigurljóðum hinna fyrstu Jesú 
Krists blóðvotta? En þetta píslarvætti H. P. var ávöxtur 
rétttrúunar hans öfugu aldar. II. 
Vér spyrjum aftur: hvernig gátu þjóðirnar þolað þessa 
trúarfræði? Mannkynið þolir mikið. Segðu móðurinni, 
sem horfir á guðs kærleika og lífsins dásemd skina i fyrsta 
brosi barnsins sins, segðu henni, að afkvæmi hennar sé 
undir valdi djöfulsins, og hún trúir þér ekki fremur en að 
sólin á himninum sé svört. Segðu sakamanninum, sem á 
að liflátast ásamt unnustu sinni eftir blindum dómi fyrir 
sifjaspell, sem enginn kallar saknæm nú, seg honum, að 
ekkert nema blóð Jesú Krists geti frelsað þau frá guðs 
réttlátu reiði og eiKfri útskúfun. Hann trúir þér ekki. 
Lífið hefir föst tök á raönnum svo lengi sem sóiin bros- 
ir á himninum og einhver vonarskima lifir i hjartanu. 
Eftir verstu áföllin í byrjun 17. aldarinnar hélt lif þjóðar 
vorrar nokkurn veginn gömlu lagi, og hvenær sem afbráði, 
létu menn gamm lifsgleðinnar geisa, eða tóku sér skeið- 
sprett með skáldi glaðværðanna i Vallanesi. Hinn gamli 
Adam vill lika lifa. Á dögum H. P. var og lengst af all- 
gott árferði, rikismenn voru ekki fáir og fróðleikur við 
fíkólana var óðum að glæðast, svo betri latinumenn hefir 
land vort aldrei átt en þá. Og þá tóku aftur að risa af 
dái vorar fornu bókmentir, og þeirra endurvöknun að 
kveykja fjör og metnað vorra vitrustu og beztu manna; 
vaknaði svo smásaman þekking næstu landa á frægð og 
ágæti vorrar fornu tungu og bókfræði. í þeirri miklu 
fcVöknun áttu þeir mestan þátt Arngrimur hinn lærði, sira 
^Magnús Olafsson i Laufási, og siðar biskuparnir Brynjólfur 
og Þorlákur, Þormóður Torfason, Stefán Ólafsson, H. P. 190 Hallgrimar Pétursson. 

og margir aðrir ágætir menn. Þessi nývöknun (renaissance) 
létti stórum fargi þjóðarinnar, fargi óttans og örvinglun- 
arinnar; og meðan Guðbrandur biskup var að þýða biblí- 
una og með sinu mikla þreki og snilli að leiða norður til 
vor hina andlegu strauma siðabótarinnar, á meðan sat 
hinn óþreytandi Arngrimur frændi hans við að þýða forn- 
fræði lands vors og senda suður i löndin strauma bók- 
menta vorra, frægðar og tungu. Þá kom hin mikla mót- 
setning aldarinnar, afturhvarfið frá örvinglun og hrygð- 
lyndi til gamans og glaðværðar. 

En hverfum nú snöggvast að sögu H. .P. 

Um æsku hans og uppeldi höf um vér rýrar sagnir, og 
ekki vitum vér fyrir hver atvik hinn umkomulausi ung- 
lingur hraktist frá frændum sínum og fór utan. Skyldi 
hinn námgjörvi piltur hafa brotið af sér hylli hins lærða 
og stórláta Arngríms, er þá réði mestu fyrir stóli og skóla 
og hnýst heldur mikið í skjöl hans og bækur ? Eða skyldi 
hann með gáskafuUum kveðlingum hafa komið heldur 
nærri kaunum manna á stólnum, þótt meðal annars 
skynhelgi og yfirdrepsskapur bera ofurliði hina ströngu 
ytri guðfræði, þvi vist er það, að undramikil siðaspilling 
elti þessa öld og það þvi dýpri sem lögin voru strangari? 
Og enn vil eg bæta þeirri getgátu við, að hinn ungi H. 
P., sem eflaust hefir snemma bæði verið ímyndunarrikur 
og trúhneigður, hafi oft og einatt horft á eftir hinu örvasa 
stórmenni, biskupinum, og spurt sjálfan sig, hvað verða 
mundi þegar hans misti við, »hver mundi þá hans vopn- 
in góð i hraustlegar hendur taka«; og þá hygg eg ekki 
fjarri að hugsa sér, að einhver hulin rödd hafi að svein- 
inum hvislað: »það skalt þú gera; þú skalt syngja trú og 
guðmóð stóra frænda inn i blóð og merg þjóðar þinuar!« 
Og þegar hann siðar var einmana i ókunnu landi og barði 
glóanda járnið, hafi hin sama rödd hvíslað: »Eins og 
neistarnir fljúga viðsvegar undan hamri þinum, svo munu 
gneistar brennanda trúarelds fljúga út frá munni þinum, 
og þú skalt kveða »heilaga glóð i freðnar þjóðir«! Æfi- 
atriði skáldsins er engin þörf að telja hér. Þrítugur tók Hallgrimur Pétursson. 191 

hann prestsvígslu og þjónaði söfnuðura úr því við vax- 
andi álit og efnahag, unz líkþráin tók hann, svo hann 
loks varð að skila af sér sínu kæra Saurbæjarbrauði, fimm 
árum fyrir andlát sitt. Þetta nægir hér um hans ytri 
æfikjör. Hann andaðist sextugur. H. P. hefir aldrei ver- 
ið mikill á lofti eða veraldarmaður, en glaðvær og jafn- 
lyndur, svo hann mun litið hafa breyzt hvort heldur hann 
átti við meðlæti að búa eða mótlæti. Glens- og kesknis- 
skáld hefir haun aldrei mátt heita, þótt sumir hafi eignað 
honum ýmsa kveðlinga, sem meira likjast öðrum. En 
ádeiluljóð lét honum vel að yrkja; ástaljóð eru engin til 
eftir hann né nokkrar heimslistarvisur. Rímum hans og 
bibliusálmum þarf og ekki að lýsa, alt slíkt einkennir 
meira tízku aldarinnar en hann. Af veraldarkveðskap 
hans tekur kvæðið Aldarháttur ölhi öðru fram af 
öllum hans tækifærisljóðum. Samhendur hans eru 
sumar hrein snild, og sömuleiðis smáljóðin: »Ungum er 
það allra bezt«, og »Skyldir erum við skeggkarl tveir«, 
svo og ungmenna bænir og söngvar, — það alt lifir enn 
á vörum þjóðar vorrar. Bezt skilst H. P. ef hann er bor- 
inn saman við beztu skáld samtiðar hans: sira Guðmund 
á Felli, sira Sigurð i Presthólum, Laufæsingana sira Magn- 
ús og sira Jón, svo og Austfirðingana og einkum þjóð- 
skáldið sira Stefán í Vallanesi, sem frægastur varð, og 
hægast er að bera saman við H. P. St. 01. virðist fátt 
hafa kveðið framan af æfi sinni nema keskikvæði með 
litlu siðlegu gildi og með lítiUi mannúð; er sú mótsögn 
mikil, að sjá slikan urmul af ærsla- og léttúðarljóðagerð 
á svo alvörugefinni öld. H. P. orti aldrei fiim, og gerði 
sjaldan gys að alþýðunni, en St. 01. sí og æ, en aldrei 
um h ö f ð i n g j a, en þá helzt tyftaði H. P. i sínum ádeil- 
um. St. 01. kvað ástaljóð, og það fögur og ágæt svo að- 
enn eru til, H. P. engin og engar reiðhestavísur. St. 01. 
var skrautmenni og glæsimaður, en H. P. lét sem minst 
á sér bera. Síðar á æfinni gerði St. Ól. mikla bragarbót, 
og eru eftir hann enn yfir 100 sálmar og andleg Ijób^ 192 Hallgrimur Pétursson. 

Við umvendan sína kannast hann sjálfur í frumlegasta 
sálmi sinum: »Margt er manna bölið«. 

Eg var ungur maður, 
alheiU, sæll og glaðnr, 

lék við holdsins hátt 

En er tvisvar tvenna 
taldist búinn að renna 
tugina æfi af: 
hófst upp heilsuránið, 
hvarf hið fyrra lánið, 
alt sem auðnan gaf. 

Vel má þeim tveimur höfuðskáldum saman likja. 
Þrátt fyrir mótsetningarnar raættust í þeim tvö fegurstu 
og þörfustu Ijós þeirrar aldar; og þótt snild H. P. væri 
háleitari og meiri, var glaðværð St. Ól. litlu óþarfari 
þjóðinni en alvara hins. Lifið er fult mótsetninga og þarf 
margt i bú að leggja. 

Flestir lærdómsmenn á þeirri öld lögðu stund á forn- 
fræði vora, eins og áður er sagt, og sköruðu, auk Arn- 
grims lærða, einkum þrir lands vors prestar fram úr um 
daga H. P. Það voru þeir síra Magnús i Laufási, sem 
fyrstur reyndi að þýða Eddu, Stefán Ólafsson, sem þýddi 
Völuspá og H. P. sem þýddi vísur úr Ólafs konungs sögu 
Tryggvasonar. Og þótt öll vísindaleg þekking á forn- 
fræði vorri væri þá í bernsku, sýna visur þessara allra, 
að hin forna list lá þeim nærri, Síra Magnús, sem dó 
1636, kvað þessa visu til Frís kanslara: 

„Heyrið hildar skúra 
hefjendur mál stefja: 
gust her golnis yztu 
gjálfur úr norðurhálfu. 
G-riðar girnist veður 
göfugs vinar jöfra, 
lofi að hreyfa, sem lifi 
lönd meðan bryddast söndum". 

Snjallari er þó vísa St. Ól., sú er hann kvað ungur 
meðan sveinar Brynjólfs biskups hlóðu vörðu á forn- 
mannsleiði: Hallgrimnr Pétursson. 193 „Stóð of steindu smiði 
staður fornmanns hlaðinn, 
hlóðu að herrans boði 
heiðið teikn yfir leiði. 
Haagur var hár og fagur 
hrundinn saman á grundu 
en draugur dimmur og magur 
drundi i björgum undir". 

En likust fornvisum er visa H. P. þá er hann kvaddi 
^Gisla á Hlíðarenda og aðra vini sína: 

„Hodda gengur staf studdur, 
stirðfættur meðal virða, 
(burði bar betri forðum) 
Baldur at G-isla tjaldi. 
Hann viU síðsta sinni 
seðjendur hér kveðja 
dýrbliks hungurs darra 
dáðkunnuga runna". ni. 

Þegar vér svo virðum H. P. fyrir oss sem sálmaskáld 
•eingöngu, megum vér sleppa öllum samburði; 1 þeirri 
grein ber hann höfuð og herðar eigi einungis yfir alla 
flamtíðarmenn sína hérlenda, heldur öU sálmaskáld vor, 
flem siðan hafa lifað. Valda þvi hans sérstöku gáfur og 
guðmóður. Þótt þá og síðan hafi verið ort einstök guðrækin 
Ijóð jafn fögur og hrífandi, hafa þau verið stutt og á 
fltangli; er margt á milli að yrkja einn og einn ágætan 
sálm, og samstiltan flokk margra sálma, eins og piningar- 
sálmar fí. P. eru. Nú þótt tíminn, sem liðinn er frá miðri 
17. öld, er sálmarnir voru ortir, hafi að vissu leyti haft 
áhrif á sálma þessa eða skoðun manna á þeim, svo stór- 
byltingarikur, sem sá langi tími hefir verið, þá má full- 
yrða, að álit H. P. sé jafnmikið enn hjá þjóð vorri sem 
|það var fyrir 200 árum siðan. Margir eru að visu, eða 
allflestir, fallnir frá rétttrúarguöfræði 17. aldarinnar, en 
aðgætandi er, að trúhneigðum mönnum gerir það minna 
^til þótt skoðanaskifti verði í trúarefnum, menn elska eins 

18 194 Hallgrimur Pétursson. 

fyrir það hina miklu andrikishöfunda. Trú er annað og 
meira en trúarfræði. Eins og fyrrum var sagt, að allar 
götur lægi til Rómaborgar, svo Jiggja og allir vegir sál- 
arinnar sanna og rétta leið ef lifandi þrá eftir guði ræð- 
ur ferðinni. Þannig rataði týndi sonurinn torleiðið heim 
til föðursins, og getur þó likingin þess eins um trúfræði 
hans, sem felst i orðunum: »Eg vil taka mig til og fara 
heim til föður míns«. Það var nóg. Alföðurnum himn- 
eska er nóg að treysta — og honum v e r ð a menn að^ 
treysta, þótt ekki verði fyr en fokið er i öll skjól og ekk- 
ert eftir af heimsins gæðum og vísindum nema draíið svin- 
anna. Þessa trúar- og lifsskoðun hefir og vort mikla trúar- 
skáld gjörla þekt, þótt hann oftar fylgdi kenningarkröfum 
sinnar tíðar — kendi og boðaði i tima og ótíma hina kirkju- 
legu sáluhjáparleið gegnum Krists fórnardauða. Fórnar- 
eða friðþægingartrúin stafar að visu frá bernskutíð þjóð- 
anna, þvi að mannkynið hefir jafnan ósjálfrátt fundið til 
síns óumræðilega skorts á þeirri hrósun, sem fyrir guði 
gildir. Sú trú finst og fjöldanura eðlileg og ómissandi. 
En hinsvegar þykir enginn efi á, að drottinn vor og meist- 
ari boðaði enga trúarfræði, heldur kendi eins og sá er 
vald hafði, kendi framar öllu öðru guðs eiiifa faðerni og 
hvernig kærleikans almáttugi faðmur stendur opinn öll- 
um hans börnum, skilyrðislaust. Þessi skilningur 
er mjög algengur á vorum dögum, og kalla margir hinir 
frægustu kennimenn hann aðal-fagnaðarerindi Jesú. Þykir 
nú mörgum úr vöndu að ráða, einkum þeim, sem vanir 
eru að festa hugann fremur við lögfesta trúarfræði en 
sjálfa trúna, sem allan efa sigrar. Og sönn og lifandi trú 
talar i sálmum H. P., hvaða trúarbúning sem orð hans 
eru íklædd. Fyrst og siðast talar hann til vor og vottar 
sitt lifandi elskusamband við endurlausnara sinn. Hann 
mátti vel segja með postulanum: *Eg lifi, þó ekki eg, 
heldur lifir Kristur i mér«. 

Að svo mæltu skulum vér að endingu stuttlega virða 
fyrir oss piningarsálmana. 

Tildrög þess að hann réðist í það stórvirki, að yrkja^ Hallgrimur Pétursson. 195« 

sálma fyrir hvern dag fösturinar út af píningarsögu Krists 

— þau tildrög má hugsa að hafi verið þessi: 

Hann var nú á bezta skeiði, leiddur af guðlegri for- 
Bjón úr örbirgð og umkomuleysi til þeirrar stöðu, er hann 
hafði óskað sér, og náð hylli og áliti beztu manna þjóðar 
sinnar; hvi skyldi honum þá ekki hafa komið i hug — 
ef ekki áðurnefndir hugsjónadraumar, þá samt sú innri 
skylda eða köllun, að bæta og fullkomna æfistarf Gruð- 
brandar biskups með gáfu þeirri, er hann fann að guð 
hafði lánað honum. Hann fann til þess, að hin mörgu« 
góðu rit frá Hólum höfðu sinn galla : þau voru fæst frum- 
rituð á islenzka tungu. Úr þvi hefir hann gjarnan viljað 
bæta. Eða mun hann ekki þá i upphafi fyrirtækis sins 
hafa ákallað drottinn á líkan hátt og hann siðar gerði 1 
versinu: »Gef þú að móðurmálið mitt, minn drottinn þess 
eg beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt 
út breiði?« Eitt er víst: ásetningur hans hefir fyrirfram. 
verið fastákveðinn og helgaður með bæn og fyrirhyggju 

— alt hvað mál, formogtónaval snerti. Því eins 
og Jónas Jónsson söngfræðingur hefir sýnt og sannað, 
hefir val tónanna eftir textum og efnisblæ þeirra verið af 
skáldinu grundvallað á fullri listaþekkingu þeirra tima. 
Eru og lögin, engu síður en efni og orðfæri, einmitt það, sem 
haldið hefir sálmunum nýjum og lifandi á vörum þjóðar 
vorrar alt til þessa dags. Tiu ár er mælt að verkið hafi 
yfirstaðið, og er hann lauk þvi hafi hann verið hálf- 
fimtugur; fer og fjarri þvi að nokkur afturfara- eða van- 
heilsumerki finnist á sálmunum, heldur er þvi líkast, að 
höfundinum hafi vaxið ásmegin eftir þvi sem verkið lengd- 
ist, og það svo, að síðari tveir fimtu partar sálmanna eru 
berlega bezt ortir og jafnastir. Tvær aðalhliðar piningar- 
sálmanna vil eg benda á, fyrst hina siðfræðilegu, 
en siðan hina trúarlegu, þótt trú og siðaspeki fylgist 
að í öllum góðum sálmakveðskap. Að öðru leyti er ekk- 
ert hagræði að benda á nokkur sérstök einkenni á þess- 
um sálmum, svo heilsteyptir og sjálfum sér líkir eru þeir,, 
en það einkennir áreiðanlega sálma H. P., að hvar seitt 

13* 196 Hallgrimur Pétursson. 

menn hitta vers innan um annara manna sálma, bera 
Hallgríms af eins og gull af eiri. Hitt er og einstakt, 
hve hreinu og eðlilegu íslenzku máli skáldið hefir kunnað 
að halda sálmana út, að fáeinum orðum og hendingum 
undanteknum, þar sem málleysur og hvers konar smekk- 
leysur og lýti var almenn tízka á skáldsins dögum, enda 
stingur sú list hans i stúf við flest annað, sem hann sjálf- 
ur orti — nema hið allra vandaðasta og frumlegasta, eins 
og a 1 d a r h á 1 1 i n n, og hinn fræga sálm : » Alt eins og 
blómstrið eina«. Og — það er satt — eitt er yfirleitt 
sem einkennir piningarsálmana, ef rétt er athugað, og 
það er hin óvenju-skarplega heimfærsla texta og 
dæma upp á daglegt líf og reynslu, enda fylgja þar með 
sifeld spakmæli og heilræði, svo fast og hnyttilega orðuð, 
að þau skorðast í minni manna. Um heimfærslulist skálds- 
ins skal eg tilfæra nokkur dæmi úr fyrri helmingi sálm- 
anna, þar sem þau finnast flest: 

1. sálmur. I þeim fagurblíða sálmi byrjar skáldið 
heimfærslu Krists pínu með þessu versi út af lof söngnum : 

Lausnarans venju lær og halt, 
lofa þinn guð og dýrka skalt; 
bænarlaus aldrei byrjuð sé 
burtför af þinu heimili. 

í 4. s. út af svefni lærisveinanna eru hin indælu 

^ers (8.— 15.): 

Mig hefur Ijúfur lausnarinn, o. s. frv. 

í 5. s. út af komu óvinanna i grasgarðinn: 

Yerður það oft, þá varir minst, 
voveifleg hætta búin finst, 
ein nótt er ei til enda trygg, 
að þvi á kvöldin sál min hygg. 

í 6. s. um koss Júdasar: 

Munnur þinn, að eg meina, 
minnist við Jesúm bert, 
þá hold og blóð hans hreina 
hér fær þú, sál mín, snert. 

í 7. s. hin hjartnæmu tvö vers er byrja svo: Hallgrimur Pétuisson. 19T 

Kvöl sína Jesús kallar. 
Og Þú mátt þig þar við hugga. 

í^8. s. hin alkunnu vers (13. — 17.) er byrja svo: 

Nú stendur yfir min náðartið. 
If9.'"s. út af flótta lærisveinanna : 

An drottins ráða er aðstoð manns 
i engu minsta gildi, o. s. frv. 

í 10. s. er þetta skörulega vers: 

Jesús vill að þln kenning klár 

kröftug sé hrein og opinskár, 

lik hvellum lúðurs hljómi, o. s. frv. 

í 11. s. þetta kjarnyrta vers: 

Koleldi kveyktum jafnast, o. s. frv. 

Úr 14. s. má minna á þetta vers: 

Ókendum þér, þó aumur sé, 
aldrei til iegðu háð né spé, 
þú veizt ei hvern þú hittir þar, 
heldur en þessir Gyðingar. 

í þeim sálmi tekur skáldið og á drepmeini sinnar aldari 

Sá sem guðs náð og sannleikann 
sér, þekkir, veit og skynja kann, 
kukl og fjölkyngi kynnir sér, 
Kaifas þrælum verri er. 

16. s. (um iðrun Júdasar) er hin minnilegasta við-^ 
vörun i öUum sálmunum. 

í 19. s. er og þetta kröftuga aðvörunarorð : 

Rannsaka sál min, orð það ört, — 

eins og versið (í 15. s.): 

En þú, sem átt að vera 
útvalinn drottins þjón? 

Þar og vlðar talar H. P. til embættisbræðra sinna. 
í 21. s. eru og mjög hjartnæmar heimfærslur. 
í 28. s. vil eg benda á versið: 

Eg spyr, hvað veldur, ódygð flest, o. s. frv. 

Timi og rúm meina mér að telja fleiri dæmi, svo að' 
eg verö að sleppa mestu af spakmælum og snillyrðuni 198 Hallgrimar Pétursson. 

sálmanna, sem gert hafa þá að kristnum Hávamálum 
þessa lands. 

En svo er eftir hin trúarlega hliðin, er eg nefndi, og 
hin skáldskaparlega. Þeirri hlið má lýsa i fám orðum. 
Trú skáldsins er ávalt hin sama, heit, föst og vakandi. 
Trú hans og andríki verður ekki aðskilið. Þó er munur 
sálmanna, sem fer nokkuð eftir textunum, þar eð sumir 
örfa meir til andrikis en aðrir ; rýrir sálmar íinnast hvergi 
i fiokknum, en andrikisminstir virðast vera sálm. »Pilatus 
hafði prófað nú« og »Hér þá um guðs son heyrði« (20. og 
26. s.). Frá sjónarmiði listar og andagiftar eru t i 1 þ r i f 
skáldsins eða sprettir eftirtektaverðast — sprettir frá 
lægri stöð til hærri i meðferð textanna. Þar sést bezt 
listamaðurinn, sem aldrei fer þó hærra en svo, að 
hann sviður ekki vængina á fluginum, né lendir i ógöngum 
rimleysu, iburðar eða myrkurs. Er óþarfi og máske vill- 
andi, að lýsa með dæmum skáldskap H. P. og hin lýr- 
i s k u tilþrif eru þess eðlis, að þau h r í f a, og þá er alt 
fengið. 

Deila má um hverjir sálmarnir séu beztir, og hverjir 
æðri eða óæðri, en ekki á sá samanburður við hér. Eg 
vil benda á hinn merkilega sálm : »Greinir Jesús um 
græna tréð«. Þar eins og i öðrum sálmum skýrir skáldið 
glögt og skýrt frá rétttrúnaði aldar sinnar, en i þessum 
sálmi sýnir hann í niðurlagi sálmsins einna bezt sina 
mildu og hjartnæmu andrikisgáfu, sem verpur guðlegum 
náðargeislum yfir hina hörðu trúfræði þá er hann kveður: 
»Visnað tré eg að vísu er«, og svo á enda sálmsins. Hvar 
er sá deyjandi maður, sem ekki fær hægra andlát, ef 
guðhræddur kennimaður syngur honum slik Ijóðaljóð? 
Að tína dæmi eftir dæmi tæmir ekki auðlegð sálma þess- 
ara. Minnist smámennin þess, sem hugsa sig færa um 
nú á dögum að syngja guði og hinum upprisna »nýjan 
söng«. Angurbliðastir þykja mér vera sálm. 1., 12., 21., 
34. og 36., en enginn með jafn miklum heilagleikablæ 
eins og sá 44.: »Hrópaði Jesús hátt í stað«. Þar kemur 
guðstrú allra þjóða og allra tima fram eins og himinblíð Hallgrimur Pétursson. 199 

opinberun á einföldu barnamáli: »Vertu guð faðir faðir 
niinn«, segir barnið, og svo á að biðja guð. Sálmarnir 47. 
^>Kunningjar Kristi þá«, og 48. — hinn staki andrikissálmur 
^>Að kvöldi Júðar frá eg færi«, hygg eg að lika hafi náð 
einna föstustum tökum á fólki voru, og andheitari vers 
en »Gegnum Jesú helgast hjarta« og »Hjartans instu æðar 
minarc á vist engin þjóð. Siðasti sálmur flokksins er og 
með þeim fyrstu, einkum er niðurlag sálmsins likt gagn- 
takandi sigurljóðum eða upprisusöng, og einkum er þetta 
vers kemur: 

Hvili eg nú siðast huga minn, 
herra Jesú, við legstað þinn; 
þegar eg gæti að greftran þin 
gleðst sála min, 
skelfing og ótti dauðans dvin. »Steini harðara er hjarta það«, segir H. P., en í dag 
hugsar margur kennimaður þessa lands: Steini harðara 
er hjarta það, sem ekki kemst við af þakklætistilfinningu 
við guð fyrir Hallgríra Pétursson. Og steini harðara er 
það hjarta, sem ekki kemst við þegar þess er minst, hvað 
vér eigum heilagri forsjá að þakka meira en margar 
stærri þjóðir, þvi að tiltölu við fólksfjölda og ástæður 
framleiddi vort harða, sárpinda land á þess mestu reynslu- 
dögum fieiri frægðarmenn en nokkurt annað land oss 
kunnugt. öld eða lengur var ísland á undan hinu stór- 
felda ættlandi voru Noregi að fæða af sér og fóstra mikil- 
menni og skörunga. Og hugsa má sér, að meðan um- 
komulitill húsfaðir söng í fátækt sinni og skorti vers H. P. 

Þurfamaður ert þú min sál, 
þiggur af drotni sérhvert mál, 
fæðu þina og fóstrið alt; 
fyrir þaö honum þakka skalt, — 

þá hafi húsmóðirin verið að næra á brjósti sínu einhvern 
þann sveininn, er siðar varð að stórmenni, sem þeir Jón 
Vídalin, Skúli Magnússon eða Eggert Ólafsson. 200 Hallgrimur Pétursson. 

I dag er sem eg heyri anda H. P. tala guðserindi tiE 
vorrar þjóðar og segja: »Guð og hans Kristur i yður 
blessi þér enn þá lengi Ijóðin mín ástkæra þjóð! Eitt 
eiga þau að geyma, sem seint mun dauðann smakka, og 
það er trúarlöngun mín — leit min og þorsti eftir lif anda 
guði, — án auðmjúkrar eftirþrár þýðir andrikið minna, þvi 
gáfur manna blessast ekki nema sá helgi þær, aem vér 
erum í, lifum og hrærumst. Fylg þeirri trúarfræði, sem 
timarnir kunna að þurfa, en látið guðs hönd og anda leiða 
yður í sannleika. Látið hið eldra gjarnan standa meðan 
hjörtun elska það; það mun falla af sjálfu sér, þegar hið' 
betra hefir nægilega rutt sér til rúms. 

Megi guðs opinberun, hvaðan sem hún kemur, kenna 
þér, kæra þjóð, fyrir vit og reynslu, að endurfæðast og 
íklæðast þeim Kristi, sem skapaður er i guðs mynd og er 
skuggi hans veru og Ijómi hans dýrðar. Skrýð þig betur 
og betur kærleik, sannleik og réttlæti, sem er sá kjarni 
kristinnar trúar, sem timinn aldrei eyðir eða deyðir, og 
lær með hverri komandi öld að syngja guði nýjan söng 
æ innilegri, háleitari, heilagri: því 

helzt mun það blessan valda 

meðan guðs náð 

lætur vort láð 

lýði og bygðum halda". , 

Og svo viljum vér svara anda vors ódauðlega skáld-^ 
mærings og segja: 

Trúarskáld, þér titrar helg og klökk 
tveggja — þriggja alda hjartans þökk! 
Niðjar Islands munu minnast þin 
meðan sól á kaldan jökul sin. 

Matthias Jochumsson. Dómur Dr. Yaltýs Guðmundssonar 
um „Hrannir". »De kalder Rosen smuk, fy jeg maa spytte! 

Nu har jeg aat mit Mærke paa dens Blad«, 
segir snigillinn í einu kvæði H. C. Andersens. 

Mór datt þetta ósjálfrátt í hug er eg hafði lesið ritdóm Dr. 
V. G. í síðasta hefti Eimr. Hann beinist þar meðal annars að* 
stuttri ritfregn er eg skrifaði um »Hrannir« í »Skírni«, þykir eg 
hafa lofað bókina um of, og þar sem eg hafi sagt að langfiest 
kvæði Einars Benediktssonar væru auðskilin hverjum manni sem 
nokkurt skáldskaparvit hefir og að enginn gefi nú fóstru sinni dyr- 
ari gimsteina en E. B., þá muni hór fara h'kt og í æfintýrinu um 
»nyju fötin keisarans«: menn muni lofa kvæðin hástöfum, þó þeir 
skilji þau ekki, til þess að verða ekki taldir með þeim er ekkert 
skáldskaparvit hafa. Ætlar Dr. V. G. nú að taka að sór hlutverk 
barnungans saklausa og kveða upp úr með sannleikann. 

Eg varð forviða er eg las þennan ritdóm. Dr. V. G. er merk- 
ur vísindamaður, háskólakennari í íslenzkri sögu og bókmentum og 
þaulvanur ritdómari, sem venjulega er sanngjarn í dómum sínum. 
Þó hefir ritdómurinn tekist svo, að hann á sór fáa h'ka, nema ein- 
stöku níðgreiuar sem við og við hafa verið skrifaðar um íslenzk 
skáldrit — og þau sum ekki af verra tæginu — af mönnum sera 
hafa verið að reyna að stæla dóm Jónasar Hallgrímssonar um Tis- 
trams rímur forðum og þóttust góðir ef þeir gátu snúið út úr 
mæltu máli og gert sig svo heimska, að engu skáldi væri við þá 
talandi. Eg geri ráð fyrir að Dr. V. G. hafi ekki valið það sem 
honum þótti minst aðfinsluvert til að ráðast á og skal því taka lið' 
fyrir lið það sem hann finnur að. Vona eg þá að það komi i ljó» 
hve ósamboðinn ritdómurinn er slíkum manni sem Dr. V. G. er^ 
og hve ómaklegur hann er i' garð eins af höfuðskáldum vorum að* 
fornu og nyju. :202 Dómur Dr. V. G. um „Hrannir" Dr. V. G, byrjar með því aS misskilja sjálft nafnið á bókinni. 
Hann virðist ekki þekkja algengustu merkinguna í orðinu »hrann- 
ir«, þ. e. öldur, og lætur það tákna ^skjjahrannir^. — Um »Spán- 
arvín« gerir hann þessa athugasemd : »Þá er dansmeyjarljsingin í 
»Spánarvín« (bls. 18) heldur ekki slök (þó samh'kingin só jafnan 
hin sama : h a f i ð)«. Það er eins og það sé galli, að líkingunni er 
haldið til enda, og er Dr. V. G. þar á öðru máli en Snorri: »Þá 
þykkja nygörvingar vel kveðnar, ef þat mál, er upp er tekit, haldi 
^f alla vísu-lengd; en ef sverð er ormr kallaðr, en síðan fiskr eða 
vöndr eða annan veg breytt, þat kalla menn nykrat, ok þykir þat Einar Benediktsson kveður um svaninn: 

Hans þögn er eins og hljóður hörpusláttur, 
sem hugann dregur með sér fjær og fjær. 
Hans flug er eins og hrynji aldyr háttur 
af himins opnu bók manns sálu nær. 

Um þetta segir Dr. V. G. : 

»Manni verður að spyrja hvernig þ ö g n svansins geti verið 
lík h 1 j ó m i (hörpuslætti), og hvort þögn svansins sé að þessu 
.leyti frábrugðin annari þögn, eða hvort hverskonar þögn só lík 
hörpuslætti. Þá virðist heldur ekki Ijóst, hvað átt er við með 
»himins opnu bók«. Só átt við himinhvolfið eða festinguna með 
stjörnum og öðrum himintunglum, hvenær er þá sú bók »opin« og 
hvenær »lokuð«. Með »a 1 d y r u m hætti«, er líklega átt við 
»slóttubönd«, því í formálanum stendur, að þau muni vera »feg- 
ursti og dyrasti háttur, sem nokkur tunga á«. En ætli þeir séu ekki 
fremur fáir sem hafa heyrt slóttubönd hrynja af »himins opnu bók« 
(festingunni) — mað einfaldari orðum : rigna niður úr skyjunum«. 

Þessi orð syna vel hvernig Dr. V. G. les kvæðin, og er það 
sízt furða þó honum skjöplist skemtunin við lesturinn, er svo kyn- 
legar hugsanir steðja að honum við hvert orð. En hver maður sem 
ekki er ósöngvinn eins og Glámur mun hafa reynt það, að þögn í 
fögrum söng tekur hugann öðru vísi en t. d. þögn eftir vagnaskrölt. 
Hugurinn heldur áfram að starfa, minnist þess sem ómaði áöur eða 
rennir grun í hvað koma muni eftir þögnina. Skáldið á við, að 
þegar svanurinn þagnar, þá er eins og hugurinn só fullur af hörpu- 
slætti. Sá hörpusláttur er að vísu »hljóður« eins og aðrar bugsan- 
ir vorar : hljóðritinn næði honum ekki. Skyldi nokkur hafa gerst 
til þess að fetta fingur út í hin frægu orð Keats í »Ode to a 
•Grecian urn«: l Dómur Dr. V. Gr. um „Hrannir. 203 

Heard raelodies are sweet, but those unheard 
Are sweeter; therefore, ye soft pipes, play ou; 
Not to the sensual ear, but more endear'd, 
Pipe to the spirit ditties of no tone. 
»Himins opnu bók« munu allir skilja sem fundið hafa mun á 
'heiðum himni og kafþoku, og flestir munu renna grun í að fleiri 
»hættir« geta verið aldjrir en »sléttubönd«, sem og hitt að »hátt- 
ur« getur koraið fram í fleiru ea tónum, t. d. í hreyfingum og 
Ijósbrigðum. 

E. B. kveður um ísland: 

»Þar rís hún vor drotning, djúpsins mær, 
raeð drifbjart men yfir göfugum hvarmi«. 
Þetta reynir Dr. V. G. að gera hlægilegt með því að »men« 
þyði »hálsfesti« eða »hálshring«. Það mun og vera hin upphaflega 
merking orðsins. Skáldið hefir það hinsvegar í merkingunni »djásn« 
og finst mór það róttmætt, bæði vegna þess að frummerkingin 
hvorki er mjög vakandi í meðvitund manna nú, nó virðist hafa 
verið það hjá forfeðrum vorum, eins og orðið »hálsmen« synir og 
margar kenningar, svo sem »men storðar« um Miðgarðsorminn, 
»grundarmen« og »lyngvamen« um höggorminn, »jarðarmen« o. fl. 
þar sem men er haft í merkingunni »hringur«, »sveie;ur«. Og þeg- 
ar Þrymr segir: »fjöld ák menja«, þá finst mér tvísýnt að það hafi 
alt verið »hál8hringir« eða »hálsfestar«. 

Margt er það sera Dr. V. G. skilur ekki. Eg neyðist víst til 
að skyra vísurnar sera hann þykist ekki skilja, þó fáir rauni kunna 
mér þökk fyrir að skyra það sera öllura ætti að vera auðskilið: 
Harraaleiksins síðsta svið 
sagan reikul opnar; 
bjarma veikum lysir lið, 
líkin bleiku vopnar. 
Hvernig í ósköpunum á að skilja þetta? spyr Dr. V. G. Eg 
spyr: Hvernig í ósköpunum á að raisskilja það? Keikul sagan 
opnar síðsta svið harraaleiksins. • Reikul er sagan kölluð af því að 
sagnirnar eru á reiki. Hún opnar nú leiksviðið þar sera síðasti 
þáttur sorgarleiksins gerist, hún bregður veikura bjarraa yfir liðið 
og við þetta Ijós sögunnar rísa »bleiku líkin«, þ. e. þeir sera fóllu 
þarna, hervæðast fyrir hugskotsaugura skáldsins og heyja þann 
hildarleik sera ríraan greinir frá. Að »lysa lið« er engin raisþyrra- 
ing á raálinu, þó Dr. V. G. haldi það. »Sól hefir fengit fjölskylt 204 Dómur Dr. V. ö. um „Hrannir". embætti, því at hón skal lysa allan heim ok verma«, segir »Kon- 
ungsskuggsjá. 

Skálar viða styrkan stað 

steinum varðir byggja ; 

sálarhliði allmjög að 

anddyr garðsins liggja. 
Steinum varðir skálar byggja viðastyrkan stað. Anddyr garðs- 
ins liggja allmjög að sálarhliði. Eg veit ekki hvað þarf skyringar 
við af þessu. Að segja að steinum varðir skálar byggi staðinn finst- 
mér jafnljóst og ef sagt væri að staðurinn væri gerður af skálum 
með grjótveggjum : 

Yztu steinum flæðar frá 

fleinköst þyshá gjalla. 

Fyrstu beinum sveitir sjá 

særða »risa(( falla. 
Þarf að skyra það að skáldið notar hér »bein(( fyrir »beinörv- 
ar(( og að hvítu mennirnir eru »risar(( í augum Skrælingjanna ! 

Léttan, þéttan byrðing beins 

bygðu þjóðir alda. 

Slóttan, skvettinn otur eins 

útbjó flóðið kalda. 
Um þessa vísu segir Dr. V. G. : »Manni liggur við að taka- 
undir með Jóni sál. Þorlákssyni og hrópa : Hver skilur heimsku- 
þvætting þinn? Þú ekki sjálfur, Ieiruxinn((. Mikils þykir hooum 
við þurfa og þó er vísan svo auðskilin, að broslegt er að skyra hanai- 
Alda þjóðir (þ. e. margar kynslóðir) bygðu lóttan þóttan byrðing 
beins (þ. e. húðkeipurinn). Eins útbjó flóðið kalda (þ. e. hafið) 
slóttan skvettinn otur. Húðkeipurinn var með öðrum orðum eins 
vel gerður frá mannanna höndum og oturinn frá náttúrunnar. 

Græna landsins firna fjöll 

Fróni skína norðar, 

mæna handan alhvít öU 

austan Vínlands storðar. 
Úr þessari fallegu vísu vill Dr. V. G. gera höfuðsynd í landa- 
fræðinni og skilur hana svo sem Grænland liggi n o r ð u r af ís- 
landi. Skáldið segir aðeins að Grænlands firna fjöll skíni enn norð- 
ar en ísland, með öðrum orðum að landið nái enn lengra norður. 
Á því liggur áherzlan, en ekki hinu, hve langt það nær til suðurs. 
»Vínlands siorð(( er auðvitað sama sem Ameríka, og er það rótt að- 
Grænland liggi fyrir austan Ameríku. Dómur Dr. V. Gl. um „Hrannir". 205 

Hvað er »heimur styttuhljóðsins? Og hvernig er hægt að tala 
um »hátign loddarans« spyr Dr. V. G. er hann minnist á vísuna 
»Bál vors lífs og listar« (í kvæðinu »Eldur«). »Heimur styttu- 
hljóð8Íns« er hinn þöguli heimur líkneskjanna, »Hljóð« þyðir með- 
al annars þögn : »Hljóðs biðk allar helgar kindir«, segir völvan í 
»Völuspá«. »Gefið hljóð!« hefir Dr. V. G. o. fl. oft sagt á fund- 
um. — »Hátign loddaran8« kannast eg vel við, er eg minnist þess, 
að eg þykist aldrei hafa séð meiri tignarsvip á manni en á línu- 
dansara einum meðan hann var að leika listir sínar á strengnum, 
svo mikil göfgi lá í valdi hans yfir hverri taug líkamans, og skáld- 
ið, sem í þessari vísu er að syna hvernig sami eldurinn brennur í 
öllum greinum listanna, gleymir ekki loddaralistinni, þó hún só 
minst metin, heldur minnir á að einnig hún á sína hátign, sem 
getar Ijómað éins skært og erfðatignin í »sölum kóngsins«. 

»Moldarbarmsins steindu taugar« er ein af hinum djörfu sam- 
líkingum skáldsins. Hann sór yfirborð jarðar eins og lifandi barm, 
undir þeim barmi leynist taugakerfi, og að taugar jarðar sóu úr 
steini og ekki einhverjum mykri efnum, er ekki óeðlilegt. 

Ekki skal eg þrátta mikið um erindið úr kvæðinu »Dagurinn 
mikli«, sem Dr. V. G. reynir að gera sór mikinn mat úr. Við vit- 
um sjálfsagt báðir jafnmikið um það hvernig guð er vaxinn eða 
búinn og hvernig lífsstörfum hans er háttað, og þar sem Dr. V. 
-G. hneykslast á höfuðfaldinum og beltinu, er bendi á að skáldið 
hugsi sér guð sem konu, þá finst mór það ekki meiri goðgá en ef 
skáldið hefði látið guð hafa harðan hatt og axlabönd eins og okkur 
Dr. V. G. Má og minna á það sem Jafnhárr mælti forðum : »Eigi 
ervL ásynjurnar óhelgari ok eigi megu þær minna«. — 
Með heilanum EgiU hataði og unni. 
Hans hróður spratt inst af þankanna brunni. 
>Er nú ekki dæmalaust að segja slíkt um einhvern hinn mesta 
tilfinningamann og tilfinningaskáld, sem ísland hefir átt?« spyr 
Dr. V. G. Ó, nei, nei. Eða heldur Dr. V. G. að hatur og ást 
Egils hafi verið blind tilfinning ? Mór finst kvæðin hana mæla þar 
í gegn. Einmitt þau kvæðin þar sem tilfinning Egils kemur bezt 
í Ijós, föðurástin í »Sonatorreki« og vináttan í »Árinbjarnarkviðu«, 
sýna það, að hann gerði sór Ijósa grein fyrir hvaö það var sem 
hann unni í fari sonar síns og Arinbjarnar, hann telur upp hvers 
hann saknar, þar sem sonurinn fórst, og eiginleikana sem honum 
þykir Arinbjörn ágætur fyrir. — Þeim sem hann hatar eða fyrir- 
lítur lysir hann í vísum sínum með vel völdum orðum er syna 206 Dómur Dr. V. G. am „Hrannir". hvaða eiginleikar það voru sem vöktu þessar tilfinuingar hjá hon- 
um. Lesi menn t. d. vísurnar : »Svá skyldi goð gjalda«, »Lög- 
brigðir hefr lagða« og »Njtr iUsögull ýtir« og gái að hvernig hann 
titlar óviui sína þar. 

»Hrygðin lá Agli harðla á munni« skilur Dr. V. G. svo, að hon- 
um hafi verið gjarnt að tala um sorg sína, en það er rangt. Orðin 
þyða að róttu : »Hrygðin lá Agli harðlega, þ. e. þungt, á munni, 
og kemur það heim við það sem EgiU kveður sjálfur í sorg sinni:: 
»Mjök erum tregt 
tungu at hræra«. 
Mótsögnina sem Dr. V. G. þykist finna í »Hór er þróttur heil- 
ans æfður« og næstu vísum á eftir, í kvæðinu Svartiskóli, get eg 
ekki fundið. — 

Fjallstorðin unga með fegurð og unað 
fangmjúk og andhrein með lífsins munað 
byður þeim sjálfa sig að gjöf. 
Dr. V. G. kallar það »firrur« að velja íslandi þau orð sem eg hefi 
auðkent í vísunni. Fyrir skáldinu mun hafa vakað 
fjarlægu hæðanna milda mynd, 
svo mjúk eins og öldufaldur — 
eins og hann kemst að orði í kvæðinu um Egil. Annars held eg- 
enginn hafi t. d. álasað Steingrími fyrir að tala um »hið milda, mjúka 
móðurjarðar skaut« í kvæðinu »Sveitasæla«, sem vissulega bendir 
á margvíslegan »lífsin8 munað« fyrir þann sem hefir nautn af öðru 
en mat og drykk. 

Kvöldsólin logar lárótt og hly 
í logni á Brussels hæðum. 
Þetta er svo að skilja að sólin logar í lárótta stefnu að sjá, og er 
það rótt mál sem fáum mundi hugkvæmast að snúa út úr eins og. 
Dr. V. G. hefir gert. 

•Orðin um höfuðborg Spánar: 

Með forna heimsvaldsins úrætta arf 
byr hnn öltur er geyma þess heilögu glóð 
munu allir skilja sem lesa þau með athygli. 

Þá finnur Dr. V. G. að því að í rímunni só sumstaðar ófull- 
komið rím. Tilvitnaniruar sýna að skáldið hefir sumstaðar ekki 
œtlast til að þau orð er Dr. V. G. nefnir rímuðu saman, t. d. 
»eplin« og »aldin«. Hann hefir ekki kveðið þær vísur eins dyrt 
og hinar, og œtti hvert skáld að mega ráða því sjálft, hve dyrt það^ 
viU kveða, Sumstaðar veltur hinsvegar rímið á því hvern fram* Dómur Dr. V. G. um „Hrannir". 207 burð lesandinn hefir, þannig myndar t. d. »sand-a<S og »land-stein« 
rím ef sagt er land-stein, sem er'jafnrétt mál og lann-stein. Þegar 
ymislegur framburður er á einu og sama orði, án þess sagt verði að 
nokkur þeirra só óleyfilegur, eins og t. d. »kyrr«, sem líka er rit- 
að og borið fram »kyr« eða jafnvel »kjurr« eða »kjur«, þá finsfe 
mér skáldinu eigi að vera heimilt að nota þá myndina er fellur 
bezt i hvert skiftið, enda hafa skáldin á öllum öldum leyft sér 
þetta. E. B. hefir ekki fyrstur látið þolfallið af »hver« vera 
»hvörn« í rími. Matthías hefir rímað »hvörn« á móti »Björn« (í 
Friðþjófssögu), og Grímur Thomsen rímar »hvör« á móti »snör« i 
Gunnarsrímu. Og hún er dáh'tið barnaleg þessi trú surara mál- 
fræðinganna á það, að sú stafsetning er þeir sjálfir hafa só ein 
heilög og sáluhjálpleg. 

Dr. V. G. andæfir því sem eg sagði í Skírni um íslenzkuna á 
kvæðum E. B. og segir: »0g sannleikurinn er sá, að fáir raenn 
eða engir nauðga íslenzkunni og raisþyrma nm þessar mundir eins 
og einmitt E. B. Hann afbakar orðmyndir og breytir merkingu 
þeirra og róttri orðaskipun, eftir því sem hann þarf á að halda, til 
þess að geta rímað«. 

Dæmin sem Dr. V. G. tekur til að róttlæta þennan áfellisdóm 
sinn eru auk rímsins, sem eg hefi minst á, þau er nú skal greina: 

E. B. hefir haft orðið »hof« um kirkjur kristinna manna, um 
helli er munkar höfðu að guðshúsi, og svo kallar hann bæjarrúst- 
irnar á Bergþórshvoli »hofrústir«. »Orðið »hof« merkir aldrei ann- 
að en rausteri heiðingja«, segir Dr. V. G. En að »hof« táknaði 
h'ka blátt áfram hús, sézt t. d. á Hymiskviðu: 
»Þat's til kostar, 
ef koma mættið 
út yr óru 
ölkjól hofi«. 

Hví raá eigi skáldið nota það í þeirri raerkingu, og hvað er á 
móti því að iiota þetta fagra orð ura guðahús alraent, þar sem' 
textinn synir hvað það þýðir? 

Þá eru nokkrar orðrayndir sem Dr. V. G. hneykslast á : »alt- 
ar«— »öltur« fyrir »altari«— ölturu«; »fiðrild8« fyrir »fiðrildis«, »heið« 
fyrir »heiði«, »þrim« ;fyrir »þröm«, »yra8t« fyrir »yraist«. Skal 
eg láta hvern og einn sjálfan um það hve mikil málspell hann tel- 
ur að þessu. Hins vegar finst raór hart að banna að segja »óvins« 
sem kemur fyrir í fornu raáli fyrir »óvinar« og »viðs« fyrir »viðar«; 
»viður« beygist eins og »liður«, sem stundum hefir myndina »liðs«' 508 Dómur Dr. V. G. um „Hrannir". í eignarfalli (sjá Noreen : Altisl. u. altnorw. Grammatik, 3. útg. § 
385, 2). »Ýrviður« muii vera prentvilla. »Annað veif« særir ekki 
mitt eyra. 

Þá nefnir Dr. V. G. orð er hann telur dönskuslettur : »lak« 
er gamalt í málinu, »línlak« kemur t. d. fyrir í Ólafs sögu 
helga; »þanki«, hefir tíðkast hór á landi að minsta kosti síðan 
um og fyrir siðaskiftin, og Jónas Hallgrímsson hefir látið sór sæma 
að nota það; »sinni« er að líkindum jafngamalt og byzt eg við að lengi 
verði sagt »svo er margt sinnið sem skinnið«, »deyð4: hafa Jón 
Arason, Hallgr. Pótursson, Matthías Jochumsson o. fl. o. fl. kveðið 
um; að »fanga« kemur fyrir þegar á 13. öld; að »búa e-ð« þekkir 
hvert mannsbarn, t. d. búa skip, beð, öndvegi, liíiá, stofu, boið, 
ferð, raál. 

Versta raisþyrmingin þykir Dr. V. G. þó það, hvernig E. B. 
notar þáguföllin, en þá misþyrmingu hefir málið orðið að þola alt 
frá dögura Edduskáldanna, því þar má finna samskonar dæmi og 
þau sem Dr. V. G. vítir E. B. fyrir: 

Vanga stundum mjúkan mey 
mansöngs bagan vermir 
segir E. B. 

Kómu þór ógögn 
öll at hendi, 
þás bræðr þínum 
brjóst raufaðir, 
segir í Völsungakviðu. Og hví skyldi ekki mega segja: Þetta »er 
mór við hæfi« eins og »þetta hæfir mór« eða »þetta er mór 
hæfilegt« ? 

Um Grænlands bygðir segir E. B. : 

Háðar engum fundust fyrst 
frónskuni landnámsmanni. 
I Völsungakviðu hinni fornu stendur: 
Nú's sagt mær 
hvaðan sakar gerðusk, 
hví vas á legi mór 
lítt steikt etit. 
Og í Vafþrúðnismálum segir um Njörð: 

ok varðat hann ásum alinn. 
Að »hníga e-m« í merkingunni að hníga fyrir einhverjum er 
og fornt mál: »eigi mon svá ramligr borgarveggr, at eigi mone 
falla þegar er hann veit Alexandrum nœr koma, ok enir hœsto Dómur Dr. V. G. um „Hranuir". 209 Tturnar hafa nú nuraet honum at níga« segir Alexanders saga. Eins 
mun mega segja að »falla e-m«, og »þoka e-m«, euda hafa skáldin 
á öllum öldum fengið að hafa frjálsari hendur í bundnu máli en 
óbundnu. 

Björninn dansar fimur, frár 

firði langa, mjóa, 
er rótt mál. Eins og mé. ganga grænar brautir, renna loft og lög, 
klífa þrítugan hamarinn, sundríða ána, hlaupa leiruna, eins má 
»dansa fjörðinn«. Líklega hefir engum nema Dr. V. G. dottið í 
hug að »fjörður« væri einhver dans! 

Dr. V. G. ætlaði að leika barnið í æfintjri Ándersens. Það 
hefir ekki tekist. Hann hefir gert sig að barni sem e k k i sá það 
sem var, heldur það sem ekki var, og að barni s«m ekki er búið 
að læra móðurmálið. 

G. F. U Ritfregnir. Lexicon poeticnm antiquæ ^ngnæ septentrionalis. Ordbog 
over det norsk-islandske skjaldesprog. Forfattet af Sveinbjörn» 
Egilsson. Foröget og pány udgivet for Det kongelige nordiske 
oldskriftselskab ved Finnur Jónsson. 1. hæfte. Köbenhavn 1913. 
Verð: 4 kr. 

Hið fræga rit sniUingsins Sveinbjarnar Egilssonar, Lexicon 
poéticum, kom út árið 1860 á kostnað hins norræna fornfræðafje- 
lags og er því nú rúmlega fimtugt. Með því má segja að Svein- 
björn legði hinn firsta vísindalega grundvöU undir rjettan skilning 
á kvæðum fornskáldanna, þó að hann ætti sjer ímsa firirrennara í 
þeirri grein. Síðan hefir norrænni málfræði fleigt framm; Konráð 
Gíslason, Jón rektor Þorkelsson o. fl, hafa sjerstaklega fengist við 
fornskáldakvæðin og skírt sumt í þeim rjettara enn Sveinbjörn, og 
bragfræði skáldakvæðanna hefur tekið miklum stakkaskiftum, eink- 
um firir rannsóknir Sievers', enn það hefur aftur haft áhrif á kvæða- 
skíringar. Er því engin furða, þó að rit Sveinbjarnar sje nú í sum- 
um greinum orðið á eftir tímanum, og auk þess er það nú firir 
löngu orðið útselt og þau fáu eintök, sem á markaðinn koma, í 
háu verði. Má af þessu marka, að bríu þörf hafi verið á nírri 
orðabók ifir skáldamálið. 

Menn vissu, að Finnur Jónsson ætlaði sjer að bæta úr þessari 
þörf. Hann var sjálfkjörinn til þess starfa, því að enginn núlif- 
andi manna hefur fengist eins mikið og eins vel og hann við skír- 
ingar skáldakvæða. Skírnir hefur þegar minst loflega á hið mikia 
útgáfurit hans »Den norsk-islandske skjaldedigtning«, sem á að ná 
ifir allan skáldakveðskapinn, og er þegar komið út 1. bindi í 2^ 
deildum, sem nær tii loka 12. aldar. Firr enn nokkurn varði, hef- 
ur nú hinn óþreitandi elju- og atorkumaður gefið út firsta heftið af 
nírri orðabók ifir skáldamálið, og hefur hann af ræktarsemi við' 
Sveinbjörn Egilsson látið hana bera nafn hans, þó að orðabókin, 
eins og hún liggur firir í þessu firsta hefti, megi í rauninni heita 
nítt frumsamið rit. Svo miklum stakkaskiftum hefur orðabók 
Sveinbjarnar tekið. 

Jeg hef farið allnákvæmlega ifir þetta útkomna hefti og þori að 
fullirða að í það er tekið alt efnið úr orðabók Sveinbjarnar, svo- 
langt sem heftið nær, að svo miklu leiti sem það var ekki orðið- Ritfregnir. 211'. 

úrelt. Hins vegar hefur útgefandinn aukið við mjög miklu efni, 
meðfram af því að hann hefur getað notað íma kvæði og vísur, 
sem ekki vóru kunn, þegar Svb. samdi bók sína. Hann hefir og 
aukið við eiginnöfnum, sem firir koma hjá skáldunum, og er það- 
mikill fengur. Samt sem áður er heftið talsvert stittra en tilsvar- 
andi kafli í frumriti Sveinbjarnar; heftið er 160 bls. og endar á 
fyr; þar til svara í útgáfunni 1860 214 bls. Þetta kemur eink- 
um af því að útgef. miðar allar tilvitnanir við áðurnefnt rit sitt,. 
»Den norsk isl. skjaldedigtning«, og sparar það honum mikið rúm 
í tilvitnununum. Hver sem vill hafa fult gagn af þessari níju. 
orðabók verður því að hafa nefnt rit til hliðsjónar. 

í frumriti Sveinbjarnar eru allar þíðingar á latínu enn í þess- 
ari níju bók á dönsku. Higg jeg, að það sje til Ijettis firir flesta 
sem nota bókina, því að nú fækkar óðum þeim, sem skilja vel 
latínu, og get jeg þó ekki að því gert, að jeg sakna latínunnar. Þíð- 
ingarnar eru greiðar og gagnorðar og ifirleitt rjettar og nákvæmar, 
þó að sumar geti verið nokkrum vafa bundnar, því að mart er það 
í fornum kveðskap, sem ekki hefur enn verið skírt til hh'tar. Væri 
freistandi að nota tilefnið til að taka ímsa sh'ka staði til meðferðar, 
enn rúmið leifir það ekki í stuttri ritfregn. Ifir höfuð að tala 
virðist þetta hefti, sem út er komið, vera leist af hendi með hinni- 
mestu nákvæmni og samviskusemi. Prófarkir eru vei lesnar; jeg 
hef ekki tekið eftir annari prentvillu enn Halld Rannv. á bls. 
41 b^. sem ætti að vera H R a n n v eftir heimildaskránni aftan 
við heftið. Pappír og allur frágangur í besta lagi. 

Jeg enda þessar h'nur með einlægri þökk til útgefandans firir 
það sem út er komið af orðabókinni, og óska þess af heilum hug, 
að honum megi auðnast að leiða hana til góðra likta og leggja þar 
með smiðshöggið á alt hið mikla og góða starf, sem hann hefur 
haft firir kveðskap fornskáldanna. 

B. M. Ó. Bertha S. PhiUpotts : Kindred and Clan in the Middle Ages'^ 
and after. A Study in the Sociology of the Teutonic Races. Cam- 
bridge 1913. Verð 10 s. 6 d. 

Höfundur þessa rits, hin enska fróðleikskona Bertha S. Phill- 
potts, meistari að nafnbót, er mörgum íslendingum að góðu kunn, 
því að hún hefir ferðast mikið hjer um land og talar og skilur 
tungu vora betur enn flestir útlendingar. I bók þeirri, sem hjer 
ræðir um, hefur hún valið sjer hugðnæmt viðfangsefni, að skíra frá 
samheldi og samábirgð ættbálksins til forna og ifir höfuð að gera 
mönnum Ijóst, hverja þíðing frændsemin hafði, eigi aðeins á Islandi 
heldur og meðal annara germanskra þjóða, í Noregi, Svíþjóð, Dan- 
mörku, Norður-Þískalandi, Hollandi, Belgíu, Norður-Frakklandi og- 

14* .212 Ritfregnir. 

Englandi. Bókin ber vott um mikinn lærdóm og er fróðleg að 
mörgu leiti, og sjerstaklega er gaman að sjá, hve lengi ættin held- 
ur saman fram eftir öldum hjá ímsum þjóðum, t. d. Dönum og 
Norðurþjóðverjum. Enn þátturinn um ísland er, að því er mjer 
virðist, einn stór misskilningur frá upphafi til enda. 

Hingað til hefur það verið skoðun manna, að samúð og sam- 
ábirgð ættbálksins hafi verið mjög sterk hjá Forníslendingum, sterk- 
ari enn hjá flestum öðrum þjóðum, og hafa menn þar stuðst við 
Baugatal, hin fornu lög um niðgjóldin, enn niðgjöld eru það 
endurgjald, sem hver maður átti löglega heimting á að fá firir 
frænda sinn, ef hann var veginn, hjá jafn-nánum frændum vegand- 
ans, og náði rjetturinn til þessa endurgjalds og skildan að gjalda 
það til 5. 1 i ð a r í ættum hins vegna mans og vegandans. Bauga- 
tal er í Grágás beint framhald af Vígslóða og auðsjáanlega partur 
af honura eða viðauki við hann, og getur ekki leikið neinn efi á 
því, að Baugatal hefur verið skrásett með Vígslóða veturinn 1117 
— 1118 af laganefndinni, sem var skipuð á alþingi 1117 og sat á 
Breiðabólsstað í Vesturhópi, og að það var samþikt með Vígslóða í 
lögrjettu á alþingi sumarið eftir (^1118), sbr. orð Ara fróða sjálfs í 
íslb 10. k.: »Þá var skrifaðr Vígslóði ok mart annat í 
1 ö g u m ok sagt upp í lögróttu of sumarit eptir, en þat h'kaði 
öllum vel ok mælti því mangi í gegn«. Bæði efnið og hið ramm- 
forna orðfæri bendir til, að Baugatal sje eitt hið elsta í lögum 
vorum og h'klega til vor komið nokkurn veginn óbreitt úr Úlfljóts- 
lögum, sem voru sett laust firir 930 (sbr. ritgjörðir mínar um 
skattbændatal og manntal í Safni t. s. ísl. IV, 371. bls., og um 
silfurverð og vaðmálsverð í Skírni 1910, 6. bls.). Þessu er og höf. 
samþikk, og færir góð og gild rök firir, að Baugatal síni elsta og 
frumlegasta mind af þeim lögum, sem í gildi vóru í Noregi um nið- 
gjöldin, enda er það eðlilegt, ef Baugatal stafar frá Ulfljótslögum, 
að þessi lagaþáttur sje að efni til samhljóða norskum lögum frá 
sama tíma, því að íslendingar vóru þá enn Norðmenn. 

Þar sem nú má telja víst, að efnið í Baugatali stafi að mestu 
frá Úlfljótslögum, og enn fremur, að Baugatal hafi verið skrifað upp 
veturinn 1117 — 1118 og samþikt á alþingi 1118, þá liggur nærri 
að álikta, að Baugatal hafi verið gildandi lög um niðgjöldin alt frá 
Úlfljótslögum (um 927) og til 1118 að minsta kosti. 

Enn hvað segir höf. ? Hún heldur, að Baugatal hafi verið 
orðið gjörsamlega úrelt firir löngu þegar það var skrásett og sam- 
þikt á alþingi 1118, og meira að segja: hún tekur svo djúpt í 
árinni, að hún telur það (á 37. bls.) »alveg óhugsandi, að nokk- 
urn tíma hafi í reindinni verið farið eftir reglum Baugatals á ís- 
landi«! Jafnvel um það leiti sem Úlfljótr tók Baugatal í lög sín, 
telur hún Baugatal úrelt!! 

Og af hverju ræður nú höf. þetta? Aðallega af því að íslend- 
ingasögur þegja svo að segja alveg um niðgjöldin. Af því álikt- 
ar hún, að engin niðgjöld hafi verið goldin, þegar sögurnar gerð- 
ust, eða á söguöldinni (frá 930 til c. 1030). Ritfregnir. 218- 

Hjer við er nú það að athuga, að þögn er n e i k v æ 1 1 sönii- 
unargagn og sannar í rauninni ekki neitt. Þó að sögurnar geti 
ekki niðgjalda, getur vel verið, að þau hafi verið goldin firir því. 
Hjer má h'ka benda á fleiri enn eina eðlilega ástæðu firir því,. 
að sögurnar þegja um þetta efni. 

Þegar maður var veginn þurfti first og fremst að höfða mál á 
móti vegandanum, og er það kallað v í g s ö k. Vígsakaraðili er 
first sonur hins veqjna mans, frjálsborinn og arfgengur og eldri enn 
16 vetra, þá, ef hann er ekki til, faðir, þar næst bræður samfeðra,. 
þá bræður sammæðra o, s. frv. (sjá Grág. Kb. 94. kap., Sthb. 297. 
kap.). Konur gátu ekki farið með vígsök (Grág. Sthb. 1. c). Vi'g- 
sökin miðaði að þessu þrennu : 1. að fá vegandann dæmdan sekan 
skógarmann, 2. að fá dæmdan »rjett« úr fje hans, 6 merkur, til 
handa erfingja (eða erfingjum) hins vegna, og 3. að gera upptækt f je hans,. 
þannig að hálft fjeð fjelli til erfingja huis vegna enn hálft til fjórðungs- 
manna þeirra er sektarfje skildu taka að lögum (sjá Grág. Sthb. 
3.32. kap.). O'^t var sætst á vígsakir og þurfti þá auðvitað veg- 
andinn að gjalda fje til síknu sjer auk »rjettarins<í enn til sáttar- 
innar þurfti leifi iögrjettu. Þessar sakir gátu verið mjög fjeværi- 
legar, einkum ef vegandinn var auðugur. Ált það fje, sem hafðist 
á vígsökinni, hvort sem sætst var á hana eða ekki, var kallað v í g- 
sakarbœtr eða vígsbœtr og stundum að eins b œ t r ^), og 
fjell til erfingja hins vegna, hvort sem þeir vóru karlar eða konur,. 
og hver sem sök sótti.^). Þó er gerð sú undantekning frá þessu 
með »nymæli«, að ef kona á að taka vígsbætur eða sá maður, sem 
ekki getur sjálfur sótt sakir sínar, þá skuli aðili vígsakar (sá sem^ 
með sök fer) eiga þriðjung fjárins, því aðþað hefur þótt ósanngjarnt 
að láta hann vinna firir gíg. 

Þegar vígsökin var til likta leidd annaðhvort með dómi eða 
sætt (»er vígsökin er sett eða sótt« Baugatal, Grág. Kb. 202. bls.), 
hófst niðgjaldasökin (eða -sakirnar) eftir Baugatali. Þetta virðist og 
eðlilegt, því að first þurfti að sanna vi'gið á veganda, áður enn 
krafa varð gjörð á hendur ættingjum hans til niðgjalda. Þó virð- 
ist hafa mátt höfða niðgjaldasókina firri, ef dráttur varð á vígsök- 
inni (sbr. »eða hana, o: vígsöfcina, skyldi sœkja« Baugatal 1. c). 
Á Baugatali er helst svo að sjá, sem hver einstakur frændi hins 
vegna hafi sótt sína niðgjaldasök á hendur jafnnánum frændum 
vegandans. Þessum niðgjaldasökum má als ekki rugla saman við 
vígsökina. Þær eru höfð:^ðar gegn frændum veganda, enn ekki gegn 
veganda sjálfum eins og v/gsökin, og sakaraðilar eru eigi að eins 
nánustu erfingjar hins vegna mans, eins og í vi'gsökinni, heldur 
allir frændur hans náskildir og fjarskildir alt til fimmmenninga. 
Auðsjeð er, að vígsökin er aðalmálið, því að undir úrslitum hennar ^) Þetta virðist rjettara enn það, sem V. Finsen heldur fram, að 
þessi orð sjeu höfð eingöngu um „rjettinn". 

^) G-rág. Kb. 95. kap.: Bœtr allar um vigsakar eigu arftöku- 
menn o. s. frv. Skilniugur höf. á þessum stað á 38. bls., að hjer sje 
átt við niðgjöldin, er að minni higgju mesta fjarstæða. •214 Ritfregnir. 

«ru niðgjaldasakirnar komnar. Ef sá sem firir sökum er hafður í 
vígsökinni, er dæmdur síiín af víginu, þá er anðvitað ekkert tilkall 
til niðgjalda frá ættingjum hans. Ef vegandinn er auðugur maður, 
?þá er og vígsökin miklu fjevænlegri enn niðgjaldasakirnar. 

Með því nú að vígsökin er miklu veigameiri enn niðgjaldasak- 
irnar, þá er mjög eðlilegt, að sögur vorar leggi mesta áherslu á að 
skíra frá henni, en sleppi að minnast á niðgjaldasakirnar, sem eru 
ekki nærri eins »sögulegar«. Þó kemur það firir, að sögur geta 
um hlutdeild frænda í bótum, t. d. Bjarnar saga Hitdælakappa, 
þar sem hún segir í 34. kap. : »Mjramenn tóku ok mikit fó til 
sátta af Þórði Kolbeinssyni þeir sem váru frændr Bjarnar«. Höf. 
reinir (á 24. — 25. bls.) að gera sem minst úr þessu, meðal annars 
átelur hann, að sagan geti þess ekki, að aðrir frændur Bjarnar, sem 
til vóru, hafi fengið bætur^). Enn það verður þó ekki úr skafið, 
að sagan segir frá þeim frændbótum, sem Míramenn fengu. Hitt 
átehir höf. ekki, sem þó er í mótsögn við Baugatal, að frændurnir 
fá þessar bætur ekki hjá jafimánum frændum vegandans, heldur 
hjá veganda sjálfum, og mun jeg tala um það síðar. Njála getur 
og þess í 93. k., að Njáll hafi firir hönd Skarphjeðins, sem var 
vegandi, greitt bræðrum Þráins bæði manngjöld og bætur firir víg 
Þráins. Hjer svara manngjöld til vígsakarbóta, enn bætur til nið* 
gjalda. Enn einkennilegt er, að hvorttveggja er goldið í einu firir 
hönd veganda til bræðra hins vegna, sem vóru sakaraðilar, og gef- 
ur sagan þó í skin, að fleiri hafi átt að fá niðgjöld enn bræður 
einir (»Ketill skyldi fara ok finna þá a 1 1 a, er gjöld áttu at taka«). 
í 98. k. lætur og Njála Lýting segja, áður enn hann fer að vega 
Höskuld Njálsson : »Þat vitu allir menn, at ek hefi við engum bót- 
um tekit eptir Þráin mág minn«. — Ljtingr átti sistur Þráins. 
Námágar eru taldir með »sakaukum« í Baugatali, og eiga þeir allir 
saman að taka í niðgjöld 12 aura og 5 penninga vegna. Enn er 
einn staður (sem höf. hefir ekki tekið eftir) í Egils s. 55. kap. Þar 
segir, að Aðalsteinn hafi eftir víg Þórólfs afhent Agli, bróður hans, 
2 kistur fullar af silfri, »skaltu færa þetta fé föður þínum ; í son- 
argjöld sendi ek honum, en sumu fé skaltu skipia með frændum 
ykkrum Þórólfs, þeim er þér þykkja ágætastir; en þú skalt hór 
taka bróðurgjöld hjá mér, lönd eða lausa aura«. Að vísu gerist 
þetta í útlöndum, enn bersínilega hefur höf. hjer haft íslensk lög 
firir augum. Skallagrímur á að fá mest af fjenu »í sonarbætur«, 
og er það eðlilegt, því að hann var aðili vígsakar eftir Þórólf (Þór- 
ólfur dó sonlaus) og átti sem slíkur heimting á vígsakarbótum, 
•og auk þess átti hann helming af mesta baugi móts við Egil. Þá 
á Egill að fá bróðurgjöld sjerstaklega, og loks á hann að miðla ^) Það er gjörsamlega rangt hjá höf., að Skúli Þorsteinsson væri 
við eftirmálið riðinn, eða að Björn væri fóstbróðir hans, alinn upp hjá 
Þorsteini Egilssini. Eftir sögunni er Björn um stand með Skúla i æsku, 
enn ekki föður hans Þorsteini (2. k.), og Skúli er dáinn firir löngu, þeg- 
ar mælt er eftir Björn (7. k.). Ritfregnir. 215 

^fjarskildari frændum af því fje sem í kistunum var. Að konungur 
felur Agli fjeð til úthlutunar er eðlilegt, eftir því sem á stendur. 

Enn má telja eina ástæðu til þess, að sögurnar þegja oftast 
nær um niðgjöldin. Á þeim tíma, sem sögurnar vóru ritaðar, um 
-og eftir aldamótin 1200, virðist hafa verið komin sú venja á, að 
vígsakarbótum og niðgjöldum hafi verið steipt saman og að vígsak- 
araðili hafi krafist hvorstveggja í einu af veganda eða þeim sem 
fór með sökina firir hann, enn ekki af frændum veganda. Þetta 
firirkomulag var miklu handhægra og auðveldara í framkvæmdinni 
enn hið eldra firirkomulag. Vjer vitum, að samskonar venja komst 
á um innheimtu niðgjalda í Gulaþingslögum í Noregi með saktali 
Bjarna Marðarsonar (um 1200). Að sú venja hafi og komist á hjer, 
á það benda hinar háu bætur, sem goldnar eru firir víg á Sturl- 
ungaöldinni, sem væru naumast skiljanlegar, ef vígsakarbótum og 
niðgjöldum hefði ekki verið steipt saman. Merkileg í þessu efni er 
frásögn Sturlungu um bætur þær, sem Þorvarðr Þórarinson galt 
Sighvati Böðvarssini firir víg Þorgils skarða, bróður Sighvats (Sturl.^ 
II, 307, bis.) : »Þeir gerðu hálft annat hundrað hundraða fyrir 
víg Þorgils ; skyldi niðr falla þrír tigir hundraða fyrir atför við Þor- 
varð ok rán ok spellvirki þau, er ger höfðu verit á Grund; var þat 
mælt, at hvárir skyldi gjalda sínum mönnum, sem 
til ynniz«. Það er auðsjeð, hvað Þorvarðr á að gjalda sínum mönn- 
um af þeim 30 hundruðum, sem houum eru dæmd. Hann á að 
gjalda þeim, sem urðu firir ránum á Grund, skaðabætur. Enn hvað 
er það, sem SighvAtr á að gjalda sínum raönnum af þeim bótum, 
sem hann tekur við firir bróður sinn. Það getur ekki verið annað 
en niðgjöld til annara frænda Þorgils, hann ábirgist með öðrum 
orðum Þorvaröi, að engar eftirkröfur skuli koma frá þeim. Af 
þessu virðist Ijóst: 1. að vígsakarbótum og niðgjöldum er slengt 
saman í eina upphæð, og er hún köHuð »v í g s b æ t u r« síðar á s. 
st. 2. að vegandi greiðir hvorttveggja, og 3. að sakaraðili tekur 
á móti hvorutveggju og tekur að sjer að úthluta niðgjöldunum til 
frænda hins vegna. 

Enn ef þessi venja var komin á um það leiti, aem sögurnar 
vóru skrifaðar, þá er það mjög eðlilegt, að söguhöfundarnir geti h'tt 
niðgjaldanna sjerstaklega, með því að þau vóru sótt með vígsökinni 
á þeirra dögum. Það rjettarástand, sem söguritarinn átti sjálfur 
við að búa, hefur ósjálfrátt haft áhrif á lísing hans á löngu horfniim 
tímum. Af sömu ástæðu stafar og það, að Bjarnar s. Hitd. lætur 
veganda greiða Míramönnum niðgjöld og Njála lætur föður veganda 
greiða niðgjöld bræðrum Þráins. Ifir höfuð að tala er ekki mikið 
að marka vitnisburð svo ungra rita um þetta efni og sagnfræðileg 
fjarstæða að taka hann fram ifir vitnisburð hinna fornu laga, sem 
vóru skráð alt að því heilli öld á undan sögunum. Merkilegt er, 
að Helga kviða Hundingsbana hin firri, 11. og 12. er., virðist gera 
sama mun á b ó t u m (þ. e. vígsakarbótum) og niðgjöldum 
•:(sem kviðan nefnir » n e f g j ö 1 d «), eins og ísiensk lög gera. 

Höf undurinn blandar alstaðar saman manngjöldum og 2Í6 Ritfregnir. 

niðgjöldum, sem jeg higg vera alveg rangt, og leifi jeg mjer 
að vísa um það til ritgjörðar minnar um hina fornu íslensku alin í. 
Árb. Fornleifafjel. 1910, 18. — 20. bls. Manngjöld eru sama 
sem vígsakarbætur, þegar sætst er á málið, og eru talin »h u n d r- 
a ð s i 1 f r s« firir óbreittan mann. Orðið kemur ekki firir í Grá- 
gás, heldur að eins í sögum. I viðauka aftan við bókina reinir höf. 
að sanna, að »hundrað silfrs« sje = hundrað aurar silfurs, enn 
ekki =• 100 silfurriaetnar álnir (=20 aurar silfura), eins og jeg 
hef haldið fram. Hcf, gengur þar alveg fram hjá sumum af hin- 
um helstu röksemdum firir skoðun minni og helsta ástæða hennar 
á móti henni er sú, að ef hundrað silfurs er jafnt 20 aurum silfurs, 
þá sje manngjöldin á landnámsöldinni, þegar dírleikshlutfall silfurs 
og vaðmála stóð á jöfnu, ekki hærri enn 20 aurar vaðmála eða 
meira enn helmingi minni enn »rjetturinn«. Enn hvaða vissu hefur 
höf. firir því, að sú venja hafi verið komin á í landnámstíð að telja 
manngjöldin hundrað silfurs firir óbreittan mann ? Nei, sú venja 
er vafalaust miklu ingri, h'kt og sjálft verðnafnið hundrað silfrs,. 
sem aldrei kemur firir í lögunum. 

Mart fleira er aS athuga við kaflann um ísland í þessari bók,- 
ef rúm leifði, og verður ef til vill tækifæri til að minnast á 
það síðar. B. M. Ó. Einar Hjörleifsson: Frá ýmsum hliðum. Reykjavík 1913» 

Eínar Hjörleifsson: Lénharður fógeti. Reykjavík 1913. 

Það er einkennilegt um Einar Hjörleifsson, hve vel hann eldist 
og endist. Það er sem fyrst komi skriður á skáldskap hans, er hann 
nær fimtugu eða þar um bil. Áður bárust frá honum smásögur 
á stangli með ára miUibili. En 1908, þá er hann skortir einn vetur 
á fimtugt, komu tvær bækur út eftir hann, og síðan má kalla, að 
hver bókin hafi rekið aðra. Þetta stafar ef til vill af því, að nú 
fyrst hefir honum hlotnast gott næði við skáldskapinn. Eg get og, 
að það valdi nokkru um andlega þolgæði hans og framþróun, að 
hann er allmikill hugrenningamaður. Þótt menn kunni að greina 
á um verðmæti andatrúarrita hans og andatrúartiirauna, synir sú 
starfsemi hans, að honum er þörf á að skyra fyrir sór, með ein- 
hverju móti, sum myrkustu rök og rúnir mannsandans og tilver- 
unnar. 

En það er líka einkennilegt, að það sem honum, svo mjög 
hugsandi manni, lætur — eða hefir látið til þessa — bezt að lysa 
og blása í lífsanda skáldlegrar skaparagáfu, er ekki margþætt sálar* 
og hugrenningalíf, sem ofið er úr margs konar öflum og andstæð- 
um. Þetta sóst glögt á því ytra, á því hvaða stöður og hvers- 
konar menning honum tekst bezt að syna og mála í skáldskap sín- Kitfregnir, 21T 

um. Það leikur varla vafi á, að sveitalíf er óbrotnara en kaup- 
staðarlíf, ekki sízt Eeykjavíkurlífið, þar sem störf og stóttir og lífs- 
kjör mannanna eru miklu fjölbreyttari en fram til fjalla vorra og 
dala. Eg hygg, að flestir verði ásáttir um það, að Reykjavíkur- 
sögur hans standi ek.ki sveitasögum hans á sporði í skáldlegri list, 
og er þó margt vel um sumar ReykJMVíkurlysingar hans, einkum í 
»Gulli«. Hann kallaði eitt smásögusafn sitt »Smælingja«, enda var 
það sagt í ritdómi um þá bók, að hanu væri skáld smælingjanna, 
og var það vel mælt. Margar þær frásögur og maunlysingar, er 
honum hafa bezt heppnast og læst hafa sig fastaist í hug og hjörtu 
lesenda hans, herma frá æfi og örlögum andlegra og alómentaðra 
smælingja, sem eru, að kalla, ósnortnir af allri menning samtíðar sinnar. 
Flestar söguhetjur hans, bæði konur og karlar, þroskaðar og óþrosk- 
aðar, eru og að því leyti smælingjar, pð viljarnir eru óstyrkir og 
láta undan síga, slaka, er reynir á trúfesti þeirra við það, sem 
þeim er bezt gefið og dyrmætast. Það er dimt og lágt undir loft 
í hugum þeirra. Það þarf ekki annað en minna á Sigvalda í »Brúnni«, 
Imbu vatnskerlingu í Ofurefli, sem er sú söguhetjan í þeirri 
bók, er mótuð er með mestu lífi og einstaklingseinkennum. Hann 
er skáld óblandinna manna í andlegri, en ekki siðferðislegri, merk- 
ingu. En það er llka aðdáunarvert, hve vel hann kann skapi þessa 
fólks og hve snildarlega honum takast lýsingarnar á því. Fyrst er 
þess að geta, að hann er gagnkunnugur allri úthverfu á lífi ís- 
lenzkra sveitamanna, húsakynnum, klæðnaði og störfum. Þó dettur 
manni stundum í hug, að hann viti betur deili á sveitalífi, eins og 
það var fyrir 30 árum, heldur en það er nú, enda gerist ein smá- 
sagan fyrir svo löngum tíma. Og hann veit ekki síður skyn á 
innra lífi þess, sem áður er getið. Og hann er jafnfróður um allar 
stéttir. Hann veit um vinnukonurnar, raunir þeirra og deilur sín 
á milli og við heimilisfólkið. Hann smygur sem köttur gegnum 
mjóa veggjarholu inn í hugi húsfrúnna og nær þar í smásmugleg- 
ustu áhyggjuefni, sem barnaskapur þeirra og mentunarleysi hefir 
látið ná tökum á þeim og Ijósta þær raunum og gremju. Eg get 
ekki stilt mig um að minna hór á konurnar, sem vonuðu, að »bölvað 
ekki sins ílátaleysið« yrði ekki eins bagalegt í Vesturheimi og hór 
heima. Og hann þekkir bændurna, ráðríki þeirra, íhaldssemi, hrotta- 
skap, þráa og skilningsleysi á öðrum mönnum, og það jafnvel nán- 
ustu vandamönnum þeirra. Það leynir sór hvergi, að hann er 
veruleiksskáld. Og það sannast á honum, sem andstæðingar þess- 
arar listastefnu hafa fundið henni til foráttu, að hann lítur dökkum 
augum á lífið, og að lysingar hans bera merki þess. 

En það er eitt atriði, sem er bæði göfugt og stórvaxið í þess- 
um sögum hans, og það er samúð hans með smælingjunum og 
olnbogabörnum örlaganna. Hann sór og skilur og synir oss af 
skáldlegri list, að geð þessara aumingja og fáráðlinga eru »lítilla 
sanda, lítiUa sæva« eins og Hávamál komast að orði. En hann 
sér og sýnir meira. Þeir eiga bágt. Þeir fara alls á mis og hlut- 
skifti þeirra eru þjáningar einar og óhamingja. »Mór hefir aldrei :218 Ritfregnir. 

lagst neitt til«, segir ein söguhetja hans, er hún er að dauða komin. 
•Og hann hefir glögt auga á þeim ójöfnuði, sem ríkir í mannlegu 
fólagi. Hór kemur það aftur í Ijós, hve trútt hann fylgir raunsæis- 
stefnunni. Flestir rithöfundar, þeir er um það efni hafa ritað, 
játa, að fegursti þátturinn í fari þeirrar stefnu só samúð hennar 
með þeim, er guðir og menn og gæfa hafa snúið bakinu við, og að 
hún vinni óbeinh'nis — með sannsögulegum Ijsingum — gegn rang- 
læti því, er þjóðfélagið beitir þessa menn, sem verða að neyta 
matar síns í svo miklum sveita síns andlits. 

Skáldið fyrirlítur ekki þessa andlegu fátækliuga, er hann synir 
oss. Hann skilur sársauka þeirra og kvalir. Hann hæðir þá ekki, 
en hann getur oft og einatt ekki varist að brosa að þeim. Það er 
þetta samúðar- og góðmenskubros höf. að allri einfeldninni, smá- 
.munaseminni og barnaskapnum, sem fegrar og prýðir sögur hans. 

I þessum nyútkomnu bókum hans sjást sömu einkennin. Enn 
nær hann beztum listatökum á sveitalífinu og óblönduðum og 
<5þroskuðum sálum. Fyrsta sagan )>Á vegamótum<( minnir á Ofur- 
efli, og er margt vel um hana. Hún segir frá mentuðum presti, 
gæddum góðvild og sannleiksást, en hann brestur styrkan og ein- 
beittan vilja, sem mörg önnur systkin hans, söguhetjur skáldsins. 
Skáldið lætur prestinn sjálfan í viðræðu við konu sína lýsa vel efa- 
seradum sínum, ráðþrotum og kjarkleysi. »Þegar bækurnar einar 
eru fyrir framan okkur, þá eru allar götur greiðfærar«, segir hann. 
— )>En þegar út í h'fið kemur, verða göturnar svo margar og 
vandi að greina þær hver frá annari ... Og á menn eins og mig 
-dettur oft myrkrið, áður en okkur varir, myrkur efans og ráða- 
leysisins«. En mér finst þó viðtal hans og orðræður stundum 
bresta líf og auðkenni talaðs máls. Höf. lætur betur að líkja eftir 
samræður ómentaðs en mentaðs fólks. Merkingar- og efnismikil er 
lysingin á kríunum í þessari sögu. Þótt sveitasögurnar í »Frá 
ymsum hliðum« hljóði ekki um eins veigamikið efni og »A vega- 
.mótum«, bera þær af henni í skáldlegri íþrótt. Miklar ágætis- 
sögur eru þær »Marjas« og »Vistaskifti« ! I »Vistaskiftum« birtist 
^em í eldri smásögum hans af sama tægi djúpsett samúð höf. með 
hrjáðum og hröktum vesalingum og skarpur skilningur á kjörum 
fþeirra, bágindum og raunura. Er slík samúð áreiðanlega eitt þess, 
sem mest er í heimi. Afbragðsverk skáldlegrar listar er »Marjas«. 
Efnið er að vísu ekki mikilvægt, en höf. fer með það af frábærri 
snild. Allur búningurinn fer efninu svo vel, liðast dásamlega vel 
utan um allan vöxt þess og skapnað. Hvert orð, hver setning í 
sögunni er laugað og liðkað hæglátri kymni og fíngerðu brosi höf., 
og það á svo vel við í þessari lysing á barnslegum hógóma, skringi- 
legum raunum og furðulega sraávöxnum áhyggjuefnum lítt þrosk- 
aðra sálna. Og rnálið er raraíslenzkt sveitamál, svo að það má hik- 
laust jafna því við það, sem bezt hefir verið ritað í Þjóðsögum 
Jóns Árnasonar. 

í seinasta skáldskap hans, í leikritinu »Lónharði fógeta« og sein- 
ustu sögunni og æfintyrinu kennir nokkurrar nybreytni, bæði að Ritfregnir. 219 

:gerð og efnisvali. Hér leggur höf. fyrsta sinni, svo að eg viti til, 
gerva hönd á leikritasmíð. Og það er iijjung í skáldskap hans, að 
hann kjs sór stjórnmáiabaráttu úr sögu landsins að yrkisefni (í 
Lénharði). I »Brúnni« hefir hann að vísu Ijst hreppa- og héraða- 
pólitík. Og loks má telja þriðju njjungina, að meiri röskleikur, 
karlmenska, vilji og hugsæi horfa við oss úr þessum litsmíðum en 
úr eldri sögunum. 

Höf. virðist ekki láta leikritasmíð eins vel og sagnagerð. Fyrsti 
þátturinn fær t. d. h'tt á tilfinningar lesendanna. Og þegar ritið 
snertir oss, virðast mér tilfinningar og handabragð Ijóðskáldsins 
hrífa oss, en síður kraftur, íþrótt og handtök leikritaskáldsins. Það 
er munur á afli þess á sjónsviði og t. d. Fjalla-Eyvindi. Og ann- 
að er einkennilegt : Svo fimlega sem höf. leikur sór oft að hvers- 
dagsmálinu, bregðast honum nú oft sundtökin þar. Margar samræð- 
ur, einkum í 1. þætti, eru þjóðsjnilega ritaðar, en ekki mæltar af 
munni fram. Sum viðtölin þar, t. d. ástarræður Eysteins, minna 
mjög á blaðamanninn Einar Hjörleifsson. Málið er að vísu vel ía- 
lenzkt, sem títt er hjá þessum góðkunna höf., en Eysteinn í Mörk 
og Torfi í Klofa hafa trauðla talað eins og þeir gera í Lénharði. 
Yfirleitt sjáum vér lítið af þeim tímum, sem það á að gerast 
á. En alt fyrir þetta er ritið hið merkilegasta. Frá því leggur 
fölskvalausa hljju til lands vors og þjóðar. Og samtíð vor, stjórn- 
málabarátta hennar, ástand og andi speglast í því. Skáldið sér 
vora tíma í sögu horfinna kynslóða og alda. Þetta leikrit á errndi 
til íslendinga. Skáldið lætur Torfa í Klofa segja : »Nú taka allir 
íslendingar höndum saman«. Þar virðist sem skáldið ráði löndum 
sínum heilræði um, hvernig þeir skuli fara að í viðureign sinni við 
útlent vald, sem þeir enn eiga í höggi við. Og hér trúir hann 
meira á þjóðina en í »Brúnni«. »Andinn er enn hinn sami í Is- 
Iendingum«, lætur haun Torfa i Klofa segja. — — »Þjóð, sem á 
að feðrum og mæðrum Bjarna frá Hellum og Ingiríði frá Hvammi 
og þeirra líka, henni er óhætt að treysta«, bætir hann við. Eysteinn 
er hugrakkasta karlmenni. Þótt landráðabrigzlin slettist upp um 
hann allan, brestur hann hvorki ættjarðarást nó þjóðlega hind. 
Missjnist mór, er mór virðist sem skáldið áminni þar landa sína 
að spara sér brigzl um landráð og föðurlandssvik? En það auð- 
kennir skáldið, að bezt hefir honum hepnast Freysteinn, Kotstrand- 
arkvikindið, þessi h'tilsigldi mannræfiU, sem ekkert er nema smá- 
smugleg síngirnin og matarhyggjan og vantar gersamlega alla 
sómatilfinning. Öll orð hans og ummæli sprikla og iða af lifandi 
h'fi og bera á sór svip og einkenni þess, er þau talar, og því þykir 
manni þessi leikhetja bæði trúleg og eðlileg. 

Það sannast, að bókmentasöguhöfundar seinni tíma þreyta ein- 
hvern tíma getspeki sína á að finna, hvort afskifti skáldsins af 
stjórnmálabaráttu vorri og skoðanir hans á þeim speglist ekki í 
»Lénharði«. 

Anderson er skemtilegasta saga. Söguhetjan er ný manntegund 
í skáldskap höf. Það er bifreiðarbragur á honum. Hann kemur 220 Kitfregnir, 

og sér og sigrar í einni övipan þingmanninn og konuha. En sig- 
urinn verður honum helzti auðunninn, því að skáldið gerir andstæð- 
ing hans svo veikan á svellinu. Það má deila um, hvort sagan só 
sennileg eða ekki. En menn skyldu varast miklar staðhæfingar í 
þéim efnum. Lífið er auðugt og fjölbreytilegt sem svipur himins 
eöa litir sumra íslenzkra fjalla, fjölmargt hugsanlegt, bæði örlög, 
atvik og leiðir að settu marki. 

Æfintyrið »Oskin« synir, hve glögt auga skáldið hefir nú á 
mikilvægi viljans, og er það í ágætu samræmi við eina nýbreytnina 
í þessum síðustu ritum, sem sjá má af því, ei- að framan er ritað, 
»Þeim, sem þykir gamaa að áreynslunni, verður jarðh'fið að himna» 
ríki«, segir Gabríel höfuðengill. Þeir verða »meira en höfuðenglarnir^. 
»Það er þeim hka öUum ætlað að verða«, kveður við rödd »ofan 
úr háhvelfingum himnanna«. Yfir sb'kri trú á framfarir mannanna 
hvílir fagurt heiði, giftusamlegt, frítt og Ijómandi. 

Höf. er enn sem fyr raunsæisskáld. En bjarmi bjartra hug- 
sjóna leikur nú yfir lysingum haus og mynduni af mannlegu lífi. 
Raunsæi og hugsæi fara nú saman í ritum þessa gáfaða góðskálds 
vors. 

SJgnrðnr Gnðmnndsson. Jón Trausti: Sögnr frá Skaftáreldi II. 

Þó að Jón Trausti sé ennþá ungur maður, er hann þegar orð- 
inn afkastamestur íslenzkra söguskálda. Sjálfsagt er hann helzt 
til afkastamikill. 1906 kom fyrsta skáldsaga hans út, síðan hefir 
hver bókin rekið aðra frá hans hendi, nú munu liggja eftir hann 
11 skáldsagnabindi samtals. Og þó hefur hann orðið að hafa skáld- 
sagnagerðina í hjáverkum. 

Það væri engin furða, þó að nokkur smíðalyti fyndust á svo 
mikhi verki. Og því er ekki heldur að leyna, að þau eru ekki 
allfá. Jón Trausti er óvandvirkur maður á mál og stíi, hann læt- 
ur sig synilega altof litlu skifta, hveroig orðum er hagað, ef hann 
aðeins getur gert sig skiljanlegan. Honum hættir og við að taka 
upp í frásögn sína margt það, sem söguefninu er óviðkomandi og 
vel hefði mátt kyrt liggja. Og ymislegt fJeira mætti að sögum 
hans finna. 

En þó mun engum skynbærum manni dyljast, að bókmenntum 
vorum hefir verið stórkostlegur gróði að skáldsögum hans. Eftir- 
tektargáfa hans er alveg óvenjuleg. Hann getur t. d. með örfáum 
orðum lyst útliti manna svo vel, að lesandinn þykist sjá þá með 
eigin augum. Og ekki aðeins útliti manna. Það er óhætt að segja 
að hann þekkir hvern krók og kima í sál Ólafs sauðamanns, Egils 
hreppstjóra eða unga prestsins í »Borgum«. Honum hefir og tek- 
ist það, sem engu íslenzku skáldi hefir hepnast, að lysa heilu bygð- Ritfregnir. 221 

arlagi svo, að lesandinn þykist þekkja þar nálega hvern mann og 
•hverja bæjarleið. Það hefir hann gert í Heiðarbjlissögunum. Ein- 
ar Hjörleifsson hefir í sögunum Ofurefli og Gull reynt að gera 
ámóta lysing af Reykjavík, en í þeim bókura kannast maður tæp- 
ast við einn einasta götuspotta í Reykjavík, þó að þær bækur ann- 
ars hafi margt til síns ágætis. Jón Trausti veit, þegar bezt liggur 
á honum, hvaða tökum hann á að taka lesandann til þess að hann 
sjái það, sem hann vill að hann sjái. Lysing hans á samtali Þor- 
geirs kaupmanns og Einars í Bælinu, þegar Þorgeir er að ginna 
Ein<ir til að kveikja í, er sjálfsagt eitt hið mesta meistaraverk 
í íslenzkum bókmentum. Og finst ekki flestum, sem hafa lesið 
hina snildarlegu smásögu »Þegar eg var á fregátunni«, að þeir 
sjálfir hafi siglt með Hrólfi gamla yfir flóann og tekið brimlend- 
inguna með honum ? 

Fyrst framan af lýsti Jón Trausti samtíð sinni. í tveimur 
síðustu bókum sínum hefir hann tekið sór fyrir hendur að lysa liðn- 
um tímum og liðinni kynslóð. En flestum hefir orðið hált á þeirri 
skáldsagnaritun, enda eru þar mörg vandhæfi á, því að höfundur- 
inn á að vera skáld og ekki skáld, sagnaritari og ekki sagnaritari. 
Og þess er ekki að dyljast, að æskilegast mundi að Jón Trausti 
hóldi áfram að lysa samtíð sínni, ef nokkuð má marka af þessari 
fyrstu tilraun hans um sögulegan sagnaskáldskap. 

I fyrra bindinu af sögum frá Skaftáreldum voru þó mörg 
ágæt tilþrif. Lysingarnar á ferðinni yfir Mýrdalssand og eldmessu 
síra Jóns Steingrímssonar eru pryðilega gerðar. En það kom þeg- 
ar í Ijós í því bindi, að höf. hefir ekki þann sjaldgæfa hæfileika, 
að geta vakið upp dauða kynslóð, svo að hún birtist lesandanum 
með litum og líkjum, einmitt með þeim einkennum, sem hún átti 
ein og gengið hafa til moldar með henni. Og þó hafði höf. 
heimildarit við að styðjast, sem gefur manni óvenjulega innsyn í 
hug og hjarta þeirrar aldar. 

En í seinna bindinu hefir þó algerlega farið út um þúfur 
fyrir höfundinum. Undirtitillinn er: »Sigur lífsin8«. Höf. hefir 
sennilega einhvern tíma ætlað að lysa hinu mikla kraftaverki kyns 
vors, vi^reisninni eftir Skaftáreldana og Móðuharðindin. Það er 
eitt hið stórkostlegasta viðfangsefni, sem íslenzkt þjóðskáld getur 
valið sór, að semja hetjuljóð um það furðuiega afrek, um kynja- 
mátt þeirrar þjóðar, sem stóð af sér allar þær hörmungar. En 
höf. hefir því miður alveg gleymt yrkisefninu. Maður verður í 
bókinni tæpast var við »sigur lífsins« yfir hörmungunum. I stað 
þess hefir hann valið sór ann^ð yrkisefni og verið harla óheppinn 
um valið. Hann hefir sem só tekið sór fyrir hendur að segja upp 
aftur kafla úr æfisógu manns, sem sjálfur hefir ritað bók um æfi 
sína af mikilli snild. Það er engin furða, þó að Jóni Trausta hafi 
orðið þetta ofraun. Æfisögur manna ritaðar af sjálfum þeim eru 
oft hin lærdómsríkustu og merkilegustu rit. Æfisaga síra Jóns 
Steingrímssonar er sjálfsagt eitt hið merkilegasta rit í bókmentum 
vorum. Síra Jón skrifaði hana til þess að stytta sór stundir í 222 Ritfregnir. 

mæðu sinni og veikindum. Hann virðist aðallega hafa ætlað börn- 
um sínum bókina, skrifaði hana sór hvorki til lofs nó frægðar, og 
segir stórt og smátt um sjálfan sig með þeirri einföldu aannleiksást 
og hreinskilni, sem aðeins miklum mönnum er lóð. Síra Jón hefir 
verið fágætur maður, sterkur og einfaldur, sannur sveitarhöfðingi 
og aannur prestur, — »guð8hetja« í fornum stíl. Það hefir auð- 
vitað orðið Jóni Trausta ofurefli, að ætla sér að skálda upp sögu 
þessa manns. Þar sem síra Jón er fáorður og fastorður í frásögn, 
teygir Jón Trausti lopann með hinu mesta marglæti. Hann Ijsir ásta- 
málum síra Jóns og Ingibjargar Olafsdóttur og er þó meira en óvíst, 
að síra Jón hafi nokkurn tíma rent hug í þá átt. Ef einhver hefði 
skrifað þetta um síra Jón lifandi, mundi hann að öllum h'kindum 
hafa reynst þeira manni bænheitur. En á nú ekki dauður maður 
að hafa sama rótt á sér sem lifandi maður eða jafnvei meiri, þar 
sem hann getur ekki borið hönd fyrir höfuð sór? Þeir sem vilja 
kynna sór meðferð Jóns Trausta á æfisögu síra Jóns ættu að bera 
saman frásagnir þeirra beggja um bónorðsförina vestur að Setbergi. 
Síra Jón lysir því ferðalagi með svo hjartanlegri hreinskilni að- 
maður verður alveg hissa á því, að Jón Trausti skyldi láta sér til 
hugar koma að fara að lysa því á ny. Síra Jón þarf sjálfur að 
segja frá vonbrigðum sínum — fastheldni sinni við bónorðið, svör- 
um stúlkunnar, »brennivínshyrgununni<( o. s. frv. — það getur eng- 
inn núlifandi maður gert eins vel. 

En þar að auki má margt annað að sögunni finna. Sagan 
hefir engan 18. aldar blæ. Það væri t. d. gaman að heyra höf. 
færa fram h'kur fyrir því, að nokkur alþyðumaður á íslandi á 18. 
öld hafi hugsað og talað eina og Gísli á Geirlandi. Eða hvernig 
stendur á því, að hcf. lætur Ólaf Pálsson skrifa unnustu sinni bréf, 
eins og guðfræðisstúdent við háskólann mundi skrifa nú. 18. aldar 
maður skrifaði sinni »ehruvirdandi, dygðum pryddu« unnustu á alt 
aöra leið. Brófastíl 18. aldarinnar hefði höf. þó átt að vera auð- 
velt að stæla. — 

Þeir sem hafa lesið fyrri skáldsögur Jóns Trausta með ánægju 
og þess vegna hafa opnað hverja nýja frá honum með eftirvænt- 
ingu^ mundu óska, að hann hefði aldrei skrifað þessa bók. En- 
þeir eru h'ka sannfærðir ura, að hann eigi ennþá eftir margt óskrif- 
að, sem skari fram úr því, sera hann hingað til hefir bezt gert. 

Árni Pálsson. Isak Collijn: Tvá blad af det förlorade Breviarium Mdar- 
osiense, Hólar 1534. Sjerprent úr: Nordisk tidskrift för bok- 
och biblioteksvásen, Árg. I (1914): 1. 

Grein þessi skírir frá rajög svo merkilegum fundi, sem C. Mr 
Stenbock greifi fann firir nokkru í bandi á pappírshandritinu nr. Ritfregnir. 22» 

6,4° í bókhlöðu konungs í Stokkhólmi, íslensku söguhandriti, sem 
komið hafði til Svíþjóðar með öðrum íslenskum handritum, er 
Guðmundur Ólafsson flutti þangað árið 1681. Fundurinn var hvorki 
meira nje minna enn tvö blöð úrBreviarium Nidarosiens e,^) 
prentuðu á Hólum 1534, í prentsmiðju Jóns biskups Arasonar, sem 
Jón Matthíasson, sænskur maður, stírði. 

Menn hjeldu, að þessi bók væri firir löngu tínd og tröllum 
gefin eins og annað, sem prentað var í prentsmiðju Jóns Arasonar. 
Arni Magnússon átti eitt eintak, enn það brann hjá honum í brun- 
anum mikla, og tók hann sjer það mjög nærri. Jón Ólafsson frá 
Grunnavík lísti síðar þessu eintaki Árna og hafði skrifað upp titil 
bókarinnar og niðurlag, sem er enn til. Enn annars vissu menn 
sama sem ekki neitt um þsssa bók, þangað til nú, að þessi tvö- 
blöð úr henni finnast í Stokkhólmi. 

Þegar Stenbock greifi hafði fundið blöðin, fjekk hann þau em- 
bættisbróður sínum, herra Isak Collijn, til rannsóknar, og var hann 
ekki lengi að sjá, að þau eru úr Hóla brevíarinu. I grein sinni 
segir hann rækilega alla sögu bókarinnar, h'sir þeim blöðum, sem 
fundist hafa, og ber þau saman við Parísarútgáfu brevíarsins, og 
eru þau alveg samhljóða henni, það sem þau ná, þó með dálitlum 
viðauka á einum stað og allmörgum prentvilium. 

Greininni filgir ágæt Ijósprentuð mind af báðum blöðunum, svo- 
að nú geta menn gert sjer Ijósa hugmind um hvernig prentað var 
á Hólum um 1534. Letrið er, að dómi höf., fremur fátæklegt og 
ekki fallegt. 

Það er merkileg tilviljun, að síðustu leifar af þessari bók, sem 
sænskur maður hefur prentað, skildu einmitt finnast í Svíþjóð, og 
leifum vjer oss að samfagna finnendunum. 

B. M. Ó. Gustav Freytag : Ingvi-Hrafn. Þytt hefir Bjarni Jónsson 
frá Vogi. Reykjavík. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar 1913. 

Bók þessi er framhald af »Ingva konungi«, er kom út fyrir 
nokkrum árum í þyðingu Bjarna Jónssonar og náði allmiklum vin- 
sældum. Hún bregður upp myndum af lífi Þjóðverja, sérstaklega^ 
Þyringa, á 8. öld e. Kr., er kristin trú tók að breiðast út meðal 
þeirra fyrir ötula framgöngu hins mikla trúboða, Vinfreðs eða Boui- 
fatiusar, sem er ein aðalpersónan í þessari sögu. Bókin er skemti- 
leg. Málið á þyðingunni hreint og sterkt, með fornlegum blæ, sem 
fer þessu efni vel. G. F. *) Það er eins konar „handbók« presta i Niðaróss erkibiskupsdæmif 
var áður prentuð i Parisarborg 1519, og er sú bók enn til. I Noregi 
komst engin prentsmiðja á fót fir enn 1643. 1t t Ganymedes. 

Eftir Goethe. Hve glóirðu glatt mig í kringum 

I geislad/rð morguns, 

Yndisvæna vor ! 

Með ótalfaldri 

Unaðsfylling 

Þrengist mér hrífandi að hjarta 

Þíns hins eilífa yljar 

Ástkend alheilög, 

Endalausa fegurð. 

Ó að fengi eg þenna 
í fang að nema. 

Ligg eg hór við brjóst þitt 
Af löngun vanmegna, 
-Og blóm þín og gras þitt 
Sig breiða mór að hjarta 
Þti kælir brennandi 
Þoiötann mór í brjósti, 
Árdagsandvari ! 
Og innan um þyðlega 
Úr þokudalnum 
Ástaríkum ómi 
Kallar á mig náttgali — 
Eg kem, eg kem. 

Hvert þá, æ hvert þá? 

Upp, upp stígandi 
Er eg að líða, 
Svífa niður skyin 
'Og sig þau lægja 
Munarþránni móti — 
Til mín, til mín 
Hóglega, ó sky ! 
í skauti yðar, 
Faðmandi, faðmaður 
Flyzt eg í hæðir 
Upp þér að brjósti, 
Altelskandi faðir! 

Steingr. Thorsteinsson 

þýddi. 11^^ í . hafísnum. Hvort hefir þú vin okkar hafísinn séð, 
er 'ann hraðar að landi för 
og tungunni hvítri og tönnunum með 
hann treður á foldar vör? 
Er hann fyllir fjörð, 
ryðst um flúð og börð 

og fellir sig strönd af strönd, 
svo hver alda deyr 

og hver þagnar þeyr, 

er þaut yfir grænkandi lönd. 

Eða hefir þú lent i hafísnum þá 
við Horn eða Langanes, 
og skoðað og heyrt hann skipsþiljum frá, 
er hann skraf sitt við rastirnar les ? 
Ei er háreysti neitt, 
en það hljóð þó leitt 

er 'ann hrönglast við byrðings skurn, 
meðan breiðan köld, 

leggur skjöld við skjöld, 

en skrúfar þó turn við turn. 

Sem óvigur floti með öfug segl 
er ömurlegt hafjaka-þing, 
og isnála-þoka meó haglskýja-hregl 
er hervörður alt i kring. 

15 226 í hafísnum. 

aiórir glæta köld 
niðr'í glufufjöld, 

eins og Glámsaugu stari þar kyr, 
En um nökkva súð 

er æ napurt gnúð 

eins og nárakkinn klóri á dyr. Þeir höfðu dvalið i dægur íimm 
við dauðann i risaleik, 
er nóttin ekki gat orðið dimm 
heldur að eins vofubleik. 

Hvar sem grisjaði' i skarð 
eða glufa varð 

var gufuknerrinum beitt. 
En hvert lifvænt bil 

gerði skammvinn skil 

og skipið komst ekki neitt. 

í þokunni grúfir sig þögul Hel 
um þrúðugar ísjaka-gjár, 
og þéttar og þéttar að skips-súðar skel 
treðst skarjaka-múgurinn flár, 
nemur byrðings borð 

eins og bryggja' að storð 

liggi beint upp á endalaust torg. 
En úr isjaka þröng 

yfir alhvita spöng 

ris einstöku háturnuð borg. Það hafði þrivegis hepnast drótt 
að hefta lekann á knör. 
Eftir drengilegt strit bæði dag og nótt 
loks dvinað var táp og fjör. — I hafisnum. 227 

Nú var skipshöfnin þreytt 
gat ei skeytt um neitt — 

nema skipstjórinn. Hann stóð enn 
eins og fyrstu stund — 

hafði' ei blundað blund 

en brosandi hrest sina menn. 

Við stjórnvölinn einn stóð hann bjartur og beinn 
og beið hverrar glufu á hrönn. 
Þá verðirnir dottuðu vakti hann einn 
og varðist nárakkans tönn. 
Bæði dag og nótt 
taldi' i deiga þrótt: 

»Ef við dugum, næst opið haf«. 
Og hans örmagna lið 

hélt von-gneista við 

er hann vonglaður skipanir gaf. 

Þá, eitt sinn, er skipið var skrúfað þétt 
í skrúðhvitum, grænbryddum ís, 
hann stýrimanni lét stjórnvölinn rétt 
og stökk út á ísinn. Þar rís 
rétt við byrðingsborð 
eins og bjarg á storð 

einn borgarjaki. Hann kleif 
upp með sjóngler i hönd, 

hvarf við sjónarrönd 

þar er súldin um jakatind dreif, 

En rétt eftir kuldaleg sægola sveif 
um svellkaldan ísjakaheim, 
og þokuna burtu hún bráðlega reif 
svo bláheiðan rofaði i geim. — 
Hátt á hafjakatind 
bar við himinlind 

þann, er hafskipsins ábyrgð bar. í hafísnnm. 

Hann stóð uppi þar einn 

meðan andvarinn hreinn 

gaf útsýn um helkreptan mar. 

Hann kallar, hann bendir — hann bandar með hönd. 
Hann býður: Stýrið: Norð-vestl 
Því er hlýtt og menn sjá: Þar er svolitii rönd 
af sæbláma. önnur ei sést. 
Og þar opnast bil. 
Eins og ógna gil 

stendur isinn á hliðar tvær. 
Kringum stappar is. — 

Bakvið stormur rís. — 

Fyrir stafni er opinn sær! 

Á skipinu fyrst heyrist fagnaðaróp, 
þvi að fjörgjöfin blasir nú við. 
En brátt slær i þögn. Svo hljóma við hróp 
frá hásetum: »Nei, höfum bið! 
enn oss vantar hann, 
er oss hjálpa vann 

þegar helstríð vor allra beið 
sem um dag og nótt 

gaf oss deigum þrótt 

og i dag loks fann þessa leið«. 

En hátt á jakanum stjórnarjnn stóð, 
og hann stýrði með hönd sinni enn. 
»Fram, hlýðið mér« sagð' hún. Með hugklökkum móð 
þeir hlýddu, hans sjóvönu menn. 
Eftir augnablik 
lukti aldan kvik 

fyrir aftan með nýrri spöng. 
Jakinn hái hvarf. — 

Nóg var hvers eins starf, 

og sú heimför varð döpur og ströng. Í hafisnnm. 229" 

Og ísinn rak suður i heitari höf 
með hann, er þar sigrandi dó ; 
og hafið, sem einnig bjó hafisnum gröf, 
að hjarta sér þrekmennið dró. 
En þeir hásetar hans 
báru heim til lands 

um hetjunnar sjálfsfórn vott. 

Yfir sólroðinn sæ 

bar sumarsins blæ 

og það sumar varð hlýtt og gott. öllum hafis verri er hjartans ís, 
er heltekur skyldunnar þor. 
Ef gripur hann þjóð, þá er glötunin vís, 
þá gagnar ei sól né vor. 
En sá heiti blær 

sem til hjartans nær 
frá hetjanna fórnarstól 
bræðir andans ís. 

Þaðan aftur rís 

fyrir ókomna tima sól. H. H, Draumar. 

Alþýðuerindi. Eins og þið öll vitið, eyöa mennirnir nálægt þriðjungi 
æfi sinnar i svefni, sumir nokkuru raeira en sem því svarar, 
fæstir öllu minna til jafnaðar. Það starf sálarlífsins, sem 
okkur er kunnugt um að gerist í þessu ástandi, nefnum 
við d r a u m a. 

Á öllum öldum heflr mönnum þótt mikils vert um 
þetta starf sálarlífsins. Það hefir átt mikinn þátt í trúar- 
og hjátrúar-hugmyndum manna. Þegar mennirnir standa 
á barnslegu þroskastigi, hættir þeim við að telja það jafn- 
verulegt, sem gerist í draumum, eins og það, sem gerist 
í vöku, eftir því sem fullyrt er um sumar þær þjóðir, sem 
enn eru til og skamt eru á veg komnar. Til dæmis eru 
menn í draumum þráfaldlega samvistum við framliðna 
menn. Það hefir orðið hin mesta styrking ódauðleikatrúnni. 
Svefninn hafa menn nefnt »bróður dauðans« af því, hve 
mönnum hefir virzt sofandi mannslíkaminn svipaður líki. 
En þegar menn hafa vaknað, hafa þeir haft miklar sög- 
ur að segja um það, sem fyrir sig hafi borið í þessu 
ástandi, stundum í miklum fjarlægðum frá líkamanum. 
Þetta, meðal annars, hefir sjálfsagt orðið til þess, að menn 
fóru að hugsa sér, að einhver skynjandi vera væri i lík- 
amanum, gæti farið burt úr honum í svefni, og gæti hald- 
ið áfram að lifa, þótt líkaminn tortímdist. Auðvitað hefir 
það og styrkt þennan skilning, að menn hafa á öllum 
öldum þózt komast að raun um, að stundum mætti í 
draumum fá vitneski'u um óorðna hluti. Þá vitneskju hafa Draumar. 231 

menn sett í samband við æðri verur, sem gerðu mönnum 
kunnugt um það, er þeir gætu ekki fengið að vita af eig- 
ín ramleik. Langoftast var, eftir því sem menn héldu, 
sú vitneskja ekki bein og óbrotin, heldur eins og falin i 
hinum og öðrum táknum. Til þess að þýða þau tákn, 
ráða draumana, þurfti sérstaka þekkingu og mikla vits- 
muni, eða jafnvel stundum guðdómlegan innblástur. í þvi 
efni þarf ekki annað en minnast draumanna i ritningunni 
og í íslendingasögunum. Jósep verður æðstur ráðherra 
í Egiptalandi, af þvi að hann getur ráðið drauma. Og 
hér á landi var þeim mönnum einum trúað til drauma* 
ráðninga, sem vitrastir voru. 

Vísindi þau, sem langmest hafa raótað hugi Vestur- 
landaþjóðanna á siðustu öld og fylt þá þeirri lífsskoðun, 
sem nefnd er efnishyggja (materialismi), hafa mjög unnið 
að þvi, að menn hafi hætt að taka mark á draumum. 

Ef við skygnumst eftir fróðleik um drauma i almenn- 
iim fræðibókum, eins og t. d. Salmonsens store illustrerede 
Konversations-Leksikonj þá sjáum við, að um draumana er 
þar nær þvi eingöngu talað frá neikvæðu sjónarmiði — 
með öðrum orðum, okkur er þar ekki skýrt frá öðru en 
því; hve drauma-ástandið sé miklu ófullkomnara en 
vökuástandið. Okkur er skýrt frá því, sem vitanlega er 
rétt, hve mjög hin sjálfráða vitundarstarfsemi, athyglin, 
veikist, eða að hún hverfi með öllu, svo að sofandi maður 
getur ekki fest hugann við hugrayndirnar eða haft stjórn 
á hugarstefnunni, og draumarnir verða fyrir því að stökki 
úr einu i annað og einum hringlanda. Af þessum athygli- 
skorti kemur það lika, eftir því sem prófessor Alfred 
Lehmann Ktur á i bókinni, sem eg nefndi áðan, að i 
draumura getur stundum komið fram furðu raikið hug- 
sjónaíiug. Af saraa skortinum stafar það enn fremur, hve 
litið sofandi maður verður fyrir áhrifum á skilningarvit- 
in, og hve litla meðvitund hann hefir ura sjálfan sig. Og 
trúin á það, að draumar geti boðað óorðna hluti, er kveð- 
in niður með þeirri staðhæíing, að hún staíi af endur- 
minninga-blekking. Af þvi að draumarnir séu svo hringl- 232 Ðranmar. 

andalegir og sundurlausir, sé alt að þvi ókleift að muna» 
þá nákvæmlega, og þegar eittlivað komi fyrir, sem likist 
draumi, er mann hafi dreymt, þá komi sá draumur fram 
i minninu að meira eða minna leyti breyttur, og með^ 
þeim hætti geti virzt svo, sem drauminn hafi verið a^- 
marka. 

Þann veg hafa þeir menn á draumana litið, sem mest 
áhrif hafa haft á hugsunarháttinn. Og af sama toga hefir 
það verið spunnið, sem merkur og gáfaður íslenzkur vis- 
indamaður hefir lagt til umræðna, sem orðið hafa hér á* 
landi um nokkura drauma i fornsögunum okkar. En eg. 
hefi valið mér þetta umtalsefni nú til þess að benda ykk^- 
ur á, að á siðari árum hafa farið fram rannsóknir á 
draumum með visindalegri nákvæmni, og að þær rann- 
sóknir hljóta að breyta til muna skilningnum á þessari 
hlið á sálarlífi mannanna. Það er Sálarrannsóknafélagið- 
brezka, (Society of Psychical Research), sem staðið hefir 
fyrir þeim rannsóknum. Og þeirra er gerð ágæt grein t 
hinni heimsfrægu bók eftir F. W. H. Myers ura Persónu- 
leik mannsins. Höf. fiokkar þar merkisdraumana af hinni 
mestu skarpskygni. Og eftir hans fiokkaskipun fer eg með^' 
það, sem mig langar nú til að segja ykkur. Þvi miður get eg: 
svo undur litið sagt ykkur af þvi, sem hann segir. Hann. 
segir 50 drauma, sem allir eru nokkuð sinn með hverju* 
móti, sýna einhverja sérstaka hlið á draumalifinu. Eg get 
ekki sagt nema örfáa. En þá fáu drauma, seni eg ætla að 
segja ykiíur, tek eg alla úr bók hans. Eg verð að sleppa 
sönnununum, sem færðar eru að þvi, að sögurnar séu- 
sannar, verð að láta mér nægja að benda ykkur á, að' 
engin saga hefir verið verið tekin i það safn nema eftir 
nákvæma rannsókn á þvi, hvort hún sé sönn — og ann- 
ars að visa til bókarinnar sjálfrar, sem nú má fá að minsta 
kosti á þrem tungum, ensku, frönsku og dönsku. 

Myers byrjar á þvi að benda mönnnura á, að eftir 
þær rannsóknir, sera fram hafa farið, sé eitt tafarlaust 
bersýnilegt: að við getura ekki talað um svefninn — eins- 
og hingað til hefir verið ura hann talað — eingöngu frá. Draumar. 233- 

n e i k V æ ð u sjón«irraiði. Við getum ekki látið okkur 
nægja það, sem alraennar fræðibækur gera, að fjölyrða ein- 
göngu ura þá vöku-hæíileika, sem v a n t a r, hvernig skyn- 
junin út á við dvínar, hvernig stjórn skynseminnar hverf- 
ur. Við verðum lika að tala ura svefninn frá jákvæðu 
sjónarmiði, líta á hann, að svo miklu leyti, sem við get- 
um, sem ákveðna hlið á persónuleik okkar, jafnstæða 
vökuhliðinni. Sumt af því, sera i svefninura gerist, er al- 
veg sérstaks eðlis; því verður ekki jafnað saraan við neitt, 
sera fyrir okkur keraur i vökunni. Og alveg vist er það, 
að drauraarnir eru ekki æ f i n 1 e g a yfirborðsruglingur 
liðinnar vöku-reynslu, þó að þeir séu það tiðast, heldur 
býr i þeim sérstakur máttur, fenginn úr einhverju þvi 
djúpi tilveru okkar, sem við náum ekki til i vöku. 

Alveg sérstaks eðlis eru, til dæmis að taka, þau áhrif 
svefnsins, sem okkur eru öUum kunnust, hressingin, sem 
honum fylgir. Við höfum sennilega öU reynt það, þó að 
enginn viti, hvernig á þvi stendur, að það eitt, að við 
blundum allra-snöggvast, að okkur að eins hverfur hugur, 
það getur hrest okkur og styrkt meira en margra klukku- 
stunda hvild i vöku gæti gert. Eftir einnar eða tveggja 
sekúnda svefn getum við jafnvel litið alt öðrura augum 
á tilveruna en við gerðum áður. Þá er sýnilegt, að eitt- 
hvað er að gerast annað eða alt annan veg en ella, þó 
að við vitum ekki, hvað það er. 

Venjulega höfum vio, eins og ykkur er öUum kunn- 
ugt, ekkert vald á líkaraa okkar i svefninura. En lika 
keraur það fyrir suraa menn, að þeir hafa margfalt meira 
vald á líkamanum i svefni en i vöku, geta sofandi farið 
um hættulega staði, sem þeir gætu ekki með nokkuru 
móti i vöku. 

Stundum vaxa hæfileikarnir í svef ni frá því sera þeir 
eru i vöku. Einn af helztu rithöfundum Breta á síðari 
hluta siðustu aldar hét Robert Louis Stevenson. Hann 
gerði tilraunir með drauraa sína, sem engum hafa tekist 
jafnvel. Honum tókst að láta sig dreyma sýnir, sem urðu 
að efninu i sumum beztu sögum hans. Sömuleiðis kemur i234 Draumar. 

það fyrir, að menn ráða í draumum gátur, sem þeir hafa 
verið að glima við i vöku, og ekki getað ráðið við. Menn 
hafa, til dæmis að taka, uppgötvað í draumi bókfærsluvillur, 
sem þeir voru uppgefnir við að finna, og reiknað stærð- 
fræðidæmi, sem þeir hafa enga hugmynd haft um í vöku, 
hverni^ þeir ættu að reikna. Eitt dæmi um afburða- 
skarpskygni i draumi er svo merkilegt og einkennilegt, 
að eg get ekki stilt mig um að segja ykkur ágrip af sög- 
unni. Hún er líka hentug til þess að athuga frá einni 
hlið, hvernig visindamenn nútímans hta á drauma. 

Dr. Hermann V. Hilprecht er prófessor í Assýríufræð- 
'um við Pennsylvaniu-háskólann. Hann hetir verið sam- 
verkamaður hins nafnkunna þýzka Austurlanda-fornfræð- 
ings, prófessors Friedrichs Delitzsch. í marzmán. 1893 var 
hann að berjast við að komast fram úr letri á tveimur 
agatsteinabrotum, sem hann hélt, að væru úr fingurhring- 
um einhverra fornmanna i Babýloniu. örðugleikarnir voru 
miklir. A þessum steinabrotum voru ekki eftir nema 
partar af stöfum. Fjöldi af slíkum brotum hafði fundist 
í rústum eftir Belsmusteri eitt, og af þeim höfðu menn 
engis orðið vísari. Og dr. Hilprecht hafði ekki einu sinni 
fiteinana sjálfa, heldur skynditeikningar, sem gerðar höfðu 
verið af þeim. Steinarnir voru í forngripasafni í Mikla- 
garði. Hann gefst alveg upp við steinana, nema hvað 
hann þykist sjá, bæði af því, hvar þeir fundust, og af 
stafagerðinni, að þeir muni vera frá tímabilinu 1700— 
1140 f. Kr. Hann er að gefa út bók um fornmenjarann- 
sóknir þar austur frá, og prófarkirnir liggja fyrir framan 
hann. Þar minnist hann á þessa steina, sinn á hvorum 
stað i bókinni, og getur ekkert frekara með þá komist. 
Um miðnætti fer hann að hátta, örþreyttur eftir þessi 
heilabrot, og sofnar fast. Þá dreymir hann, að til sín 
komi hár og grannur Babyloniu-prestur, um fertugt, fari 
með sig inn i fjárhirzlu musterisins, suðaustan-megin i þvi, 
og segi sér, að steinabrotin, sem hann hafi ritað um á 
bls. 22 og 26,^ eigi saman og séu ekki úr fingurgullum, 
heldur stan'di svo á þeim, að einu sinni hafi Kurigalzu Draninar. ' 235 

koDungm (sem var uppi ura 1300 f. Kr.) sent musteri 
Bels ýmsa muni úr dýrum steinum, þar á meðal áletraðan 
áheitis sivalning úr agatsteini. »Þá fengum við prestarnir*, 
segir draummaðurinn, »alt i einu skipun um, að búa til 
eyrnahringa úr agatsteinum handa likneskju guðsins Ninib. 
Við vorum í standandi vandræðum, þvi að engir óunnir 
agatsteinar voru við höndina. Til þess að hlýðnast þess- 
ari skipun, höfðum við engin önnur ráð en að skifta áheit- 
is-sivalningnum i þrent. Úr honum bjuggum við til 3 
hrin^a, og á öllum þeirra var nokkuð af letrinu. Fyrstu 
2 hringarnir voru settir í eyrun á hkneskjunni ; brotin 2, 
sem hafa valdið þér svo miklum heilabrotum, eru partar 
úr þeim. Ef þú heldur þeim saman, muntu komast að 
raun um, að eg segi satt. En þriðja hringinn hafið þið 
ekki fundið, og hann finnið þið aldrei«. Að svo mæltu 
hvarf presturinn. Dr. Hilprecht vaknar og segir konu 
sinni drauminn samstundis, til þess að gleyma honum 
ekki. Og daginn eftir getur hann lesið letrið. með því 
að setja teikningarnar saman. A steininum hafði staðið: 
Guðnum Ninib, syni Bels, drottins hans, hefir Kurigalzu, 
æðsti prestur Bels, gefið þetta. 

Enn var einn Örðugleiki eftir. Eftir lýsingunni á 
steinunum voru þeir sinn með hvorum lit. Þess vegna 
hafði engum dottið í hug, að þeir ættu saman, enda mjög 
óliklegt. En sumarið 1893 var dr. Hilprecht sendur til 
Miklagarðs til fornmenjarannsókna í safni soldáns þar. 
Þar voru steinarnir. Engum fornfræðingum þar hafði enn 
komið til hugar, að þeir ættu saman. En nú gengu allir 
úr skugga um það, og eins, að minsta kosti nokkurn veg- 
inn, um það hvorttveggja, að þeir hefðu upprunalega verið 
áheitis-sívalningur, og að siðar hefðu verið gerðir úr þeim 
eyrnahringar. Um litina á brotunum er það að segja, að 
steinninn hafði verið mislitur, og sagaður sundur um lita- 
skiftin. 

Hér eru 6 atriði, sem vitneskja fæst um i draumnum: 
1. Að brotin eigi saman; 2. að þau séu brot úr áiieiiis- 
sivalningi; 3. að Kurigalza konungur hafði gefið sivain- 236 Draumar. 

inginn; 4. að hann hafi verið gefinn guðnum Ninib; 5. a^ 
eyrnahringar hafi verið búnir til úr honum ; 6. að fjár- 
hirzlan hafi verið suðaustan-megin i musterinu. 

Myers segir, að engin önnur kynslóð en þessi mundi 
hafa efast um, að Babylóniu-presturinn muni í raun og 
veru hafa komist i samband við dr. Hilprecht og veitt 
honum þá vitneskju, sem hér er um að tefla. En ekki 
kemur honum til hugar að skýra málið þann veg, né 
þeim visindamönnum öðrum, sem við þessar rannsóknir 
fást. Um 5 fyrstu atriðin segja þeir, að þau séu öll þess 
eðlis, að prófessor Hilprecht hefði getað komist að þeim i 
vöku, enda hafi gert sams konar uppgötvanir vakandi. 
Hitt er ómótmælanlegt, að vitsmunir hans hafa þetta sinn, 
hvernig sem á því stendur, notið sín betur i svefninum 
en í vökunni, enda telja menn þarna náð hámarki þess 
ályktana-skarpleika, sem menn vita dæmi til i draumum. 
Og svo hefir jafnframt imyndunaraflið, sem leikur sva 
lausum hala í draumum, sem öllum er kunnugt, búið til 
prestinn. 

Um 6. atriðið — afstöðu fjárhirzlunnar í musterinu 
— er það að segja, að prófessor Hilprecht hafði enga hug- 
mynd um hana, þegar hann dreymdi drauminn. Hann 
grenslaðist eftir þessu, og þetta atriði reyndist rétt, eins 
og hin. En jafnframt sannaðist það, að honum hafði tveim 
árum áður verið sagt, hvar þetta fjárhirzlu-herbergi hef5i 
fundist í musterisrústunum. Hann hafði steingleymt þvi. 
En í þeim lögum vitundarinnar, sem nefnt er undirvitund, 
hefir það geymst, og runnið upp þaðan i draumnum. Það 
fyrirbrigði virðist vera nokkuð algengt. 

Draumarnir toga meira upp úr undirvitundinni en 
gleymd atvik; þeir koma lika þaðan með athuganir, sem 
aldrei hat'a komist inn í hversdagsvitundina, eingöngu hafa 
verið gerðar af undirvitundinni. Menn þykjast sem sé 
hafa komist að raun um, að eitthvað i okkur athugar 
stundum betur en við vitum. Eg hefi ekki tíma til að- 
gera grein þess, hvað menn hafa fyrir sér i þvi efni, verð" Draumar. 287 

að láta mér nægja að segja ykkur ágrip af tveimur 
•draumasögum, sem skýrðar eru þennan veg. 

Nærsýnn maður, að nafni Lewis, i Cardiff 1 Wales, 
á að taka á móti skipsfarmi. Uppskipunin átti að byrja 
kl. 6 að morgni. Hann fær skjölin, sem til þess þarf að fá 
vörurnar, kl. 4 siðd. deginum áður, og fer með þau 2 stund- 
um siðar i tollhúsið. En þegnr hann ætlar að sýna þau 
þar, hefir hann týnt þeim. Hann leitar vandlega i toll- 
húsinu og finnur þau ekki, fer heim mjög áhyggjufullur, 
og er hræddur um að missa stöðu sina fyiir þennan 
klaufaskap. 

Þá dreymir hann um nóttina, að hann sjcii skjölin í 
rifu i múrnum undir skrifborði i tollhúsinu. 

Hann fer kl. 5 morguninn eftir til toUhússins, vekur 
umsjónarmanninn og fær hann til þess að opna húsið. 
Hann gengur að staðnum, sem hann hafði dreymt. Þar 
eru skjölin. Og uppskipunin gat byrjað á réttuni tíma. 

Það sannaðist eftir á, að Lewis hafði leitað einmitt 
þarna undir borðinu, þar sem skjölin fundust. Og skýr- 
ing vísindamanna á draumnum er sú, að i þeirri leit hafi 
undirvitund mannsins skynjað skjölin, þó að hversdags- 
vitund hans yrði þeirra ekki vör. 

Hin sagan er á þessa leið: Ekkjumaður býr á bú- 
garði sinum í Massachusetts, og á 4 börn, 1 dreng og 3 
stúlkur. Drengurinn deyr af slysi um 14 ára gamalL 
Systur hans hafa verið mjög samrýndar honum, en yngsta 
systirin, sem var 8 — 9 ára gömul, þegar hann andaðist, 
hefir verið eftirlætisgoðið hans. Einu sinni kaupir faðir- 
inn ofurlitla hnífa, um 2^2 þuml. á lengd, handa systrun- 
um. Þetta var fyrsti hnífurinn, sem yngsta systirin eign- 
aðist, og henni þótti svo mikið i hann varið, að hún 
skildi hann aldrei við sig. 

Nokkurum dögum eftir að systurnar fengu hnifana, 
og um 6 mánuðum eftir andlát drengsins, komu nokkurar 
telpur að heimsækja þær, og allur hópurinn ferútihlöðu 
að leika sér. Þar var mikið hey og telpurnar ólmuðust 
uppi á heyinu. En i þessum leik tókst svo illa til, að 238 Draumar. 

minsta heimatelpan týndi nýja hnífnum sinum. Allar 
telpurnar fóru að leita að honum, en f undu hann ekki, og 
eigandinn var óhuggandi. Telpurnar skildu um kvöldið 
raunamæddar, og þó að faðirinn neytti allra bragða til að 
hugga barnið, sem týnt hafði hnífnum, þá fór hún grát- 
andi í rúraið. 

Um nóttina dreymir barnið, að bróðir hennar komi 
til hennar, taki í höndina á henni og segi: »Komdu með 
mér, góða; eg ætla að sýna þér, hvar hnífurinn þinn er«. 
Þá leiðir hann hana út í hlöðuna, klifrar raeð henni upp 
á heyið, sýnir henni hnífinn og lætur hana festa sér stað- 
inn i minni. 

Telpan vaknar um morguninn, full af fögnuði, og segir 
systrum sínum, að bróðir þeirra hafi komið til sín um 
nóttina og sýnt sér, hvar hnífurinn sé. Systur hennar fara 
að hlæja að henni, en hún er friðlaus eftir að fara að 
leita að hnífnum, og alveg sannfærð um, að hún viti, hvar 
hann sé. Svo að þær klæða sig í snatri, og önnur systir 
hennar fer raeð henni út í hlöðuna. Hún gengur rakleiðis 
þangað, sem bróðir hennar hafði vísað henni til. Og þar 
liggur hnífurinn ofan á heyinu. 

Skýring visindamanna er hér hin sama eins og á draum 
mannsins, sem týnt hafði uppskipunarskjölunum. Telpan 
hafði leitað að hnifnum um alt heyið. Hversdagsvitund 
hennar sést yfir staðinn, þar sem hann liggur, en undir- 
vitundin tekur eftir honum, og getur ekki komið vitnesk- 
junni inn í hversdagsvitundina annan veg en í svefni. 

En nú get eg hugsað mér, að einhverjum verði að 
spyrja: Hvers vegna á að vera að demba þessu öllu á 
undirvitundina, sem við vitum litið um! Ef fjarskygnin 
er sönuuð, hvers vegna gat þá ekki verið um hana að 
tefla, þegar Lewis sá i draumi skjölin, sem hann hafði 
týnt, eða þegar stúlkan sá hnífinn sinn í heyinu? Og eg 
get líka hugsað mér, að sumir spyrji enn fremur: Ef 
mennirnir lifa eftir dauðann og ef tekist hefir að ná ein- 
hverju sambandi við þá framliðna, eins og svo margir 
vísindamenn telja nú sæmilega vel sannað, hvers vegna Draumar. . 239^ 

þá ekki fara einföldustu leiðina og hugsa sér, að Baby- 
lóniupresturinn hafl i raun og veru talað i draumi við 
próf essor Hilprecht, og að f ramliðni drengurinn hafi í raun 
og veru sagt og sýnt systur sinni, hvar hún mundi finna> 
hnífinn sinn ? 

Mér finnast spurningarnar skynsamlegar, og eg skal- 
leitast við að svara þeim, þó að ekki geti það orðið ann- 
an veg en i mjög stuttu máli. 

Og f yrst er þá líklegast réttast að taka það fram, að^ 
menn vita töluvert meira um undirvitundina en nokkur 
von er til að alþýðu manna sé enn kunnugt um. 

Eg verð að láta mér nægja i þetta sinn að geta þess, 
að fyrir rúmum 20 árum fengu menn óræka vitneskju um- 
það stórmerkilega sálarfræðisatriði, að auk almennrar 
hversdags-vitundar dylst með mönnum annað vitundarlag^ 
aðrar endurminningar, aðrar hugsanir, aðrar tilfinningar, 
en þeir gera sér að jafnaði grein fyrir. Þetta vitundarlag, 
sem menn verða ekki að jafnaði varir við, og einkum kem- 
ur fram í svefni, dáleiðslum og öðru svipuðu ástandi, hafa 
menn nefnt undirvitund á okkar tungu. Menn hafa ástæðu 
til að ætla, að þar geymist alt, sem nokkuru sinni hefir 
inn i hversdags-vitundina komist, og margt fleira, sem 
aldrei heflr inn í hana komist. Undirvitundin er svo 
ramlega sönnuð með tilraunum, að um hana er mér vit- 
anlega alls ekki deilt. Svo að vísindamennirnir kveinka 
sér ekkert við að leita til hennar um skýringar — senni- 
lega nokkuð oftar en alveg er rétt. 

Og svo er annars að gæta: Ef þið athugið þessa 
drauma og þær skýringar, sem eg hefi nú sagt ykkur frá, 
þá sjáið þið, að þeir hæfileikar, sem koma fram i draum- 
unum, eru sama eðlis eins og almennir hæfileikar mann- 
anna. Það er ófrávíkjanleg regla vísindamanna að skýra 
alt í þvi Ijósi, svo lengi sem það er með nokkuru móti 
unt. Fjarsýnin og hæfileikinn til þess að veita hugsun- 
um viðtöku, öðruvísi en gegnum skilningarvitin, og fieiri 
þess konar eiginleikar eru alt annars eðlis, og til þeirra^ 
er ekki gripið til skýringar, fyr en ókleift er að heimfæra- : 240 Draumar. 

fyrirbrigðin til hinna almennu hæfileika mannanna. O^ 
menn líta að sjálfsögðu svo á, sem sú skýring, að sam- 
band hafi fengist við framliðna menn, hverrar tegundar 
sem það samband er, og hvort sem það er i vöku eða 
svefni, standi enn fjær, svo til þeirrar skýringar er ekki 
gripið, fyr en a 1 1 annað þrýtur — bæði venjulegir og 
óvenjulegir hæfileikar mannanna. Svo að gangurinn verð- 
ur eðlilega þessi, hvort heldur er um merkilega drauma 
að tefla, eða önnur torskilin fyrirbrigði, sem reka menn 
M úr hinum algengu skýringum, að fyrst er undirvit- 
undar-skýringin teygð svo langt, sem hún þolir; þegar 
henni sleppir, eru fyrirbrigðin skýrð með fjarsýni, hugs- 
anaflutningi og öðru þess konar, svo lengi sem þess er 
nokkur skynsamlegur kostur — og sumum finst töluvert 
lengur ; og þegar alt annað þrýtur, er leitast við að skýra 
fyrirbrigðin með tilgátunni um einhvers konar samband 
við annan heim. Það er allra-siðasta athvarfið. Eg skal 
ekkert um það segja, hvað réttar skýringarnar sumar 
verða með þessari aðferð. Eg er að eins að benda ykkur 
á, að þessi e r aðf erð þeirra vísindamanna, sem við þessi 
efni eru að fást. Og með varfærninni, sem i þessu er 
fólgin, hafa þeir gert rannsóknirnar visindalegar, og fengið 
mentaðan heim til þess að taka vel eftir þeim. 

En við getum ekki numið staðar við þá drauraa eina, 
sem benda á aukna almenna hæfileika. Þar kemur lika 
fram önnur tegund hæfileika, fyrirbrigði, sem við gæiura 
ef til vill heirafært til f j a r s k y n j u n a r einu nafni. 
Menn skynja, eins og með öllum skihiingarvitunum, þó 
að ekkert þeirra sé notað, fjarlæga staði og fjarlæga at- 
burði; og menn verða, beinhnis eða óbeinlinis, greinilega 
eða ógreinilega, varir við hugsanir og tilfinningar fjar- 
lægra manna. Eg get þvi miður lítið gert i þetta sinn 
annað en vakið athygli á þessu alment. Enda eru skýr- 
ingarnar á þess konar draumum flóknari en þeir fá gert 
sér 1 hugarlund, sem ekki hafa kynt sér málið. Þær 
fiækjast til muna við það, að oft er ókleift að gera sér 
grein þess, hvað er t. d. fjarsýni og hvað er hugsana- og Draumar. 241 

tilfinninga-flutningur. Eg skal segja ykkur eina, mjög 
^infalda, sögu til skýringar. 

Merkur enskur prestur, Warburton að nafni, segir 
bana. Hann fer til Oxford að heimsækja bróður sinn, 
sem var lögmaður. Bróðir hans á von á honum. Og 
þegar presturinn kemur inn í stofur hans, sér hann miða 
á borðinu. Lögmaðurinn biður þar afsökunar á því, að 
hann sé ekki heima, og komi ekki heim fyr en einhvern 
tíma eftir kl. 1, þvi að hann hafi farið á dansleik. Þetta 
er um kvöldið. En prestur fer ekki að hátta, heldur sezt 
i hægindastól og sofnar þar. Hann hrekkur upp kl. 1 
við það, að hann hefir þózt sjá bróður sinn koma út úr 
samkvæmissal, fram á bjartan stigagang, detta í efstu 
tröppunni á stiganum, hrapa áfram og bjargast við það, 
að hann kemur fyrir sig höndunum og olnbogunum. Hon- 
iim þykir einskis vert um þetta og sofnar aftur. Eftir 
hálfa klukkustund kemur bróðir hans inn, og segist aldrei 
hafa verið í annari eins hættu við að hálsbrotna eins og 
nú. Þegar hann hafi komið út úr danssalnum, hafi hann 
rasað og hrapað ofan allan stigann. 

Er nú þetta fjarsýni eða hugsanafiutningur? Hefir 
presturinn i raun og veru séð atburðinn i draumnum? 
Eða hefir hann fengið hugmyndina um hann inn í hug- 
ann frá hugsun bróður síns, þegar hann hrapar? Enginn 
getur vitað það, með þeirri þekkingu, sem menn hafa enn 
fengið á slikum efnum. Hitt eitt vita menn, að hann 
dreymir atburðinn, á því augnabliki, sem hann er að ger- 
ast, að þvi er virðist, og alveg eins og hann gerist. Eða 
«r einhver andlegur leyniþráður milli bræðrtinna. Hefir 
maðurinn, sem hrapaði, kipt í þennan þráð með geðshrær- 
ingunni, og eins og rykt bróður sínum til sin, svo að hans 
andlegi hluti hafi i raun og veru komið á staðinn um leið 
og atburðurinn gerðist? Svarið verður, eins og svo oft 
endranær i þessum efnum: Við vitum það ekki. 

En ekki er það nein ný kenning, að andar sofandi 
manna séu á f erðinni i draumum. Þvi hefir verið trúað á 
öllum öldum. »Á steinöldinni«, segir Myers, »hefði ekki 

16 242 Draumar. 

verið hættulaust að dirfast að mótinæla þvi. Og þó að eg^ 
kannist við það, að þessi »steinaldar-sálarfræði« sé ekki í 
samræmi við tízkuna fáeinar síðustu aldirnar, þá held eg 
ekki (eftir þeim fjarskynjunar-sönnunum, sem safnað hefir 
verið) að við getum visað á bug, sem afkáralegu drauma- 
rugli, þessari hugsun, sem alt af kemur aftur og aftur, að 
menn komi á fjarlægar stöðvar í svefni — og fái þar 
vitneskju um staðreyndir, sem menn geta ekki komist að 
Öðruvisi«. — Að minata kosti virðast tveir draumar, sem 
eg ætla uú að segja ykkur, benda i þá áttina. 

Maður er á ferð um nótt á Englandi i járnbrautar- 
lest. Um morguninn á hann að koraa á stöðina, þar sem 
hann á heima. Hann er einn í klefa, biður lestarþjón að 
vekja sig á járnbrautarstöð sinni, leggur sig út af og sofn- 
ar fast. Þegar þjónninn kemur að vekja hann, er hann 
að dreyma, að það sé niorgun, að hann sé kominn heim 
til sin, í svefnherbergi sitt, að hann sé að klæða sig, að 
hann fari fram að stigagatinu, að hann kalli tvisvar á 
vinnukonuna með nafni, og biðji hana að koma með heitt 
vatn. 

Þegar hann kemur heim til sin, er honum sagt, að 
einmitt á þeirri stund, sem hann var að dreyma þennan 
draum, hafi vinnukonan heyrt kallað á sig ofan af loft- 
inu, hafi greinilega heyrt kallað á sig t v i s v a r. Hún 
heldur, að það sé húsbóndinn, sem er að kalla á hana, 
man ekki í svipinn eftir því, að hann er ekki heima, 
hættir við það, sem hún er að gera og þýtur upp á loft. 
En hún kemur ofan náföl, og er ilt af hræðslu; því að 
enginn hefir verið uppi. 

Hinn drauminn dreymdi enskan prest, sem hét Newn- 
ham, og er nafnkendur fyrir mjög merkar rannsóknir á 
hugsanaflutningi. Hann er þá við háskólanám og er trú- 
lofaður stúlku, sem síðar varð konan hans. Eitt kvöld 
fleygir hann sér út af í fötunum um kl. 9 með óþolandi 
höfuðverk og sofnar. Hann dreymir þá, að hann sé stadd- 
ur hjá f jölskyldu unnustu sinnar, sé inni í stof u hjá tengda- 
foreldrum sinum tilvonandi, en að unnusta hans sé farin Draumar. 243 

upp á loft, að hann heldur. Svo býður hann foreldrum 
hennar góða nótt, og ætlar upp á loft til þess að hátta. 
En þegar hann kemur fram í forstofuna, verður hann þes& 
var, að unnustunni hefir dvalist niðri, og að hún er ekki 
komin lengra en ofarlega í stigann. Hann þýtur þá upp 
stigann, nær henni á efsta þrepinu og tekur báðum hand- 
leggjunum utan ura mittið á henni. Nú vaknar hann, og 
klukkan i húsinu sló 10 rétt á eftir. Draumurinn var svo 
lifandi i huga hans, að hann skrifaði unnustu sinni hann 
nákvæmlega morguninn eftir. 

En unnustan skrifar lika honum um morguninn, áður 
en hÚQ fær hans bréf, og segir i bréfinu: »Varstu nokk- 
uð að hugsa óvenjulega mikið um mig i gærkveldi rétt 
um kl. 10 ? Eg spyr að þvi vegna þess, að þegar eg var 
á leiðinni upp á loft til að hátta, heyrði eg greinilega 
fótatak þitt i stiganum, og fann, að þú tókst með báðum 
handleggjunum utan um mittið á mér*. 

Með þeim hugsunarhætti, sem flestum nútíðarmönnum 
hefir verið innrættur, er það óneitanlega nokkuð kynlegt 
að hugsa sér, að menn skynji það i draumi, sem er að 
gerast í fjarlægð. Enn kynlegra er þó að hugsa sér, að 
menn geti skynjað það í draumi, sem h e f i r gerst, og 
maður veit ekkert um. Til þess að skýra það fyrirbrigði, 
er venjulega gripið til hugsanaflutningsins. Menn hugsa 
sér, að vitneskjan um hinn liðna atburð komist inn í 
drauminn úr huga einhvers annars manns. En þaðan af 
kynlegra er að hugsa sér, að menn geti orðið varir i 
draumum við þá atburði, sem gerst hafa, og enginn 
lifandi maður veit að hafa gerst. Hvaðan kemur þá vit- 
neskjan? Sálarrannsóknarfélagið hefir skrásett og rann- 
sakað fjölda af sögum í þá átt. Eg skal segja ykkur 
ágrip af einum af þeim draumum. 

Kona nokkur, frú Storie að nafni, í Hobart Town i 
Ástraliu, fer að hátta að kvöldi hins 18. júli 1874, og kann 
eitthvað illa við sig, Henni fanst eins og einhver væri í 
herberginu, sem hún gat ekki séð, og þegar hún er a5 
fara upp i rúmið, fanst henni einhver vera m e ð h u g s-^ 

16* 24á Draumar. 

u n að varna sér þess. Kl. 2 vaknar hún eftir draum, 
sem var eins og einlægar lausasýnir. Fyrst sér hún 
bregða fyrir Ijósi, og í því Ijósi sér hún járnbraut og eim- 
reið á ferðinni. Hún hugsar með sér: »Hvað er þarna 
jnb gerast ? Er þetta eitth vert f erðalag ? Ætli einh ver af 
okkar fólki sé að ferðast þarna og raig sé að dreyma það? 
Þá svarar einhver, sem hún sér ekki: Nei; það er 
nokkuð alt annað — nokkuð öðruvísi en það á að vera«. 
»Mér fellur illa að horfa á þetta«, sagði konan þá i svefn- 
inum. Þá sér hún fyrir aftan og ofan höfuðið á sér efri 
partinn af líkama Vilhjálms bróður sins hallast aftur á 
bak; augun og munnurinn eru hálflokuð; bringan belgist 
4it, eins og hann hafi krampa, og hann lyftir upp hægra 
handleggnum. Þá beygir Vilhjálmur sig áfram og segir: 
»Eg ætti vist að komast út úr þes8u«. Næst sér hún hann 
liggja, með lokuðum augum, flatan á jörðinni Eimreiðar- 
strompur var við höfuðið á honum. Hún kallar upp 1 
geðshræringu: »Þetta rekst í hann«. Þessi einhver, 
sem hún hafði áður heyrt til, segir þá: » Já — jæja, hérna 
var það«. Og i sama bili sér hún Vilhjálm sitja úti undir 
beru lofti i daufu tunglsljósi utan í einhverjum hiygg. 
Hann réttir upp hægri handlegginn, skelf ur og segir : »Eg 
kemst ekki áfram og ekki heldur aftur á bak. Nei«. . Þá 
þóttist hún sjá hann liggja flatan. Hún hljóöar upp yfir 
sig: »0, ó!«, og henni fanst aðrir taka undir það, og segja 
lika »0, ó!«. Þá þóttist hún sjá Vilhjálm rísa upp á oln- 
boganum og segja: »Nú kemur það«. Næst er eins og 
hann sé að berjast við að standa upp; hann snýr sér 
tvisvar við snögglega og segir: »Er það lestin! lestin, 
le8tin«, og hægri öxlin á honum kastast til, eins og 
hún hefði fengið högg að aftan. Hann hnigur aftur á 
bak eins og i yfirliði; augun ranghvolfast. Einhver dökk- 
ur hlutur lendir miili þeirra, eins og timburþil, og henni 
finst einhvað velta um i hálfmyrkri og eins og handlegg- 
ur kastist upp, og þá sendist alt á burt. Rétt hjá henni 
verður þá einhver langur, dökkur hlutur á jörðinni. Hún 
Jkallar: »Þeir hafa skilið eitthvað eftir; það er likt Draumar. 245^ 

manni«. Þá reisti það upp höfuð og herðar og hneig aft- 
ur niður. Þessi sami e i n h v e r játaði því. Augnabliki 
siðar íinst henni kallað til sin að líta upp, og hún segir: 
»Er þetta enn ekki farið?« Henni er svarað: »Nei«. Og 
fram undan henni sér hún í Ijósi inn i járnbrautarvagn, 
og hún sér þar prest, sem hún þekkir, Johnstone. Hún 
spjT, hvað hann sé að gera þarna. Henni er svarað: 
»Hann cr þarna«. Loks þykir henni þessi einhver 
segja rétt hjá sér: »Nú er eg að fara«. Hún hrekkur 
við og scr í cinu : háan dökkan mann við höfuðið á sér 
og bakið á Vilhjáhni við hlið sér. Vilhjáimur tók hægrl 
hendinni um aiidlit sér, eins og sorgbitinn, og hin höndin 
kom rétt að segja við öxlina á henni; hann fór fram hjá 
henni fyrir framan hana, og var alvariegur og hátíðlegur 
á svipinn. Hún sér eins og leiftur úr augum hans, og 
fyrir bregður fríðu, fölu mannsandliti, sem henni íinst 
vera að fylgja honum, og hún hefir eins og veður af ein- 
hverjum þriðja manninum. Hún verður hrædd og hróparr 
»Er hann reiður?« »0, nei«, er svarað. »Er hann að 
fara burt?« »Já«, svarar þessi sami einhver. Og þá 
vaknar hún. Þegar hún er að festa svefninn aftur, þykir 
henni þessi sami einhver segja: »Það er alt búið«. 
Og annar svarar: >Eg ætla aö koma og minna hana á«. 

Viku seinna fær hún þá fregn, að Vilhjálmur bróðir 
hennar hafi orðið fyrii- járnbrautarlest kl 9,55 um kvöldið,. 
sem hana hafði dreymt drauminn og talið er vist, að hann 
hafi samstundis beðið bana af þvi. Hann hafði gengið^ 
ianga leið um daginn, sezt niöur við járnbrautina tii þesa 
að laga á sér skóinn, og, að því er menn telja vist, sofn- 
að og ekki vaknað aftur til þessa lífs. Járnbrautin var á 
tveggja feta háum hrygg, og hann hafði setið utan i hry gg- 
num, eins og hún sá hann í draumnum. Eitthvað, sem 
stóð út frá lestinni, liklegast tröppur, hafði lent á honum- 
Presturi nn, sera hún sá i lestinni, hafði verið þar á ferð. 
Enginn maður vissi um slysið, fyr en morguninn eftir. Þá» 
varð manni gengið fram á likið af tilviljun. 

Hvað eigum við nú að hugsa um þennan draum? 246 Draumar. 

Er þetta fjarskygni? Er raannssálin í raun og veru 
fivo gerð, að hún geti, þegar einhver óþekt skilyrði eru 
fengin, skynjað það, sem gerst hefir i fjarlægð? Eða 
€r eitthvað það til í tilverunni, sem atburðirnir festa sig 
á. eins og myndir, sem mannssálin getur einstöku sinnum 
skynjað? Við vitum það ekki. 

Eða er þetta hugsanaflutningur? Enginn vakandi 
niaður hefir getað sent það hugarskeyti, þvi að enginn 
vakandi maður vissi um slysið. Eigum við þá að hugsa 
okkur, að undirvitund mannsins, sem fyrir slysinu varð, 
hafi vitað, að lestin var að líoma, og hvað nú hlaut að 
gerast og skeytið borist frá henni til konunnar i svefnin- 
uin, en verið 3—4 klukkustundir á ferðinni? Eigum við 
aö hugsa okkur, að undirvitundin hafi ekki að eins séð 
lestina vera að koma, heldur lika séð prestinn inni i henni, 
og sent skeyti um það? Við vitum það ekki. 

Eða er þetta áhrif frá hinum framliðna manni eftir 
dauðann? Hefir hann verið, ásamt einhverri annari veru, 
sem konan verður ekki nema óglögt vör við, að reyna 
að bregða upp fyrir systur sinni hverri myndinni eftir 
aðra, til þess að gera henni viðvart um andlát sitt, eins 
og hann gerir sér grein fyrir atburðinum e f t i r dauðann? 
Myers heldur það. En við getum vist öll með góori sam- 
vizku sagt, að við vitum það ekki. Og sannast að segja finst 
mér ekki einu sinni skynsamlegt að láta sér finnast neitt lík- 
legt eða ólíklegt i jafn-flóknu máli, nema menn hafi kapp- 
ko3tað að kanna hið mikla dýpi rannsóknanna, sem fram 
hafa farið siðustu áratugina, ekki að eins á draumum, 
heldur^ líka á öllum svo nefndum dularfullum fyrirbrigð- 
um í heild sinni. Þau eru öll svo saman ofin, að ekkert 
þ'eirra verður með réttu slitið út úr sambandinu. 

Eg hefi minst á, að það sé kynlegt að hugsa sér, að 
menn geti í draumum orðið varir þeirra atburða, sem gerst 
hafa, og enginn lifandi maður veit, að hafi gerst. Oneit- 
anlega er þó enn kynlegra að hugsa -sér, að menn.skuli 
geta oiðið þess varir, sem ekki er komið fram, en g e r- 
i 8 1 8 í ð a r. Það er i minum augum allra-kynlegasta hlið- Draumar. 247 

in á draumunum. Samt er þetta sjálfsagt algengasta 
hliðin á draumatrúnni. Menn tala um það eins og al- 
gengan, ómerkilegan hlut, að þá »dreymi fyrir daglátum*. 
Með því er átt við það, að atburðirnir komi fram i draum- 
um, rétt áður en þeir gerast, og alveg eins og þeir gerast, 
Enn algengari er samt sú trú, að mönnum birtist í draumi, 
raeð hinum og öðrum táknum, það sem fram við þá á að 
koma. Eg hy gg, að fullyrða megi, að naumast sé nokk- 
urt það heimili til á landinu, þar sem ekki trúir ein- 
hver, að meira eða minna leyti, á draumana að þessu 
leyti — þar sem með öðrum orðum ekki trúir einhver á 
það fyrirbrigðið, sem er allra dularfylst og óaðgengilegast 
skilningnum. Eg v^it, að fiestir reisa þessa trú sina á 
veikum grundvelli. Eg veit, að athuganir íiestra manna 
1 þessu efni eru lítið eða ekkert annað en reykur. En 
þetta er ekki að eins algeng trú. Þetta er trú, sem lifað 
liefir á öllum þeim öldum, sem menn hafa sögur af mann- 
kyninu. Og nú er það að staðfestast með hinum visinda- 
legu rannsóknum, að þessi trú sé á einhverju verulegu 
reist. Sönnunum þess, að óorðnir atburðir geti komið 
fram i draumum, hefir rignt niður. Eg ætla að segja 
ykkur eina af slikum spádóms-sýnum, rétt til dæmis. 
Hún er einkar greinileg; hún virðist vera gersamlega til- 
gangslaus; hún er víst alveg óskiljanleg á núverandi þekk- 
ingarstigi mannanna; en hún er áreiðanlega sönn, þvi að 
hún er rambyggilega sönnuð. 

Enskur læknir, Alfred Gooper, segir söguna. Hann 
kemur til hertogans af Hamilton í lækniserindum Þá seg- 
ir hertogafrúin frá þvi, að fyrir sig hafi borið kynleg sýn 
eina nóttina, milli svefns og vöku ; hún hafi séð L. lávarð 
í stól, eins og i veikindakasti ; hjá honum hafi staðið rauð- 
skeggjaður maður; hann hafi staðið hjá baðkeri; og yfir 
baðkerinu hafi hangið rauður lampi. Hertogatrúin þekti 
íávarðinn ekkert nema í sjón, og hafði, að því er virðist, 
aldrei komið heim til hans. 

Einni viku eftir þetta var læknirinn sóttur til þessa 
lávarðar L. Hann hafði bólgu í báðum lungunum. Uppi 248 Drauinar. 

yfir honum stóð rauðskeggjaður hjúkrunarmaður. Maður- 
inn stóð við baðker. Og uppi yfir baðkerinu hékk rauð- 
ur lampi. Lávarðurinn dó viku eftir að hann fekk lungna- 
bólguna, 14 dögum eftir að hertogafrúin hafði sagt frá 
sýn sinni. 

Hvernig stendur á þessari sýn og öðrum slíkum sýn- 
um? Eiga forlagatrúarmennirnir á réttu að standa? Eru 
allir atburðir fyrirfram ákveðnir? Festast þeir einhver- 
staðar i tilverunni, ekki að eins þeir, sem gerst h a f a, 
heldur lík^ þeir, sem e i g a að gerast, og getur manns- 
andinn fengið að gægjast inn í þá myndasýningu einstöku 
sinnum, þegar eitthvað slaknar á jarðnesku böndunum? 
Er mannsandinn svo úr garði gerður, að hann fái séð inn 
i ókomna tímann, þegar hann fær að njóta sín? Eða eru 
einhverjar honi:|i?i æðri verur að sýna honum út i ein- 
hverja ókunna geima tilverunnar? Eða er timinn sjálfur 
ekki annað en blekking ófullkorains tilverustigs? 

Spurningarnar þyrlast og flykkjast upp eins og fugla- 
hópur, sem stygð hefir komist að. Mestu vafamál manns- 
andans komast i hreyfingu i hugum vorum — við það,- 
að við förum að hugsa um konu, sem dreymir jafn-ómerki- 
legan draum eins og þann, að hún sjái veikan mann, sem 
henni kemur annars ekkert við og er ekkert ant um, og; 
rauðskeggjaðan mann og baðker og rauðan iampa — af 
þvi að sá draumur rætist viku siðar. Svo nátengt er það, 
sem er litilmótlegast, og það, sem er háleitast, það, sem er 
einfaldast og hyersdagslegast, og það, sem er flóknast og 
dularfylst i tilverunni. 

Og andspænis þessum ráðgátum standa mennirnir, — 
fróðir jafnt og fávísir, vitrir jafnt og vitgrannir, — undr- 
andi og felmtraðir, og vita ekki sitt rjúkandi ráð, líkastir 
ofurlitlu sveitabarni, sem aldrei hefir séð flóknari vél en 
rokkinn hennar mömmu sinnar, og kemur ofan í flæmi- 
stóran skipsal, þar sem undraáhaldið hamast, það, sem knj^r- 
hina miklu fljótandi höll yfir útsæinn. Barnið skilur ekk^ 
ert. Og við erum ofurlitlir, misjafnlega kotrosknir, gláp- 
andi krakkar í vélarsal alheimsins. Draumar. 249* 

Misjafnlega kotrosknir. Og þar af leiðandi misjafn- 
lega skringilegir. Skringilegastir, þegar við tölum og hög- 
um okkur eins og við hefðum mælt og viktað og nákvæm- 
lega reiknað út alheiminn. 

Einar Hjörleifsson, Faxi. í dag vildi hann vera öllum góður. 

Hann gekk með beizlið um öxl fram daiinn, á leið 
til að sækja hestana. Hann horfði eftir götunni fram 
undan sér; hún truflaði hann i þessum ásetning hans. 
Þetta var gamla gatan, en i dag var hann nýr; hann gekk 
út af henni. Og nú runnu brosgeislar yfir andlit þessa 
unglings, endurskin af fögrum hugsunum, sem gerðu svip- 
inn bjartan og augun leiftrandi . . . Eftir stundarkorn sá 
hann eftir sig langa slóð, eins og dökka kjölrák i hvitu 
daggarhafinu. Þá hljóp hann aftur upp á götuna til að 
bæla ekki niður blessað grasið. 

í dag vildi hann vera öllum góður ~ og alt af héð- 
an i frá. En hafði hann ekki margoft reynt það áður! 
Og aldrei varð úr þvi annað en áformið. Það var lika 
undarlegt að vera alt af að striða honum. Átti aldrei að 
hætta að minna hann á þetta með nautið? 

Á bænum var blóðmannýgur griðungur, sem Sveinn 
bróðir hans var altaf að egna, og hafði gert æ verri við- 
ureignar. Einu sinni heyrir fólk inn i bæ, að Sveinn 
hrópar i dauðans ofboði á hjálp; hrópin komu utan af 
túni. Það fer út, og sér hvar boli fer bölvandi um alt 
tún með Svein á hálsinum og stefnir að stórum steini i 
miðju túni. Sveinn hafði verið að egna bola að vanda, 
iboli runnið á hann, en Sveinn brugðið sér upp á hálsinn 
á honum, haldið sér i hornin og lofað honum að hlaupa 
með sig. En þegar hann sa stefnuna, varð hann lafhrædd- 
dir ; hann haf ði vitað menn gera þetta til að verjast naut- Faxi. 251 

um, en þá höfðu nautin stundum reynt að rota þá við 
«tein. 

Þegar Kagnar sá viðureignina, varð hann að játa með 
sjáifum sér, að þetta hefði hann þó ekki getað leikið: að 
stökkva á bak nautinu og láta það hlaupa með sig. En 
um leið og hann dáðist i hljóði að hugprýði bróður sins, 
fann hann, að þetta var að bjóða nautinu byrginn, það 
var ofbeldi i þessu hugrekki. Svona. vildi hann ekki 
sigra nautið. Nautið var orðið svona mannýgt af því að 
Sveinn var alt af að egna það. En ef hann, sem aldrei 
hafði gert því neitt, ef hann kæmi uú til þess fjarska, 
fjarska vingjarniegur, þá var hann viss um, að hann gæti 
teymt það á hári. En í dag vildi hann láta það spekjast. 

Daginn eftir lagði mamma hans sig fyrir, eins og hún 
var vön að gera á undan hádegiskaffinu. »Snerptu undir 
katlinum á meðan«, sagði hún við eldastúlkuna, »eg ætla 
að láta renna í brjóstið á mér«. Ragnar beið, þangað til 
hún var sofnuð. Þá læddist hann að rúminu; hann tók 
aðra hárfléttuna hennar milli handa sér og rakti hana 
hægt upp. Alt í einu hrökk móðir hans upp með and- 
fælum: >Ertu að hárreyta mig, krakki«? En þá var 
drengurinn þotinn sem örskot ofan stiga og út á hlað með 
langt hár úr höfðinu á mömmu sinni i hendinni. Nautið 
var tjóðrað fyrir utan túngarðinn; hann hljóp miðja vegu 
til þess. Nautið æddi um í tjóðrinu líkt og óarga dýr, 
teygði hálsinn grenjandi með jörðinni, og rótaði upp mold- 
inni. En þegar það kom auga á drenginn, stóð það alt í 
einu kyrt, og horfði á liann. Þá hægði hann ósjálfrátt á 
sér. Fyrst dró hann djúpt andann, svo byrjaði hann: 
hann fylti augun af yl til nautsins, hann opnaði yarirnar 
með breiðu. brosi, svo að skein í mjallhvítar tennurnar, og 
svona gekk hann öruggur nær og nær, með útréttan arm- 
inn og hárið. af mömmu sinni milli fingranna. Nautið 
drap höfði, æddi síðan bölvandi á móti honum, en dreng- 
urinn hljóp lafhræddur og æpandi langt út fyrir tjóður- 
lengd. Og þegar hann loksins staðnæmdist, var híírið 
farið. 252 Faxi. 

Æ; þessu vildi hann öllu gleyma. Nú reið baraáað 
vera staðfastur. Já, það hafði verið slæmur dagur i gær. 
En hann vissi svo sem, hverju hann átti von á, þegar 
hann kæmi heim og vildi nú gera alt fyrir alla, hvert 
viðvik, sem hann væri beðinn um. Hann þekti gamla 
viðkvæðið: Hvað ósköp ert þú blíður og góður í dag, þú 
varst ekki alveg svona í gærí Og þar með var han& 
hreina áform vanhelgað. En hann v a r ð að bæta fyrir 
daginn i gær ! Það var fyrsta skifti sem hann hafði slegi5 
til móður sinnar, í reiðikasti. Alla, alla, alla æfi skyldi 
hann elska hana fyrir að hún sagði ekki föður hans frá 
því. Og þnð var alt að kenna þessu með nautið. Sveinn 
fór að hæðast að honum fyrir þennan barnaskap, rétt einu 
siuni — og svo börðust þeir. Sveinn var eldrí, svo Ragn- 
ar varð að neyta allra bragða. Alt í einu rekur Sveinn 
upp ógurlegt vein : 

— Biturðu, andskotans lubbinn þinn? 

Þá kom móðir þeirra fram. Hún var karhnannsigildi 
að kröftum, hafði smáar, þrýstnar, friðar hendur. Þessum 
smáu, friðu höndum greip hún nú í bringu sona sinna og 
gekk á miUi ; hún hélt sonum sínum út frá sér, sjálf 
þegjandi, þeim spriklandi. Þá gekk hún með þá hægt að 
dyrunum og hleypti Sveini út, en hélt þeim yngri eftir. 
Við það ætlaði hann alveg að tryllast, og í ofsanum rak 
hann rokna-högg á handlegginn sem hélt honum. Elsku- 
lega móðir, þá var refsing þín hörð : Þú tókst barnið þitt 
inn að brjósti þér og lézt það heyra hjarta þitt slá. 

Hann þoldi þjáningar. Að finna andlitið grafið inn í 
treyjubarm móður sinnar með þessum sérkennilega ilmi 
af klæðura hennar, að finna þessa konukrafta utan um 
8ig, að vera tekinn í faðm móður sinnar jafnskjótt og^ 

hann hafði barið hana hann brauzt um til að kom- 

ast burt, en mamma hans hélt honum róleg. Á fáum 
sekúndum hafði hann haft höfuðið i hundrað stellingum; 
það var hið eina, sem hann gat hreyft eins og hann vildi. 
Kölska gat ekki liðið ver í leggnum undir raessunni, en 
honum leið nú i faðmi móður sinnar! Þessi hugsun fór í Faxi. 258 

gegnum hann eins og hnifsoddur — og samstundis tók 
hann í fáti höndum um mittið á mömmu sinni, grúfði 
höfuðið niður i barm hennar og sagði bliðlega: 

— Manima ! 

Nú fann hún, að skap hans var að bliðkast og linaði 
ósjálfrátt tökin, og óðara smaug hann út og var allur 
á burt. 

Þá fyrst rann upp fyrir honum að hann hefði gert 
Ijótt verk, að svíkjast svona frá mömmu siiini. Og hann 
grét sáran. — 

Guð minn góður, hvað hann vildi bæta fyrir daginn 
í gær! Hann hóf upp höfuöið og leit upp eftir brekkunni, 
sem hann átti fram undan sér. 

Það var spölkorn enn til hestanna. Hann staldraði 
við til að kasta mæðinni. Fossinn niðaði á hlið við hann, 
fuglarnir sungu í kring um hanu, og niður dalinn rann 
áin, og upp i ána rann sjórinn, og mættust í breiðu hand- 
taki. Þeim friði, sera hann leitaði að, andaði náttúran inn 
í sál hans. Og hann fleygði sér niður og faðmaði mold- 
ina sem hann gekk á. Og jörðin var mýkri en sængin 
hans, og hann lá lengi, þvi jörðin vildi ekki sleppa hon- 
um. Jörðin hélt honum með seiðmagni ilms og lita og 
með sjálfri hvíldinni, sem hún veitti honum. Þegar hann 
fann þreytuna liða úr liinum sinum, var eins og dular- 
fullir straumar rynnu milli hans og jarðarinnnr og hann 
lagði sig fastara að henni, og sjálf tunga hans snart mold- 
ina og fann bragðið, og hann fann að jörðin eignaði sér 
likama sinn. Hann lyfti upp höfðinu til að standa upp, 
en þá teygði jörðin sig eftir honum, blóm hennar réttust 
upp og stórir, fagrir bikarar námu við varir hans, og 
nasir hans teiguðu að sér angan þeirra, og hann dreypti 
vörum sinum i silfurskærar veigar þeirra og drakk drykk 
sólarinnar. En þegar hann hafði drukkið, varð hann 
þyrstur. Og hann sleit sig upp og héit cáfram leiðar 
sinnar. 

Frammi i dalnum voru hestarnir á víð og dreif. Hann 
^ekk að Grána sinum, klappaði honum og gældi við hann, 254 Faxi. 

rendi síðan beizlinu hægt upp i munninn á honum og fór 
á bak. Hann rak hestana saman i hóp. Rauður hljóp út 
úr eins og vant var, og stóð svo kyr. Hann reið fyrir 
hann, en i sama bili grilti hann i hest lengst fram i botni. 
Hann skimaði yíir hópinn, og sá undir eins að Faxa vant- 
aði. Það var gæðingur, sem faðir hans hafði keypt fyrir 
hálfum mánuði úr næsta héraði, hinumegin við fjallið. 
Nú var hann líklegast að leggja á heiðina; það voru strok 
1 honum, svo að alt af varð að hafa hann i hafti. 

PiUurinn reið fram i dalbotn og fór af baki hjá Faxa. 
Skelfing var að sjá aumingja skepnuna ! Haftið hafði skor- 
ist inn i hold, og blóðið lagaði úr fótleggjunum. Ætli 
aldrei hafi verið skift um haft siðan hann kom? Hann 
klóraði honum bak við eyrun, hesturinn lagði höfuðið flatt 
af feginleik ; svo kysti hann á annað augnalokið á honumy 
svo beygði hann sig niður til að taka hann úr haftinu. 

— Það er ekki að furða, þó þú sért haftsár aum- 
inginn ! 

Hófskeggið kvikaði til, eins og fóturinn gretti sig við 
sársaukann. 

— Biddu við, Faxi minn, eg skal fara ósköp, ósköp 
hægt, biddu við, klárinn minn! 

Hófskeggið kvikaði aftur. 

— Blessuð skepnan, þú átt ekkert mál, þú getur ekki 
hljóðað og sagt að þú kennir til. 

Hesturinn tók upp fótinu. 

— Biddu nú rólegur, Faxi minn, bara að losa haftið, 
og svo þegar við komum heim, skal eg þvo sárið þitt og 
binda um það karbólbindi, og eg skal skifta hvern dag, • 
og strjúka aumingja sáru leggina þina! 

Hesturinn glefsaði til hans. 

— Ætlarðu að bíta mig, Faxi minn? Það máttu ekki 
gera! Eg er ekki að gera neitt slæmt við þig. Eg sem 
ætla að lofa þér að ganga frjálsum, eg sem ætla að taka 
haftið upp úr sárinu, svona, svona, nú er eg alveg að 
enda. — 

Utanvert á öðrum fætinum toldi haftið niðri i sárinu. Faxi. 255 

Drengurinn lagði fingurna mjúklega ofan á sára blettinn 
og studdi við til að kippa ekki upp holdflyksu með. Sva 
kipti hann snögglega í haftið — og samstundis lá hann 
flatur fyrir aftan hestinn og flaut þar i blóði sinu. Hest- 
urinn hafði slegið hann, þegar hann fann sársaukann^ 
um leið og haftinu var kipt af. Þegar pilturinn raknaði 
við, fann hann til sviða i vörunum ; hann greip til munns- 
ins og fann að var flakandi sár skáhalt yfir varirnar. 

Þá bölvaði drengurinn. 

Hann þaut á bak Grána og rak Faxa inn i hópinn. 

— Hott! hott! Gamli Rauður alt af að hlaupa út úr, 
letiblóðið ! Hann þoldi nú svo sem það væri slegið i hann 
einu sinni, þessi siispikaði silakeppur. H — vash! h — vash! 
Svipan small á Rauð, og hverjum sem ekki hlýddi. 

— Farðu veginn, Rauður! H — vash! 
Nú vildi hann Játa það ganga! 
Hott! hott! 

Og hann reið heim á fljúgandi ferð, á eftir flaksandi 
föxum og töglum, við dynjandi hófaskell, í sólskini, í sól- 
skini, með munninn fullan af blóði. 

Guðmundur Kamban. Pereatið 1850. Niðurl. 

Til samanburðar set eg hér hina stuttu skýrslu Sig- 
mundar Pálssonar, og er hún vitanlega miklu ónákvæm- 
ari, enda skrifuð 47 árum eftir þennan atburð, en skýrsla 
-Sveinbjarnar er skrifuð 7 vikum eftir 17. janúar, þegar 
alt var honum enn 1 nánu minni, en þó svo langt um 
liðið, að blóðið var farið að kælast. 

Sigmundur segir svo frá: 

Það mun hafa verið 1844 að algert bindindi var stofn- 
.að á Bessastöðum og munu kennararnir hafa verið frum- 
kvöðlar þess og gengu sjálfir í bindindi ásamt öllum pilt- 
um að undanteknum Helga sál. Hálfdánarsyni, sem aldrei 
lét sig, hvernig svo senj kennararnir knúðu á hann, hon- 
um fanst það haft á frelsi sínu, en var þó sannur bind- 
indismaður með sjálfum sér okkar samverutíma, og líkast 
til að mestu leyti alla æfi sina. Lög voru þegar samin 
fyrir félagið. Þegar skólinn var fluttur til Reykjavikur 
1846 var bindindi haldið áfrara undir forstöðu rektors og 
nýsveinar skrifuðu sig á hverju hausti, þegar rektor boð- 
aði bindindisfund. 

Þegar fram liðu stundir, urðu menn þess varir, að 
^instöku piltar brutu, var rektor þegar tjáð frá því, skaut 
hann þá á fundi og gaf þeim hógværa áminningu. Gekk 
þannig tvisvar. Um áramótin — eða hátíðarnar 1849 — 
50 brutu 10 af piltum svo hroðalega bindindið, að það var 
i hvers manns munni i bænum og varð sumum matur úr 
þvi. Nokkru eftir nýárið kærðum við pilta fyrir rektor, 
Bem enn einu sinni kallaði alla á fund ásamt kennurun- 
um, játuðu þeir þegar brot sitt og gátu þess um leið, að Pereatið 1850. 25^ 

J)að væri þýðÍDgarl^ust að þwinga, J^k til ^ yera, i bind- 
indi þvi þeir gætu ekki haldið það, en^rektor sagði, að 
^eir skyldu vera i þvi. Þá tóku nokkíir 9.f okkur hin^ 
um til máls i nafni allra á þessa leið : Eigi að þvinga 
iþessa 10 til að vera i bindindi, sem þeir munu von bráð- 
-ar brjóta, þá segjum við okkur allir úr því, en fái þeir 
lausn, skulum við hinir halda okkar bindindii enda væri 
það samkvæmt lögunum, að þeir, sem hefðu brotið þris- 
var, skyldu rækir úr félaginu, og að neyða pilta til að 
vera í sliku bindindisfélagi sem þessu, væri til ævarandi 
smánar fyrir skólann og ilt dæmi fyrir almenning. Rektor 
flvaraði ekki öðru en hinu sama, að við skyldum vera all- 
ir i því, en vér sögðum enn nei, var þá fundi slitið. Eng- 
in kensla framfór undir það viku og fréttum við, að kenn- 
arar og stiptsyfirvöldin sætu daglega á fundum. Upp- 
ástunga hafði verið gerð um það að decimera^), en gamli 
:Scheving verið þvi móthverf ur og eftir vanda haldið taum 
pilta. 

Að morgni hins 17. janúar kl. 8V2 kom rektor ásamt 
hinum kennurunum upp i skóla og boðaði okkur upp i 
alþingissal, og héldum við fyrst, að það væri til að halda 
bænir eins og vant var, en i stað þess fór hann sjálfur 
að lesaraborðinu og hélt yfir okkur allsnarpa ádeiluræðu, 
en þó hefði liklega alt farið að sköpum, ef hann hefði 
ekki endað^) með þessum orðum: »Þið eruð fiestir ef ekki 
allir gróðrarstía allra lasta og ódygða, og farið þið nú 
'Ofan i tíma«3). 

Einmitt við þessi orð fór blóðið i drengjum i fullkom- 
inn hita; við stóðum allir upp, sögðum nei, rukum út, 
oiema fáeínar eftirlegukindur, og yfir á Skíldinganesmela, *) Reka tíunda hvern pilt burtu. 

*) Þetta er ekki rétt, eins og ræðan ber með sér. 

') Hér skrifar Sigmundur neðanmáls: Eg imynda mér að hann 
hafi sjálfur eyðilagt ræðuna, eða þá erfingjar hans, svo hana sé — 
Jvi miðar — hvergi að fá. — Þetta er samt ekki rétt, eg hefi haft.tvö 
afrit af henni með eigin hendi rektors. 258 Pereatið 1850. 

þar tókum við ráð okkar saman, gengum undir jugum^)^ 
fylktum á þremur^) og gengum eftir takt beina leið^) að' 
húsi rektors og inn i garðinn, þá lauk hann hurðinni líti&^ 
eitt upp, svo sá i andlit honum, dundu þá yfir í hvellum 
róm: Rektor Sveinbjörn Egilsson pereat! Hann lét fljótt 
aftur en við gengum i sömu fylkingu að hverju einasta 
húsi i bænum og kölluðum jafnan hið sama, siðan upp i 
skóla og entum hrópið fyrir utan skóladyrnar, en það er- 
ranghermi af Þjóðólfi, að við hrópuðum við öll 4 horn 

skólans. Eg hefi reynt að segja söguna, sem eg 

best man hlutdrægnislaust á báða bóga, og eg má fuU- 
yrða, að allir piltar elskuðu og virtu rektor sem kennara 
og fræðara, þvi lipurðin og útlistunin var svo aðdáanleg 
og Ijós, að varla var hægt að hugsa sér betra, en sem 
skólastjóri var hann alls ótækur, andi hans var hafinn 
langt yfir það, en það var bót í máli, að hávaði pilta var 
orðinn fuUorðinn — hálfþrítugir og þar yfir — og því 
orðnir ráðsettir, enda minnist eg ekki, að nokkru sinni 
kæmi misklíð á^milH kennara og pilta, að undanteknu i 
þetta eina skifti og aldrei nótur nema fyrir óf seina fóta- 
ferð*). En svo að engu sé slept, skal þess getið, að tvis- 
var sýndu piltar sérstökum mönnum i bænum óþarfa 
hvefsni, voru það bæjarpiltar sem þessháttar léku, af hinni 
svoköUuðu Stephensensætt, eins og lika þeir' voru flestir 
af þeirri ætt, sem ávalt brutu bindindið, þó munu hafa 
verið tvær undantekningar«. 

I viðbót við það, sem hér að framan heflr verið frá 
sagt, skal þetta enn tekið fram. Piltar áttu ekki von á 
ræðu rektors, það hafði komið til tals að decimera, þ. e. 

*) G-engum undir ok, þ. e. sverjast i fóstbræðralag, gangast undir 
að láta eitt yfir alla ganga. 

2) Þýðir víst þrír i röð. 

*) Þetta er ekki rétt, piltar gengu fyrst upp i skóla, og þaðan að 
húsi rektors, það segir Jón Thorarensen i fyrnefndu bréfi, og Lands- 
tíðindi 1. árg. bls. 57. 

*) Þetta er þó ekki allskostar rétt, sbr. það sem áður er sagt um 
2 pilta er skrifað höfðu nið um einn kennaranna, H. Kr. Friðriksson,^ 
og urðu að biðja hann auðmjúklega fyrirgefningar i návist alls skólans.^ Pereatið 1850. 25» 

reka hvern tíunda úr skóla, en Scheving yfirkennari settí 
sig alveg móti því, en þvi bjuggust piltar þó hálfgert við, 
eða þá að skólanum yrði hætt. Ræða rektors var beint 
það, sem hleypti ólgu i blóðið, eins og Sigm. Pálsson 
segir, og fyrst á Melunum tóku þeir ráð sin saman. Arn- 
Ijótur Olafsson hefir allajafna verið talinn upphafsmaður 
pereatsins, en svo er alls eigi. í bréfi til stiftsyfirvald- 
anna dags. 5. ágúst 1850, sem til er með Arnljóts eigin 
hendi, segir hann svo: »Hins vegar vona eg aö það sé 
nú nægilega kunnugt og að stiftsyfirvöldin séu sannfærð 
um, að eg engan veginn var upphafsmaður pereatsins, 
heldur að eg þvert á móti setti mig á móti þvi í fyrstu, 
og einungis þá fyrst, þegar meiri hluti pilta hafði ákvarð- 
að það, tók þátt í þvi, og að eg sömuleiðis alveg ein- 
dregið mælti á móti þvi — og var lika svo heppinn að 
fá þvi framgengt — að sömu tökum yrði beitt gegn ein- 
um hinna kennaranna«. Hver upphafsmaður hafi verið er 
nú ekki gott að segja, en í bréfi stjórnarráðsins dags. 18. 
mai 1850 um alt þetta mál, er Steingrimur Thorsteinsson,. 
sem stiftsyfirvöldin höfðu veitt leyfi til að taka burtfarar- 
próf þá um vorið, sviptur þessu leyfi aðallega af þeirri 
ástæðu »að sá piltur eftir skýrslu rektors sé einn af að- 
alupphafsmönnum uppþotsins*, og fleiri rök eru að þvi,, 
að hann hafi átt einna drýgsta þáttinn í þessum samtök- 
um, þó auðvitað margir aðrir styddu þau. En þó Arn- 
Ijótur ætti eigi upptökin, þá hafði hann þó alla fram- 
kvæmdina á hendi, þegar á hólminn var komið og hann 
stýrði pereatinu, og þvi varð hann harðast úti. 

AUir piltar tóku þó eigi þátt i pereatinu. Auk þeirra 
Jóns Þorleifssonar og Jóhannesar Halldórssonar, sem fyr um 
getur, tók Jakob Benediktsson eigi þátt í því og hann 
náði öðrum pilti úr hópnum, Þorvaldi (síðar lækni) Jóns- 
syni, með harðfylgi miklu (Nýtt Kbl. 1911, bls. 108), held- 
ur ekki Davíð Guðmundsson^), EgiU sonur rektors (sumir 
segja þó, að hann hafi verið með) og Helgi E. Helgasen*);. 

*) Siðast prestur til Möðravallakl. f 1908. 
*) Bamaskólastjóri í Reykjavik f 1890. 

17* ^60 Pereatið 1850. 

hann var véikur um daginn, en þó .ekki haldinn sár- 
þjáður. : 

Þegar piltar komu i fylkingu að húsi rektors, þar er 
Jiann sat á ráðstefnu með kennurunum, og honum var sagt 
það, hélt hann að þeir væru komnir til að biðja sig fyrir- 
gefningar, að þvi er Jón Thorarensen segir og Sigurður L. 
Jónasson (Nýtt Kbl. 1913, bls. 202) og gekk þvi út i dyrnar, 
en þó honum hafi þvi mátt við bregða, er það snerist á 
^agnstæðan veg, þá var hann þó svo stiltur, að hann 
hneigði sig fyrir piltum, þegar þeir höfðu lokið pereatinu 
:Og gengu á braut. Eftir þetta var auðvitað alt i reiðu- 
leysi með kenslu og skólaaga. Um pereats h u g m y n d- 
i n a sagði Steingrímur Thorsteinsson Jóhannesi kennara 
Sigfússyni svo, að Ólafur Guunlaugssoni), sem útskrifaðist 
úr Reykjavikurskóla 1848, haíi áður verið i dönskum 
skóla (Sóreyjarskóla), og hafi sagt skólapiltum ýmsar 
sögur frá útlöndum, einkum Þýzkalandi um það, er piltar 
hrópuðu pereat fyrir kennurum, er þeir vildu ekki hafa, 
og hefði svo pereatshugmyndin fæðst og þroskast í skól- 
anum samfara frelsishugmyndunum eftir 1848. Taldi hann 
liklegt, að aldrei hefði til pereats komið, ef þessi hug- 
mynd hefði eigi verið þannig innflutt. 

Eftir að rektor og kennarar höfðu samdægurs skýrt 
stiftsyfirvöldunum frá pereatinu, gekk rektor ásamt hin- 
iim setta stiftamtmanni inn að Laugarnesi, þar sem biskup 
fojó þá. Tóku þeir nú að yfirvega málefnið; segir rektor 
~að stiftsyfirvöldin hafi verið mjög í óvissu um, hvaö gera 
skyldi, því þau hafi verið hrædd við almenna uppreisn í 
skólanum. Niðurstaðan varð þó sú, að þau skyldu ásamt 
kennurunum koma upp í skóla kl. 9 morguninn eftir og 
tala þar við piltana; gengu þeir stiftamtmaður svo inn 1 
bæ i rökkrinu, en síðar um kvöldið kom biskup til bæjar- 
ins og átti lengi tal við rektor, »og lét honum i Ijósi, að 
stiftsyfirvöldin hefðu nú hætt við að eiga tal við uppreist- 
arseggina, sumpart af þvi það væri óviðeigandi, sumpart, 
að þvi er virtist, af ótta við nýtt pereat«. 

') Dr. phil. og ritstjóri i P^ris t 1894. k Pereatið 1850. 26t 

Hiiín 18. janúar kl. 5 e. h. áttu svo allir kennarar 
fund við stiftsyíirvöldin á skrifstofu stiftamtmanns. Þar 
var einnig viðstaddur Pétur prófessor Pétursson, forstöðu- 
maður prestaskölans. Á þeirri samkomu var talsverður 
skoðariamunur. Rektor vildi hreinsa skólann og reka þá 
seku burtu. Biskup vildi gefa piltum tima til að átta sig, 
og látá allan skólaaga hvíla sig á meðan. En rektor neit- 
aði þá að taka þátt i kenslunni eða eiga nokkuð við 
»uppreistarseggina«. Biskup lét loks uppi þann vilja stifts- 
yíirvaldanna, að kenslunni skyldi haldið áfram, og eftir 
beiðni hans gengu allir hinir kennararnir, að Jóni Arna- 
syni undanskildum, sem þá hafði tímakenslu á hQndi, en 
hann var líka nokkurs konar handbendi rektors, undir 
það, þannig að kensla skyldi fram fara til janúarloka, því 
næst upplestrarleyfi 14 fyrstu daga í febrúar, og próf 
byrja í miðjum febrúar; á þessum tíma skyldi 
allur agi og hlýðni upphafið. Dr. Scheving 
tók að sér að gegna rektorsstörfum. Þessi ákvörðun 
skyldi vera bráðabirgðaráðstöfun og svar upp á bréf rekt- 
ors og kennara daginn áður: »Þennan endi hafði þá sam- 
tal stiftsyfirvaldanna við kennarana«, segir rektor, »og þó 
hafði rektor og kennarar vænst annars samkvæmt bréfi 
stiftsyfirvalda 15. jan. 'að sérhver óregla, sem lýsti sér i 
lítilsvirðingu eða þrjózku við áminningar og skipanir 
kennaranna, skyldi fortakslaust varða brottrekstri eða 
sviftingu hlunninda'«. 

Eins og skýrsla Sigm. Pálssonar ber með sér, elskuðu 
piltar rektor og virtu sem ágætan kennara, en vildu ekki 
lúta honum sem skólastjóra. Þeir létu þvi á sér skilja^ 
að þeir vildu gjarnan taka honum sem kennara, ef skóla- 
stjórnin yrði öðrum falin. Þetta fyrirkomulag orðaði 
biskup við rektor þann 11. febrúar, rektorsnafnið þyrfti 
ekki að hafa um hönd, en hann héldi að sjálfsögðu lög- 
tign sinni og launum, en þessu neitaði rektor alveg, eins 
og eðlilegt var; kennir hann »ráðgjafa< piltanna, bæjar- 
fógeta Kristj. Kristjánssyni um, að hafa fundið upp á 
þessari aðgreiriingu. Annars hafði allan þennan tíma 362 Pereatið 1850. 

verið fullkomið stjórnleysi i skólanum, »piltar lifðu og 
létu eins og þeim bezt likaði, drukku, gengu á veit- 
ingahús og allar þær krár, sem hér eru, já, tveir piltar 
liöfðu með leyfi dr. Schevings flutt út í bæ, og sezt að 
hjá gömlum hafnsögumanni, þar sem þeir i upplestrar- 
leyfinu drukku púns á kvöldin«. Rektor segir, að kenn- 
ararnir hafi ekki þorað að segja eitt stygðaryrði til pilta, 
og Björn kennari Gunnlögsson hafi verið svo veikgeðja, 
eða varkár, að hann, að fyrstu timunum eftir ^pereatiðc 
loknum, hafi þakkað piltunum fyrir að hafa sótt tima. 

Samheldi meðal skólapilta hefir bæði að fornu og nýju 
verið talin alveg sjálfsögð, og hver sá hefir verið talinn 
ódrengur, sem eigi vildi fylgja meiri hlutanum, einkum 
þegar hann er svo mikill, eins og hér átti sér stað. Sér- 
hver sem í skóla hefir gengið þekkir þetta af eigin reynslu. 
Það var þvi engin furða þó piltum væri gramt i geðivið 
Jón Þorleifsson, er hann einn skarst úr leik í bindindis- 
málinu, og hygðu á hefndir. Þeirra var og ekki lengi að 
iDÍða. Fyrst dreifðu þeir glerbrotum miUi rekkjuvoðanna 
i rúmi hans i skólanum, en hann varð þeirra var, áður 
en hann lagði sig, svo sú tilraun ónýttist. Næstu nótt 
var ísköldu vatni helt yfir hann í rúminu, svo rektor sá 
;sér ekki annað fært en að taka hann heim i hús silt. 

Við nánari athugun á þvi, hvað hafi komið þessum 
atburði á stað, þá verður það ekki varið, að fremsta sök 
er hjá rektor og kennurum. Bindindislög þau, sem þeir 
vildu láta pilta skrifa undir, áður en þeir hófu uppreist- 
ina, voru óhæfilega ströng og auk þess alveg óviðeigandi. 
Það var óhæfilega ströng refsing fyrir pilt, sem 
ekki vildi láta n e y ð a sig til að ganga í bindindi, að 
verða alveg rekinn úr skóla. Það var líka alveg 
óviðeigandi ráðstöfun, að láta brot í 3. sinn á b i n d i n d- 
i 8 1 ö g u m, sem menn upphaflega höfðu gengist undir 
-óneyddir, varða brottrekstri úr s k ó 1 a, og það segir rekt- 
or, þótt undarlegt sé, sé samkvæmt lögum félagsins, en 
þau kváðu svo á, að sá sem i þriðja sinn verði uppvís að 
því að hafa neytt vins, skuli rækur úr f é 1 a g i n u. Auk Pereatið 1850. 26» 

fþess var ekki gert ráð fyrir neina sliku í reglugerð skól- 
-ans, þar sem þó slík ákvæði auðvitað áttu heima. Þá 
verður heldur ekki annað sagt, en að ræða rektors haíi 
verið alt of æst og svæsin. Hinn rólegi og ágæti visinda- 
maður hefir alveg tapað valdi á sjálfum sér. Það er vafa- 
laust rétt, sem Sigm. Pálsson segir, að hún hefir hleypt 
•eldinum i drengi. 

Fyrir liðugum 20 árum átti eg nokkrum sinnum tal við 
einn mann, sem var i skóla um þesar mundir, án þess 
þó að standa framarlega i þessu stórræði/ og i hvert sinn 
sem hann mintist á ræðuna, kom skjálfti i líkama hans 
og gremju glampi leiftraði i augum hans. 

Aðalorsökin er þvi hjá rektor, þvi verður ekki neit- 
að. Þessu halda lika stiftsyfirvöldin fram í skýrslu sinni 
til stjórnarráðsins dags. 3. marz 1850. Skýrsla þessi er 
mjög itarleg, prýðilega samin, og auðsjáanlega samin af 
Helga biskupi, því hins setta stiftamtmanns (Þorsteins Jóns- 
sonar) gætir einskis, enda var hann þá ungur og litt reynd- 
ur. í skýrslu þessari segir svo: 

»Ef menn nú vilja leita að ástæðunum til þeirrar 
megnu gremju, sem komið hefir fram af pilta hálfu við 
rektor, einkum með pereatinu fyrir honum, þá er erfiðara 
að gera sér grein fyrir þeim, því við verðum i sannleik- 
ans nafni að votta, að eins og rektor vegna síns viðtæka 
lærdóms og framúrskarandi smekkvísi er hafinn upp yfir 
okkar hrós, svo er hann einnig vafalaust langbezti kenn- 
arinn við þennan skóla, svo að það verður erfitt að fylla 
hans skarð sem kennara. Samfara þessum hans eigin- 
leikum, sem hafa aflað honum verðskuldaðrar frægðar, 
-er blitt og mannúðlegt skapferli, sem kalla má elskulegt. 

Samt sem áður er það þó all-liklegt, að hann sé eigi 
gæddur nægilegri lyndisfestu eða yfirleitt ekki þeim ytri 
takt, sem er alveg nauðsynlegur fyrir rektor, einkum við 
þennan eina skóla landsins. Rektor býr langt frá skóla- 
húsinu, þar sem fiestir piltar búa ; hugur hans hneigist að 
rólegum visindaiðkunum, sem hann er eins og skapaður 
íyrir, og þvi er eðlilegt að hann sé tregur til að blanda -264 Pereatið 1850. 

sér^ hinar tóár^víslegu deilur lifsins. 'íEann er auk þess 
þegar farinn- að^ eldast, og þvi vegna tiihneiginga sinna 
til visindaiðkana samfará vaxandi al'dri og lífsreynslu,. 
miður fær til þess að þjóna þessu vandasama embætti, og 
eins og nú er ástatt við skólann, og á þessum byltinga- 
timum ekki fær um að halda uppi aga meðal svo margra 
ungra manna, sem eru gripnir af tiðarandanum, og þetta 
er honum þvi erfiðara, sem meðkennarar hans, þó að öðru 
leyti 'séu heiðarlegir menn, geta ekki veitt honum nauð- 
synlega aðstoð«. 

í umsögn sinni um málið segir Brynjólfur Pétursson,- 
að þessi lýsing á rektor sé i alla staði rétt, enda ber öU- 
um sem þektu, saman um, að eins ágætur kennari og 
Sveinbjörn var, eins lélegur stjórnari hafi hann verið. 

Þessu næst verður það engan veginn varið, að stifts* 
yfirvöldin bæði hafa sýnt óhæfilegan þrekskort meðan á 
uppþotinu stóð og eftir á gert óheppilegar ráðstafanir. I 
skýrslu sinni til stiftsyfirvaldanna 17. jan. heimtuðu rekt- 
or og kennarar Arnljót Olafsson rekinn úr skóla. Þetta 
virtist næsta sjálfsögð krafa, hvernig sem málið að öðru 
leyti var vaxið, en þetta þorðu þau ekki af ótta við al- 
menn samtök milli piita. 

Ástæður stiftsyfirvaldanna til þess að hafast ekkert að 
gegn piltum út af pereatinu, voru aðallega þær, að þau- 
vonuðu að piltar mundu sjá að sér raeð tímanum, og að 
feður þeirra, forráðamenn og aðrir venslamenn þeirra i 
bænum mundu sýna þeim fram á, að þeir hefðu gert rangt 
i að hegða sér svona, en þetta reyndist á alt annan veg, 
þvi samúð bæjarmanna og annara var yfirleitt með pilt- 
um. — Þegar það þvi var sýnt, að tíminn mundi ekki' 
ætla að hafa nein betrandi áhrif á pilta, segjast þauhafa 
tekið málið á ný til yfirveguhar. Hafi þá verið um tvenfe 
að gera, að uppleysa skólann alveg, þvi það hefði orðið' 
afleiðingin af brottrekstri forsprakkanna, eða halda skól- 
anum við til vorsins, þangað til stjórnin gæti úrskurðað^ 
málið, og þann kostinn hafi þau tekið. Ástæður þær seuh 
þau tilfæra gegn uppleysingu skólans eru þær, að þetta^ Pei-eatið 1850. 26^ 

lappþot pilta standi i nánu sambandi við þær stjórnmála- 
lireyfingar, sem þá gengu yfir og stefndu að almennu frelsi 
og jöfnuði, en þessar hreyfingar komi bér á' lándi aðal- 
lega frara í litilsvirðingu fyrir yfirvöldum landsins^), að 
það mundi mælast illa fyrir úti um landið, og auka enn 
meira á óánægju landsbúa með embættismannastéttina. 
Þessar ástæður bera ekki vott um mikið sálarþrek, en 
veigameiri eru þær ástæður, að það sé viðsjárvert að reka 
marga tugi pilta út úr skólahúsinu og út í bæ, þar sem 
þá var lítt mögulegt að fá húsnæði það sem eftir var 
vetrarins, alveg 'ómögulegt fyrir allan þorra þeirra að 
komast heim til sin þá um háveturinn og ekkert til 
að borga mat sinn með, er þeir voru sviftir ölmusu. En' 
það sem sérstaklega má lá þeim, sem ráðherra lika sterk-- 
lega tekur fram i bréfi sinu 18. mai 1850, er það, að þau 
eða sérstaklega biskup, sem naut verðugs almenns álits,. 
og mátti sin mikils hjá sumum forsprökkunum og að* 
standendum þeirra, reyndu ekki að beita persónulegura" 
áhrifura á pilta, og gefa þeira ákveðinn frest til að snúa 
aftur til hlýðni undir skólaaga. 

Með þessu er ekki verið að bera blak af atferli pilta^ 
eða fegra raálstað þeirra, en þeira má, auk þeirrar óeðli- 
legu þvingunar, sem átti að beita við þá, hinnar æsandi 
ræðu rektors, og aðgerðarleysis stiftsyfirvaldanna, virða 
til vorkunnar æsku þeirra fiestra og þroskaleysi, svo og 
þann frelsisanda, sem þá rikti. Það virðist litill vafi á 
þvi, að með liprum og skynsaralegura fortölum góðra og 
mikilsvirtra manna, eins og t. a. m. Helga biskups, hefði 
mátt koma i veg fyrir að minsta kosti það agaleysi, sem^ 
átti sér stað það sem eftir var vetrarins, og það ósæmi- 
lega tilboð, að rektor héldi áfram að kenna, en léti af 
skólastjórn. 

Eins víst og það er, að piltar mundu aldrei hafa ráð- 
ist i þetta stórræði, ef þeir hefðu eigi noiið upphvatning- *) Hér eiga stiftsyfirvöldin auðsjáanlega við norðurreið Skaíffirð^ 
inga að Grími amtmanni á Friðriksgáfu vorið áðnr, sem fyr er minst &.- 566 Pereatið 1850. 

^r og samúðar háttsettra manna, sem nokkuð er drepið á 
hév að framan, og óbeinlínis vegna aðgerðaleysis og heig- 
ulsskapar stiftsyfirvaldanna og samtakaleysis kennaranna 
við rektor, eins víst er það, að þeir færðu sig upp á skaft- 
ið eftir pereatið, og voru þeir ráðandi i skólanum það sem 
^ftir var vetrar, og höguðu sér eins og þeim bezt líkaði, 
vegna þeirrar almennu samúðar, sem þeir nutu hjá bæ- 
jarmönnum, eins og rektor sjálfur kannast við, og öðrum 
út í frá, eins og áður hefir verið drepið á, og mætti til- 
færa mörg dæmi um það. Margir héldu þó taum rektors, 
€inkum hinir eldri menn; sumir skömmuðu báða, þar á 
tmeðal síra Árni Helgason i bréfi dags. 14. febr. 1850 til 
^xam. juris. Finns Thorsteinsson (bróður Steingrims). Fyrst 
skýrir hann alveg rétt frá pereatinu ogsegirsvo: »Þetta 
þykir nú hér mikil saga og mikið ný á íslandi og segi 
þeir nú enn liberalistarnir, að allir íslendingar sofi!« . . . 
»Eru þetta nú ekki frelsishreyfingar? Og hvernig mundi 
þetta enda? Merkilegt er að bindindismálið skuli hafa 
orðið tilefni til þessarar óreglu, og er það samhljóða 
mythunni um það, hvernig þeim reiddi af, sem fyrirlitu 
Bachusdýrkun forðum á Grikklandi. Ætti eg nokkuð um 
þetta málefni að dæma, svo mundi eg segja, að hér væri 
óvit öðru megin og frekja hinu megin, og er hvorugt 
gott. Þarna enda eg þessa óræstissögu«. 

Endirinn á þessu máli var sá með bréfi kirkju- og 
kenslumálaráðherrans, sem þá var Madvig, dags. 18. mai 
1850, a ð Arnljótur var rekinn úr skóla, a ð einungis þeir 
af þeim, sem útskrifast áttu um vorið, fengu leyfi til þess, 
sem engan þátt höfðu tekið i uppþotiuu, þetta verður vist 
að skiljast um þá, sem tóku verulegan þátt i því, því 
allir voru með i pereatinu að örfáum undanteknum, sem 
fyr segir, og a ð skólaárið reiknaðist sem ónýtt, svo skóla- 
vera allra lengdist um eitt ár; þó voru ýmsar undanþág- 
ur gerðar, og fiestir hinna iðnari og gáfaðri pilta fiuttir 
upp úr bekk. Loks var rektor að fullu og öllu settur 
inn i embætti sitt aftur, því tvískiftingunni á rektorsem- Pereatið 1850. 267 

foættinu, sem stiftsyfirvöldin höfðu gert tillögu um, vildi 
rBtjórnin ekki líta við, og stiftsyfirvöldin fengu stranga 
áminningu um að h jálpa rektor til að halda uppi skála- 
aga, og var þeim því boðið að setja rektor aftur inn i 
embættið að fullu, og kalla alla pilta til og tjá þeim al- 
varlega, hve hegningarverðu athæfi þeir hafi gert sig seka 
1 og áminna þá um að láta ekki slikt henda sig aftur^). 

Harðast kom þetta niður á þeim sera útskrifast áttu, 
og stóðu framarlega í fylkingu, enda yfirgáfu margir þeirra 
skólann fyrir fult og alt, og sumir skólanám með öllu, 
en enginn varð þó eins illa úti og Arnljótur.' Hann sendi 
þvi bænarskrá 5. ágúst 1850, er fyr um getur, til stifts- 
yfirvalda og beiddi um leyfi til að ganga undir examen 
artium við háskólann, en þó bæði þau og rektor sjálfur 
mæltu með því, fjekk hann neitun hjá stjórninni; hann 
varð fyrst stúdent árið eftir og flestir uppþotsmanna. Eftir 
því sem sira Stephán Stephensen segir^), voru það föst 
samtök milli pilta að sækja ekki skóla næsta haust. Þetta 
er vafalaust rétt hermt. Svo segir sira Einar Hjörleifsson 
i Vallanesi sem þá átti son i skóla i bréfi til Magnúsar 
Eirikssonar, dags. 9. sept. 1850: »Stjórn Dana vill ei 
annað heyra, — þvert á móti ráðum stiftsyfirvaldanna — 
en að rektor sé við skólann með enn meira valdi en 
hingað til. Þetta hefir haft þá verkun, að flestir, sem 
nokkuð hugsa um velferð drengja sinna, og nokkur dáð 
er í, hafa tekið þá úr skólanum . . . Dimittendi, þar á ^) Þegar stiftsyfirvöldin fengu þennan úrskurð, fóru þau að taka 
rögg á sig og visuðu sjálf, með bréfi 15. júli 1850, þessum piltum úr 
fikóla: Stefáni Thorsteinsen, Stefáni Péturssyni, Magnúsi Jónssyni frá 
Felli og Theódór Gruðmundssyni. Annars voru þau býsna óheppin 
þennan vetur. Þau höfðu sem umráðamenn prentsmiðjunnar, er þá var 
eign landsins, stöðvað útgáfu „Þjóðólfs*, svo sira Sveinbjörn Hallgrims- 
son eigandi blaðsins neyddist til að sigla til að kæra þetta fyrir ráð- 
herranum. Hans úrskurður féll sama dag og i skólamálinu, á þá leið, 
að bann stiftsyfirvaldanna hefði enga stoð, hvorki i gildandi lögum né 
fiamningi um prentun blaðsins. 

») Nýtt Kkbl. 1911, bls. 214-15. 268 iPer^tiðl850i 

meðal frændur þínir Stetán Björnöson^) og Björn Péturs- 
son, sem eftir stjórnarinnar skipun áttu að gista eitt ár 
enn i Reykjavikurskóla, sitjá' heima og liklega hætta öllu 
saman«. Þó varð ekki úr, þessu, én allnauðugir fóru piltar 
samt i skóla um haustið/ og. sira Stefán segir, að einn 
þeirra, Magnús frændi hans Hannesson Stephensen, léti 
bera sig inn í skólann, til merkis um að ekki færi hann 
þangað viljugur. 

Fljótt heíir þó gott samkomulag orðið milli pilta og 
rektors aftur, þvi svo skrifar rektor i bréíi til Jóns Sig- 
urðssonar^), dags. 5, mars 1851: »Nú er ástand skólan& 
hið bezta, svo að það þarf engan að fæla, og frá þvi eg 
kom til skólans, hefi eg aldrei reynt pilta eins auðsveipa 
og nú. Eg bjóst altaf við þvi, að eftir storm mundi 
koma logn«. 

Hann var þó ekki lengi við skólann úr þessu, heldur 
fékk hann lausn i náð 15. júni sama ár. Bæði hann og 
stiftsyfirvöldin létu það eindregið i Ijósi við stjórnina, að 
þau teldu Jón Sigurðsson langfærasta manninn til að taka 
við stjórn skólans, en þá kom þjóðfundurinn samsumars, 
og þar með var það útilokað, þó þess hefði ef til vill áð- 
ur verið kostur, sem er alveg óvist, þvi Madvig gamli 
hélt málfræðiskandidötum fast fram. En ósjálfrátt verður 
manni á að spyrja, hvort saga skólans hefði ei^i orði5 
öðruvisi frá 1851 fram yfir 1870, ef Jón Sigurðsson hefði 
orðið rektor í stað Bjarna. 

Kl, Jónsson. 

^) Hálfbróðir Magnúsar, siðast sýslumaður i Árnessýslu, f 1891,. 
bann fór ekki i skóla aftur, heldur sigldi og var útskrifaður árið eftir 
af Magnúsi til examen artium. 

2) Lbs. 595 4to. íhald og" framsókn. 

Breytingagirni og ihaldssemi eru tvö andleg öfl, sem 
berjast um völdin i heiminum. Þau gera alstaðar vart 
við sig, þar sem menn lifa og starfa, en eru þó i sifeldri 
andstöðu, eins og myrkrið og Ijósið. íhaldið er spakt, 
kyrlátt og ótilhlutunarsamt að fyrrabragði. Það unir vel 
þvi sem er, en er ófúst til allra umskifta. Framsóknin 
ér hreyfiaflið i heiminum, sikvikandinn, breytingagirnin og 
uppreistin gegn þvi öllu »sem stendur mót«. Er því sízt 
að furða, þótt svo ólikar stefnur leiði eigi til sátta ákafra 
fylgismanna frá báðum hliðum, enda hafa á þessu sviði 
verið háðar einhverjar hinar grimmustu deilur, sem sögur 
fara af. Verður þá mörgum einlægum flokksmanni að 
álita andóf mótstöðumannanna sprottið af lágum og eigin- 
gjörnum hvötum. Þeim sé Ijóst, að þeir hafi á röngu að 
standa, en þeir fylgi illum málstað af skaðlegri sjálfselsku. 
Atferli þeirra sé þvi siðferðislega vitavert. En eins og 
mælt er, með nokkrum sannindum, að sjaldan valdi einn 
er tveir deila, svo gæti einnig verið hér, að báðir máls- 
aðilar hefðu i nokkru rétt, og nokkru rangt, en mikið til 
málsbóta, ef óhlutdrægt væri á litið. Verður hér gerð til- 
raun að lýsa framsókn og ihaldi og skýra þau, uppruna 
þeirra og eðli. Báðar stefnurnar verða teknar alment, en ekki 
á þröngum sviðum, eins og t. d. stjórnmálahliðin ein. 
Þær verða skoðaðar eins og tvenns konar hugarástand, 
annað sem unir bezt kyrstöðu, hitt sem er útfúst og um- 
ekiftagjarnt. 

Raunar búa þessi andstæðu öfl i hverjum heilbrigðum 
manni, þvi að enginn er svo breytingafús, að hann vilji 270 íhald og framsókn. 

öUu um koll kasta, né svo íhaldssaraur, að hann grípf 
aldrei til nýbreytni í einhverri grein. Og æskilegast værí 
að báðura öflunura væri svo farið í huga hvers raanns^ 
að í hvert sinn réði sú stefnan, sera betra hefði raál- 
efni. En sjaldan er þessu svo varið, heldur hefir annað 
aflið venjulega algerða yfirhönd, og setur blæ sinn á allar 
gerðir raannsins ura alllanga stund. En við breytt kjör 
og ástæður skifta raenn allajafna ura lit i þessura efn- 
ura, og er einna kunnust sú breyting, er iingir raenn, 
sera byrjað hafa á geystri frarasókn, verða rararair ihalds- 
menn raeð aldrinura. Þau og önnur atvik ráða nokkru 
ura þá hörðu dóraa, sera feldir eru ura stefnuskiftinga, 
þvi að svo er talið að frjáls vilji ráði, og viðgeranlegir 
dutlungar. 

En ef nánar er að gáð, sést að þesai sálarlegu straura- 
hvörf eru engin blind tilviljun, heldur skiljanlegar og 
skýranlegar afleiðingar undangenginna orsaka, að raenn 
eru ihaldsraenn og breytingaraenn af því, að lifskjörin 
knýja þá, hvern að settu raarki, en ekki að óskir þeirra 
eða urahugsun ráði. Ef önnur hvor stefnan er alröng, þá 
er ekki fylgisraönnura ura að kenna, heldur þeira lifskjör- 
ura sera leiddu til stefnurayndunar. Breytura lifskjörunum 
og við breytura raönnunura. Með þvi að þekkja ástæóur 
og urahverfl einhvers raanns eða stéttar, raá gizka á raeð 
særailegri vissu um aðaldrættina ilifsskoðun þess manns eða 
þeirrar stéttar. Það eru náttúrulög, að raenn leita raesta 
hagnaðar raeð rainstri fyrirhöfn. Til að skilja stefnur 
manna verður að vera Ijóst, hvað þeim er eftirsóknar- 
verðast. Surair raenn telja, að hér sé rangt frá skýrt, og 
mannlegar óskir dregnar niður i duftið. En svo er ekki. 
»Mestur hagnaður« er ekki samur og jafn fyrir alla, er 
hvergi nærri ætið gull og gróði eða veraldargengi. Suraum 
mönnura er dýrraætast að útbreiða sannleika og réttlæti, 
og óska engra launa, neraa að fá að vinna fyrir þær hug- 
sjónir. Aðrir starfa til að verðskulda hagstæðan dóra eft- 
irkomendanna, og hinir þriðju til að fá inngöngu í hærra 
andlegt lif hinumegin við gröf og dauða. Þessi fám íhald og framsókn. 271 

dæmi sýna, að misjafnt verðlag er lagt á eftirsóknarverð^ 
gæði. Þau hafa öll ekki annað sameiginlegt en að sýnast 
veita »mestan hagnað« þeim er óska þeirra. Nú er að- 
athuga hvers . konar ástæður leiða til ihaldssemi og fram- 
sóknar. 

Frá sögulegu sjónarmiði er ihaldsstefnan eldri, og út- 
breiddari að fornu fari. Enginn getur til hlítar vitað um 
upphaf hennar, þvi að það er hulið i móðu og mistri 
sögulausrar villimensku. I bernsku mannkynsins voru 
allir ihaldsmenn, enda hafa sumir viltir kynþættir sárlitl- 
um breytingum tekið á tugum alda, siðan menning og sögur 
hófust. En villimaðurinn hefir fullgildar ástæður fyrir kyr- 
stöðustefnunni. Hann er staddur, þekkingar- og reynslu- 
litiU, i flóknum og vandasömum heimi. Alt um kring eru 
sifeldar, óskiljanlegar breytingar. Hann sér sól, tungl 
og stjörnur koma upp og ganga undir, tunglið skifta mynd, 
ský myndast og leysast sundur, regn og snjó falla og 
hverfa af jörðunni, vatn streyma og standa kyrt, frjósa og 
gufa upp, árstiðum skifta, jurtir vaxa og visna, dýr og 
menn fæðast, deyja og að því er virðist, verða að engu. 
Fyrir þann sem horfir hjálpar- og skilningslaus á sifeldar 
breytingar náttúrunnar er tilveran ægileg; hætta getur 
legið í launsátri við hvert spor; ekki sízt i augum þeirra, 
sem trúa á tilveru illra, fjandsamlegra anda í hverjum 
hlut, en það er trú flestra villimanna. Sá sem hefir fast- 
an grundvöll undir fótum yfirgefur þá nauðugur þann 
blett, sem takmörkuð en happasæl reynsla hefir helgað, 
til að ráðast út i blinda, ótrygga óvissu. Ef til viU 
er i öllum mönnum nokkur sameiginleg íhalds undir- 
staða, en i villimönnum og fáráðlingum verður kyrstöðu- 
hneigðin alvöld, sprottin af ást á þvi fáa þekta, og ótta 
við alt sem óþekt er. Af hræðslutilfinningu þessari eru 
komin öll hin þroskaðri og fágaðri afbrigði ihaldsseminn- 
ar á siðari tímum. 

En meðan allir hugsa þannig, stendur heimurinn 1 
stað, og það gerði hann dyggilega framan af. Eftirlíking^ 
og vani Bteypti hvern einstakling i mynd og likingu for- ^72 íhald og framsókn. 

feðranna. Við og við varð þó að breyta til, og sú ný- 
i)reytni kom oft svo að segja af slysni, en ekki af fram- 
Ætýni. En við margháttaðri reynslu og lífsháttu óx vit og 
skilningur. Reynslan sýndi húslausum villimanninum að 
i úrkomu og kulda var »meiri hagnaður« að skríða i skjól 
en að standa á bersvæði, að slútandi kiöpp var betra 
skýli en þverbeinn hamar, og hellir hagkvæmari en skúti. 
JEn þar sem gista þurfti í hellislausu skóglendi mátti gera 
ikofa úr greinum einum, sem hallað var upp að steini 
og þannig gera villimenn á Ceylon hús sin þann dag i 
dag. En annarstaðar hefir framþróunin haldið áfram. 

Einhver rammaukinn byltingaseggur hefir siðar fundið 
það ráð, að gera skýlið alveg úr greinum, sem mættust í 
mæni; aðrir taka við og halda húsgerðarlistinni áfram, 
•unz þvi stigi er náð, sem þurfti til að byggja Péturskirk- 
juna og risaborgir nútimans. Með þessum hætti hefir öll 
framför orðið á hverju sviði menningarinnar, hefir byrjað 
sem hugmyndir i vitund hinna skygnu framfaramanna og 
með atfylgi þeirra orðið að veruleika. En í fiokki þeirra 
sem bæta og breyta i heiminum, má ávalt finna tvær teg- 
undir manna, fyrst nokkurs konar frumherja, sem sjá inn 
i leyndardóma tilverunnar, ný sambönd, nýjar skýringar, 
ný ráð, og að baki þeim sporgöngumenn þeirra, sem engu 
.auka við hin nýfundnu sannindi, en eru breytingagjarnir 
i huga og fúsir til að veita viðtöku og útbreiða nýjar 
hreyfingar. Þessir menn eru eins og stækkandi glerhjálm- 
m leifturvitans, sem margfaldar Ijósmagnið og þeytir þvi 
út i dimman geiminn. Ef ekki hefðu verið margir slikir 
auðunnir breytingamenn mundi mörg holl nýjung hafa 
dáið sem útburður, verið of orkulítil til að sigrast á al- 
gerðu skilningsleysi kyrstöðunnar. En allir framsóknar- 
menn eiga sammerkt i þvi, að þeir lifa fremur i framtið 
en nútið, að þeir standa ætíð með staf i höndum, reiðu- 
búnir til ferðar. 

Ef ótti við alt hið óþekta er frumafi ihaldsseminnar, 
^á er V a n i n n annar veigamesti þáttur hennar eins og íhald og framsókn. 273 

liann er annað eðli mannsins. Hver hugsun, hreyfing og 
athöfn skapar i mönnum hneigð til endurtekningar, en 
endurtekningarnar mynda yanann, og verður hann þvi 
sterkari, sem oftar er höggvið i sama farið. Langflestar 
daglegar athafnir eru vanabundnar orðnar i fullorðnum 
mönnum, og þvi meir sem liður á æfina, verða venjurnar 
fleiri og rótgrónari. Þær verða að sterkum fjötri, sem 
varla er unt að leysa, en brjóta má með heljartaki. Alt 
•eðli vanans er andstætt breytingu; hver venja er lik sjálf- 
stæðri veru, sem heldur fram lifi sinu og tilverurétti, 
meðan auðið er. Og til að forðast þann sársauka, sem 
venjuskiftin orsaka, verður flestum fyrir að halda hliíi- 
skildi yfir gömlu venjunum, jafnvel þótt skynsemin beri 
vitni á raóti þeim. 

Vaninn er nokkurs konar álagahamur, sem færist yfir 
með athöfnum og aldri. Á æsku- og unglings-árunum er 
jafnvægið óstöðugra. Þá er maðurinn mjúkur og mótan- 
legur eins og vax; hver hneigðin vaknar af annari, drotn- 
ar um stund og vikur sæti fyrir þeirri næstu. Meðan á 
því skeiði stendur eru mennirnir einna frjálsastir. Þá 
má velja um vegi og venjur, þá er undir gáfum og gæfu 
komið, hversu tekst með vanalögin. Þau eru sú persónu- 
lega stjórnarskrá, iU eða góð, sem hver maður ber með 
sér, meðan æfin endist, og má heita óbreytanleg. Glögg 
dæmi þessa má sjá á mörgum mönnum, er með eigin afli 
hefjast úr fátækt til auðs og metorða á efri árum. Vilja 
þeir þá gjarnan breyta umgengnisvenjum, fataburði o. s. 
frv. á visu þeirra er lifað hafa við mild kjör alla æfi. En 
það tekst aldrei, nema að litlu leyti, og oftast alls ekki. 
Rótgróinn vani er fastur fyrir. 

Þriðja innri ástæða til ihaldssemi er aldur og elli, en 
þar renna margir þræðir saman. Þá er öll likamleg fram- 
för löngu hætt og fjörið að þverra. Alveg ósjálfrátt finn- 
ur maðurinn vanmátt sinn til að fylgjast með og geta 
haft hönd i bagga með djúptækum breytingum. Vaninn 
lykur hann æ meir og meir i greipum sinum; ný áhrif 
ná varla til hans, eða þá að minsta kosti beygð og brotin 

18 274 íhald og framsókn. 

eins og alda, sem fallið hefir yfir margfaldan skerjagarðinn^ 
Fjölskyldubönd, vinátta, stéttatengsli og samábyrgðartil- 
finning halda honum rígskorðuðum innan vébanda borg- 
aralegs lifs. Þar bætist við sárbeitt reynsla og vonbrigði^^ 
Margur maður berst djarflega »með hvassleg sverð i mund- 
um«, meðan hann er i blóma aldurs, en þreytist og missir 
áhugann, þegar litið vinst á og æskuvinirnir skerast úr leit 
og leik. Allir þessir strengir hverfa saman í traustan 
fjötur, sem bindur allan þorra aldraðra manna í fylkingi*- 
ihaldsseminnar; og þó undantekningar séu til, menn sem 
yngjast með árum, og verða bjartsýnni og framsæknari 
með aldrinum, þá eru þær svo fáar, að þær sanna ab 
eins regluna. 

Þær orsakir til kyrstöðu, sem nú hafa verið nefndar,- 
eiga rætur hið innra í mannlegu eðli. Þær eru þvi einna 
stöðugastar og óbreytilegastar. En aðrar, engu ómerkari,, 
spretta af ytri kjörum. Er þar i stuttu máli að telja öll 
þau gæði, sem misskift eru og vandfengin en þó eftirsótt^ 
eins og auðlegð, völd, nafngöfgi, frægð, og hvers konar 
veraldargengi. Þvi meiri umbúðum, sem maðurinn er 
vafinn, því hræddari er hann um, að sér verði kalt, og 
reifarnar ásóttar af þeim, sem minna hafa. Sumar af 
þessum höralum eru svo sterkar að þær meira en vega á- 
móti og eyða eðlilegri framsóknarþrá æskuáranna, þær 
gera skjólstæðinga sína gráhærð gamalmenni, meðan þeir 
eru börn að aldri. 

Fastast í liði íhaldsmanna standa landeigendur á göml- 
um óðalsstóreignum, og þá fyrst og fremst aðalsmenn, því 
þar er bæði auði og ættgöfgi til að dreifa. Varla geta^ 
hugsast kjör betur löguð til að spekja menn og sætta þá- 
við »táradalinn« en þau, sem enski aðallinn hefir átt við 
að búa. Mann fram af manni hafa aðalsmennirnir setið 
á blómlegura stóreignum i sveit, með höll í höfuðborginni,, 
stúku í leikhúsunum, með arfgengt sæti i þingi þjóðarinn- 
ar, með hefðarforrétt að tignustu störfunum í her, flota,. 
kirkju- og ríkís-stjórn ; setið yfir stórauði, verið tilbeðnir 
og dáðir af alþýðunni, átt greiðan aðgang að Ijómanum Ihald og framsókn. 275 

við hásætið, bæði heima og erlendis, og haft drottinvald 
i nokkrar aldir yfir tveimur glæsilegustu mentastofnunum 
í heiminum. Varla er sanngjarnt að ætlast til að þessir 
sólskins-menn gangist fyrir mannfélagsbreytingura, þar 
sem alt væri að missa en ekkert fyrir þá að vinna, enda 
hafa engir jafnaðardraumórar ásótt þessa stétt. Eg minn- 
ist að hafa í borg einni á Englandi séð nokkur hundruð^ 
unga aðalsmanna og auðmanna syni veitast að heims- 
frægum þingskörungi úr neðri málsstofunni, er talaði um 
atvinnuleysi og eymd fátæklinga i landinu, æpa að hon- 
um i hálfa klukkustund og hrekja hann siðan úr ræðu- 
stólnum svo að 40 lögregluþjónar gátu varla verndað^ 
hann. Svo langt getur breytingaóttinn leitt menn, sem 
annars eru mætavel siðaðir, er þeir þurfa að verja hin 
dýrmætu réttindi sin. — Næst aðalsraönnum ganga stór- 
bændur, og eru þeir í flestum löndura kunnir fyrir ihalds- 
semi, þótt eigi hafi þeir jafnraikils að gæta og aðallinn. 
Þá koraa erabættismenn ríkjanna og fastir starfsmenn i 
þjónustu auðugra félaga með öruggum launum er hækka 
með aldrinum, og enda sem eftirlaun. Eðlilega binda slík 
störf menn fast við stofnanir þær, er launin veita og ör- 
yggið. Að ráðast á raóti þeim, er sama og ráðast á sitt 
eigið lif. Enn fremur er nám, daglegt líf og atvinna þess- 
ara stétta betur lagað til að friða og spekja, heldur en 
vekja ókyrð og breytingahug. Þessum mönnura fylgir að 
málum skyldulið þeirra, sem vonlegt er, og ýmsir liðlétt- 
ingar sem eiginlega eiga hvergi heima, nema þar senx 
beiningar fást ; fylgja lausingjar þessir íhaldsliðinu eins og 
mannvaður sá, sem flokkast á slóðir sigursælla herflokka 
á ófriðartímum. 

Dálitið öðruvisi verður lifsskoðun þeirra efnamanna, 
sem búa við óvissan gróða, er keraur og fer á bylgjuna 
og bárum eftir hygni og hepni eigandans. Svo er varið^ 
ástæðum flestra meiriháttar iðnrekenda og kaupsýsluraanna^ 
og mætti nefna þá hálfbreytingagjarna i skoðunum. Að 
visu er þeim lífsnauðsyn að halda frumdráttum þjóðfélags-^ 
ins óbreyttum, en þurfa þó svigrúm til gagnlegra breyt- 

18* :276 íhald og framsókn. 

inga fyrir stétt þeirra og atvinnu. Þessi flokkur hefir 
þannig beitt sér fyrir að brjóta niður tollmúra þá, er land- 
eigendur liöfðu fyr reist; þeir hafa barist fyrir frjálsri 
verslun, greiðum samgöngum og því láns- og trygg- 
ingarfyrirkomulagi, sem heimsverzlunin nú byggist á. 
Hálfbreytingamennirnir eru kjarninn i frjálslyndum flokk- 
um þingstjórnarlandanna, sem eiga i sifeldum brösum við 
ihaldsmenn, er með kyrstöðuvenjum sinum eru þeim viða 
til hindrunar. En að þessu undanskildu fylgja þeir ihalds- 
stefnunni fast, ef verjast þarf róttækari féndum. 

Nokkur skyldleiki er milii sterkra trúarhneigða og 
Ihaldsskapsmuna, þvi að hver breyting er þvi erfiðari sem 
fleiri bönd þarf að rjúfa, áður en henni er framkomið, en 
trúin hlýtur, eftir eðli sínu, að binda mörg hin öflugustu 
bönd. Framsóknarandinn hefir verksvið sitt hér i lifi, en 
trúaði maðurinn álitur sig fyrst og fremst borgara i al- 
heimsríki. Jarðlífið er trúuðum manni eins og agnar- 
punktur, fyrsta þrepið i fullkomnunarstiga tilverunnar. 
Það er eymda- og sorgadalur, næstum einkisvert, nema 
sem undirbúningur annars lífs. Yfir bæði sýnilegum og 
ósýnilegum heimi ræður almáttugur og alvitur andi; ekk- 
ert höfuðhár er skert án vilja hans og vitundar. Maður- 
inn er sifelt undir alvísri og algóðri handleiðslu hans. 
Hvi skyldi þá aumur og veikur maður þykjast þess um- 
kominn, að standa i breytingum og stórræðum? Hvi skyldi 
hann misnota undirbúningstimann, með þvi að gera 
hann að aðalatriði, og taka fram fyrir hendur alheims- 
valdsins? Trúhneigðin styður íhaldið á annan hátt, en 
með þvi að draga huga hans að eilifðarmálunum. Hún 
gerir manninn stjórnvanan. Sá sem beygir sig skil- 
yrðislaust fyrir æðra valdi á einu sviði, verður undanláts- 
samari um fleiri hluti. Þetta vissi Napoleon og endur- 
reisti kirkjuna, skömmu eftir að hann náði völdunum (en 
fáum mánuðum áður var hann i þann veginn að taka 
Múhamedstrú). Hann sagði að kirkjulausri þjóð væri 
óstjórnandi, sökum einstakliugssjálfræðis. — Aldrei siðan 
^eruleg menning hófst, hefir verið meiri kyrstaða en á íhald og framsókn. 27T 

miðöldunum, einmitt þegar trúar- og kirkjuvaldið var al- 
ráðandi. 

íhaldssemin, sem í fyrstu var maðurinn allur, hefir nú 
lækkað seglin á mörgum sviðura, þar sem framsóknin hefir 
rutt sér braut. Lindir breytingagirninnar er i upphafi 
voru sundraðar og máttlitlar i frumf jalli kyrstöðunnar eru 
nú sivaxandi straumar, sem flæða um hálfan heiminn og 
meira til. Eins og ihald býr í holdi og blóði sumra manna,. 
svo er framsóknin i insta eðli annara. Hún á sér eina 
meginuppsprettu, en það er æ s k a n eða meiri hluti unga 
fólksins í þeim löndum, þar sem nokkurt breytinga for- 
dæmi er. A þessum tima æfinnar vex og styrkist líkam- 
inn hraðfara, þá er lifsfjörið mest, þá er hver heilbrigður 
maður fullur af gróðurmagni vorsins og orkuafgangi, sem 
leitar viðfangsefna. Það er Kaldadaishugur, sem æskir 
mótstöðu og hindrana til að ryðja úr vegi. Þá er imynd- 
unin sístarfandi. Menn sjá sjónir, sem ekki eru af þess- 
um heimi, dýrðlegar skýjaborgir, sem skina bjart við hlið 
grárra hreysa veruleikans. Ekkert er þá auðveldara en 
að gera samanburð hugsjónunum i vil, að finna mein sem 
þarf að bæta. Alt þetta hreyfiafl mannsins beinist þá að- 
framsókn, en hömlurnar eru að sama skapi veikar. Fjörið, 
hugsjónirnar, góður málstaður og frægðarlöngun knýr menn 
fram. Hinsvegar er vaM vanans varla nema hálfmyndað, 
reynslan litil, sjálfstæði i trúarefnum meira en fyr eða 
siðar á æfinni, fjölskylduböndin veik og samábyrgðartil- 
finningin varla farin að gera vart við sig. Þá er lagt á 
tæpasta vaðið. Unga kynslóðin litur yfir vigvöllinn, sýn- 
ist varnarvirki óvinanna lág og lítil, harla auðunnin. Þá. 
er sagt: 

»Burt alt sem okkur tefur, 

Burt alt sem stendur mót. 

Burt alt sem alt af sefur, 

Burt alt sem nagar rót. 

Með slikum hersöngum gerir æskan uppreist, kynslóð eftir 
kynslóð, hamast og ræðst á borgir gamla timans, særist^ 278 íhald og framsókn. 

þreytist og hörfar loks undan. íhaldið stendur föstum 
fótum, eins og hamraveggur, varið óteljandi launvígjum, 
tálgröfum og seinunnum vígstöðvum. Og 1 áhlaupinu hefir 
iítið úunnist við æfistörf hvers manns, varla nema steinn 
hruninn úr veggnum, þar sem brotið skyldi skarð. Eftir 
storminn snýr áhlaupsmaðurinn heim i herbúðirnar, breytt- 
ur maður, eldri, þreyttari, fjörminni, reyndari, með ósig- 
urinn í huganum og hálfur snúinn á band óvinanna. En 
lifið æðir áfram eins og fallandi foss, maður kemur í 
manns stað, og dropinn holar steininn. Með þessum hætti 
verður framsókn æskunnar ein hin máttugasta lyftistöDg 
menningarinnar. Þó hver kynslóð sé þollitil og skammlif, 
þá er mannkynið siungt, með eilifa æsku, sem alt af er 
fús að ryðja nýja vegi, og finna áður óþekt lönd. 

Eins og menn blása i kaun sér til hita og á heita 
hluti til að kæla þá, svo getur sama orsök oft haft ólik- 
ar afleiðingar. Reynsluleysi er fjötur á hjátrúarfullan 
Tillimann, en spori á fjörugan, mannaðan ungling. Ef 
^skan þekti betur heiminn, mundi hún verða spakari, en 
jafnframt gera minna gagn. Hún gerir stundum villandi 
<iraumsýnir, eða einhvern hluta þeirra, að áþreifanlegum 
veruleika. En að sama skapi, eða fremur, gerir reynsla 
og þekking menn framsækna. Sá sem eykur sína þekk- 
ingu, eykur sínar raunir, segir Salomon. Þekkingin bregð- 
ur Ijósi yfir hlutina. Við Ijós hennar sést margt mein, 
sem i myrkrunum var hulið, en lika nýir vegir og ný 
ráð til að bæta, og breyta til góðs. Sú breytingagirni, 
sem leiðir af mentun og viðsýni er haldbetri og afkasta- 
meiri nú á dögum, en fjörkippir æskunnar. Hún hefir 
vaxið með reynslu mannkynsins og mun vaxa enn meir 
á komandi timum. Aukin þekking er því það meðal, sem 
-áhrifamest er, til skynsamlegra framfara. 

Einhver harðsóttasti hluti framsóknarmanna nú á dög- 
um eru öreigarnir i iðnaðarlöndunum (jafnaðarmenn). Þeir 
hafa sem aðrir ungir menn byrjað göngu sína í fullum 
íramsóknarhug, en minna breyzt með aldrinum en þeir 
sem urðu hluthafar í vejgengni veraldarinnar. Þeir telja íhald og framsókn. 279 

tsig ekkert eiga nema eymd, engu hafa að týna neraa 
^lilekkjum, en allan heiminn að vinna. Er þvi sízt að 
furða, þó þeir gerist djúptækir i breytingunum, enda stend- 
ur ihaldinu meiri stuggur af þeim en nokkrum öðrum 
flokki. Þeir vilja engum sáttum taka, nema þeim að 
njóta Ijóss og sólar til jafns við þá, sem best mega, en 
,það þykja aðli og auðmönnum harðir friðarkostir. 

Hér er ekki rúm til að gera meira en benda á frum- 
drætti, en þó má sjá á þessu yíirliti, að skoðanir manna 
4im, hvort breyta beri eða standa i stað, eru i aðalatrið- 
unum lögbundnar, en ekki dutlungum háðar. Þær eru i 
samræmi við likamlega og andlega þróun og ytri kjör. 
Þær eru þess vegna fyrirsjáaTilegar, ef ekki um einstakl- 
inga, þá um stéttir og félagsheildir. En það sem er mönn- 
um ósjálfrátt, er heldur ekki ámælisvert, þótt rangt sé, 
fremur en óviðgeranleg veikindi verða talin til mannlýta. 
í þessum efnum sem öðrum fylgir réttur dómur réttum 
skilningi á máli og málsatvikum. 

En þó að bæði íhald og framsókn séu skiljanleg, þó 
að full rök liggi til að báðar stefnurnar eigi marga og 
örugga fylgismenn, þá þyrftu þær ekki i raun og veru að 
vera jafngóðar. önnur gæti verið betri en hin. Til að 
verða þess vis, þarf að athuga báðar stefnurnar einangrað- 
ar, þar sem áhrif þeirra blandast ekki saman til að villa 
sjónir, og dæma þá um, hvor meira styður mannlega vel- 
gengni. 

Allmörg dæmi má finna, meðal viltra og siðaðra 
'þjóða, um næstum algerða kyrstöðu i margar aldir, jafn- 
vel i þúsundir ára. Frumbyggjar Astraliu, svertingjar i 
Afríku, Eldlendingar og Grænlendingar nota enn sömu 
vopn og áhöld, búa við sömu kjör og forfeður hvita mann- 
flokksins áður en sögur fara af. Þeir hafa staðið i stað 
og^Iiðið illa: oft hungraðir, klæðlitlir, i aumum hreysum, 
varnarlausir gegn sjúkdómum, hjátrúarfullir, skjálfandi af 
• ótta við sannar og imyndaðar hættur. Og þar sem þeir 
áttu i skiftum við siðuðu þjóðirnar, hallaði leiknum jafnan 
á þann veikari. Er það kunnugra en frá þurfi að segja. 280 íhald og framsókn. 

hversu hvíti mannflokkurinn hefir drepið, sigrað, þjáð og 
þrælkað lágt standandi þjóðbálka i öUum álfum heims. 

Meðal mentaðra þjóða eru Kinverjar alkunnastir kyr- 
stöðumenn ; þeir hafa, eftir þvi sem i mannlegu valdi stóð, 
haldið öllu i sama horfinu i seinustu 40 aldirnar. Áður 
höfðu þeir verið mikil framfaraþjóð og þegar kyrstaðan 
byrjar, voru þeir »mestir i heimi«. Menn líta venjulega 
svo á, að kyrstöðu Kínverja hafi valdið menningarhroki^ 
sú trú að þeir hefðu náð hæstu tindum fullkomnunarinn- 
ar, og lengra yrði ekki komist, heldur nægði að gæta 
fengins fjár. Hins hefir varla verið nægilega gætt, að 
Kinverjar sniðu þjóðlíf og stjórn meira en aðrar þjóðir 1 
íhaldsáttina. Þeir voru vegna landshátta og eigin aðgerða 
einangraðir, slitnir úr lifandi sambandi við umheiminn. 
Og heima f yrir lutu þeir sérstaklega steingerðu skrifstof u- 
valdi i rikisstjórn, og öldungavaldi i heimilunum. Hvergi 
var um forustu að tala fyrir aðra en þá, sera hátt voru 
komnir á ihaldsárin. Börnin lutu foreldrunum lifandi, og 
tilbáðu þá látna. Embættastiginn var langur og torsóttur, . 
svo að ekki veitti af heilli æfi til að klifra upp á hæstu. 
tinda. Hver vegsauki var bundinn við próf, sem ókleift 
var að inna af hendi, nema þeim sem höfðu miklar minn- 
isgáfur, en um skilning og skapandi afi var ekki spurt ; 
það var óþarft, þar sem að eins átti að halda við gamla 
arfinum. Undir einveldi stofulærðrar elli tókst að bæla 
niður allan breytingahug, jafnvel umbrotaanda æsk- 
unnar. 

En kyrstaðan hefndi sin. Siðan samkepnin hófst við 
Vesturlönd, hefir reynt á afi Kínverjanua og þeir verið 
léttvægir fundnir. Hvervetna hafa þeir orðið undir, sigr- 
aðir, sviknir, rændir og fótum troðnir, af þvi þeir höfðu 
brotið fjöregg þjóðarinnar. Laun algerðrar kyrstöðu er 
þróttleysi, veiklun, undirlægjuskapur, kúgun og hverskon- 
ar gæfuieysi. 

Þó að slík kyrstaða sé banvæn, vegna samkepni fram- 
faraþjóðanna, og skaðleg af því hún lætur ónotaða mikla 
krafta i þjóðfélaginu, þá verður hinu samt ekki neitað, að íhald og framsóki]. 281 

hún geymir vel fengins forða, týnir engu, iUu eða góðu. 
Og hvenær sem sú þjóð hefir manndáð til að rísa úr ösku- 
stónni, eins og t. d. Japanar á öldinni sem leið, þá má 
alt af bjarga einhverju úr gömlu rústunum og hagnýta í 
nýju bygginguna. 

Algerð breytingagirni getur aldrei komið fyrir í heil- . 
brigðum manni eða félagi. Hún er brjálsemiskast, sem 
varir stutta stund, og annað hvort leiðir til bana eða 
batnar til fulls. Bezt er þessi vilti breytingaandi kunnur 
frá tímabilum i byltingum Frakka (sem leiddu af langri 
og óhollri kyrstöðu). Hann er ólmur, hverfandi straumur, 
ekkert viðnám eða hvild, engin nýjung fundin, fyr en hún 
flýtur burtu og týnist í næstu umskiftaöldu. Þar er ekk- 
ert stöðugt nema síbreytingin sjálf. Slíka starfsaðferð 
getur menningin ekki notað sér til gagns, þvi hún bætir 
engu við, byggir ekkert upp, en eyðileggur alt sem fyrir 
verður. Hún er sjálfsmyrðandi stjórnleysi, ósjálfráð og 
trylt uppreist réttmætrar breytingagirni, sem verið hefir 
stifluð og innibyrgð i fangelsum kyrstöðunnar. En af 
tvennu óhæfu er þó einvöld kyrstaða illu til skárri en 
einvaldur byltingarandi ; en svo að vel fari, verða bæði 
þessi öfl að starfa i sameiningu. Hvorugt getur starfað 
eitt saman, né án hins verið. Framsókn og íhald eru þær 
tvær súlur, sem halda uppi himni siðmenningarinnar. 
Starf ihaldsins er að geyma arfsins, eins og ormur sem 
liggur á guUi, og framsóknarinnar að vera á útverði, 
finna ný gæði, ný sannindi, dýrmætari en þau sem áður 
voru til, ryðja þeim tii sætis og útvega þeim borgararétt 
undir verndarvæng ihaldsins. Þá er sifeld framför, en 
engin afturför eða hnignun, þvi að engu er kastað fyrir 
borð, nema betra sé fengið i staðinn. 

Fáeinar almennar athugasemdir má leiða af þvi, sem 
á undan er sagt. í allri samvinnu manna í heimilum,. 
félögum, stofnunum, flokkum og ríkium glíma framsókn' 
og ihald um yfirráðin. í báðum fylkingunum eru skoð- 
anir liðsmanna i samræmi við aldur þeirra og lífa- 
kjör. Báðir fiokkar þurfa að ráða nokkru, en þó ekki- -282 íhald og framsókn. 

jafnmiklu, því að þá eru átökin jöfn og kyrstaðan sigrar. 
Hreyfiaflið verður að vera hömlunni sterkara, framsóknin 
öflugri en íhaldið, og þó ekki einráðandi. Þessa hafa menn 
ekki gætt nægilega, meðan völd og ráð i heirailum og rik- 
jum voru nær eingöngu i höndum þeirra manna, sem fuUir 
voru af kyrstöðueðli. En þetta breytist og batnar þvi 
meir sem líður. Framfaraandinn magnast og Eær hæfl- 
legum yfirtökum. Veldur mestu í þeirri framþróun auk- 
ín og útbreidd þekking nútímans. Ekki þurfa þó íhalds- 
mennirnir að kvíða fullum ósigri. íhaldið á sér djúpar 
og órjúfanlegar rætur i eðli mannsins. Meðan elli og 
reynsla eru til, mun því borgið. Og því meira sem heim- 
inum fer fram, því meira vaxa þau gæði sem öUum kemur 
saman um að gott sé að geyma og verja. 

Jónas Jónsson. Áhrif klaustranna á íslandi, 

Eftir Magnús Jónsson. Það er vafalaust, að klaustrin á íslandi hafa hvergi 
aiærri haft önnur eins feiknaáhrif á sögu og æfiferil þjóð- 
arinnar, eins og þau höfðu í flestura öðrum löndum álf- 
unnar um mikinn part miðalda. Er það reyndar margt, 
sem til þess bar. En þó liklega allra mest það, að sá 
andi katólsku kirkjunnar, er skóp klaustur og heimsflótta, 
mun aldrei hafa náð verulegri rót hjá íslendingum. Þó 
að vald kirkjunnar, eða öllu heldur biskupanna, væri 
orðið ægimikið á 14. og 15. öldinni, þá er þar býsna mikið 
dðru máli að gegna. Það vald studdist að langminstu 
leyti við hugsunarhátt þjóðarinnar. Það var aðkomið og 
það var hvumleitt þjóðinni. Það sýnist svo, sem hugsun- 
arhátturinn íslenzki hafi stefnt allmjög í aðra átt en inn 
fyrir klausturveggina. íslendingar eru of rólyndir og kaldir 
til þess að flana að sUku skjótræði sem það er, að »hafna 
heimi og ráðast undir regúlu«. Og það mun sanni næst, að 
'þeir haíi verið fleiri, er í klaustrin gengu af einhverju 
öðru en beint trúarhita. En þar með var úti um »súr- 
dei2:skraft« klaustranna. Klaustur-hugsunarháttinn vant- 
aði. Hefðu margir klausturmunkarnir verið likir heilög- 
'Um Þorláki, þá mundu áhrif klaustranna íslenzku á hugs- 
unarháttinn hafa orðið alt önnur. 

Liklega hafa klaustrin venjulega verið fremur fámenn. 
Yiðeyjarklaustur var t. d. stofnað með 5 kanokum, og 
þegar Jón biskup Sigurðsson setti þar Benediktsreglu um 
miðja 14. öld, vígði hann undir hana 6 bræður. í Þykkva- 
to munu hafa verið 12 bræður þegar plágan mikla kom 284 Áhrif klaustranna á íslandi. 

þar, 6 lifðu og 6 dóu. Þó sýnist það hafa verið óvenju- 
margt, þvi þegar Gizur Einarsson varð biskup voru þar 
einungis 5 munkar auk ábóta. Þegar Helgafellsklaustur 
var lagt niður voru þar 3 bræður auk ábóta (1543). Þeg- 
ar Möðruvallaklaustur brann (1316), sýnast hafa verið 
þar 5 munkar. Ormur biskup seldi klaustrið á leigu (1551) 
og þá var það i samningum, að 5 bræður ætti að fæða, 
en tæpri öld síðar setur Jón Vilhjálmsson það upp við 
leigjanda klaustursins að fæða 2 bræður að eins. Þetta 
skýrir einnig að nokkru áhrifaleysi klaustranna. Herinn 
var svo fámennur, auk þess hve hann var afskiftalitiU. 
Margir voru i klaustrin komnir af lífsleiða, og lönguii 
eftir næði, og voru því sízt í því skapi að gaurast í neinu. 
Fæstir munu hafa alist upp til klaustralifnaðar. 

Ekki er heldur unt að sjá, að nein veruleg samtök 
hafi verið milli klaustranna. Munkarnír skifta að visu 
oft nokkuð um klaustur, eða þá að rnunkur úr einu 
klaustri varð ábóti í öðru, en slíkt hafði litla þýðingu. 
Ekkert eitt klaustur gat af sér hin, eins og oft var ann- 
arstaðar, og þó að Þingeyraklaustur sýnist oftast hafa 
notið einna mests álits, þá hafði hvorki það né neitt 
hinna klaustranna neina forustu. Og ekki verðum vér 
þess varir að þau beiti sér neitt til þess að hafa áhrif á 
fólkið. Hinar stórkostlegu byltingar í klaustrunum og 
voldugu umbótahreyfingar, sem hvað eftir annað gengu 
yfir löndin, og gáfu munklifnaðinum nýtt fjör og aukinn 
kraft, hafa farið fram hjá íslenzku klaustrunum, hvort 
sem verið hefir af útilokun frá straumunum eða rólyndi 
og værð. Og íslenzka þjóðin frelsaðist alveg undan betli- 
munkunum, sem streymdu í þúsundum út um löndin, heim- 
ilislausir, prédikandi og æsandi. Það var mikið lán. 

En áhrifalaus hafa klaustrin á íslandi ekki verið. Þó 
er hér næsta óhægt um að dæma, þar sem saga klaustr- 
anna er hulin þvi kynlegasta myrkri. Oftast nær er hægt 
að rekja sögu þeirra upp á annála vísu, stikla á ábótunum, 
en þar með er því lokið, nema þar sem önnur atvik liggja 
til. Og sumt er alveg ofurselt getgátum eða í óvissu, eins Áhrif klaustranna á íslandi. 285 

og t. d. klaustrið eða klausturmyndin í Hitárdal. Kemur 
slikt kynlega fyrir sjónir, þar sem vér einmitt i klaustr- 
unum væntum að finna fróða menn og þá er mest rita. 
Er vér lítum t. d. á Þingeyraábótana Karl, Guðmund og 
Arngrím o. fl , þá voru þeir hver öðrum fróðari, og hafa 
án efa kunnað sögu klaustursins eða margt úr henni, en 
engum þeirra datt í hug að líta svo nærri sér, að rita 
sögu þess. En fyrir bragðið eigum vér svo erfitt aðstöðu 
er meta skal áhrif klaustranna, og fyrir bragðið gætir 
klaustranna svo litið í sögu landsins. En það er mikill 
skaði. Og enginn vafi er á þvi, aö ítarleg þekking á sögu 
klaustranna mundi varpa Ijósi á ýmislegt i sögu landsins, 
og kenna oss að skilja margt, sem nú er torvelt að átta 
sig á. 

Lítum fyrst á bókmentirnar. Þar hljótum vér að 
vænta helztu áhrifanna frá klaustrunum. Klaustrin gáfu 
svo gott næði tii lesturs og ritstarfa. Hversu mikið öldu- 
rót sem geysaði úti fyrir, innan klausturveggjanna mátti 
ávalt finna ró og næði. Og ekki er óliklegt að margur 
hafi leitað þangað, einmitt af löngun eftir næði til þess 
arna. Búksorg og fátæktarbasl og áhyggjur voru menn og 
lausir við. Bókakostur hefir vafalaust, þegar fram í sótti, 
verið góður og hvergi betri en i klaustrunum. Þar komst 
t. d. Gizur Einarsson yfir margan fróðleik, timann sem 
hann dvaldi i Veri. 

Klaustur á íslandi hafa lika komist inn á farsælli rás 
í þessu efni, en víða annarstaðar. Munkaandleysinu er 
vlð brugðið, en framan af ber htið á þvi hjá íslending- 
um. Og þeir voru þjóðlegri miklu en viðast annarstaðar. 
Sjáum vér á því enn eitt dæmi upp á það, hve lin tök 
kirkjunnar voru hér á landi. Þvi að alstaðar, þar sem 
hún náði haldi á hugsun manna, ól hún upp i þeim al- 
heimsborgara-braginn. Hún var sú alþjóðlegasta stofnun, 
sem hugsast getur. Alstaðar vann hún að því, að tengja 
alt saman og nema burt þjóðamuninn. Og ekki sízt mun 
flú tilfinning hafa lagt undir sig munkana, að þjóðamunur- 286 Áhrif klaustranna á íslandi. 

inn væri enginn; allir væru borgarar hins sama félags- 
skapar, kirkjunnar. En íslenzku munkarnir voru þjóðleg- 
ir. Þeir rituðu margir á sínu móðurmáli. Þeir létu grísku 
og rómversku fornaldarritin deyja drotni sinum — ef þeir 
þá þektu þau — og dýrlingarnir urðu að mestu að eíga 
það undir náð einhverra annara góðra manna, að krafta- 
verk þeirra gleymdust eigi. Og þó að heimurinn eigi 
mikið að þakka þessum andlegu (eða andlausu) ritvélum^ 
sem endalaust voru að rita upp gamalt dót, þá var það 
þó verulegt lán, að íslenzku munkarnir urðu ekki fastir i 
því feni frá byrjun, heldur sneru sér að þjóðlegum fræð- 
um. Það er auðséð hve stórt skarð væri höggvið í forn- 
aldarbókmentir vorar, ef klaustramunkarnir hefðu ekki 
tekið þessa þjóðlegu stefnu. 

í þessu efni hljótum vér þó að vaða mikinn reyk. 
Höfundarnir nefna sig ekki, og ágizkanir eru því oft það 
eina, er á borð verður borið. Miðaldamennirnir voru svo 
afardulir á nöfn sín, næstum eins og karlinn, sem varð 
bæði hryggur og reiður, þegar hann sá að nafnið hans 
hafði verið »sett á prent« i markatöflunni. Einstaklings- 
tilfinningin var svo sljó fram eftir öllum miðöldum, (alt 
fram á endurreisnartímann), að vér sem nú lifum, og helzt 
viljum að nafn vort sé á hvers manns vörum, eigum erfitt 
með að skilja. Vér vitum um nöfn konunganna, sem lögðu 
til féð í hinar aðdáanlegu miðaldakirkjur, en nöfn meist- 
aranna sjálfra þekkjum vér fæst. Rafael, Tizian, Miehel- 
angelo og da Vinci settu ekki nöfn sín á málverkin frægu. 
Og þessi andi hefir einnig náð út til íslands. Eg get hugs- 
að mér, að niðurlagsorð ísleudingabókar, »en ek heitek 
Ari<', muni hafa þótt álíka vel viðeigandi, eins og nú á 
dögum mundi þykja, ef einhver auglýsti í blöðunum, að 
hann hefði verið dubbaður til riddara af Dannebroge. 

Fyrst skal frægar telja: íslendingasögur. Ekki getur 
verið vafi á þvi, að þær eru langflestar ritaðar af klerk- 
um. Fyrir 1200 kunnu naumast aðrir að rita að mun. 
Og þessutan eru í flestam sögunum orð og setningar, sem 
benda ótvírætt til lærðra manna. Þau fáu höfundanöfn,. Áhrif klaastranna á íslandi 287- 

sem vér þekkjum, eru flest nöfn klerka. Sújmótbára, að 
klerkar hafi eigi. getað ritað svo einfalt o^; án mærðar,. 
fer fyrir ofan garð og neðan. Ari var klerkur, en hvar 
er mærðin í íslendingabók ? Sama er að segja um t. d. 
Sverrissögu Karls ábóta. Vér verðum að muna, að þótt 
helgra manna sögur og biskupa væru oft mærðarfullar,, 
þá var þar alt öðru máli að gegna. Helgra manna sögur 
voru i rauninni skoðaðar sem prédikanir og uppbyggileg 
rit miklu fremur en sagnfræði. Nokkuð af þessu slæðist 
svo inn i sögur biskupanna. En sami maður, sem fullur 
er af mærð og mælgi i prédikunarstólnum, getur verið 
látlaus og jafnvel »þur« þess utan. Og svo að lokum 
getum vér aldrei á þann hátt sett heila stétt manna i eitt 
númer, og sagt t. d. að klerkar séu fullir af mærð. Þar 
kennir vitanlega margra grasa. 

En hvar eigum vér þá að leita að þessum listfengu 
kierkum ? Mér finst eðlilegt og sjálfsagt að leita einhverra, 
ef ekki margra i klaustrunum. Þegar vér þekkjum ekki 
nöfnin, þá hljótum vér að leita höfundanna þar, sem mest 
eru likindi til að höfundar hafi getað þrifist, þar sem mest 
og flest eru skilyrðin. Og það er i klaustrunum. — Þetta 
staðfestist einnig af ýmsu, sem vér vitum. Ýmsir af þeim 
höfundum, sem vér þekkjum, voru klaustramenn. Þess 
utan vitum vér um marga, sem áttu bæði kyn til og gáf- 
ur, að vera höfundar, þótt ekki sé getið ritstarfa þeirra, 
Enn er það, að sögurnar gerast nálega allar einmitt í 
þeim hlutum landsins, sem klaustrin voru i, og getur 
naumast hugsast að það sé hending ein. Og loks hefst 
söguritunin rétt um sama leyti, sem helztu klaustrin eru 
komin vel á fót — siðari hluta 12. aldar. 

En sé svo, að einhver hluti íslendingasagna sé upp- 
runninn í klaustrunum, og það ef til vill sumar hinarbeztu^ 
svo sem eru Eyrbyggja og Laxdæla, þá eiga klaustrin 
um leið sinn þátt i öllum þeim ómetanlegum áhrifum, sem 
þær hafa haft á hugsunarhátt og andlegt líf þjóðarinnar 
fram á þennan dag. Á óbein áhrif klaustranna á sögu- 
ritunina mun eg minnast einu orði seinna. 288 Áhrif klaustranna á íslandi. 

I klaustrunum er að mestum parti saminn hinn mikli 
sagnabálkur, Biskupasögur svonefndar. En þær eru ómet- 
anlegar fyrir sögu landsins, og fylla þar upp stóra eyðu. 
Ketill Hermundarson, ábóti að Helgafelli, mun vera höf- 
undur Hungurvöku, Þorlákssögu og Pálssögu, en þær rekja 
sögu Skálholtsbiskupa fram yfir 1200. Gunnlaugur Leifs- 
son munkur á Þingeyrum ritaði Jónssögu helga. Lamb- 
kárr ábóti 1 Hitárdal prestssögu Guðmundar Arasonar og 
Arngrimur ábóti Þingeyrum biskupssögu hans. Styrmir 
fróði, sem var meira og minna riðinn við 3 klaustur, 
Þingeyra, Helgafells og Viðeyjar, mun hafa samið þærti 
af Þorvaldi viðförla og ísleifi biskupi og eiga mikinn þátt 
i Kristnisögu. Hann hefir og ritað Landnámu nokkra og 
hann var i verki með Karli ábóta við samning siðari 
hluta Sverrissögu, og loks var hann með Snorra Sturlu- 
syni í Reykholti. 

Þá mættu Norðmenn vera þakklátir klaustrunum ís- 
lenzku, einkum Þingeyraklaustri^). Enginn vafi á því, að 
þar hefir snemma verið til mikill*fróðleikur um sögu Nor- 
egs, og í tíð Karls ábóta rituðu^munkarnir Oddur Snorra- 
son og Gunnlaugur Leifsson báðir Olafssögur og Karl 
sjálfur hina ágætu Sverrissögu. Og ekki er gott að vita 
hve viðtæk áhrif það kann að hafa haft á Heimskringlu, 
að Styrmir, sem vafalaust hefir verið ódæma fróðleikssjór 
og minnugur, skyldi dvelja þar í klaustrinu og í kunn- 
ingsskap við alla þessa fróðu menn, og fara því næst i 
Reykholt til Snorra. Það er alls óvíst að Heimskringla 
væri það sem hún er, ef þetta atriði hefði ekki komið til. 
GuUöldin í bókmentum íslendinga varð ekki löng. Að 
þvi er til kirkjunnar kemur er henni lokið að mestu 
snemma á 13. öldinni. Eg hygg að^ástæðan til þess sé 
auðsæ. Og hún er sú, að vald kirkjunnar er farið að ^) Annars hafa íslendingar fengið meira að reyna ásælni Norð- 
manna en þakklátssemi i þessa efni. Þeir vilja eigna sér Eddukvæðin, 
sagnritunina upphaflegu og Stjórn o. fl. Leiðinlegt fyrir þá að geta 
«kki náð Heimskringlu, enda «kki örvænt um þaðl Stjórn t. d. her 
n a f n Brands Jónssonar og s a m t hafa Norðmenn viljað krækja í hana. Áhrif klaustranna á íslandi. 289 

.aukast, og hún er farin að taka sig út úr. Upphaflega 
var kirkjan þjóðleg í allra sterkustu raerkingu. Hún var 
beinn ávöxtur úr islenzkum jarðvegi. Jafnvel klerkarnir 
hafa skoðað sig fyrst og fremst Islendinga og þar næst 
kirkjunnar menn. Og meðan hún var það, gat hún borið 
uppi þjóðlegar bókmentir. En Þorlákur biskup og hans' 
likar unnu ekki til engis. Þó að honum yrði lítið ágengt 
hið ytra, þá fer nú hugsunarhátturinn að breytast. Kirkj- 
an fer að verða fyrir sig, eins og annarstaðar, en hættir 
að sama skapi að vera þjóðleg. Og einmitt þá sjáum vér 
hvílíkur máttarviður hún var fyrír bókmentirnar. Ein- 
staka menn, svo sem Snorri og Sturla, rita i sama anda, 
en svo er þvi lokið. Ekki er þetta svo að skilja, að 
kirkjunnar menn hætti að rita. En nú breytist alt. Skap- 
andi aflið dofnar, og »munka-andleysið« færist yflr kot og 
klaustur. Menn safna gömlu, rita það upp og auka ein- 
hverju inn i. Alt er þurt og andlaust. Og nú fara helgi- 
sögur og helgikvæði að vera það helzta og eina, sem 
klaustrin framleiða. Það kirkjulega tekur við af þvi þjóð- 
lega. 

»Helgar þýðingar« voru meðal elztu ritverka íslend- 
inga. Þær hafa komið strax með kristninni, því að það 
heyrði í rauninni til með »ornamentis et instrumentis* 
hverrar kirkju, að eiga helgra manna sögur, að minsta 
kosti sögu þess, er kirkjan var helguð. Þegar klaustrin 
komu á fót hafa þau vafalaust verið beztu verksmiðjurn- 
ar fyrir þennan varning. Við hlið sniUinganna, sem rit- 
uðu þjóðleg fræði, hafa frá upphafi verið aðrir, sem sí- 
skrifandi voru helgum mönnum til lofs og dýrðar. Þegar 
eftir stofnun Þverárklausturs sjáum vér þessa iðn rekna. 
Nikulás ábóti yrkir drápu um Jón guðspjallamann. Nærri 
má og geta hvort Þorlákur heflr ekki ýtt undir slikt verk 
í Þykkvavæ. Þar er þá Gamli konoki og kveður um Jón 
guðspjallamann, svo og guðfræðiskvæðið »HarmsóI«. Um 
miðja 13. öld er þar ábóti Brandur Jónsson, lærdómsmað- 
ur góður og hinn mesti snillingur. Eftir hann liggur hin 
langelzta biblíuþýðing á Norðurlöndum, »Stjórn« svoköUuð. 

19 890 Áhrif klaustranna á íslandi. 

Eru þar sögubækur gamla testamentisins, Alexanderssaga 
í Ijóðum, og svo Gyðingasögur (apokrýfiskar bækur, Jós 
efus o. fl.) alt þýtt á meistaralega fagurt islenzkt mál! í 
sjálfu Þingeyraklaustri var fengist við að semja helg rit, 
jafnhliða sögurituninni, Gunnlaugur munkur diktaði Am- 
brósíussögu, sem hann var framúrskarandi montinn af. 
Hann þýddi og Merlinusspá. Þetta nægir til að sýna, að 
islenzku klaustrin voru ekki alveg laus við þetta sameig- 
inlega klaustramark, enda var það engin von. En sá var 
munurinn mikli, að hér var flest annaðhvort þýtt eða 
samið á íslenzku. Og þó að ritin hafi fiest verið ómerk,- 
þá var þó málið á þeim ágætt. Annars er ekki mögulegt 
að vita neitt til hlítar um það, hve margt og mikið af 
öllum þeim helgra manna sögum og kvæðum, homilium 
0. fi., sem þá var ungað út, á rót sina að rekja til 
klaustranna. 

Um miðja 14. öldina er uppi munkur einn, sem ekkí 
má gleyma þegar rætt er um áhrif klaustranna, þvi að 
hann hafði hin viðtækustu áhrif á skáldskap og hugsun, 
og varpar nýjum Ijóma yfir klaustrin. Þessi munkur er 
Eysteinn Asgrimsson, sá er kvað hina nafntoguðu »Lilju«. 
Eysteinn var múnkur i Þykkvabæ og hefir visast verið 
stórgeðja og óvæginn í lund. Hann gerði einskonar sam- 
særi móti Þorláki ábóta sinum, og barði jafnvel á honum 
svo að hann flæmdist burt. Seinna sinnaðist honum við 
Gyrð biskup og orti um hann nið. En með Lilju hefir 
hann haft afarmikil áhrif til góðs á skáldskap íslendinga 
um langan aldur. Kvæðið er að öUu leyti eitt hið ágæt- 
asta listaverk. Andriki og einfaldleiki, kraftur og lipurð, 
lærdómur og skáldafiug fer hér alt saman. Kenning- 
ar eru sárfáar en alt um það er kveðandin ávalt jafn 
lipur og leikandi. Að fá slikt kvæði, sem Lilja er, ein- 
mitt þegar smekkur manna var að spillast i skáldskapn- 
um, er alveg ómetanlegt. Og talshátturinn : »allir vildu' 
Lilju kveðið hafa«, sýnir að fiest skáld muni hafa reynt 
að stæla hana, og þá ósjálfrátt orðið fyrir áhrifum af 
henni. Um sjálfstæða guðfræði er ekki að ræða. Ea 
Áhrif klaustranna á íslandi. 291 

Lilja, með öUum sínum hoUu og góðu áhrifum, hylur 
fjölda synda hjá klaustrunura. 

Fleiri klaustramenn á 14. öld ortu. Arngrimur ábóti 
á Þingeyrum og Árni Jónsson ábóti á Þverá kváðu báðir 
drápu um Guðmund góða Hólabiskup. Og vafalaust hafa 
miklu fleiri ort þótt ekki vitum vér af. Áhrifum klaustr- 
anna á bókagerð er nú lokið. Sama ládeyðan er yfir alt. 

Þá er enn ótalið það, sem erfiöast er um að tala 
nokkuð með vissu, en það eru þau áhrif sem klaustrin 
hafa haft á bókagjörð óbeinlinis, sú hvöt, sem þau hafa 
gefið til ritstarfa út í frá allsyfir. En vafalaust er þýðing 
þeirra í þessu efni afarmikil. Af þvi að sögur klaustr- 
anna eru svo til engar, vitum vér ekki hverjir eða hve 
margir kunna að hafa dvalið þar tima og tima, eða þá 
verið í kunningsskap við fróðu mennina þar. En það er 
segin saga, að öll slik >mentabúr« hafa jafnan hin við- 
tækustu óbein áhrif. Skólarnir hafa hér átt sinn þátt í. 
Vér eigum t. d. vafalaust einhverjar af íslendingasögum á 
þennan hátt klaustrunum að þakka óbeinlinis. Að vísu 
kann einnig sumt miður þarft að hafa breiðst út frá 
klaustrunum, þegar þau sjálf tóku að spiUast, en samt er 
enginn efi á, að allsyfir hafa klaustrin unnið bókmentum. 
vorum ómetanlegt gagn. 

Auk þeirra áhrifa, sem klaustrin höfðu á bókment- 
irnar, og að nokkru leyti i sambandi við þau, eru áhrifin 
á mentun landsmanna. Alla þá stund, sem íslenzkir 
biskupar sátu að stóli í Skálholti og á Hólum, mun kensta 
hafa farið þar fram, þótt ékki sé ætíð getið um fastan 
skóla. Jafnvel Guðmundur Arason var að myndast við 
að setja skóla, en þó mun það hafa verið slitróttast um 
hans daga. En næst þessum skólum við stólana gengu 
skólarnir í klaustrunum. Ekki hafa þessir latinuskólar 
klaustranna verið fastir nema í tið einstakra ábóta, en 
einhver kensla hefir jafnan farið þar fram. Þingeyra- 
klaustur er hér fremst, og þar næst Þykkvabæjarklaustur. 
Kensla latínuskólanna gekk öll út á það, að búa menik 292 Áhrif klaustranna á íslandi. 

undir prestastöðu og hafa þeir þvi fengið næsta litla þýð- 
ingu. Mentun prestanna var ekki svo sérlega arðberandi 
andlega, mest fólgin i því að kunna að syngja messur og 
gegna öðrum embættisverkum, enda var það ekki svo 
lítill lærdómur, ef vel átti að fara. En aðalþýðing skól- 
anna við klaustrin var i öðru fólgin. Hún er fólgin i þvi, 
að þeir sem skólana sóttu, komust þar i kynni við þá 
fróðu menn, er þar voru fyrir, og fengu kost á að nota 
bækur klaustranna. Þar drukku þeir og i sig fróðleiks- 
fýsnina. Skólarnir við klaustrin fá þvi sína mestu þýð- 
ingu i því, að þeir bera fróðleikinn og fróðleiksfýsnina út 
úr klaustrunum. Þeir sem sjálfir voru fróðleiksgjarnir 
fengu þar hvöt til að mentast i ýmsum fleiri fræðum en 
þeim, er snerta prestsskapinn, og hvöt til að rita. Svo 
að það er vandséð hve margir af þeim klerkum, sem utan 
klaustranna rituðu, hafa einmitt fengið hvötina til þess i 
klaustrunum. Á þennan hátt eigum vér klausturskólun- 
um mikið að þakka. Aftur á móti hafa skólarnir á bisk- 
upssetrunum vafalaust lagt alla áherzlu á að kenna mönn- 
um »til prests«, og þar skorti þau skilyrði, sem i klaustr- 
um voru, svo að þeir hafa fengið mikið minni þýðingu. 

Á Þingeyrum voru fróðleiksmenn miklir um h. u. b. 
200 ára skeið, og er óhugsandi annað en áhrifin af þeim 
hafi verið afarmikil, og að flestu leyti hafa þau verið hoU 
x)g góð fyrir þjóðina. En úr því er kemur fram um miðja 
14. öld dofnar yfir andlegu lifi, bæði klaustranna og ann- 
^ra, og hverfa þau þá úr sögunni. 

Það má þvi óhætt segja um klaustrin á íslandi, að 
þau hafa yfirleitt verið til stórmikils góðs fyrir andlegt 
líf þjóðarinnar. Trúmálaæsingur hefir litill sem enginn 
frá þeim komið, en mikið af ágætum fræðum. Og þó að 
þau vitanlega hafi einnig hlotið að breiða út sitthvað, sem 
minna var vert, og ef til vill skaðlegt, svo sem jarteina- 
fiótt og hindurvitni, þá var það bæði litið, og i rauninni 
ekki tiltökumál. Hitt gegnir miklu meiri furðu, hve lítið 
var af þvi tægi. Er i þessu sambandi vert að athuga 
formálann, sem Gunnlaugur munkur hefir, áður en hann hrif klaustranna á íslandi. 295 

fer að skýra frá jarteinum Jóns ögmundssonar. Þar segir 
svo: »En þó at grandalaust líf ok góðir siðir, elska ná- 
ungs ok ástsemd viðr guð, ok miskunnarverk, auðsýni 
mannsins verðleik ok heilagt meðferði, framarr en öil 
tákn ok jarðteina gerðir, þá þykkir þó raörgum fávitr- 
um mönnum, sem nær fyrir einsaman stórmerki jar- 
teinanna vaxi mest fyrir guði heilagleikr mannanna : þvl 
nmnum vér segja fá luti af heilagum Jóni . . .« o. s frv. 
Eg hygg að þeir klausturmunkar i öðrum löndum hafí 
verið teljandi, sem þannig hefðu ritað, og haft jafnheil- 
brigða skoðun i þessu efni, eins og hér kemur fram. Það 
er næstum eins og hann afsaki, að hann segir frá jartein- 
um Jóns biskups, en jarteinir voru þá oftast aðalefni sagn- 
anna og þótti ekkert jafnast á við þær. Og ólíklegt er, 
að sá maður, er telur það merki um fávizku, að meta 
jarteinir mest, hafi sjálfur gert mjög mikið að því að út- 
breiða jarteinasótt. Auðvitað trúði Gunnlaugur á Jarteinir. 
Þess vegna telur hann sig skyldugan til að skýra frá þeim. 
En það er virðingarvert, hve lítið hann gerir úr þeim. 
Og svo mun hafa verið um fleiri klaustramenn samtímis 
honum. Og eg hygg að mest hjátrú og hindurvitni hafii 
komið úr alt annari átt en frá klaustrunum. 

Þá komum vér að þvi, sem víða annarstaðar en á 
íslandi hefði mátt byrja á, en það eru áhrif klaustranna 
á kirkjuna og kirkjuvaldið. Þessi áhrif voru viða í Evrópu 
geysimikil, og óhætt að segja, að munklifnaðurinn sé einn 
af aðalþáttum kirkjusögunnar. Þar átti kirkjan og páf- 
arnir eina sina allra sterkustu stoð. Þaðan komu kirkj- 
unni hvað eftir annað nýir lífsstraumar. Þaðan komu páfun- 
um öflugustu fylg-ismenn til góðs og ills. En alls þessa 
verðum vér sáralítið varir á íslandi. Klaustrin íslenzku 
urðu aldrei slíkt afl í sögunni. Og þó fer ekki hjá því, 
að einnig í þessu efni eru klaustrin á íslandi ekki áhrifa- 
laus. — 

Þó að kirkjulegur andi upp á miðaldavísu væri ekki 
mikill á íslandi, þá má þó eiga nokkurn veginn víst að I 304 Hafa plönturnar sál? 

Gætum þá fyrst að mótbárunum gegn því að plönt- 
urnar hafl meðvitund. 

Á Fechners dögum var ein almennasta mótbáran þessi: 
Meðvitundarlif manna, og dýranna yfir 
höfuð, er bundið við taugakerfi. Plönt- 
urnar hafa ekkert taugakerfi. Þess vegna 
geta þær ekkert skynjað. Þessi röksemdafærsla 
segir Fechner að sé engu betri en ef menn ályktuðu sem 
svo: Fortepiano, fiðlur og hörpur þurfa strengi til að 
framleiða tóna. Séu strengirnir ónýttir, þá er úti um tón- 
ana. Tónar verða ekki framleiddir nema þar sem strengir 
eru. — En við vitum að þetta er röng ályktun. Orgel og 
allskonar hljóðpípur eru strengjalaus, og þó framleiða þau 
tóna og á þau má leika margvísleg lög. 

Hví skyldu ekki dýrin vera einskonar strengjahljóð- 
færi skynjananna, og jurtirnar einskonar pípuhljóðfæri? 

Tökum aðra likingu. Kertaljós og steinoliulampaljós 
ioga á kveikjum. Svo er um okkar sálarljós. I sólinni 
eða gasloganum eru engir kveikir. Þó lýsa þau. Hví 
skyldu ekki geta verið sálarlogar aðrir en þeir sem á 
kveikjum brenna? Kertaljós og lampar hafa sína kosti. 
Þau má flytja úr stað, en gaslogann ekki. Eins gætu dýr- 
ín verið flytjanlegir sálarlampar, plönturnar fastir — til 
að lýsa upp heimsins mikla sal. 

Spendýr og fuglar anda með lungum, og séu þau 
eyðilögð, geta þessi dýr ekki fremur andað en þau geta 
skynjað, ef taugakerflð er ónýtt. Anda þá öll dýr með 
lungum? Nei, sum anda með tálknum, sum með húðinni, 
og með þarminum. Ef nú flskar og ormar geta andað 
án lungna, þar sem spendýr og fuglar anda að eins með 
lungum, þvi skyldu þá ekki plöntur geta skynjað án tauga, 
þó dýrin skynji að eins með taugum? Likt er ura hreyf- 
inguna. Sum dýr, t. d. hundar og kettir, hafa fætur til 
að hreyfast úr stað, önnur, t. d. slöngurnar, hafa enga, og 
komast þó leiðar sinnar. Þannig er sama starfið unnið 
með mismunandi tækjum í riki náttúrunnar. En hér við 
bætist nú að sum dýr virðast ekkert taugakerfi hafa og Hafa plönturnar sál? 305 

þó er þeim ekki varnað skynjunar. Svo er t. d. um hvelju- 
'dýr, blikdýr o. íl. Að þau geti skynjað, ráða menn af 
því, hve næm þau eru fyrir ýmsum áverkunum og greina 
þær sundur, hve fjörug og ákveðin þau eru i hreyfingum 
og beina þeim að sérstöku marki, af þvi að þau virðast 
velja, af þvi hvernig þau eiga i striði hvort við annað og 
a.f þvi hvernig þau reyna að sjá sér borgið gegn margvis- 
legum hættum. 

Það er þvi siður ástæða til að ætla að plönturnar 
geti ekki s k y n j a ð án tauga, þar sem vér sjáum að 
þær þurfa engar taugar til ýmsra lífsstarfa, sem þó 
standa undir áhrifum taugakerfisins hjá dýrunum. Tauga- 
kerfið hjá þeim á þátt i önduninni, efnabyltingunni, nær- 
ingunni, en plönturnar geta þetta alt án tauga. Það sýnir 
að likamseiningin hjá plöntunum getur staðist án taugakerfis. 

Næsta aðalmótbáran er þessi: 

Plantan er ekki eins samfeld og sjálfstæð heild eins 
og dýrið. Hún heldur áfram að vaxa og vaxa, bætir við 
sig nýjum og nýjum greinum, en aðrar deyja út. Hún 
endurnýjast þvi aldrei öll. Hún vex föst i jörðu eins og 
fóstrið i móðurlífi. 

Þessu svarar Fechner svo: 

Plantan er bæði að formi og i hfstörfum sinum alveg 
eins sjálfstök og aðgreind frá öðrum verum eins og dýrið. 
Að hún heldur áfram að vaxa, kemur ekki i bága við 
sjálfstaklingseðli hennar. Barnið hefir sitt sjálfstaklings- 
eðli eins meðan það er að vaxa. Hún getur eins haft 
meðvitund, þó hún sitji föst. Sum dýr eru lika föst. Hún 
er ekki samvaxin jörðunni, heldur vex i henni, ryður 
rótum sinum brautir um hana, en teygir sig jafnframt með 
stöngul, greinar og blóm upp i Ijósið, og sýnir þannig 
sjálfstæði sitt gagnvart jörðunni. Og þó hún sé frá einu 
sjónarmiði ósjálfstæðari en dýrin, þá er ekki rétt að álykta, 
að hana vanti alla meðvitund fyrir það. 

Lítum svo á helztu ástæðurnar, sem Fechner færir 
fyrir því að plöntur hafi sál. 

Fyrst eru 1 í k i n g a r a t r i ð i n . Vér ályktum að 

20 296 Áhrif klaustranna á íslandi. 

í Viðey og Ólaf Hjörleifsson áb. að Helgafelli til Hitárdals 
í staða-málum, 3 ábótar voru með Guðmundi biskupi í 
Víðinesi, Þorlákur í Veri var ásamt Jóni biskupi Halldórs- 
syni skipaður »judex delegatus« í Möðruvallamáli o. fi. 

Klaustureignirnar hafa hlotið að efla kirkjuvaldið að 
miklum mun. Klaustrin höfðu þegar fram i sótti mörg 
hundruð landseta, og þarf engum getum að þvi að leiða, 
hvílík áhrif slíkt hefir haft i höndum sterkra kirkjunnar 
manna. 

Loks er eftir að athuga, hver óbein áhrif klaustrin 
hafa haft fyrir kirkjuna, með því að laga hugsunarháttinn 
eftir hennar þörfum. Eg hygg að einmitt i þessu atriði 
hafi íslenzku klaustrin verið langt á eftir klaustrum fiestra 
annara landa, og mátti það einu gilda. En hvílikt feikna 
gagn klaustrin gátu unnið kirkjunni með þessu móti sjá- 
um vér bezt er vér athugum, að einmitt vald kirkjunnar 
stóð og féll með hugsunarhættinum. Ef menn ekki óttuð- 
ust bannfæringu hennar, þá var aðalvopnið snúið úr hendi 
hennar. Hér munu klaustrin að vísu ekki hafa verið' 
áhrifalaus, en samt ótrúlega áhrifalitil, eins og fyr er getið. 
Þau framleiddu t. d. ekki marga »helga menn», sem þó 
heyrði til, og sýnir það hvorttveggja, bæði að klaustra- 
mennirnir tóku klausturlifnaðinn ekki mjög geyst, og svo 
hins vegar, að helgra manna sóttin hjá landsmönnum hefir 
ekki verið fjarskalega mikil. Sumir töldu þó Bjarna Þing- 
eyraábóta helgan mann og Lárentius þóttist á honum hafa 
séð heilagleika yfirbragð; sömuleiðis Þorlák í Veri, þann 
sem þeir Eysteinn flæmdu, að ógleymdum sjálfum heilög- 
um Þorláki. Og getur þetta ekki mikið kallast. Mér er 
nær að halda, að Guðmundur biskup »góði«, hafi meira 
eflt hjátrú og hindurvitni einn á flakki sinu, heldur en 
öll klaustrin til samans. 

Að siðustu er að minnast einu orði á áhrif klaustr- 
anna á almenna sögu landsins, utan kirkjusögunnar. Bein 
áhrif hafa ekki verið svo litil. Abótarnir voru margir 
hverjir menn, er stóðu báðum fótum i viðburðum samtíð- \ Áhrif klaustranna á íslandi. 297 

ar sinnar, »veraldlegum« jafnt og »andlegum«, og tóku 
þátt í þeim. Þeir eru nefndir við mýmarga samninga, og 
voru sífelt 1 einhverjum jarðakaupum, jarðaskiftum og 
öðrum »útréttingum« fyrir sig og klaustrin. Þeir voru 
engan veginn svo lokaðir frá heiminum, að þeir gætu ekki 
verið með i hverju, sem vera vildi, herferðum og öUu 
slíku. Iðulega var talað um þá við orustur. En þeir 
reyndu líka oft að stiUa til friðar og firra vandræðum og 
gengu milli manna í þvi skyni, eins og t. d. Vermundur 
ábóti á Þingeyrum, Eyólfur Brandsson á Þverá, sem hvað 
eftir annað reyndi að afstýra vandræðum, jafnvel með 
valdi, Brandur Jónsson og Ólafur Hjörleifsson að Helga- 
felli. AUir þessir menn reyndu að létta vandræðum Sturl- 
ungaaldarinnar, þótt litið yrði ágengt. Löngu seinna 
stöövaði Helgi ábóti á Þingeyrum bardaga milli Jóns Ara- 
sonar og Teits ríka i Glaumbæ, að Sveinstöðum, með því 
að ganga með fjölmenni á milli. Var slíkt þarft verk á 
miklum ófriðaröldum, og ekki ólíklegt að ábótar hafi yfir- 
leitt reynt að vinna að því, samkvæmt stöðu sinni. 

Ekki sýnast klaustrin hafa haft mikla þýðingu sem 
líknarstofnanir fyrir bágstadda eða griðastaðir fyrir litil- 
magna. Þó getur ekki hjá því farið að það hafi verið að 
einhverju leyti, þó að vér vitum lítið um það. Og naum- 
ast hefir verið i annað betra hús að venda fyrir þá, sem 
athvarf þurf tu. Katólska kirkjan lagði svo mikla áherzlu 
einmitt á þetta atriði, eins og sjá má meðal annars á því^ 
að allar kirkjur voru griðastaðir, að klaustrin gátu ómögu- 
lega orðið áhrifalaus i þessu efni með öðru móti, en bregð- 
ast einum hluta ætlunarverks síns. 

En klaustrin íslenzku fá óbeinlínis eina afarmikla þýð- 
ingu, þó að ekki sé vert að gefa þeim sjálfum sök á því. 
En hún er i þvi fólgin, að klaustrin safna saman ógrynni 
af jörðum, hátt á sjötta hundrað, er svo við siðaskiftin 
lenda i höndum þess valdsins, er allra sízt skyldi, kon- 
ungsvaldsins, sem þá er einmitt að brjóta landsmenn 
algerlega á bak aftur. Með þessu verða klaustrin óbeinlinis- 
landinu og þjóðinni til stórtjóns og niðurdreps eins og alt 298 Áhrif klaustranna á íslandi. 

sem efldi konungsvaldið. En það er fyrst að klaustrunum 
dauðum. 

Eg hefi nú leitast við að sýna i fáum dráttum og á 
yfirborðinu þau áhrif, sem klaustrin islenzku munu hafa 
haft helzt. Og sé það, sem hér er sagt, i aðalatriðunum 
rétt, þá getur mér ekki blandast hugur um, að góðu áhrif- 
in séu miklu meiri. I bókmentunum yfirgnæfir það góða, 
og mentun, holl og þjóðleg mentun með, breiðist út frá 
þeim. Þau auka ekki kirkjuvaldið nema það minsta, sem 
vér getum búist við, og eru furðu laus við að ala upp i 
mönnum hindurvitni. En margt þarflegt og gott hefirfrá 
þeim komið. Og eg hygg, að fáar þjóðir hafi átt þarfari 
og hollari klaustur en einmitt íslendingar. Hafa plönturnar sál? 

AlþÝöuerinöi. Páll Ólafsson kvað einhvern tima: 

Segðu mér, hví grundin grætur. 
Glleðjast blóm við sólaryl? 
Eða eitraðir naga ormar rætur 
og þau finna svona til? 

Eg býst við að flestum þyki þessi hugsun einkenni- 
leg og skáldleg og þó með barnslegum blæ. Skáldið get- 
ur auðsjáanlega ekki hugsað sér nema tvent til að tár 
komi i augun á blómunum : það séu annað hvort gleðitár 
eða kvalatár. Þau finni svona til, blessuð blómin. Og 
þótt enginn náttúrufræðingur mundi taka slika skýring á 
döggfallinu gilda, þá finst okkur hugsunin engu að siður 
fjarri þvi að vera heimskuleg. Ósjálfrátt mundi fiestum 
það Ijúft, að hugsa sér að plönturnar væru með nokkrum 
hætti gæddar sálarlífi og þvi bræður okkar og systur langt 
fram i ættir. Skáldin biðja heldur aldrei afsökunar á þvi, 
að tala eins og þetta væri svo, enda eru margar fegurstu 
mannkenningar og kvenkenningar fornskáldanna dregnar 
af viðarheitum og likingar oft teknar frá plöntulífinu til 
að bregða birtu yfir mannlífið. 

Þegar EgiII kveður um son sinn: 

„áttar ask, 
þanns óx af mér, 
ok kynvið 
kvánar minnar", 800 Hafa piönturnar sál? 

eða þegar skáldið lætur Guðrúnu Gjúkadóttur segja: 

„Einstæð emk orðin 
sem ösp i holti, 
fallin at frændnm, 
sem fara at kvisti, 

eða þegar Bjarni Thorarensen kveður um látinn vinsinn: 

„Viður var mér áður 
vaxinn friður að siðu, 
vestan ég varði hann gusti, 
varði' hann mig austanblástrum", 

eða þegar Sigrún hans kvartar um að hún skrifi illa og 
hann svarar með þessum indælu orðum: 

»Nær bað rós, þá risti 
rún, af vindi skekin, 
nauðug á sjávarsandi, 
sér að fyrirgefa?" 

— þá finst okkur þetta alt jafneðlilegt og satt eins og 
sálmurinn: »Alt eins og blómstrið eina«. Og þegar Einar 
Benediktsson segir: 

„Mér finst eins og speglist fjötruö sál 

i frjóhnappsins daggarauga", 
þá lýsir hann einmitt tilfinningu sem er æfagömul í brjóst- 
um mannanna og enn á sér þar voldug óðul. Þjóðirnar 
hafa i bernsku trúað því að plönturnar hefðu sál og sagt 
er að margar miljónir Indverja trúi því enn i dag, eins 
og þegar »Sakuntala« var rituð: »Sakúntala mín!« sagði 
önnur vinstúlkan, »þú átt mikið hrós skilið fyrir það, að 
þú hlýðir boðum Kanva föður okkar og vökvar trén svo 
kostgæfilega*. »Ekki skaltu halda«, sagði Saiíuntala, »að 
það sé einungis skipun föður okkar, sem gerir mig kost- 
gæfna, þó hún ein mætti vera mér nóg hvöt. Það kem- 
ur eins mikið til af því, að eg sjálf elska þessar plöntur 
eins og eg væri systir þeirra. Eg skoða vandlega á þeim 
hvern nýútsprunginn laufhnapp, og þykir svo hjartans 
vænt um, þegar blessað ungviðið, sem eg vökvaði kvöld- 
inu áður, vaknar endurhrest á morgnana og teygist með 
limar sinar og laufblöð upp á móti Ijósinu eins og til að 
færa þakkir; eða þá þegar trén eru þyrst og. benda mér 
biðjandi með sínum laufkviku greinum, að koma og vökva Haf a plönturnar sál ? 301 

sig. Líttu á kesara-tréð, sérðu ílöngunina, hvernig það 
mænir á vatnskönnuna mina um leið og það titrar i vind- 
blænum? Biddu eitt augnablik, þú óþolinmóði skugga- 
bróðir, heldurðu eg ætli að gleyma þér?«. 

Þannig mælti Sakúntala og flýtti sér að trénu til að 
sýna þvi ástaratlot og færa þvi vökvun. 

Og siðar, þegar hún kveður trén, ávarpar hún vafn- 
ingsplöntu með orðunum: »Þú min kæra plöntusystir!« — 

Börnunum er sú trú, að plönturnar finni til, mjög 
inngróin. Kom það fram í mörgum svörum er Stanley 
Hall, ameriskur sálfræðingur, fekk upp á fyrirspurnir, er 
hann sendi út 1895. 

Skáldskapur, hjátrú og barnaskapur ! munuð þér hugsa. 
Getur verið. En væri það óhugsandi að meiri sannleikur 
fælist i þessu en i fljótu bragði kann að virðast? Væri 
það ekki þess vert, að vita að minsta kosti hve gildar 
þær ástæður eru, sem alment eru færðar fram gegn þvi 
að plönturnar séu gæddar sálarlifi, og vita svo hvort ekki 
ýmislegt bendir einmitt i þá átt, að þessi ramforna trú, 
sem skáldin hafa aldrei kastað i kvæðum sinum, kunni 
að vera rétt? 

Árið 1848 kom út í Leipzig á Þýzkalandi bók sem 
hét »Nanna, eða um sálarlíf plantnanna«. Sú bók var 
skrifuð af frábæru andriki, viðsýni og lærdómi. Þrátt 
fyrir það hristu menn að henni höfuðið, og sumir réðust 
á skoðanir hennar af miklum móði. 50 ár liðu þangað til 
hún var gefin út á ný, en nú eru komnar að minsta kosti 
4 útgáfur af henni. Það sýnir að timarnir eru að breyt- 
ast. Höfundurinn var Gustav Theodor Feehner, einn af 
ágætustu visindamönnum Þjóðverja á síðustu öld. Hann 
var fæddur 19. apríl 1801 í Saxlandi og var prestsson. 
1823 varð hann kennari við háskólann í Leipsig og varð 
reglulegur prófessor i eðlisfræði við þann háskóla árið 
1834. Lifði hann 70 ár æfi sinnar i Leipzig og dó þar 
sem heiðursborgari borgarinnar, 18. nóv. 1887. 

Fechner hefir ritað ösköpin öU. Hann var jafnan fá- 
tækur og varð að vinna geysimikið til að hafa ofan af 302 Hafa plönturnar sál? 

fyrir sér. Hann þýddi stórrit um eðlisfræði og efnafræðí 
úr frönsku og gaf út kenslubækur i þeim greinum; haun 
gaf út timarit um meðalafræði, og sjálfstæðar rannsóknir 
um eðlisfræði, sérstaklega rafmagn. Hann samdi mörg 
smárit að hálfu heimspekilegs efnis og hálfu leyti gaman- 
rit. Hann orti kvæði og samdi fjölda af ritgerðum um 
listir og bókmentir. Svo sneri hann sér að heimspeki og 
sálarfræði og gaf út f jölda merkilegra rita. Má t. d. telja 
hann frumkveða þeirrar sálarfræði er byggist á vísinda- 
legum tilraunum. Hann ritaði bók um fagurfræði, sem er 
að miklu leyti grundvöllur i þeirri grein. Hann skrifaði 
bók um frumagnakenninguna og aðra um þróun lífsins á 
jörðunni, og hann starfaði að þvi að laga stærðfræðina 
fyrir þær rannsóknir er hann gerði i aálarfræðinni. öll 
rit hans eru frábær að því hve þekking hans er viðtæk 
og andinn frjáls. ímyndunaraflið ákaflega frjósamt, en 
skerpan i hugsuninni, athugunargáfan og rökfestan engu 
minni en hugsanaauðgin. En undiraldan i þessu volduga 
hugsanahafi var sú, að alheimurinn væri ein lifandi og 
meðvita heild. Að sýna líkur fyrir þvi að plönturnar væru 
gæddar sál, var að eins einn þáttur i hinu mikla hugs- 
anastarfi er hann varði til þess að gera alheiminn lifandi 
fyrir hugarsjónum vorum. Þá skoðun kallaði hann »dag- 
skoðunc i mótsetningu við þá »næturskoðun« sem heldur 
að sálarlif manna og dýra sé aðeins strjálir Ijósblettir i 
myrkri meðvitundarlausrar tilveru. 

Fechner hefir oftar tekið til máls um sálarlif plantn- 
anna, en i Nönnu, og eg skal nú i stuttu máli reyna að 
skýra frá aðalskoðunum hans um þetta efni. 

Fyrst er þá að vita hvað meint er með spurningunni: 
Hafa plönturnar sál? Fechner gerir grein fyrir því. Sál- 
in er eftir hans skilgreiningu einingu gædd vera, sem al- 
drei birtist beinlinis öðrum en sér sjálfri, vera sem getur 
skynjað og fundið til — vitað til sín, en aldrei verður at- 
huguð af öðrum. Spurningin er þá þessi: Vita plönturn- 
ar nokkuð til sín? Skynja þær nokkuð það sem gerist? 

Ef við hugsum okkur um, þá verður það auðsætt að^ 
Hafa plönturnar sál? 303 

slíkt er ekki unt að s a n n a í orðsins strangasta skilningi. 
Það er jafnómögulegt að s a n n a að plönturnar haíi sál^ 
eins og hitt, að s a n n a að þær hafi hana ekki. 

Þetta kemur af þvi, að engin sál getur skynjað aðra 
sál, séð hana heyrt eða bragðað, þreifað á henni o. s. frv. 
Eg gæti t. d. ekki sannað að þið sem þarna sitjið hafið 
sál — að þið séuð gædd meðvitund. Eg hefi ekki beina 
vitneskju um neina aðra raeðvitund en mina. Það er satt: 
eg sé að þið haflð augu, nef, eyru og munn eins og eg, 
að þið eruð yfir höfuð að tala mjög lik mér i laginu, og 
breytið líkt i ýmsum efnum því sem eg mundi breyta. 
Eg þykist lika beinlinis sjá gleðina eða kýmnina i brosi 
ykkar, en það sannar ekkert um það að þið kennið neinn- 
ar gleði, því eg þykist líka geta séð gleði i brosi sem eg 
sé á Ijósmynd, og þó trúi eg ekki að Ijósmyndin viti neitt 
til sin. Það sem eg veit með vissu er þetta, að eg er 
gæddur meðvitund, en hvort aðrir líkamir, sem eru mín- 
um likir, og haga sér líkt og hann, hafa meðvitund — um 
það get eg aldrei til fulls gengið úr skugga, því enginn 
þeirra getur s ý n t mér meðvitund sína. Þeir geta ekki 
sýnt mér annað en sjálfa sig. Ef eg nú segi: Líkami 
minn er nú svo og svo, við hann er tengd mín meðvit- 
und, ymsir aðrir líkamir eru honum likir, bæði að gerð 
og í athöfnum sínum, þess vegna geri eg ráð fyrir að þeir 
séu lika gæddir meðvitund, — þá lætur það ósköp liklega í 
eyrum. En meira en likindi eru það ekki. FuUa sönnun 
get eg ekki fengið, þvi það gæti hugsast að eg væri und- 
antekning, þar sem eg hefi meðvitund. 

Svona er því varið um tilveru allra sálna, hvort held- 
ur er nánustu vina vorra eða ormsins i duftinu eða plönt- 
unnar. Það verður trúaratriði. Vér lifum þar i trú 
en ekki skoðun. Og þeir sem deila um þetta fram og 
aftur haf a ekkert annað að styðjast við en 1 i k u r — meiri 
eða minni líkur. 

Almennasta skoðunin er nú sú, að menn og dýr hafi með- 
vitund, annars sé alt meðvitundarlaust, að minsta kosti á. 
vorri jörð. .304 Hafa plönturnar sál? 

Gætum þá fyrst að mótbárunum gegn því að plönt- 
urnar hafi meðvitund. 

Á Fechners dögum var ein almennasta mótbáran þessi: 
Meðvitundarlif manna, og dýranna yfir 
höfuð, er bundið við taugakerfi. Plönt- 
urnar hafa ekkert taugakerfi. Þess vegna 
geta þær ekkert skynjað. Þessi röksemdafærsla 
segir Fechner að sé engu betri en ef menn ályktuðu sem 
svo: Fortepiano, fiðlur og hörpur þurfa strengi til að 
framleiða tóna. Séu strengirnir ónýttir, þá er úti um tón- 
ana. Tónar verða ekki framleiddir nema þar sem strengir 
eru. — En við vitum að þetta er röng ályktun. Orgel og 
allskonar hljóðpipur eru strengjalaus, og þó framleiða þau 
tóna og á þau má leika margvísleg lög. 

Hví skyldu ekki dýrin vera einskonar strengjahljóð- 
færi skynjananna, og jurtirnar einskonar pipuhljóðfæri ? 

Tökum aðra likingu. Kertaljós og steinoliulampaljós 
ioga á kveikjum. Svo er um okkar sálarljós. I sólinni 
eða gasloganum eru engir kveikir. Þó lýsa þau. Hvi 
skyldu ekki geta verið sálarlogar aðrir en þeir sem á 
kveikjum brenna? Kertaljós og lampar hafa sína kosti. 
Þau má flytja úr stað, en gaslogann ekki. Eins gætu dýr- 
in verið flytjaniegir sálarlampar, plönturnar fastir — til 
að lýsa upp heimsins mikla sal. 

Spendýr og fuglar anda með lungum, og séu þau 
eyðilögð, geta þessi dýr ekki fremur andað en þau geta 
skynjað, ef taugakerfið er ónýtt. Anda þá öll dýr með 
lungum? Nei, sum anda með tálknum, sum með húðinni, 
og með þarminum. Ef nú fiskar og ormar geta andað 
án lungna, þar sem spendýr og fuglar anda að eins með 
lungum, þvi skyldu þá ekki plöntur geta skynjað án tauga, 
þó dýrin skynji að eins með taugum? Likt er ura hreyf- 
inguna. Sum dýr, t. d. hundar og kettir, hafa fætur til 
að hreyfast úr stað, önnur, t. d. slöngurnar, hafa enga, og 
komast þó leiðar sinnar. Þannig er sama starfið unnið 
með mismunandi tækjum i riki náttúrunnar. En hér við 
bætist nú að sum dýr virðast ekkert taugakerfi hafa og 
Hafa plönturnar sál? 305 

þó er þeim ekki varnað skynjunar. Svo er t. d. um hvelju- 
dýr, blikdýr o. fl. Að þau geti skynjað, ráða menn af 
því, hve næm þau eru fyrir ýmsum áverkunum og greina 
þær sundur, hve fjörug og ákveðin þau eru i hreyfingum 
og beina þeim að sérstöku marki, af þvi að þau virðast 
velja, af því hvernig þau eiga i striði hvort við annað og 
B.Í þvi hvernig þau reyna að sjá sér borgið gegn margvís- 
legum hættum. 

Það er þvi siður ástæða til að ætla að plönturnar 
geti ekki s k y n j a ð án tauga, þar sem vér sjáum að 
þær þurfa engar taugar til ýmsra lífsstarfa, sem þó 
standa undir áhrifum taugakerfisins hjá dýrunum. Tauga- 
kerfið hjá þeim á þátt i önduninni, efnabyltingunni, nær- 
ingunni, en plönturnar geta þetta alt án tauga. Það sýnir 
að líkamseiningin hjá plöntunum getur staðist án taugakerfis. 

Næsta aðalmótbáran er þessi: 

Plantan er ekki eins samfeld og sjálfstæð heild eins 
og dýrið. Hún heldur áfram að vaxa og vaxa, bætir við 
sig nýjum og nýjum greinum, en aðrar deyja út. Hún 
endurnýjast því aldrei öU. Hún vex föst i jörðu eins og 
fóstrið í móðurlífi. 

Þessu svarar Fechner svo: 

Plantan er bæði að formi og i lífstörfum sinum alveg 
•eins sjálfstök og aðgreind frá öðrum verum eins og dýrið. 
Að hún heldur áfram að vaxa, kemur ekki i bága við 
sjálfstaklingseðli hennar. Barnið hefir sitt sjálfstaklings- 
eðli eins meðan það er að vaxa. Hún getur eins haft 
meðvitund, þó hún sitji föst. Sum dýr eru lika föst. Hún 
er ekki samvaxin jörðunni, heldur vex i henni, ryður 
rótum sinum brautir um hana, en teygir sig jafnframt raeð 
stöngul, greinar og blóm upp i Ijósið, og sýnir þannig 
sjálfstæði sitt gagnvart jörðunni. Og þó hún sé frá einu 
sjónarmiði ósjálfstæðari en dýrin, þá er ekki rétt að álykta, 
að hana vanti alla meðvitund fyrir það. 

Litum svo á helztu ástæðurnar, sem Fechner færir 
fyrir þvi að plöntur hafi sál. 

Fyrst eru líkingaratriðin. Vér ályktum að 

20 206 Hafa plönturnar sál? 

aðrir menn og dýrin hafi sál af þvi þau likjast oss i svo- 
mörgu. En plönturnar virðast einmitt svo ólíkar oss. Já^ 
að visu. En það virðist ormurinn lika. Það er þvi árið- 
andi að gera sér Ijóst hver þau aðaleinkenni eru 
sem benda á sálarlif. Vér litum svo á sem likaminn 
spegli með nokkrum hætti sálina. Það sem nú einkennir 
lifandi dýrslikama er þetta helzt: Hann er einkennileg^ 
samfeld, sjálfstök heild, undirorpin áhrifum að utan, en 
svarar þeim á frumlegan og oft ófyrirsjáanlegan hátt og 
þróast eftir sinum eigin lögum. Störf hans eru einkenni- 
lega tvinnuð og tengd og skiftast á með reglubundnum 
hætti. 

Þessi lýsing gæti eins vel átt við sálina, og líkaminn 
hefir þessi einkenni að eins meðan að sálarlíf á sér stað 
i honum. En þessi lýsing á lika eins vel við likama 
plantnanna. Þæ.r hafa öll þ e s s i einkenni, og vér ætt- 
um þvi að geta búist við sálarlífi hjá þeim, auðvitað frá- 
brugðnu okkar sálarlifi i sérstökum atriðum eins og likami 
okkar er frábrugðinn þeirra. 

En nú munu menn segja: Að visu missir likami 
manna og dýra alla skynjan þegar þessi aðaleinkenni 
hans hverfa, en hann getur haldið þessum einkennum og 
þó verið meðvitundarlaus. Svo er t. d. um fóstrið og um 
sofandi menn. Gæti þá ekki eins vel verið að plönturnar 
lifðu eins konar fósturlifi eða svefnlífi? 

Þessu svarar Fechner svo: Fósturástand manna og 
dýra er undirbúningur undir vökulífið, og svefn og vaka 
skiftast á. Hvorttveggja stendur þvi i sambandi við vöku- 
lifið hjá einni og sörau veru, og bendir á h æ f i- 
1 e i k a til að vakna einhvern tíma. Auðvitað væri það- 
hugsanlegt, að líf plöntunnar komist ekki lengra en þetta. 
En sýnir þá plantan engin merki þess að hún vakni? 

Að vakna og að vaka kemur fram i tvennu: Fyrst 
þvi, að verða vitandi sjálfs sín, og þar næst i þvi, að^ 
sálin opnast fyrir ytri áhrifum og á viðskifti víð um- 
heiminn. Hin ytri merki þessa eru þau, að liffærin eins- 
og Ijúkast upp fyrir áhrifunum að utan, er þau áður voru Hafa plönturnar sál? 30T 

lokuð fyrir, og sýna viðskifti við umheiminn. Þetta er 
hvorttveggja i senn tákn og skilyrði vökuvitundarinnar. 

En plantan sýnir þessi merki vöknunar tvisvar og á 
tvennan hátt: Fyrst gerir hún það i eitt skifti fyrir öll 
þegar hún rýfur fræskurnið og fer að spretta; og svo £ 
hvert skifti sem brumin springa út. 

Það er líkt og dýrið. Það vaknar í eitt skifti 
fyrir öll úr fóstur ástandinu, og vaknar eftir hvern svefn^ 
Munurinn er sá, að dýrið lýkur alt af upp sömu augun- 
um, en plantan skýtur upp nýjum og nýjum Ijósnæmum* 
augum. 

Plantan sem vex og blómgast er vel útbúin til að taka^ 
á móti þeim áhrifum sem lika vekja skynjanir hjá dýr- 
unum og halda þeim vakandi, þar sem hins vegar fóstri^ 
og sofandinn eru einmitt varin fyrir slikum áhrifum. 

Samlíf blómanna og skordýranna er svo einkennilega 
náið og þau eru þar svo jafnir aðilar, að slikt þekkist 
ekki meðal sofandi veru og vakandi. 

Plantan leitast ekki siður en dýrin við að sneiða hjá 
hindrunum og yfírstíga þær og færa sér lifsskilyrðin sem 
bezt í nyt, eftir þvi sem á við i hvert skiftið. Munurinn 
er sá, að dýrið getur fært sig úr stað, flúið hættuna og 
farið þangað sem eitthvað er að hafa, en plantan verður 
að skjóta nýjum öngum þangað, eða hætta að vaxa þang- 
að sem hætta stafar frá eða ekkert er að hafa. 

Plönturnar æxlast ekki siður en dýrin, og við æxlun- 
ina er tengd sterkust meðvitund og sterkastar hvatir. 
Ekkert fóstur er æxlunarfært. 

Eins og næringarliffæri dýranna eru i skjóli fyrir ytri 
áhrifum, þannig er rót plöntunnar i jörðunni í skjóli fyrir 
áhrifum Ijóssins, en stönguU, blöð og blóm ofanjarðar til 
að taka á móti þeim áhrifum er hjá dýrunum vekja skyn- 
janir. 

Fechner bendir nú ekki aðeins á það sem likt er me^ 
dýrum og plöntum, heldur og á mismunaratriðin, sem hon- 
um virðast gefa í skyn að dýrunum og plöntunum sé ætl- 
að að bæta hvort annað upp. 

20* WS Hafa plönturnar sál? 

Mismunurinn er þessi: 

Dýrin og mennirnir eru lagaðri til athafna, til að 
breyta umheiminum og drotna yíir honum; plantan er 
fremur löguð til að þola, taka á móti áhrifunum, en til 
athafna. 

Likami manna og dýra vex, þróast og fullkomnast 
meira inn á við, plöntunnar meira út á við. Aðalliffæri 
dýranna eru hið innra i líkama þeirra, en plantan breiðir 
sin mót umheiminum, og bætir nýjum og nýjum við en 
trénast og deyr að innan. 

Dýrið kemst að vísu víðar en plantan af þvi það 
getur íiutt sig úr stað og nemur lengra með skynfærum 
einum, en plantan notar betur sinn blett í allar áttir, þvi 
Mn sendir rætur sinar og greinar um hann. 

Fechner virðist munurinn á dýrum og mönnum ann- 
arsvegar og plöntunum hinsvegar vera svipaður muninum 
á körlum og konum. Hvort bætir annað upp. Karlmað- 
urinn er hneigður til að starfa út á við, breyta heiminum, 
skapa og eyðileggja, og verksvið hans er stærra. Konan 
er móttækilegri, hneigðari til að þola og starfa i minni 
verkahring og festir dýpri rætur en karlmaðurinn. Hún 
ann ytri prýði eins og blómin, og henni er það falið að 
skjóta nýjum greinum og næra hina ungu kynslóð. 

Ein röksemdin er sú að á takmörkum dýra og jurta- 
rikisins eru ýmsar lifverur sem kippir i kynið til beggja. 
Þær eru einskonar milliliður, og sumir eiginleikar þessara 
vera koma fram á hærra stigi hjá plöntunum. Það er 
þvi eðlilegast að hugsa sér dýr og jurtir eins og tvær jafn- 
gamlar ættkvislir, sem ekki eru skarpt aðgreindar á tak- 
mörkunum, og þar sem vér vitum að önnur er gædd með- 
vitund, þá að álykta að hin sé það lika, aðeins á frá- 
brugðinn hátt, eins og hún er frábrugðin að ytra áliti. 

Plönturnar og dýrin teiguðu þá hvort sinn drykkinn 
úr náttárunnar nægtabrunni, þvi um þann brunn er svo, 
að drykkurinn breytist eftir kerinu sem hann kemur i. 

— Eg hefi þá talið hin allra helztu af hinum al- 
mennu rökum, sem Fechner færir fram gegn mótbár- 
Hafa plönturnar sál? 30^ 

unum og til styrktar þeirri skoðun að plönturnar séu 
gæddar sálarlífl. Því miður get eg ekki hér farið út i hin. 
mörgu sérstöku atriði i lifi plantnanna er honum virðast 
benda á sálarlíf, svo sem það hvernig plantan vex. ber 
brum, blöð og blóm, eftir þvi hvernig næringarefnin, loft- 
ið og Ijósið verka á hana, hvernig hún lagar sig eftir atvik- 
unum, sDýr sér, beygir sig, vindur sér, opnar blómin og 
lokar þeim, o. s, frv. Tökum t. d. hvernig vafningsplant- 
an leitar að stoð til að vefjast um: vex fyrst beint upp 
dálítinn spöl, þá til hliðar og vindur sig í hring; finni 
hún enga stoð i fyrstu umferð, fer hún aðra stærri; finni 
hún enn enga stoð, fer hún til jarðar og skríður um skeið, 
lyftist á ný og þreifar á sama hátt og fyr; finni hún þá 
stoð, vefur hún sig um hana meðan hún endist, leitar upp 
fyrir endann á sama hátt og fyrst, og skríður á ný, ef 
hún finnur ekki stoð. Alt hennar atferli virðist benda á 
skynjau og hvatir. 

Feehner hugsar sér að sálarlíf plantnanna sé hrein 
skynjun, likt og hjá nýfæddu barni, án allra endurminn- 
inga og án hæfileika til þess að sjá fram i timann. 
P I a n t a n lifir þá algerlega í líðandi stundu. En þrátt 
fyrir það getur þetta skynjanalif verið með miklum krafti 
og líklega nær það hæst þegar plantan blómgast. Af því 
að plantan er svo niðursokkin i það að vaxa og blómg- 
ast, af því að hún verður löngum að v a x a þangað sem 
hún þarf að ná, í stað þess að dýrin geta f I u 1 1 sig 
þangað, þá þykir Feehner ekki ólíklegt, að hun hafi að- 
kenningu þessa vaxtar eins og vér hreyfinga vorra, og 
gæti hún þá af allri sálu sinni tekið undir með Stephani 
G. Stephanssyni: 

„Sæla reynast sönn á storð 
sú mun ein : a ð g r ó a". 

Það er auðvitað ekki gott að gera sér i hugarlund hvern- 
ig skynjunum plantnanna er varið. En mundu þær ekki 
með rótaröngum sínum bragða næringarefnin sem þær 
draga úr jörðunni. Þær lifa á þeim efnum er dýrunum 
er varnað að njóta, og margt yrði ósmakkað, ef plönturii' SIO Hafa plönturnar sál? 

ar hefðu ekkert bragð. Hver þeirra velur það sem h e n n í 
gezt að úr sama jarðvegi, eins og þær hefðu mismunandi 
rsmekk. Getur þá ekki hver rótarangi, sem plantan dreg- 
ur næringu að sér með, verið henni tunga? 

Og mundu þær ekki finna ilminn sem streymir frá 
4)lómum þeirra og heiUar oss eins og Ijúflingslag? Hvenær 
vita menn þess dæmi, að sá er lagið heyrir finni meira 
"til þess en söngvarinn sjálfur? Mundi ekki ilmurinn vera 
mál blómanna, boð frá einni blómasál til annarar? Ilm- 
laus blóm væru þá eins og vesalir málleysingjar. Og 
hver veit þó nema blómin geti skynjað aðrar kveðjur. 
Hver planta titrar í blænum á sina visu. Hver hennar 
hreyfing nær út i yztu rótaranga og hvert hennar blað 
'bærist með. Mundi hún ekki finna storminn eða andvar- 
ann er líður um hana og hreyfir hana. Hún er eins og 
þanin hljóðhimna frá efstu grein og ofan i rætur. Hver 
veit þá nema tré og blóm séu sálarharpa, sem stormurinn 
leikur á, og hver veit nema ein plantan skynji hljóðöld- 
urnar sem frá annari koma, eins og vér orðin sem liða 
-öðrum af vörum? 

Mundi ekki plantan finna það þegar skordýrið sýgur 
blómið, svo að eitthvað væri satt í sögunni hans Jónasar 
iim »fifil og hunangsfiugu« ? 

Mundi ekki plantan finna daggardropa á morgnana eins 
og svalandi stjörnur á blöðum sínum og þegar sólin rís 
og speglar sig i þeim, skyldi það þá ekki vera eins og 
þægilegir vermandi hitadeplar? Hví skyldum vér kjósa 
^ð telja sálardrykkinn tómt vatn, þar sem oss er frjálst 
að gera sálardrykk úr vatninu? 

Og hvað mun þá Ijósið vera plöntunni? öll hennar 
lífsstörf eru því háð. Hún hefir að vísu ekki sams konar 
au^u og vér, þar sem skapist myndir af hlutunum um- 
hverfis. En hún þarf þess ekki heldur, því hún þarf ekki 
^ð elta þá eins og vér. Til þess þurfum vér að sjá 
mynd af þeim. Það sem plantan þarf með kemur til 
liennar. En öll hennar blöð og blóm eru næm fyrir 
áhrifum Ijóssins og hún opnar sig fyrir því og leitar í Hafa plönturnar sál? 311 

;áttina til þess. Hún þolir að horfa i sólina, þó vér þol- 
um það ekki. Og eíiaust er sólin henni hið góða »guðs- 
auga«, eins og Jónas komst að orði. — 

Svona vindur Fechner laufskrúð sins auðuga imyndun- 
arafls um fastar stoðir athugana og röksemda eins og vin- 
viðurinn vefur sig um tréð. 

Alt þetta kann nú að láta i eyrum likt og æfintýr, 
og svo var það þegar Fechner ritaði þá bók sem eg nú 
hefi reynt að segja frá efninu i. En eins og eg sagði eru 
timarnir að breytast, og nú er kominn upp heill skóli 
plöntufræðinga, sem telja þá skoðun blátt áfram óverjandi 
lengur, að plönturnar séu gersneyddar sálarhfi. Skoðanir 
^essara manna þekki eg aðallega af ritum eins ágæts 
þýzks plöntufræðings i Míinchen er heitir Francé. Þessir 
plöntufræðingar tala og rita um plöntusálarfræði 
og eru önnum kafnir i að gera tilraunir með plöntur 
til að sýna og sanna að lifsstarf þeirra og athafnir verði 
ekki skýrð, ef gert er ráð fyrir að engin neisti af með- 
vitund sé þeim samfara. Röksemdir þessara manna eru 
auðvitað i mörgum atriðum hinar sömu og Fechners, þó 
þeir fallist ekki á sumt i skoðunum hans, en hfeðlisfræði 
plantnanna hefir fleygt fram siðan Fechner ritaði og að- 
fitaðan til að verja þá grundvallarskoðun er hann hélt 
fram er nú margfalt betri en þá. Menn hafa fundið sér- 
stök skynfæri hjá plöntum til að taka á móti áhrifum af 
s n e r t i n g u , áhrifum þyngdarinnar, og áhrif um 
1 j ó s s i n s. Menn hafa stundum f undið þessi skynfæri 
tengd með þráðum við eins konar skynstöðvar, og þegar 
áhrifin berast eftir þráðunum til þessara stöðva kemur 
;það fram i atferli plöntunnar: hún svarar áhrifunum að 
utan á einkennilegan og hagkvæmaíi hátt. Hér virðist 
þá svipaður útbúnaður eiga sér stað, eins og sá sem tal- 
inn er v o 1 1 u r sálarlifs hjá dýrunum. En sálarlífs vott 
telja menn helzt það, að lífveran virðist geta v a I i ð um 
cfleiri en einn kost, sem hver fyrir sig væri þó samþýðan- 
legur líkamsgerð hennar. Þar sem val á sér stað, þar 
-er einhvers konar sálarlíf að] verki, segja þessir menn. 313 Hafa plöntarnar sál? 

Engin skynlaus vél getur v a 1 i ð, eða 1 e i t a ð að þvl 
sem hana vantar, en það virðast plönturnar gera. 

Sóldöggin er fræg fyrir það að hún »rænir og deyðir 
dýrin smá«. »Blöð hennar eru útbreidd, bláðkan nærri 
kringlótt með löngum kirtilhárum á efra borði, einkum 4 
röndunum, og er slimdropi á hverjum hárbroddi. Þegar 
smáskordýr, t. d. mý, festa sig í sliminu á einu hárinu, 
beygja hin sig að því til að halda þvi fastara. Lætur 
það þannig llf sitt, leysist upp i sliminu og plantan sýgur 
i sig þau efni úr því er hún getur notað«. Ef nú stærra 
skordýr sezt á eitthvert blaðið en það getur valdið, t. d. 
fiðrildi, þá ráðast hin blöðin að því með samtaka hreyf- 
ingum. Stundum hjálpast öU blöðin að, nema þau allra 
yngstu, og jafnvel fjarstu blöðin teygja sig i áttina. Þau^ 
veita hvert öðru »slikt sem hönd hendi og fótur fæti«. Slik- 
ar s a m t a k a hreyfingar er laga sig eftir ástæðunum- 
þykja benda á sálarlif. 

Þá nefna þessir plöntufræðingar ýms dæmi þess 
hvernig plöntur breyta lifstörfum sínum og háttum á hag- 
kvæman hátt eftir því sem lifskjörin breytast, en þau efni 
eru fiest svo fiókin, að eg get ekki farið út í þau frekar., 

Eg get þó ekki stilt mig um að minna á sögu sem 
franska skáldið og heimspekingurinn Maeterlinck segir í. 
bók sinni um »vit plantnanna« af aldargömlu lárviðartré, 
er hann sá i gljúfrum nokkrum á Suður-Frakklandi. Storm- 
urinn eða þá einhver fuglinn hafði fiutt fræið utan i klett 
sem reis lóðréttur eins og veggur yfir ferlegu gljúfrinu. 
»Þarna var tréð fætt tvö hundruð metrum fyrir ofan vatns- 
fallið, afiukt og einmana, innan um steinana heita og 
ófrjóa. Frá fyrstu stucd hafði það sent blindar ræturnar 
i langa og erfiða leit eftir torfengnu vatninu og eftir gróð- 
urmold. En það var nú ekki annað en arfgeng fyrir- 
hyggja trjátegundar, sem þekti suðræna þurkinn. En tein- 
ungurinn ungi varð að leysa úr efiðara og óvæntara við- 
fangsefni. Hann kom út úr lóðréttum Yegg^ svo að ennið- 
vissi ofan i gljúfrin i stað þess að hefjast mót himni» 
Hann hafði því, þrátt fyrir vaxandi þunga greinanna, orð- I Hafa plönturnar sál? 313 

ið að breyta um fyrstu stefnu sína og vægðarlaust að 
beygja forviða stofninn rétt þar sem hann kom út úr 
berginu og halda þannig hinni þungu laufkrónu upp i 
himinblámann — eins og sundmaður sem heldur upp höfð- 
inu — með óþreytandi vilja og atorku. Um þennan lifs- 
hnút hafði síðan öU viðleitni, öll orka, alt vakandi og 
frjálst hugvit trésins snúist. A olnboganum ferlegum og 
ofvöxnum mátti sjá hverja af annari áhyggjur trésins, sem 
kunni að læra af áminningnm regns og storma. Ár eftir 
ár þyngdist laufhvelíingin og hirti ekki um annað en að 
breiða úr sér i Ijósinu og hitanum, en hulin meinsemd 
nagaði innan arminn raunamædda, sem bar hana uppi. 
En af einhverri eðlishvöt höfðu þá tvær sterkar rætur^ 
tveir loðnir strengir, vaxið út úr stofninum meir en tveim 
fetum ofan við olnbogann og fest hann við klettavegginn. 
Var það neyðin sem knúði þær fram, eða voru þær ef 
til vill framsýnar og biðu frá upphafi eftir hættustundinni^ 
til að koma þá með tvöfalda hjálp? Eða var það ekki 
annað en heppileg tilviljun?«. 

Loks má nefna það að fleiri og fleiri af þeim lögmál- 
um sem lífeðlisfræði og sálfræði mannanna fjallar um^ 
virðast einnig eiga við um plönturnar. Francé telur upp 
i einni bók sinni (Pflanzenpsychoiogie als Arbeitshypothese 
der Pflanzenphysiologie — Stuttgart 1909) 21 atriði þar 
sem svipað virðist ákomið með mönnum og plöntum. Eng- 
inn veit hve margt kann þar að flnnast líkt með skyldum 
áður en likur, þvi þessar rannsóknir eru enn i bernsku. 

Hvað eigum við þá að hugsa um það, hvort plönturn- 
hafl sál eða ekki? Eg hefl reynt að sýna að ýmislegt 
virðist benda i þá átt, að þær séu gæddar einhverju sál- 
arlifl, og að þess vegna fleiri og fleiri hallist að þeirri 
skoðun upp á siðkastið. Auðvitað geta þeir ekki s a n n- 
a ð það að plönturnar hafi sál, og það verður liklega aldrei 
gert. Þeir sem því vilja hallast á þá sveif að neita þvi^ 
þeir verða aldrei hraktir, ekki freraur en ef þeir halda 
að þeir einir séu gæddir sál. í þessu efni er þvi hverjum 
frjálst að trúa því sem honum fellur bezt. Trúnni eiga :314 Hafa plönturnar sál? 

^kki að vera nein önnur takmörk sett en reynslan. Eng- 
um er holt að trúa þvi sem reynslan rekur aftur. En um 
það sem ekki kemur i bága við neina reynslu, er hverjum 
manni frjálst að trúa því er hann vill. Og eg get ekki 
neitað því, að mér finst birta yfir tilverunni, er likurnar 
vaxa fyrir þvi að okkar »kæru plöntusystur« hafi líka 
sál, og ef þar deilir litur kosti, þá er sú sál fögur. Mér 
finst birta yfir tilverunni því meir sem vísindin færa lík- 
ur fyrir orðum skáldsins: 

„Eg veit að alt er af einu fætt, 
að alheimsins lif er ein voldug ætt, 
dauðleg, eilif og ótalþætt 
um afgrunns og himins slóðir". 

En hvað sem þvi liður, þá er eg viss um að : 

"með nýrri sjón yfir hauður og haf 
sá horfir, sem hlómin skilur?". 

Guðm, Finnbogason. Jökulsárgljúfur. .Sjaldan spinnur á sína snældu 
sólskinsöld á júlikvöldi 
fegri þráð um grund né græði* 
gullin sim' úr Marjuullu. 
Endar liggja yíir sandi, 
út á djúp hjá Rauðunúpum, 
inn á FjöU og enn þá sunnar, 
út og norður af Tjörness-sporði. 

Ríð eg fram um reginleiðir 
rostaár, sem fleygibárum 
hrindir fram um hundrað granda. 
Heljarslóð á þessi móða. 
ÖUu landi augljóst hallar 
út og niður frá jökulriði. 
Norður grefur og niður harðan 
námugrunn að fjarðarbláma. 

Jódyn b€r að Jökulsáar 
jörmunhlust og inn að bustum 
álfa, er búa og eiga hvelfing 
undir fléttum birkilunda. 
Hljóðaklettum hveri^ur næði; 
hjúfraðir i miðju gljúfri 
Ijóðakliðinn likir bræður 
láta hljóma i góðu tómi. 

Fyrir handan þessa þránda 
|)uldi eg Ijóð um skógarhuldu; 816 Jökulsárgljúfur. 

elfarsöng á urðargólíi 
yfir tók hjá strengjaklifi. 
Hljóðakletta huldu vættir 
hrukku við og læstra hliða 
lokum sprettu og létu fjúka 
Ijóðin sin yfir Jökulmóðu. 

Eiga bræður andans týgi? 
Enga frumlist svartir drengir? 
Hljómum að þeir henda gaman, 
hermiljóða smiðir góðir. 
Þeirra list er það: að kasta 
þvers um Á i gljúfrið bláa 
ungra manna, er að þeim ganga^ 
orðaklið og raddarniði. 

Þeir eru skáld, sem þeytisnældu 
þýtt fyrir múginn kunna að snúa^ 
henda á lofti orð og anda, 
eim og blæ úr Ijóðahreimi. 
Sundin lokuð öflugs anda 
eru þeim í dýrðarheimi — 
þeirra anda er Ijóssins lendi 
litið fá og djúpa sjáinn. 

Gil sem þetta á engin elfa, 
alt í senn á vegu þrenna: 
djúpt og breitt og langt; sér lyfta 
lengi gnúnar hamrabrúnir. 
Turnar, logaskærum skornir, 
skima þar yfir fossarimum; 
Vigaberg og Valahörgur 
vindi barin gnæfa og sindra. 

Skógardisir Ijúfar Íægja 
Ijósabrim, þegar vesturhimins 
freyðir dátt á föllum boða 
forvöðum og hamraskorum. Jökulsárgljúfur. 317 

Klettaskjól fyrir öUum áttum 
elur skóg í gili nógan. 
Átt hefir þar við ána Grettir 
æfisarg hjá Vigabjargi. 

Orðspekingurinn, einn í ferðum, 
óðsnillingurinn mannlifsfróði, 
vitmaðurinn vopnahvati, 
varnarlaus fyrir tungli og stjarnu! 
Stökk hann þar yfir strenginn rakkur 
stigum kunnur neyðarvíga, 
eftir sögn, sem eigi rifta 
aldir niu af Sögu spjaldi. 

Engis manns, sem er á gangi, 

er það hlaup, þó vildi kaupa 

lifið sjálft frá löngu ráfi ] ) 

landið um á milli fjanda. 

Grettir einn um grýtur brattar 

ganga hlaut um aldur langan, 

þar sem brandar brugðnir höndum 

bíta þann, er um öxl sér litur. 

Vigabjarga fossinn fagri 
fellur þar af kúptri heliu; 
milli kletta sýður og svellur, 
sveipast niður i þröngar greipar. 
Úði rýkur upp úr koki; 
eldar sól á björtu kveldi 
friðarboga i fleygiúða — 
fegurst sjón á norðurvegum. 

Vigabergi i votum loga 
vik eg frá i leiðsludái. 
Hólmatungur hýrar anga 
hinu megin i kvöldskininu. 
Svinadalurinn sóley gróni 
sæma mundi konungdæmi. ^8| Jökulsárgljúfur. 

Vestar lifa hreinar hraustir 
hefja makka göngurakkir. 

Austur i heiði álftir gista, 
yngja sig við mosadyngjur ; 
selför þar af sjálfs sin vilja 
svanurinn hefir af gömlum vana. 
Söngvi helguð svana tunga 
samt er n ú hjá hreiðurbúi 
hljóð um sinn i helgu næði, 
haust og vor er fegurst raustin. 

Tvidyrunginn langa og lá'a * 
lit eg hér við strauminn hvíta; 
grýtubrik i gegnum Ijóta 
grafinn er með dularnafri. 
Munnar tveir og myrkrið inni 
minna hug á Sindbaðssmugu, 
enda bæði i opnu sundi 
inn i landi furðustranda. 

Valur i bergi unga elur 
út og suður um gilsins skúta. 
Björgum varin glaðlynd gargar 
gásin niðrí elfar básum. — 
Rómi þrunginn rásar straumur; 
roðabrim er um vesturhimin. 
Báðumegin björg eru roðin 
brendu gulli úr sólarlendi. 

Guðm. Friðjónssom Ur bréfi 

frá B. Grönöal til Helga Hálföanarsonar 

dags. Kaupmaiinahöfa ^*/^ 1847. Eg veit annars engar fréttir, sem eg álit,^ 

að þér þyki gaman að heyra og vil eg hverfa frá þessu 
efni og heim til íslands i huga minum, þvi þar unir hann 
sér ætið bezt, og eg má segja, að aldrei hefir hér i Höfn 
komið sá dagur, sem eg hefi ekki verið að hugsa heim, 
eins og náttúrlegt er. 

Eg þykist heyra á þér, að þú ekki þykist kunna bet- 
ur við þig i Vik en á Bessastöðum. Það vissi eg fyrir 
löngu, að þar mundi ekki verða betra en á hólnum, því 
þar var hið bezta stæði sem menn gátu óskað fyrir kyrð- 
ina og næðið. 

Þá lit eg mána um miðnæturskeið 
á myrkri skina himinleið: 

þá langar mig að hverfa heim 
um himindjúp og sjávargeim, 

að horfa á geisla', er himni frá 
sér hella jökulfaldinn á, 

að horfa á fjall og fagran tind 
og fagurbláa, tæra lind, 

að horfa á gullinn drafnar draum 
er dvelur mánaljós á straum', 

að horfa á fagran fjalla dal 
og foss i dimmum hamra sal, 

að horfa á nætur helga ró, 
er hvílir yfir landi' og sjó. — ^20 Ur bréfi. 

Æ, alt af mig því langar heim að landi 
hvar liíir hugur minn, og forna staði 
að lita, þar sem lék sér andinn glaði 
og lifði' i kæti, og ekki vissi' af grandi! 

Vér lifum svo á lífsins eyði-sandi — 

og litum aftur — burt því timinn hraði 

sér flýtir, þessa' í tima báru baði 

vér blundum sætt, en likams hindrar vandi 

að vakna úr þeim sæla og bliða blund' 
hið bliða' og þráða til að stiga' á land 
umliðins tima; ill og harðfeng bönd! 

Þegar ég vakna — úr værum drauma lund 
ég villist strax, og lit þann eyði-sand 
sem fegin vildi frá min hverfa önd! 

Þarna komst eg út i skáldskapar rugl, fyrirgefðu, 
vinur! Skáldskapurinn er ekkert annað en hugsjóna ver- 
öld og imyndan, full af fögrum blómum eða einhverjum 
óskiljanlegum unaðsmyrkrum, sem hverfa aftur þegar 
menn vakna. 

Eg er nú orðinn svo makalauslega daufur og fjörlaus 
að eg get ekki neitt fundið, sem eg geti þrykt á pappir- 
inn. Eg álit að mér sé bezt að hætta, þvi enginn fræðist 
eða gleðst neitt á þeirri ræðu, sem menn neyða og skrúfa 
upp úr sér invita Minerva. Eg kveð þig þá og óska þér 
allrar gæfu og heilla, vonandi eftir bréfi frá þér. 

Þinn elskandi skólabróðir 

B. Gröndál, i i Ritfregnir. Goðafræði Norðmanna og íslendinga eftir heimildum. Samið 
hefir Finnnr Jónsson. Gefin út fyrir framlag úr sjóði Margrótar 
Lehmann-Filhós af hinu ísl. Bókmentafélagi. Reykjavík 1913. 

Þessi norræna goðafræði Finns Jónssonar ber sama nákvæmnis 
Og traustleikasvipinn eins og öll önnur rit höfundarins. Hann 
þekkir efnið út í æsar innan þeirra takmarka, er hann sjálfur setur 
riti sínu af ásettu ráði. En takmörkin eru þau, að það er goða- 
fræði Norðmanna og íslendinga eins og hún kemur fyrir í f o r n- 
u m h e i m i 1 d u m, sera hann ætlar sór að gera grein fyrir. Aftur 
á móti gefur hann lítinn gaum að þeim rannsóknarleiðum og nið- 
urstöðuatriðum, sem trúsöguvísindin hafa leitt í Ijós raeð því að 
bera saraan goðafræði Norðurlanda við önnur forn trúarbrögð og við 
þjóðtrú nútímans. Eflaust stafar þetta af því, að höfundurinn er 
ekki sórlega trúaður á, að úr þeirri átt verði að nokkru ráði brugðið 
birtu yfir efnið, og telur þess víst litlar vonir, að finna megi 
nokkur þau atriði í hinura fjölbreytta þjóðsagnasæg nútíraans, er 
raeð nokkurn veginn óyggjandi vissu verði talin til trúbragða 
feðra vorra, fram yfir það, sera þegar er skráð í fornritunum. 

En innan þeirra raarka, er höf. hefir valið sór, gjörtærair hann 
svo að segja efnið út í hörgul; hann rekur ekki einungis frásagnir 
lielztu norrænna heiraildarita — eddukvæðanna og Snorra-Eddu — , 
heldur tilfærir einnig jöfnura höndura uraraæli erlendra höfunda 
um goðatrú Gerraana, alla ieið frá Cæsar til Adaras Briraabiskups. 

Efni bókarinnar er skipað niður eftir þeirri fyrirmynd, er fyrst 
kemur fram í Völuspá og Snorri notar síðar í Eddu, þannig að 
goðsagnirnar eru látnar taka við hver af annari, að svo miklu leyti 
sem unt er, í samfeldri tímaröð, sem hefst með sköpun heipisins 
og frásögninni um gullöldina, tekur því næst yfir »nútímann«, þar 
sera dauði Baldurs er hinn geigvænlegi gæfusviftir í lífi goða og 
manna, og lykur raeð tortíming heimsins og endurnyjungunni. í 

21 322 Ritfregnir. 

kaflanum um »nútímana« er gerð ítarleg grein fyrir veru og verka- 
hring hvers guðs um sig og þeim sögum, er þar að lúta. Oft er 
það 8V0, að nafnið sjálft fræðir oss að einhverju leyti um guðinn, 
einkanlega um uppruna hans. Höf. hyggur^ að allur sá goðasægur^ 
er fyrir oss verður í lok heiðninnar, só ekki upphaflegur, heldur 
fram kominn af eldri og fámennari goðasveit, á þann hátt, að guðir 
klofnuðu í sundur, einstakir eiginleikar þeirra eða starfsemi urðu 
að sjálfstœðum goðverum. Sú skoðun er sjálfsagt rótt. Á hinu 
leikur meiri vafi, hvort höf. ratar ávalt rótta leið, er hann viU 
sjna fram á, hvaða guðir séu eilt og hið sama frá upphafi vega. 
— Aðalkostur bókarinnar er sá, að svo fullkomin og skýr grein er 
gerð fyrir efninu, lesarinn getur þá ætíð, er honum þykir svo við- 
horfa, dregið aðrar ályktanir en höf. hefir gert. Er það t. d. ekki 
sennilegt, að frumjötuninn, sem ymist er nefndur Ymir, Aurgemlir, 
Bláinn eða Brimir, hafi verið hafjötunn? 011 tákna nöfnitt 
hafið bláa, sem ymur við aurga strönd (bls. 13). 

F, J. hyggur að Oðinn, Vili og Vói séu upphaflega sami guð- 
inn, og að þessi þrenning só fremur ung. Svo gömul er hún þd 
sjálfsagt, að hún stafar frá þeim tíma er »Oðinn« byrjaði á V eins- 
og hin heitin bæði. 

A bls. 54 telur höf. nokkur örnefni í Danmörku til menja um 
tignun Óðins. Af þeim má eflaust sleppa Odinstorp og Ons- 
s t e d, því að í örnefnum, er enda á -sted og -torp er fyrri hlut- 
inn jafnan mannanöfn en ekki goða. Af sömu ástæðu getur T y - 
8 t r u p ekki átt neitt skylt við guðinn Ty. 

Dæmi nútímaþjóðtrúar af æfagömlum uppruna, er trúin ép 
reyniviðinn. í sögninni um för Þórs til Geirröðargarða er reynir- 
inn nefndur »björg Þórs«. Enn þann dag í dag er hann á Jót- 
landi talinn vörn gegn iUum vættum. Þar er það siður, að festa 
reynikvist uppi yfir dyradróttina á þeim tímum, er myrkriður og 
óvættir eru helzt á sveimi. Það hly tur að vera hægt — án þess að 
missa fótfestu á grundvelli vísindanna — að gjöra meira að því en 
F. J., að sýna fram á, hvernig goðatrú og goðasagnir fornmanna 
eru runnar upp af alþyðlegum hugmyndum, sem eru víða vakandi 
enn þann dag í dag. Það er eins og höf. hafi einhvern óskiljan- 
legan ýmugust á slíkri aðferð. Hann tekur jafnvel svo djúpt í ár- 
inni, að hann telur þess engar menjar hjá Norðurlandabúum, að- 
Oðinn hafi fyrrum verið vindguð [Sleipnir er þó víst órækur vott- 
ur þess], og hann fullyrðir, að hjá Þór sé »lítið sem ekkert eftir 
af hinu upphaflega þrumuguðseðli hans«. En hamarinn, reiðin og; Ritfregnir. 32a 

hafrarnir? Ekki þarf fleiri vitnanna við. Loki h 1 y t u r líka að^ 
vera eldvættur, þótt F. J. vilji bera brigður á það. — F. J. held- 
ur að Freyr só aami guðinn og hinn upphaflegi himinguð Forn- 
Germana, (T/r eða) Óðinn. Væri ekki nær að hugsa sér hann 
þannig til kominn : Nerthus, sem Tacitus getur, var gyðja; henni' 
völdu menn tignarheitið F r e y j a þ. e. drotning. En er tímar 
liðu varð Nerthus karlkynsgoð, NjÖrðr; hann v&r þá h'ka nefndur 
Freyr þ. e. drottinn. Á þann hátt verður skiljanlegur skyld- 
leiki þeirra og að þau öU þrjú eru ársældargoð. Af því verður 
líka Ijóst, hvers vegna Freyr, í þætti af Ögmundi dytt og Gunn- 
ari helming (er F. J vitnar sjálfur til á bls. 77), er tignaður á sama 
hátt og Nerthus. 

A bls. 103 setur F. J. gyðjuheitið S y n í samband stofninn 
í »s a n n u r^. Væri ekki nær að setja það í samband við sögnina 
að s y n j a, sem þyðir einmitt að » ó s a n n a « ? 

A bls. 107 segir höf., að örðugt só að segja af eða á um það,- 
hvort örnefni só samsett með Freyr eða Freyja. Það er þó ekki 
örðugt að syna fram á, að t. d. F r ö 1 u n d e við Krosseyri á Sjá- 
landi getur verið komið af heiti samsettu með Freyja, og að F r ö s- 
m s e, milli Sorö og Kingsted, getur verið samsett með Freyr. 

Höf. gjörir samvizkusamlega grein fyrir ósararæmi og missögn- 
um heimildarritanna. En þó er ekki laust við að honum só held- 
ur gjarnt til að skeyta saman óaamkynja frásagnir í skipulega og 
rökbundna heild. Svo er t. d. um missagnir Völuspár og Vaf- 
þrúðnismála um ragnarök (á bls. 136). Róttara fyndist mór, að 
syna frara á, hversu ólíkri raeðferð almennar, alþyðlegar grundvall- 
arhugmyndir sæta af skáldunum, er gefa ímyndunarafli sínu laus- 
an tauminn. Af þessari tilhneigingu höfundarins stafar það líka, 
er hann skyrir orðin »S ó I t ó r s o r t n a« í Völuspá þannig 
»hverfur, gleypt af úlfinu m«. Hór hefði þvert á móti' 
þurft að benda á hversu höf. Völuspár leyfir sór að víkja við hinni- 
almennu hugmynd um hvarf sólarinnar eftir því sem h o n u m- 
byður hugur um í þarfir liatar sinnar. 

Ýmsar smávegis efasemdir og mótbárur má þannig altaf tína 
til. En slíkt eru hverfandi smárauuir í saraanburði við hina raiklu 
yfirburði, er bókin ber með sór: nákvæma og víðtæka þekking og 
vísindalega samvizkusemi, er með óbifandi festu vísar á bug öllu 
því heilaspunaraoldviðri, sera goðafræðisvísindin fara sízt varhluta 
af. Fornritin og róttur skilningur þeirra er og verður þó alla daga 
kjarninn í goðafræðisþekking vorri. Einnig á öðrura sviðura nor- 324 Ritfregnir. 

Tœnnar fornfræði hefir þaS löngum verið hlutverk Finns Jónssonar 
að halda á lofti með heiðri og sóma merki vísindalegrar gætni gagn- 
vart glæáilegri tízkunýbreytni. Og tíminn hefir synt, að hann 
hafði rótt að mæla. Það er sannarlega lofsvert á þessum veðreiða- 
tímum vísindanna, er hver þreytir >andríki« og ímyndunarafl við 
annan, að hafa hæfileika til að skynja þaö úr, sem verulega er 
hægt að sanna, og láta ekki »andríkið« gerast nærgöngulla en góðu 
Jiófi gegnir. 

Dr. Henrik Ussing. 
Sorö. Jón Svensson: Nonni. Erlebnisse eines jungen Islánders von 
ihm selbst erzáhlt. Mit. 12 Bildern. Freiburg Breisgau 1913. (Jón 
Sveinsson : Nonni. Æviatvik ungs íslendings, sögð af honum sjálf- 
um. Með 12 myndum. 355 bls. 8vo). 

Höfundur bókar þessarar er Jón Sveinsson amtsskrifara Þór- 
arinssonar á Möðruvöllum, og er hann áður góðkunnur á landi hér 
fyrir rit sín á danska tungu um íslenzk efni, svo sem fornöld vora 
og fornsögur (Islandsblomster. Köbenhavn 1906), smáfrásagnir úr 
þjóðh'fi voru (í »Varden«), ferðasögu sína hér á landi (Et Ridt over 
Island) o. s. frv. Enn fremur er nú að koma út eftir hann í 
»Nordisk Ugeblad« bók er hann nefnir Manni, og vera munu end- 
urminningar hans um Armann bróður hans. Nú hleypir hann 
nýrri bók af stokkunum, sem telja má nyjung mikla í íslenzkum 
og þyzkum bókmentum, með því að hún er fyrsta frumrituð bók 
af íslending á þyzka tungu í nyíslenzkum bókmentum. En þó er 
hitt meira virði, að frumsmíð þessi virðist hafa tekist ágætlega. 
Málið er lótt og lipurt og stuttleiki þess sver sig bersynilega í ís- 
tenzku ættina, enda segir útgefandinn (Herders bókverzlun) í for- 
mála sínum fyrir bókinni, að »ef til vill gæti frásögn J. Sveinsson- 
ar, með því hún væri sönn íslendingsbók, verið vel fallin til að 
snúa almenningi til heilbrigðrar, hreinnar og frumlegrar sagnlistar 
með þeim »íslandstöfrum«, er henni fylgja«. 

Innihald bókarinnar er mjög einfalt og óbrotið. Það er ferða- 

saga höfundarins, sem þá var tólf vetra, frá Akureyri til Kaup- 

mannahafnar haustið 1870. Svo stóð á, að hr. Boudoin, sem ís- 

lendingar nefndu Baldvin hinn kaþólska, hafði bróflega boðið hon- 

21* Ritfregnir. 325 

um, eða róttara sagt, móður hans, sem þá var njlega orðin ekkja, 
ókeypis kenslu og vist fyrir hann í kaþólskum skóla í Frakklandi ; 
var það eftir vísbending frá Einari sál. Ásmundssyni í Nesi, að 
hann var til kjörinn fararinnar. 

Fyrstu sjö kapítular bókarinnar eru um aðdrög og undirbúning 
farariniiar, skilnaðinn við móður hans og áminningar hennar. Er 
frásögnin þar víða mjög þýð og innileg. Hinn hluti bókarinnar, 
eða 16 kapítular, er um sjóferðina og það sem við bar á henni,^ 
alla leið frá því hann fer á skipsfjöl á »Valdemar« frá Rönne norð- 
ur á Akureyri og þar til hann stígur fæti á land í Kaupmannahöfn 
umkringdur af fjölda Hafnarsveina, sem þyrpast að honum og stara 
á íslenzku sauðskinnsskóna hans, sem tröll á heiðríkju, óvanir slík- 
um fótbúnaði. 

Hór er eigi tími nó staður til að rekja innihald bókar þessar- 
ar, enda er efnið yfirleitt fremur smávægilegt, svo sem oft vill 
verða í ferðasögum, en þó er lestur hennar ánægjulegur, því að 
yfir henni allri hvílir einhver góðmenskubragur og framsetningin 
er svo lótt og lipur. Hún er ny sönnun þess, að »það er stíllinn, 
sem lætur bækur lifa«. — Og það ráð vildi eg gefa þeim löndum 
mínum, sem einungis eru stautfærir í þyzku, að lesa bók þessa; eg 
þekki enga léttari á því máli, enda auðskilið að svo só, því að hún 
hefir að nokkru leyti íslenzka hugsun og framsetning að bakhjalli. 

Allur er frágangur bókarinnar hinn vandaðasti og verð á henni 
innbundinni í smekklegt band einungis 4 mörk og 80 pfennig (hór- 
umbil 4 kr. og 30 aurar). 

Jón Jakobsson. Pétur Zophoníasson : Ættir Skagfirðinga 1910. Reykjavík 
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 1914. 

Bók þessi er 440 + VIII. bis. i stóru 8 bl. broti, og er hennl 
skift í þrjá kafla. í hinum fyrsta eru raktar ættir 659 manna, 
er búsettir voru í Skagafirði 1910, í öðrum eru raktar ættir 104 
manna »mest úr Skagafirði«, og í þriðja kaflanum eru fornættir 
raktar, en það er föður- og móðurætt Lofts ríka, ætt Kristínar 
Oddsdóttur fylgikonu hans, ætt (Kristínar Eyólfsdóftur) konu Gísla 
biskups Jónssonar og ætt Vatnsfjarðar-Kristínar. Eru þetta ættir S26 Ritfregnir. 

hinar helztu, er tengja saman ættir núlifandi manna við landnáms- 
^ettirnar. 

ÞaÖ má vera öUum þeim Ijóst, er nokkuð hafa fengist við ætt- 
fræðisrannsóknir og þess háttar, hvílík feikna vinna liggur í bók 
þessari, enda hygg eg að meiri vinna liggi í fáum bókum, er hér 
hafa komið út hin síðari ár. Hefir höf. sýnt alveg dæmafáan áhuga á 
þesBu starfi sínu, og unnið ættfræðinni mikið gagn^ því að hann 
hefir grafið upp ýmsa ættliði og nj sambönd við kunnar ættir, er 
áður voru með öllu óþekt, og þótt hér séu aðallega skagfirzkar ættir 
•raktar, þá eru Skagfirðingar vitanlega margir hverjir ættaðir víðsveg- 
ar að af landinu, og gefur bókin þar af leiðandi vmsar mikilsvarð- 
andi upplýsingar um ættir manna í öðrum héruðum. En þess 
geng eg eigi dulinn, að víða mun ættfærslan vera bygð á senni- 
legum getgátum, en eigi á fullri vissu, án þess þó að þess só getið, 
«em hefði þó verið nauðsynlegt til þess, að þeir er nota bókina, 
gætu gengið úr skugga um, hvort fyrir þessu sóu óyggjandi heim- 
ildir eða eigi, og nauðsynlegt verið að víðar hefði heimilda verið 
getið neðanmáls en gert hefir verið. 

Ættir núlifandi manna, þeirra er bókin getur, eru raktar á 
þann veg, að karlleggur er rakinn svo langt sem kunnugt hefir 
orðið, en jafnhliða eru ættir hlutaðeigandi kvenna raktar allítarlega, 
en venjulega er sú ættfærsla allflókin, svo hætta mun verða á, að 
ymsum muni veitast fuU erfitt að átta sig á henni. Sá Ijóður er 
og á ættfærslunni, að víða er vísað til þess, er síðar átti að koma, 
en á hinum tillvitnaða stað er ekki framar rakið, heldur er þar 
aftur vísað til enn annars staðar. Það er og of algengt, að á hin- 
um tilvitnaða stað finst það ekki sem til var vísað, og hefir höf. 
leiðrétt aftan við bókina allmikið af þessum röngu tilvitnunum, en 
þó hvergi nærri til hlítar. Ef höf. iiefði gætt þess að vísa aldrei 
til þess er ókomið var, iieldur að rekja ættina, þar sem hún kom 
fyrst fyrir, og að vísa jafnan til þess er áður var komið, þá hefði 
mátt komast að mestu hjá þessu, og ekki sízt var fnll þörf á að 
gæta þessa nákvæmlega, þar sem bókin var ekki fullbnin, þá er 
byrjað var á prentuninni, heldur var handritið jafuóðam sett í 
prentunina og það var skrifað, svo að oft hefir verið vitnað til þess, 
^r ekki einungis var óprentað heldiir einnig óskrifað. A höf. því 
sínu góða minni að þakka, að ekki hafa fleiri rangar tilvitnanir 
komist í bókina, en raun hefir þó á orðiö. 

En þrátt fyrir yms missmíði er á bók þessari eru, þá mega 
allir þeir, er.ættfræði unna, vera höf. þakklátir fyrir unnið starf Kitfregnir. 827 

fcans, og ekki sízt Skagfirðingar, því slíka ræktarsemi hafa fáir 
flýnt fæðingarhéraSi sínu, og má því búast við, að þeir kunni að 
meta það að maklegleikum með því að kaupa bókina, og styðja 
þannig að því, að höf. fái eitthvert endurgjald fyrir starf sitt. 

J. Kr. „Sögur frá Skaftáreldi". 

. Svar til hr. Árna Pálssonar. í síðasta hefti Skírnis hefir góðkunningi minn, hr. Árni Páls- 
«on sagnfræðingur, ritað um síðari söguna frá Skaftáreldi. Eg kann 
'honum þakkir fyrir lofsamleg ummæli um fyrri bækur mínar og 
líka fyrir hnjóðið um þessa. Eg kjs það heldur en þetta »ísæta« 
oflof, sem nú er látið fljóta eins og hunang yfir ymsar bækur — 
mínar h'ka, stundum. 

Eg hefði nú látið þennan ritdóm afskiftalausan eins og svo 
marga aðra, ef ekki væri eitt í honum, sem eg verð að mótmæla. 

Hr. Árni Pálsson kemst þannig að orði : »Hann (þ. e. eg) 
lysir ástamálum síra Jóns og Ingibjargar Ólafsdótur og er þó 
meira en óvíst, að síra Jón hafi nokurn tíma rent 
h u g í þ á á 1 1« (auðkent af raér). Þetta er gersamlega 
r a n g t. Síra Jón segir sjálfur frá hugsunum sínum og tilfinning- 
um í þessu efni (Æfis. kap. 46). Hann hefir þetta á orði við 
stúlkuna s j á 1 f a og leitar fyrir sór um vilja hennar. Hann biður 
hana, eða leyfir henni að minsta ko&ti, að segja foreldrum sínum frá 
því. Hann ráðfærir sig um þetta bæði við dóttur sína (Helgu, sem 
þann vetur var ein heima hjá honum) og Pétur (Sveinsson) á 
Hörgslandi, — alt með því fororði, að hann fái ekki Kristínar á 
Setbergi. Og loks segir hann foreMruni Ingibjargar, eða gefur þeim 
í skyn, að ekki só eftir sér að bíða, og Ingibjörg skuli taka bón- 
orði Gísla á Geiriandi. Það má meira að segja ráða af frásögn sr. 
Jóns á þessum stað, að all-margrætt hefir verið í sveitinni um 328 ^Sögur frá Skaftáreldi". 

kuDDÍngsskap hans og Ingibjargar og komur hans að Eystra-Hrauni,. 
hvort hann hefir skrifað söguna til að bera af sór ámæli eða ekki^ 
skal eg láta ósagt. 

Eg mótmœli því eindregið, að eg hafi nokkurstaðar gert síra 
Jóni Steingrímssyni eða nokkrum öðrum manni, sem sögulegar heim- 
ildir eru til um, rangt til, svo að hann þurfi að »reynast« mór 
»bænheitur«. Eg hygg það fremur sjaldgæft í sögulegri skáldsögu, 
að heimildir sóu jafnvel þræddar eins og einmitt í þessum sögum. 
Aðfinslur hr. Á. P. fara líka flestar í þá átt, að það hafi veri& 
skylda mín, og eg kannast við að svo hafi verið. Og það þarf betri 
söguþekkingu en þetta til að hnekkja þeim sagnfræðilega. 

Eitt að lokum. Það er aídrei nema vel gert að brýna það 
fyrir rithöfundum að v a n d a s i g. En ritdómararnir gleyma því 
alt of oft, að þeir eru 1 í k a skyldir til að »vanda sig«. En geri 
þeir það ekki, bregðast þeir tilfinnanlega hlutverki sínu, og eru 
einskis nytir samverkamenn höfundanna að því, að skapa góðar 
bókmentir. 

G. M. Útlendar fréttir. Heimastjórn Ira. Lagafrumvarp um heimastjórn íra hefir nú» 
verið samþykt þrisvar í neðri málstofu enska þingsins, og verður 
því að lögum, hvort sem efri málstofan samþykkir það eða ekki. 
En jafnframt því, sem frumvarpið verður lagt fyrir efri málstofuna, 
hefir stjórnin ákveðið, að leggja þar fram frumvarp til fylgilaga við 
heimastjórnarlögin, er veita eiga Úlsterbúum undanþágu frá lögun- 
um, eða að minsta kosti mörs;um héruðum í Úlster, þar sem mót- 
mælendatrúarmenn ráða mestu. íhaldsflokkurinn enski hefir barist 
með miklu kappi gegn heimastjórnarlögunum, og af mótmælenda- 
trúarmönnum í Úlster hefir þeim verið mótmælt af slíku áfergi, að 
þeir hafa hótað uppreisn, ef þeim væri ætlað að lenda undir lög- 
gjafarvaldi hins væntanlega írska þings, og viðbúnaður til fram- 
kvæmda á þeim hótunum hefir verið mikill. Eftir því sem nœr 
leið fullnaðarúrslitum málsins í neðri málstofu enska þingsins, urðu 
uppreisnarógnanirnar háværari og háværari í Úlster, og átti með 
því að hræða stjórnina og þingið frá því, að láta frumvarpið ganga 
fram. En Asquithsstjórnin hefir ekki látið undan, og hefir þó átt í 
megnum vandræðum út af þessu. Aðalforingi Úlstermanna í þess- 
ari deilu er Sir Edward Carson. Fann hefir gengist fyrir sjóðs- 
stofnun meðal Úlsterbúa til þess að standast kostnað af uppreisn, 
og náð saman til þess miklum fjárhæðum. Sjálfboðaherlið hefir verið 
myndað þar með miklum gauragangi, og vopn hafa verið flutt inn 
í landið. 

írland er að stærð 83,810 ferkilóm. og íbúatala þar 4^2 milj. 
Landið skiftist í fjóra landsfjórðunga, og er Úlster nyrzt, Leinster 
austast, Munster syðst og Connaught vestast. Landsfjórðungunum 
er aftur skift í greifadæmi. Úlster er 22,189 ferkílóm. og ibúa- 
tala þar nær 2 miljónir, og er rúm 1 miljón þar af mótmælenda- 
trúar, en þar fyrir utan er kaþólsk trú ráðandi á Irlandi. Það er 
mótmælenda-trúarflokkurinn, sem risið hefir upp gegn heimastjórn- :830 Utlendar fréttir. 

ánni og vill ekki gefa sig undir löggjafarvald þings, sem að meiri 
hluta 8Ó skipað af kaþólska flokknum. Undir þessa hreyfingu hefir 
^erið róið mjög af íhaldsflokknum heima í Englandi, til þess að 
hefta framgang heimaatjórnarlaga íra, því að sá flokkur telur með 
iþeim rofna einingu rikisins. Nú var sérstakur her kominn á fót 
í Ulster, er beita átti gegn löggjafarvaldi og stjórn ríkisins, og 
thann ekki fámennur. Her Úlstermanna var talinn 110 þús. manna 
í 65 deildum, alt fótgöngulið, eii stórskotalið og riddaralið var þar 
ekki. Urðu nú jmsar óeirðir og uppþot í Úlster, og fregnirnar 
'þaðan söí^ðu, að uppreisnarmenn væru í þann veginn að skipa hjá 
sér bráðabirgðastjórn. Lögregluliðið réð auðvitað ekki við neitt úr 
íþví að svo var komið, og skotvopnabirgðir voru fluttar inn til 
.Úlsterhsrsins, þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem stjórnin hafði gert 
til að hindra það. Ná sendi stjórnin herskip vestur til írlands til 
.þess að gæta strandanna, og bauð einnig landhernum þar vestra, 
að halda Ulsterbúum í skefjum. En margir af herforingjunum 
ensku beiddust þá lausnar og vildu ekki ganga í ófrið móti Úlster- 
búum. Hermálaráðherrann, Seely, þótti ekki koma hreinlega fram 
í afskiftum sínum af þessu, og varð það til þess, að hann varð að 
biðjast lausnar, en Asquith yfirráðherra tók þá að sér hermálaráð- 
herraembættið. Greiddist svo furðanlega úr þessu, eftir því sem 
á horfðist. 

Deilan út af þessu máli var alleinkennileg, með því að því 
var haJdið fram af foringjum íhaldsmanna heima á Englandi, að 
Úlsterbúar væru að verja einingu ríkisins gegn stjórninni og her- 
valdi sjálfs ríkisins. Þeir töldu það óhæfu, að hervaldi ríkisins 
væri beitt gegn þeim, sem væru að verjast sundrungu þess. Hvern- 
ig getur ensk stjórn skipað enskum hermönnum að skjóta Ulster- 
búa niðiir fyrir þær sakir, að þeir vilja ekki skiijast frá Englandi? 
sögðu íhaldsmenn. Og þetta náði eyrum margra. Aftur sögðu 
stjórnarmenn, að hér væri ekki að ræða um neitt rof á ríkiseining- 
unnij þótt látið væri eftir sanngjörnum kröfum íra um sjálfstjórn. 
Og þeir bentu á, að það gæti ekki og mætti ekki eiga sór stað, 
að lítill minni hluti í neðri málstofunni fengi í sambandi við efri 
málstofuna að skipa fyrir um, bver lög ættu að ná gildi og hver 
ekki. En svo yrði það, ef írska málið strandaði nú á Úlster-deil- 
unni. Asquithsstjórnin fann upp þann milliveg, að hin einstöku 
greifadæmi í Ulster skyldu gera út um það með almennri atkvæða- 
greiðslu, hvort þau vildu heldur gefa sig undir löggjafarvald írska 
J)ingsins væntanlega, eða vera eins og áður háð löggjafarvaldi enska Útlendar fréttir. 9Öl 

þingsins og senda fuUtrúa þangað. Þetta bráðabirgða-ákvæði skyldi 
standa fyrst um sinn í 6 ár, en að þeim liðnum skyldi sú stjórn, 
sem þá færi með völdin, greiða úr málinu eins og bezt þætti benta. 
írski flokkurinn í þinginu hafði fallist á þetta, eu íhaldsmeun vildu 
ekki taka því, en heimtuðu, að málið yrði borið undir kjósendur 
við nyjar kosningar. Var svo heimastjórnarfrumyarpið samþykt til 
fulhmstu í neðri málstofunni, eins og áður segir, með miklum at- 
kvæðamun. En jafnframt lysti stjórnin yfir því, að um leið og 
frumvarpið yrði lagt fyrir efri málstofuna kæmi þar fram frumvarp 
til fylgilaga við það, og þar yrðu settar þær tilslakanir, seni gerð- 
ar yrðu fyrir Úlsterbúa frá lögunum. Stendur við þetta nú. En 
í írlandi er komin upp ny hreyfing, sem ógnar með almennri upp- 
reisn frá írska flokksins hálfu, ef heimastjórnarlögin, sem samþykt 
iiafa verið, komi ekki í gildi. Þjóðernisflokkurinn írski, með for- 
ingja sinn Redmond í broddi fylkingar, rís þar upp gegn IJlster- 
caönnunum og mótmælir því, að þeir verði til þess að hindra 
það, að írland fái það stjórnarfyrirkomulag, sem mikill meiri hluti 
landsmanna óskar eftir. 

Óeirðír í Mexíkó. Síðan Diaz forseti var flæmdur burt frá 
Mexíkó, hefir aldrei lint þar róstum og styrjöldum. Eftir morð 
Maderós forseta hefir Huerta hershcfðingi hangið þar við völd, en 
alt landið logað í uppreisnarbáli. Helztu foringjar uppreisnarmanna 
heita ViUa og Carranza, báðir hershöfðingjar. Hafa þeir haldið 
uppi stórum herflokkum móti stjórninni, telja Huertu fara ólöglega 
með völdin og heimta, að hann víki sæti, enda var hann aldrei lög- 
lega kosinn forseti, heldur tók hann við til bráðabirgða eftir Maderó, 
■en kosning á forseta, er fram fór nokkru síðar, varð ógild, og Hu- 
erta hélt völdunum þá upp á sitt eindæmi. Stjórn Bandaríkjanna 
hefir eigi heldur viljað viðurkenna hann lögmætan forseta eða stjórn 
hans lögmæta stjórn. Nú ér því svo varið, að ymsir útlendir menn 
eiga miklar eignir í Mexíkó, í fyrirtækjum o. s. frv., einkum þó 
Bandaríkjamenn, og þótti þeim alt það eins og í hers höndum, 
meðan ástandið væri svo, að alt logaði í uppreisn og stjórnin gæti 
ekki friðað landið. Var þetta sífelt kært fyrir stjórn Bandaríkj- 
anna, en samkvæmt Monroereglunni heimtar hún, að ríki utan 
Ameríku láti mál Mexíkóríkis afskiftalaus, en heldur því fram, að 
það só sitt verk að taka þar í taumana, ef með þurfi. 

Fór nú svo, að Bandaríkjastjórn þóttist verða að hlutast til 
um óeirðir, sem urðu í héraðinu kringum Tampico, sem er hafn- 
arbær á austurströnd Mexíkó, og eru þar oh'unámur miklar, sem 332 Utlendar fréttir. 

hætta þótti á, að yrðu eyöilagðar. Þóttust Bandamenn bafa þar 
hagsmuna að gœta bæði fyrir sjálfa sig og Norðurálfuna. Nokkrir 
menn frá herflota Bandamanna, er þangað komu, voru teknir fast- 
ir, en þó látnir lausir undir eins aftur, er krafa kom um það frá 
flotaforiijgjanum. En þetta varð að ófriðarefni milli Bandamanna 
og stjórnarinnar í Mexíkó. Þeir heimtuðu, að hún lóti s/na flaggi 
sínu virðingarmerki innan 24 kl.tíma til yfirbóta fyrir þetta, ella 
segðu þeir Huertu stríð hendur. En Huerta færðist undan því, a?J 
uppfylla kröfur þeirra, og róðust þá herskip Bandamanna á borg- 
ina Veracrus, sem er allstór hafnarborg nokkru sunnar á austur- 
strönd Mexikó en Tampicó, og þaðan járnbraut inn í landið til 
höfuðborgarinnar. Tóku bandamenn þá borg, settu þar her í land 
og héldu henni. Mannfall varð nokkurt í þeim viðskiftum, en þó 
ekki stórkostlegt. Stjórn Bandaríkjanna lysti því yfir, að ófriður 
þessi væri ekki háður gegn ríkinu Mexíkó, heldur aðeins gegn stjórn 
þeirri, er nú færi þar með völd, og foringjar uppreisnarmanna tóku 
að semja við hana um bandalag gegn Huertu forseta. Var Carr- 
anza fús til að taka þar við völdum með hjálp Bandamanna. E» 
þótt>ið ofurefli væri að etja, vildi Huerta ekki beygja sig. Þrjú 
af stærri ríkjunum í Suður-Ameríku, Argentína, Brasilía og Chili, 
buðust þá til að miðla málum, svo að heft yrði stríð milli Banda- 
ríkjanna og Mexíkó, og tók stjórnin í Washington því vel; taldi 
þetta mega verða til þess að styrkja traust Ameríkuríkjanna hversr 
á öðrn. Falltrúar frá þessum þremur ríkjum, ásamt fulltrúum frá 
Bandaríkjunum og Mexíkó, komu svo saman í borginni Niagara 
Falls í Kanada seint í maí, og eru fregnir nýkomnar um, að samn- 
ingar sóu komnir á og ákveðið, að Huerta verði að víkja, og hafa^ 
þá Bandamena fengið kröfu sinni framgengt. En".líklegast að Carr- 
anza taki þá við. 

Albania. Hún er nú yngsta Evrópuríkið, ekki nema nokk- 
urra mánaða gamalt enn. En friðsamt hefir ekki verið þar í land- 
inu síðan það var hafið upp í ríkjatöluna. Vilhjálmur ptins af 
Wied hlaut þar furstatignina. En hann hefir ekki átt neinum 
sældardögum að hrósa þann stutta tíma, sem hann hefir setið a& 
völdum. í fyrstunni virtist honum þó vera vel tekið. Essad 
pasja, sá er lengst hafði varið Skútari fyrir sambandsþjóðunum í 
Balkanstríðinu og líklegur þótti um eitt skeið til þess að fá æÖstu 
völdin í A.lbaníu, tók honum vel. Hann hafði áður verið í ráðu- 
neyti því, sem bráðabirgðastjórnina hafði á hendi áður en furstintt 
kom til. Og nú hólt hann sæti í ráðaneytinu; hafði þar hermála- Útlendar fréttir. 333 

fltjórnina. En svo óvingaðist með honum og furstanum, og Essad 
krafðist lausnar frá embættinu. Var þá uppreisn í hóraðinu kriug- 
um Durazzó, en það er höfuðborgin og aðseturstaður furstans. 
Essad var grunaður um, að hann stæði á bakvið þær óeirðir. Vil- 
hjálmur fursti baðst þá hjálpar utan að frá, og sendu ítalir og 
Áusturríkismenn herskip til Dúrazzó. Urðu nú skærur milli upp- 
reisnarmanna og varnarliðs furstans, og var skotið á hús hans og 
sagt, að Essad pasja hefði sjálfur hleypt af fyrsta skotinu. En 
árásin var stöðvuð af Austurríkismönnum og ítölum, frá herskip- 
unura á höfninni. Síðan var Essad tekinn fastur og fluttur út á 
herskip Austurríkis, en þaðan yfir til ítalíu og látinn þar laus 
gegn loforði um, að láta málefni Albaníu afskiftalaus og fara ekki 
heim þangað aftur nema með leyfi furstans. En eftir þessa viður- 
eign hefir uppreisnin mjög magnast í landinu. Furstinn helzt þar 
aðeins við með hjálp útlendinga, og eitt sinn flyði hann bústað 
sinn þar með fjölskyldu sína og leitaði hælis á herskipi frá ítalíu 
þar á höfninni. Essad pasja var mikils metinn raaður þar 
í landinu og á þar miklar eignir. Tyrkir, sem þar eru fjölmenn- 
ir, vilja ekki hafa yfir sér kristinn fursta, og óska helzt að standa 
undir soldáni Tyrkja í Konstantínópel. — Aður en þessi síðasta 
orrahríð hófst höfðu Grikkir í Epírus, sem er syðsti hluti Albaníu- 
ríkisins, gert uppreisn, og neituðu þeir harðlega að þeir yrðu settir 
í eitt ríki með Albönum, en kváðust vilja sameiningu við Grikk- 
land. Lýstu þeir yfir, að ef þeir fengju þetta ekki, þá mynduðu 
þeir sórstakt ríki. Lauk þessu svo, að þeir fengu allríflega sjálf- 
stjórn í sambandi við Albaníu. En líklegt er, að ekki h'ði á löngu 
áður en þeir hafa sitt mál fram og sameinast Grikklandi. Stór- 
veldin eru nú í mestu vandræðum með Albaníu. Þau eru að senda 
þangað herskip til þess að halda öllu í skefjum, en h'til h'kindi til 
að þeim takist að stilla þar til friðar að fuUu. Er mjög vandsóð 
enn, hvað verða muni um þetta nyja furstadæmi, og engin likindi 
ítil að Vilhjálmur fursti haldist þar við til langframa. 

Hervarnamál í Svíþjóð. Síðastliðinn vetur urðu miklar skær- 
ur í sænska þinginu út af hervarnamálum. Ýmsir, og þar á meðal 
einna fremstur í fokki Sven Hedin Asíufari, hafa vakið þar mikla 
hreyfingu á síðustu missirum í þá átt, að fá mjög auknar hervarnir 
landsins, einkum þeim megin, sem að Rússum veit. Telja þeir 
Skandinavíuskaganum yfirvofandi hættu búna frá Rússlandi, og 
hefir það aukið mjög á þann ótta, að hvað eftir annað hefir nú á 
síðkastið orðið uppvíst um hernjósnir frá Rússa hálfu í Svíþjóð. «34 Utlendar fréttir. 

Vinstrimannastjórn var við völd í Svíþjóð og Karl Staaf yfirráS- 
herra. Vildi stjórnin ekki fara eins langt í fjárbrúkun til hervarna 
og krafist var af þeim, sem forgöngu höfðu í hreyfingu þeirri, sem 
vakin hafði verðið út af þessu máli og hún var yfirleitt studd 
af hægriraönnum. Réðust þeir nú með kappi á stjórnina í þing- 
inu út af þessu máli, og um alt land urðu háværar æsingar út af 
því, einkum eftir að 30 þúsund bændur höfðu haldið til Stokk- 
hólms til þess að tjá konungi vilja sinn í málinu. Það var 6. fe* 
brúar, og vakti sú för afarmikla eftirtekt, ekki sízt vegna þess, 
hvernig konungur snerist við máliuu. Menn vissu það áður, að 
hann var mjög hlyntur þeirri hreyfingu, sem vakin hafði verið út 
af hervarnamálinu, og studdi hana. En er hann svaraði ávarpi 
bænda, tók hann svo skarpa afstöðu gegn ráðuneyti sínu, að mörg- 
um þótti hann fara þar miklu lengra en þingbundinn konimgur 
mætti gera. Hann lysti því yfir, að hann væri á annari skoðun 
en ráðaneytið, kvaðst vilja ganga á undan í baráttunni fyrir skoð- 
un sinni og bað bændur að fylgja sér fast. ' Ráðuneytið vildi ekki 
þola þetta og krafðist yfirlysingar frá konungi, er drægi úr því, 
sem hann hafði sagt í ræðunni, en hana vildi konungur ekkijgefa, 
og sagði þá ráðuneytið af sór. Út af þessu fylktu verkamenn liði 
í Stokkhólmi tveim dögum eftir bændasamkomuna, og urðu enn 
fjölmennari. Tjáðu þeir Staaf og ráðaneyti hans samhug og kvá&- 
ust fylgja þeim að málum. Frá Stokkhólmi breiddÍ3t æsingin út af 
þessu um alt landið, og var víða haft á orði, að segja skilið við 
konungsvaldið og stofna lyðveldi, en aðrir lofuðu framkomu kon- 
ungs mjög. Fóru svo fram kosningar í vor og voru sóttar með 
mikhi kappi af báðum, en hervarnamennirnir unnu það þar á, að 
hægrimenn sitja við völdin. Yfirleitt var það bændalyðurinn, sem 
fylgdi fram hervarnamálinu, en verkmannalyðurinn í borgunum, 
sem var á móti. 

Miniiingarhátíð í Noregi. 17. maí í vor höfðu Norðmenn 
mikil hátíðahöld til minuingar um það, að þá var stjórnarskrá 
þeirra 100 ára gömul. Hún var samþykt á Eiðsvelli, skamt frá 
Kristjaníu, 17. raaí 1814. EiðávöUur var þá eign auðugs manns, 
sem Carsten Anker hjet, og átti hann mikinn þátt í frelsishreyf- 
ingu Norðmanna fyrir og um 1814. En nú er Eiðsvöllur ríkiseign 
og stendur þar enn húsið, sem stjórnarskrárþingið var haldið í 1814, 
að mestu með sömu ummerkjum og þá, og þar kom nú stórþingið 
saman til að minnast 100 ára afraælisins. Daginn áður hafði verið- 
afhjúpað af konungi þar úti fyrir húsinu líkneski Carsten AnkerSr Utlendar fréttir. 83^ 

Kristjáns Friðriks prins, sem var stjórnandi Noregs 1814 og undir- 
skrifaði stjórnarskrána, en varð síðar Kristján VIII. Danakonungur,. 
var minst á þann hátt af þinginu, að nefnd þaðan var send til 
þess að leggja sveig á kistu hans í Hróarskeldu dómkirkju. Norð- 
menn vildu taka hann til konungs 1814, en fengu því ekki ráðið, 
og komust þá í konungssamband við Svía. Miklar framfarir hafá 
orðið í Noregi á þeim 100 árum, sem liðin eru síðan landið fékk 
stjórnfrelsi. Til þess að sjna þær framfarir var efnt til stórrar 
s/ningar í Kristjaníu, sem opnuð var 15. maí. Norðmenn h'ta með' 
ánægju til baka yfir þetta hundrað ára skeið. í bókmentunum 
hafa þeir eignast framúrskarandi menn, sem náð hafa heimsfrægð. 
Sömuleiðis í landkönnunarferðum. Á síðari árum hafa og verknað- 
arframfarir verið miklar í Noregi. Þar hafa verið stofnsett stór 
iðnaðarfyrirtœki, sem mikið fó hefir verið lagt í, járnbrautir lagðar 
um landið og skipagerð mjög aukist, bæði til veiða og flutninga. 
Það eru þessar nyju verknaðarframfarir, sem sýningin á einkum 
að bera vott um. 

Þjóðhöfðingjamorð. Franz Ferdinand erkihertogi, ríkiserfingr 
Austurríkis og Ungverjalands, var skotinn til bana ásamt konu sinni' 
á götu í Sarajevó, höfuðborgiuni í Bosníu, 28. júní. Þau hjónin 
voru þarna á ferð og á skemtigöngu um götur borgarinnar. Morð- 
inginn hljóp að þeim og skaut á þau mörgum skotum og dóu þau 
þegar, en hann var gripinn. Hann er stúdent, Princip að nafni, 
og hefir vaknað einhver grunur um, að Serbar eigi sök á morðinu,- 
að minsta kosti hjá sumum Austurríkismönnum. En engar áreið- 
anlegar uppl/singar eru þó fengnar um það enn sem komið er. 

Franz Ferdinand erkihertogi var bróðursonur Franz Josephs 
Austurríkiskeisara og hefir frá 1896 staðið næstur til ríkiserfða 
eftir hann. Franz Ferdinand var rúmlega fimtugur að aldri, fæddur 
1863, og hefir á síðari árum mikið komið fram fyrir hönd Austur- 
ríkis út á við, vegna ellilasleika keisarans, og hefir þótt allraikið 
að honum kveða. Arið 1900 kvæntist hann konu þeirri, sem nú 
var myrt með honum, Maríu greifynju von Chotek, er þá fekk 
titilinn furstynja von Hohenberg. En börnum þeirra varð hann 
að afsaia erfðarótti til ríkisins vegna þess að kona hans var eigi 
konungborin. Stendur nú næstur til ríkiserfða bróðursonur Franz 
Ferdinands, er Karl Ferdinand heitir, 24 ára gamall maður, kvænt- 
ur Zitu prinsessu af Parma. Er því spáð, að örðugt muni verða 
að halda ríkinu saman, er Franz Joseph keísari fellur frá, en hann 
er nú elztur þjóðhöfðingi í Evrópu, 84 ára að aldri. Suðaustur- .836 Utlendar fréttir. 

hóruð ríkisins eru nær eingöngu bygð af Serbum, og hjá þeim er 
uppi sterk hreyfing í þá átt, að sameina Serba sem mest í einu 
ríki, og uxu vonirnar um, að þetta mætti takast, mikið við sigur- 
vinningarnar í Balkanófriðnum, 

Stórslys á sjó. 29. maí varð sjóslys af árekstri við Kanada- 
strönd, í mynni St. Lawrence-fljótsins, og er það talið stærsta sjó- 
slys af því tægi næst eftir Titanic-slysið mikla. Stórt fólksflutninga- 
skip, »Empress of Ireland«, var þar á ferð, eign »Canadian Pacific 
Railways-félagsins«-, kom frá Quebec og var á leið austur til Eng- 
lands. Þokusky mikil og dimm voru þar á sveimi. Inn eftir fljóts- 
mynninu, eða flóanum, því fljótsmynnið er þarna mjög breitt, kom 
norskt flutningaskip, sem »Storstad« heitir, á móti »Empress of 
Ireland«. Sáu stjórnendur skipanna hvor til annars milli þokuský- 
anna og gáfu hvor öðrum merki, til þess að varast árekstur. En 
svo rak yfir þau svart sky, og áður en varði hjó stefnið á »Stor- 
stad« í hliðina á »Empre8S of Ireland« og braut hana svo, að skipið 
sökk eftir örfáar mínútur. »Storstad« brotnaði einnig mikið að 
framan. Skipin losnuðu hvert frá öðru rótt eftir áreksturinn, er 
flytti mjög fyrir tjóni af slysinu, og kenna skipstjórarnir hvor öðr- 
um um, að svo varð, og um slysið yfir höfuð, og útgerðarfólög hvors 
um sig hafa höfðað skaðabótamál. Á »Empress of Ireland« voru 
1467 manns. Flestir voru í rúmum sínum og í svefni, er árekstur- 
inn varð, og urðu því seinni til en ella að bjarga sór. 446 komust 
af, og voru þeir flestir tíndir saman af flekum og reköldum, en 
1021 fórst. Skipstjórinn á »Empress of Ireland« heitir Kendall, en 
skipstjórinn á »Storstad« Andersen. »Storstad« hólt inn til Mont- 
real og þar var skipið sett fast. Ekki er enn útgert um það, hvoru 
skipinu verði fremur gefin sök á slysinu, eða hvort bæði sóu jafnsek. 

Þ. G. ^^7. Hefir jörðin sál? Það er kunnugt af goðafræði ýmsra þjóða, að jörðin 
liefir verið tignuð sem gyðja. Forfeður vorir töldu hana 
og með ásynjum. Er af þvi Ijóst að þeir hafa hugsað sér 
hana lifandi og sálu gædda. Og hvort sem ástæðurnar 
til þess hafa verið þær sem höfundur formálans fyrir 
Snorra-Eddu tilgreinir eða aðrar, þá eru þær svo djúpsett- 
ar, að vert er að minnast þeirra: 

»Þat hugsuðu þeir ok undruðusk, hví þat myndi gegna, 
er jörðin ok dýrin ok fuglarnir höf ðu saman eðli i sumum 
hlutum ok þó ólík at hætti. Þat var eitt eðli, at jörðin 
var grafin í hám fjallatindum ok spratt þar vatn upp, ok 
þurfti þar eigi lengra at grafa til vatns en i djúpum döl- 
um; svá er ok dýr ok fuglar, at jamlangt er til blóðs i 
höfði ok fótum. önnur náttúra er sú jarðar, at á hverju 
ári vex á jörðunni gras ok blóm, ok á sama ári fellur þat 
alt ok fölnar ; svá ok dýr ok fuglar, at vex hár ok f jaðr- 
ar ok fellr af á hverju ári. Þat er en þriðja náttúra Jarð- 
ar, þá er hon er opnuð ok grafin, þá grær gras á þeiri 
moldu, er öfst er á jörðunni. Björg ok steina þýddu þeir 
móti tönnum ok beinum kvikenda. Af þessu skildu þeir 
svá, at jörðin væri kvik ok hefði lif með nökkurum hætti, 
ok vissu þeir at hon var furðuliga gömul at aldartali ok mátt- 
ig í eðli; hon fæddi öll kykvendi ok hon eignaðisk alt þat 
er dó ; fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn ok töldu ætt sina 
til hennar«. 

Hver sem ætlaði sér nú á timum að færa Kkur að 
því að jörðin væri lifandi vera og sálu gædd, hann gæti 
ekki farið öðru visi að en hér er gjört. Hann yrðiað at- 838 Hefir jörðin sál? 

huga hvort jörðin væri samskonar likami og þeir er 
vér teljum gædda lifi og sál — athuga hvort jörðin og 
dýrin hefðu saman eðli í sumum hlutum. Þegar vér álykt- 
um að einhver vera hafi sál, þá er það af því, að gerfi 
hennar og hættir Hkjast i sumum efnum gerfi og háttum 
sjálfra vor, eða annara vera er vér teljum gæddar sál. 
SHkar ályktanir verða auðvitað aldrei annað en hkur, þvi 
vér getum ekki séð eða skynjað á annan hátt sálarhf fyr- 
ir utan oss, en hkurnar fara eftir þvi hve mörg likingar- 
atriði vér finnum með þeim líkömum er vér berum sam- 
an og hvernig þeim Kkingaratriðum er háttað. Atriðin 
sem formála-höfundurinn hefir fest sjónir á snerta blóðrás- 
ina, hárvöxtinn, græðingu og beinakerfi. En svo bendir 
hann á hve furðulega gömul jörðin sé og máttug i eðli,- 
bvernig alt Kf þess sem hrærist á jörðunni sé lif af henn- 
ar hfi. Hún sé móðir þess alls og eigi það alt. 

Ef eg tryði þvi að menn gætu orðið endurbornir, 
mundi eg geta þess til, aðlformála-höfundurinn hefði verið 
endurborinn i Gustav Theodor Fechner, hinum ágæta þýzka 
heimspeking og náttúrufræðing^). Fechner hefir i mörgum 
og merkilegum ritum varið þá skoðun, að jörðin væri lif- 
andi og hefði sál. Röksemdavopnin hefir hann af óþrjót- 
andi hugviti smiðað sér úr.hverjum þeim málmi sem vis- 
indin áttu beztan til á hans dögum, og svo fimlega beitir 
hann þeim, að jafnan eru mörg á lofti i senn. Þó að 
framsetning min verði svipur hjá sjón, skal eg nú reyna 
að gera nokkra grein fyrir kenningum Fechners um þessi 
efni, og býst eg við að einhverjum þyki gaman að sjá 
hve Hkar þær eru hugleiðingum forferðra vorra. 

Fyrst er þá að gera sér Ijóst, að jörðin með andrúms- 
loftinu sem hún er sveipuð i er ein samfeld efnisheild, 
með ákveðinni lögun og einkennilegu samatarfi allra sinna 
krafta. Hún felur i sér Hkami vora og alla hluti sem 
henni fylgja; það er alt partar af líkama hennar. Þessi 
hugmynd er oss ekki eins töm og ætla mætti. Þegar vér ') Sji „Skirnir" 1914, bls. 301- Hefir jörðin sál? 

hlaupum um jörðina, fugl flýgur eða steini er kastað,, þá 
finst oss eins og þetta sé alt laust við jörðina, en vér 
gleymum þá að telja andrúmsloftið með jörðunni. 
Fuglinn á fluginu er bundinn við jörðina með bandi þyngd- 
arinnar og áfastur henni með loftinu. Það er aðeins 
þéttari hluti sem slær öldur i þynnra hluta jarðar. Vér 
erum iuktir í hinum gagnsæja hluta jarðar, andrúmsloft- 
inu, eins og flugur i rafl. Munurinn er sá, að flugan deyr 
i rafinu, en vér getum ekki lifað öðruvisi en i loftinu,. 
eins og hvert Hffæri lifir aðeins i sambandi við likamann. 

Jörðin er i rauninni miklu samfastari heild en likami 
vor; vér getum mist heila likamshluta, fót, hönd, osfrv., 
en jörðin er ein og ódeilanleg, enginn hnifur fær af henni 
sniðið, enginn stormur af henni blásið neinu, hún er ó d e i 11 
i eðlisfræðilegum skilningi. Húd veldur þvi sem hún held- 
ur. Maðurinn er laus i sér; þegar hann þykist sem fast- 
astur fyrir, ber hann vatn i hripi. í likama hans konia 
efnin og fara, þar er rifið niður jafnskjótt og bygt er upp. 
Loks leysist hann upp. Eftir nokkrar aldir er hann fok- 
inn i allar áttir. En jörðin heldur þá öllu sinu og heflr 
engu af honum týnt. 

Eins og jörðin er ein samfeld efnisheild, þannig heflr það 
sem verkar á einum stað hennar jafnframt áhrif á hana 
alla, likt og æðaslögin finnast um allan líkama vorn, þeg- 
ar hjartað slær á sinum stað. Smiðurinn heldur að hann^ 
hamri aðeins á steðjanum sínum, en öll jörðin er honum 
steðji, þvi orkan frá armi hans fer frá steðjanum um. 
smiðju og land, og hver ögn jarðar fær sinn hluta af 
hristingnum. 

Litum á fljótið. Það rennur því harðar sem farvegur- 
inn er brattari. Sé nú farvegurinn á einum einasta stað 
brattari en á öðrum, þá rennur fljótið harðara ekki ein- 
ungis á þessum eina stað, heldur i heild sinni; mæti fljót- 
ið fyrirstöðu á einum stað, rennur það hægar ekki að- 
eins á þeim stað, heldur í heild sinni; þannig verkarþað 
sem mætir fljótinu á einum stað 1 samhengi á alla heild- 
ina; vér verðum auðvltað ekki auðveldlega varir við' 

22* im Hefir jörðin sál? 

áhrifin frá litlum bletti á fljótið alt, af þvi hin smáu áhrif 
jafnast niður á heildina. Eins og það er um straum vatns- 
ins, eins er það um straum allra jarðneskra atburða, sem 
felur i sér lífstörf manna, dýra og jurta. Hvað sem gerist 
-og hvar sem eitthvað gerist og hvernig sem eittvað ger- 
ist, þá hefir það almenn áhrif á heildina auk áhrifanna á 
Æínum stað. 

Að jörðin er likami þar sem hvað er sniðið eftir öðru 
•og á saman eins og liffærin i líkama vorum, sést af ótelj- 
andi dæmum. Hvað skulu fuglinum vængir, fiskinum 
uggar, hestinum fætur? Loftið, vatnið, landið hefir ekki 
smíðað þessi hreyfifæri, né heldur hafa þau sniðið loft, 
haf né hauður eftir sér. Hvorttveggja, lifrænt og ólifrænt, 
verður þvi að vera steypt í einu móti, orðið til í einni 
steypu og eiga saman frá upphafi. í stað vængja, ugga, 
fóta, mætti nefna húð, hár, hreystur, munn, nef, tennur, 
tungu, eða hvert annað liffæri er vill, ytra eður innra. 
Alt dýrið, öll dýrin og mennirnir eru i öllum efnum gerð 
úr garði eins og þau með lofti, vatni og jörð væru ein 
heild, væru mynduð í sömu steypu, og þau þola ekki 
fremur að slitna úr sambandinu en líffæri vor að losna 
úr sambandi likamans, sem þau hafa myndast i og eru 
partur af. 

Vér verðum að gera oss grein fyrir þvi, að lifrænt og 
ólifrænt á saman og skilst bezt i sambandi hvað við ann- 
að. Litum á plöntuna, sem greinist annars vegar í rótina, 
er virðist tiltölulega einföld, gróf og dökk ásýndum, og 
hins vegar i stöngul, greinar, blöð og blóm, sem bjartari 
eru yfirlits og fjölbreyttari að sjá. í þeim er unnið úr 
næringarefnunum sem frá rótinni koma, og án rótarinnar 
getur plantan ekki þróast og lifað. Likt er umlifverurn- 
ar og hið ólifræna, þær vinna úr þeim efnum sem þær 
fá frá óHfræna heiminum, og geta ekki fremur þróast 
án hans en plantan án rótarinnar. Eins og fræið er það 
þróast greinist annars vegar i rótina og hins vegar í stöng- 
ul, greinar, blöð og blóm, þannig hefir jarðarfræið, sem að 
vísu var stærra en plöntufræin, greinst i hinn lifræna og Hefir jöröin sál? 341 

hinn ólifræna heim, og svo sem rótin starfar að næringu 
plöntunnar og veitir henni hald, þannig nærir og styður 
hinn ólífræni heimur hinn lífræna. Eins og plöntukimið 
i plöntufræinu, heíir lifskimið blundað i jarðarfræinu frá 
upphafi. 

Vér höfum nú séð, að eining sú og samstarf kraft- 
anna er einkennir líkama vorn, á sér eigi siður stað um- 
líkama jarðarinnar, og skulum nú vikja að öðrum Hking- 
aratriðum. 

Eins og likami vor er jörðin úr föstum, fljótandi og 
loftkendum efnum, i margvíslegum samböndum og flækjum. 
Hún liðast og greinist í margvislega parta, stóra og smáa, 
einfalda eða samsetta. Inst er jarðkjarninn, sem að lik- 
indum er bráðinn, þá jarðskorpan, hafið, andrúmsloftið,. 
hinn lífræni heimur, þar i jurtarikið, dýrarikið og mann- 
kynið; hvert þessara rikja greinist aftur i einstakar verur, 
jurtir, dýr og menn. Og þó er þetta í rauninni ekki að- 
skilið, heldur tengt órjúfandi böndum jarðarheildarinnar. 

Þá má og þýða björg og steina móti tönnum og bein- 
um kvikinda að því leyti, að þessi »foldarbein« veita hin- 
um hreyfanlegu hlutum jarðar hald og form er þeir fær- 
ast úr stað. I aðalatriðunum eru þessar hræringar reglu- 
bundnar; svo er um flóð og fjöru, aðalstrauma hafsins,. 
fljótanna, lofsins, um alt það er stendur i sambandi við 
árstiða og dægraskiftin, um sambönd hins lifræna og hins 
ólifræna, jurtaríkis og dýrarikis, og algengustu atburðina 
1 hfi jurta, dýra og manna; en þvi nánar sem vér gáum 
að einstökum atriðum, þvi meiri fjölbreytni, frjálsræði og 
breyting finnum vér. 

I störfum jarðarinnar má greina stærri og minni 
hringrásir og timabil eða skeið, eins og i lífstörfum likama 
vors, en hringrásir hans og skeið eru ekki annað en grein- 
ar af hringrásum og skeiðum jarðarinnar. 

Eins og vér á jörðin viðskifti við umheim, er hefir 
áhrif bæði á ytri hreyfingar hennar og innristörf, en hán 
sýnir sjálfstaklingseðli sitt i þvi, hvernig hún verður við* 342 ffefir jörðin s&l? 

þessum áhrifum að utan og hagar sínum innri störf um á 
sérkennilegan hátt. 

Þróunarsaga jarðar er og svipuð líkama vors að því, 
að hún (eftir skoðunum nútiðarmanna) er afsprengi stærri 
hnattar og hefir með fulltingi þeirra afla er i henni bjuggu 
tekið á sig lögun sina og greinst i aðalhluta, en heldur 
síðan áfram að smábreyta mynd sinni og vinna betur úr 
■efnum sínum ; starfa þar saman ytri öfl og innri, efnin 
-eru á sifeldri hringrás og stöðugt koma fram nýjar mynd- 
ir og myndbreytingar; upptök og framþróun lifveranna á 
jörðunni og allar þær breytingar er mennirnir og aðrar 
lifandi verur hafa þar valdið, eru þáttur i framþróun jarðar- 
innar, en það sem myndast þannig í jörðinni skilur ekki 
fremur við hana en það sém vex i likama vorum skilur 
við hann. 

Þau líffæri likama vors er standa i nánustu sambandi 
við sálarliflð, heilinii og skynfærin, eru ef st i honum og 
í yfirborði hans. Eins er um jörðina. Hið lífræna ríki 
með mannkyninu og öllum þess viðskiftum er á yfirborði 
jarðarinnar. 

Þó svona líkt sé nú ákomið með likama vorum og 
jörðinni í öllum þessum atriðum, þá eru þau í ýmsum 
greinum gagnólík, sem kemur af því áð líkami vór er 
partur af likama jarðar og störf haiís að éins einn þáttur 
í störfum jarðarinnar. Parturinn getur likst heildinni, en 
aldrei verið henni að öllu líkur. 

Aðalmismunurinn er nú sá, að jörðin hefir á margfalt 
æðra stigi þá eiginleika er vér teljum oss helzt tilgildis. 
Einn af þeim er sjálfstæði gagnvart öðrum veíum. Jörðin 
er að eins háð öðrum himinhnöttum, og þó í fáum grein- 
um. En alt sem vér þurfum að sækja út fyrir sjálfa oss, 
loft, vatn, hvers konar fæðu, félaga o. s. frv., hefir hún 
1 sér. Hringrásirnar í líkama vorum eru ekki sjálfum 
sér nógar, vér getum ekki lifað án efnaviðskifta við um- 
heiminn. En það getur jörðin. Hún er sjálfri sér nóg i 
óteljandi atriðum, þar sem vér verðum nálfega alt að sækja 
til hennar. Ytri sambönd vor eru innri sambönd hennar, Hefir jöröin sál? 343 

efnaskifti vor við umhveríið eru efnabylting i likama 
jarðarinnar sjálfrar. Saga mannkynsins er að eins einn 
þáttur i æfisögu jarðarinnar. Vér snúumst allir um möndul 
fyrir utan oss, jörðin snýst um sinn eigin möndul. Vér 
höfum til skiftis sumar og vetur, dag og nótt, storm og 
logn, jörðin hefir þetta æfinlega alt í senn, hvað á sinum 
stað. 

Þá er f jölbreytni og eining i senn eitt af því sem 
jörðin hefir á æðra stigi en æðstu skepnur hennar. Mönn- 
um hættir við að Kta svo á sem jörðin sé einfaldari að 
gerð en Kkamir vorir, en menn gæta þess þá ekki, að allar 
lifandi verur, jurtir, dýr og menn, með allri sinni f jöl- 
breytni eru Hffæri i Hkama jarðarinnar, og'það væri þvi 
jafnfjarstætt að segja að likami jarðarinnar væri einfald- 
ari en vor, eins og að segja að mannsHkaminn væri ekki 
eins fjölbreyttur og t. d. augun eða heilinn. 

Sé bandi með mörgum smáhnútum brugðið i einn 
hnút, mundi sá hnútur verða tahnn fjölbreyttari, flóknari 
en hver smáhnútanna, af því hann felur þá i sér. . Líf- 
verurnar eru eins og smáhnútarnir, jörðin er stóri hnút- 
urinn. En svo fjölbreytt sem jörðin er og hreyfingarnar 
i henni og á margvislegar, svo einfaldar eru aðalhreyfing- 
ar hennar, snúningur um möndul sinn oggangur um sólu, 
og þó nægja þær til að halda við allri margbreytninni, 
eins og einn ás sem snýst í samsettri vél getur haldið 
mörgum og margvíslegum hjólum i hreyfingu. Ytri hréyf- 
ingar hkama vors eru og rólegar í samanburði við straum- 
ana i taugum hans eða hreyfingar blóðkornanna í æðunum. 
Eins er um jörðina. 

Lifandi verur þróast af innræti sínu. Að vísu eru 
þær ekki sjálfum sér nógar. Eggið þarf t. d. hita til að 
klekjast út, unginn sem úr þvi skríður þarf og hita, loft, 
mat og drykk. En lífveran vinnur úr hinu aðfengna á 
sérkennilegan hátt, sem henni er ekki fyrirskipaður að 
utan, og hún svarar áhrifunum að utan með sinu móti. 
Jörðin er nú i þvi lík skepnum sinum, að hún þroskast 
af innræti sinu, en hún yfirgengur þær i þvi sem öðru, 344 Heíir jörðin s&l? 

af því hún er miklu óháðari umheiminura en þær. Húa 
felur i sér flest það sem þær þurfa að fá að. Jörðin er 
eins og undursamlegt egs:, sem sóliny hin mikla varphæna^ 
hefir orpið og klakið út. 

Eitt af þvi sem einkennir lifandi verur er það, að* 
engin þeirra er að öllu eins og önnur. En um jörðina 
og aðrar stjörnur má segja þetta með enn meiri sanni, 
því hver maður og hvert dýr á þó marga eðlisnafna, en 
hvar á jörðin, tunglið, Venus, Juppiter á sama hátt sinn 
lika? Hver ^stjarna er einstök eins og staður hennar í 
geimnum. 

Forfeðrum vorum hefir þá ekki missýnst, að jörðin 
og dýrin hafa »saman eðli í sumum hlutum«, og jafnvist 
er hitt ,að þau hljóta að vera óhk að hætti, af þvi jörðin er 
æðri vera en menn og dýr. Hún er ekki að eins stærriy 
heldur er líkamsgerð hennar alt öðruvisi, sem kemur af 
þvi hve stór hún er og hvernig þörfum hennar er háttað. 
liíkamsgerð hverrar veru sýnir þarfir hennar. Vér þurf- 
um f ætur til gangs og hendur til grips, af þvi vér verðum 
að bera oss eftir þeirri björg sem vér höfum ekki i sjálf- 
um oss. Limir vorir bera þannig vott um að vér erum 
ófuUkomnir, sjálfum oss ónógir. Til hvers væru jörðunni 
fætur? Hún hefir ekki eftir neinu að hlaupa á föstum 
velli. Völlinn og fæturna hefir hún í sér. Til hver» 
væru henni hendur ? Hún þarf ekki að seilast eftir neinu 
fyrir utan sig, þúsund hendur seilást eftir þúsund hlutum 
á henni. Til hvers væri henni háls? Hún hefir ekkert 
höfuð til að snúa, hún snýst um sjálfa sig, og mennirnir 
á henni og höfuðin á mönnunum og augun i höfðunum 
snúast til að bæta upp í einstökum atriðum það sem ekki 
vinst með hreyfingu jarðarinnar í heild sinni. Til hver* 
væru jörðunni augu og nef? Hún finnur veg sinn án 
þeirra, og augun á öUum hennar dýrum vísa þeim veg: 
um hana, og nefin á þeim nægja til að finna ilminn af 
blómum hennar. Af þvi að jörðin hefir þannig i sér þa6 
8em vér þurfum a^ sækja út fyrir oss, þá þurfti hún ekki 
limi ein» og vér, og því er mynd hennar svo einföld og Hefir jörðin sál ? 845 

fallkominn. Engin lögun gat hugaast hentugri, því jörðia 
er alt i senn: vagn, hjól og hestur. 

Mörgum sem eiga að hugsa sér að jörðin sé lifandi 
likami likt og vér, hættir við að taka líkinguna of bók- 
staflega og gera ekki ráð fyrir afbrigðum. Sé jörðin lif- 
andi og skynjandi vera, hvar eru þá heili hennar og 
taugar, hjarta og lungu, spyrja þeir, og búast þannig við 
að þau hfsstörf, sem jörðin hefir oss til að vinna fyrir 
sig, verði hún að hafa sérstök Hffæri til að vinna, i lik- 
ingu við vor. Þeir gleyma þvi þá, að jurtir, dýr og menn 
eru liffæri jarðar. Lungu allra skepna jarðarinnar eru 
um leið lungu hennar, og vér getum litið svo á sem önd- 
unarfæri allra jarðneskra vera séu greinar á einu alls- 
herjar öndunarfæri, sem tengir þau öll, en það er and- 
rúmsloftið sem lykur um jörðina, þvi þaðan kemur loftið 
1 þau öll og þangað fer það úr þeim aftur og gengur á 
miUi þeirra, flytur plöntunum andardrátt dýranna til nær- 
ingar og dýrunum aftur hreinsaðan anda plantnanna. 
Vindarnir blása um alt og greiða þannig fyrir andardrætt- 
inum. Hvi ætti jörðunni ekki að nægja þetta öndunar- 
f æri ? Á likan hátt eru æðakerfi alka lif andi vera grein- 
ar af æðakerfi jarðar, þaðan fá þau innihald sitt og þangað 
skila þau þvi aftur. Fljót og lækir flytja vatnið niður á 
við, tré og jurtir lyfta þvi upp, menn og dýr flytja það 
1 allar áttir, og á þessari hringrás blandast það margvis- 
legum efnum. En ekki þarf jörðin sérstakt hjarta i brjósti 
til að halda þessum hringrásum hkama sins við, þar sem 
sólin stöðugt hefur vatnið á loft, skúrirnar dreifa þvi um 
löndin, en þunginn dregur það aftur um fljót og læki i 
skaut hafsins. 

En hvernig á nú jörðin að skynja og hugsa, og það 
á fullkomari hátt en vér, ef hún hefir engan heilann? 
Svo munu margir spyrja, þvi það sálarlíf sem vér höfum 
beina vitneskju um er tengt við heila og störf hans. 

Jörðin er ekki heldur heilalaus, þvi allir heilar manna 
og dýra heyra henni til, eru líffæri í líkama hennar. En 
vér megum ekki gera ráð fyrir að allir þessir heílar :846 Hefir jörðin sá^ ? 

myndi saman einn stóran heila, er sé eins gerður eins og 
einn af þeim. Taugungarnir i líkama vorum myndaekki 
heldur einn stóran taugung likan einum þeirra, heldur 
mynda þeir heila eða taugakerfi, ákaílega samsett og 
flókið kerfi, sem hefir annað æðra og einhlitara hlutverk 
^ð inna likamsheildinni en hver taugungur fyrir sig. Á 
sama hátt mynda og heilar mannanna i jarðlikamanum 
alt annað og æðra og einhlitara kerfi en hver heili fyrir 
sig er. Svo og stafir og orð, að þau mynda ekki aftur 
stafi og orð, heldur mál með æðri merkingu en stafir og 
-orð hafa út af fyrir sig. 

Að allur heili sem á jörðinni er myndar ekki einn 
samfeldan heila, heldur greinist i einstaklingsheila sem 
hver hefir sin skynfæri, verður til þess að reynsla jarðar 
og innri starfsemi verður fjölbreyttari og frjálsari, því 
auk þess frjálsræðis sem kann að eiga sér stað innan 
hvers heila, getur hver heili hreyfst frjálst gagnvart 
öðrum. 

En nú mun verða sagt: í heilanum tengja tauga- 
þræðir skynstöðvarnar, og af því að þræðir eru þannig 
t. d. frá sjónarstöð til heyrnastöðvar heilans, getum vér 
sett það sem vér sjáum í samband við það sem vér heyr- 
um. Hvar eru þá þræðirnir er tengja aftur einn heilann 
við annan, svo að það sem fram fer í einum komist i 
samband við það sem fer fram i öðrum, og jörðin geti 
sameinað það í einni vitund? 

Það er ekki víst að það þurfi neina þræði. Samband- 
ið gæti verið þráðlaust. Og vér þekkjum slíkt samband. 
Óteljandi hljóðgeislar bera hugsanir frá manni til manns, 
óteljandi Ijósgeislar skila augnaráði eins til annars og 
stýra viðskiftum þeirra, óteljandi brautir og skipaskurðir 
greiða mönnunum veg til að ná hver til annars, óteljandi 
skip ganga yfir höfin, óteljandi skeyti, bréf og bækur 
flytja hugsanir frá manni til manns og jafnvel frá einni 
öld til annarar. Hús, kirkjur, borgir og minnismerki eru 
læki endurminijiinga og umgengni. Alt þetta þróast með 
þroskun mannkynsins, ^kki síður en mannsheilinn. Hefir jörðin ék\? 347 

Heili mannsins sýnist ekki margbrotinn, þegar hann 
^r skoðaður lauslega með beru auga, enda héldu menn 
áður, að hann væri einskonar kælirúm blóðsins. Nánari 
athugun sýnir, að i heilanum eru hin margvíslegu hffæri 
Hkamans tengd á óteljandi vegu, og að án heilans væru 
störf þeirra á tvisti og basti. Skoðun manna á þeim 
hluta jarðarlikamans, er bindur alt lifandi saman, er nú 
áhka einfaldleg og skoðunin á heilanum áður; loft og 
jörð og haf er talið eins konar kælandi kökkur um heita 
likami lífveranna, og þó sýnir nánari íhugun, að það er 
þetta sem tengir þær á óteljandi vegu. 

— Alt virðist þannig bera að sama brunni, að jörðin 
sé lifandi. Og hvernig ætti það öðruvisi að vera? Menn- 
irnir hafa löngum kallað jörðina »móður«. Hvernig ætti, 
dauð móðir að hafa alið lifandi afkvæmi? Vér brosum að 
villiþjóðunum, sem halda að mennirnir haíi upphaíiega 
fæðst af steinum. En er það ótrúlegra að þeir haíi fæðst 
af mörgum smáum steinum, en hitt, að þeir hafi fæðst af 
einum stórum? Sé jörðin steindauð eins og flestir halda, 
hvaðan halda þeir þá að líflð og sálin sé komin 1 afkvæmi 
hennar ? 

Fechner lýsir fagurlega hvernig þessi móðir vor mundi 
vera ásýndum úr hæfilegri f jarlægð: Bjartur hnöttur, sem 
öðrumegin er himinblár og sólroðinn, en hinumegin spegl- 
ar i höfum sinum og vötnum alstirndan næturhimin, en á 
vixl við skuggsjá vatnanna löndin með óteljandi blæbrigð- 
um Ijóss og skugga, Þar gæfl að lita eitt allsherjar lands- 
lag: alt hið yndislega, alt hið kyrláta, alt hið ægilega, alt 
hið dularfulla, alt hið eyðilega, alt hið bjarta, blómlegaog 
brosandi, sem sjá má hér og þar í landslagi, væri þar sam- 
án komið. Andlitsmynd og landslags rynni þar saman í 
■eitt, því þetta landslag er andlit jarðar. Og í því lands- 
lagi eru ekki aðeins fjöll og skógar, heldur og menn. 
Andlitin á þeim eru drættir i andliti jarðar, og augu þeirra 
tindra milli daggardropanna sem lifandi gimsteinar. Mest 
hæri á græna litnum, en blátt loftið og skýin sveipa hana 
gagnsærri, léttri og mjúkri blæju, sem hún lætur vindana, 518 Hefir jörðin sál? 

þjóna sina, altaf vera að leggja i nýjar og nýjar fellingar. 

Sinar lifandi verur eiga heima á hverju sviði og eru 
fyrir það lagaðar. Sumar lifa á landi, sumar i sjó, sumar 
1 lofti, Hvað mun þá um himneskt haf Ijósvakans, sem jörð- 
in syndir i. I því hafi eru öldurnar Ijós. Mundu þar ekki 
búa einhverjar æðri verur, lagaðar fyrir þetta hið æðra 
svið? Mundu þær ekki synda þar uggalausar, fljúga þar 
fjaðralausar, liða áfram í ró og hátign, bornar afhálfand- 
legu afli um þetta hálfandlega svið, skiftast á Ijósi og 
fylgja þýðlega hver annarar aðdrætti, berandi i skauti sér 
ótæmandi andleg og Hkamleg auðæfi? 

Mennirnir hafa á öllum öldum sagt sögur af englum,. 
er byggju i Ijósinu, flygju um himininn, og þyrftu hvorki 
jarðneskrar fæðu né drykkjar, boðberar milli guðs manna. 
Þarna eru verur sem búa i Ijósinu, fljúga um himininn, 
þurfa hvorki fæðu né drykkjar, milliliðir miUi guðs og 
vor og hlýðnar boðum hans. Svo ef himininn er bústaður 
englanna, þá eru stjörnurnar þessir englar, því þær eru 
einu himinbúarnir. Jörðin er vor mikli verndarengiU, sera 
vakir yfir öllum vorum þörfum. 

»Einn vormorgun gekk eg út«, segir Fechner; «akr- 
arnir grænkuðu, fuglarnir sungu, döggin glitraði, reykur- 
inn sté, hér og þar maður á ferð; skært Ijós yfir öllu. 
Það var ekki nema örlitiU blettur af jörðunni; það var 
ekki nema örstutt augnablik af tilveru hennar ; en meðan 
eg virti þetta fyrir mér og sjóndeildarhringurinn atækkaði 
meir og meir, þá fanst mér það ekki aðeins svo fagurt, 
h^ldur svo satt og augljóst, að jörðin er engill, sem svona 
auðugur hress og blómlegur og jafnframt öruggur og sjálf- 
um sér samþykkur gengur um himininn, snýr lifandi and- 
liti sínu öUu til himins og ber mig sjálfan með sér, að eg 
spurði mig, hvernig mennirnir hefði getað flækt sig i þá 
skoðun, að jörðin væri ekki annað en þur hnaus, og farið 
að leita að englunum yflr henni eða kringum hana i 
tómum geimnum, til að flnna þá svo hvergi«. — 

Viðskifti stjarnanna eru, að þvi er virðist, aðeins fólg- 
in i áhrifum aðdráttar og geislunar. En þau viðskifti eru Hefir jörWn gál? 349 

-engan veginn eins einföld og þau í fljótu bragði kunna 
Að virðast. Þannig speglar t. d. haf jarðarinnar Ijós stjam- 
anna eins og voldugur spegiU, gufuhvolfið brýtur það eins 
og afarstór Ijósbrjótur, skýin og jökulbreiðurnar skila þvi 
hvitu, skógar, engjar og blóm kljúfa það i litskrúð. Ljós- 
ið getur yfir höfuð tekið margskonar breytingum, sem ef 
til vill hafa aðra þýðingu fyrir jörðina en vér sjáum. 
Hver veit nema Ijósið sé það mál sem stjörnurnar tala 
hver við aðra. Hver lifandi vera skynjar áhrif sólarljóss- 
ins á sjálfa sig, en þau áhrif eru ef til vill eins og eitt 
orð i samtali sólar og jarðar. Þó hver einstök vera greini 
^ðeins það orðið sem við hana var talað og finni ekki 
þráðinn í samtalinu, þá má ætla að jörðin haldi honum. 

Þá er eftir að lita á samband einstaklingssálnanna 
við jarðsálina. 

Grundvallarskoðun Fechners er sú, að meðvitund vor 
sé i smáum stil eftirmynd þess sem yfirgripsmeiri vitund- 
ir eru, og að sambandinu miUi einstaklingsvitundanna sé 
þvi likt farið og sambandinu milli skynjana, hugsana og 
tilfinninga innan vitundar vorrar. Meðvitund vor felur i 
fiér ýmislegar skynjanir, hugmyndir og tilfinningar, getur 
greÍDt þær að og fundið margvisleg sambönd og hlutföll 
þeirra á miUi, sem ekki eru i neinni þeirra út af fyrir sig. 
Blái depillinn sem eg sé, veit ekkert um rauða depilinn 
sem eg sé við hliðina á honum. En eg veit um báða i senn, 
og þvi betur sem eg greini þá sundur, þvi Ijósari er vitund 
min lun þá hvorn um sig. Á Hkan hátt eru vitundir vorar 
lokaðar hver gagnvart annari, hver veit aðeins um það sem 
sem hún býr yfir, en jarðsálin greinir þær að, eins og vér 
skynjanir vorar, og veit hvað í hverri þeirra býr. Hún 
sér og margvisleg sambönd og hlutföU milli þeirra, sem 
engin þeirra fær gripið yfir, því sjóndeildarhringur henn- 
ar er stærri en vor, og hugtök hennar viðtækari. 

Að visu virðast lifandi verur aðgreindari og sjálfstæð- 
ari hver gagnvart annari en skynjanir vorar eða hug- 
myndir, enda eiga þær oft í stríði hver við aðra, en það 
sýnir ekki að vitundir þeirra geti ekki verið þættir í við- 350 Hefir. jörðin sál? 

tækari vitund, héldur bendir á að sú vitund sé enn æðrí 
og gleggri en vor. fíugmyndirnar sem fæðast i huga 
skáldsins eru einmitt enn sjálfstæðari, sérkennilegri og lif- 
meiri en annara manna, og þróast eftir sinum lögum likt 
og lifandi persónur væri; en þvi Ijósari og öíiugri er með- 
vitund skáldsins, sem elur þæ.r. 

Jörðin sér með augum vorum og heyrir með eyrum 
vorum. fíún getur þvi séð hvern hlut frá mörgum hlið- 
um, þvi »betur sjá augu en auga«. Eins og vér sjáum 
einfalt með tveim augum, eða eins og fiugan sér einfalt 
með sinum samsettu augum, eins má hugsa sér að sjónar- 
skynjanir einstaklinganna verði að einni mynd i huga 
jarðar. En hvað sem þvi liður, þá tekur jarðsálin ámóti 
þvi sem vér skynjum og vefur það inn i sinn mikla vit- 
undarvef. Þegar einhver deyr, þá er eins og lokist þar 
auga jarðar, og allar skynjanir úr þeim stað hætta. En 
allar endurminningar, hugrenningar og hugtök hins látna 
halda áfram að lifa og starfa og þróast samkvæmt sjálf- 
staklingseðli sinu í huga jarðar, og mynda þar ný sam- 
bönd um aldir alda, likt og það sem vér geymum i minni 
voru meðan vér lifum hér getur þróast og gengið i ný 
sambönd. Þessa kenningu um ódauðleikann settiFechner 
fyrst fram i bæklingi sinum »Um lifið eftir dauðann«, 
sem bráðum mun birtast í islenzkri þýðingu eftir Jón Ja- 
kobsson landsbókavörð, og læt eg mér nægja að visa til 
hans. 

Hér verð eg líka að láta staðar numið, og veit eg þó 
hve fjarri fer þvi að eg hafi i svo stuttu máli getað gefið 
nema sárófullkomna hugmynd um hina óþrjótandi hugs- 
anagnótt í ritum Fechners um þessi efni. Eins og geisla- 
stafir frá voldugum Ijósvörpum bregða hugsanir hans birtu 
langt inn i það rökkur sem engin mannleg hönd nær að 
þreifa fyrir sér í. 1 þvi Ijósi virðist alheimurinn ein lif- 
andi heild. Af stofni alheimssálarinnar vaxa sálir stjarn- 
anna eins og greinar, á þeim greinum vaxa sálir skepna 
þeirra eins og kvistir, á kvistunum vaxa hugsanir sem 
blöð. Askur Yggdrasils — Hefir jörðin sál? 3511 

»stendr æ of grænn 

Urðar brunni«. 
Ramforn trú og viðsýnustu tilgátur vísindamannsins renna 
að einum ósi. Og það er satt: Þetta eru aðeins tilgátur, 
sem ekki verða færðar sönnur á, meðan þekkingu mann- 
anna er eins farið og nú. En tilgátur eru geislar i Ijósi 
visindanna, og það er ekki geislastafnum að kenna, þó' 
þreifandi höndin nái skemra en hann. 

Guðm. Finnbogason. Saga íslands. 

(Nokkurskonar hugvekja). Credo ego vos, judices, mirari, quid 
sit quod, cum tot summi oratores homi- 
nesque nobilissimi sedeant, ego potis- 

simum surrexerim 

Cicero. 

I. 

»Sögueyjan«, »söguþjóðin«, þessi orð láta þeir oft 
klingja um Island og íslendinga, sem fátt vita um land 
og þjóð. ísland er yfirleitt heiminum kunnast i þessu efni. 
Einhver óljós orðrómur hefir bréiðst út um þetta, að þessi 
eyja þarna norðurfrá sé »ættarland sögu«. En meira en 
orðrómur er það ekki víðast hvar. 

Og þetta klingir Ijúft i eyrum okkar, sem sjálf erum 
synir og dætur söguþjóðarinnar. Við hugsum um Ara og 
Sæmund og Sturlu og Snorra, já Snorra fyrst og fremst, 
og svo allar gömlu sögurnar sem reyndar eru söguleg 
skáldverk fyrst og fremst. Og ekki er kyn, þótt við mikl- 
umst, og þyki nafnið ekkert ofnefni. 

En hugsum okkur nú einhvern þennan orðabelg, sem 
slær um sig og gasprar um sögueyjuna og söguþjóðina. 
Hugsum okkur að hann vissi betur. Setjum svo að hann 
vissi að engin boðleg íslandssaga er til! Setjum svo að 
hann vissi, að söguþjóðin á eftir að skrá ýtarlega sögu 
sögueyjarinnar sinnar ! Skyldi honum ekki bregða í brún? 
Skyldi ekki setja niður i honum, ef hann heyrði að sögu- 
sniUingarnir lifðu i fornöld, og að það eru fyrningar frá 
12. og 13. öld, sem verið er enn að jórtra á? Þetta hef- Saga Islands. 353 

ir löngum verið talið eitt af meinum okkar, hve mjög 
okkur sýnist hætt við að lifa í fornöldinni, eða öllu held- 
ur láta fornöldina lifa fyrir okkur. Eg veit nú ekki hvort 
okkur hættir að sinu lcyti meir við þessu en öðrum þjóð- 
um, sem eiga glæsilega fortið og leggja rækt við minningu 
Jiennar. En það gildir einu. Við gerum það um of. 

Einn hlutur er viss: Okkur vantar boðlega íslands- 
sögu. Árbækur EspóHns eru yfirgripsmestar. En íslands- 
saga eru þær ekki. Þær ná ekki yfir alla söguna. Þær eru ekki 
»í sögu formi«^ hvað sem þær segja sjálfar, heldur eru þær 
annáll. Þær eru orðnar gamlar og úreltar víða. Þær eru óað- 
gengilegar. Þær eru dýrar og bráðum Htt fáanlegar. Enginn 
gefur þær út aftur óbreyttar. Þær eru fádæma ruslakista 
til þess að moða í^ aðdáanlegt samsafn af fróðleik. 

Svo eru nú öll »Agripin« — Þorkels Bjarnasonar, 
Halldórs Briems og Boga Melsteds. Ber þar Þorkell höf- 
uð og herðar yfir. Þá er »Islenzkt þjóðerni« Jóns Jóns- 
-sonar. Það er gott i sambandi við Þorkels ágrip. Annar 
hefir beinagrindina, hinn holdið og blóðið. 

Þá eru »Minningar feðra vorra« eftir Sigurð Þórólfs- 
'Son. Þær eru liprar og komast næst réttu. En það er 
aðeins i áttina. Svo eigum við ýtarlegar sögur í einstök- 
um greinum, svo sem kirkjusögu Finns hina latnesku, 
bókmentasögu Finns Jónssonar (sú stærsta og bezta á 
•dönsku), réttarsögu Einars Arnórssonar og eg man ekki 
hvað og hvað, enda koma þær ekki þessu máli við. Þær 
eru aðeins góðir þræðir fyrir þann sem vefa kann. 

Betur má ef duga skal. Skólarnir, einkum hinir lægri, 
geta baslast við »ágripin«. En okkur vantar íslands- eða 
íslendingasögu, ýtarlega, vísandalega, stóra, skemtilega, 
læsilega. Okkur vantar sögu, sem þjóðin hafi yndi af að 
lesa, sögu, sem öllum sé til ánægju, gagns og sóma. II. 
Hvernig eigum vér nú að koma upp svona Islands- 
fiögu? Það er vandamálið. 354 Saga íslands. 

Á hverju hefir strandað hingað til? Við höfum eign- 
ast ágrip og þau býsna góð. Við höfum eignast góðar 
sögur i einstökum greinum. A sama hátt hafa verið rit- 
aðar ýtarlegar og skemtilegar bækur um einstaka menn, 
viðburði og timabil. Alt bendir þetta á það, að verkið sé 
of mikið fyrir einn mann. íslandssagan er svo litt plægð- 
ur akur. Efnið er ægimikið. Og flestir hafa ýmsu öðru 
að sinna og verða að hafa sagnfræðina og ritstörfin auk- 
reitis. En það er einfaldasta ráðið, að skifta verkinu 
milli margra. Ef tveir hestar geta ekki dregið plóginn, 
þá er að setja aðra tvo. Og gefist þeir upp, þá 6 eða 8 
eða 10. Hví ekki skifta sögunni milli margra, segjum 5 
eða 10 manna? 

Fyrsta ástæðan er þessi, sem eg gat um, að verkið 
er svo mikið. Bogi Melsted er að rita íslendingasögu, 
langa og greinilega. Og hvenær verður henni lokið? Og 
þó hefir hann manna bezt tækifæri. En það er hverjum 
manni ofraun. 

Önnur ástæðan til þess að fleiri ættu að rita er sú, að 
þeir gætu gert hana betur úr garði en nokkur einn mað- 
ur er fær um. Sagnfræðingar geta verið lærðir i sögunni 
alls yfir, en þó er hver maður sérstaklega heima í ein- 
hverjum ákveðnum parti hennar. Með þvi að skifta sög- 
unni, væri unt að fá íslandssögu, þar sem hvert timabil 
væri skráð af sérfræðing. 

Þriðja ástæðan er sú, að sagan yrði með þvi langtum 
skemtilegri aflestrar og þvi útgengilegri og kæmi að betrí 
notum. Það ritar enginn svo f jörugt og vel að ekki þreyti 
þegar til lengdar lætur. Það er eins og að bjóða ávalt 
sama mat. Þó að það væri »hfrétturinn« sjálfur, þá færi 
hann fljótt að verða leiður. En þarna eru umskiftin. Og 
þau hvila hugann og Kfga alveg ótrúlega. Nýr stilsmáti^ 
nýtt form, ný orð. Það er eins og að skifta um hendur, þeg- 
ar maður er orðinn þreyttur að bera i annari. 

Og i f jórða lagi mætti nefna það, að saganfgæti kom- 
ið miklu fljótar^út, og það enda þótt enginn asi væri hafð- 
ur. Fyrir einn mann hlyti sagan að vera heilt æfistarf. Saga íslands. 355 

Þeir sem væni svo hepnir að vera ungir þegar fyrsta 
bindið kæmi, gætu þó ekki gert sér von um endirinn fyrr 
en einhverntima á elliárunum. Það dræpi allan áhuga. 
Og gamla fólkið gæti ekki annað en hrist höfuðið og lit- 
ið á börnin og barnabörnin. III. 

Min tillaga er því þessi i fám orðum : 

Allri íslandssögunni, segjum t. d. um 1000 ár, 874 — 
1874, er skift i 10 parta, er hver um sig sé efni i sérstaka 
bók. Skiftingunni þyrfti að haga svo, og efnið ætti að 
fara þannig með, að hver bók yrði sjálfstæð heild um leið 
og hún er liður i röðinni. Gerði minnatil'þó að einhverj- 
ar endurtekningar væru um samskeytin. Og mikil brögð 
þyrftu ekki að vera að þvi ef samvinna væri góð milli 
höfundanna, og lipur maður stæði fyrir útgáfunni. Bezt 
væri að enginn maður ritaði nema eina bók, en engan- 
veginn væri það þó nauðsyn. Einn maður yrði svo að 
vera fyrir útgáfunni til þess að annast samræmi i réttrit- 
un, líka meðferð efnisins á yfirborðinu o. s. frv. Litið eða 
ekkert gerði til i hvaða röð bækurnar kæmu út, ef þær 
væru sjálfstæðar hver um sig. Sá fengi fyrstur sina bók 
á prent, sem fyrst yrði búinn, og eru hkindi til að ein- 
hver yrði fljótur. En hinsvegar hefðu þá aðrir nægan 
tíma, og létti það mjög valið á mönnunum. Gerði ekki 
til þó að 3 — 4 ættu margt eftir ólært. 

Eitt vandamesta atriðið i þessu efni væri skiftingin. 
Yrði að sjálfsögðu aðalútgefandi að gera hana með ráði- 
beztu manna. Væri þar hægt að fara eftir ýmsum aðal- 
reglum. Einföldust væri sú regla að fara algerlega eftir 
tímanum, potast áfram svo og svo mörg ár með hveri bók^ 
eftir þvi, sem hentast þætti. Mætti rétt til dæmis nefna 
svona skiftingu: 

I. Landnámsöld. 
n. GuUöld. 
III. Sturlungaöld. 

23* :856 Sa^a íslands. 

IV. Klerkaveldi. 
V. Siðaskifti. 

VI. Innreið konungsvaldsins. 
VII. Einveldi i algleymingi. 
VIII. Barátta hefst. 
XI. Afturelding. 
X. Jón Sigurðson. 

Þetta er nú aðeins lausleg grind dregin upp i flýti. 
Mætti vafalaust hitta betri liðamót fyrir atburðina. Eg 
ætla hér lítið efni i fyrstu bókina vegna þess, að mikill 
hluti af henni yrði að sjálfsögðu að vera nokkurskonar 
inngangur sögunnar. Samræmi er ekki í því að V. og 
VI. taka yfir nokkurnveginn sama tíma, að mista kosti um 
miðbikið. V. yrði h. u. b. 1520—1630, en VI. h. u. b. 
1550—1660 (eða 83?). 

önnur regla væri sú, að láta hverja bók ná yfir lengra 
svæði, en taka fremur eins og eina hlið málsins. Yrðu þá 
2 — 3 bækur ef til viU um sama áraskeiðið. Hræddur er 
eg samt um að hálla yrði á því, og erfiðara að synda fyr- 
ir gifurlegar endurtekningar. 

Ekki væri nein knýjandi nauðsyn, að hafa bækurnar 
10. Gætu eins verið 8, 5 eða hvað sem vildi. Þó tel eg 
miklu heppilegra að mörgu leyti, að hafa bækurnar frem- 
ur litlar og margar en stórar og fáar. Flestir eru viljugri 
að lesa stutta, handhæga bók. Útgjöldin kæmu líka nota- 
legar við ef borga mætti litið i einu. Og svo er bókin 
lengri í skáphillunni. 

Litlar reglur væri hægt að gefa um það, hvernig 
sagan skyldi vera skrifuð. Hver og einn yrði þar að 
skrifa sem bezt hann gæti. Ultra posse nemo obligatur. 
Og hver yrði að fara eftir sinum nótum. Naturam furca 

pellas ex . En einhverjar reglur yrði að gefa 

fyrirfram, reglur um yfirborðs-áferðina. Þar mætti ekki 
altvera á ringulreið. Einn kynni að skrifa alt í belg og 
byðu, án skiftinga eða kapítula, annar hefði kapítulaskifti, *) Eg á hhi ekki við það, að þetta skyldu vera fyrirsagnir bókanna. Saga IslaÐds. 35T 

en sá þriðji skifti i »bækur« fyrst, svo hverri bók i svo 
og svo marga »hluta«, hverjum hluta i kapitula og hverj- 
um kapítula i 1, 2 og 3 eins og sprenglærðustu Þjóðverj- 
arnir gera. í þessu þyrfti að vera samræmi að mestu 
leyti, þó að nokkru mætti þar vitaskuld skakka. Og þá 
tel eg hiklaust heppilegast að fara meðalveginn. Hafa t 
d. kapítulaskifti einföld. Stutta kapítula með kjarnorðum 
yfirskriftum. En nógur timi er að tala um þetta seinna. IV. 

En nú býst eg við að mótbárurnar séu komnar svo 
fram á varirnar, að þeim verði að hleypa að. Eru vafa- 
laust margir færari um að finna þær en eg. Og þvi 
færari eru margir að svara þeim. Mótbárur eru vitan- 
lega margar og miklar, en aðalmergurinn málsins er 
hvort þær þurfa að riða málinu að fullu eða ekki. 

Ein mótbáran er sú, að ómögulegt væri að fá nógu 
marga menn til að rita. Það er nú fyrst þvi að svara, að 
engin ákveðin tala er nauðsynleg. Þar mætti fara eftir 
efnum og ástæðum. Og jafnvel þótt mennirnir ættu að 
vera 10, þá hygg eg að hörgull mundi ekki vera áþeim. 
Það er gullöld á íslandi nú með ritfæra menn. Sögumenn 
ágætir ganga um i hópum. Gefið þeim ákveðið timabil 
að brjóta til mergjar, og 3 — 8 ára frest. Það var nýlega 
sagt, að íslendingar skrifuðu oflitið af bókum. Alt lenti 
í stuttum ritgerðum. Og ástæðan var nefnd einskonar leti 
við að leggja nema Htið á sig. Eg er viss um að þetta 
er ekki rétt. Astæðan til þess hve fáir rita bækur er sú, 
að menn fá þær ekki gefnar út. Helzt að koma stuttum 
ritgerðum iit i tímaritum og blöðum. Höfundana mundi 
áreiðanlega ekki vanta, og þá góða. 

Aðaltorfæran er auðvitað fjárhagshliðin á málinu. 
Og þar er eg enginn sérfræðingur. Þó er mér Ktt skiljan- 
legt að málið þyrfti að stranda á þvi. Hafa ekki bækur 
Jóns Jónssonar, t. d. Oddur Sigurðsson og Skúli Magnús- 
son borgað sig ? Og fieiri dæmi mætti nefna. Sagan yrði 858 Saga íslands. 

að sjálfsögðu seld ódýrar til áskrifenda að öllu verkinu 
frá byrjuu. En hvað dýrt? Það er bóksalanna að sjá 
það út. Ef sagan væri í 10 bindum og hvert bindi i 
lausasölu 3,00 kr., en fyrir áskrifendur alt safnið 25,00 
kr., og ef þessi kostnaður skiftist á 8—10 ára tima, þá er 
eg viss um að fjöldi keypti. Upplag yrði að prenta stórt. 
En spá min er sú, að ekki liði á löngu áður en sumar 
bækurnar mætti prenta upp aftur. Og að likindum yrði 
þetta fyrirtæki eftir alt hreinasta »gefundenes fressen« 
fyrir bóksalann, likt og íslendinga sögur. 

Þetta er nú alt uppi i loftinu hjá mér, það skal eg 
játa. En er það ekki ihugunarefni fyrir þá, sem vit hafa 
á? Þyrfti vafalaust mikið peningamagn til þess að hleypa 
drekanum af stokkunum. En óskiljanlegt að ekki gæfi 
stóran arð með tíð og tima. 

Orðin eru til alls fyrst. Vilja nú ekki góðir menn 
taka upp þessa hugmynd og hleypa undir hana þeim 
stoðum, sem duga? Vilja ekki sagnameistararnir gefa 
henni byr undir vængi? Vilja ekki bóksalarnir segja 
okkur hvað fjármálahliðinni Uður? 

Eða má ske að einhver þeirra vilji hafa sem fæst orð 
þar um að rita, en tali við þennan og tali við hinn, og 
svo áður en nokkur veit af sé alt komið af stað. Mín spá 
er sú, að hans nafn mundi lengi uppi v^erða fyrir það 
tilvik. 

Magnús Jónsson. 
Garöar N. Dak. Hræðan. 

(Saga). Eg sat og keptist við að skrifa. Eg þurfti að Ijúka 
við það um kveldið, hafði því aflokað hurðinni og var 
staðráðinn i þvi að hleypa engum inn. 

En ekki leið á löngu fyr en eg heyrði að einhver var 
að koma upp stigann. Hann fór hægt og gætilega, dragn- 
aðist tröppu af tröppu. Eg bað hamingjuna að gefa 
að hann ætlaði ekki til min — hver sem hann var. En 
öll skrift var komin út um þúfur hjá mér meðan á þessu 
stóð. 

Eg hallaði mér aftur á bak í stólnum og beið þangað 
til hann barði — hjá mér. 

»Gerið svo vel«! kallaði eg hálfönugur, en mundi þá 
eftir að lokað var, stóð upp og opnaði hurðina. 

Inn kom Þorlákur Þórðarson, og fór sér hægt og ró- 
lega. Hann heilsaði mér með handabandi, rétt eins og 
við hefðum ekki sést langa lengi. Svo tók hann klút upp 
úr vasa sinum og snýtti sér. Hrúgur af snjó lágu ágólf- 
inu eftir hann. 

»Fáðu þér sæti«, sagði eg og hélt áfram að skrifa. 

Þorlákur settist, hægt og varlega, eins og hann væri 
að reyna hvort stóllinn þyldi þunga sinn. Hann mjakaði 
sér til i stólnum og dæsti, Svo tók hann bók af borðinu 
og fór að blaða i henni. 

»BöIvaður dóninn«, hugsaði eg með mér. »Nú óhreink- 
.ar hann fyrir mér bókina«, 

Við og við gaut hann til mín augunum. Eg lauk við 360 Hræðan. 

bréfið og sló utan um það. Eg var blátt áfram kominik 
í vont skap; eg varð að losna við þrælinn sem fyrst. 

»Jæja«? spurði eg og sneri mér að Þorláki. Það' 
rumdi i honum, hann lygndi aftur augunum og lagði frá sér 
bókina. »Erindisleysa«, sagði hann. »Eg sá Ijós hjáþéry 
og leit upp til þín út úr leiðindunum og iðjuleysinu«. 

»Ertu ekki á háskólanum, maður minn« ? spurði eg 
aftur, »og talar þó um iðjuleysi með köldu blóði og án 
þess að skammast þín«. 

— »Út úr leiðindunum og allsleysinu vildi eg sagt 
hafa«, sagði hann. 

»Þorlákur« ! sagði eg, »úr þvi að eg sé þig nú einu 
sinni ófuUan, þá er bezt að eg segi þér það sem eg meina; 
þú ert fjandans ómenni og ættir sannarlega að skamm- 
ast þín«. 

Hann leit á mig stórum augum. »Eg að skammast 
min« ! Hann hristi höfuðið. »Kann það ekki, laxmaður«. 
Hryggurinn bognaði aftur, og hakan hné niður á bringuna. 
Þorlákur hékk á stólnum eins og hann var vanur. 

Eg sat og horfði á hann. Eg þurfti að halda áfram að^ 
skrifa, eg gat ekki fengið mig til þess meðan hann hékk 
þarna yfir mér. Og þótt eg reyndar oft hefði séð hann 
öU þessi ár sem hann var búinn að vera á öllum þessum 
skólum, þá hafði eg aldrei séð eins vel og nú hvilík eymd- 
armynd hann var orðinn, og hvað sáraKtið var eftir af 
honum. 

Eg gat ekki fengið mig til þess að reka hann út 1 
kuldann áður en honum var farið að hlýna. 

Mjór og visinn, skröltandi innan í óhreinum fataræfl- 
um, órakaður og ókembdur, hrukkóttur og hæruskotinn,, 
augun sljó og rauð og hendurnar titrandi. 

Eg hef aldrei getað séð titrandi hendur á aumingja 
án þess að fyllast meðaumkunar. Kannske hafa það ver- 
ið titrandi hendurnar á Þorláki sem vöktu meðaumk- 
unina hjá mér. 

Þetta var Þorlákur, sem fyrir nokkrum árum var öll- 
um fremri og glæsilegri i öUu. — Meðan eg horfðí á hanny Hræðan. 361Í 

og var að hugsa um þetta, var hann við og við að skotra 
til mín augunum, eg sá að hann sá hvað mér bjó i brjósti^ 
og að honum var dáhtið órótt. 

Mér þótti vænt um það. 

»Hvað hefurðu eiginlega fyrir stafni«, sagði eg, »eða 
á hverju lifirðu, ef maður á að kalla þetta líf?« 

»0, eg kenni«. 

Eg hló við. »Kennir«! 

Eg vissi að sex daga af vikunni var hann ósjálf- 
bjarga af drykkjuskap. 

»Já, það er satt, eg kenni dáhtið — þegar eg get 
komið þvi við. Og þú — og aðrir góðir menn lána mér 
stundum krónu og krónu. Eg þarf litið að eta«. 

»En þeim mun meira að drekka«, sagði eg. Eg var 
staðráðinn i að reyna að æsa hann upp, og fá hann til 
að skammast sin. Hann var ófullur, en æði »timbraður«. 
»Segðu mér nú satt, Þorlákur, skammastu þín ekki fyrir 
að vera orðinn sá ræfill, að hverjum dóna þykir skömm 
að því, að koma nálægt þér«? 

Þorlákur leit snöggvast á mig, dáhtið undrandi en 
auðsjáanlega alveg gremjulaust. 

»0-nei«, sagði hann kæruleysislega. 

»Þú ert umskiftings-ræfill«, sagði eg æstar. »Manstuí 
kannske ekki eftir ungum manni, sem við þektum allir 
fyrir fáum árum? Manni, sem allir kennarar hrósuðu, og 
sem átti hrós þeirra skilið, manni, sem allar stúlkur litu 
hýrum augum eins og eðlilegt var, sem allir félagar dáð- 
ust að og virtu. Manstu ekki eftir honum? Manninum sem 
eg og aðrir flúðum til þegar við þurftum á ráðum og hjálp 
að halda. Sem var skapaður til að verða mikilmenni og 
þarfasti maður þjóðfélagi sínu. Veiztu að það varst þú, 
ræfillinn þinn, sem eyðilagðir þennan góða dreng fyrir 
mér og öðrum? Þú áttir ekkert með það« ! 

Eg barði í borðið, því eg sá ekki að orð min hefðu 
minstu áhrif. Þorlákur sat með augun aftur, en þegar 
eg barði í borðið hrökk hann við og leit upp. 

»Hva — hvað var eg — varst þú að segja«, sagðí *^62 Hræðan. 

hann. »Þú virðir mér til vorkunnar, það er svo óvana- 
degt að svona vel fari um mann«. 

Eg stóð upp og fór að ganga um gólf. Mér var al- 
-veg nóg boðið hvað maðurinn var orðinn aumur. Eg sá 
.háfgert eftir því að hafa verið að reyna að koma hfi i 
þetta skrifli, og vorkenna honum. 

Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði á 
mig. 

»Eg segi þér það satt«, sagði hann loks, »að mér er 
^lveg sama hvernig það veltur alt saman«. 

»Eg þykist sjá það«, sagði eg. 

»Það er satt sem eg sagði þér, að eg kenni, en ekki 
lifi eg á því. Eg fæ aldrei neitt fyrir það — eða sjald- 
nast. Til min koma engir nema þeir, sem ekki geta borg- 
.að. Og hvernig ætti eg að taka hart á því, eða að vera 
að krefja, eg«, — hann brosti ofurHtið. Það var fyrsti 
svipur af fyrra Þorláki, sem eg sá eftii: að hann kom inn. 
»Nei, mér er alveg sama hvernig það veltur alt saman«. 

Eg settist niður aftur. Meðaumkunin var nú aftur 
vöknuð hjá mér, meiri en áður. 

»Þorlákur«, sagði eg, svo bhðlega sem eg gat. »Það 
er hörmung að sjá þig svona gereyðilagðan. Heldurðu að 
það sé nú alveg óhugsandi áð þú getir hert þig upp og 
rétt við úr þessari dæmalausu eymd. Eg trúi því varla 
að það sé ekki sá maður eftir í þér af öllu því, sem þú 
hafðir áður. Heldurðu að það sé ómögulegt, ef þú aðeins 
tækir á öllu þvi sem þú átt eftir? Viltu ekki reyna það?« 

»Gróði Doddi, vertu nú ekki að þessu«, sagði Þorlák- 
xir, »það er alveg þýðingarlaust, núna«. Hann hallaði sér 
.áfram, og kom við handlegginn á mér. »En gerðu nú 
^itt fyrir mig. Gefðu mér einn dropa, ef þú átt hann ! 
Þú hefir altaf verið svo góður, Doddi minn, og aldrei neit- 
.að mér alveg um hjálp, þegar eg hef flúið til þín. Eg 
.þarf að fá dropa, og ef þú gefur mér hann ekki, þá hætti 
^g ekki fyr en eg fæ einhversstaðar 25 aura — eða dropa«. 

Hann horfði á mig, sljóum, auðmjúkum bænaraugum; 
«eg gat ekki orðið reiður. Eg átti hálfa flösku af Whisky, Hræðan. 363 

'Og mér fanst það gustuk að láta hann ekki flækjast víðar 
jþað kveldið i kulda og myrkri. Eg náði i flöskuna og 
jhelti i staup handa honum. 

»Viltu vatn?« spurði eg stuttur i spuna. " 

»Dry, friend, dry«! sagði hann og hóf upp staupið. 
Hann horfði fyrst á það litla stund, hugur hans var i 
paradis eftirvæntingarinnar, svo hvolfdi hann víninu i sig. 
Eg helti i staupið aftur, eg vissi að óþarfl var að spyrja 
hvort hann vildi meira. Hann tók það þegar, og saup 
helminginn úr því. Svo ræskti hann sig og dæsti og lét 
staupið á borðið. 

»Eg losna aldrei við mannskrattann«, hugsaði eg með 
mér. En eg gat ekki fengið mig til að segja honum að 
Ijúka úr staupinu og snauta svo út. Honum leið nú auð 
sjáanlega svo vel, og enn þá gat eg aldrei séð hann án 
þess að sjá þann gamla Þorlák, sem eg hafði þekt, stór- 
an og glæsilegan, gegn um druslurnar. 

Það var nú óðum að lifna yflr honum. Dálítill roði 
færðist í kinnarnar, og augun urðu fjörlegri. 

Deyfðin og svefninn var rokinn af honum. Hann var 
allur að færast i aukana af áhrifura vínsins. 

Mér datt i hug að reyna að gera nýja tilraun að vekja 
manninn i honum. 

»Það er synd hvernig þú ert farinn, ÞorIákur«, sagði 
eg alvarlega, »að þú skulir vera orðinn andlegt og líkam- 
legt lítilmenni, þú, sem varst andlegt og líkamlegt stór- 
menni. Gáfaður og fagur og virtur af öllum. Heldurðu 
að það sé engin leið fyrir þig til þess að snúa við og 
rata á rétta Ieið?« 

»Eg heyrði til þín áðan«, sagði hann, »þú meinar það 
efalaust vel, eg veit að þú vilt mér vel, og ert góður 
drengur. — En þetta er alveg þýðingarlaust. Mér er það 
alt sjálfrátt, eða var það að minsta kosti sjálfrátt fyrst 
lengi vel. Það var engin freisting. En eg hef valið mér 
þetta hlutskifti og það mun ekki frá mér takast«. Hann 
:saup út það sem eftir var i staupinu, og rétti það svo að 864 HræðaD. 

mér. »Eitt enn pkj þú neitar mér ekki um það. Aðeins 
eitt staup ennþá, Doddi rainn«. Eg gaf honum það. 

»Já, þú segir að eg haíi eyðilagt mann fyrir þér«. Hann 
hélt um fótinn á staupinu, og hringsnéri þvi og horfði á 
það á meðan hann talaði. Skjálftinn var nú farinn af 
hendinni og röddin var orðin sterkari og Hkari og fyr. 
»Það hef eg ekki gert. En eg hef búið til mann handa 
þér, mann sem þú getur hjálpað og glatt, prédikað fyrir 
og hugsað um«. 

»Ef eg hefði nokkra von«, greip eg fram i fyrir hon- 
um, »þá skyldi eg glaður prédika og hjálpa, en nú hefirðu 
sjálfur sagt það alveg þýðingarlaust. Þar af leiðandi get 
eg ekki orðið Samverjinn miskunnsami þín vegna«. 

»Hlustaðu á mig«, sagði hann, »eg hef sett upp hræðu 
handa þér og öðrum, ógeðslega, andstyggilega hræðu á 
leiðinni að forboðna trénu. Geturðu hugsað þér betri 
hræðu? Nei, það geturðu ekki«. Hann þagnaði og horfði 
á mig, en eg sagði ekkert og hann hélt áfram. »Hef eg 
þá ekkert gert? Hef eg þá eyðilagt sjálfan mig til ein- 
skis ? Hef eg þá ekki unnið mikið verk og þarf t ? Hugs- 
aðu þér allan þann hóp ungra manna, gáfaðra og vaskra 
drengja, sem eru á leiðinni til sollsins, sjá svo þessa hræðu, 
mig, og snúa aftur«! 

»Þú ætlar þó vænti eg ekki að reyna að telja mér 
trú um að þú hafir eyðilagt líf þitt af eintómum mann- 
kærleika?« sagði eg, »að tilgangurinn hafi yfir höfuð verið 
nokkur hjá þér með svalli þínu og ólifnaði. Drektu 
úr staupinu og hættu þessu bulli«. 

Hann drakk úr staupinu. 

»Þú hefir altaf verið mér vinur«, sagði hann, »þú 
einn hefir, held eg, altaf skilið það að — að eg hefi 
stundum átt dálítið erfiðar stundir. Þú veizt það, að lífið 
er enginn leikur. — Það kom atvik fyrir mig í Höfn, 
sem var þannig að eftir það gat eg ómögulega lifað; það 
var þröskuldur, það var eins og þverhníptur hamar fyrir 
mér, og engrar áframkomu von. Þú veizt, að lífið er eng- 
inn leikur — en þú veizt ekki hvað það er að verða Hræðan. 365 

'fyrir slíku. Þegar alt er tapað með því eina, sem mátti 
ekki missast. Þá var eins og sólin misti birtu, allir litir 
fölnuðu og alt var i einu orðið tómt og tilgangslaust. — 
Kannske hefði eg þá átt að deyja strax — en þá var 
iþað, að mér datt í hug þetta með hræðuna«. 

Hann þagnaði um stund, og studdi hönd undir kinn. 
;Eg sat þegjandi, eg gat ekkert sagt. 

«Það var satt sem þú sagðir áðan«, sagði hann loks- 
ins. »Eg átti margar vonir, og eg hafði nokkurn rétt til 
að hugsa hátt og búast við allmiklu af hfinu. Og eg 
hugsaði hátt! Eg gat ekki skilið við lifið án þess að 
gera eitthvað og — þetta var eina ráðið. Nokkuð hefir 
það kostað«. — Hann leit æðislega á mig, svo eg hrökk 
við, og greip fast i handlegginn á mér. »0g i guðsbæn- 
um«, stundi hann, »segðu ekki að verk mitt sé til einkis«. 

Eg sagði ekkert, og hann settist þunglamalega niður, 
hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. 

I hugsunarleysi helti eg enn 1 staupið. Þorlákur 
brosti og leit á mig þakklátum augum. 

»E,g skil þig að vísu ekki vel«, sagði eg, »en eg 
trúi þér«. 

»Talaðu ekki meira um það«, sagði hann. »Mér er 
sama hvað þú heldur um það, og mér er sama hvernig 
það veltur alt saman. Alveg sama. En nú fer eg«. 
Hann stóð upp, og eg sá að hann var óstyrkur á 
fótunum. 

Eg stóð líka upp, og beið eftir því að hann færi. 
;En hann hikaði við, og eg sá að hann langaði til að segja 
•eitthvað meira. 

»A eg að ganga með þér«, spurði eg. 

»Nei, ekki núna«, sagði hann. En það er eitt, sem 
mig langar til að biðja þig um. Þér finst það kannske 
barnalegt, en mig hefir lengi langað til að biðja þig um 
J)að«. 

»Hvað er það?« spurði eg. 

»Eg veit að þú gerir það, Doddi«, sagði hann, »þú 
<ert eini maðurinn sem eg get beðið um það, eg veit að 866 Hræðan. 

þú gerir það með því geði sem eg vil. — Þegar eg dey^ 
þá gengurðu með mér upp i garðinn. Finst þér það ekki 
barnalegt, en það verða vist ekki margir sem fylgja — 
hræðunni«, bætti hann við og brosti. 

Og eg gleymi ekki þvi brosi. 

— Svo kvaddi hann og fór. 

Þórir Bergsson. Um Ijós- og litaskynjanir. 

Hollenzkur stjörnufræðingur og stærðfræðingur,. 
Huyghen að nafni, setti fyrstur manna árið 1678 fram þá 
kenningu, að Ijósið væri sveiflur, sem hinn lýsandi líkami, 
Ijósgjafinn, orsakaði og setti af stað. Honum tókst aldreí 
að sanna þetta. Um þetta sama leyti (um 1670) kom 
Englendingurinn Newton fram með ódeiliskenningu sina, 
og þóttist með henni geta skýrt alla eiginleika Ijóssins. 
Vegna þess álits, sem hann hafði, þá vann hin kenn- 
ingin sér htið fylgi og lá niðri þangað til að enski vís- 
indamaðurinn Thomas Young sannaði, að Ijósgeislarnir 
eru sveiflur, bylgjuhreyfing, sem Ijósgjafinn veldur. 

En Newton fann samtimis annað einnkenni Ijóssins, sem 
gerbreytti hugmyndum manna um eðli þess, og það var þetta, 
að i því eru margar geislategundir, sem hver hefir sina 
eiginleika. Hann fann það þannig, að hann lét sólarljós- 
ið falla inn um örmjótt gat inn í aldimmt herbergi., Kom 
þá fram lítill hvitur depill, þar sem geislinn féll á hvítt 
spjald, er hann hélt fyrir; en léti hann geislann fyrst 
fara i gegnum fágaðan glerþrístrending, er sneri einni 
röndinni beint niður, þá kom ekki fram hvítur depill á 
spjaldinu, heldur afiangur, marglitur blettur, og miklu ofar 
heldur en depillinn hafði komið. Þenna blett vil egnefna 
litaband sólarljóssins (sólspektrum). 

Þessi tilraun sýndi, að í sólarljósinu eru margskonar 
og marglitir geislar, sem allir brotna mismunandi mikið,i) 

1) Áðnr höfðu menn álítíð, að það væri glerið, sem breytti Ijós- 
inu þannig; menn gátu ekki skilið að svo margir litír væru i hvita 
Ijósinu, og urðu um þetta miklar deilur milli N. og andstæðinga hans. 568 Um Ijós- og htaskynjaair. 

-ef þeir fara í gegnum glerþrístrending. Nú vitum við, 
að Ijósgeislarnir eru sveiflur; sveiflulengdin aðgreinir hin- 
ar ýmsu geislategundir ; við skynjum það sem liti. Þvi 
meiri sem sveiflulengdin er, þvi minna brotnar geislinn, 
þvi krappari sem sveiflan er, þvi meir brotnar hann. 
Rauðu geislarnir hafa mesta sveiflulengd, brotna minst og 
koma neðst á bandinu; fjólubláu geislarnir krappasta eða 
styzta sveiflu, brotna mest og koma efst á litabandinu. 
Litirnir i bandinu eru ekki glögglega aögreindir, heldur 
renna hver yfir i annan; það er ekki heldur slitið í sund- 
ur. Geislategundir sólarljósins hljóta því að vera óend- 
anlega margar. Litirnir eru það þá i rauninni einnig. 

Vanalega eru litirnir þó aðeins taldir 5 (7) og eru i 
þessari röð: rautt, (rauðgult), gult, grænt, blátt, (indigó- 
blátt) og f Jólublátt. Litir Ijóslitabandsins voru kallaðir frum- 
litÍTj allir aðrir litir afleiddir litir. 

Helmholtz, þýzkur lífeðlisfræðingur, setti þá kenningu 
fram, að frumlitirnir væru aðeins þrir: rautt, grænt og 
fjólublátt. AUa hina mætti mynda af þessum þremur. 
Þannig væru litirnir miUi rauða og græna litarins á lita- 
bandinu sambland af þeim. Blái liturinn samruni af græna 
og f jólubláa litnum ; purpuraliturinn sambland af rauðu og 
íjólubláu. 

Hvita litinn má búa til með ýmsu móti úr htumlita- 
bandsins. T. d. með því, að sameina alla geislana aptur 
með safngleri. Ef litabandinu er látið bregða hiatt 
fyrir, þá renna og allir litirnir saman i eitt. Þrir fyrstu 
litirnir ilitabandinu mynda einnig hvitt við samruna. Hvítt 
má jafnvel fá af tveimur litum,semhafa sérstakan styrkleika 
og blandað er saman i sérstöku hlutfalli; þessir litir eru 
kallaðir samstæðir litir (komplementerir htir). Sem dæmi 
má nefna rautt og blágrænt, rauðgult og blátt, gult og 
fjólublátt. Bezta og einfaldasta ráðið til þess að athuga 
samruna lita fann enskur eðlisfræðingur, Maxwell. Hann 
lagði málaðar töflur á hjól, sem snerist með miklum hraða. 
Þegar hjólið er búið að ná ákveðnum hraða, hættir augað / Um ljÓ8- og litaskynjanir. S69 

að greina einstaka liti ; þeir renna þá saman i einn lit og 
þannig má finna allar litbreytingar. 

Rauðgult og blátt eru samstæðir litir á Maxwells 
hjóli, en hitt er þó alþekt, að þessir litir hjá málurum 
mynda grænt. Hvernig getur staðið á þvi? Setjum svo 
að farfinn sé á hvítum pappír. Hvitu geislarnir frá papp- 
Irnum fara í gegnum blátt og rauðgult litarefni í auganu. 
Bláa litarefnið hleypir aðeins grænum og f jólubláum geisl- 
um i gegn, en stöðvar þá rauðu. Gula litarefnið hleypir 
aðeins rauðum og grænum geislum i gegn, og stöðvar þá 
fjólubláu. Rauðu og fjólubláu geislarnir komast þannig 
aldrei til sjóntaugarinnar, skynjast þvi ekki; græni litur- 
inn er sá eini sem skynjast. 

Þær athuganir, sem Helmholtz gerði, og komu honum 
og öðrum á þá skoðun, :iö þcssir þrir litir væru frumlitir, 
voru þessar: Ef augað horfir lengi á sama lit, þá þreyt- 
ist það, verður örmagna. Ef það nú t. d. er orðið þreytt 
af að horfa á rautt, og svo er brugðið upp fyrir þvi sterk- 
um gulum lit, þá sýnist hann grænn eða grænleitur. Ef 
augað er orðið þreytt af aö horfa á grænt, og á svo að 
horfa á bláan lit, þá sýnist hann fjólublár. Við að rann- 
saka þannig alla liti, þá kom það i Ijós, að það voru ætið 
sömu litirnir, sem augað reyndist ofreynt af, og það voru 
þessir þrir: rautt, grænt og fjólublátt. Þessir þrir litir 
hlutu því að vera frumlitir. Helmholtz fann einnig, að 
þessa liti var ekki hægt að mynda með samruna neinna 
annara lita, en aftur á móti að það var hægt að mynda 
alla aðra liti af þessum þremur. 

Á þessum athugunum bygðu nú Thomas Young og 
filðar Helmholtz kenningu þá um litaskynjanir, sem við þá er 
kend. Ræðir hún um, að í nethimnu augans séu þrenns- 
konar skynjunarfrumur, sem svari til þessara þriggja 
frumlita. AUar litabreytingar myndast þá þannig, að þess- 
ar frumur verða fyrir misjöfnum áhrifum. Hvitt skynjast 
þá, þegar allar frumurnar verða fyrir jöfnum áhrifum. 
Ef þannig geislar, sem hafa mikla sveiflulengd (eru i rauða 
-enda litabandsins), verka á nethimnuna, þá verka þeir 

24 8?0 Um Ijós- og litaskynjanir. 

mest á þær frumur, sem svara til rauða litarins, en sama 
sem ekkert á hinar, og við skynjum þá sem rauðan lit. Geisla, 
sem verka mikið á rauðu frumurnar i nethimnunni og 
enn meira á þær grænu, en lítið á fjólubláu frumurnar, 
skynjum við sem rauðgulan lit, o. s. frv. 

Auk þeirra geisla, sem við skynjum, eru margir, sem 
við ekki getum skynjað. Eru þeir djúprauðir og djúp- 
fjólubláir og liggja til beggja enda litabandsins. Við sjá- 
um þvi ekki nema miðhluta þess. Djúprauðu geislarnir 
brotna minna en rauðu geislarnir, eru hitamiklir en hafa 
litil áhrif á hfræn efni. Djúpfjólubláu geislarnir brotna 
meira en aðrir Ijósgeislar, þeir hafa mikil áhrif á Kfræn 
efni — eru t. d. þeir geislar, sem Ijóslækningar Finsens 
byggjast á — , en hita htið. En þessa geisla getum við 
ekki skynjað með vorum skynjunarfærum. 

Ef við nú látum geislana frá glerþristrendingnum falla 
i gegnum rautt gler t. d , þá hverfa allir litirnir, nema 
rauði liturinn; gierið hleypir aðeins rauðu geislunum i gegn, 
við skynjum aðeins þá og köllum glerið rautt. Ef glerið 
er grænt, þá sleppa grænu geislarnir i gegn, og nokkuð af 
þeim rauðu, af því að græni liturinn á glerinu hefir í sér 
ögn af rauðura lit. Litur gagnsærra hluta er þannig kom- 
inn undir því, hvaða geislar komast i gegnum þá. 

Ogagnsæir hlutir, sem ekki eru sjálflýsandi, eru sýnileg- 
ir vegna þess, að þeir kasta altur nokkru af þvi Ijósi, 
sem fellur á þá. Litur þeirra fer þá eftir því, hvaða geisl- 
um þeir kasta aftur og hverja þeir draga i sig (éta). Só 
ógagnsær hlutur t. d. rauður, þá er það af því, að hann 
kastar rauðu geislunum frá sér, en étur alla hina. Sé 
hann brúnn, þá kastar hann aftur geislum af ýmsum lit- 
um, sem blandaðir saman mynda brúna litinn; og því 
dekkri er liturinn, sem færri geislar kastast aftur, því 
Ijósari, sem afturkastið er meira. Hvitur er þvi sá hlutur, 
sem kastar aftur öllum geislum sólarljóssins, og svartan 
köllum við þann hlut, sem étur þá alla. Svart er með 
öðrum orðum í rauninni enginn litur. En auðvitað sýnist Um Ijós- o^ litaskynjanir. 371 

oss einnig sá hlutur svartur, sem endurkastar aðeins hin- 
um ósýnilegu djúprauðu og djúpfjólubláu geislum. 

Litir hluta eru einnig undir þvi komnir hverskonar 
Ijós fellur á þá. I lampaljósinu eru margir rauðir og 
grænir geislar og einkum margir gulir, en litið af bláum 
og fjólubláum geislum. Dimmbláir hlutir, t. d. föt, sýnast 
þess vegna svört i lampaljósi, af þvi að i þvi eru sv^o fáir 
bláir geislar. Sumir blcíir litir hafa mikið i sér af græn- 
um lit og þess vegna geta þeir sýnst grænleitir við lampaljós. 

Ef mikið er af raka í loftinu við sólarlag eða sóiar- 
upprás, þá slær roða á himininn. Vatsgufan kastar flest- 
um geislum aftur öðrum en þeim rauöu. Af þvi Ijósi, er 
fellur á jörðina, kastast mikiö aftur út ígeiminn; nokkuð 
af þvi kastast þaðan aftur, einkum bláir geislar; þess 
vegna er himininn blár. 

Auk Young-Helmholtz kenningarinnar var önnur kenn- 
ing sett fram af Hering. Hvorug þeirra gat viðunanlega 
skýrt ýms fyrirbrigði við litaskynjanir. Eitt af þeim er 
litbUndni. Sumir eru algerlega litblindir, en algengast er 
þó, að menn geti ekki aðgreint rautt og grænt. Hvorug 
kenningin gat útskýrt þessi fyrirbrigði viðunanlega. Hefir 
mikið verið hugsað og ritað um þetta og kenningarnar 
endurbættar á ýmsa vegu, án þess þó að vera fullnægj- 
andi. 

Einkum eru athuganir C. J. Burch's merkilegar. Hann 
fann, að með því að horfa á sólina gegnum litað safngler, 
þá varð augað litblint fyrir þeim lit, sem glerið hafði. Ef 
glerið t. d. er rautt, þá getur augað fyrst á eftir ekki 
greint rautt ; því sýnist þá gul blóm græn, purpurarauðir 
litir fjólubláir. Ef glerið er fjólublátt, þá hverfur sú lita- 
skynjun; fjólublátt sýnist þá svart, purpurarautt fagurrautt 
0. s. frv. Svona má halda áfram með alla liti ; litaskynj- 
anirnar breytast þá eftir því, hvaða litur skynjast ekki. 
Ef annað augað er litblint á purpurarautt og hitt á grænt, 
þá sýnast allir hlutir með sinum eiginlegu litum, en miklu 
sterkari en áður. Ef notað er litaband með mjög sterkum 
litum og augað látið horfa á einhvern tiltekinn lit, þá^ -"ST^ - Um Ijós- og litaskynjanir. 

-verður það þreytt og hættir bráðlega að greina þann lit. 
Ef það t. d er græni liturinn, þá sýnist manni rauði og 
^blái liturinn liggja hlið við hlið. En ef augað er látið 
horfa á gula litinn, þá hverfur eigi aðeins sá litur, held- 
w einnig sá rauði og græni. Þetta styður kenningu 
Young-Helmholtz, að guJi liturinn sé sambland af rauðum 
og grænum lit. Með samskonar athugunum á ýmsum lit- 
um litabandsins má aðgreina frumliti og aíieidda liti. 
Burch korast að þeirri niðurstöðu, að kenning Young-Helm- 
holtz væri rétt, aðeins væru frumlitirnir f j ó r i r og væri 
blái liturinn sá fjórði. Hann fann ekkert, sem benti á rétt- 
mæti kenningar Herings. Þessar athuganir gerði Burch á 
fjölda manna, og varð niðurstaðan í öllum aðalatriðum sú 
sama á þeim öllum. 

í myrkri, þegar augað hefir fengið tíma til að ven]- 
ast þvi, breytist Ijósmagn litanna i litabandinu. Það sést 
ekki eins mikið af rauða litnum, og hann sýnist miklu 
dekkri, blái endinn Ijósari, en birtumestur er græni litur- 
inn orðinn. Allitblindum manni sýnist alt litabandið eins 
litt, aðeins misjafnlega bjart, og bjartast i græna litnum. 
Sachs hefir sannað það með nákvæmum rannsóknum, að 
augasteinninn stækkar og minkar eftir þvi, hve mikið Ijós- 
magnið er, sem verkar á augað; augnasteinninn dregur sig 
mest saman við áhrif gulu geislanna, en hjá litblindummanni 
við áhrif gulgrænu og grænu geislanna. Rauðu geislarnir, 
sem valda miklum samdrætti á eðlilegu auga, hafa litil áhrif 
á litblint auga. 

Það er alment álitið, að ómögulegt sé að fá neina 
ábyggilega vissu um Ijós- og litaskynjanir dýra, með þvi 
að þau geti ekki með neinu móti gefið oss neina vitneskju 
iim þær. Menn gleyma hversu ófullkomin sú vitneskja er 
-sem aðrir menn geta gefið um sjónarskynjanir ; þó t. d. 
einhver kalli þann hlut rauðan, sem mér sýnist einnig 
xauður, þá hefir hann ef til viU alt annan blæ fyrir hon- 
jum en mér. Prófessor Hesz frá Wiirzburg hefir gert itar- 
legar rannsóknir á Ijósskynjunum dýra, og kemst hann að 
þeirri niðurstöðu, að sú ætlun^ sem hingað til hefir verið Um Ijós- og litaskynjainr. Sl^ 

ráðandi, að dýr skynji liti á sama hátt og við, sé ekki rétt. 
f myrkraklefa lætur hann hvít korn á svart borð og 
lætur svo litaband með sterkum litum falla á kornin, 
þannig að þau sjást með öllum litum. Sé nú api settur á- 
borðið, fer hann þegar i stað að tína þau korn, sem 
hann getur séð. Eftir nokkrar sekúndur hefir hann tint 
öll kornin, sem sýnileg eru fyrir heilbrigðu mannsauga, 
og ekki fleiri. Ef Ijósmagnið er minkað, þá sér manns- 
augað, sem orðið er vant myrkrinu, einungis þau korn, 
sem liggja i gulgræna og græna litnum; kornin sýnast nú 
litarlaus. Apinn, sem hefir haft jafn-langan tima til að 
venjast myrkrinu, tinir aðeins þau korn, sem mannsaugað 
sér hka. Þessar tilraunir sýna, að apaaugað sér jaf n- langt 
til beggja hliða á litabandinu og mannsaugað, og breyting- 
arnar, sem verða á auganu i myrkri, eru þær sömu hjá báðum, 
Til þess að geta gert sömu tilraunirnar á fugium, þá 
varð fyrst að slá þvi föstu, að það væri aðeins sjónin, 
sem réði úrslitunum, og að lyktarskynjanir kæmu ekki 
til greina Til þess aö komast fyrir þetta, þá var smyr- 
ill settur i myrkraklefa og látinn kjötbiti fyrir framan hann 
á skáhalt svart borð. Ljósið fellur inn i klefann um 
gat, sem er fyrir ofan og aftan höfuð smyrilsins, þannig 
að það fellur á kjötið meðan fuglinn situr kyr, en þegar 
hann teygir hausinn fram til þess að ná i kjötbitann með- 
nefinu, þá fellur skugginn á kjötið; hann kippir nú hausn- 
um aftur, því hann sér það ekki lengur. Ljósið fellur nú 
aftur á bitann, og aftur teygir hann fram hausinn án þess 
þé að ná í kjötbitann, sem altaf hverfur i skugganum. 
Þetta sýn r að það er aðeins sjónin, sem ræður. Að þcssui 
er eins varið með hæns, sést meðal annars af þvi, að þau 
tina aldrei í myrkri, þó að fult sé i kring um þau af 
korni. Ef hæna er sett á svarta borðið í myrkraklefan- 
um og hrísgrjónum er stráð á litabandið, þá tinir hænan 
kornin út að rauða endanum hér um bil eins langt og 
þau eru sýnileg fyrir mannsauga; hún tinir einnig þau 
gulu, grænu og blágrænu, en snertir ekki þau dökkgrænu 
bláu, og f jólubláu, sem mannsaugað sér vel. Með sömu að- 374 [Jm Ijós- og litaskynjanir. 

ferð má sýna, að dúfur sjá mjög stutt út í rauða enda 
litabandsins. 

Um það atriði, hvenær litaskynjanir byrja hjá fuglura, 
þá hefir Hesz fundið, að þær væru orðnar fuUþroskaðar 
hjá ungum 48 kl. stundum eftir að þeir skriðu úr egginu. 

Þegar nethimna augans hjá þessum fuglum varrann- 
sökuð i smásjá, fanst ráðningin á þessu. Sjóntaugin end- 
ar í nethimnunni i sérstökum frumum, sem taka á móti 
áhrifum Ijóssins og láta þau svo berast til heilans sem 
skynjun. í þessum frumum eru hjá fuglunum, sem nefnd- 
ir liafa verið, oliudropar með sterkum gulum eða rauðum 
lit. Allir Ijósgeislar sem berast til augans, verða að fara 
í gegnum þessa dropa. Fuglarnir sjá þvi litina i kring 
um sig nokkuð Hkt og mannsauga, sem horfir i gegnuni 
rauðgult gler. Hjá náttfuglum eru þessir dropar aðeins 
Htið eitt guUeitir, og þeir sjá hka hér um bil út i enda 
bláa megin á litabandinu. Hesz hefir einnig með öðrum 
tilraunum sýnt, að hrísgrjón með ýmsum litum, sem lit- 
blindu auga á rautt og grænt mundu sýnast eins lit, eru 
af hænsum tind sundur eftir lit með hinni mestu nákvæmni. 
Alment er álitið, að hæns séu blind í myrkri. Tilraunir 
sýndu að svo er ekki. Hesz setti þau í myrkraklefa og 
lét svo mismunandi mikla birtu falla inn i klefann og fann, 
að þau gátu mikið vanist myrkrinu. 

Að sömu niðurstöðLi komst hann með skjaldbökur. I 
nethimnum þeirra eru cinuig gulir cða rauðir olíudropar. 
Tvídýr (amfibía) hafa cnga cða lítið litaða olíudropa í net- 
himnunni. Með fóðurtilraunura korast hann að þeirri nið 
urstöðu, að þau sæu jafn-Iangt út í báða enda litabands- 
ins eins og mannsaugað, og ættu nokkuð álíka hægt með 
að venjast myrkri. 

Þau einkenni, sera Hesz fann á Ijósskynjunum fiska, 
verða skiljanlegri þegar athugað er, hvað einkenni full- 
komna litblindni. Allitblindum manni sýnist litabandið 
litarlaust (grátt); því Ijósgrárra sem litirnir eru sterkari, 
því dökkgrárra sem þeir eru Ijósminni. Það er bjartast í 
gulgræna og græna litnum; rauðu litirnir eru IjósmÍMni Um Ijós- og litaskynjanir. 375 

((dökkgrárri) en bláu litirnir. Hesz fann nú, að fiskar, 
•einkum ungir fískar, leita þangað sem birtan er mest. 
Með þvi að breyta birtunni á ýmsum stöðum í búrunum, 
þá fann hann, að þeir gátu greint hér um bil hvað litla 
breytingu sem var. Hann lét nú Ijóslitaband falla á hæfi- 
lega langt og jafnhliða fiskabúr; fiskarnir syntu þá undir 
eins þangað sem gulgræni og græni liturinn var. I öðrum 
tilraunum lét hann Ijós með ákveðnu Ijósmagni skina á 
annan helming búrsins, en á hinn ýmislega lit ogmismun- 
andi sterk Ijós. Þannig var hægt að bera ýmsar Ijósteg- 
undir saman og mæla gildi þeirra fyrir auga fisksins. 
^iðurstaðan varð sú, að Ijósið verkaði á fiskaugað alveg 
•eins og sama Ijós mundi hafa verkað á allitblint manns- 
auga. Hvað rauði liturinn hefir Htil áhrif á fiskaugað, 
þó hann fyrir vorum augum virðist sterkur litur, sýnir 
þetta dæmi Ijóslega: I búrinu eru fiskar, sem finna fæð- 
una aðallega með sjóninni. Búrið er svo látið i myrkra- 
klefa, og hæ.filega sterkt Ijós látið falla á það. MiUi lamp- 
ans og búrsins er svo ýmist skotið dimmbláu eða Ijósrauðu 
gleri. I bláa Ijósinu gripa fiskarnir smá orma, sem kast- 
að er ofan i kerið. Allir rifast þeir um ormana, og það 
þó glerið sé svo dökt, að ormarnir séu naumast sýnilegir. 
I rauða Ijósinu aftur á móti, sem oss sýnist miklu bjart- 
ara, sjá fiskarnir ekki ormana og elta þá ekki, þó þeir 
fari rétt fram hjá nefinu á þeim og sjáist greinilega. Mð- 
urstaðan varð sú sama með allar flskategundir, sem til- 
raunir voru gerðar með ; þær fóru að eins og allitblindur 
maður mundi hafa gert undir sömu kringumstæðum. 

Af lindýrum hefir Hesz rannsakað um 25 tegundir og 
niðurstaðan ætíð orðið sú sama, að dýrin eru litblind og 
Jiafa nokkuð líka sjón og litblindur maður. Ýmsar krabba- 
tegundir, sem reyndar voru, leituðu þangað sem bjartast 
Tar i kerunum, og i lituðu Ijósi i gulgræna og græna lit- 
inn og hegðuðu sér gagnvart einlitu og marglitu Ijósi 
•eins og fiskarnir. Eins fór með lirfur og bjöllur. Til- 
xaunir með býflugur sýndu, að þessi ást á bláa litnum, 
flem margir rithöfundar tala um, alls ekki er til, og þær 876 Um Ijds- og litaðkynjanir. 

haga sér gagnvart litum alveg eins og fiskar og lindýr. 
Grrasa- og dýrafræðingar hafa haldið þvi fram, eins og 
kunnugt er, að litir blóma séu til þess að hæna að ým& 
skorkvikindi ; þeir séu nokkurskonar merkisveifur eða 
gestgjafaskildir. Þessi kenning, sem nú er sú algengasta, 
verður að vikja, þvi það er fullsannað, að býflugur hafa 
engar litaskynjanir, sem sé hægt að likja við vorar. Þær 
haga sér gagnvart litum alveg eins og litblindur maður 
mundi gera undir sömu kringumstæðum. 

Flestar þessar tilraunir voru gerðar við rafljós. Til 
þess þarf mikinn og dýran útbúnað. Einstaka mátti þ6 
gera við dagsljós; má taka til dæmis eina, sem einnig að 
að öðru leyti er fróðleg og skemtileg. Hún var gerð á lirf- 
um af algengri mýflugnategund. Ef vatnið í kerinu, sem 
þær lifa i, hefir verið kyrt um hrið, þá hanga lirfurnar 
við yfirborð vatnsins, en Hesz tók nú eftir þvi, að ef 
skugga bar á, hvað htill sem var, þá flýðu allar lirfurn- 
ar niður i vatnið, alveg til botns. fívað litil Ijósbreytingin 
þarf að vera, sýnir þetta dæmi Ijóslega: Ef kerið, sem 
lirfurnár eru i, stendur við glugga og hvitu pappirsblaði 
er haldið upp að þeirri hliðinni, er snýr frá glugganumy 
þá fellur á kerið, auk birtunnar frá gluggajium, einnig birta 
af papplrnum. Sé pappirnum nú kipt snögglega burt, 
þá er sú örlitla breyting á birtunni, er við það verður^ 
nægileg til þess, að allar lirfurnar flýja i óðagoti niður i 
vatnið. Þær flýja einnig ef látinn er grár pappir milli 
þess hvíta og kersins. Með þvi að nota ýmislega litan 
pappir má finna, hvaða litir lirfunum þykja Ijósmestiry 
því dýrin flýja einungis ef birtan er minkuö, aldrei ef 
hún eykst. Ef t. d. fyrst var látinn dökkblár pappír fyrir 
framan kerið, og svo skotið öðrum Ijósrauðum milli hans 
og kersins, þá flýðu dýrin i skyndi niður i vatnið, eins 
og ef mikinn skugga hefði borið á. Svo rauði liturinn 
virðist ekki heldur þessum dýrum IjósmikiII. Niðurstað- 
an varð hin sama við samanburð á öðrum litum, t. d. 
rauðgulu og grænu; þeim fanst græni liturinn bjartari. 
Það má einnig sýna með tilraunum, að þeim mýflugna- Um Ijós- og litaskynjanir. 87T 

sveimum, sem á sumrum sveima yfir i stórhópum, finst 
ekki heldur rauði liturinn Ijósmikill. 

Lubboek gerði þá merkilegu uppgötvun, að maurarn- 
ir gætu skynjað djúpfjólublátt Ijós. Hann áleit, að þeir 
skynjuðu það með ákveðnum lit, sem vér gætum ekki 
gert oss neina hugmynd um hvernig væri, og að »hlut- 
irnir fyrir þeim liti þess vegna alt öðruvísi út, en fyrir 
oss«. Rannsóknir Hesz veita oss alt annan skilning á þessum 
fyrirbrigðum. Djúpfjólubláu geislarnir hafa bylgjulengdina 
400—300 millimikron (1 millimikron er Vioooooo úr millimetra) 
— það eru yztu fjólubláu og djúpfjólubláu geislarnir; — 
það eru þessir geislar, sem eru aðal-geislarnir við geislabrot í 
málmum og vökvum (fluorescens^). Það var þvi ekki 
óliklegt, að úr þvi að maurar gátu skynjað þessa geisla,- 
þá ættu slík geislabrot einhvern þátt í því. Nákvæm- 
ar rannsóknir sýndu líka, að í þeim hlutum augans hjá 
krabbadýrum og skorkvikindum, sem brjóta Ijósgeislana, 
voru greinileg geislabrot, og að þeir sendu frá sér mikið 
af djúpf jólubláum geislum. Sérstaklega skiftir afstaða maur- 
anna máli í þessu efni. Með nákvæmum rannsóknum og 
mælingum tókst Hesz að sýna, að þegar hann t. d. tók 
djúpfjólubláu geislana burt úr dagsljósinu meö þar til 
gerðu gleri, þá fanst maurunum það ekki eins bjart og 
þegar þessir geislar voru einnig í því, og þó haf a þeir sýnilegu 
af þessum geislum fyrir vorum augum aðeins V200 ^f 
birtumagni dagsljóssins. Þessi dýr sjá ekki annað eða 
meira af Ijóslitabandinu en litblindur maður, sem hing- 
að til hefir þó verið álitið, og þau sjá ekki beinlínis 
djúpfjólubláu geislana, heldur óbeinlínis, sökum Ijósbrota 
augans sjálfs, þannig, að Ijósbrotin breyta grænu geislun- 
um, sem dýrin sjá ekki, svo að þeir verða sýnilegir, 
og það eru líka þessir geislar, sem dýrin skynja að séu 
bjartastir, eins og tilraunirnar sýna. 

Hesz fann, að hjá krabbadýrunum voru einnig mikiL ') Geislabrot (fluorescens) er sá eiginleiki, sem ýms efni hafa (t. 
d. steinolía) til að senda sjálf frá sér geisla, ef Ijós fellur á |)au, og 
hafa þessir geislar ýmsa liti, og eru því sérkennilegir fyrir hvert efni^ S78 Ura Ijós- og litaskynjanir. 

^ræn Ijósbrot í skildinum. Með þvi að vatn á miklu 
dýpi hleypir i gegn tiltölulega meiru af geislum með stuttri 
sveiflulengd (blátt- fjólublátt) en öðrum, þá er ekki ómögu- 
legt, að krabbar, sem lifa á ákveðnu dýpi, eigi hægra 
með að sjá félaga sina vegna Ijósbrotanna í skelinni. En 
um þetta verður ekki sagt með vissu fyr en búið er að 
rannsaka, hvað salt vatn og ósalt getur drukkið mikið i 
sig af þessum geislum. 

Eins og fyr er um getið, breytist stærð augasteins- 
ins við Ijósáhrif. Af hryggiausum dýrum eru hausfæti- 
ingar (cephalopodar) þau einu dýr, sem hafa augasteina, 
er taka breytingum við Ijósáhrif. Þeir eru mjög fjörugir, 
og þess vegna ágætt að gera tilraunir á þeim. Hesz tók 
fjölda augnabliksmynda af þeim undir áhrifum ýmislega 
lits Ijóss, og niðurstaðan varð sú, að Ijósið hafði alveg 
sömu eða hk áhrif á augu þeirra og augu allitblinds manns. 
Sama niðurstaða varð af síðari tilraunum. Þær gáfu einn- 
ig ýmsar fróðiegar bendingar um, hvenær Ijósskynjanirnar 
byrja. Löngu fyrir fæðinguna var sjónarliffærið fullþroskað 
og hafði öll þau einkenni, sem það heflr hjá fullorðna 
dýrinu. Lindýrsfóstur (hohgo), sem enn vantaði 5—4 vik- 
ur til að vera fuUburða, voru sett í ferstrend vatnsilát og 
litaband látið falla á þau. Þessi dýr höfðu sömu tilhneig- 
'ingu og ungir fiskar og krabbadýr til þess að synda þang- 
að, sem bjartast var, og söfnuðust saman i hinn gulgræna og 
græna hluta vatnsins. Þau syntu þaðan, sem rauða Ijós- 
ið fjell á, og þangað, sem vatnið fyrir vorum augum var 
dimmblátt. Ljósið verkaði eins á þeirra augu og ailit- 
blint mannsauga. 

Hesz minnist stuttlega á athuganir sinar á dýrum, 
sem ekki hafa sérstök sjónarhffæri. Hann gerði þær á 
skelfiskum. Sipho-skelfiskurinn er reyrmyndaður og getur 
teygt sig 1 — 2 sm. út úr skelinni, ef hann er látinn 
liggja óáreittur i sandinum. Hann er mjög næmur fyrir 
Ijósi, og ef Ijósgeisli er látinn falla á hann, þá dregur 
hann sig aftur inn i skelina að meira eða minna leyti, 
Tanalega þeim mun meir, sem Ijósið er sterkara og hann Um Ijós- o^ litaskynjanir. 379 

Ihefir verið lengur í myrkri. Hesz lét ýmislega lita geisla 
falla á skelflska, sem voru orðnir vanir myrkri. Augna- 
bliksmyndir sýndu, að þegar rauðu geislarnir féllu á þá, 
þá drógu þeir sig lítið sem ekkert inn í skelina. í gulu 
Ijósi nokkru meir, en þó sem litlu munaði; mest drógu 
þeir sig inn í gulgrænu og grænu Ijósi ; i bláu Ijósi minna 
• en i grænu, en þó miklu meira en i rauðu. Rannsóknirn- 
ar sýndu einnig, að þessi dýr eru jafn-viðkvæm eða þvi 
sem næst fyrir Ijósi með sama lit en ýmsum styrkleika 
eins og allitblint mannsauga. Svo viðkvæm eru þessi dýr 
fyrir áhrifum Ijóssins, þó þau engin augu hafl. Hann 
rannsakaði einnig, hvað þessi dýr vendust mikið myrkr- 
inu, og hann fann, að dýr, sem höfðu verið 30 mínútur í 
myrkri, voru 1 000 sinnum viðkvæmari fyrir Ijósi, en hin, 
sem höfðu verið i birtunni. 

Þcssar rannsóknir sýna, að aðeins Htill dýraflokkur 
skynjar Ktina á sama eða Kkan hátt og vér, nefnilega 
aðeins þau hryggdýr, sem anda með lungum, en öll önn- 
ur dýr, sem hingað til hafa veriö rannsökuð (fiskar og 
hndýr), haga sér eins og þau ættu að gera, ef Ijóskynj- 
anir þeirra væru eins eða mjög lil^ar og allitblinds 
manns. 

Það er ekki langt síðan að sii ætlun var sett fram, 

-að maðurinn hefði fyrst farið að skynja liti eftir að sögur 

gerðust, og hetjur Hómers liefðu þannig verið litblindar. 

Þetta nær engri átt, þvi nú hefir verið sannað að jafnvel 

tvídýr skynja Ijósið eins vel og vér, eða því sem næst. 

Fullkomin litbhndni, sem til þessa hefir ekki verið 
hægt að skýra, er þá ekki annað enóluliliomið þroskastig. 
Eftirtektarverð er einnig þessi staðreynd, að þau einkenni, 
sem auðkenna eðhlega sjón, þegar augað hefir vanist 
myrkri, er aftur hægt að finna hjá dýrum á mjög lágu 
þroskastigi, og jafnvel hjá þeim, sem enn hafa ekki neitt 
Æérstakt skilningarvit. 

M. Júl. Magnus^ 
læknir. Bertha y. Suttner. Eitt af mikilmennum heimsins er horfið oss sýnum. 
Bertha v. Suttner er látin. 

Bertha v. Suttner var fædd i Prag 1843. Foreldrar 
hennar voru marskálkur Franz v. Kinsky greifi og kona 
hans Sofía, fædd v. Körner, af kunnum skáldaættum. 
Hún var sjálf skáld og söngvin mjög, og virðist dóttirin 
hafa erft báða þá eiginleika. 

Kinsky greifi andaðist, áður dóttir hans var i heiminn 
borÍD, og bæði það og eins hitt að móðir hennar eigi var 
af aðalsættum og fremur litið við efni, olli þvi, að hún 
átti við ýmsa örðugleika að striða framan af æfinni. 
Hvergi i víðri veröld getur shkt aðalsdramb sem í Austur- 
ríki, má meðal annars ráðaþað af orðum Metternichs: »Der 
Mensch beginnt mit dem Baron«. »Þeir, sem eru óæðri 
en barónar, eru ekki menn«. Aðallinn i Austurríki heimt- 
aði þá 16 aðalborna forfeður bæði í föður- og móðurætt,, 
til þess að taka einhvern í sinn hóp, og Bertha v. Kinsky 
fekk að súpa á því seyðinu, að móðir hennar var af borg- 
araættum. 

Þegar hún var 18 ára, fékk hún i fyrsta sinn að fara 
á dansleik. Var þar bæði háaðallinn og einstaka, sem 
líkt var ástatt um og hana. Bertha var óvenju fríð sýn- 
um og hafði gert sér miklar vonir um að skemta sér, en 
önnur varð raunin á. Hún fékk aðeins tvo dansa, og 
bæði hún og móðir hennar voru látnar einar alt kveldið. 
Hve sár gremja hennar hafi verið má ráða af því, að á 
heimleiðinni afréð hún að játast fimtugum auðkýfing, er 
hafði beðið hennar þá nýlega. Þau trúlofuðust og nú var ' Bertha v. Suttner. 381 

hún tilbeðin eins og drotning i dansleikum og kærastinn 
sendi henni hverskonar skraut og dýrgripi. Svona leið 
ein vika. Þá vildi svo til eitt augnablik, að hún var ein 
i stofu hjá brúðgumanum tilvonandi, og varð honum þá 
á að kyssa hana i fyrsta sinn — og það beint á munninn. 
Hún rak upp hátt hljóð af viðbjóð og flýði — og daginn 
eftir sendi hún honum aftur allar gjaflrnar og rifti heiti 
sínu við hann, þrátt fyrir mótmæli móðar sinnar og ætt- 
ingja. 

Og nú byrjar Bertha v. Kinsky fyrir alvöru að búa 
sig undir að geta sjálf séð sér farborða. Hún lærir ensku, 
frönsku og itölsku til hlítar. Hún les allar helztu bók- 
mentir Evrópuþjóðanna. Hún les sögu^ efnafræði, mann- 
fræði, stjörnufræði — alt sem hún getur höndunum undir 
komist — en þó einkum og sér í lagi heimspeki, meira 
að segja jafn-strembna heimspekinga og Kant. Og þrátt 
fyrir allan þennan lestur er þó aðalstarf hennar að stunda 
söng og hljóðfæraslátt. Hún heflr óvenju fallega söngrödd, 
en þjáist af óskiljanlegum ótta í hvert skifti sem hún á 
að syngja opinberlega. Svona líður hvert árið á fætur 
öðru, unz hún er 28 ára að aldri. Þá kynnist hún prins 
Wittgenstein; hann var mjög mikill söngsnillingur, þau 
trúlofast, en hann deyr skömmu siðar, á ferð til Ameríku, 
þar sem hann ætlaði að syngja í ýmsum borgum. Bertha 
syrgði hann ákaft um tima, en segir þó sjálf, að ástin hafl 
ekki verið búin að festa djúpar rætur í hjarta sínu. 

En nú var Bertha v. Kinsky orðin 30 ára, og nú var 
henni nauðugur einn kostur að fara að vinna fyrir sér. 
Eignir móður hennar voru að þrotum komnar, og ekkju- 
styrkur hennar var of lítill fyrir þær báðar að lifa af. 
Enn þá vantaði talsvert á að hún gæti komist að góðum 
leikhúsum sem söngkona, og hún sá því ráðlegast að sleppa 
öllum vonum 1 þá átt, og réðist sem kenslukona til bar- 
óns 1 Vín að nafni Suttner. Átti hún að kenna 4 gjaf- 
vaxta dætrum hans. Þetta varð henni til hins mesta láns. 
Systurnar fjórar og hún bundu með sér órjúfandi vin- 38i Bertha v. Suttner. 

áttu, og yngsti sonurinn, Arthur Gundachar, og hún trúlof- 
uðust sin á milli, áður langt um leið. 

Þrjú ár var Bertha v. Kinsky þarna — en þá komst 
gamla barónsfrú v. Suttner á snoðir um, að eittlivað 
mundi vera á seyði milli hennar og Arthurs. Hann var 
þá að lesa lög, hafði enga stöðu og var auk þess 7 árum 
yngri en konuefnið. Aíleiðingin af öUu þessu varð, að 
Bertha v. Kinsky afréð að fara frá Vín, og fekk þá til- 
boð um að verða skrifari hjá Alfred ííobel í París Hún 
kvaddi þvi vini sína og hélt til Parísar, hry gg i huga. 
Þau skrifuðust þvi nær daglega á, hún og systkinin v. 
Suttner; og er þar skemst frá að segja, að báðum hjóna- 
leysunum virtist skilnaðurinn jafn-óbærilegur. Bertha hélt 
aftur til Vinarborgar, þau giftust á laun, heimsóttu rétt 
sem snöggvast móður hennar, er lagði blessun sina yfir 
þau, og flýðu síðan til Kákasus; þar átti Bertha v. Suttner 
megnandi vini frá fornu fari. 

I Kákasus bjuggu nýgiftu hjónin i 9 ár. Þau voru 
— einkum fyrstu árin — oft svo fátæk, að þau höfðu 
varla til hnifs og skeiðar. En þrátt fyrir það voru þau 
eins og i sjöunda himni; þau tóku hverja þá vinnu, sem 
þeim bauðst; baróninn var bókhaldari fyrir verzlunareig- 
endur; hann lagði ráð á um húsabyggingar; hann skrif- 
aði greinar i blöð og timarit um alt milli himins og jarð- 
ar. Barónsfrúin kendi útlend mál, söng og hljóðfæraslátt, 
og i frítimum sinum lásu þau saman sögu, náttúrusögu, 
heimspeki og skáldrit. Þau voru bæði fluggáfuð og höfðu 
sameiginlegan áhuga á að auðga stöðugt anda sinn að 
hverskonar þekkingu, og samhygð þeirra var svo mikil, 
að þeim varð aldrei sundurorða eða sýndist sitt hvoru. 

Til þess að ráða bót á mestu peninga-vandræðunum 
fór barónsfrúinn þegar fyrstu árin að skrifa smásögur 
undir dularnafninu B. Oulot. Sögum hennar var vel tek- 
ið og hælt, og hún reit hverja bókina á fætur annari, 
bætti það talsvert efnahaginn, og varð að auki til þess 
að gömlu barónshjónin v. Suttner sættust heilum sáttum, 
við hana. Bertha v. Suttner. 383^ 

Fyrsta bók hennar, »Inventarium einer Seele«, komj 
út 1878 og er, eins og nafnið bendir á, aðallega um henn- 
ar eigin skoðanir á hfinu yfir höfuð. »Es Löwas«, gælu- 
nafn fyrir Ijónið, er um hjónaband þeirra, einkar elsku- 
leg og vel rituð bók. Skömmu siðar kom »Danielo 
Dormes« »Ein Manuskript«, fjörug og margbreytt bréf frá 
móður til dóttur sinnar nýgiftrar. 1888 kom »Das Ma- 
schinen Zeitalter«, þótti hún bera af öllum hinum og þótt- 
ust menn sannfærðir um, að annað hvort Max Nordau 
eða Karl Vogt hlyti að vera höfundur hennar, en þeir 
voru i einna mestu áliti um þær mundir. 

Enginn vafi er á þvi, að útiegðin i Kákasus hefir orð- 
ið til þess aö knýja fraui alla þá möguleika, er bjuggu 
í Berthu v. Suttner. . Meðal annars opnast nú i fyrsta 
sinn augu hennar fyrir því sem ábótavant er i þjóðfélags 
skipun heimsins. Nú stóð hún ein síns liðs, útilokuð frá 
allri uragengni við þær stéttir manna, sem þau hjónin 
áttu heima í, og það verður til þess, að hún fer að grand- 
skoða hið raunverulega gildi þess, sem hún hefir á glæ 
kastað — og þá einkum manngildi æðstu stéttanna. í 
tveim bókum, sem báðar eru þýddar á dönsku, »Hasard« 
og »Ved Kivieraen«, koma fram skoðanir hennar á þeim 
flokki manna, er einungis lifir til að skemta sér. Báðar 
eru bækurnar bygðar á eigin sjón og reynd, og aðalatriðin 
í þeim eru atvik úr hennar eigin lífi. Þær eru fjörugar 
og skemtilegar og án þess að koma með eina einustu 
setningu af móralprédikun frá höf. sjálfum, stingur hún 
svo greinilega á kýlinu, að öllum hlýtur að skiljast, hvað 
hún fer. 

Hún segir sjálf, að þrátt fyrir alt það sem hún hafði 
lesið, hafði henni um þrítugsleytið ekki skilist það, að 
þjóðfélagsskipunin gæti breyzt og að það er mönnum 
í sjálfsvald sett að stuðla að og berjast fyrir þeim breyt- 
ingum, er þeim virðast nauðsynlegar, — henni hafði aldrei 
komið slikt til hugar. Og um ófriðinn milli Frakka og 
Þjóðverja vissi hún það eitt, að hún var i Berlin þegar 
herinn kom heim aftur, eftir hinn fræga sigur, og að þá :3«4 Bertha v. Suttner. 

var sólskin og fögnuður hinn mesti, blaktandi fánar, blóm- 
stráðar götur, sigurbogar. — Þá var sú Bertha v. Suttner, 
er reit »Die Waffen nieder«, enn ekki vöknuð til með- 
vitundar i henni. 

Eftir 9 ára útlegð snéru þau hjónin aftur heim til 
föðurhúsa, og var þeim þá fagnað sem bczt mátti verða. 
Þau settust að í höllinni hjá gömlu barónshjónunum Sutt> 
ner og lifðu eftir það í ást og eindrægni við þau, unz 
þau, gömlu hjónin, dóu i hárri elli. 

Fyrsta árið eftir heimkorauna voru þau ungu Suttners- 
hjónin á rithöfundaþingi, er haldið var þar i Vínarborg. Um 
það segir Bertha v. Suttner, að þá á fundinum hafi 1 fyrsta 
sinn vaknað hjá sér meðvitund um og glöggur skilningur 
á því, hvað samábyrgð (Solidaritet) í víðustu merkingu 
væri i raun og veru. »0g þessi tilfinning«, segir hún, 
»hlýtur að verða æ ríkari hjá komandi kynslóðum. Og 
hún er miklu áhrifameiri og öflugri en hið fagra boðorð: 
»Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig«, þvi sam- 
ábyrgðartilfinningin vekur oss til meðvitundar um, að ná- 
unginn er frá upphafi vega sinna samhljóða sjálfum oss. 
Meðvitundin um það, að áhugamál heildarinnar samtímis 
^ru áhugaraál hvers einstaklings — og eins á hinn bóginn, 
hún gefur einstaklingnum svo aukna sjálfstilfinningu, að 
hann skoðar sig sem heildina (das Ganze). Hann getur 
þá ekki lengur aðgreint sjálfan sig frá heildinni«. 

Það er auðsætt af þessu, að andleg þroskun hennar 
stöðugt heldur áfram. Áhugi hennar á þjóðmálefnum var 
þegar vaknaður — nú vakna einnig hugsjónirnar á sama 
fíviði. Hún er nú orðin fullþroskuð til þess að geta orðið 
gagntekin af eldlegum áhuga fyrir einhverju málefni og 
helgað því alla lífs og sálar krafta sína. 

Og þess var ekki lengi að bíða, að hinn eldlegi áhugi 
vaknaði í brjósti hennar. 

Veturinn 1887 bjuggu þau í París, Bertha v. Suttner 
og maður hennar. Þar heyrði hún einu sinni af hendingu, 
að í Ameríku væri til félag með þeim tilgangi að starfa 
að alheimsfriði. Þessi fregn kveikti eldinn í brjósti henn- Bertha v. Suttner. 385 

ar. Henni varð svo mikið um að heyra þetta, að hún seg- 
ir sjálf, að fregnin haíi ^rafmagnað sig«. 

Alla æfi sína hafði hún þráð og leitað að einhverju — 
einhverju starfi, einhverri hugsjón — sem gæti verið að- 
alatriði (»das wichtige«) fyrir hana, sem hún gæti starf- 
að að með öllum þeim brennandi áhuga, sem hún fann 
i sjálfri sér, öllu þvi sálarþreki og öllum þeim gáfum, er 
henni voru i ríkulegum mæii veittar. Lengi framan af 
hafði hún haldið að söngur og hljóðfærasláttur væri sér 
»das wichtige«, en hún uppgötvaði þó að lokum að svo 
var eigi. — En nú var hún ekki í neinum vafa lengur. 
Þessi göfuga hugsjón, »alheimsfriður«, alheimsbræðralag 
milli allra þjóða, hugsjón er var stórf englegri en svo, að hún 
hefði dirfst að hugsa hana, en sem var i fylsta samræmi 
við hennar eigin nývöknuöu hugsjónir um samábyrgð og 
einingu allra manna, þessi hugsjón var »das wichtige«, 
ekki aðeins fyrir hvern þann einstakling, er var nægilega 
andlega þroskaður til að geta látið sér skiljast hana, held- 
ur og fyrir alt mannfélagið í heild sinni. 

Og upp frá þessu ver hún öllum sínum tíma, öllu 
«ínu sálarþreki og öUum sínum eignum i þarfir friðar- 
boðskaparins. 

Arið eftir kom merkasta bók hennar, »Mður með vopn- 
in», »Die Waffen nieder«. Er sú bók rituð i þeim tilgangi 
að sýna, hve miklu illu ófriður getur til leiðar komið fyr- 
ir ibúa þeirra landa, er berjast. Bókin er svo innileg og 
náttúrleg, að flestir hafa haldið, að hún væri æfisaga 
Berthu v. Suttner sjáfrar, og hún er rituð með slikum 
guðmóði, að henni hefir verið jafnað við »UncIe Toms 
Cabin« sem rituð var móti þrælasölunni. Bókin vakti 
afarmikla athygli og ávann höfundinum fjölda vina — 
og fjölda óvina, nefnilega alla þá er við hermál voru 
riðnir. Hver útgáfan kom á fætur annari og bókin var 
þýdd á flest tungumál — meira að segja á hebresku. 

Skömmu siðar kom Bertha v. Suttner á fót friðarfé- 
lagi i Austurriki, og tók að gefa út tímarit til að hrinda 

25 386 Bertha v. Sattiier. 

málinu áfram. Maður hennar var henni samhentur í 
þessu sem öðru, þau ferðuðust viða um Evrópu, héldu 
fyrirlestra og fundi, söfnuðu fé til þess að hrinda málinu^ 
áfram. Þauskrifuðustávið flestamálsmetandi menn, karla og 
konur, um allan heim — einkum þó Bertha — og á frið- 
arfundunum í Haag var hún lífið og sálin i öllu. Hún 
hafði að fornu fari kynst Alfred Nobel í París og var 
hann jafnan aldavinur hennar síðan, og er enginn vafi á 
þvi að hin göfugmannlega erfðaskrá hans er að einhverju 
leyti að þakka áhrifum hennar. Hann studdi hana bæði 
með ráðum og dáð i lifanda lifi, og hvatti hana jafnan 
til nýrra framkvæmda. 

Þrátt fyrir sín miklu og margbreyttu störi í friðarins- 
þjónustu hélt Bertha v. Suttner þó áfram að skrifa bækur,. 
meðal annars áframhald af »Die Waffen nieder« (þýtt k 
dönsku »]Sred med Vaabnene«) »Marthas Kinder« (á dönsku 
»Marthas Börn«), »Einsam und arm«, hugleiðingar gamals- 
fátæks manns um lífið yfirleitt og sér i lagi sina eigin æfi, 
og eftir að hún 1902 hafði mist mannsinn »Briefe an ein- 
en Toten« (á dönsku »Breve til en afdöd«). 

Hún tók sér fráfall mannsins síns mjög nærri og var 
lengi að ná sér eftir það, enda var það ekki furða. Hjóna' 
band þeirra var bygt á innilegri ást, sem von bráðar 
snerist upp i innilega samúð og vináttu, og alla æfi höfðu 
þau unnið saman að áhugamálum sínum. Barón v. Suttner 
var jafnan fremstur i flokki að viðurkenna hina miklu: 
hæfileika konu sinnar og dást að þeim og lét sér enga 
lægingu þykja að fylgja þar eftir, er hún fór fyrir, t. d.. 
i friðarhreyfingunni. 

Þegar Bertha v. Suttner var búin að ná sér nokkurn- 
veginn eftir sorgina og missirinn, tók hún aftur að starfa^ 
af alefli fyrir áhugamálum sinum. Það var eins og sjón- 
deildarhringur hennar yrði æ stærri, og barðist hún nú: 
bæði i ræðu og riti gegn hvers konar rangindum í þjóðfé- 
laginu og hlynti að hvers konar fögrum hugsjónum og: 
öllu þvi er æðstu réttlætiskröfur tímans heimtuðu. Bertha v. Suttner. 387 

Hún studdi trúfrelsi, kvenfrelsi og gyðingafrelsi ; 
en friðarhreyfingin og samúðarhugsjón sú, er liggur til 
grundvallar fyrir henni, voru þó óskabörn hennar fram 
til hinztu stundar. 

Síðustu árin reit hún æfisögu sína og er það bæði 
fróðleg og merkileg bók. 

B. Þ. Blöndal. 25'' Um lífsins elixíra 

. og 

hið lifandi hold. 

Fyrirlestar fluttur i stúdentafélaginu á Akureyri í febrúar 1914. Það mun orðið flestum kunnugt, að líkami vor er 
skeyttur saman úr agnarsmáum lifseindum eða lifandi 
verum, sem vér köllum sellur. Og hver af þessum sellum 
er i öllum aðalatriðum eins að gerð og lægstu dýrin, sem 
kölluð eru frumdýr, af þvi að margir halda, að hinar 
fyrstu hfverur jarðarinnar hafi verið svipaðar þeim að 
útliti. 

Sellurnar eru mjög mismunandi i hkamanum eftir þvi 
i hvaða hffæri þær eru ; taugaseUur, vöðvaseUur, bandvef- 
sellur, húðsellur, beinsellur, brjósksellur, kirtilsellur, þessar 
eru hinar helztu sellutegundir hkamans, hver með sinni 
gerð og náttúru, þvi hver þeirra hefir sína sérstöku köU- 
un að rækja. Flestar eru þær svo smáar, að þær sjást 
aðeins i góðri smásjá. Langstærstar eru sumar taugasell- 
urnar, þvi út úr þeim hggja þræðir eða símar, sem reynd- 
ar eru örmjóir, en svo langir, að þeir lengstu ná t. d. frá 
neðri hluta mænunnar og niður á tær. Það eru þessir 
símar eða angar út úr taugasellunum sem mynda taug- 
arnar. 

Sellustarfið i líkamanum er mjög margbrotið. Við 
taugasellurnar i mænu, heila og taugahnoðum eraltsálar- 
líf vort bundið. En hvernig sellurnar fara að finna til og 
framleiða hugsanir, eða hvort þær eru aðeins miðlar, eða 
€ins og verkfæri, t. d. i líkingu við hljóðfæri, sem leikið Um lífsins elixira og hið lifandi hold. 389" 

er á — um það höfum vér enn enga Ijósa hugmynd. — 
Vöðvasellurnar framleiða allar hreyíingar llkamans undir 
stiórn taugakeríisins. Húð- og bandvefsellurnurnar eru ttl 
varnar og hlífðar hinum, en bein og brjósksellurnar mynda 
máttarstoðir Kkamans. 

öllum sellunum er það sameiginlegt, að þær lifa sinu 
lifi með likum hætti og önnur dýr, og Kfsfyrirbrigðin eru 
hin sömu og hjá þeim, nfl. þessi: Þær taka til sín súr- 
efni úr blóðinu og láta frá sér kolsýru aftur, þær fánær- 
ingarefni, sem þær melta bæði sér til viðhalds og til 
að fá orku til þess sem þær þurfa að vinna. Þær 
æxlast með þvi að skiptast í tvent eins og frumdýrin, og 
þær losa sig við úrgangsefni sem fara i blóðið. Hver sella 
er með öðrum orðum samskonar furðulegt sigurverk og 
líkaminn sjálfur. 

Allar sellur skilja úr sér efni, sem koma fram við 
meltingarstarf þeirra. En það eru þó sérstaklega kirtla- 
sellurnar, sem skara fram úr öllum öðrum í því, að fram- 
leiða margvísleg, einkennileg efnissambönd úr næringar- 
efnunum, sem berast með blóði og »Iymfu«. 

Kirtlunum má líkja við lyfjaverksmiðjur, þar sem 
bæði hoU og óholl lyf eru framleidd, og þessum líffærum 
er það að þakka, að líkaminn losast við margskonar eit- 
urefni og fær tilbúna ýmsa efnissafa, sem geta komið hon- 
um að gagni. 

Kirtlar likamans eru tvenskonar, opnir og lokaðir eða 
blindir kirtlar. Opnir kallast þeir, sem hafa opinn gang 
út á við, eins og t. d. svitakirtlarnir í húðinni, mjólkur- 
kirtlarnir (brjóstin) o. fl., eða inn í likamsholin, eins og 
t. d. munnvatnskirtlarnir, brisið, lifrin, slímhimnukirtlar 
magans og garnanna, o. s. frv. Um opnu kirtlana og starf 
þeirra er almenningi nokkuð kunnugt, en blindu kirtlarn- 
ir eru minna þektir, af því vér verðum miklu síður varir 
við starfserai þeirra. Þeir kallast blindir af þvi engina 
gangur liggur frá þeim út á við. Kirtilsafinn sem í þeim 
myndast fer beina leið inn i blóðið og lymfuna gegnum 
háræðaveggina, sem liggja upp að kirtilsellunum. Eg skal 390 Um lífsins elixira og hið lifandi hold. 

nú í stuttu máli lýsa þremur helztu blindu kirtlum likam- 
ans, kverkkirtlinum (glandula Thyreoidea), aukanýrunum 
(glandulæ suprarenales) og heiladingulnum (glandula pitu- 
itaria). 

Kverkkirtillinn liggur framan á barkanum lít- 
ið eitt neðan við barkakýlið. Hversu efnissafinn úr þess- 
um kirtli er nauðsynlegur blóðinu og áhrifamikill i likam- 
anum, sézt bezt á þeim sjúkdómseinkennum er koma i Ijós 
þegar kirtillinn veikist eða er skorinn burtu. 

Við hina svonefndu Basedowsveiki, bólgnar kirtillinn 
stundum ákaflega. Sjúkdómseinkennin sem því eru sam- 
fara eru venjulega þrenskonar: tiður hjartsláttur, tauga- 
veiklun og að augun ganga út eins og þau ætli út úr 
höfðinu, og afskræmist andlitið mjög af þessu. Veikin er 
langvinn og erfitt að lækna hana. 

Stundum kemur fyrir æxlismyndun í kirtlinum, eink- 
um í unglingum, og er hún fremur tið í sumum löndum, 
eins og t. d. Sviss. Afieiðingarnar eru þær, að likaminn 
hrörnar og afturkippur kemur i allan þroska, sjúklingarn- 
ir verða aumingjar, bæði andlega og líkamlega, og dvergar 
að vexti. 

Nú hefir oft verið reynt að skera kirtilinn burtu þeg- 
ar um þessi veikindi hefir verið að ræða, en í hvert skifti 
sem hann hefir allur verið skorinn burt, hafa komið fram 
einkennileg sjúkdómseinkenni á ný, sérstaklega bjúgur í 
hörundinu, sem nefnist spiklopi (myxoedem), andlegur sljó- 
leiki, og jafnvel krampar. En öll þessi veiklunareinkenni 
sem koma fram við kirtilhvarfið læknast oftast að fullu, 
ef sjúklingurinn er látinn eta kverkkirtil úr dýrum. Einn- 
ig hefir reynst vel að láta blóð úr heilbrigðri manneskju 
streyma inn í æðar sjúklingsins. 

Af öllu þessu sést, að kirtillinn er mikilvægt líffæri 
sem ekki má án vera, en ennþá vantar töluvert á að það 
sé fullrannsakað. 

Aukanýrun eru tveir smákirtlar, sem liggja ofan 
við sitt nýrað hvor. 

Addisonsveiki er sjúkdómur kallaður, sem lýsir sér i [Jm lifsins elixira og hið iifandi hold. 891 

imagnleysi, sljóleik og sérstaklega i þvi, að hörundið verð- 
ur eirlitað með málmgljáa. Þessi sjúkdómur halda menn 
að orsakist af veiklun i aukanýrunum, þvi við krufningu 
hafa þau f undist hrörleg og spilt. — Fyrir nokkrum árum 
siðan tókst lækni að vinna efni úr þessum kirtlum (a d r e- 
n a 1 i n), var það gætt þeirri náttúru, að það veldur mjög 
auknum blóðþrýstingi i æðunum, ef því er spýtt inn i blóðið. 
Þegar það er látið verka á sár sem blæðir úr, stöðvast 
blóðrásin, ef hún stafar einungis frá háræðum, því efnið 
kemur háræðavöðvunum til að engja saman æðarnar, svo 
að holdið hvítnar af blóðleysi. Adrenalin eða aukanýra- 
safi er nú alment notaður af læknum við ýmsa skurði. 

HeiladinguIIinn er eins og ber i laginu, sem 
hangir á mjóum stöngli niður úr heilanum upp af nef- 
kokinu, Við veikindi i þessum kirtli hleypur undarlegur 
risavöxtur i útlimina ásamt fleiri vanheilindum. 

Eigi alls fyrir löngu hefir sú uppgötvun verið gerð, 
að efnissafi sem unnist hefir úr þessum kirtli á dýrum er 
gæddur þeim eiginleika, að geta aukið samdrátt legvöðv- 
anna og örvað fæðingarhríðir kvenna í barnsnauð, ef hon- 
um er spýtt inn í blóðið. Einnig eykst blóðþrýstingurinn 
af þessum kirtilsafa eins og af aukanýrasafa. 

Af öðrum blindum kirtlum en þeim sem nú var lýst 
má nefna hósteitilinn (thymus), beinmergimi, lymfukirtl- 
ana og miltið, og eiga allir þessir kirtlar þátt í að mynda 
efni handa blóðinu, þó ekki sé enn kunnugt um alla starf- 
semi þeirra. Vér vitum að hvitu blóðkornin myndast i 
lymfukirtlunum, mergnum og miltinu, og að rauðu blóð- 
kornin myndast líka í merg og milti, en margt bendir á 
að önnur og fleiri áhrifamikil efni flytjist blóðinu úr þess- 
um kirtlum. 

I n n r e n s I i (secretio interna) er vant að nef na safa- 
renslið úr blindu kirtlunum inn i blóð og lymfu, til að- 
greiningar frá útrensli opnu kirtlanna, sem safi rennurúr 
eftir ákveðnum farvegi. Af því sem nú hefir verið sagt 
um blindu kirtlana, sést að innrensli þeirra hlýtur að hafa 
;mjög mikil og megn áhrif á likamann. 392 Um lifsins elixira og hið lifandi hold. 

En nú vitum vér með vissu, að innrensli stafar einn- 
ig frá sumum opnum kirtlum, auk hins venjulega útrensl- 
is frá þeim. 

Það er t. d. alkunnugt, að bæði karlar og konur taka 
feykilegum breytingum, engu siður en dýrin, við að missa 
æxlunarkirtlana, hvort sem er af afleiðingum sjúkdóma, 
eða eftir skurði og limlestingu. Konur verða af þvi feitar, 
fremur ókvenlegar ásýndum og þeim fer að vaxaskeggá 
varir og vanga; en karlmennirnir verða hinsvegar kven- 
legir í vexti, kveifarlegir og þolminni, röddin verður 
barnsleg og skegg hættir að vaxa. Auðvitað tapastgetn- 
aðarhæfileikinn hjá báðum. 

A dýrum hafa verið gerðar margar tilraunir, sem 
sýna, að þessar breytingar hljóta að stafa af vöntun á 
innrensli úr kirtlunum. Það hefir t. d. tekist að gróður- 
setja kirtil úr heilbrigðu dýri í holdi á dýri, sem æxlunar- 
kirtlarnir höfðu verið skornir úr, og komu þá engar breyt- 
ingar fram. Ennfremur hefir tekist að nokkru leyti að 
verja konur gegn breytingum þeim, sem stafa af missL 
eggjastokkanna, með því að láta þær við og við nærast 
á eggjastokkum úr dýrum. 

Um lifrina er það vitanlegt, að mikið af efnasam- 
böndum streymir til blóðsins frá lifrarsellunum, sem þær 
hafa myndað og ummyndað úr næringu þeirri sem til 
þeirra flyzt frá meltingarfærunum (með portæðinni). 

Það hefir tekist að skera burtu lifrina úr hundum og 
halda þeim á lifi. Ein af aðalbreytingunum, sem á hund- 
unum verða, er sú, að þeir þola ekki lengur að neyta 
neins kjöts eftir að þeir eru orðnir lifrarlausir, en deyja af 
þvi eins og skæðu eitri. Hinsvegar geta þeir lengi haldið 
lífi, ef þeir eru aðeins nærðir á jurtafæðu. Þetta sýnir að 
lifrarsellurnar hafa þau áhrif á skaðleg efni úr kjötinu, að 
gera þau meinlaus og nærandi. Má af þessu ráða hve 
nauðsynlegt það er f yrir alla kjötneytendur, og einkum þá 
sem neyta kjöts í óhófi, að hafa óspilta lifur. 

Um blöðruhálskirtilinn (prostata) vitum vér einnig 
með vissu, að frá honum seitlar innrensli, sem nauðsyn- Um lifsins elixíra og hið lifandi hold. 393- 

legt er fyrir heilsuna, og um aðra fleiri kirtla grunar menn^ 
að svipað sé háttað, en þessi efni þurfa enn ýtarlegri 
rannsókna. 

Eftir öllu þessu að dæma er enginn vafi á því, að* 
innrensli bæði blindra og opinna kirtla hefir mjög viðtæk: 
áhrif á likamann. 

Á seinni árum er nú sú skoðun farin að ryðja sér til 
riims, að innrensli sé í rauninni ekkert sérkenni kirtlanna 
i Hkamanum, heldur eigi innrensli sér stað frá öllum Hf- 
færum Hkamans, eða með öðrum orðum frá öllum sellun- 
um, því frá sérhverri seUu koma blóðinu efni, bæði kol- 
sýra og önnur úrkastsefni, og megi einnig kalla þetta 
innrensli 

Læknar hafa siðustu árin uppgötvað nokkur einkenni- 
leg efnasambönd, sem myndast hér og hvar i líkamanum,- 
og þessum efnum er það sameiginlegt, að þau hafa örf- 
andi áhrif á starf sumra hffæra. Englendingurinn Star- 
ling, sem bezt hefir gengið fram i að rannsaka og finna 
þessi efni, hefir kallað þau einu nafni »hormón«, en það- 
er dregið af griska orðinu hormaó = eg örfa eða herði á/. 
Sem gott dæmi þess hverrar náttúru þessi efni eru, má 
nefna júfur-»hormónið«, sem Starling uppgötvaði fyrst. 
Honum tókst að vinna þetta efni úr f ylgju vanfærra dýra 
og sumum fósturhlutum. Þegar hann spýtti þvi inn i 
blóðið á kvendýrum, olli það ætið því, að stálmi kom i 
júfrin, jafnvel þó dýrið væri ekki með fóstri. Seinna hefir 
þýzkum lækni (Karl Basch) tekist með svipuðum efnissafa 
að auka mjólkina í geitum, sem mjólkuðu illa. Það er þá 
ekki ósennilegt, að sama kunni einnig að mega takast við 
geldar kýr, og jafnvel konur líka. 

Úr shmhúð tólfþumhmga-þarmsins hefir tekist að vinna^ 
hormón sem sekretin er kallað. Það hefir þau áhrif, að 
það örvar brisið til að gefa meiri meltingarsafa en ella,- 
þegar því er spýtt inn i blóðið. — Það er kunnugt af 
rannsóknum Paulows, að við tygginguna örvast magakirtl- 
arnir til að starfa, og er það sennilega fyrir áhrif frá ein- 
hverskonar hormóni úr munninum, sem hefir svipaðar :394 Um lifsins elixira og hið lifandi hold. 

verkanir og »8ekretinið«, en ennþá hefir ekki tekist að 
einangra það hreint. 

En það hormón sem þegar hefir f engið mesta þýðingu 
1 læknisfræðinni er hið svonefnda h o r m ó n a 1 eða hægða- 
aukandi hormón (Peristaltik-hormon), sem þýzki læknirinn 
Suelzer hefir uppgötvað. Hann heflr unnið það úr maga- 
sUmhúðinni og miltinu. Þetta efni safnast fyrir i maga- 
slímhúðinni, þegar meltingin stendur hæst, en hverfur það- 
an, er maginn tæmist, og fer þá til miltisins og geymist 
þar þangað til að á þvi gerist þörf. Ef hormónali er 
spýtt inn i blóðið, hefir það niðurhreinsandi áhrif á maga 
og garnir með þvi að örfa garnahreyfingarnar. Það má 
sjá greinilega hvernig það verkar á tilraunadýr eins og 
t. d. kanínur. Þegar kanínan hefir verið svæfð og kvið- 
arholið er opnað með skurði, er ofurlitlu af hormónali 
spýtt inn i blóðið. Eftir fáeinar sekúndur kemur dugleg 
hreyfing á garnirnar frá maga niður að endaþarmi. Það 
kemur bylgjuhreyfing eftir görnunum endilöngum, við 
samdrátt hringvöðvanna, og saurinn sést ýtast áleiðis nið- 
ureftir og loks út um endaþarminn. Hormónal, sem unn- 
ið er úr maga og milti á nautgripum, er nú selt i lyfja- 
búðum á glösum og þykir gefast vel. Það hefir þann 
afarmikla kost fram yfir önnur hægðalyf, að þvi er spýtt 
inn i blóðið, svo að ekki er hætt við að sjúklingurinn selji 
þvi upp, eins og oft vill verða einmitt þegar mest á riður 
að tæma garnirnar, t. d. eftir uppskurði, við hfhimnu- 
bólgu 0. fl. Þetta lyf er því kærkomið mörgum 
læknum. 

Meðal hormóna eru nú talin sum efni, sem áður voru 
þekt undir öðrum nöfnum, en sem menn nú sjá að eru 
gædd eiginleikum hormónanna. T. d. er kolsýra talin 
hormón, vegna þess að hún herðir á andardættinum með 
þvi að verka örvandi á stjórnarmiðstöð andardráttarins i 
mænunni, og sömuleiðis er aukanýrasafinn (adrenaUn) tal- 
in hormón, af því hann örvar æðavöðvana til samdráttar 
cg eykur blóðþrýstinginn. 

Af þvi sem nú hefir verið minst á, sést hvilikur f jár- Um lífsins elixira og hið lifandi hold. 395 

sjóður af lyfjum getur myndast í likamanum, og er þó 
margt ótalið enn. Eg hef i annari ritgerð (um sóttvarnir 
líkamans, Eimreiðin 1911) drepið á hin margvíslegu varn- 
arefni og gagneitur, sem sellur likamans mynda gegn sótt- 
eitri því er stafar af bakteríum og öðrum sóttkveikjum. 
öll þesskonar varnarlyf, sem íinna má í blóðinu, eru líka 
þangað komin sem innreDsli úr kirtlum og öðrum líffærum. 

Blóðið er undravökvi og sannkallaður 1 í f s i n s e 1 i x- 
ír, þvi eins og elixírarnir og undralyfin gömlu, er það 
byrlað úr mörgum óhkum efnum. Það má að hkindum 
fullyrða að í engri lyfjabúð muni flnnast öllu fleiri lyfja- 
tegundir en i okkar eigin líkama. 

Hvernig verður blóðið til? Þessari spurningu er 
að nokkru leyti svarað í því sem á undan er gengið, þvi 
vér höfum heyrt hvaðan blóðkornin stafa og hvernig 
mestu kynstur af efnum berast til æðanna víðsvegar úr 
hkamanum. En eftir er að minnast á næringarefnin og 
vatnið; þvi mestur hluti blóðsins er vatn. Hvorttveggja 
kemur úr fæðunni; þó er ekki svo að skilja sem það 
þrýstist gegnum garnavegginn eða síist inn í æðarnar. 
Sellurnar í maga- og garnaslímhúðinni sjúga í sig vatnið 
og gefa það síðan frá sér til æðanna. Meltingarsafarnir 
leysa upp fæðuna, en slimhimnusellurnar sjúga siðan í sig 
næringarsafann eins og vatnið, og gefa hann mestallan frá 
mr aftur til blóðæðanna og »kýlus«-æðanna, en úr þeim 
streymir safinn aftur eftir brjóstganginum til blóðsins. — 
Blóðið alt er með öðrum orðum til orðið fyrir innrensli 
úr sellum líkamans. 

Þangað til fyrir rúmum mannsaldri siðan, var sú 
skoðun rikjandi meðal lækna, að heilsan væri komin und- 
ir réttri blöndun vessanna i líkamanum, og að allir sjúk- 
dómar ættu rót sina að rekja til blóðsins og vessanna. 
Ef hin réttu vessahlutföll röskuðust, þá sýktist maður á 
einhvern hátt. Þessi skoðunarstefna læknisfræðinnar var 
kölluð Humoralpatologia eða vessasjúkdómafræði og var 
alment lögð til grundvallar i læknisvísindunum við fiesta 
iiáskóla um langan aldur. 396 Um lífsins elixlra og hið lifandi hold. 

Þjóðverjinn prófessor Virchow og aðrir þýzkir visinda- 
menn eyddu þessari gömlu vessatrú og urðu höfundar 
hinnar svonefndu Cellularpatologiu eða sellusjúkdómafræði, 
sem siðan heíir hvarvetna rutt sér rúms. Þeir sýndu fram 
á það með miklum lærdómi og skarpskygni, að alla sjúk- 
dóma mætti rekja til sellanna, þannig, að ef einhver 
hluti hinna lifandi sella likamans yrði fyrir skemdum eða 
veiklaðist, þá gætu sellurnar sýkt út frá sér aðrar sellur 
og jafnvel allan líkamann. En eins og oft vill verða 
þegar nýjar kenningar gagntaka hugi manna, heíir mörg- 
um orðið á, að lita smáum augum á vessafræðina gömlU;. 
og það heíir verið brosað að gömlu körlunum, sem voru 
að brjóta heilann um vessablandið (temperamentin) og voru 
að reyna að íinna kynjalyf (kvintessens), sem gætu orðið 
óyggjandi til að koma lagi á vessana, svo að heilsan feng- 
ist aftur. Rannsóknir seinni tima á liíi sellanna og öllum 
þeim efnum, sem þær láta frá sér i blóðið, hljóta — 
að því er mér virðist — að vekja upp aftur vessatrúna 
gömlu, en i endurbættri útgáfu. Reyndar verður aldrei 
af sellunum tekið, að þær eru hinar starfandi lifseindir 
likamans, sem heilsa jafnt og sjúkdómar eiga rót sina að 
rekja til, en efnin og efnissafarnir sem frá sellunum stafa 
eru sumir hverjir svo áhrifamiklir til framkvæmda í 
líkamanum, að þeir eru engu þýðingarminni en sum lif- 
færin, sem til þessa hafa verið talin fremst i röð. Fram á síðustu tima hefir sú skoðun verið rikjandi, 
að frá taugakerfinu stjórnuðust allar vorar lifshræringar 
og að jafnvel hver sella likamans væri háð stjórn þess, og. 
gæti ekki lifað nema örstutta stund, ef sambandinu við^ 
taugakerfið væri slitið; með sellum taugakerfisins dæja 
með öðrum orðum allar aðrar sellur likamans. 

Það er engum vafa bundið, að heilinn er mikilvæg- 
asta hffærið. Þar á stjórnarráðið heima. Reyndar sjáum 
vér stundum að hauslaus kálfur getur staðið á fætur og 
að hæns geta flogið höfuðlaus dálítinn spöl, og vér vit- Um lífsins elixira og hið lifandi hold. 397 

iim nú að þau mundu halda fjörinu talsvert lengur, ef 
komið væri i veg fyrir að þeim blæddi til ólííis. Það 
heíir hepnast að halda hundum lifandi nokkurn tíma eftir 
að stóri heilinn var skorinn úr þeim. Þegar stjórnarráð- 
ið er úr sögunni, geta sem sé lægri stjórnarstöðvar, nokk- 
urs konar amtsráð, sýslunefndir og bæjarstjórnir, sem eiga 
heima i mænunni og taugahnoðunum (ganglíunum), gegnt 
eftirlitinu um stund og haldið hfinu vakandi. En heila- 
laus hundur er ekki upp á marga fiska. Hann er skyn- 
laus skepna i orðsins fylsta skilningi. Skilingarvitin eru 
horfin — og hann er vitlaus og viljalaus. Hann liggur 
hreyfingarlaus, þangað til hann er reistur á lappirnar. 
Hann gengur ef honum er komið af stað. Það verður 
að troða ofan í magann á honum matnum, en hann er 
ræ-nulaus til að leita sér bjargar. Hann er með öðrum 
orðum eins og vél sem má koma i gang, en vitið vantar, 
aðeins undirvitið, sem býr í mænu og taugahnoðum, er 
eftir, og stjórnar enn vöðvum og innýfium. Væri nú mæn- 
an og taugahnoðurnar teknar burtu, höfum vér til skamms 
tíma haldið, að þá væri þar með öllu lifi lokið og engar 
sellur gætu lengur lifað. Rannsóknir seinni tima hafa 
sýnt oss, að þetta er eigi að öUu leyti rétt. Vér vitum 
nú fyrir vist, að innrennsli kirtla og hormón frá ýmsum 
selluvefum geta engu siður en taugarnar komið liffærum 
til að starfa. 

Þýzki læknirinn Karl Basch hefir t. d. sýnt að júfur- 
hormónið verkar á mjólkurkirtlana eins fyrir það þó 
júfrið sé sett úr öllu taugasambandi við mænuna. 

Hvernig geta nú efnin verkað á fjarlæg líffæri án 
þess að leiðast eftir ákveðnum brautum, eins og afistraum- 
ar þeir er leiðast frá taugasellunum (i heila, mænu og 
taugahnoðum) eftir simum þeirra? Dœmi úr efnafræðinni, 
sem öllum er kunnagt úr daglega lifinu, gef ur okkur dálitla 
bendingu hvernig hægt sé að hugsa sér þessi fyrirbrigði. 
Eins og nokkrir dropar af hleypi geta verkað þannig á 
fulla merkurskál af volgri mjólk að mjólkin hleypur sam- 
an og gjörbreytist á lítilli stundu, eins liggur nærri að 398 Um lífsins elixira og hið lifandi Iiold. 

halda, að efni frá sellunum, er komast i blóðið, geti gagn- 
tekið og haft áhrif á selluhópa eða liffæri, þó þau séu 
langt frá þvi hffæri þar sem efnin myndast. 

Heili, mæna og taugahnoður eru að visu afarmikil- 
væg stjórnarliffæri i hkamanum, en lífið og lifsstarf sell- 
anna er ekki eingöngu undir þeim komið. Vér þekkjum 
margar lægri verur sem lifa og þróast taugakerfislausar. 
Sellurnar geta líka lifað sinu lífi, jafnvel heil hffæri geta 
Hfað án nokkurs sambands við taugakerfið. Þetta hafa 
hinar merkilegu uppgötvanir Karrels og annara liffræð- 
inga sannfært oss um, betur en aliar fyrri rannsóknir. 

Það er langt síðan að menn tóku eftir því, að hægt 
er að geyma hjarta úr froski eða skjaldböku nokkurn 
tima í saltvatni og að hjartað heldur áfram að slá eins 
og það gerði i lifandi dýrinu Þetta var þakkað tauga- 
hnoðum sem eru i hjartaveggnum, en nú vitum vér að 
hægt er að geyma hjartasellur í allt að 2 mánuði og þær 
halda áfram að dragast saman með jöfnu millibili eins og 
áður. Og nú vitum vér að það er ekki einungis hægt að 
geyma lifandi sellur og jafnvel heil liffæri úr dýrurn með* 
köldu blóði, heldur einnig úr spendýrum með heitu blóði, 
og þá manninum lika. 

Það eru einkum 3 menn sem mega teljast frumkvöðl- 
ar þessara mikilvægu uppgötvana: Harrison, Burrows og 
Carrel, alt ameriskir vísindamenn. En einkum er það þó 
hinn siðastnefndi, sem mestan heiður á skilinn, þvi hann 
hefir skarað langt fram úr öllum öðrum i þvi að leiða 
þessar miklu nýjungar í Ijós. 

Carrel hefir tekist að geyma i margar vikuróskemda 
02: lifandi ýmsa liffærahluta, sem ýmist er skornir út úr 
lifandi dýrum eða dyrum sem eru nýdáin. Og það eru 
ekki einungis heilbrigðir partar likamans, sem hægt er 
geyma, heldur einnig æxli og meinsemdir, eins og t. d. 
krabbamein. Það var lengi mestu erfiðleikum bundið að^ 
halda likamspörtunum óskemdum og varna bakterium að- 
göngu að þeim, og svo þurfti að finna ýms skilyrði sem. 
sellurnar heimta til að geta dafnað vel. Þær þurfa t. d. Um lífsins elixíra og hið lifandi hold. b99' 

jafnan hita, sama og likamshitann, og næringarvökva sem 
er likastur blóði eða lymfu, eða saltvatn (0,6 o/o) i^eð dá- 
litlu af kalium og kalki (svonefndur Ringers vökvi). 

Þegar þessi og fieiri sldlyrði eru fengin, geta sellurn- 
ar lifað eftir sem áður og vaxið og margfaldast. Harri- 
son og Carrel hafa með smásjá getað fylgt þvi hvernig 
taugasellur, bandvefssellur og beinsellur fara að vaxa, 
hvernig sár gróa o. s. frv. 

Frægastur heíir Carrel orðið fyrir það, hve fimur 
hann er i þvi að sauma saman æðar og græða afskorna 
holdparta við likamann aftur. Það eru engar ýkjur, að 
segja mætti með sanni um Carrel það sem visan hermir 
um Jón heitinn Pétursson lækni : 

»bóg hann tók af svörtum sauð 
og setti á þann hvíta« — 
þvi Carrel heíir tekist að framkvæma það 1 verki, sem 
ímyndunaraíl vísuhöfundarins (eða alþýðuhviksaga) eign- 
aði Jóni með röngu, nfl. að flytja lim af einu dýri á ann- 
að. Hann hefir flutt löpp af einum hundi á annan, saum- 
að saman æðar, taugar, vöðva, beinhimnu og bein hvert 
i sinu lagi, svo löppin greri við stúfinn. Hann hef- 
ir haft nýrnaskifti á tveimur skepnum og hann hefir tek- 
ið nýra úr hundi og flutt það upp á háls og komið þvi til 
að gróa þar fast undir húðinni; en til þess varð hann að 
sauma nýrnaæðabútana inn i op er hann gerði á stóru 
æðarnar á hálsinum, en þvagpipuna úr nýranu lét hann 
opnast út úr húðinni. Þetta hálsnýra gerði svipað gagn 
á þessum óvanalega stað og gaf frá sér þvag eftir sem 
áður. Á likan hátt hefir hann fiutt til milti, æxlunar 
kirtla og önnur liffæri bæði til annara staða i sama lí- 
kama og úr einu dýri i annað. 

Einhver merkilegasta tilraun, sem Carrel hefir hepn- 
ast, er sú, að taka i einu lagi öll helztu innýfiin út úr 
ketti — hjartað, lungun, lifur, magann og nokkuð af görn- 
um, brisið, nýrun og miltið, og halda öllu þessu lifandi 
i rúmar 13 klukkustundir. 

Aðferð Carrels var þessi : 400 Um lífsins elixira og hið lifandi hold. 

Fyrst svæfði hann köttinn með eter. Þá skar hann 
fyrst sundur vélindið og batt fyrir opið. Síðan skar hann 
«undur barkann og setti glerpípu í opið. Þvinæst opnaði 
hann kviðinn og batt fyrir og skar sundur stórslagæðina 
^g holæðina neðarlega i kviðarholinu ; sama gerði hann 
við þvagpipurnar frá nýrunum. Nú losaði hann stóru æð- 
arnar frá hryggnum, batt fyrir allar greinar aðrar en 
þær sem liggja til innýflanna og skar sundur innýflataug- 
arnar sem ganga frá taugahnoðunum við hrygginn. Þeg- 
ar hann nú hafði losað kviðarholsinnýflin, hjúpaði hann 
þau i japönskum silkiklút (eins og »Kjósarost i snýtuklút» 
mundi Gröndal hafa sagt). Þessu næst opnaði hann brjóst- 
holið og losaði þindina alt í kring frá brjóstveggnum. 
Þá gat kisa ekki lengur dregið andann, en þá tók Carrel 
til sinna ráða og dældi nú lofti inn i lungun og út úr 
þeim á víxl. En þar á eftir skar hann sundur og batt 
fyrir stóru hálsæðarnar sem ganga til höfuðsins, en um 
leið misti heilinn stjórn yfir öUu og kötturinn dó, það er 
að segja sá köttur sem getur kallast með öUum mjaUa, 
þ. e. með öUum skilningarvitum, og eftir var aðeins »skyn- 
laus köttur«. 

Hann skar siðan sundur aUar æðar og taugar sem 
Uggja til innýflanna frá Ukamshlutunum i kring, oglosaði 
nú innýflin út úr kettinum og setti þau i einu lagi niður 
i ker með 38 st. heitum næringarvökva (Ringers vökva). 
Nú gætti hann þess að engar æðar spýttu lengur og stöðv- 
aði vel aUa blóðrás. 

Það gat ekki hjá þvi farið, að töluvert blóð færi til 
spiUis við þennan mikla uppskurð ; hjartað hélt þó áfram 
að slá, en hjartslátturinn var farinn mjög að Unast. Þá 
opnaði Carrel öðrum ketti æð og lét blóð streyma úr 
honum til holæðarinnar i innýflum dauða kattarins. Við 
þetta hrestist hjartað og varð eins og heilbrigt. MeUing- 
arhreyfingar sáust greinilega bæði i maga og görnum; 
þvag rann úr nýrunum, og það þurfti að opna neðri 
garnarendann til þess að þessi innýfla köttur gæti fengið 
hægðir. GaU streymdi úr Ufrinni og það var hægt að Um lifsins elixíra og hið lifandi hold. 401 

sannfærast um, að maturinn sem i maganum var meltist 
sem i lifanda liíi. 

Carrel hefir endurtekið þennan uppskurð hvað eftir 
annað (en ekki þó á sama kettinum !) og lengst hefir hon- 
um tekist að halda innýflunum öUum lifandi i rúmlega 13 
klukkustundir, eins og fyr var sagt. En stundum dóu lif- 
færin miklu fyr, sum snögglega eftir 3 — 4 tíma, en stund- 
um seinna. Það kom fyrir að hfhimnubólga kom og 
flýtti dauðanum, en oftast tókst að halda sóttkveikjunni frá. 

Það er þegar orðið augljóst að tilraunir og uppgötv- 
anir Carrels hafa mikla þýðingu i læknisfræðinni. Með 
aðferðum Carrels hefir tekist að veita blóði úr heilbrigð- 
um manneskjum i sjúka eða blóðlitla. Það hefir lánast 
að geyma beingog liðamót úr nýdánum mönnum, til að 
setja inn i staðinn fyrir bein og liðu sem hafa verið skor- 
in burtu vegna'^meinsemda. Nokkrir læknar í Evrópu, 
þar á meðal Rovsing i Danmörku, hafa grætt liðamót og 
leggi úr mönnum, sem dáið höfðu snögglega af slysum, 
inn. i skarðið fyrir beinmeinsemdir sem skornar voru burtu, 
og hefir sumt af því hepnast furðanlega. — Það gengur 
sú saga um Carrel, að þegar sáralækna i Ameriku van- 
hagi um einhvern líkamshluta, þá sími þeir til Carrels og 
hann sendi óðara með hraðlestinni það líffæri sem spurt 
er um, ef hann þá á það í fórum sinum. 

Engan skyldi furða á, þó fyrir kynni að koma að 
Carrel vaknaði stundum með andfælum við að einhver 
framliðinn kæmi að heimta aftur hold af^sinu holdi eða 
bein af sinum beinum. »Fáðu mér aftur beinið mitt 
Gunna!« stendur í þjóðsögunum okkar. Og maður skyldi 
halda að hrindingar og pústrar kynni síðar meir að hljót- 
ast af holdsins upprisu. 

Fjölkyngi Carrels i að græða við hold og limu, hefir 
vakið svo mikla eftirtekt, af því að áður hafði það eigi 
hepnast nema um fáa likamshluta. 

Það var t. d. kunnugt, að hægt var að græða húðsnepla 
af einum likamshluta á annan, eða einum manniáannan, 
«og koma með þvi sárum til að skinnga. Einnig voru 402 Um lifsins elixira og hið lifandi hold. 

kunnug dæmi þess, að afskorin nef og eyrnasneplar 
gætu gróið við, ef vel var bundið um, — Þýzkur læknir,. 
Hofacker, sem oft hafði verið kvaddur til að vera við 
einvigi, segir frá þvi i riti, sem kom út 1836, að hann hafi 
oftar en einu sinni grætt við nef og aðra holdparta, sem 
höfðu verið afhöggnir, og það jafnvel þó liðinn hefði verið' 
hálf klukkustund eftir að áverkinn átti sér stað. Hann 
þekti þó engin sárameðul önnur en vatn og vínanda. 

Frakkneskur læknir segir frá mörgu þessu aðlútandi,. 
meðal annars segir hann frá 27 tilfellum, þar sem tókst 
að græða afhöggvin nef við aftur. En ein sagan er sér- 
lega eftirtektarverð: 

Dáti lenti í ryskingum við félaga sinn utan við veit- 
ingahús, og voru báðir vel drukknir. Dátinn varð undir, 
en félagi hans, sem var orðin all-reiður, lét kné fylgja 
kviði og beit af honum nefið. Honum lá við klýju af 
blóðugum og volgum nefbútnum, hrækti honum út úr sér^ 
og sparkaði honum út í göturennuna. Þar lá nefið. 

Dátinn steig nú á fætur, neflaus og alblóðugur 1 fram- 
an. Hann tók upp nefið sitt og kastaði þvi 1 bræði eftir 
fjandmanni sinum. En það lenti inn um opinn gluggann 
hjá rakaranum Galin. Galin tók sendinguna upp og sá 
fijótt hvað var. Hann þvoði nefið undir vatnshananum, 
og þegar dátinn kom þar að, til að fá bundið um sár sitt, 
þvoði Gralin það upp úr volgu víni. Þvi næst festi hann 
nefið á dátann með heftiplástri. Það fór strax að festast 
daginn eftir, og 4 dögum seinna skoðaði læknirinn Garengeot 
sjúklinginn og vottaði að nefið væri »parfaitement 
bien reuni et cicatricé«, þ. e. i allra bezta lagi og á góð- 
um vegi að gróa. 

Þessar og þvíhkar sögur eru talsvert ýktar, en þó r 
aðalatriðunum sannar. Þær vekja enga sérlega aðdáun 
vora fyrir læknislistinni eins og frægðarverk CarrelSy 
heldur sýna þær einungis hið dásamlega græðandi afl 
náttúrunnar, (vis medicatrix naturae). Alexis Carrel er 
frakkneskur að uppruna, og aðeins rúmlega fertugur að^ 
aldri, og á þvi sennilega margt eftir óstarfað enn. í Um lifsins elixíra og hið lifandi hold. 40^ 

í Göngu-Hrólfs sögu segir frá þvi að Möndull dvergur 
græddi fæturna á Hrólf, og hafði hann geymt þá óskemda 
fyrir Hrólf, sem lengi hafði bagað fótaleysið. Þessi 
sögusögn er eitt af mörgum dæmum þess hvernig skáldin 
dreymir um ýmsa ótrulega hluti og kraftaverk, sem seinna 
komast til verulegra framkvæmda fyrir vaxandi þekkingu 
og þroskun mannsandans. Hver veit nema að allir draum- 
ar rætist einhverntima ? 

Þegar Kolskeggur hjó fótinn undan Kol i bardagan- 
um við Knafahóla, »þá leit Kolur á stúfinn, en Kolskeggur 
mælti: ^Eigi þarft þú að lita á, jafnt er sem þér sýnist, 
af er fóturinn'. Kolur fell þá dauður niður«. 

Litið mun Kolskegg hafa grunað þá, að þeir timar 
mundu koma, að til tals gæti komið að græða við afhöggna 
fætur og limi. Gunnar og Kolskeggur drápu tveir einir 
fjórtán manns i þessum bardaga, og hafa margir síðan. 
dáðst að þvi þrekvirki. En sennilega mundi þó meira 
hafa verið dáðst að þeim, er hefði getað grætt við löpp- 
ina á vesalings Kol, þó mörgum hafi ef til viU fundist 
lítill mannskaði i honum. 

Steingrímur MattJiiasson, 26* Æfisaga mín. Eg er fæddur að Minna-Mpi 26. sept. 1838. Foreldr- 
ar minir voru: Jón bóndi Brynjúlfsson og kona hansMar- 
grét Jónsdóttir, er lengi bjuggu á Minna-Núpi. Brynjúlfur, 
föðurfaðir minn, bjó þar áður; hann var son Jóns Thor- 
laciusar bónda á Stóra-Núpi, Brynjúlfssonar á Hlíðarenda, 
Þórðarsonar biskups. Móðir föður mins, síðari kona Bryn- 
júlfs á Minna-Núpi, var Þóra Erlingsdóttir, Olafssonar 
bónda i Syðra-Langholti, Gislasonar prests á OlafsvöUum. 
Móðir Brynjúlfs, afa mins, var Þórunn Halldórsdóttir bisk- 
ups. Móðir Þóru, ömmu minnar, var Helga Jónsdóttir 
bónda á Ásólfsstöðum, Þorsteinssonar ; Helgu átti siðar 
Jón bryti i Háholti, er þar bjó i sambýli við Grottsvein 
gamla, sem getið er i Kambsránssögu. Faðir móður minn- 
ar var Jón hreppstjóri Einarsson á Baugstöðum, Einars- 
sonar bónda þar, Jónssonar bónda á Eyrarbakka, Pálssonar. 
Móðir móður minnar var siðari kona Jóns hreppstjóra, 
Sezelja Ámundadóttir »snikkara«, Jónssonar. Móðir Jóns 
hreppstjóra, kona Einars bónda, var Vilborg Bjarnadóttir 
bónda á Baugstöðum, Brynjúlfssonar hins sterka, er bjó á 
Baugstöðum á dögum séra Eiríks á Vogsósum. Móðir Se- 
zelju, ömmu minnar, var Sigriður Halldórsdóttir, Torfason- 
ar frá Höfn i Borgarfirði. Má rekja þessar ættir langt 
fram og víða út, sem mörgum er kunnugt. 

Eg ólst upp hjá foreldrum minum, og vandist sveita- 
lífi og sveitavinnu. Meir var eg þó hneigður til bóka 
snemma, en hafði ekki tækifæri til að stunda bóknám. 
Foreldrar mínir voru eigi rík, en áttu 7 börn er úr æsku 
komust, og var eg þeirra elztur. Þau höf ðu þvi ekki efni Æfisaga min. 405 

á að láta kenna mér, en þurftu min við til vinnu, jafn- 
óðum og eg fór að geta nokkuð unnið. Fremur var eg: 
seinþroska og orkulitill frameftir árunum, og var eigi traust 
að eg fengi að skilja það hjá jafnöldrum minum sumum, 
að eg væri þeim eigi jafnsnjallur að harðfengi né atorku 
eða að þeir gerði gys að bókafýst minni. Slikt tók eg 
mér þá nærri; en fékk eigi að gert, með þvi heilsa mín 
var lika tæp tram að tvitugsaldri. En þá fór hún að- 
styrkjast; og mun eg eigi hafa staðið öðrum mjög mikið- 
að baki, meðan hún var nokkurnveginn góð. 

Þegar eg var á 17. árinu komu foreldrar minir mér 
fyrir hálfsmánaðartima hjá séra Jóni Högnasyni i Hrepp- 
hólum, til að læra skrift, reikning og byrjun i dönsku. 
Það var stuttur námstími, en þó átti eg hægara með að 
bjargast á eigin spýtur eftir en áður. Þann vetur fór eg 
og fyrst til sjávar; reri eg siðan út 13 vetrarvertiðir, ílest- 
ar i Grindavik, og auk þess nokkrar vorvertíðir. Við út- 
róðrana kyntist eg fleiri hliðum lifsins, fleiri mönnum og 
fleiri héröðum. Þetta get eg með sanni kallað mína fyrstu 
mentunar undirstöðu. Þó hún væri á næsta lágu stigi,. 
var hún þó betri en ekkert, því við þessar tilbreytingar 
þroskaðist hugurinn betur en hann hefði gert, ef eg hefði 
ávalt setið kyr heima. Vorróðra mina reri eg i Reykja- 
vik, og komst þar i kynni við mentaða menn, svo sem 
Dr. Jón Hjaltah'n landlækni, Jón Pétursson yfirdómara^ 
Jón Arnason bókavövð, Sigurð Guðmundsson málara, Árna 
Thorsteinsson og Steingrim bróður hans, Arnljót Ólafsson 
og Gisla jarðyrkjumann bróður hans. Gisla hefði eg vel 
mátt telja fyrstan, því við hann kyntist eg fyrst, og hann 
kom mér, beinlinis og óbeinlinis, i kynni við flesta hina. 
Þetta varð mér að góðum notum ; eg lærði talsvert af við- 
kynningunni við þessa menn, auk þess sem þeir gáfu mér 
ýmsar góðar bækur. A þessum árum la)rði eg að lesa 
dönsku, rita hreina islenzku og skilja hinar málfræðislegu 
hugmyndir. Einnig fekk eg yfirlit yíir landafræði og^ 
náttúrusögu. Af grasafræði Odds Hjaltalíns lærði eg að- 
þekkja flestar blómjurtir, sem eg sá; varði eg til þess- 406 Æfisaga min. 

mörgum sunnudögum á sumrin. Jón Árnason kom mér 
á að skrifa upp þjóðsögur, þó litið af því kæmist i safn 
hans, er þá var nær fuUbúið. — Sigurður málari vakti 
athygli mina á fornleifum; og fór eg þá að nota tækifæri, 
^ð skoða rústir i Þjórsárdal, og siðan ritaði eg um þær. 
Á íieiru byrjaði eg þá ; en litið varð úr þvi flestu, þvi eg 
varð að verja timanum til likamlegrar vinnu, og gat því 
eigi tekið verulegum framförum i bóklegum efnum, meðan 
eg var best fallinn til þess. 

Vorið 1866 féll eg af hesti, kom niður á höfuðið og 
kendi meiðsla i hálsinum og herðunum; þó bötnuðu þau 
bráðum aftur. En það sama sumar fékk eg þau einkenni- 
legu veikindi, að þegar eg lét upp bagga, eða reyndi á 
brjóstið, þá fekk eg óþolandi verkjarflog i höfuðið, og fanst 
mér sem það liði upp frá brjóstinu. Fyrst framan af leið 
verkjarflogið úr jafnóðum og áreynslan hætti ; en af þvi 
eg hélt áfram að reyna á mig, hættu þau að hða svo 
fljótt úr. Skúli læknir Thorarensen réði mér þá til að 
hætta vinnu. En þvi ráði sá eg mér ekki fært að 
fylgja ; og svo fór eg versnandi næstu árin. Taugar mín- 
ar tóku að veiklast. Komu nú fram fleiri einkenni; þeg- 
ar eg talaði hátt, f ékk eg magnleysi i tunguræturnar ; þeg- 
ar eg sofnaði á kvöldin, dró svo úr andardrættinum, að 
eg hrökk upp eins og mér lægi við köfnun. Raunar var 
þetta ekki á hverju kvöldi, en þó oft, og aldrei oftar en 
þrisvar sama kvöldið. Um þessar mundir varð sveitungi 
minn einn yfirfallinn af brjóstveiki. Hann fór til sr. Þor- 
steins sál. á Hálsi, var þar eitt sumar og kom aftur albata. 
Hann réði mér til að fara þangað líka, og svo fór eg norð- 
ur vorið 1868. En^ eg komst ekki að hjá sr. Þorsteini, og 
fór því til sr. Magnúsar á Grenjaðarstað, sem fyrstur var 
»homöopath« hér á landi. Var eg þar um sumarið og 
brúkaði meðul hans. Batnaði mér þar svo, að aldrei síð- 
an hefi eg kent floganna i höfðinu, magnleysisins itungu- 
rótunum eða að drægi úr andardrættinum er eg sofnaði. 
Taugarnar styrktust og nokkuð, en eigi til hlítar á svo 
Btuttum tima. Þá er eg fór frá sr. Magnúsi um haustið, Æfisaga min. 407 

varaði hann mig stranglega við erfiðisvinnu einkum út- 
róðri, og við því að verða drukkinn. — Svo þótti raér 
sem sál min þroskaðist við för mina norður og dvöl mina 
þar; einkum lærði eg ýmislegt er að mentun laut, af son- 
um sr. Magnúsar, Birni og Sigfúsi, sem báðir voru mjög 
vel að sér. 

Þá er eg var kominn heim aftur, dróst til hins sama 
fyrir mér með vinnunna, og eg reri út næstu tvær vetr- 
arvertíðarirnar. Lasnaðist nú heilsa mín óðum aftur og 
fékk taugaveiklunin yfirhönd. Kom hún einkum fram í 
höfuðsvíma og magnleysi i öllum vöðvum: Þá er eg stóð 
kyr eða gekk, átti eg bágt með að halda jafnvægi; alt 
sýndist á flugi fyrir augum mínum, og á vissri fjarlægð 
sýndist alt tvent ; eg þoldi ekki að horf a nema beint f ram, 
^llrasízt að lúta; ef eg t. a. m. las i bók, þurfti eg að 
halda henni jafnhátt andlitinu; en til þess urðu handlegg- 
irnir nú of þróttlitlir; aflvöðvar þeirra rýrnuðu smátt og 
smátt. Eftir þessu varð eg með alt. Fór þetta svo i vöxt, 
að á vertíðinni 1870 gafst eg upp um sumarmálin og var 
fluttur inn í Eeykjavík. Má nærri geta, að sjómenska min 
var orðin lítilfjörleg áður. En formaður minn, Sæmund- 
ur Jónsson bóndi á Járngerðarstöðum, reyndist mér þá 
góður vinur og allir skipsmenn yfir höfuð. Loks fluttu 
þeir mig ókeypis til Reykjavíkur. Þar tóku vinir mínir 
vel á móti mér, og var eg þar um vorið undir læknis- 
hendi Dr. Jóns Hjaltalíns og Dr. J. Jónassens. Lögðu þeir 
hina mestu alúð á að lækna mig og gáfu mér allan kostn- 
aðinn. En þeir voru i óvissu um, af hverju þessi ein- 
kennilegi sjúkdómur stafaði, — svo sagði Dr. Hjaltalín 
mér sjálf ur, — enda vildi mér ekki batna, og fór eg heim 
um sumarið. Þrátt fyrir sífeldar tilraunir varð eg æ lak- 
ari. Eg hætti að geta klætt mig eða afklætt hjálparlaust, 
gat litið lesið en ekkert skrifað, þvi eg þoldi ekki að horfa 
niður á við. Loks komst eg upp á að halda skriffærun- 
um á lausu lofti. Gekk það erfitt fyrst, því eg varð að 
Jiafa þau jafnhátt augunum; en með lagi vandist eg því 
fimámsaman. — Og enn verð eg að skrifa á lausu lotti, 408 Æfisaga min. 

þó eg þurfi nú ekki að halda skriffærunum jafnhátt og 
áður, þá þoli eg ekki enn að skrifa á borði. — Þó eg ætti 
bágt með að lesa, hætti eg þvi ekki alveg, með því líka 
að hugsunaraflið var óskert. Fékk eg mér ýmsar fræði- 
bækur léðar, hvar sem þess var kostur. Magnús Adrés- 
son, sem nú er prestur á Gilsbakka, var þá f arinn að lesa 
»homöopathiu« ; hann var góður vinur minn ; hann 
léði mér lækningabók á dönsku, og i henni fann eg sjúk- 
dómslýsingu, sem virtist eiga við minn sjúkdóm, og bata- 
skilyrði, sem stóð i minu valdi; gætti eg þess siðan. Eftir 
það versnaði mér ekki. Jafnframt reyndi eg enn ýms ráð 
og meðul. Séra Arnljótur hafði áður ráðlagt mér, að láta 
þvo mig úr köldu vatni á hverjum morgni. Það hafði eg 
ekki framkvæmt. En nú byrjaði eg á þvi, og hélt þvi 
siðan um mörg ár. Þótti mér sem það styrkti mig. Vera 
má og að meðöl hafi gert sitt til. En aldrei fann eg 
bráðan bata af neinu. Og það var f yrst ef tir 3 ár, að eg 
var fullviss um, að eg væri kominn á eindreginn bataveg. 
Og siðan heflr batinn haldið áfram, hægt, en stöðugt, til 
þessa. Eg er að vísu veikur af mér enn: þoli enga veru- 
lega áreynsiu, eigi að lesa nema með hvíldum og eigi að 
skrifa nema eg haldi skriffærunum nokkuð hátt á lofti; 
og yfir höfuð fer heilsa min mjög »eftir veðri«. En bat- 
inn, sem eg hefi fengið, er þó svo mikill, að þvi hefði eg 
ekki trúað ef það hefði verið sagt fyrir, þá er eg var 
veikastur. 

Þá er veikindi min voru að byrja og lengi siðan, 
áleit eg þau hina mestu ógæfu; en svo heflr guðleg 
forsjón hagað til, að þau urðu upphaf minna b e t r i 
daga: llDdir eins og mér var dálitið farið að batna, 
tóku menn að nota mig til barnakenslu, sem þá var 
vaknaður áhugi á. Sá sem fyrstur notaði mig til þess, 
var Sigurður hreppstjóri Magnússon á Kópsvatni. Hefi 
eg það fyrir satt, að sira Jóhann sál. Briem i Hruna, 
sóknarprestur hans, hafi bent honum á mig til þess; — 
en sira Jóhann sál. var mér kunnugur og hafði eg oft 
fengið bækur hjá honum. Siðan hefi eg haft atvinnu a Æfisaga min. 409' 

barnakenslu á vetrum. Fyrst var það um nokkur ár, að 
eg kendi á ýmsum stöðum, þar til er Einar kaupmaður 
Jónsson á Eyrarbakka tók mig til að kenna syni sinum; 
var eg siðan honum áhangandi i marga vetur, og reynd- 
ist hann mér hinn bezti drengur- Frá honum réðist eg 
til Sigurðar sýslumanns Ólafssonar i Kaldaðarnesi, en það- 
an til Jóns óðalsbónda Sveinbjarnarsonar á Bíldsfelli. Hafa 
bæði þeir, og yfir höfuð allir sem eg hefi verið hjá, sýnt 
mér hina mestu nærgætni og góðvild. — Á sumrum hefi 
eg ferðast meðal vina minna; hefir mér reynst það hin 
bezta hressing. Bæði hefir reið á þægilegum hesti ávalt 
haft styrkjandi áhrif á mig, og eigi síður góðvild sú og að- 
stoð, sem eg hefi hvervetna átt að mæta. Þannig höfðu 
menn mig með sér á Þingvallafund 1873, og á þjóðhátið- 
ina þar 1874, og höfðu báðar þær ferðir góð áhrif á mig. 
Fleira mætti telja. Nokkur undanfarin sumur hefi eg 
ferðast um héruð til fornleifarannsókna í þjónustu forn- 
leifafélagsins. Um efrihluta Árnessýslu, Rangárvallasýslu 
og Skaftafellssýslu (vestri) 1893; um vesturhluta Húna- 
vatnssýslu 1894 ; um Flóamanna- Hrunamanna- og Biskups- 
tugnaafrétti, svo og um Laugavatnsdal o. v. 1895; um. 
Mýra- Snæfellsnes- og Dalasýslur 1896. Frá árangri þeirra 
rannsókna hefi eg jafnóðum skýrt i Arbók fornleifafélags- 
ins. Þetta frjálsa og þægilega hf bæði sumar og vetur 
hefir eigi einasta styrkt heilsu mina og gert mér æfina 
skemtilega: það hefir ennfremur gefið mér tækifæri til 
að fylgja betur eðli míns innra lifs en áður var kostur á 
nfl. að stunda bókfræði og mentun yfir höfuð. Skamthefi 
eg að vísu komist i samanburði við vel mentaða menn, 
og er það eðlilegt, þar eð eg byrjaði svo seint og hefi 
enn orðið að »spila á eigin spýtur« að mestu. En van- 
þakklátur væri eg þó við guð og menn, ef eg segði, að 
eg væri engu mentaðri nú heldur en áður en eg veiktist. Auk 
dönsku og sænsku hefi eg lesið bækur á þýzku og léttri 
ensku; eg hefi gert mér Ijósar ýmsar fræðigreinar, sva 
sem heimspeki, eðlisfræði, efnafræði, heilbrigðisfræði og 
»homöopathiska« læknisfræði. Enginn skyldi þó ætla, að ^IO Æfisaga min. 

eg jafni mér við skólagengna menn i neinu þessu. Við 
ijóðagerð hafði eg fengist löngu áður en eg veiktist; en 
fyrst eftir það fekk eg réttan skilning á íslenzkri brag- 
fræði. Sem skáldi jafna eg mér ekki við »stórskáld« eða 
»þjóðskáld« vor; eg veit að eg er í því sem öðru »minst- 
ur postulanna«. Og það sem eg hefi áfram komist, í hverju 
sem er, þakka eg engan veginn ástundun minni einni 
.«aman: Margir hafa veitt mér mikið lið i mentunarefnum 
bæði með leiðbeiningum og bendingum i ýmsum greinum 
og með þvi að lána mér eða gefa góðar bækur. Meðal 
þeirra vil eg nefna: dr. Jón Þorkelsson rektor, dr. Björn 
M. Olsen rektor, síra Eggert sál. Briem, síra Eirík Briem, 
sira Magnús Andrésson og þá frændur hans Helgasyni, 
Einar alþingismann Asmundsson í Nesi, sem skrifaðist á 
við mig í mörg ár, en komst fyrst í kynni við mig fyrir 
tilstiUi Asmundar bónda Benediktssonar í Haga, frænda 
hans. Enn má telja Sigurð bóksala Kristjánsson, 
<Tuðmund bóksala Guðmundsson á Eyrarbakka og Frið- 
rik bróður hans. Marga fleiri mætti tel ja ; en fremst allra 
sóknarprest minn, sira Valdimar Briem, sem eg á meira 
að þakka en nokkrum manni öðrum, frá því er foreldra 
mína leið. 

Eg var lítið eitt kominn á bataveg þá er eg misti 
íöður minn. Hann varð bráðkvaddur sunnudaginn 2. nóv. 
1873, á heimleið frá kirkju og altarisgöngu. Var hann 
J)á 70 ára gamall og orðinn mjög heilsutæpur. Hann hafði 
verið hinn mesti atorkumaður, en haft litlum kröftum á 
að skipa öðrum en eigin höndum. Voru því kraftar hans 
orðnir veiklaðir af lúa. Fáum dögum áður en hann dó, 
hafði hann fengið snögt verkjarflog fyrir brjóstið, eins 
og þar ætlaði eitthvað að springa, en leið frá aftur að 
þvi sinni. Grunaði hann þá, að svo kynni að fara sem 
fór, en talaði þó fátt um það. — Móðir mín bjó eftir hann 
næsta árið eftir lát hans, en brá svo búi. Fekk þá Jón 
bróðir minn jörðina Minna-Núp til ábúðar, og var móðir 
.mín síðan hjá honum meðan hún lifði. Hún dó 29. marz 
.1879 og skorti þá 40 daga á 92 ára aldur. — Eg hefi og Æfísaga min. 411 

'ávalt átt lögheimili á Minna-Niipi, þó eg hafi oft dvalið 
mestan hlut ársins í öðrum stöðum. 

Þó eg væri þegar i æsku mest hneigður til bókar, 
'var eg þó alls ekki frábitinn búsýslu. Þvert á móti hugsaði 
eg oft um þess konar efni. Það var hvorttveggja, að eg 
hafði aldrei neina von um að komast i »hærri« stöðu, 
enda langaði mig mest til að verða b ó n d i, það er að 
segja: góðurbóndi! Þá stöðu áleit eg frjálsjegasta og 
manni eiginlegasta. Á næstu árunum áður en eg veiktist, 
^ar eg á ýmsan hátt farinn að búa mig undir bóndastöð- 
una og hafði allf jörugan framtiðarhug i þá átt. Þá ætlaði 
eg mér að verða jarðabótamaður, eins og faðir minn eða 
fremur, og áleit mig nokkuð hagsýnan i þeim efnum. 
Lika vissi eg, að »það er ekki gott að maðurinn sé ein- 
«amall« : eg hafði þegar valið mér »meðhjálp«; en eigi 
vissu það aðrir menn. En svo veiktist eg, og þá slepti 
eg allri framtíðarhugsun, eg bjóst eigi við að verða lang- 
lífur, og allrasizt að verða sjálfbjarga. Því vildi eg eigi 
að stúlkan min skyldi binda sig við ógæfu mína. Kom 
okkur saman um að hyggja alveg hvort af öðru, og láta 
aldrei nokkurn mann vita neitt um það, er okkur hafði 
milli farið. Og þó eg kæmist á bataveg aftur, þá fekk eg 
aldrei neina von um búskap eða hjúskap. Þó höfðu veikindin 
eigi svift mig ástarhæfileikum. Veturinn 1878 kendi eg börn- 
um í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þar var þá vinnukona er 
Guðrún hét, Gísladóttir, ættuð undan Eyjafjöllum; hún 
þjónaði mér, og féll vel á með okkur. Um vorið fór hún 
að Núpi íFljótshlíð til Högna hreppstjóra Olafssonar, Þar 
fæddi hún sveinbarn veturinn eftir og kendi mér en eg 
gekk við. Hann heitir Dagur. Var hann fyrst nokkur 
ár á Núpi með móður sinni, og reyndist Högni hreppstjóri 
okkur hið bezta. En er Dagur var á 6. ári, tók Erlingur 
bóndi Olafsson á Sámstöðum hann til fósturs. Olst hann 
slðan upp hjá honum og konu hans, Þuríði Jónsdóttur, 
fyrst á Sámstöðum og síðan í Árhrauni á Skeiðum. Reyndust 
þau honum sem beztu foreldrar, og Páll son þeirra, er 
tók við búi eftir föður sinn, sem bezti bróðir, og sama er 412 Æfisaga min. 

að segja um öU þau systkin. (Eitt þeirra, Þorsteinn 
skáld og ritstjóri, var eigi alinn upp hjá foreldrum sin^ 
um ). 

Man eg vel hve hræddur eg var við erfið kjör og ómilda 
dóma, þá er eg, shkur aumingi, hafði eignast barn. En 
hér fór sem endrarnær að guðleg forsjón bætti úr fyrir 
mér. Eg hefl haft mikla ánægju af sveininum. Hann 
hefir komið sér vel, er talinn vel gáfaður, en þó meir 
hneigður til búsýslu. Þykir mér það og meira vert. 

Það ætla eg, að eg sé trúhneigður af náttúru; en 
móðir min innrætti mér líka trúrækni þegar eg var barn. 
Samt er eg enn meir hneigður fyrir að v i t a en t r ú a. 
Eg hefi átt við efasemdir að striða, og eg hefi reynt að 
leita upp sönnun fyrir trúaratriðum. Tilraun til þess 
kom fram i kvæðinu »Skuggsjá og ráðgáta«, og i fieiri 
kvæðum minum. Um þess konar efni hefði eg verið fús- 
astur að rita, ef eg hefði verið fær um það. En hitt hef- 
ir orðið ofan á, að það litið sem eftir mig liggur ritað, er 
mest sögulegs efnis, ellegar um landsins gagn og nauð- 
synjar. Skal nú telja hið helzta sem á prent hefir komið* 
eftir mig, bæði sjálfstæðir bæklingar, ritgerð- 
ir i timaritum og blaðagreinir. 

I. Sjálfstœdir hœklingar; 

1. Skuqgsjd og rádgáta (og nokkur kvæði) Rvik 1875. 

2. Kvœði (úrval af kvæðum mínum) Rvik 1889. 

3. Guðrún Osvifsdóttir (söguljóð) á að sýna „karaktér" Guðrúnar 
og tildrög helztu æfiatriða hennar, Rvik 1892. 

4. Sagan af Þuriði formanni og Kambsránsmönnum, Rvik 
18S3— 1897. (Fylgirit Þjóðólfs). 

II. Eitgerdir i timaritum: 

1. 1 Timariti Jóns Péturssonar, 1. og 2. ár: ^Um þriðjungamót^. 
Er mín fyrsta ritsmið, ritað áður en eg veiktist. 

2. I Timariti Bókmentafélagsins 1885: Um sannan grundiöll 
stafsetningar. 1895: Álfós=Ölfus. 

3. í Árbók fornleifafélagsins 1884: Um Þjórsárdal. 1886: Um 
landnám Sighvats rauða. 1893: Um forn bœjanöfn i Hvitársiðu 
og Hálsasveit. 1894: Rannsóknir i Árness- Rangárvalla- og Vest- 
ur-Skaftafellssýslum, og Grettisbœli i Sökkólfsdal. 1895: Rann- I Æfisaga min. 413 

sóknir i vesturhluta Húnavatnssýslu, og Um bœ Þórodds goda. 
1896: Bannsóknir á Flóamanna- Hrunamanna- og Biskupstugna- 
afréttum og á Lauqavatnsdat og Um vafasöm atriði í íslendinga- 
sögum. 

III. Blaðagreinir: 

1. ÍNoröanfara: 1872 nr. 17—22: Um sjálfseignnarlög og lands- 
fjárlög (telnr eignarrétt á jörð óeðlilegan, en afnotarétt eðlilegan, og 
hann eigi hver ábúandi að eignast; fer og fram á að afnema lausafjár- 
framtal sem grundvöU gjalds, en setja i staðinn toll fyrst um sinn, þar 
til landsjóður geti borið öll gjöld landsins á vöxtum sinum). 1875 nr. 
18 — 19 : Tillaga umþjóðgjald, (fer fram á að öll gjöld landsins leggist & 
i einu með niðurjöfnun). 1877 nr. 43 — 47: Athugasemdir við landbúnað- 
arlaga frumvarpið (þeirra Jóns á G-autlöndum). 1879 nr. 17 — 19: Aftur 
um landbúnaðarlagafrumvarpið (ritað mót svari Jóns). 1872 nr. 43—46 : 
Um sfjórnarmálið, (dagsett á Suðarlandi og undirskrif að : Nokkrir al- 
þýðumenn ; er svar upp á „Kafla úr bréfi um stjórnarmálið" i Þjóðólfi). 

2. í Fróða ritaði eg margar greinir meðan Einar i Nesi átti þátt 
i ritstjórn hans 1880: nr 21 og nr. 30: Á að selja þjóðjarðirnar? 
(fer fram á að landssjóður fái forkaupsrétt á jörðum, næst eftir ábúanda, 
til þess að hann geti aftur selt ábúanda þær við tækifæri). S. á. nr. 21 
Kaupstaðarskuldirnar og kaffið. (Sýnir ýmsar orsakir kaupstaðar- 
skulda). 1881, nr. 38—39: Um brúamálið, (móti tillögu um dragferjur 
á Þjórsá og Ölfusá). Nr. 46: Um landamerkjalögin, (fer fram á að 
lögskipa gerðardóma). S. á. nr. 56 — 57: Sámtal um kirkjumálið, 
(sýnir ýmsar skoðanir manna á þvi máli). S. á. nr. 58: Um skóga^ 
(ráðið til að setja umsjónarmenn). 1882, nr. 68: Um jarðamatið (ráðið 
til að meta jarðir við og við eftir verðlagi', það geri hreppsnefnd með 
ráði eigenda og ábúenda). S. á. nr. 89: Um heyásetningarlög, (óskað 
samþyktarlaga um það efni). 1883. nr. 91: Um skatt og toll, (viUeigi 
skatt né framtal ; landssjóður f ái tekjur af toUi, kirkjur af „nef skatti" en 
prestar eftir gjaldasamþyktum; upphæðin þó fastákveðin). S. á. nr. 96: 
Hugvekja (sýnd þörf á búnaðarsamþyktarlögum). S. á. nr. 99: Um 
lögkvaðir, (lagt til að gera þær sem vægastar ella endurgjalda þœr), 
S. á. nr. 105, Kunnleiki um alþing, (fer fram á að meira sé gefins út- 
býtt af alþingistiðindum). S. á. nr. 107: Veiðisamlagsmálið,{y\)lQ\í)iá 
banna, heldur binda skilyrðum, að taka útlendinga i félag með sér til 
að veiða sild eða fisk). S. á. nr. 112: Um ágang af skepnum, (óskað 
laga er skipi að leggja slik mál i gerð). S. á. nr. 120: Um búnaðav' 
styrkinn, (neitar að hann sé gagnslaus (orð Jóns 01.) en fer fram á, að 
hann fáist fyrirfram, lánaður gegn ábyrgð sveitarfélaga, til að efla 
framkvæmdir). 1884, nr. 128: Um eyðing refa, (kvartað yfir samvinnu- 
leysi héraða i þvi efni; óskað laga, er herði á og knýi til samvinnu). 
S. á. nr. 134: Um sýninguna (i Reykjavik), (talin þörf & ritgerð er 414 Æfisaga mín. 

skýri þýöingQ sýninga). S. á. nr. 138: Um þurfamenn^ (ráðið frá að beita- 
hörðu við þurfamenn; reyna heldur að hœta uppeldi og efla atvinnuvegi 
(eftirlaunamenn kallaðir þurfamenn á þjóðsveitinni). S. á. nr. 142: Um 
verðlagsskrár, (hent á að þær megi gera óþarfar með heimildarlögum- 
um gjaldasamþyktir). S. á. 2. sept., (viðaukahlað): Um riki ogkirkju^ 
(mœlt með skilnaði þeirra af innri ástæðum, ekki farið út i ytri ástæð- 
ur, svo sem fjárhaginn o. þv. 1.). 

3. I Þjóðólfi er grein um brúarmdlið eftir mig, (þar er sýnd 
nauðsyn hrúanna, skylda landssjóðs að koma þeim á og megun hans að' 
geta það). Fátt eitt er þar fleira smávegis eftir mig. 

4. I ísafold: ýmsar greinir um vegina i Arnessýslu. 

5. I Fjallkonunni er grein um búnaðarsamþyktir, (þar er ger 
tekin fram tiUagan sem hreyft er i Fróða nr. 89, (um heyásetningarlög) 
og 96. (Hugvekja) um heimildarlög til húnaðarsamþ.); þar er og grein 
Um lestrarfélög (telur þau eitt hið hezta alþýðumentunarmeðal). Fleira 
œtla eg sé eftir mig i þvi hlaði, en þó eigi margt. 

6. I Kirkjuhlaðinu eru fáeinar smágreinir eftir mig. 

Auk þeirra eru margar fréttagreinir eftir mig i Fróða og Fjallkon- 
unni. Margt er i ofantöldum greinum sem enn væri vert að lesa. Sum- 
ar (t. a. m. um hrúamálið í Þjóðólfi) voru auðsjáanlega teknar til greina. 
Með samar tiUögur minar hafa aðrir komið fram siðar, t. a. m. Þór. 
Böðvarsson: um nefskatt handa kirkjum og Sæm. Eyjólfsson: um 
skógaumsjón. 

I öllum hinum framantöldu hlöðum, svo og i Iðunni hafa komið 
kvæði eftir mig, (erfiljóð o. fl). Talsvert safn af kræðum minum, erfi- 
Ijóð, hrúðkaupsvisur og fleira, hæði þýtt og frumkveðið, er enn óprentað^ 

Að svo komnu get eg ekki tint fleira til af æfiatriðum minum. 

24. april 1897. 

Br. J, í Pulur, Flest verður oss íslendingum að yrkisefni, og »oft erur 
kvæða efnin rýr«, en engin grein kveðskapar er sú, sem 
jafn-litt er vandað til eins og þ u 1 u 1 j ó ð i n. Þetta er 
eins og blómvöndur, sem alt er tint i sem hönd á festir, 
þyrnar og þistlar, augnfró og ýlustrá, rósir og skollafætur 
og svo margt sem rót festir i myrkri moldu. 

Dr. Guðm Finnnbogason segir að þuian sé ^kvenlegur 
bragarháttur«* og styður raál sitt við eitt og annað 
ábyggilegt i fari kvenna, og fleiri karlmenn veit eg 
að halda þvi fram að þulur séu aðallega kveðnar af kon- 
um. Skilst mér sem þeir dragi það af þvi, hve sundur- 
leitar þær eru að efni og framsetningu, engri hugsun sé 
haldið fastri, þotið úr einu i annað stefnu- og fyrirhyggju- 
laust, og kveðandin að þvi skapi óvönduð að slikt myndt 
konum einum trúandi til að láta frá sér fara. 

Svo mörg og fleiri eru orð blessaðra karlmann- 
anna; má vera að þeir hafi nokkuð til sins máls, og vel 
get eg fallist á að þulur séu runnar undan tungurótum 
kvenna, og mér finst jafnvel sem eg viti hvernig þær eru 
til orðnar. 

Það eru sem betur fer ekki allir, sei\i þekkja það af 
eigin reynslu að sinna í einu mörgum börnum á misjöfn- 
um aldri. Það hefir nú æxlast svo, að eg þekki þó dálit- 
ið til þeirra hluta, og þó eg hafi aldrei verið einyrki, þá 
get eg sett mig i spor bamakonunnar, sem eftir langa 
mæðu er búin að koma kornabarninu i svefn, og þarf a&' Skírnir 1914, bls. 102. .416 Þulur. 

nota stundina til að sauma að spjörum hinna, eða gripa í 
að gera þeim á fótinn, eða prjóna neðan við sokk bóndans, 
en hún heíir 3—4 eða jafnvel fleiri órabelgi á pallinum, 
sem eru margvisir til að rifa upp litla barnið, og nú er 
að finna ráð til að halda þeim i skefjum. Söguforðinn er 
fyrir löngu upp unninn og marg-jórtraðiir, allar gátur 
ráðnar, og eitt er áreiðanlegt, að þögn og kyrð fæst ekki 
ókeypis hjá hraustum og fjörugum börnura. Konan grip- 
ur þá til þess örþrifaráðs, að setja saman i hendingum og 
hljóðstöfum það sem kallað er þ u 1 a. Enginn timi er til 
þess að vanda mál og rim, því síður að kveða til lengdar 
um sama efni, tekið það sem í hugann flýgur, hvað svo 
sem það er, og börnin taka þakklát móti þessum nýja 
fróðleik um krumma og kisu, stássmeyjar með gullspöng 
um ennið, sem ekki geta setið nema á silfurstól, og ekki 
sofið nema á svanadún, riddara sem gefa stúlkunni sinni 
guUið alt i Rinarskóg, kongshöllina, þar sem framreiddir 
eru uggarogroð og kongurinn drekkur s y r j u og s o ð, 
um álfa, dverga, tröll og marbendla og margt margt fl. 
Þetta læra börnin, og seinna, þegar stúlkubarnið er sjálf 
komin i sama sköturoðshnakkinn, rifjar hún upp fyrir 
sér þulurnar, sem mamma kendi henni þegar hún varlít- 
il, en hún man þær ekki orðrétt, en hvað gerir það, bara 
krakkarnir láti af ærslunum litla stund. Hún gerir sér 
hægt um hönd, tekur miðpartinn úr einni þulunni og skeyt- 
ir framan við upphafið á annari, og svo koll af koUi eft- 
ir þvi sem henni hugkvæmist, bætir svo i skörðin frá 
eigin brjósti. Af þessu leiðir það eðlilega, að einn hefir 
þessa þuluna á alt annan veg en hinn, þó auðsætt sé að 
stofninn er einn og samur og alt sama tóbakið. 

Nýju timarnir hafa svo mjög gengið á móti þessum 
einfalda fróðleik og barnafró, að heita má að þulur séu 
nú aldauða, nema það sem fræðimenn hafa forðað frá tor- 
tíming og komið á prent, eða geymist á söfnum. Mæð- 
umar verða að leita nýrra ráða til að hafa af fyrir börn- 
um sínum, þvi nú munu þær færri sem kunna þulubrot 
:til að prjóna ofan við og neðan við, en ekki er eg trúuð Þulnr. 417 

Áf að þær hitti á önnur snjallari en formæður okkar, sem 
kváðu þulurnar. 

í æsku heyrði eg ósköpin öU af þulum og nam þó 
nokkuð, og mér er sárt um að gömlu þulurnar glatist, en 
ekki má feigum forða, og bót er það, að nú virðast góðar 
horfur á því að þær muni rísa úr ösku i nýjum og betri 
búningi. í nýprentuðu Ijóðakveri eftir Ólöfu skáldkonu 
Sigurðardóttur er gullfalleg þula um sumarsólstöður, og 
fyrir löngu eru landfleygar þulur Huldu. En sá er munur 
þeirra tveggja skálda, að Olöf kveður sina þulu eingöngu 
frá eigin brjósti, en Hulda heflr á þvi annað lag. Hún 
tekur gömlu þulurnar, molar úr þeim kjarnyrðin og vefur 
um þau hugljúfan og léttan hjúp, þannig að vér heillumst 
af og oss finst sem opnir standi álfheimar og undirdjúp 
með »ljósareitum, liljum grænum, perlu- 
vali í sævarsal, flogagulli og gígj um væn- 
um«, eða vérmænum eftir >grágæsarmóðurinni«, sem ekki 
vildi bíða okkar, en »leið og leið, langtí geim- 
innvegalausabláa«. 

Svona löguðum þululjóðum ætti að f jölga, má og vera 
að fleira sé til af þvi tægi heldur en prentað er, og nýlega 
komst eg af hendingu yfir þulukorn hjá konu, og set eg 
hér tvær þeirra i óþökk höfundarins og með bessaleyfi. 
Það sem tekið er úr gömlum þulum eða kvæðum er inn- 
^an » «. 

I. 

»Tunglið, tunglið taktu mig 
og berðu mig upp til skýja«. 
fíugurinn ber mig hálfa leið 
í heimana nýja. 
Mun þar vera margt að sjá, 
mörgu hefirðu sagt mér frá, 
þegar þú leiðst um loftin blá 
og leizt til min um rifinn skjá. 
Komdu litla Lipurtá! 
langi þig að heyra, 

27 ^B Þulur. 

hvað mig dreymdi, hvað eg sá 

og kannske sitthvað fleira. 

Ljáðu mér eyra. 

Litla flónið, Ijáðu mér snöggvast eyra: 

Þar er siglt á silfurbát 

með seglum þöndum, 

rauðaguU i rá og böndum, 

rennir hann beint að ströndum, 

rennir hann beint að björtum sólarströndum, 

»Þar situr hún móðir min« 

1 mötlinum græna, 

hún er að spinna hýjalín 

i hempu fyrir börhin sín. 

»0g seinna þegar sólin skin« 

sendir hún þeim gulHn fin, 

mánasilfur og messuvin, 

mörgu er úr að velja. 

Hún á svo margt sem enginn kann að telja. 

»Þar sitja systur«. 

Sá sem verður fyrstur 

að kyssa þeirra klæðafald 

og kveða um þeirra undravald 

honum gefa þær gulUnn streng 

á gígjuna sina. 

j^Ljúktu upp Lina!« 

Nú skal eg kveða Ijúflings Ijóð 

um lokkana þína, 

kveða og syngja Ijóðin löng 

um lokkana mjúku þina. 

»Þar sitja bræður« 

og brugga vól, 

gaktu ekki i skóginn þegar skyggir. 

Þar situr hún Maria mey, 

man eg hvað hún söng: ^ 

Eg er að vinna i vorið | 

vetrarkvöldin löng. * 

Ef að þornar ullin vel é JÞalur. m 

og ekki gerir stórfeld él, 

sendi eg þér um sumarmálin sóley 1 varpa. 

Fögur er hún Harpa, 

Um m e s s u r færðu fieira, 

fjólu og músareyra, 

hliðunum gef eg grænan kjól, 

Bvo göngum við upp á Tindastól, 

þá næturvökul sumarsól 

»sveigir fyrir norðurpól«, 

en dvergar og tröU sér búa ból 

í bergsins instu leynum, 

og Ijósálfar sér leika á hól 

að lýsiguUi og steinum. 

Við skulum reyna að ræna frá þeim einum^ 

Börnunum gef eg gnótt af óskasteinum. 

»Þá spretta laukar, 

þá gala gaukar«. 

Þá syngja svanir á tjörnum, 

segðu það börnum, 

segðu það góðum börnum. 

II. 
Gekk eg upp í Álfahvamm 
um aftanskeið, 
huldusveinninn ungi 
eftir mér beið. 
Þið skuluð ekki sjá hann, 
því siður fá hann. 
Eg á hann ein, 
eg á ein minn álfasvein. 
Hann á brynju og bitra skálm, 
bláan skjöld og gyltan hjálm, 
hann er knár og karlmannlegur 
kvikur á fæti, 
minn sveinninn mæti, 
herðabreiður og hermannlegur, 
höndin hvít og smá, 

27* 4S0 .Þulur, 

augun djörf og dimmblá 

dökkri undir brá. 

AUar friðar álfameyjar i hann vildu ná. 

En þó þær heilli og hjúfri 

hann þær aldrei fá, 

þvi hann vill bara menska mey, 

mér þvi skýrði hann frá, 

þegar eg fann hann fyrsta sinn 

hjá fossinum háa 

og berginu bláa. 

Nú er runninn röðullinn 

rökkvar milli hliða. 

»Svanurinn syngur viða«. 

Viðsjált er í Álfahvammi um aftanskeið að bíða. 

Heit og mjúk er hendin þin, 

hjartakollan min. 

Við skulum stíga dansinn þar til dagur skin. 

Glatt var með álfum, 

gekk eg með honum sjálfum. 

margt ber til um miðja nótt hjá mánanum hálfum. 

Hamarinn stóð i hálfa gátt, 

huldumeyjar léku dátt, 

heyrði eg fagran hörpuslátt, 

höUin lék á þræði, 

heilla huldu kvæði. 

Þegar litið lifði af nátt 

labbaði eg mig heim, 

en »eg get ekki sofið fyrir söngvunum þeim«. 

í ágástmánuði 1914. 

Theodóra Thoroddsen, f VögguYÍsa 

Margrétar örotningar. 

JB. Ibsen. Nú lyftist alt, sem andar, 
í aftanhvolfin blá. 
Nú líður litli Hákon 
á liljuvængjum smá. 

Og stiga veit eg standa 
frá storð að himingeim; 
þar lyftist litli Hákon 
með Ijósum englasveim. 

Guðs englar vaka á verði 
og vernda sveinsins beð. 
Þín móðir, hjartkær Hákon, 
skal hugtrú vaka með. Ritfregnir. Oornell University Library. Catalogne of the Icelandic 
CoUection bequeathedby Wiliard Fiske. Compiied by Halldór 
Hermannsson. Xij + 755 bls., 4to. Ithaca, New York 1914. 

Lítið hefir jafnan kveðið að vísiudalegri bókfræði íslendinga, 
þótt marga höfum vór átt bókfróða menn. Bókaskrár þær, er til 
eru í handritum frá fyrri tímum, eru flestar mjög ónákvæmar, þótt 
um sumt megi taka mark á þeim. Ýmsir hafa þó ritað um ís- 
lenzka bókfræði, svo að á prent hefir komist, fyrr meir. Má þar 
til telja byskupana Finn Jónsson og Pótur Pétursson í kirkjusögum 
þeirra. Hálfdan skólameistari Einars&on á Hólum (d. 1785) stend- 
ur þó langfremst allra þeirrar tíðar manna að þessu leyti. Var 
hann og hinn fróðasti maöur á alla íslenzka fræði. Hann hafði 
mikil afskifti og góð af prentsmiðjunni á Hólum um sína daga* 
Hann jók og endurbætti mjög útgáfur bóka þeirra, er þá voru vin- 
sælastar í landinu, svo sem Passíusálma Hallgríms Póturssonar, 
Hallgrímskver, Hugvekjusálma síra Sigurðar á Presthólum o. fl. 
Er þessa því hér getið, að nafni þessa manns hefir um stund mið- 
ur verið á lofti haldið en skyldi. 1 íslenzkri bókfræði hefir hann 
unnið stórvirki með samningu íslenzkrar bókmentasögu, er hann 
gaf úr á latínu og nefndi »Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ« 
Kom sú bók út tvisvar. Var hún mjög merk á sínum tíma. ÞÓ 
er sá galli á, að h'tt er hirt um að tilgreina bókatitla nákvæmlega 
jafnvel þótt latínskir séu.^ Af síðari tíraa mönnum má nefna Jón *) T. d. kallar hann Compendium grammaticæ Latinæ o. s. frv. er 
Þórður biskup Þorláksson gaf út og prentað er í Skálholti 1695, „Prœ- 
cepta grammatica et syntactica". En þetta er ekki beint hans sök ; ald- 
arhátturinn var slíkur i öllum efnum að setja alt á skrúfur. 

Þegar Sciagraphia Hálfdans kom út færði sira Gunnar Pálsson i 
Hjarðarholti (d. 1791) honum kvæði. dunnar prestur var og hinn fróð- 
iisti maður á þessi efni og önnur og eitt hið bezta skáld i sinni tið. Ritfregnir. 423 

Borgfirðing, sem gefið hefir út rithöfundatal og' aðatoðað Lidderdale 
i skrá hans yfir íslenzkar bækur í British Museum. Enn hefir og 
■dr. Jón Þorkelsson, landskjalavörður, víða í ritum sínum lagt drjúg- 
an skerf til íalenzkrar bókfræði, einkannlega í Digtningen pá Island 
i det 15. og 16. árhundr. Kh. 1888. 

En um verulega vísindalega bókfræðarannsókn er ekki að ræða 
ifyrr en Willard Fiske kemur til sögunnar^). Hafði hann þá ná- 
kvæmni til að bera, sem nauðsynleg er til ritstarfa í þeirri fræði, 
-var og auðmaður svo mikill, að hann þurfti ekki öðrura störfum að 
'sinna en hann vildi, og gat sjálfur kostað útgáfu rita sinna, sem 
eru þess eðlis, eins og önnur bókfræðirit, að lítið hefst upp úr þeim 
að fjárgróða, þótt hin gagnlegustu sóu raönnum til leiðbeiningar. 
Fiske samdi og gaf út Bibliographical Notices, I — VI. Er þar af 
um íslenzka bókfræði I og IV — VI. 

Það raun verið hafa ura síðustu aldaraót, að Halldór Hermanns- 
son gekk í þjónustu Fiske's og tók að vinna raeð honura að skrá- 
setningu bókasafns hans, íslenzkra bóka, þess hins raikla, er Fiske 
hafði safnað til ura langa æfi. En er Fiske andaðist tók Halldór 
við vörzlu bókasafnsins. Hefir Halldór síðan árlega gefið út eitt 
rit ura íslenzka bókfræði. En Fiske hafði svo ráð fyrir gert og 
gefið sjóð til þess að kosta ritið. Er það safn nú orðið 7 bindi. 
Er það bókfræða-ritsafn nefnt I s 1 a n d i c a. Það er saraið af hinni 
mestu nákvæmni og fádæraa-vandvirkni. I s 1 a n d i c a hefir að 
geyraa þessi rit: 

I. Bibliography of the Icelandic sagas and minor tales, þ. e. 
Bókfræða skrá yfir íslenzkar fornsögur og þáttu. 

II. The Northraen in Araerica, þ. e. skrá rita ura landafundi 
fornraanna í Vesturheirai. 

III. Bibliography of the sagas of the kings of Norway and Hafði sira G-unnar verið skólameistari á Hólum á undan Hálfdani. 
Kvæðið heitir Hugdilla og er prentað á Hólum 1777. Það er i 12 er- 
indum og er þetta upphaf að : 

ísland, auðlegð sjá hér þína á efri og fyrri tið! 

ísland, dugnað lát ei' dvína, þótt dynji á margs kyns hrið I 

Island, akta ei þeirra stríð, heimsku er hreyfa sinni, 

hneigðir mest fyrir níð. 
*) Þó haf ði Th. Möbius gefið út Catalogus librorum Islandicorum o. s. 
fry. Lpz. 1856 og viðaukaskrá við þá bók, Lpz. 1880. En þessirit taka 
að eins til fornbókmenta vorra. 424 Ritfregnic. 

related sagaa and tales, þ. e. Bókfræðileg skrá um sögur Noregs- 
koDunga og aðrar þeím skyldar sögur og þáttu. 

IV. The ancient laws of Norway and Iceland, þ. e. sams konar 
ritskrá um fornlög íslands og Noregs. 

V. Bibliography of the mythical heroic sagas, þ. e. sams konar 
skrá yfir fornaldarsögur vorar. 

VI. Icelandic authors of to day, þ. e. sams konar skrá helztu ÍS' 
lenzkra rithöfunda, þeirra er nú eru uppi. 

VII. The story of Griselda in Iceland, þ. e. saga Gríshildar 
hinnar góðu með bókfræðaskrám og skyiingum. 

Loks hefir Halldór átt mikinn þátt í samningu og sóð um út- 
gáfu Bibliographical Notices VI. 

Þá skal hverfa að hinu mikla riti Halldórs, því er fyrirsögn er 
þessarar greinar. Það rit er skrá yfir allar bækur, þær er geymast 
í því íslenzka safni, er Willard Fiske gaf Cornell-háskólanum eftir 
sinn dag. Það er skjótast af að segja, að þetta rit er hið mesta 
stórvirki, sem innt hefir verið af höndum í íslenzkri bókfræði fram 
á þenna dag. Það má teljast ærið æfistarf einum manni að hafa 
leyst af höndum eitt slíkt verk sem þetta. Og er þó með enn 
meiri fádæmum, með hvílíkri vandvirkni og vísindalegri nákvæmnf 
verkið er unnið og útgefið. Bókin er skrá allra íslenzkra bóka í 
Fiskessafni og að auki allra rita, sem að íslandi lúta eða íslenzkum 
efnum og í safninu finnast, utan rúna og þeirra bókmenta er þar 
að lúta. Af skiljanlegum ástæðum gat höfundurinn ekki náð til 
að gefa út skrá þeirra bóka sams konar, sem finna má í öðrum 
söfnum og eigi eru í Fiskessafni. 

Bókinni er svo fyrir komið, að fremsb eru formálsorð og skyr- 
ingar til leiðbeiningar; síðan hefst höfundaskrá sú hin mikla, er 
tekur yfir 669 bls., að meðtöldum viðauka. Þar eru taldir upp 
höfundar með (fæðingar- og dauða-ári þeirra sem íslenzkir eru, að 
svo miklu leyti sem vitað er), og rit þeirra með fuUum titlum í 
stafrofsröð, en jafnframt fylgja skyringargreinir í smáa-styl nálega 
hverju riti. Síðast í bókinni er efnisskrá, glögg og skyr, er færir 
til höfuðtitla bókanna. 

Mönnum kann að þykja gaman að vita, hver íslendinga hafi 
látið flest rit eftir sig liggja, og stendur Þorvaldur Thoroddsen þar 
langefst á blaði. Rit hans eru talin á bls. 594—600, en auðvita^ 
eru þar með taldar allar sórprentanir úr tímaritum og þyðingar úr 
ritum hans, en rit hans munu fleiri hafa komist á aðrar tungur en 
rit nokkurs eins íslendíngs annars á síðari tímum. Ðrjúgir verða- Ritfregnir. 425- 

og Finnur Jónsson, Jón Ólafsson og dr. Jón Þorkelsson, landskjala- 
vörður, í skránni. 

Þá skal eg leyfa mór að gera fáeinar athugasemdir við þetta 
stórmerka verk; er pað þó í rauninni fremur fyrir siða sakir og 
ekki til rjrðar bókinni, því að merkari og þarfari bók hefir ekki 
komið út í íslenzkum fræðum hina síðari áratugi; vegur hún að^ 
gagni og gildi á við raörg bindi af bókmentasagnagutli, og er þó 
ekki þar með að neinu varpað rjrð á þá tegund bókmentaiðju. 

Bls. 11. Andra saga jarls o. .. frv. Sagan er samin af 
Benedikt (Sveinbjarnarsyni) Gröndal eftir rímunum, og hefir hann 
Bjálfur sagt það þeim, sem þetta ritar. 

Bls. 22. Aruhólmr (pseudonym) er Magnús Gíslason (sá 
hinn sami, sem nefndur er á bls. 181 (meðhöfundur að »Fjallarósir 
og morgunbjarmi«). 

Bls. 56 [Snorri Björnsson]: Eitt Efenntyre, les Æfenn- 
tyre (þ. e. Þorsteins ríma suðurfara eða Austfirðings). Sama er í 
næsta titli, Jóhönnuraunum (Eitt Efentyre, les Æfentyre). 

A bls. 125 er Baldvin Einarsson talinn höfundur að »Ritgjord 
um Birkiskoga Vidurhald . . .« Heimildarinnar fyrir þessu mun 
vera að leita í æfisögu Baldvins í Nyjum fólagsritum 1848. Eg 
skal ekkert um það fullyrða, hvort Baídvin só höfundur (eða þyð- 
andi) þessa ritlings eða ekki, en að eins geta þess, að- 
eg hefi sóð eintök af þessari ritgerð, þar sem höfundur hefir 
verið talinn Oddur Hjaltalín og nafn hans sem slíks skrifað for- 
takslaust á titilblöðin. Er þetta tekið fram til athugunar. 

Bls. 198. Grjótgarður (pseudonym). Svo hafa sagt mér 
fróðir menn, að þetta muni vera Siguiður Jónsson, síðar syslumað- 
ur í Snæfellsnessyslu. 

Bls. 398. »M essusaungs- og sá]mabók« (þ. e. Leir- 
árgarða sálmabókin eða Leirgerður, sem svo var köUuÖ). 1. útgáfa 
hennar var 1801 og 3. útgáfa 1819. En hvar er 2. útgáfa? Henn 
ar sóst hvergi getið og hvergi hefi eg rekið mig á titilblað þessarar 
sálmabókar, svo að á hafi staðið 2. útgáfa. Varla er líklegt, að svo 
ung bók só alveg glötuð. Mór er næst að halda, að tvær útgáfur 
af bókinni hafi verið gefnar út sama árið, þ. e. 1801, enda hefi eg 
komist að raun um, að evo er, þótt á hvorugri standi 1. útgáfa nó 
2. útgáfa. Við rannsókn hinnar íslenzku deildar landsbókasafnsins, 
sem eg hefi unnið að um hríð, hefi eg fundið, að árið 1801 *eru 
tvenns konar utgáfur af sálmabókinni, önnur með smáum styl, hin 
með stórum. Það mætti jafnvel segja, að útgáfurnar hafi verið' 4Ífe Ritfregnit. 

iþrjár eða þrenns konar 1801, þvi' að til er afbrigði frá stórast/ls- 
útgáfunni, töluvert frábrugðið í endanum. 

Bls. 415. Max Mystifax (pseudonym) er Guðmundur Guð- 
mundsson skáld. 

Bls. 433. 0. (pseudonym) er Ólafur prestur Indriðason, að því 
er sonur hans, Jón alþm. Ólafsson, hefir sagt mér. 

Bls. 438. Ólafsson, Eggert. »Enarr. historicæ de Islandiæ 
natura . . .« Þess skal getið hér til fróðleiks, að til er tvenns 
^onar titilblað á þessari bók, og sleppir annað þeirra »respondent- 
inum«. Slíkt hið sama er að segja um ritgerð Jóns konferenzráðs 
Eiríkssonar: »Tentamen philologico-antiqvarium . . .« Hafniæ 1753. 

Bls. 446 Olearius, Johann. »Exercitium precam . . .« 
Skálholti 1687. Það er rótt sem hór segir, að rímtal Þdrðar bysk- 
ups Þorlákssonar hafi verið gefið út um leið (Sbr. og bls. 657), en 
nákvæmara er það að segja, að þetta hvortveggja heyri saman ; 
það sjnir arkavísirinn (signatura) og nær kverið yfir arkirnar A — 
M eða 192 bls. 

Á bls. 468 er getið um, að 21. útgáfa af Passíusálmum Hall- 
gríms Péturssonar só prentuð á Hólum 1791, en só þó ekki til í 
Fiskessafni. Fiske getur og þessarar Hóla útgáfu í Bibliographical 
Notices, er hann telur upp útgáfur af Passíusálmunum, Bibl. Not. 
IV, bls. 5 — 6. Enn getur og þessarar Hólaútgáfu 1791 í útgáfu 
Gríms Thomsens á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar, I. 
bindi bls. 375, Rv. 1887. Annars staðar hefi eg ekki sóð þessarar 
útgáfu getið og aldrei séð né getað fundið Passíusálma með þessu 
ártali. Mig grunar, að Fiske hafi nú tekið heimildina úr nefndum 
stað í útgáfu Gríms Thomsens á Hallgríms kvæðum. Þótt mór því 
þyki vafasamt, að Passíusálmarnir hafi yfirleitt nokkurn tíma verið 
gefnir út 1791, þori eg þó ekki að sinni að fortaka, að þeir kunni 
að hafa verið gefnir út þá. Fróðustu menn, sem eg hefi um þetta 
spurt, kveðast aldrei hafa séð nefnda útgáfu. Jón Borgfirðingur, 
sem hafði þó margt séð íslenzkra bóka, kannaðist ekki við þessa 
útgáfu, að vitni dr. Jóns Þorkelssonar, landskjalavarðar, 

Bls. 523 sbr. bls. 267. Dómurinn í Njjum fólagsritum um 
föstu-hugvekjur síra Ólafs Indriðasonar er ekki eftir Jens skóla- 
meistara Sigurðsson, heldnr eftir Jón Sigurðsson, þann er síðast 
var prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi (d. 1859). Þetta er að 
vitni Jóns alþm. Ólafssonar, sem bezt má um þetta vita. 

Bls. 525. Sigwart, Johann Georg. »christelegar Trwar 
Hofud Greiner . , .« les Christelegrar Trwár o. s. frv. I Ritfregnir. 427 

Bls. 529. Ingibjörg Skaptadóttir. »Kaupstaðarferðir« 
Þess skal að eina getið, að til er tvenns konar titilblað á þessari 
bók, annað sem hér segir, en hitt með höfundarteikninu I. S. 

Bls. 586, Thienemann . . . »ReÍ8e im Norden Europas . . « 
í>ar við stendur í athugasemd: ,There seems to be no general t. p. 
to the first part . . . ' Landsbókasafnið á eintak með höfuðtitil- 
blaði. 

A bls. 625 (sbr. og bls. 325 við L a g e r 1 ö f, S e 1 m a) stendur, 
að Laufey Vilhjálmsdóttir hafi þýtt »Heimilið og ríkið^ 
eftir Selma Lagerlöf. Þ/ðandinn er Laufey Valdimarsdóttir. 

Bls. 657 Þorláksson, Þórður. »Calendarium per- 
petuum . . . « Skálholti 1692 (sbr. og Bibliographical Notices VI, 
29). Þar er kverið talið (26 + ) 117 bls. En kverið nœr lengra, 
arkirnar N — Svj í viðbót (með framhaldandi blaðsíðutali til bls. 156). 
Efni þessa síðara hluta er sem hér segir. Bls. 118 — 156 : Lijtel 
APPENDIX I Edur | Viðbœter þessa Rijms (arkirnar N— Qij r). 
-Qij V — Qviij : Lijted REgistur yfer fyrerfarande Rijm, so hægra | 
sie ad finna þess Innehalld. R — Svj : MANada SAungur | Doct. 
Joh. Olearii o. s. frv. Mér þykir undarlegt, að þessi síðari hluti 
kversins skuli ekki vera í Fiskesafni; erfiðara hygg eg vera að ná 
i titilblað kversins. 

Það er ekki ætlan mín, enda á það ekki heldur við, að semja 
bér eða setja nokkurar viðaukaskrár við þetta rit. Eins og titiU 
ritsins ber með sór, er því að eins ætlað að ná til íslenzkra rita 
og útlendra, þeirra er Island varða og í safni Fiskes eru. Þá við- 
aukaskrá hygg eg og verða mundu ærið stóra og til hennar þurfa 
mikið starf. 

Margir munu ef til vill ætla, að Fiske hafi dregið um of rit vor 
út úr landinu. En eigi ætla eg, að því só vert að kvíða. Nálega 
hverja einustu alíslenzka bók, sem Fiskessafn á, má finna hór í 
landsbókasafninu, og auk þess er í landsbókasafninu talsvert ís- 
Jenzkra bóka, sem Fiskessafn á ekki, eins og eðlilegt er. Eg tel 
miklu fremur, að Fiske eigi þakkir skildar af oss fyrir að hafa 
tekið að safna einmitt íalenzkum bókum, því að þar með hefir haíin 
yakið oás til umhugsunar um þau efni og hvert gildi sú tegund 
bókmenta vorra hefir, sem kölluð er »gamlar guðsorðabækur», og 
ýmsir láta sór fátt um finnast. Það má vera, að þær bækur hafi 
^kki mikið bókmentalegt gildi ; en guðsorðabækur vorar eru ekki 
lákar.i en sams konar bækur annarra þjóða samtímis, jmsar miklu 
«nerkari og hafa jafnvel sunriar ævaranda gildi. En gönilu guðs- 428 Ritfregnir. 

orðabœkurnar hafa og aðra sögu að segja; þær syna menning feSra 
vorra. Og þótt ekkert kæmi annað til, er sú ástæða ærin til þess 
að vór höfum þær í heiðri. 

Nú er oss það eigi meðal*minkunn, íslendingum, er aðrar þjóð- 
ir verja fó til að gefa út skrár um bókmentir vorar, en vór sinn- 
um engu um það. Mundi nú eigi vaxa vegur vor, ef vór gœfum 
út vísindalega skrá yfir alt vort í s 1 e n z k a safn í landsbókasafninu, 
svipaða ofangreindu riti ? Viðaukaskrá við rit Halldórs væri oss smán að 
láta frá oss. Vór setjum upp háskóla og kenslustóla í íslenzkum fræð- 
um, en gerum oss ekkert far um að draga útlenda pámsmenn að 
háskólanum. Mundi ekki aðsóknin vaxa, er útlendir menn, þeir er 
leggja stund á íslenzk fræði, sæju svart á hvítu, að landsbókasafnið 
(þakka skyldi, raunar !) er miklu auðugra að íslenzkum bókment- 
um en nokkurt safn annað í heimi? Þetta veit eg ekki, hvort skilja 
muni þeir menn, er fara með fjárráð landsins, en það ætla eg þá 
skilja munu, að gott bókasafn er hverjum háskóla betra, eins og 
, mig minnir, að Carlyle segi einhvers staðar. En lykilslaust kemst 
engi í bókasafn, og lykilinn vantar, ef ekki er til góð bókaskrá. 
I'eir menn, fróðleiksgjarnir menn, sem ekki hafa efni eða tíma til 
að sækja skóla, leita bókasafnanna. 1 þessu, meðal annars, er fólg- 
ið gildi bókaskráa, að hver maður sem viU getur tekið það efni 
fyrir, sem hann langar til að kynna sór samkvæmt skránum, og 
valið úr þær bækur, sem föng eru á að láta í té. 

Það væri óskanda, að eigi liði langt áður vér eignuðumst á 
prenti jafngóða skrá yfir hina íslenzku deild landsbókasafnsins sem 
þá, er Halldór Hermannsson hefir nú látið frá sér fara yfir Fiskes- 
safn gerða með jafnmikiUi snild og pryði. Hefir hann með því 
riti gert oss mikla sæmd og aukið virðing þeirra manna, er þar á 
kunna deili, fyrir íslenzkri menningu og íslenzkum bókmentum. 

Páll Eggert Ólason. 

Icelandic authors of to-day by Halldór Hermannsson, 

XIV + 69 bls., 80. Ithaca, N. Y. 1913. Þetta hefti er hið sjötta 
í bókfræðaritsafni því, er Islandica er kallað og gefið er út af gjafa- 
HJóði Willard Fiske's, þeim er hann gaf Cornell-háskóla til útgáfu 
ársrits um íslenzk efni. Nafn hins mikilvirka og velvirka höf. er 
eitt ærin trygging þess, að hór er ekki um neitt kákverk að rœða. 
Bókin er skrá yfir íslenzka rithöfunda vorra daga. Eru höf- 
undarnir í stafrófsröð, þannig að raðað er eftir föðurnöfnum. Er 
fyrst getið helztu æfiatriða þeirra, síðan rita; fyrst þeirra rita, sem þeir Ritfregnir. 429 

liafa frumsamið, þá þeirra rita, er þeir hafa gefið út og síðast eru 
talin upp þau rit, sem þeir hafa þytt. En aftan við hvern höf- 
und er þess getið, hvar í ritum æfiatriði hans só að finna. Þetta 
fyrirkomulag (æfisagnasnið) telur höf. sjálfur einna vinsælast nú á 
dögum með erlendum þjóðum, enda og auðveldara í stuttu máli 
að sjna bókmenta-starfsemi og bókmenta-líf hverrar þjóðar á ýms- 
um sviðum með þessum hætti en með ágripum í bókmentasögu- 
formi. — Aftast í bókinni er loks skrá yfir helztu innlend og 
útlend rit um bókmentir vorar. 

í formálanum (bls. xij — xiij) gerir höf. grein fyrir því, hvern- 
ig hann hafi hagað bókinni. Engi getur vænst þess, að hver ís- 
lenzkur maður, þeirra er nú eru uppi og einhvern tíma hefir komið 
einhverju á prent eftir sig, só talinn í þessari bók. Segir höf, 
sjálfur (bls. xiij), að það mundi hafa aukið bókina að miklum mun 
— en honum og afskamtað, hve löng bókin mætti vera — enda 
tæplega aukið gildi bókarinnar verulega. 

Hór er því ekki um það að ræða, hvort einhvern vanti inn í, 
heldur um það, hvernig höf. hefir tekist að velja úr þá höfunda, 
sem nokkurs eru verðir. Slíkt er jafnan álitamál og verða þar um 
engar almennar reglur hafðar fyrir augum. Hitt er annað mál, að 
við samanburð á rithöfundunum, sem teknir eru í bókina, og þeim, 
sem þar er ekki að finna, kann jmsa að greina á við höf. bókar- 
innar. Eg fyrir mitt leyti held, að höf. hafi verið heppinn í val- 
inu og tekið með alla þá rithöfunda, sem til greina gátu komið. 
Þó þykir mór skrítið, að höf. sleppir Pótri Zóphoníassyni, úr því 
að hann tekur Jóhann Kristjánsson, sem hann telur vera »Superin- 
tendant of Reykjavík Census Bureau« (þ. e. forstöðumaður mann- 
talsskrifstofu Reykjavíkur). Það mun vera virðuleg staða, og skrif- 
stofan merkileg, en eg verð að játa, að eg hefi aldrei heyrt það 
embætti nefnt. Líkt er á komið með báðum; báðir eru frœði- 
menn á sama sviði, en þó treysti eg ekki Jóhanni að etja við 
Pótur í skák, og þar hefir Pótur samið rit. Líkt er «g um Einar 
Sœmundsen, skógfræðing (sem ekki er í bókinni) og Eggert Leví 
(sem er í bókinni), að báðir hafa skrifað sögu í Eimreiðinni, og 
Einar þó auk þess eitthvað fleira. En eg fer ekki lengra út í 
þá sálma. 

Ekki œtla eg mór beldur að rannsaka, hvort nákvæmlega só 
tilgreint um rit allra þeirra höfunda, sem bókin telur upp. Nafn 
höf. ajálfs er full trygging fyrir því, að það muni vel og vandlega 
gert, enda hafa og margir rithöfundar, þeir er í bókinni eru taldir, Í30 Ritfregnir. 

látið höf. í tó sk/rslur um sjálfa sig og rit sín, að því, er höf . seg- 
ir í formálanum, bls. XIV. 

ViSaukaskráin aftan við bókina um rit, er lúta að íslenzkum- 
bókmentum, er mjög gagnleg þeim mönnum, sem afla vilja sór 
þekkingar á þeim efnum. Höf segir sjálfur í formálanum, bls. Xiij, 
að hann hafi ekki ætlast til, að sú skrá tæmdi alt það, er hér um 
kynni að hafa verið ritað, og s/nist mór ekki betur en að höf. hafi 
þar tekist pryðilega og tekið flest það, er máli skiftir í þessum 
efnum. 

PáU Eggert Ólason. 

Gnðmnndnr Kamban: Hadda Padda. Sorgarleiknr í fjór- 
nm þáttnm. Reykjavík. Kostnaðarmaðnr Ólafnr Thors 1914. 

Síðasta áratuginn hefir átt sér stað næsta fágætur og merkí- 
legur útflutningur frá íslandi, Yngstu skáld okkar fjögur hafa 
fluzt andlegum búferlum til danskrar tungu og danskra bókmenta, 
sumir alfarnir, en hinir hafa hór í seli, yrkja bæði á dönsku og is- 
lenzku eða þyða rit sín úr dönsku á móðurmál sitt. 

Eg hygg, aðöllum öðrum mentuðum þjóðum hefði orðið miklu tíð- 
ræddara um þessi einkennilegu bókmentatíðindi en raun verður á 
um íslendinga. Hór virðist þeim enginn gaumur gefinn. 

Því verður samt ekki neitað, að tungu vorri, menning og þjóðar- 
virðing getur stafað hætta af þessum nyju Ameríkuferðum. Þetta er 
ekki sagt til ámælis útflytjendunum, skáldunum ungu. En hitt vildi eg 
taka fram, að í þessum brottflutningum hafa gerst tíðindi, er mega 
vera oss fagnaðarefni. S u m u m íslenzk-dönsku skáldunum hefir á 
sína vísu farið h'kt og sumum íslenzkum Vesturheimsförum. í 
Vesturálfu hafa þeir sumir orðið að meiri mönnum og hafist til 
meiri auðs og velmegunar en þeim hefði veizt færi á hór heima. 
Á líkan hátt hafa þessir andlegu útflytjendur vorir unnið sór meiri 
orðstír og frama en þeim hafði og hefði hlotnast hór heima. Og 
það geta þeir talið þessari nybreytni sinni til afsökunar. En það 
sést af sögu útflytjenda vorra, að í þjóð vorri búa kraftar, sem 
fá ekki notið sín í fátækt íslands og íslenzkum harðiudum. / 

I Guðmundur Kamban er yngstur íslenzk dönsku skáldanna. 
Frumsmíð hans, Hadda Padda, hefir getið só allmikið Jof meðal 
díinBkra ritdóraenda. ; '' i 

Efnið er fljótsagt. Hrafnhildur heitir kona, hún á sór gœlú- 
nafnið Hadda Padda og er lofuð lögfræðing einum, er Ingólfur heit- 
ir. Hann ryfur heit. sín við hana, af því að hann feldi ástarhug Ritfregnir. 431' 

til yngri systur hennar, Kristrúnar, og lofast henni. Fá heitrofin' 
svo mjög á Hrafnhildi, að hún fyrirfer sér á skáldlegan og hrika- 
legan hátt, 

Yíðáttumikið er efnið í leikritinu ekki. Það er einn harmleik- 
ur ástarinnar enn. Alt er hór gagnþrungið af ást, ástargleði eða 
ástarhörmum. Það er næstum því sem ekki sé til annað en ást, 
loftið er fult af henni, klettarnir bergmála af henni. Leikhetjurnar 
virðast ekki samsettar á þann hátt, að þær búi yfir mörgum ósam- 
kynja þrám og sundurleitum þörfum — þær virðast hyggja 
á lítið nema ástir. En alvara lífsins, þungbrjn og harðlynd, ríkir 
í þessum leik um mannlegar ástir með öUum breyskleika þeirra, 
hviklyndi, undarlegum refilstigum, dutlungum, hógómagirnd, gá- 
leysi, lóttúð og Örlögþrungnum afleiðingum í eftirdragi, 

Nytt er efnið í leiknum ekki, hvorki sú örlagasaga, sem þar er 
sögð, nó birta sú, er brugðið er yfir hana. T. d. minnir hór all- 
margt á »Leonarda« Björnsons. Við bar það og, að eg við lestur- 
inn mintist Jóhanns Sigurjónssonar og leiktaka haus. En búning- 
urinn er sumstaðar frumlegur, syningarnar sumar, t. d. klettasyningin í 
seinasta þætti. Er auðskilið, að dönskum lesendum þyki nynærai á 
slíku. Er sá þáttur líka næsta áhrifamikill og verður vart lesinn nema 
með óþreyju og óróa. í leiknum er gnótt fagurra mynda og líkinga, 
sem allar bera skáldgáfu höf. ótvírætt vitni. Þátturinn af Hrafnhildi 
og grasakonunni er og gullfallegur, sem austurlenzkur skáldadraum- 
ur, einkum seinast. Það leynir sór og ekki, að höf. hefir veitt mörgu 
eftirtekt í skógarlundum og klettaþröngum ástarinnar. 

Aðalleikhetjan er Hrafnhildur, og er það ekki nytt, að íslenzk 
skáld skemti sór við að skapa konur með stórfenglegu skaplyndi, 
Mun það ekki eitt auðkenni íslenzkra bókmenta, bæði að fornu og 
nýju, hve kvenlysingar takast þar haglega og fagurlega? Hrafn- 
hildur er ástheit og bh'ð, dansar af ástarsælu og fyllir alt unaði, 
bæði menn og blóm. En hún er h'ka skaphörð og stórlát og hug- 
uð sem skjaldmær. Fornt og íslenzkt er nafnið, forn og íslenzk er 
lundin líka. Það er ekki eingöngu nafnið, sem minnir ofurlitið á 
Brynhildi Buðladóttur, heldur og skap hennar og tiltektir. Krist 
rún er gagnólík systur sinni, eintóm hógómagirnd, og af þeim sök- 
um heppin í ástum, leikur sér að fjöreggjum mannanna með kaldri 
lundu, hlífir þar ekki svo mikið sem systur sinni og virðist ger- 
sneydd allri æðri viðleitni, sem títt er um þessháttar konur. Að 
öðru fólki í leikritinu kveður nauðalítið. 

Vinur höfundarins, hr. kaupmaður Ólafur Thors, hefir kostað- 432 Ritfregnir. 

útgáfuna. Á hann mikla þökk skilið fyrir þessa rausn sína og 
örlæti. Væri óskandi, að fleiri efnamenn íslenzkir styddu bókmeot- 
ir vorar og gáfaða rithöfunda að dæmi hans. 

Signrður Gnðmnndsson. 

Gróðir stofnar. Svö nefnir Jón Trausti sugnabálk, sem hann 
er byrjaður á. Efnið sækir hann í sögu og sagnir liðinna alda. 
í>ar grefur hann upp »góða 8tofna« og gæðir limi og lauti. 

Fyrsta sagan heitir »A n n a f r á S t ó r u b o r g« og er ný- 
komin út. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar. Stærð lö^/^ örk. 

Saga þessi gerist á 16. öld. Aðalpersónurnar eru Anna Vig- 
fúsdóttir Erlendssonar hirðstjóra (f 1521) og Páll bróðir hennar, 
lögmaður sunnan og austan lands 1556 — 1569. Anna bjó á Stóru- 
borg undir EyjafjöUum, Páll á Hlíðarenda í Fljótshh'ð. Söguþráð- 
inn hefir skáldið að mestu sótt í »Þjóðsögur og munnmæli« Jóns 
Þorkelssonar, og brestur hann ekki fremur en áður ímyndunaraflið 
til að fylla sviðið lifandi mönnum. Meðferð efnisins er góð, og 
sagan ánægjuleg að lesa. 

Anna byr rausnarbúi á Stóruborg og rakar saman fó. Hún 
er komin um þrítugt og þó ógift. Ekki er hún ógift vegna þess 
að hana vanti biðla. Nei, hún getur »valið um beztu biðla lands- 
ins« ! Enda hafa Hólmfríður föðursystir hennar og Páll bróðir 
hennar lagt kapp á að gifta hana. En enginn þeirra biðla, er 
þau styðja að málum, nær hylli hennar. Að vísu eru þeir ríkir 
og ættgöfgir allir eða flestir — það kannast hún við. En þaö er 
henni ekki nóg, Hún er fædd með þeim ósköpum að v 11 j a 
Æ 1 s k a. Og hún vill ekki eiga annan en þann, sem hún elskar 
— hvað sem auði og ættum líður. 

»Heiðvirð koua giftist þeim manni einum, sem hún elskar, 
Fái hún ekki að giftast honum, tekur hún hann í faðm sór, hvað 
sem hver segir, og sleppir honum ekki. Hitt eru skœkjurnar, sem 
láta selja sig — fyrir auð og metorð eða fyrir hagsmuni œttingja 
sinnai. 

Þetta segir hún við Pál bróður sinn, þegar hann bregðui henni 
um »frillulifnað«. 

Svona hugsar hún. Þess vegna bíður hún ólofuð og ógift 
þangað til örlögin fleygja í faðm henni fimtán ára smala — utan 
lir foraði og fárviðri. Hann heitir Hjalti Magnússon, óskilgetinn, 
^Sþektrar œttar. Faðir hans var druknaður, móðir hans orðin úti. Ritfregnir. 433 

Ekkert á hann. Enginn hefir um hann hirt. Hann er ekkert 
nema »efni«, aem þó getur brugðið til beggja vona. 

Þenna ungling tekur Anna að sér og elur upp, sem bezt hún 
má. Hún verður faðir hans, móðir hans og forsjónin hans. Hjalti 
verður atgerfismaður hinn mesti, elskhugi Önnu, faðir barnanna 
liennar — og eiginmaður hennar að lokura. 

En þeim gengur iUa að giftast. 

Anna má ekki giftast nema með samþykki Páls bróður síns. 
•Og það fæst ekki. 

Ættin er gömul og göfug. Henni fylgir heiður, auður og 
völd. Og ábyrgðin á öllu þessu er þung. Hana ber Páll lögmaður 
— að miklu eða mestu. Hann er útvörður ættarinnar. En Anna 
er »laukur ættarinnar«, eða svo þykir Páli. Þess vegna er ekkert 
átakanlegra en það, að h ú n blandi ættina smalablóði. Það 
er óþolandi svívirða — blettur sem þvo verður af, hvað sem það 
kostar. 

Páll reynir með illu og góðu að fá systur sína til að.skilja við 
Hjalta og giftast öðrum. En við það er ekki komandi. Anna 
^lskar manninn og sleppir honum aldrei, að þeim báðum lifandi. 

Þá sver Páll við sverð sitt að drepa Hjalta, dæmir hann sekan 
og situr um líf hans. 

En Anna verður ekki ráðþrota. Hún felur Hjalta í Fitjarhelli 
-og elur hann þar árum saman. Hann er heima á Stóruborg ann. 
að slagið. Og börnum Önnu fjölgar, þó hvergi sjáist Hjalti. Þau 
verða 8, áður en Hjalti kemst úr sekt. 

Hjalti er lokaður í hellinum og neyddur til að fara huldu 
höfði. Anna verður að berjast e i n fyrir bæði — vaka yfir honum 
Og verja hann. Og sú barátta er hörð og löng. 

Bróðir hennar ræðst að henni hvað eftir annað, á nóttu sem 
-degi — til að leita að Hjalta. En Anna er æfinlega viðbúin. Hún 
hefir njósnir um bróður sinn og veit allar œtlanir hans, áður en 
'J)ær eru framkvæmdar. H jalta finnur hann ekki, og hver för hans 
verður annari verri. 

En Önnu er annað örðugra en að verjast bróður sínum. Það 
er Hjalti sjálfur. Honum verður aðgerðarleysið óþolandi. Hann 
verður að komast út sem oftast og reyna kraftana, því hraustur 
•er hann og á bezta aldri. En þá er hœttan vís. Njósnarmenn 
lögmanns gætu hitt hann og handsamað. Þá er úti um hann. Þó 
wœri hitt enn verra, ef hann gerðist illvirki og lóti reiði sína yfir 

28 4H Eítfregnir. 

ranglæti því, er hann varð að þola, bitna á saklausum mönnum^ 
— ef hann, sakleysinginn, ynni sór sekt fyrir ranglæti annara. 

Anna veit, að Hjalti fer úr hellinum — hvort sem hún vill- 
eða ekki. Hann v e r ð u r að gera það. Við því fær enginn gert. 
En þá er um að gera, að hann geri g o 1 1 en ekki ilt, þegar út 
kemur. Það yrði honum eina vörnin, eftir að svo væri komið. 

Hún getur ekki varið hann lengur. Nú verður hann sjáifur 
að gera sér virki til varnar — ekki úr klettum heldur í h u g u m^- 
og hjörtum þeirra manna, er verða hans varir. Og hún leggur 
honum ráðin : 

»Mundu eftir því aö fara aldrei úr hellinura, nema þú getir 
gert eitthvað gott með því, eitthvert kærleiksverk. Sittu þig aldrei 
úr færi ef þú getur hjálpað einhvrerjum, sem bágt á, eða komið- 
einhverju fram til góðs, svo að hljóðlátar þakkargjörðir sóu sendar 
guði í kyrþey, fyrir það sem þú hefir gert — þó að það verði 
til þess að menn viti, hvar þú dvelur. Þá verða fleiri þér tii liðs, 
en þú veizt nokkurntíma af. Þvíaðáendanum erþað 
kærleikurinn, sem sigrar heiminn«. 

Svo segir húu honum sögu um glæsilegan riddara. Hann 
strengdi þess heit, að þjóna engum höfðingja nema þeim einum 
er öllum væri meiri og engan hræddist. Riddarinn leitaði víðsveg- 
ar að þessum höfðingja og fekk loks að vita, að enginn var sU'kur 
nema Kristur. Þá gaf hann alt sera hann átti, settist að við fljót, 
bar gangandi menn yfir það og reyndist þeira bezt, er minstir 
voru máttar og mestir hjálparþurfar. Af þessu varð riddarinn sæll 
maður og sannheilagur. 

Þessi saga opnaði Hjalta nyjan heim. Markarfljót rann skamt 
fyrir framan hellisraunnan. Það var ilt yfirferðar og hrakti marg- 
an mann. Hann gat orðið riddarinn við fljótið ! 

Hann bjó áfram í hellinum, og gaf nákvæmar gætur að^ 
mannaferðum yfir fljótið. Ef eitthvað varð þar að, þaut hann eins 
og elding ofan úr helli sínum — til hjálpar. Og æfinlega gat 
hann bjargað, því hann var syndur sem selur og hverjum raanni 
hraustari og harðfengari. í þessu fann hann viðnám afli sínu, 
ánægju af unnu starfi og ástsæld allra, sem urðu hans varir. 
Hann varð góðvættur hóraðsins og átrúnaðargoð. 

Loks bjargar hann lögmanni sjálfum úr fljótinu. En sverðið- 
Jögmannsins liggur þar eftir. 

»Eg bjarga ekki lífi manna í launaskyni«, segir hann við lögr Ritfregnir. 435 

manninn. Hann bjargaði að eins til aðbjarga, og hirtf 
aldrei um hver fyrir varð. 

En lögmaður vill launa h'fgjöfina og tekur hann í sátt. Auð- 
vitað systur sína og börnin með. Og stríðið er á enda. 

Anna hefir sigrað. 

Hún hefir gert umkomulansan smalasvein að ágætum mannf. 
Hóraðinu fær hún bjargvætt í stað stigamanns. Hún léttir erfða- 
synd af bróður sínum — ættardrambinu. Og hún ryður braut 
róttlátari þjóðfélagaskipun — jafnrétti bræðra og systra. 

Og þetta getur hún fyrir það eitt, að hún elskar, og hefir 
þ r e k og þ o r til að standa við það, hvað sem hver segir og gerir. 

Sh'kar konur og slíkir menn eru ósigrandi. Þau vinna öll máí* 
fyrir æ ð s t a rótti — hvernig sem dómar falla í undirróttinum — 
því þar er dæmt eftir lögmáli lífsins. 

Earl Finnbogason. 

W. S. C. Rnssell: Iceland. Horseback tours in saga 
land, Boston. R. G. Badger 1914. 

Höfundur þessarar bókar er amerískur jarðfræðingur, sem ferð- 
ast hefir hér um land í fjögur sumur, 1909, 1910, 1911 og 1913. 
Fyrirsagnir kapítulanna syna hvar hann hefir komið og hvert efni 
bókarinnar er: I. Sögulegt. Ágrip um fund landsins og landnám. 
II. Hvað dregur mann til íslandsferðar. III. Leiðin þangað. IV. 
Færeyjar. V. Vestmannaeyjar. VI. Reykjavík. VII. Þingvellir. 
VIII. Geysir. IX. GuUfoss. X. Hekla. XI. Krísuvík. ísland 
heimsótt á ny (kvæði). XII. Seyðisfjcrður. XIII. Myvatn. XIV. 
Krafla. XV. Vatnsdalur. XVI. Reykholt. — Bókin er prýdd mörg- 
um ágætum Ijósmyndum, sem höf. hefir sjálfur tekið. 

Þetta er góð bók og vel samin. Höf. hefir glögt auga fyrir 
einkennum lands og þjóðar, og vilja til að segja það eitt er hann 
veit sannast og róttast. Hvergi er tilraun til að gera það sem 
verður á vegi hans annarlegra eða fágætara en það er, heldur skyr- 
ir hann frá því blátt áfram og tilgerðarlaust og bregður yfir það 
Ijósi skilnings og samúðar. Alstaðar skín góðvild höfundar og ást 
á landi voru og þjóð gegn um frásögnina, og ber hann íslendingum 
einkar vel söguna. Segir hann að hver maður hafi hér reynst sór 
áreiðanlegur í smáu og stóru. Aldrei hafi íslendingur reynt að 
nota sór fáfræði hans, og eftir sinni fjögra ára reynslu só það óverð- 
skuldaður rógur, sem sumar enskar ferðabækur hermi, að íslend- 
ingar sóu viðsjálir í viðskiftum. Lofar hann mjög gestrisni lands- 

28* 436 Ritfregnir. 

manna, gáfur þeirra, námfysi og menningu. Lesandinn fylgir hon- 
um á ferðinni og fær þannig smámsaman góðar Ijsingar á náttúru 
landsins, iifnaðarháttum, vinnubrögðum og viðmóti þjóðarinnar, og 
jafnframt einstöku atriði úr sögunum, þar sem því verður við kom- 
ið. Á stöku stað koma fyrir smávillur, er auÖsjáanlega stafa af mis- 
skilningi, svo sem það, að aðalbiskup vor verði að sækja vígslu til 
Khafnar, að gagnfræðaskólinn á Akureyri sé búnaðarskóli og að í 
Hafnarfirði sé hús sem Snorri Sturluson hafi bygt. Smávegis óná- 
kvæmni um söguleg atriði mætti og finna og nokkur örnefni eru 
rangþydd, en slíkt kemur fyrir í flestum ferðabókum og er hér svo 
smávægilegt, að það raskar í engu heildaráhrifum bókarinnar. Vór 
megum því vera höf. þakklátir fyrir rit hans og óska þess að það 
Terði sem víðast lesið. 

Sem synishorn af náttúrulysingum höf. set eg hór að endingu 
þyðingu á kafla um Reykjavík. 

»Það er lágnætti. Fyrir hálfri stundu gekk sólin í ægi og að 
jafnlangri stundu liðinni rennur hún á ny, ekki langt frá þeim stað 
er hún áður settist. Synin er töfrandi og minnir á ragnarökkur. 
Á loftinu er Ijósrauður bjarmi með ymsum blæ. Engin stjarna 
sést á hvelfingunni, hvergi ber tunglið við sjóndeildarhring. Faxa- 
flói er sem bráðið haf af dýrum málmi og leika á því öldur af 
purpurarauðu Ijósi; þær falla að rótum K e i 1 i s, stíga með bjart- 
ari blæ upp á hvassan tindinn og brotna loks á gígunum í fjarska. 
E s j a n tekur á sig lit loftsins, úrigar upsirnar glitra sem um hæst- 
an dag og ísmöttullinn verður að rósrauðu kvarzi. Nú er Snæ- 
fellsjökuU dýrlegastur. Að baki honum er sólin. Þaðan leggur 
breiða Ijósrák beint upp í háloftið, saffrangula í miðið, með rauð- 
leitari blæ til beggja hliða. Hún breiðist út eins og blævængur. 
Snœfellsjökull er gimsteinn í skaftinu. Enn breikkar blævængurinn 
unz fjórðungur loftsins er gullroðinn með lifrauðum rákum. Jökul- 
faldurinn er orðinn að roðasteini og E s j a n að eldlegum ópal. 
Breytingin er sem í fagurmyndasjá. Litirnir koma og hverfa sem 
í norðurljósum væri, skyjaslæðurnar opnast og lokast og litirnir 
dýpka. E s j a n er endurborin í skauti fjarðarins. í skugga hans 
vaggar fiskiflotinn í ró fyrir akkerum. Jafnvel skýjarákirnar eiga 
mynd sína í sjónum, og er hægt far á þeim í djúpinu eins og uppi 
í háloftinu. Það birtir yfir K e i 1 i, blundandi litir funa upp sem 
eldur, eldurinn verður og hvítu Ijósi. Sólin er risin úr miðnætur- 
laug sinni, það er kominn morgun og eg hverf heim í hótelið og 
Teit nú að hvorki penni né pensiU fœr náð þessum mikla litasam- Ritfregnir. 43T 

hljómi eins og hans er, að honum verður hvorki komið í rím nó á 
lóreft. En hann lifir óafmáanlegur í sál skáldsius, málarans og 
tónsuillingsins. Já, söugur er það, voldugur samhljómur, — 

»Það er logandi þrá, er lyftist frá jörð 

og leið út í bláan geim.« 

G. F. 

La Laxdæla saga. Légende historique islandaise. Traduite 
du vieux norrois avec une carte, une introduction et des notes par 
Fernand Mossé. Paris. Librairie Fólix Alcan 1914. 

Það er heldur fátt sem þjtt hefir verið á frönsku af fornsög- 
utn vorum: R. Dareste hefir þjtt Njálu, F. Wagner íslendinga- 
bók, Gunnlaugs sögu ormstungu og Friðþjófssögu, J. Leclercq 
Bandamanna sögu, Hrafnkels sögu, Þórðarsögu hræöu, Þorsteins sögu 
Víkingssonar og Friðþjófs sögu, meira eða minna styttar eða sniðn- 
ar upp (í Revue Britannique), Beauvois Fóstbræðrasögu og kafla 
úr Völsunga sögu og Þiðriks sögu af Bern; auk þess kom Hervar- 
ar saga út í Magazine Encyclopédique 1787. Mun þá flest talið. 
En nú hefir á þessu ári vönduð þ/ðing af Laxdæla sögu eftir F. 
Mossé bæzt við hópinn, og þar sem hún birtist hjá einum helzta 
bókaútgefanda Frakka, F. Alcan, þá má ætla að fleiri komi á eftir. 

Þessi útgáfa er að öllu hin siiotrasta. Þyðandinn hefir á 16 
bis. ritað ágætan inngang, þar sem hann gerir grein fyrir fornbók- 
mentum vorum, tildrögum þeirra, efni og meðferð. Lysir hann rit- 
list söguritaranna einkar vel, og bendir að lokum á efni og ein- 
kenni Laxdælu og þau skáldrit seni ort hafa verið út af henni. Þá 
fylgir og sögunni skrá yfir aðalútgáfur og þyðingar hennar og helztu- 
rit sem hana anerta, tímatal sögunnar, stuttar og gagnorðar athuga- 
semdir, ættartölur aðalpersónanna og loks nafnaregistur. Framan viö 
er uppdráttur af sögusvæðinu. Þyðingin er helguð Paul Verrier, 
ágætum vísindamanni, prófessor í Norðurlandamálum við háskólann 
í París, enda er hann frömuður alls þess er miðar að því að auka. 
þekkingu landa hans á menningu Norðurlanda. 

G. F. 

Hermann Jónasson: Dalrúnir. Reykjavík 1914. Verð- 
kr. 2.50. 

Bók þessi ber nafn með rentu, því hún segir frá mörgu því er 
talið er til dularfullra fyrirbrigða, ymist úr reynslu höf. sjálfs eða- 
annara. AðalfyrirsagnirDar syna efnið, og eru þær þessar: lun- 438 Ritfregnir. 

gangur. Líf, hugur, sál. Svefn. Hugskeyti. H|ugboð. Ratv/si. 
fíuglækningar. Fjarsyni, skygni og aðsóknir, fjarheyínir og fyrir- 
boðar. Hugsjnir og minni. Þyngd og kraftur. Viðbætir. 

Hór er ekki ráðrúm til að taka efni bókarinnar til rækilegar 
meðferðar. Höf. hefir ekki látið sór nægja að skyra frá reynslu 
sinni og annara og flokka frásagnirnar eftir skyldleik þeirra, heldur 
hefir hann jafnframt reynt að skyra fyrirbrigðin og beitir þájms- 
um tilgátum um ástand taugakerfisins, um eðii sálarinnar og sam- 
band hennar við h'kama mannsins og meðvitund. Byst eg við að 
ymsir sálarfræðingar hefðu sitthvað við sumar þær tilgátur að at- 
huga, enda held eg að róttast væri að lofa skyringartilraununum 
að bíða, en gera sór mest far um að aafna saman í flokka sem 
ilestum áreiðanlegum athugunum er bera að sama brunni. Ein- 
hverstaðar sá eg þá líkingu um meðferðir Darwins, að þegar stór 
steinn varð fyrir honum í götunni, þá tíndi hann hvaðan æfa 
steina að og raðaði þeim svo haglega eftir stærð út frá stóra stein- 
inum, að ganga mátti yfir hann að lokum sem á jafnslóttu væri. 
í>annig byst eg við að margar hneykslunarhellur dularfullra fyrir- 
'brigða verði að þjóðvegi vísindanna, þegar búið er að raða að þeim 
nógu af smærri ásteytingarsteinum. Hvað sem því líður, hefi eg 
lesið »Dulrúnirnar« með mikilli ánægju. Frásögn Hermanns hefir 
hór alla sómu kosti og i »Draumum« hans, og sumar sögurnar eru 
svo hrífandi, að maður les þær með öndina í hálsinum. Sögur þær 
er hann hefir eftir öðrum eru og sumar mjög merkilegar og þakka- 
vert að fá þær á prent að sögumönnum lifandi, sem á að vera 
trygging þess að þær séu rótt hafðar eftir. Er vonandi að þeir 
sem lesa þessa bók Hermanns — og eg byst við þeir verði marg- 
ir — gæti þess hvort þeir þekkja ekki af sjálfsreynd eitthvað h'kt 
því sem þeir lesa um, og verði sú reyndin á, þá ættu þeir að láta 
það koma fram í dagsljósið. 

G. F. ; 

Smáþættir um bygging íslands og vora fornu siðmenning. Kafl- 
ar úr fyrirlestrum og fræðigreinum eftir Matthías Jochumsson. Rvík. 
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1913. 

Þeir seoji lesa fornsögur vorar verða alt af að vera með annan 
fótinn í Noregi. Munu flestir hafa fundið til þess, að oft skorti á 
8kiining,,frásagnanua, vegna þess að yfirlitið vantaði yfir hóraða- og 
fitaðaskipun í Noregi hinum forna, og Noregur er ekki það landið 
aem auðrataðast er um blindandi og landabréfslaus, eftir tómum or^a-^ Kitfregnir. 489 

íhljómi sögunnar. Vér hefðum því fyrir löngu átt að eiga góða Nor- 
-egsljsingu á íslenzku, með uppdrætti af Noregi og þeim örnefnum 
á er þar voru á sögutímunum. 

Nú hefir þjóðskáldið okkar skrifað þessa þætti. Efni þeirra 
er : 1. Tildrög íslandsbygðar. 2. Taldir landnámsmenn eftir norsk- 
um fylkjum, með stuttum lýsingum landshátta. 3. Tildrög þjóð- 
Teldis íslendinga. 4. Fyrirmyndir, eða kostir og brestir hinnar fornu 
siðmenningar. 5. Um skáldskap fornskálda, og meira um galla hins 
forna fyrirkomulags. 2. þáttur er um lerð eins konar Noregslysing, 
og þó hún só ekki fullkomin, þá getur hún verið mikill styrkur 
þeim sem lesa sögurnar og ekki eiga aðgang að útlendum bókum, 
því þáttunum fylgir líka Uppdráttur Noregs hins forna á tveim 
blöðum. Er það sá hinn sami er Norðmenn hafa aftan við alþyðu- 
útgáfu sína af Heimskringlu, og þá hann sé ekki allskostar skyr, 
•þykir mór líklegt að margir verði honum fegnir. — I hinum þátt- 
unum drepur höf. á margt. Beinist hann víða að þeim sem ekki 
sjá nema björtu hliðarnar á hinni fornu siðmenning vorri, og telur 
hana í mörgum greinum alt annaS en fyrirmynd, enda só nú öldin 
önnur : »Hið forna b a r b a r í er óðum að hverfa, en bæði þekking 
og nauðsyn að draga saman hugi og hendur allra heimsins þjóða 
— jafnóðum sem hin miklu nyju verkefni og verkfæri hærri alls- 
herjar siðmenningar þekkjast og reynast betur«. En síðan þetta 
var ritað er stríðið komið, og mun sumum synast sem framförin só 
þá helzt í því, að nú getur einn maður banað margfalt fleirum 
með einu handtaki en söguhetjurnar gátu, þó vér tökum ykjurnar 
í sögunum trúanlegar. 

Margir eru sprettir fjörugir í bókinni eins vant er úr þeirri átt. 

G. F. 

Þjóðmeiijasafii íslands. Leiðarvísir eftir Matthías Þórðarson 
forstöðum. safnsins. Rvík. Kostnaðarm. Jóh. Jóhanensson 1914. 

Þessi leiðarvísir bætir úr brynni þörf. Meö hann í höndunum 
getur nú hver sem vill gengið tilsagnarlaust um Þjóðmenjasafnið 
og fengið stutta og laggóða fræðslu um það sem þar er að sjá; 
verður hann því eflaust kærkominn öUum þeim er vilja fræðast þar 
um iíf og listir forfeðra vorra. Aftan við eru gripaheitin í stafrófs- 
röð, og gæti eg trúað því, að sumt unga fólkið ræki sig þar á ein- 
thver orð sem það skildi ekki, en þá er ekki annað en lesa um það 
i leiðarvísinum og fara svo á safnið og skoða hlutinn. m Ritfrégnir. 

Bókin er með myndum og allur frágangur sómasamlegur. Kost- 
^r bundin 1 kr. 

G. F. 

Biblía það er heilög ritning. Ný þ/ðing úr frummálunum. 
London British and Foreign Bible Society. Reykjavík Á kostnað- 
hins brezka og erlenda Biblíufélags 1914. 

Þetta hefir biblían orðið ódjrust á íslandi, kostar aðeins kr. 2.50 
í snotru shirtingsbandi. Letrið er hreinlegt en smátt, og hefði því 
h'klega yerið réttara að hafa tvo dálka á blaðsíðu, heldur en að 
prenta um þvert blað. En til að lesa stutta kafla í senn, eða slá 
upp í, er þessi útgáfa hverjum manni nóg. Það er ekki lítið verk 
sem hór hefir verið leyst af hendi, þar sem þýðingin hefir tvíveg- 
is verið endurskoðuð af færustu mönnum sem vór höfum á að- 
skipa^ og er það gleðilegt, að nú getur hver fátæklingurinn notið- 
ávaxtanna af þessu starfi. 

G. F. Utlendar fréttir. Morðið á Franz Ferdinand erkihertoga, ríkiserfingja Austur^ 
ríkis og Ungverjalands, og konu hans, sem frá var sagt í síðasta 
hefti Skírnis, er sá atburður, sem talinn er hafa orðið valdur að hinu 
mikla stríði, sem nú geisar í Norðurálfunni. En auðvitað á sá at- 
burður djúpar rætur í því, sem á undan er gengið í viðureign 
þjóðflokkanna og ríkjanna þar eystra. Austurríkisstjórn krafði 
Serbíu til reikningsskapar fyrir morðið, og það sannaðist, að rekja 
mátti tildrög þess til þeirrar sterku hreyfingar, sem nú er uppi 
meðal Serba í þá átt, að draga hinn serbneska þjóðfiokk sem mest 
undir eina stjórn og þau lönd, aem hann byggir, undir veldi Serbíu. 
En suðausturhéruð keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjaiands, Bosnía 
Herzegovína o. fl. eru nær eingöngu bygð af serbnesku fólki. Austur- 
ríki tók þessi hóruð af Tyrkjum fyrir nokkrum árum, en Serbar 
mótmæltu því þá og var ætlun þeirra, að þau fóllu til Serbíu,- 
þegar stundir liðu. Austurríki vildi kæfa þessa hreyfingu hjá 
Serbum, og því segir það Serbíu stríð á hendur. Tilefnið mua- 
hafa þótt einkum vel valið nii af því að málstað Serba væri spilt 
með ríkiserfingjamorðinu. En svo liggja ýms rök tii þess,' að öU 
Norðurálfustórveldin lenda í ófriðarbáli út af þessu, eða geta ekki' 
komið sór saman um, hvernig fram úr þessu ágreiningsefni skyldj 
ráðið. 

Eftir þjzk-franska stríðið 1870 — 71 myndaðist samband milli 
Þyzkalands, Austurríkis og Rússlands. Þetta sterka samband átti þá 
að halda Norðurálfunni í skefjum. Keisararnir þrír höfðu fundf 
með sór, og stjórnmálamenn þessara þriggja stórvelda sátu samanr 
á ráðstefnum. Frá Þyzkalands hálfu var unnið að því, að tryggja 
þetta samband. Þar var ófriðarins von vestan að, og gott að 
eiga vini að austan og sunnan. En um Rússland og Austurríki var öðru 
máli að gegna. Hagsmunir þeirra tveggja ríkja gátu ekki samrymst 
þannig, að bandalagið gengi til lengdar vel. Ríki Tyrkja á Balkan-- 442 Utlendar fréttir, 

skaganum var í hnignuo og endalok þess fyrirsjáanleg í uáinni 
framtíð. Og bæði Rússland og Austurríki stóðu þá nærri til þess aS 
gera kröfur í dánarbúið. Rússar vildu ná í Konstantínópel, og 
stefna þeirra var, að styðja hin óháðu smáríki á Balkanskaganum 
og gera þau að skjólstæðingum sínum. Stefna Austurríkis var 
aftur á móti, að spyrna á móti því, að slavneskt ríki, sem nokkur 
máttur fylgdi, myndaðist á Balkanskaganum, því færi svo, var 
hætt við að hugir hinna slavnesku íbúa í suðausturhéruðum Aust- 
urríkis mundu hallast þangað. Það var því haganlegast fyrir 
Austurríki, að veldi Tyrkja hóldist á Balkanskaganum. En þetta 
gerði erfitt bandalag milli þess og Rússlands. Þó urðu samningar 
um málin í Reichstadt í júlí 1876 á þann hátt, að Austurríki yrði 
hlutlaust, ef til ófriðar kæmi milli Rússlands og Tyrklands, og var 
jafnframt ákveðið, hvað Rússland skyldi fá af landi, ef Tyrkland 
yrði undir í stríðinu, hvað Serbía skyldi fá og hvað Montenegro 
skyldi fá, en Austurríki átti fyrir hlutleysið að fá yfirráð yfir 
Bosníu og Herzegovínu. Þessum samningum var haldið leyndum, 
einnig fyrir þyzku stjórninni, og enn í dag hafa þeir ekki verið 
opinberlega birtir. En menn vita, að í þeim hefir það verið sam- 
þykt frá Rússlands hálfu, að Bosnía og Herzegovína skyldu lenda 
hjá Austurríki. Hófst svo stríð miUi Rússa og Tyrkja 1877 og 
€ndaði í marz 1878 með friðargerðinni í San Stefano, en sú friðar- 
gerð varð í verulegum atriðum öðruvísi en um hafði verið talað 
á undan milli Rússlands og Austurríkis. Þessum friðarsamningi var 
svo breytt nokkuð á Berlínarfundinum 1878, og á þeim fundi fekk 
Austurríki samþykki stórvelda Norðurálfunnar til þess að leggja 
undir sig Bosníu og Herzegovínu, en innlimuð í Austurríki voru 
hóruðin þó ekki fyr en 1908. 

Þótt alt væri rólegt ofan á milli Austurríkis og Rússlands, var 
þó kominn upp megn rígur þeirra í milli. Bismark gerði aJt sem 
í hans valdi stóð, til þess að varna því, að opinber fjandskapur 
yrði milli ríkjanna. Hann vildi að Þjzkaland hefði vináttu beggja. 
Bandalagið við Rússland hafði þá og góðan stuðning í því, að þeir 
Vilhjálmur I. Þyzkalandskeisari og Alexander II. Rússakeisari voru 
vinir miklir. En það reyndist ekki hægt, að halda vináttubanda- 
laginu til beggja hliða, og er þess var leitað frá Rússlands hálfu 
við Bismark, hvernig Þyzkaland mundi taka því, ef til stríðs kæmi 
milli Rússlands og Austurríkis, þá fór hann í fyrstu undan í flæm- 
ingi, en lýsti því þó að lokum yfir^ að Þyzkaland gœti ekki horft hlut- 
Jaust á, að Austurríki vœri eyðilagt í stríði. Úr þessu fór þverrandi 

f Utlendar fréttir. 443 

■vináttan milli Þyzkalands og Rússlands, og það svo, að Bismark 
þótti líklegra, að í Rússlandi gæti orðið, ef til kæmi, óvini að mæta. 
iÞetta leiddi til sambandssamninga milli Þjzkalands og Austurríkia 
Frá Þjzkalands hálfu gekst Bismark fyrir þeim saraningum, en frá 
Austurríkis hálfu J. Andrasey, er þá var utaniíkisráðherra Austur« 
ríkis-Ungverjalands. í samningnum hótu ríkin hvort öðru hjálp 
gegn árás frá Rússlandi. Það er sagt. að Bismark hafi gengið illa 
að fá Vilhjalm keisara til þess að fallast á samninginn, vegna þesa 
að hann átti bágt með að h'ta til Rússlands sem óvinaríkis. Þessi 
samningur var gerður í október 1879 og hefir haldist í gildi síðan. 
Eftir þetta fór að vingast með Frökkum og Rússum, og varð banda- 
lag þar í milli. En milli Rússlands og Austurríkis hefir altaf frá 
þessum tíma vofað yfir stríð út af Balkanlöndunum. Þaðan stend- 
'Ur Austurríki hætta á sundrungu ríkisins, eða að minsta kosti því, 
að eigi lítill hluti þess gangi undan. Og þangað stefna vonir 
Rússa um laudvinninga meira en í nokkra aðra átt, því það væri 
rtil ómetanlegra hagsmuna fyrir Rússaveldi, að ná yfirráðum yfir 
Balkanskaganum að auatan suður að Miðjarðarhafi. 

Sambandið við Þjzkaland var Austurríki mikill styrkur. 1883 
kom ítah'a inn í sambandið og hafði þá Austurríki eignast vin 
jþeim megin í stað þess að það gat búist þar við óvini áður, ef á. 
reyndi, Þetta samband var svo nefnt þríveldasambandið, eða j>Triple- 
alliance«. Bismark komst að sérstökura samningi við Rússland, er 
fór í þá átt, að ef Austurríki réðist á Rússland, skyldi Þjzkaland 
vera hlutlaust, og Rússland skyldi aftur á móti vera hlutlaust, ef 
'Frakkland réðist á Þjzkaland. En sá samningur var ekki endur- 
njjaður eftir að Bismark fór frá völdum. Það er líka óvíst, að hva 
miklu gagni slíkir samníngar verða, þegar á reynir, þar sem venju- 
lega mun veitast erfitt úr því að skera, hverjir upptökin eigi, þegar 
til ófriðar kemur, og reyndin virðist vera sú, að samningarnir sóu. 
þá skjrðir af hverjum um sig á þann hátt, sem honum þykir sór 
hagkvæmast. En stórveldasaraböndin á meginlandinu urðu nú 
fþannig, að Rússland og Frakkland LÓku höndum saman moti Aust- 
urríki og Þjzkalandi. 

Þó var það ekki svo, að fjandskapur væri milli Þjzkalands og 
iRússlands. Ovinaland Þjóðverja var Frakkland, en Rússland óvina-. 
land Ansturríkis. MiIIi þjó?Shöfðingja Þjzkalands og Rússlands 
shóltst vinátta og vinsamliög yiðskifti milli þjóðanna og ríkjanna á 
Ættargan hátt. En rígurinu kom upp smátt og smátt, er Þjzka-, 
iandi óx fiskur i\pa hrygg og markmið þeaa varð, að haldauppi 444 Útlendar fréttir. 

valdi germanska flokksins gegn Kússlandi og slavneska flokknum^ 
og þarna var það ágreiningurinn railli Rússlands og Austurríkis á 
Baikanskaganum, sem fyrst og fremst beið úrlausnar og mest reiÖ- 
á. Það hefir því verið sagt, að stríðið milli Þjóðverja og Rússa 
væri þjóðflokkastríð, stríðið milli Þjóðverja og Frakka kndamæra- 
stríð, og stríðið milli Þjóðverja og Englendinga atvinnustríð. 

Stríðið milli Austurríkis og Serbíu snertir Frakkland ekkert 
beinlínis, heldur aðeins af því, að það var í bandalagi við Rússland 
og skuldbundið til þess að veita því lið í viðureigninni við Austur- 
ríkismenn og Þjóðverja. En hagsmunavonir Frakka af stríði við 
Þjóðverja eru þœr, að vinna aftur Elsass og Lothringen, og vegna 
þeirra hefir sambaudið verið gert við Rússa frá Frakklands hálfu. 
Milli Frakka og Þjóðverja hefir verið þjóðahatur frá viðureigninni 
1870 — 71, að minsta kosti fiá háifu Frakka Áður höfðuÞjóðverj- 
ar öldum saman orðið fyrir menningaráhrifum að vestan, og þessu 
hólt áfram lengi eftir að þjzka þjóðernisvakningin hófst. En eftir 
að þjzka keisararíkið komst á fót, hefir hið franska menningarsnið- 
orðið að þoka fyrir hinu þjóðlega þjzka á öllum sviðum. Það hef- 
ir verið kapp og metnaðarmetingur milli þjóðanna í öllum greinum 
samfara óvildarrígnum, og hvor um sig hefir haft nákvæmar gætur 
á öllu, sem fram hefir farið hjá hinni. Samt er sagt að Þjóðverjar 
hafi helzfc viljað sátt við Frakka. En landtaka Þjóðverja afFrökk- 
um með stríðinu 1870 — 71 gerði vináttu milli þjóðanna óhugsandi. 
Hefndarhugurinn fyrir það, sem þá gerðist, hefir altaf lifað í 
Frakklandi, og báðar þjóðirnar hafa víggirt landamæri sín af kappi 
með Ijósri meðvitund um, að vopnin mundu dæma milli þeirra fyr 
eða síðar. 

En þótt Frakkland væri samningum bundið við Rússland, að- 
leggja til ófriðar með því móti Austurríki og Þjzkalandi, þá var 
ekki því máli að gegna um England, enda komu fram mismunandi 
skoðanir um það í Englandi, hvernig snúist skyldi við stríðiuu. í 
fyrstu virtist það vafamál, hvort Englendingar yrðu með, og Þjóð- 
verjar buðu þeim jms boð, ef þeir vildu sitja hjá hlutlausir. En 
hitt varð þó úr, að Englendingar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. 
Ástœðurnar, sem uppi voru látnar, voru : vináttubandalagið við- 
Frakkland, og svo brot Þjóðverja á hlutleysi Belgíu. Einnig kom 
það fram, að Englendingar óttuðust, að Þjóðverjar mundu verða 
wm cf voldugir á meginlandinu, ef þeir yrðu ofan á í þessu stríði 
og gœtu skapað Frökkum friðarkosti, en svo mundi hafa orðið, ef 
finglendingar hefðu setið hjá. Mundi það þá hafa komið niður á- Utlendar fréttir. ♦15 

nylendum Frakka, því það buðu Þjóðverjar Englendingnm til hlut- 
leysis, að taka ekki land af Frökkum heima fyrir. Utanríkisráðherra 
Englendinga, Edw. Grey, gerði ráð fyrir því, er hann skyrði enska 
þinginu frá ástæðum til þess, að Englendingar legðu út í ófriðinn 
móti Þjóðverjum, að svo gæti farið að Frakkland misti stöðu sína 
meðal stórveldanna, og líka hinu, að sjálfstæði smærri ríkjanna, 
Belgíu, HoUands og Danmerkur, gæti orðið lokið með þessu stríði. 
Þetta lót hann menn skilja að hugsast mætti að yrði endir ófriðar- 
ins, að Þjóðverjar færðu valdsvæði sitt yfir smærri ríkin, sem vegna 
legu sinnar eru eins og þröskuldar á vegi þeirra norðvestur og 
norður á bóginn, og lömuðu Frakkland svo, að það yrði framvegis 
að lúta vilja þeirra. Englendingum niun því hafa staðið stuggur 
af þeirri hugsun, að þeir ættu að eignast svo voldugan nábúa, er 
síðan yrði keppinautur þeirra um yfirráðin á hafinu og völdin yfir 
nylendusvæðunum úti um heiminn. Vináttusamband Englendinga 
við Frakka og Rússa, sem kallað er »Triple ententen«, er ekki 
gamalt. Margir segja að það sé einkum verk Játvarðs VII., að 
minsta kosti komst það á í stjórnartíð hans. Það átti að vega á 
móti eldra þríveldasambandinu, og frá Englands hálfu skoðað var 
það veldi Þyzkalands, sem nauðsyn var að reisa rönd við. Þ/zka- 
land var á mörgum sviðum að verða aðal-keppinautur Englands. 
Það var orðið við hlið Englands mesta iðnaðarlandið og keppinautur 
þess á verzlunarsviðinu út á við. Og þar var kominn upp her- 
skipastóU; eem gekk næst herskipastóli Englendinga. Þjóðverjar 
juku í BÍfellu herskipaeign sína, og Englendingar keptust við, að 
vera svo og svo hátt yfir þeim að herskipaeign. Þeir möttust 
hvorir við aðra um vígbúnaðinn á sjónum, og á síðustu árum var 
það orðin trú manna, að hvergi væri meiri hætta á að ófriður 
kviknaðJ í Evrópu en milli Englands og Þyzkalands. Og þá var 
álitið, að fyrsta viðureignin yrði á sjónum. Englendingar eiga alfc 
sitt traust í flotanum; hann verður að geta varið strendur þeirra. 
Gœtu Þjóðverjar komið landher sínum við í Englandi, þá væri alt 
búið. Um þetta hefir oft verið rætt á undanförnum árum og bein- 
línis gert ráð fyrir, að þar að mundi koma, að á þetta reyndi ; það 
hlyti að verða stríð milli Englendinga og Þjóðverja. Þjóðverjar 
hafa altaf neitað því, og talað um það sem fjarstæðu, að þeir 
hefðu í huga, að ráðast með landher á England, en þeir hafa játað 
að þeir vildu ekki þola að Englendingar hefðu yfirhöndina á sjón- 
um aö sama skapi og þeir hafa áður haft. Þeir vildu hafa hönd 
í bagga þegar um væri að gera landeignaskiftinguna í öðrum heims* 446 Utlendar fréttir. 

álfum. Vegna þessa hafa þeir lagt svo mikið kapp á, að koma- 
upp sterkum herskipaflota. Þeir höfðu í fyrstu, eftir myndun- 
þ/zka ríkisins, svo mörgu að sinna heima fyrir, að hugur þeirra^ 
dróst ekki að nyiendumálum. En þegar þeir fóru að gefa þeim 
gaum, þá voru helztu nylendusvæðin í annara höndum, er höfðu 
náð þar fótfestu og búið þar um sig. Fólksfjöldinn heima fyrir f 
Þyzkalandi óx mjög, og iðnaðurinn óx í landinu og þar með þörf 
fyrir markað handa þeim vörum, sem þar voru framleiddar. 

Þjóðverjar fundu meir og meir til þess að þá vantaði við^- 
skiftasvæði í öðrum heimsálfum, nylendur, er stæðu í raeira eða minna 
föstu sambandi við heimalandið. Skilyrðið fyrir því, að geta eign- 
ast nyiendur og haldið þeim, er að hafa ráð yfir herskipum, og því 
fóru Þjóðverjar að koma sór upp flota og gengu að því með miklu 
kappi. Þeir fóru að ryðja sór til rúms úti um heiminn, brjótast 
til nylenduyfirráða til og frá og ryðja verzlun sinni nyjar brautir. 
Þarna urðu þeir keppinautar Englendinga og brátt sú þjóðin, sem 
gerði það ískyggilégast í augum Englendinga, hvort þeir mundu 
fá haldið til frambúðar yfirráðunum á hafinu eins og áður. Að- 
herskipaeign eru Þjóðverjar nú á síðustu tímum komnir fram úr 
öUum þjóðum öðrum en Englendingum einum. Það er þessi kepnf 
út á við, sem veldur því, að England og Þyzkaland berast nú á 
banaspjótum. Þótt Þyzkaland hefði sigrast á Frakklandi nú f 
ófriðnum, mundu Þjóðverjar ekki hafa tekið land af FrÖkkum heima 
fyrir. En þeir mundu hafa tekið af Frökkum nylendur þeirra og 
orðið^ miklu voldugri keppinautar Englendinga um yfirráðin á 
hafinu eftir en áður. Þjóðahatur hefir ekki átt sér stað milli Eng- 
lendinga og Þjóðverja, eins og milli Frakka og Þjóðverja, en rígur 
hefir verið milli þjóðanna og kepni í atvinnumálum og verzlunar- 
málum, er altaf hefir farið vaxandi, ekki sízt vegna vígbúnaðar- 
kapphlaupsins og hins sífelda umtals um að stríð væri óhjákvæmi- 
legt milli þjóðanna fyr eða síðar. Samt er svo að sjá sem Eng- 
lendingar hafi ekki viljað stríð við Þjóðverja nú, út af því ófriðar- 
efni, sem fyrir lá, því enska stjórnin reyndi til þess, aðkomasátt-| 
um á milli Austurríkis og Serbíu, og þar með að varna því, að úi 
Evrópustríði yrði að þessu sinni. 

Mikill sómi er það Englendingum, hvernig n/Iendur þeirr» 
hafa tekið í strenginn með þeim í þessum ófriði. Hinar helztit 
þeirra keppast um að láta í Ijósi samhug með Englendingum. O^ 
ekki nóg með það, heldur leggja þær fram af frjálsum vilja lið og" 
fé til liðveizlu við þá í stríðinu. Svo er bæði um Kanada og Suð^ Útlendar fréttir. 447" 

ur-Afríku. Hinn gamalkunni Búaforingi, L. Botha, yfirráðherra í 
Suður-Afríku, stendur nú fast með Englendingum og er ótrauður 
fylgismaður sambandsins við brezka veldið þar syðra. Og indversku' 
þjóðhöfðingjarnir virðast nú vera orðnir svo ánægðir með samband- 
ið við England, að þeir vilji ekki af því missa. Þeir senda á eig- 
in kostnað hersveitir vestur til Evrópu til þess að berjast þar með' 
Englendingum. Langt er þó ekki si'ðan að kur var í Indlandi og 
uppreisnarhugur gegn veldi Englendinga þar, En svona er það nú. 

Frá gangi ófriðarins er ekki auðvelt að segja að neinu ráði enn- 
sem komið er. Fregnirnar eru mjög mismunandi eftir því, hvorir 
málsaðila segja frá. En aðaldrættirnir eru þessir. 

Þjóðverjar halda meginstyrknum af her sínum þegar í byrjun 
inn á Frakkland, og mikið af honum fer þangað yfir Luxemburg 
og Belgíu, sem voru hlutlaus ríki, og hiutleysi þeirra trygt með 
samningum af Englandi, Frakklandi og Þyzkalandi. Þetta játa Þjóð- 
verjar sjálfir að hafi verið rangt, en segja, að nauðsyn brjóti lög; 
þeir hafi verið til þess neyddir vegna þess, að þeir hafi vitað með 
vissu, að Frakkar hafi ætlað með her yfir Belgíu og inn í Norður- 
Þyzkaland, en h'fsnauðsyn hafi verið fyrir sig, að verða þar fljótari 
til. Það verður líka að takast fram, að Þjóðverjar báðu Belgi í 
fyrstu um leyfi til þess að flytja í friði her sinn vestur yfir landið, 
buðu bætur fyrir og hétu í móti vináttu sinni og vernd. Belgir 
neituðu þessu, eins og þeim var skylt að gera vegna Frakka og 
Englendinga, og lótu her sinn og vígi verja Þjóðverjum vesturför- 
ina svo lengi sem hægt var að veita viðnám. Á leiðinni vestur hafa 
Þjóðverjar tekið mikinn hluta Belgíu hernámi og Þyskalandskeisari 
hefir sett þar yfir landstjóra, einn af hershöfðingjum sínum. En 
vígin við Antverpen verjast enn, og hafa Þjóðverjar ekki unnið þau, 
enda flyttu þeir förinni vestur á Frakkland, er vegurinn var orðinn 
opinn. En mikið töfðust þeir af mótstöðunni í Belgíu. Her Þjóð- 
verja fór nú um Norður-Frakkland og tók þar kastal?, Frakka einn 
eftir annan. Snemma í september var sagt, að her Þjóðverja væri 
aðeins 30 kílóm. frá París. En aíðan hafa Þjóðverjar þokast aftur 
á bak, án þess þó að nokkur höfuðorusta hafi orðið þar, og her 
bandamanna aækir eftir, en svo kallast nú hinn sameinaði her 
Frakka og Englendinga, sem móti Þjóðverjum berst í Frakklandi. 

1 Austur-Prússlandi sóttu Rússar fram og komust vestur að- 
Königsberg, en biðu svo ósigur fyrir Þjóðverjum, og hefir nú her 
Rússa hrokkið fyrir austur á landamæri. 

Austurríkismenn hóldu með mikinn her inn í rússneska Pól- 448 .Utlendar fréttir. 

land, en Rússar höfðu þar álíka mikið lið í móti, og hefir gengið 
þar í þófi og ekki Ijóst, hvernig sakirnar standa þar nú. Aftur á 
móti hafa Rússar sótt fram í Galizíu og Austurríkismenn hrokkið 
þar fyrir, svo að her Rússa er nú kominn vestur undir Krakau, að 
því er síðustu fregnir segja. 

Um viðureign Austurríkismanna og Serba, sem var upphaf 
ófriðarins, er nú lítið talað og fregnunum þaðaii hefir ekki borið 
saman. Austurríkismenn beindu í þá áttina aðeins litlum hluta af 
her sínum, og af fréttunum er það helzt að ráða, að hann hafi 
farið halloka fyrir Serbum, eða að minsta kosti lítið unnið þar á. 

Stórorustur hafa enn eigi orðið á sjó. En í byrjun ófriðarins 
áttust Þjóðverjar og Rússar við í Eystrasalti, við Álandseyjar; hörf- 
aði rússneski flotinn þá inn í Kronstadt og sagt, að herskip Þjóð- 
verja haldi honum þar í kví. En Englendingar og Þjóðverjar hafa 
ázt við í Norðursjónum og báðir mist þar nokkuð af skipum. Uti 
um nylendurnar hefir og ófriður verið háður og hafa Englendingar 
tekið ýmsar af nylendum Þjóðverja. Japansmenn hafa gripið inn í 
ófriðinn og sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Hafa þeir ráðist á 
Kiautschau, nýlendu Þjóðverja í Schanting í Kína. 

Þetta er hinn mesti ófriður, sem nokkru sinni hefir verið háð- 
ur; aldrei áður hafa jafnmargir menn verið á vígvelli í einu og nú, 
og ekkert nærri því. 

Frá Mexico. Endalok sennu þeirrar, sem Bandamenn áttu í 
við Húerta forseta, urðu þau, að flúerta vók frá völdum í júlí í 
Bumar, en til bráðabirgða tók við forsetaembættinu nýr maður. Sá 
hét Cabrajal. En Bandaríkjastjórn mótmælti honum og tók þá 
Carranza hershöfðingi við völdum. Nú er sagh, að uppreisn só enn 
í Mexico og fyrir henni Villa hershöfðingi, er áður barðist lengi 
gegn Húertu. 

Albanía. Vilhjálmur Albaníufursti hefir nú lagt niður völd 
og er kominn burt úr landinu, en föst skipun getur ekki komist 
á stjórn þar fyr en að Evrópustríðinu loknu. P. G, BEÍmilísíðnaöarfÍElag íslands BOÐSBRJEF. Stjórn Heimilisiðnaðarfjelags íslands leyfir sjer hjer 
með að skora á alla þá menn, konur sem karla, er unna 
þjóðlegum heimilisiðnaði á íslandi, að ganga í Heimilis- 
iðnaðarfjelagið og styrkja það með tveggja króna tillagi 
árlega e^a 25 króna tillagi i eitt skifti. 

Heimilisiðnaðarfjelagið var stofnað vorið 1913 af 
nokkrum mönnum í Reykjavík og alþingi veitti því það 
ár 500 kr. árstyrk tii námskeiðs og annarra framkvæmda. 
Síðastliðið vor hafði fjelagið 6 vikna námskeið í Reykjavík 
og veitti ókeypis kenslu í vefnaði og trjesmíði. Lík nám- 
skeið er i ráði að hafa árlega. Fjelagsmenn hafa forgöngu- 
rjett að námskeiðum fjelagsins. 

1. kafli i lögum fjelagsins er um verksvið þess og 
hljóðar svo: 

1. gr. Það er tilgangur fjelagsins að auka og eíia 
þjóðlegan heimilisiðnað á íslandi, stuðla að vöndun hans 
og fegurð og vekja áhuga manna á að framleiða nytsama 
hluti. Jafnframt skal fjelagið stuðla að sem arðvænlegastri 
sölu á islenskum heimilisiðnaðarafurðum bæði á íslandi 
og erlendis. 

2. gr. Fjelagið skal leitast við að ná tilgangi sínum 
með því að gefa mönnum kost á að afla sjer verulegrar 
þekkingar bæði á þjóðlegum og erlendum heimilisiðnaðl 
eftir þvi sem efni þess fremst leyfa. Skulu störf f jelagsins 
aðallega f ólgin í þessu f ernu : 

1. Fjelagið á að hafa árleg námskeið, þar sem karlar og í^ 5''D konur geti fengið raunnlega og verklega kenslu i 
ýmsum greinum heimilisiðnaðar, svo sem saumum, 
vefnaði og annari tóvinnu, trjesmíði, málmsmiði, stein- 
smiði og múrvinnu; bursta- og körfu-gerð, bók- 
bandi, leður- og pappírs-iðnaði og jafnframt teikningu 
samfara þessum greinum. Skulu námskeið fjelagsins 
vera í Keykjavik og helst 6 vikur á ári hverju, frá 
miðjum maímánuði til loka júnímánaðar; jafnframt 
skal fjelagið leitast við eftir efnum og ástæðum að 
halda lik námskeið i öðrum kaupstöðum landsins og enn- 
fremur að fá til kennara að ferðast um sveitir og kenna. 

2. Fjelagið á að leitast við að leiða i Ijós bækur, prent- 
aðar fyrirmyndir og ritgerðir um ýmsar gremar 
heimilisiðnaðar og þau málefni, er að honum lúta. 

3. Fjelagið á að koma á fót safni af ýmsum iðnaðar- 
áhöldum, uppdráttum og öðrum myndum, verklegum 
sýnishornum og tilbúnum munum, er geti verið til 
fyrirmyndar i ýmsum greinum heimilisiðnaðar. Skal 
fjelagið gefa mönnum kost á að kynnast safni þessu 
og nota það eftir þvi sem ástæður leyfa. 

4. Fjelagið á að útvega og benda mönnum á hina bestu 
sölustaði fyrir islenskan iðnað, bæði innlenda og er- 
lenda. Jafnframt sjer fjelagið um sölu á islenskam 
heimilisiðnaði og þjóðlegum listiðnaði íslenskum, bæði 
einstökum hlutum og algengum íslenskum iðnaðar- 
afurðum, fyrir þá er kunna að æskja þess. 

3. gr. Fjelagið skal á hverju ári gefa út greinilega 
skýrslu um aðgjörðir f jelagsins og skýran reikning um f jár- 
hag þess undanf arið ár. Fjelagatal skal fylgja skýrslu þessari. 

Hver sem viU fá lög fjelagsins eða nánari skýrsla 
um það, getur snúið sjer til einhvers af oss undirrituðum, 
og hver sem óskar að ganga i fjelagið skýri forseta þess 
frá þvi á meðfylgjandi brjefspjaldi. 

Reykjavik 1. október 1914. 

Jón Þórarinsson forseti. 

Matthias Þórðarson. Asgeir Torfason. 

Inga Lára Lárusdóttir, Sigriður Bjömsdóttir. 

Ingibjörg H. Bjarnason. Eögnvaldur Olafsson. Skýrslur og reikningar 

Bókmentafélagsins 1913. . kr. 


4.00 


— 


3.00 


. — 


1.25 


— 


1.60 


. — 


2.00 


kr. 


11.85 Fólagið hefir árið 1913 gefið út þessar bækur: 
Skírnir, tímarit hins ísl. Bókmentafólags, 87 ár, . 
íslenzkt fornbrófasafn IX. 3 (registur) .... 

Sjslumannaæfir IV. 5 . . . 

Safn til sögu íslands IV. 7 

•Ooðafræði eftir Finn Jónsson Aðalfundur Bókmentafólagsins var haldinn 17. 
júní 1914 og fundarstjóri kosinn prófessor Lárns H. Bjarnason. — 
Forseti skyrði frá kosningum samkvæmt kjörbók félagsins. Kosnir 
höfðu verið prófessor dr. phil. Björn M. Ólsen forseti með 188 
atkvæðum, dr. pbil. Jón Þorkelsson landsskjalavörður v a r a f o r- 
8 e c i með 37 atkvæðum og fulltrúar þeir docent Jón Jónsson, 
er var endurkoainn með 158 atkvæðum, og Einar prófessor Arnórs- 
son með 26 atkvæðum. — Þá skyrði forseti frá hag félagsins. 
Mintist hann fyrst 3 látinna fólagsmanna : S t e i n g rí m s rektors 
Thorsteinssons, er var varaforseti félagsins, J ó n a s a r pró- 
fasts Hallgrímssonar á Kolfreyjustað og B j ö r n s kaup- 
manns Guðmundssonar í Reykjavík ; mintust félagsmenn 
þessara fráföihiu félaga með því að standa upp. Síðan las forseti 
upp og skýrði fyrir fundarmönnum ársreikning og efnahagsreikning 
fólagsins og bar þá saman við reikning fyrra árs. Síðan á síðasta 
aðalfundi höfðu 60 nyir fólagar bæzt við; fólagatalan orðin nú um 
1080. — Því næst skyrði forseti frá bókaútgáfu fyrir yfirstandandi 
ár (1914). Skírnir yrði stækkaðar nokkuð samkvæmt áskorun 
síðasta aðalfundar ;afSyslumannaæfum og Fornbréfa- 
safni kæmi út sitt heftið af hvoru; afSafni til sögu ís- 
1 a n d s kæmi út síðasta textahefti af IV. biudi, en registur kæmi II Skýrslur og reikningar. 

að ári. Enn fremur gat forseti þess, að fólagið mundi gefa út 12^ 
arka hefti af riti Jóns próf . Jónssonar á Stafafelli um Víkingaferðir. 
Þess gat hann og að fólagið hefði byrjað samninga við Stefán skóla- 
meistara Stefánsson á Akureyri um útgáfu grasafræðisrita. 

Klemens Jónsson landritari mintist nokkrnm orðum á reikn- 
inga félagsins, er hann kvað ekkert við að athuga^ nema að æski- 
legt hefði verið að sundurliða betur einn einstakan gjaldalið, skrá 
um bókaeign fólagsins hafði endurskoðendum ekki þótt þörf að 
endurskoða nákvæmlega. Forseti svaraði athugasemdum endurskoð- 
anda nokkrum orðum. 

Ársreikningur og efnahagsreikningur fólagsins voru síðan sam- 
þyktir í einu hljóði. 

Endurskoðendur fólagslns, Kleraens Jónsson landritari' 
og Hannes Þorsteinsson skjalavörður voru endurkosnir í einu hljóði^ 

Forseti stakk upp á eftir samhuga ályktun fullrúaráðsins að 
kjósa prófessor dr. Andreas Heusler í Berh'n heiðursfólaga. Var 
það samþykt á fundinum í einu hljóði. 

Fundarmenn þökkuðu stjórninni frammistöðu sína á &íðasta 
ári með því að standa upp. Reikningur 
yfir tekjur og gjöld Hins íslenzlca Bókmentafélags fyrir árið I9l3r 

Tekjur: 
Eftirstöðvar frá 1912: 

a. Veðdeildarbróf Landsbankans . kr. 18000.00 

b. Dönsk verðbréf — 8000.00 

c. Peningar í sparisjóði — 5388.27 kr. 31388.27 

2. Styrkur úr landssjóði — 2000.00 

3. Þrettánda greiðsla fyrir handritasafnið — 1000.00 

4. Greidd tillög meðlima -- 6178.0J 

5. Fyrir Skírni og seldar bækur í lausasölu — 1180.48 

6. Fyrir auglýsingar á kápu Skírnis 1912—1913 . — 162.00 Flyt kr. 41908.76 Skýrslur og reikningar. HI 

Fluttar kr. 41908.76 
7. Frá sjóði Margrótar Lehmann-Filhós tillag til 

útgáfu Goðafræði Finns Jónssonar — 291.92 

8.S Nafnverðslækkun keyptra veðdeildarbrófa — 60.00 

9. Til jafnaðar móti gjaldlið 5. a — lOOO.OO- 

10. Ársvextir af: 

a. 18000 kr. í veðdeildarbrófum 
Landsbankans kr. 810.00 

b. 4000 kr. í kreditkassaskulda- 

brófum landeigna — 140.00 

c. 2200 kr. í húsakredítkassa- 
skuldabrófum — 88.00 

d. 1600 kr. í þjóðbankahluta- 

brófum = — 128.00 

e. 200 kr. í kredítbankaskulda- 

brófum józkra landeigna — 7.00 

f. Peningum í sparisjóði — 111.25 — 1284.25^ kr. 44544.9a Gjöld: 
1. Bókagerðarkostnaður : 
a. Skírnir : 

1. Laun ritstjóra kr. 500.00 

2. Ritlaun og prófarkalestur . — 982.30 

3. Prentun, pappír og hefting — 1613.90 kr. 3096.20- b. Goðafræði Finns próf. Jónssonar: 

1. Ritlaun og prófarkalestur . kr. 346.00 

2. Prentun, pappír, hefting 

o. fl — 727.77 

— 1073.77 

c. Aðrar bœkur: 

1. Ritlaun og prófarkalestur . kr. 503.00 

2. Prentun, pappír, hefting 

o. fl — 2751.66 

— 3254.66 Flyt kr. 7424.63^ IV Skýrslur og reikningar. 

Fluttar kr. 7424.63 

2. Kostnaður við endurprentun eldri bóka — 1562.99 

3. Afgeiðslukostnaður : 

a. Laun bókavarðar kr. 600.00 

b. Innheimtuþóknun til sama fyr- 

ir árið 1914 — 149.19 

c. Burðargjald o. fl — 736.11 — 1485.30 

4. Brunabótagjald og ýms gjöld — 181.77 

5. a. Keypt veðdeildarbréf Lands- 

bankans kr. 1000.00 

b. Greiddir áfallnir vextir af þeim — 13.12 — 1013.12 6. Eftirstöðvar 31. desbr. 1913: 

a. Veðdeildarbróf Landsbankans . kr. 19000.00 

b. Kredítkassaskuldabróf land- 

eigna — 4000.00 

c. Húsakredítkassaskuldabréf .... — 2200.00 

d. Þjóðbankahlutabróf — 1600.00 

e. Kredítbankaskuldabróf józkra 

landeigna — 200.00 

f. Peningar í sparisjóði — 5877.12 — 32877.12 kr. 44544.93 Reykjavík 24. apríl 1914. 

Sigurður Kristjánsson. 

p. t. gjaldkeri. Reikning þennan ásamt fylgiskjölum höfum við yfirfarið, og 
ekki fundið neitt athugavert. 

Reykjavík, 8. júní 1914. 

Hannes Porsteinsson. Kl. Jónsson. 

/J'J.I'i'^o . , Skýrslur og reikninífar. Ý 

Efnahagsreikningur 
Hins íslenzka Ból(mentafélags, I. janúar 1914. E i g n i r : 

1. Samkvæmt ársreikningl 1913 : 

a, í verðbrófum kr. 27000.00 

b, í peningum í sparisjóði — 5877.12 

kr. 32877.12 

2. Forlagsbækur samkvæmt skrá, virtar — 20000.00- 

3. Ýmsir munir samkvæmt skrá, virtir — 683.00 

4. Útistandandi skuldir — 2809.00 

kr. 56369.12 Skuldir: 
1. Skuldlaus eign kr. 56369.12- 

kr. 56369.1^ 
Reykjavík 25. apríl 1914. 

Sigurður Kristjánsson 

p. t. gjaldkeri. 

Reikningur þessi er róttur. 

Reykjavík 8. júní 1914. 
Hannes Þorsteinsson. Kl. Jðnsson. I Yl Skýrslur og reikningar. 

Reíkningur 
sjóðs Margrétar Lehmann-Filhés fyrir árið 1913. 

Tekjur: 
1. Eftirstöðvar við árálok 1912: 

a. Stofnfó 

1. 1 Söfnunarsjóði kr. 5025.38 

2. í innlánsbók íslandsbanka — 14.06 

b. Starfsfó: 
í innlánsbók íslandsbauka 

"2. Vextir 1913 : 

a. 1 Söfnunarsjóði kr 

b. I innlánsbók íslandsbanka . . . — Gjöld: 

1. Tillag til útgáfu Goðafræði Finns prófessors 

Jónssonar kr. 291.92 

2. Eftirstöðvar við árslok 1913 : 
Stofnfó : 

a. 1 Söfnunarsjóði kr. 5083.05 

b. 1 innlánsbók íslandsbanka ... — 14.60 

kr. 5097.65 

kr. 


5039.44 
117.28 


.. kr. 


230.67 
2.18 


9^2 85 


kr. 


5389.57 kr. 5389.57 Reykjavík 3. maiz 1914. 

Sigurður Kristjáns»on 

p. t. gjaldkeri. Reikningur þessi er róttur. Reykjavík 8. júní 1914. 
Haiines Þorsteinsson. Kl. Jónsson. Skýrslur og reikningar. VM 

Hið islenzka Bókmentafélag. VERNDARI: 
Kristján konuiigiir hinn tínndi. STJÓRN: 
Forseti: Björn M. Ólsen, dr. phil., r. af dbr. og dbrm. 
'Varaforsetí: Jón Þorkelsson, landsskjalavörður, dr. phil. 

F ulltrúaráð: 

Sigurður Kristjánsson, bóksali, r. af dbr., gjaldkeri fólagsins. 

Björn Bjarnason, kennari, dr. phil. 

Jón Jónsson, docent, skrifari fólagsins. 

Gruðmundur Finnbogason, bókav., dr. phil, 

Einar Arnórsson, prófessor, kjörstjóri félagsins. 

Matthías Þórðarson, fornmenjavörður, bókavörður félagsins. HtílÐURSFELAGARi) : 

Anderson, R. B., prófessor, Madison, U. S. A. 

*Briem, Eiríkur, prófessor, comm. af dbr. m. m., Reykjavík. 

*Briem, Valdimar, vígslubiskup, r. af dbr., Stóra-Núpi. 

Bryce, James, Right Hon., sendiherra Breta í Washington, 

Brögger, W. C, prófessor við háskólann í Kristjaníu. 

^Finnur Jónsson, prófessor, dr. phil., r. af dbr., r. af St. Ól., Khöfn. 

Gering, Hugo, dr. phil., leyndarráð, prófessor í Kiel. 

Heusler, Andreas, prófessor, dr. phil., Berh'n. 

Kálund, Kr., bókavörður, dr. phil., r. af dbr., Khöfn. 

Ker, W. P., prófessor við háskólann í Lundúnum. 

Kristján Jónsson, fv. ráðherra, comm. af dbr. m. m., Reykjavík. 

Matthías Jochumsson, uppgjafaprestur, r. af dbr. og dbrm., Akureyri. 

Mogk, E., dr. phil., prófessor í Leipzig. 

Olafur Halldórsson, konferenzráð, r. af dbr og dbrm., Khöfn. 

■'^Olsen, Björn M., prófessor, dr. phil., r. af dbr. og dbrm., Reykjavík. 

Olsea, Magnus, prófessor við háskólann í Kristjaníu. 

Poestion, J. C, hirðráð í Vínarborg, comm. af dbr. 

^Stephensen, M., fv. landsh. yfir íslandi, stórkross af dbr. m. m. 

Thoroddsen, Þorvaldur, prófessor, dr. phil., r. af dbr., Khöfn. 

Wimmer, L. F. A., prófessor, dr. phil., stórk. af dbr., Khöfn. ^) Félagar, sem neytt hafa kosningarréttar 1914, eru merktir Btjörnu [*]. VIII Skýrslur og reikningar. FELAGAR. 
A. Á Islandi. Reykjavik. *Ágúst Bjarnason, próf., dr. '13^) 
Alexander Jóhannesson '13. 
Andersen, Ludvig, klæðsk. '13. 
Ari Jónsson, cand. jur. '13. 
Arinbjörn Sveinbjarnarson, bók- 

bindari '13. 
■'^Árni Jóhannsson,bankaritari '13. 
Árni Jónsson, bókhaldari '13. 
Asgeir Sigurðsson, konsúll '13. 
Ásgeir Torfason, efnafræð. '13. 
Bartels, Martin, bankaritari '13. 
Beck, Símon, trósmiður '13. 
Benedikt S. Benediktsson '13. 
Banedikt Sveinsson, alþm. '13. 
Benedikt Þórarinsson, kaupm. '13. 
Björn Bjarnason, dr. phil. '12. 
Björn Björnsson, verzlm. '13. 
Björn Kristjánsson, bankastj. '13. 
Björn Sigurðsson, bankastj. '13. 
■^Björn Þórðarson, cand. jur. '13. 
*Blöndahl, Magnús, kaupm. '13. 
Blöndal, Ragnh., ungfrú '13. 
Bókasafn K. F. U. M. '13. 
Borgþór Jósefsson, bæjargjald- 

keri '13. 
^Briem, Eggert, skrifstofustj. '13. 
Briem, Sigurður, póstmeistari '13. 
Brynjólfur Björnsson, tannl. '13. 
Brynjólfur H. Bjarnason, kpm,'13. 
Böðvar Kristjánsson kennari '13. 
^Claessen^ Eggert, yfirróttarmála- 

flutningsmaður '13. 
Copland, G., stórkaupra. '13, 
EggertSnæbjarnarson, verzlunar- 

raaður '13. 
^Einar Arnórsson, prófessor '13. 
Einar Gunnarsson, ritstjóri '13. 
Einar Kelgason, garðyrkjufr. '13, 
Einar Hjörleifsson, rithöf. '12. 
Einar Magnússon, bókh. '13. 
Einar Magnússon '14. Eiríkur Einarsson stud. jur. '12. 
Erlendur H. Guðmundsson, bróf- 

beri '12. 
Eyjólfur Jónsson, rakari '12. 
Eyþór Guðjónsson, bókbindari. 
^Fjeldsted, Andrés, augnlæknir 

'12. 
^Fjeldsted, Lárus, cand. jur. '12. 
Friðrik Benonysson '13. 
Geir Sigurðssou, skipstjóri '12. 
Georg Olafsson, cand. polit. '12. 
Gísli Guðmundsson, verksmiðju- 

stjóri '12. 
Gísli ísleifsson fv. syslum. '13. 
Gísli J. Ólafsson, símastjóri '12. 
Gísli Sveinsson, cand. jur. '12. 
Grímúlfur Ólafsson, ritari '12. 
^Gröndal, Ben. Þ., cand. phil. '12. 
Guðbrandur Jónsson, ritstj. '11. 
Guðgeir Jóhannsson, kennari '12. 
Guðjón Rögnvaldsson.kennari '13. 
Guðjón Sigurðsson, Hvg. 33 '14. 
*Guðjón Sigurðsson, úrsm. '13. 
Guðm. Ásbjarnarson, trósm. '13. 
Guðm. Björnsson, landlækn. '13.- 
Guðm. Böðvarsson kaupm. '13. 
■'^Guðm. Finnbogason, dr.phil. '13. 
Guðm. Hannesson, prófessor '13. 
■^Guðm. Helgason, præp. hon. '13. 
Guðm. Kr. Guðmundsson, verzl- 

unarmaður '13. 
Guðm. Loftsson, bankaritari '13. 
■^Guðm. Magnússon, prófessor '13. 
Guðm. Magnússon, rithöf. '13. 
Guðm. Stefánss., húsgagnasm. '13- 
■'^Hafstein, Hannes, ráðherra '13. 
HalldórDaníelsson,yfirdómari '13. 
Halld.Jónsson,fv.bankagjaldk.'13. 
Halld. Kr. Þorsteinss., skipstj. '13. 
Halldór Þórðarson, bókbind. '13. 
Hallgrímur Benediktsson umboðs- 

sali '13. i *) Ártölin aftan við nöfnin merkja að tiUag sé afhent bókaverðfc 
fyrir það ár öiðast. Skýrslur og reikningar. IX ^Hallgrímur Jóusson, járnsm. '13. 
Hallgrímur Jónsson, kennari' 13. 
■'*"HannesÞorsteinsson,skjalav.'13. 
Hansen, Morten, skólastjóri '13. 
Haraldur Gunnarsson, prent. '13. 
Haraldur Níelsson, prófessor' 13. 
Haraldur Sigurðsson,verzlm. '13. 
■^''Havsteen, Julius, aratm. '13. 
Helgi Helgason, verzlunarstj. '13. 
^Helgi Jónasson, verzlm. '13. 
Helgi Jónsson, dr. phil. '13. 
Helgi Jónsson, námsm. '13. 
Helgi Póturss, dr. phil. '13. 
Hlíðdal, Guðm., verkfræð. '13. 
■^Hólmfríður Árnad., kensluk. '13. 
Ingibjörg Brands, kensluk. '13. 
Ingibjörg H. Bjarnason, forstöðu- 

koua '13. 
Jakob Jónsson, verzlunarstj. '13. 
Jensen, Thor, kaupm. '13, 
Jóhannes Sigfússon, adjunkt '13. 
■^Jóhann Kristjánsson, ættfr. '13. 
JóhannÞorsteinsson,præp.hon.'13. 
Johnson, Ólafur, konsúll '13. 
Jónaa Jónsson, kennari '13. 
*Jón Guðnason, stud. theol. '13. 
■^Jón Helgason, prófessor '13. 
JónHermannsson,8krif8tofu8tj.'13 
Jón Hj. Sigurðsson, hóraðsl. '12. 
Jón Jensson, yfirdómari '13. 
■*Jóu Jónsson, docent '13. 
Jón Kristjánsson, prófessor '13. 
■*"Jón Magnússon, bæjarfógeti '13. 
Jón Ólafsson, alþingism. 'J3. 
Jón Ólafsson, skipstj. '13. 
Jón Olafsson, stud. med. '12. 
■^Jón Þórarinsson, fræðslumst}j.'13. 
Jón Þorkelsson, dr., landsskjala- 

vörður '13. 
■''■Jón Þorláksson, landsverkfr. '13. 
Jörundur Brynjólfsson, kenn. '14. 
Kaaber, Ludvig, konsúU '13. 
Kennarafólag Barnaskólans '13. 
■^Klemens Jónsson, landritari '13. 
KolbeinnÞorsteinsson,skipstj.'13. 
•^^Krabbe, Th., landsverkfr. '13. 
Kristján Kristjánsson, skipstj. '13. 
Kristján Þorgrímsson,konsúIl '13. 
''^LárusH.Bjarnason,prófesPor'13. Laxdal, Jón, kaupm. '13. 
Laugarnessspítali '12. 
Lestrarfélagið »íþaka« '13. 
Lestrarfólag kvenna '13. 
Leví, R. P., kaupm. '13. 
MagnúsArnl3Jarnars.,cand.jur.'13^. 
Magnús Benjamínsson, úrsm. '13. 
^Magnús Einars8on,djralækn.'13. 
Magnús Gíslason, skósmiður '13. 
■*^Magnús Helgason, skólastj. '13. 
Magnús Sigurðsson, cand. jur. '13. 
Magnús Þorsteinsson, kpm. '13. 
■^M. Magnús, læknir '13. 
Matthías Einarsson, læknir '13. 
Matth. Matthíasson, kaupm. '12: 
Matthías Þórðarson, fornm.v. '13. 
Nordal, Johannes, íshússtj. '13. 
■^Oddur Gíslason, yfirróttarmála- 

flutningsmaður '13. 
Oddur Hermannsson, eand.jur.'13. 
Ólafur Björnsson, ritstjóri '13. 
Ólafur G. Eyjólfsson, skólastj. '13. 
■^Olafur Lárusson, cand. jur. '13. 
Ólafur Ólafsson, umsjónarm. '13^. 
Ólafur Rósenkranz, kennari '13. 
Ólafur Runólfsson, bókhald. '13.- 
Ólafur Þorsteinsson, læknir '13. 
■'^OIgeir Friðgeirsson, samgöngu- 

málastjóri '13. 
Óskar Halldórsson, búfræO. '13. 
Páll Einarsson, bæjarfógeti '13. 
Páll Halldórsson, skólastjóri '13-; 
Páll H. Gíslason, kaupm. '13. 
Páll Jónsson, verzlunarm. '13. 
Páll Stefánsson frá Elliðavatni'13-. 
Páll Stefánsson frá Þverá '13. 
■'^■Pálmi Pálsson, adjunkt '13. 
■^Pétur Halldórsson, bóksali 'l^. 
Pétur Lárusson, prentari '13. 
■^Pétur Zóphóníasson, gagnfr. '12. 
Richard Torfason, bankabók. '13. 
Rögnv. Olafsson, húsameist. '13; 
■^áamúel Eggertsson skrautr. '13. 
■'^Sighv. Bjarnason, bankastj. '13; 
Sigríður Björnsdóttir '14. 
■^Sigurbjörn Á. Gíslason, cmd. 

theol. '13. 
Sigurður Gaðmundss. mag. art.'12^ 
■^Sigurður Jónsson, bókbind. '13.- Skýrslur og reikningar. *SigurðurKrÍ8tjánsson,bók8ali'13. 
Sigurður Sigurðsson, ráðun. '13. 
:Sigurður Sigurðsson, stud. jur.'12. 
Sivertsen, Sigurður, docent '13. 
iSmith, Paul, símaverkfræð. '13. 
Snorri Jóhannsson, bókhald. '13. 
-Steingrímur Arason, kennari'13. 
5teinunnBjartmarsd.,kensluK.'13. 
Sveinn Björnsson, málafl.m. '13. 
Sveinn Jónsson, trésmiður '13. 
Sæmundsen, Karl, kaupm. '12. 
SæmundurBjarnhóðinss. lækn.'13. 
Thoroddsen, Sigurður, adj. '13. 
Thoroddsen, Skúli, ritstjóri '13. 
Thorstein88.,Hannes,cand.jur.'13. 
Thorsteinsson, Th., kaupm. '13. 
Tr. Gunnarsson, fv. bankastj. '13. 
Tulinius, Axel, málafl.m. '13. 
Ungmennafól. Reykjavíkur '13. 
Vigfús Einarsson, cand. jur. '13. 
Vigfús Guðmundsson, Engey '13. 
Zimsen, Knud, borgarstj. '13. 
Zoega, Geir, cand. polyt. '13 
Zoéga, Geir, rektor '13. 
Zoéga, Geir, verzlunarm. '13. 
Þórður Erlendss., Rauðarárst. '13. 
■^Þórður Sveinsson, læknir, Kleppi 

'13. 
Þorfinnur Kristjánsson, prent.'12. 
■^ÞórhallurBjarnarson^biskup'lS. 
Þorkell Þorláksson, ritari '13. 
Þorlákur Vilhjálmssou, búfr. '13. 
Þorleifur H. Bjarnason, adj. '13. 
Þorleifur Jónsson, póstafgr.m. '13 
Þorsteinn Erlingsson, rithöf. '13. 
Þorsteinn Finnbogason, kenn. '12. 
Þorsteinn Gíslason, ritstj. '13. 
■^Þorst. Jónsson póstafgrm. '13. 
Þorsteinn Sigurðsson, skósm. '13. 
■^Þorsteinn Þorsteinsson, cand. 

jur. '13. 
Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofu- 

stjóri '13. 
Þorvaldur Guðmundsson, afgr.- 

raaður '13. Þorvarður Þorvarðarson, prent- 

smiðjustjóri '13. 
Östlund, David, trúboði '13. Gullbringu- og Kjósarsýsla. 

Bræðrafólag Kjósarhrepps '13. 
Einar Magnússon, kennari, Gerð- 

um í Garði '13. 
Guðmundur Ragnar Ólafsson, 

Móakoti, Grindavík '13. 
■*^Gunnlaugur Kristmundss., kenn- 

ari, Keflavík '13. 
Johnsen, Sig. Þ., kennari, Sel- 

tjarnarnesi '13. 
Jón Jónsson, kenn., Hvammi '12. 
Klemens Egilsson, óðalsbóndi, 

Minni Vogum '13. 
Kolbeinn Högnason, kenn., Kolla- 

firði '13 
Kristinn Daníelsson, prestur, Út- 

skálum '12. 
Lestrarfélag Kjalnesinga '13. 
■^Lestrarfélag Lágafellssóknar '13. 
Lestrarfélag Seltirninga '13. 
Magnús Bergm. Jónsson, Fugla- 

vík, Miðnesi '13. 
Sigurður Magnússon, læknir, Víf- 

ilsstöðum. 
Stefán Sigurfinnsson, Bakkakoti, 

Leiru '13. 
Sveinn Guðmundsson, járnsm., 

Vífilsgtöðum '13. 
Tómas Snorrason, kenn., Grinda- 

vík '13. 
Þorgrímur Þórðarson, læknir, 

Keflavík 12. Hafnarfj arðar-umboö. 

(Umboðsm. Aug. Flugenring, 

kaupm. í Hafnarfirði)^). 

Egill EyólfssoH, skósm., Hafnar- 
firði. > - i ^) Skilagrein komin fyrir 1918. Skýrslnr og reikningar. XI Flygenring, Aug., kaupm., Hafn- 

arfirði. 
Friðrik Klemenzson, kenn., HaFn- 

arfirði. 
Janus Jónsson, præp. hon., Hafn- 

arfirði. 
Lárus Bjarnason, kennari, Hafn- 

arfirði. 
Magnús Jónsson, sjslumaður, 

Hafnarfirði. 
Sigurður Guðmundsson, kennari, 

Flensborg, Hafnarfirði. 
Skinfaxi, bókasafn skólapilta í 

Flensborg. 
Þórður Edílonsson, læknir, Hafn- 

arfirði. 
^Ögmundur Sigurðsson, skólastj., 

Hafnarfirði. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla. 

Jón Sveinsaon, prófastur, Akra- 

nesi '14. 
Lestrarfólag Akraness '12. 
*Magnús Andrésson, prófastur, 

Gilsbakka '14. 
Oddur Sveinsson, kennari, Akra- 

nesi '14! 
Ottesen, Oddgeir P.. hreppstjóri, 

Ytra Hólmi '12. 
Stefán Guðmundsson, bóndi, 

Fitjum '13. 
Sumarliði Halldórsson, skógfræð- 

ingur, Akranesi '12. 
■^Thorlacius, Einar, prestur, Saur- 

bæ '13. 
Ungmennafólagið »Haukur«, Leir- 

ársveit '12. Borgarness-umboð. 

(Umboðsm. Jón Björnsson, 

kaupm. Borgarnesi^). 

Arni Þorsteinsson, bóndi, Brenni- 
stöðum. Bjarni Bjarnason, bóndi, Skán- 

ey. 
Björn Ólafsson, steinsm., Kaðal- 

stöðum. 
Brynjólfur Bjarnason, búfræðing- 

ur, Deildartungu. 
Bændaskólinn á Hvanneyri. 
Davíð Þorsteinsson, Arnbjargar- 

læk. 
Einar Jónsson, búfræð., Hvann- 

eyri. 
Einar Sigurðsson, Stóra Fjalli. 
Fjeldsted, Sigurður, bóndi, Ferju- 

koti. 
Geir Pótursson, Geirshh'ð. 
Grönfeldt, H., skólastjóri, Hvít- 

árvöllum. 
Guðmundur Arnason, bóndi, Alft- 

ártungu. 
Guðmundur Daníelsson, bóndi, 

Svignaskarði. 
^Hjörtur Snorrason, búfræðangur, 

Skeljabrekku. 
■'^Jóhannes Jónsson, gagnfræðing- 

ur, Efranesi. 
Jóhann Eyjólfsson, bóndi, Sveina- 

tungu. 
■^Jóhann Magnússon, bóndi, 

Hamri. 
Jón Björnsson, kaupm., Borgar- 

nesi. 
Jón Björnsson, póstafgreiðslum., 

Borgarnesi. 
Jón ívarson, kennari, Gullbera- 

stöðum. 
■^Jósep Björnsson, Svarfhóli. 
Kristján Fr. Björnsson, bóndi, 

Steinum. 
■'^Kristján Sigurðsson, Bakkakoti* 
Lestrarfólag Borgarness. 
Lestrarfélag Hraunhrepps. 
Magnús Einarsson, Munaðarnesi, 
Magnús Jónsson, kennari, Borg- 

arnesi. 
■^Ólafur Guðnason, Signýjarsstöð- *) Skilagrein komin fyrir 1913. XII Skýrslur og reikningar. *Páll Jónsson, búfræð., Hvann- 

eyri. 
*Páll Zóphóníasson, kenn., Hvann 

eyri. 
Runólfur Runólfsson, bóndi,Norð- 

tungu. 
Sigurður Jónsson, Hvanneyri. 
Sigurður Þórðarson, syslumaður, 

Arnarholti. 
Sigurður Þórólfsson, skólastjóri, 

Hvítárbakka. 
Stefán Jónsson, prestur, Staðar- 

hrauni. 
Sveinn Níelsson, bóndi, Lamba- 

stöðum. 
Tómas Jónasson, Sólheimatungu. 
Ungmennafélagið »Dagrenning«, 

Lundareykjadal. Snæfellsness- og Dalasýslur. 

*Bergmann, Dan/el, verzlunarst., 

Sandi '14. 
Finnbogi Lárusson, kaupmaður, 

Búðum '12. 
Kristján Kristjánsson, kennari, 

RauðkoUsstöðum '13. 
*Lárus Halldórsson, prestur, 

Breiðabólstað '12. 
*Lestrarfélag Sandara '14. 
Magnús Guðlaugsson, læknir, 

Bjarnastöðum '12. 
■^Proppó, Ólafur, verzlunarstjóri, 

Sandi '13. Stykkishólms-umboð. 

(Umboðsm. Hjálmar Sigurðsson 

kaupmaður)!). 

^Agúst Þórarinsson, bókhaldari, 

Stykkishólmi. 
Ásmundur Sigurðsson, bóndi á 

Grund í Eyasveit. 
*Blöndal, Magnús, kennari.Stykk- 

ishólmi. Bókasafn Vesturamtsins, Stykkis- 

hólmi. 
Einar Vigfússon, Stykkishólmi. 
Elías Kristjánsson, Arnartungu. 
Gestur Þórðarson, Höfða. 
Gísli Sigurðsson, Langadal. 
Guðmundur Sigurðsson, Ber- 

serkjahrauni. 
Helgi Guðmundsson, Skógarnesi. 
Hjálmar Sigurðssoii, kaupmaður, 

Stykkishólmi. 
Ingólfur Jónsson, verzlunarstjóri, 

Stykkishólmi. 
Jón Sigurðsson, Hofgörðum. 
Lestrarfélag Hvammssveitar. 
Richter, Reinh., verzlunarmaður, 

Stykkishólmi. 
Sigurður Gunnarsson, prófastur, 

Stykkishólmi. 
*Sæmnndur Halldórsson, kaupm., 

Stykkishólmi Búðardals-umboð. 

(Umboðsmaður Bogi Sigurðsson, 

kaupmaður)^). 

■*^ B j ör n Bj arnar son, sy sl um . ,Sauða- 

felli. 
Bogi Sigurðsson, kaupmaður, 

Búðardal. 
^Jóhannes L. L. Jóhaunsson, 

prestur, Kvennabrekku. 
Páll Ólafsson, kaupm. Búðardal. 
Sigurbjörn Bergþórsson, bóndi, 

Svarfhóli. 
■^Sigurður Sigurðsson, læknir, 

Búðardal. Barðastrandarsýsla. 

•^Bjarni Símonarson, prófastur^J 

Brjánslæk '13. 
Bókasafn.Flateyjar á Breiðafirð^ 

'13. ') Skilagrein ókomin fyrir 1913. Skýralur og reikningar. xm Bókasafn Vestur-Barðastrandar- 

sjslu 12. 
"*Jón Einarsson, trésmiður, Kletti 

í Geiradal '13. 
■^Jón Jóhannsson, M/ratungu í 

Reykhólasveit '1 3. 
Jón Kristóferss., kennari, Brekku- 

velli á Barðaströnd '13. 
'^Jón Ólafsson, Króksfjarðarnesi 

'13. 
^Kristján Kristófersson, Haga '13. 
Lestrarfólag Bílddælinga '13. 
Lestrarfólag Breiðuvíkursóknar 

'12. 
Lestrarfólag Geiradalshrepps. 
*Lestrarfólag Rauðsendinga '12. 
Lestrarfélag Tálknafjarðar '13. 
*Magnús Sæbjörnsson, læknir, 
^ Flatey '13. 
Olafur Magnússon, Kaldabakka 

'13. 
Steinþór Oddsson, Miðhúsum. 
Svafa Þorleifsdóttir, Bíldudal '13. 
Þorbjörn Þórðarson, læknir, Bíldu- 

dal '14. 
Þorvaldur Jakobsson, prestur, 

Sauðlauksdal '13. Isafjarðarsýsla. 

^Halldór Stefánsson, læknir, Flat- 

eyri '13. 
Hjálmar Jónsson, bóndi, Höfða í 

Grunnavíkurhreppi '12. 
Jón Hallgrímsson, kaupmaður, 

Flateyri '13. 
Lestrarfelag Dalmanna, Önundar- 

firði '14. 
Lestrarfólag Flateyrar '13. 
Lestrarfélag Sléttuhrepps '12. 

Dyrafjarðar-umboð. 

(Umboðsm.Carl Proppó verzlunar- 

stjóri á Þingeyri)^). 

Andrés Kristjánsson, Meðaldal. ■^Björn Guðmundsson, kennari, 

Næfranesi. 
Blaðafélagið »Dagvarður«, Keldu- 

dal. 
Böðvar Bjarnason, prestur, Rafns- 

eyri. 
Eiður Albertsson, kennari, Þing- 

eyri. 
Guðbrandur Guðmundsson, Þing- 

eyri. 
Guðmundur Jónsson, Granda. 
Guðni Bjarnason, verzlunarmaður, 

Þingeyri. 
Guðrún Benjamínsdóttir, kenslu- 

kona, Þingeyri. 
Gunnlaugur Þorsteinsson, læknir, 

Þingeyri. 
Kristinn Guðlaugsson, búfræðing- 

ur, Núpi. 
Lestrarfólag Þingeyrarhr., Þing- 
, eyri. 

Olafur Hjartarson, járnsmiður, 
^ Þingeyri. 
Olafur Ólafsson, kennari, Hauka* 

dal. 
Proppó, Carl, verzlunarstjóri,Þing? 

eyri. 
^Sighvatur Grímsson, Borgfirðing- 

ur, Höfða. 
Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, 

Núpi. 
•*^Sóphónías Jónsson, gagnfræðing^ 

ur, Læk. 
Torfi Hermannsson, trésmiður, 

Þingeyri. 

ísafjarðar-umboð. 

(Umboösm. Guðrnundur Bergsson, 

bóksali, ísafirði)!). 

■^Arngrímur Fr. Bjarnason, prent- 

ari, ísafirði. 
Árni E. Arnason, verzlunarmað- 

ur, Bolungavík. > 

Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóri, 

Arngerðareyri. ^) Skilagrein komin fyrir'1913. XIV Skýrslur og reikningar. Ásgeir Guðraundsson, Æðey. 
Bárður Guðmundsson, bókbind- 

ari, ísafirði. 
Benedikt Bjarnason, húsmaður, 

Hafrafelli. 
Bergur Rósinkranzson, kaupm., 

Flateyri. 
Björn Guðmundsson, kaupmað- 

ur, ísafirði. 
Engilbert Kolbeinsson, bóndi, 

Lónseyri. 
Finnbjörn Hermannsson, verzl- 

unarmaður, ísafirði. 
Friðbert Friðbertsson, kennari, 

Suðureyri í Súgandafirði. 
Friðbert Guðmundsson, Suður- 

eyri. 
Friðrik Hjartarson, kennari, Suð- 

ureyri. 
Grímur Jónsson, cand. theol., 

ísafirði. 
^Guðmundur Bergsson, bóksali, 

ísafirði. 
Guðmundur Hannesson, konsúU, 

málaflutningsm., Isafirði. 
Guðmundur H. Finnbjörnsson, 

bóndi, Sæbóli í Aðalvík. 
Guðmundur Sveinsson, kaupm., 

Hnífsdal. 
Hálfdán Örnólfsson, hreppstjóri, 

Hóli í Bolungavík. 
"**^Halldór JBjarnason, verzlunarm., 

ísafirði. 
Halldór Jónsson, búfræðingur, 

Rauðamyri 
Halldór Ólafsson, lögreglumaður, 

ísafirði. 
Halldór Pálsson, útvegsbóndi, 

Hnífsdal. 
Haunes Halldórsson, verzlunarm., 

ísafirSi. 
Helgi Ketilsson, sjómaður, Isa- 

firði. 
Helgi Sveinsson, bankastjóri, ísa- 

firði. 
Hjaltína Guðjónsdóttir, Sœbóli á 

Ingjaldssandi. 
Ingólfur Árnason, verzlunarm,, 

Bolungavík. *Jens Níelsson, kennari, Bolunga- 

vík. 
Jóakira Pálsson, útvegsbóndi,. 

Hnífsdal. 
Jóhann Þorsteinsson, kaupraaður,. 

ísafirði. 
Jóhanna Eiríksdóttir, Kleifum i 

Seyðisfirði. 
Jónas Halldórsson, Búð, Hnífs- 

dal. 
Jónas Þorvaldsson, óðalsbóndi og 

oddviti, Hnífsdal. 
Jón Grímsson, bókhaldari, ísa- 

firði. 
Jón Kristjánsson, bókbindari, Að>- 

alvík. 
*Jón Sn. Árnason, kaupmaður^ 

ísafirði. 
Júlíus Hjaltason, Bolungavík. 
Karl Olgeirsson, verzlunarstjóriy 

ísafirði. 
Kolbeinn Jakobsson, hreppstjóriy 

Unaðsdal. 
Kristján A. Kristjánsson, verzl- 

unarstjóri, Suðureyri í Súg- 

andafirði. 
^Lestrarfólag Bjarndœla og Fjarð- 

armanna, Önundarfirði. 
Lestrarfólag Hnífsdælinga, Hnífs- 

dal. 
Lestrarsalur ísfirðinga, ísafirði. 
Magnús Bárðarson, útvegsbóndi, 

Bolungavík. 
Magnús Kristjánsson, búfræðing- 

ur, Múla í Laugardalshr. 
Magnús Torfason, syslumaður og 

bæjarfógeti, Isafirði. 
^Oddur Guðmundsson, póstaf- 

gr.m., Bolungavík. 
Ólafur Arnason, verzlunarmaður, 

Bolungavík. 
Ólafur Jónsson, ísafirði. 
Páll Pálsson, útvegsbóndi, Heima- 

bæ, Hnífsdal. 
Páll Þórarinsson, sjómaður, Hnífs- 

dal. 
Pótur ÓddssoD, kaupm., Tröð í 

Bolungavík. 
Sigurbjörn Ármannsson. 1 Skýrslar og reikningar. XT Sigfás Daníel&son, verzlunarstj., 

ísafirði. 
Sigurður Kristjánsson, kennari, 

ísafirði. 
Sigurður Pálsson, verzlunarstj., 

Hesteyri. 
Sig. Sigurðsson, kennari. 
Sigurður Þorvaldsson, kennari, 

ísafirði. 
Stefán Sigurðsson, verzlm. 
■^Stephensen, Páll, prestur, Holti 

í Önundarfirði. 
Teitur Jónsson, lyfsveinn, Isa- 

firði. 
Thordarson, Finnur, konsúll, ísa- 

firði. 
Thorsteinsson, Davíð Scheving, 

læknir, ísafirði. 
Valdemar Valdemarsson, verzlun- 

armaður, Hnífsdal. 
Þorvaldur Jónsson, læknir og 

bankastj., ísafirði. 
*Þorvaldur Jónsson, prófastur, 

ísafirði. 
Þorvarður Brynjólfsson, prestar, 

Stað í Súgandafirði. Vigur-umboð. 

(Umboðsm. Sigurður Stefánsson, 

prestur, Vigur)i). 

Finnbogi Pétursson, Hvítanesi. 
Jón Guðmundsson, kaupm., Eyr- 

ardal. 
■^Sigurður Stefánsson, prestur, 

Vigur. Strandasýsla. 

Björn Magnússon, Borðeyri '13. 
Guðjón Guðlaugsson, alþingism., 

Hólmavík '12. 
Guðmundur G. Bárðarson, bóndi, 

Kjörseyri '11. Halldór Kr. Júlíusson, sjslum.,- 

Borðeyri '13. 
Lestrarfélag Arnesshr. '14. 
Lestrarfólag Kirkjubólshr. '12. 
Lestrarfólag KoUafjarðar '13. 
Lestrarfólag Selstrandar '12. 
Þorsteinn Brynjólfsson, búfræð.,. 

Broddanesi '12. Húnavatnssýsla. 

Erlendur Hallgrímsson, búfræð.,, 

Tungunesi '12. 
Guðm. Arason, búfr., Illugastöð- 

um '13. 
■^Jón Jóusson, bóndi, Stóradal 'll^ 
■^Kristján H. Sigurðsson, kennari,. 

Brúsastöðum '12. 
Lestrarfélag Áshrepps '12. 
Theodor Arnbjarnarson, búfræð.,. 

StóraÓsi '14. 
Þorvaldur Kristmasson, búfræð.,- 

Bálkastcðum '12. Hvammstanga-umboð. 
(Umboðsm. Axel V. Wilhelmsson 
verzlunarstj. á Hvammstanga)^)»- 

■^Axel V. Wilhelmsson, verzl.stj., 

Hvammstanga. 
^Blöndal, Björn P., verzlunarm.,- 

Hvammstanga. 
Bókasafn Vestur-Húnvetninga^ 

Hvammstanga. 
■'^Gísli R. Magnússon, verzlm., 

Hvammstanga. 
Gunnar Kristófersson, hreppstj.,- 

Valdarási. 
•^Halldór Magnússon, bóndi,, 

Vatnshól. 
^Jón Eiríksson, bóndi, Sveðju- 

stöðum. 
■^Stefán Björnsson, bóndi, Sporði.- *) Skilagrein komin fyrir 1913. XYI Skýrslur og reikningar. Valdemar Baldvinsson, búfræð., 

Helguhvammi. 
Þorbjörn Teitsson, Víðidalstungu. BlönduósS'Umboð. 

-(Umboðsm. Friðfinnur Jónsson, 

trósmiður, Blönduósi)i). 

Bjarni Jónasson, barnakennari, 

Litladal. 
*Bjarni Pálsson, prestur, Stein- 

nesi. 
Björn Frímansson, búfræðingur, 

Hólabæ í Langadal. 
■^Daði Davíðsson, Gilá. 
Friðfinnur Jónsson, trésmiður, 

Blönduósi. 
Ouðni Jónsson, bókbindari, Gunn- 

fríðarstöðum. 
Hafsteinn Pétursson, bóndi,Gunn- 

steinsstöðum. 
Jónas IUugason, bóndi, Bröttu- 

hlíð. 
Jón Á. Jónsson^ verzlunarmaður, 

Blönduósi. 
Jón Jónsson,héraðslæknir,Blöndu- 

ósi. 
Jón Pálsson, prestur, Höskulds- 

stöðum. 
Klemenz Guðmundsson, Bólstað- 

arhlíð. 
Lárus Ólafsson, trósm., Blöndu- 

ósi, 
Lestrarfólag Auðkúlusóknar. 
Lestrarfólag Langdælinga. 
Lestrarfélag Torfalækjarhrepps. 
Lestrarfélag Þverárhrepps. 
^Magnús Björnsson, Syðra Hóli. 
Magnús Jónsson, bóndi, Sveins- 

stöðum. 
Páll Sigurðsson, búfræð., Brúsa- 

stöðum. 
^Sigurgeir Björnsson, búfræðing- 

ur, Orrastöðum. ■^Skúli Jónsson, sölustjóri,Blöndu- 

ósi. 
Sveinn Bjarnason, Blönduóai. 
Sjslubókasafn Austur-Húnavatns- 

s/slu. 
Sæmundsen, Edwald, verzlm., 

Blönduósi. 
Þórarinn Jóndson, alþm., Hjalta- 

bakka. 
Þorsteinn Bjarnason, kaupmaður, 

Blönduósi. Skagafjarðarsýsla. 

^Einar Jónsson, hreppstj., Brim- 

nesi '13. 
Hálfdán Guðjónsson, prófastur, 

Sauðárkróki '13. 
Hartmann Ásgrímsson, kaupm., 

Kolbeinsárósi '12. 
■^Jón Árnason, gagnfræð., Stóra- 

Vatnsskarði '13. 
Jón Rögnvaldsson, Róttarholti'13. Sauðárkróks-umboð. 

(Umboðsm. Margeir Jónsson, 

kennari, Ögmundarstöðum), 

Bókasafn Skagafjarðar '12. 
Briem, Kristinn P., kaupmaður, 

Sauðárkróki '12. 
Briem, Ólafur, alþingism., Álf- 

geirsvöUum '13. 
■^Brynleifur Tobíasson, kennari, 

Sauðárkróki '12. 
Eiríkur Kristjánsson,Sauðárkróki, 

'12. 
Jón Sigurðsson, Réyhistað '13. 
Jónas Kristjánsson, læknir, Sauð- 

árkróki '13. 
Lestrarfól. Miklabæjarsóknar '12. ; 
Magnús Sigmundsson, Vindheim- ■■ 

um '12. *) Skilagrein komin fyrir 1913. Skýrslur og reikningar. XVII *Margeir Jónsson, kennari, Ög- 

mundarstöðum '13. 
Sigurður Jósafatsson, Krossanesi, 

'13. H ó 1 a- u m boð. 

(Umboðsm. Sigurður Sigurðsson, 

skólastjóri, Hólum)^). 

Árni Guðmundsson, Efra-Ási, 

Hjaltadal. 
Bændaskólinn á Hólum. 
Einar Jósefsson, Vatnsleyau. 
Jón Sigtryggsaon, Framnesi. 
Lestrarfólag Hofshrepps. 
Olafur Jónsson, Litlahóli. 
■^Sigurður Sigurðsson, kennari, 

Hólum. 
Stefán Pálmason, Hofsós. Eyjafjarðarsýsla. 

Siglufjarðar-umboð. 

(Umboðsmaður Helgi Hafliðason, 

Siglufirði)2). 

Á^geir Blöndal, Bjarnason, Siglu- 

firði. 
^Bjarni Þorsteinsson, prestur, 

Siglufirði. 
Guðmundur Bjarnason, Bakka. 
Hafliði Guðmundsson, hreppstj., 

Siglufirði. 
Hallgrímur Tómasson, kaupm., 

Siglufirði. 
Helgi Guðmundsson, læknir, Siglu- 

firði. 
*Matthías Hallgrínasson, kaupm., 

Siglufirði. 
Páll Halldórsson, verzlunarstj., 

Siglufirði. 
Sigurður H. Sigurðsson, kaupm., 

Siglufirði. Vilhelm Jónsson, verzlunarm., 

Siglufirði. 
Þormóður Eyjólfsson, bókhaldari, 

Siglufirði. Ey j a f j ar ða r-u m b oð. 

(Umboðsm. Kristján Guðmunds- 

son, bóksali, Oddeyri)^). 

Arni Jóhannsson, prestur, Greni- 

vík. 
Ásmundur Gíslason, prestur, 

Hálsi. 
■^Bjarni Jónsson, útbússtj., Akur- 

eyri. 
Bókasafn Gagnfræðaskólans, Ak- 

ureyri. 
Bókasafn Norðuramtsins, Akur- 

eyri. 
Briem, Þorsteinn, prestur, Hrafna- 

gili. 
*Einar Guttormsson, prentari, 

Osi við Eyjafjörð. 
■^Eydal, Ingimar, kennari, Akur- 

eyri. 
Finnur Sigmundsson, Ytra-Hóli. 
Friðbjörn Steinsson, dbrm., Ak- 

ureyri. 
Friðjón Jensson, læknir, Akur- 

eyri. 
Gísli Bjarnason, gagnfræðingur, 

Skógum. - 

■'^GísIi Jónsson, hreppstj., Hofi. 
Grímur Grímsson, kennari, Ólafa- 

firði. 
Guðmundur Benediktsson, Ás- 

láksstöðum. 
^Guðm. Guðmundsson, hreppstj., 

Þúfnavöllum. 
Hallgrímur Davíðsson, verzlunar- 

stjóri, Akureyri. 
^Hallgrímur Kristinsson, kaup- 

fólagsstjóri, Akureyri. 
Hallgrímur Pótursson, bókbind- 

ari, Akureyri. ^) Skilagrein ókomin fyrir 1918. 

^) Félagatal óáreiðanlegt; vantar skrá frá umboðsmanni. 

') Skilagrein komin fyrir áríð 1913. XVIII Skýrslur og reikningar. Hannes Kristjánsson, gagnfræð- 

ingur, Víðigerði. 
Haraldur Leósson, kennari, Holt- 

seli. 
■^Havsteen, Jakob, konsúll, etaz 

ráð, Oddeyri. 
Helgi Arnason, prestur, Ólafsfirði. 
Hólmgeir Þorsteinsson, verzlun- 

armaður, Grund. 
Ingibjörg Jóhannesdóttir, Arnesi. 
Ingimar Hallgrímsson, bóudi, 

Litla-Hóli. 
Ingólfur Bjarnason, bóndi, Fjósa- 

tungu. 
Jón Jóhannsson, Skarði, Dals- 

mynni. 
Jón Jónsson, Skjaldastöðum. 
Jón Rögnvaldsson, Fífilgerði. 
Jón Stefánsson, ritstj., Aknreyri. 
Jónas Jónasson, præp. hon., Ak- 

ureyri. 
Karl Nikulásson, verzlunarstjóri, 

Akureyri. 
Kristján Benediktsson, Möðru- 

völlum. 
Kristján Guðmundsson, bóksali, 

Oddeyri. 
Laxdal, Eggert, kaupm., Akur- 

eyri. 
Lestrarfélag Arskógsstrandar. 
Lestrarfólag Hríseyinga. 
Lestrarfélag Kaupangssóknar. 
Lestrarfólag Svalbarðsstrandar, 

Svalbarði. 
■'^Lestrarfélag Öxndæla. 
*Líndal, Björn, cand. jur., Ak- 

ureyri. 
Líndal, Jakob, búfræðingur, Ak- 

ureyri. 
Loftur Baldvinsson, Böggvisstöð- 

um. 
Ólafur Th. Ólafsson, gagnfrœð- 

ingur, Dagverðartungu. 
Bagnar Ólafsson, kaupm., Odd- 

eyri. 
Rist, L. J., kennari, Akureyri. 
Sigtryggur Jónatansson, bóndi, 

Tungu. Sigurður Einarsson, djralælaair, 

Akureyri. 
Sigurður Sigurðsson, bókbindari, 

Akureyri. 
Sigþór Jóhannsson, bóndi, Litia- 

Gerði. 
Skúli Kristjánsson, búfræðingur, 

Sigríðarstöðum. 
Stefán Jónsson, bóndi, Munka- 

þverá. 
Stefán Kristjánsson, skógræktar- 

stjóri, Vöglum. 
■^Stefán Stefánsson, skólastj., Ak- 

ureyri. 
Steffensen, Valdemar, læknir, 

Akureyri. 
Steingrímur Matthíasson, læknir, 

Akureyri. 
Sveinbjörn Jónsson, Þóroddsstöð- 

um, Ólafsfirði. 
Sveinn Þórðarson, verzlunarmað- 

ur, Höfða. 
Ungmennafélagið »Dagsbrún«, 

Höfðahverfi. 
Vilhjálmur Jóhannsson, kennari, 

Espihóli. 
Þór Vilhjálmsson, búfr., Bakka í 

Svarfaðardal. 
Þórður Kolbeinsson, Akureyri. 
Þorkell Þorkelsson, kennari, Ak- 

ureyri. 
Þorsteinn Grímsson, gagnfræð- 

ingur, Krossanesi. 
Þorsteinn Stefánsson, Hlöðum í 

Hörgárdal. Þingeyjarsýsla. 

Guðmundur Vilhjálmsson, bók- 

sali, Syðra-Lóni '12. 
Steinn Emílsson, verzlunarmaður, 

Þórshöfn '13. 
Þorsteinn Arnljótsson, kaupm., 

Þórshöfn '12. Skýrslur og reikningar. Xlt Hásavíkur-umboð. 

(Umboðsm. Stefán Guðjohnsen, 

verzlunarstjóri)!). 

Aðalgeir Davíðsson^ bóndi, Stóru 

Laugum. 
Aðalsteinn Kristjánssou, kaupm., 

Húsavík. 
Arni Jakobsson, bóndi, Hólum. 
Arni Jónseon, bóndi, Þverá. 
Benedikt Bjarnason, kennari, 

Húsavík. 
Benedikt Guðnason, Grænavatni. 
■^Benedikt Jónsson, sysluskrifari, 

Húsavík. 
■'^Benedikt Kristjánsson, præp. 

hon., Húsavík. 
Björn Guðmundsson, bóndi, Grjót- 

nesi. 
Björn Þórarkissop, bóndi, Vík- 

ingavatni. 
*Egill Sigurjónsson, bóndi, Laxa- 

mjri. 
Gísli Pótursson, læknir, Húsavík. 
Guðjohnsen, Stefán, verzlunarstj., 

Húsavík. 
Guðmundur Jóhannesson, bóndi, 

Fagranesi. 
Haukur Ingjaldsson, Garðshorni. 
*Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi, 

Vallakoti. 
Indriði Þorkelsson, bóudi, Ytra- 

Fjalli. 

^Jakob F.álfdánarðon,dbrm.,Húsa- 

vík. 
Jóhannes Þorkelsson, hreppstjóri, 

Syöra-Fjalli. 
Jón Benediktsson, Garði. 
*Jón Bjdrnsson, Skógum í Axar- 

firði. 
Jón Jónasson, Húsavík. 
Jón Jónsson Gauti, bóndi, Héð- 

inshöfða. 
Jón Sigurðsson, gagnfræðingur, 

Yzta-Felli. 
■*Jónas Jónsson, verzlunarstjóri, 

Flatey. Konráð Vilhjálmsson,bóndi,Hafra- 

læk. 
Lestrarfélag Slóttunga. 
Lestrarf ólag S valharðshrepps, Þist- 

ilfirði. 
Matthías Eggertsson, prestur, 

Grímsey. 
Páll Kristjánsson, kaupmaður, 

Húsavík. 
^Pétur Jónsson; alþm., Gautlönd- 

um. 
Sigfús Hallgrímsson; bóndi, Vog- 

um við Myvatn. 
^Sigtryggur Helgason, bóndi.Hall- 

bjarnarstöðum. 
Sigurður Sigfússon, sölustjóri, 

Húsavík. 
Sigurður Sigurðsson, hreppstjóri, 

Halldórsstöðum. 
Sigmundur Sigurðsson, lœknir, 

Breiðumyri. 
Snorri Jónsson, hreppstj., Þverá. 
Stefán Pótursson, Húsavík. 
*Steingrímur Jónsson, syslumað- 

ur, Húsavík. 
Syslubókasafn Suður-Þingeyinga. 
Valdemar Valvesson, kennari, 

Húsavík. 
Þorbergur Þórarinsson, hreppstj., 

Sandhólum. 
Þórarinn Jónsson, bóndi, Hall- 

dórsstöðum. 
Þórólfur Sigurðsson, gagnfrœðing- 

ur, Baldursheimi. 
Örn Sigtryggsson, búfræðingur, 

Hallb j arnarstöðum. Norður-Múlasýsla. 

Björn Ól. Gíslason, bókari, Borg- 

arfirði '13. 
Gunnlaugur A. Jónsson, verzlun- 

arm., Höfn, Bakkafirði '12. 
Jón Sigfússon, búfræðingur,Svína- 

felli, Hjaltastaðaþinghá '13. 
Lestrarfólag Hjaltastaðahrepps. *) Skilagrein komin fyrir 1913. XX Skýrslur og reikningar. Ólafur B. Jónsson, Hrafnabjörg- 

um '13. 
Sigurður Þorsteinsson, Sturluflöt 

í Fljótsdal '13. 
Stefán Benediktsson, Merki á 

JÖkuldal '12. 
Þorsteinn M. Jónsson, kennari, 

Borgarfirði '12. 

Vopnafjarðar-umboð. 

(Uniboðsm. Þór. B. Stefánsson 

verslunarstjóri)^). 

Árni Jónatansson, Búastöðum. 
Björn Jónasson, bóndi, Hámundar- 

stöðum. 
Einar Helgason, bóndi, Teigi í 

Vopnafirði. 
Einar Jónsson, prófastur, Hofi. 
■^lngólfur Gíslason, læknir, Vopna- 

firði. 
Jón Halldórsson, præp. hon., 

Sauðanesi. 
Jón Sigurjónsson, verzlunarmað- 

ur, Vopnafirði. 
Óiafur Metúsalemsson, Bustar- 

felli. 
•^Páll Einarsson, bókari, Vopna- 

firði. 
Stefán Friðriksson, Eyviudarstöð- 

um. 
Víglundur Helgason, bóndi, 

Hauksstöðum. 
■^Þór. B. Stefánsson, verzlunar- 

stjóri, Vopnafirði. Rangár-umboð. 

(Uraboðsmaður Björn Hallsson, 

alþingismaður)^) . 

Björn Hallsson, alþm, Rangá. 
Gísli Helgason, bóndi, Skógar- 

gerði. 
Guðmundur Ólason, búfræðingur, 

Höfða á Völlum. *Gunnar Sigurðsson, Hleinagarði. 
Kristján Jónsson, búfræðillgur, 

Hrjót. 
Lestrarfólag Fljótsdalshrepps. 
Ólafur Ó. Lárusson, læknir, Eið- 

um. 
Sigurður Antóníusson, búfræð- 

ingur, Sleðbrjót. 
Sveinn Bjarnason, bóndi, Hey- 

kollsstöðum. 

Seyðisfjarðar-umboð. 

(Umboðsmaður Lárus Tómasson, 

bóksali, Seyðisfirði)2). 

■^Benedikt Jónasson, verzlunarm., 

Seyðisfirði. 
Björn Þorláksson, prestur, Dverga- 

steini. 
Guðmundur Guðmundsson, hók- 

haldari, Múla. 
Guðmundur V. Kristjánsson, úr- 

smiður, Seyðisfirði. 
■^Halldór Stefánsson, »Hamborg«. 
■^Hermann Þorsteinsson, skósmið- 

ur, Seyðisfirði. 
■^Jón Jónsson, bóndi, Firði. 
Kristján Kristjánsson, læknir, 

Seyðisfirði. 
Lestrarf élag Borgarf j arðarhrepps. 
Lestrarfólagið »Dagsbrún«, Seyð- 

isfirði. 
Lestrarf él ag Sey ðisf j arðar hrepps. 
Sigurður Jónsson, kaupmaður, 

Seyðisfirði. 
■^Sigurjón Jóhannsson, kaupmað- 

ur, Seyðisfirði. 
Stefán Th. Jónsson, konsúll, 

Seyðisfirði. 
Þórarinn Guðmundsson, kaupm., 

Seyðisfirði. *^ Suður-Múlasýsla. 

Á.rni Jónsson, prófastur, Hólm 
um Reyðarfirði. ^) Skilagrein komin fyrir 1913. 
^) Skilagrein ókomin fyrir 1913. Skýrslur og reikningar. XJ.I Benedikt Sveinsson, bóksali, Borg- 

areyri við Mjóafjörð '12. 
■'^Blöndal, Benedikt, búfræðingur, 

Eiðum '13. 
■^Búnaðarskólinn á Eiðum '14. 
Eiríkur Sigurðsson, kennari, 

Hjartarstöðum '12. 
^Guttormur Vigfússon, præp. 

hon., Stöð i Stöðvarfirði '12. 
■^Hákon Finnsson, bóndi, Arn- 

aldsstöðum '12. 
Jón Sigurðsson, búfræðingur, 

Hjartarstöðum '13. 
■^Lestrarfélag Stöðfirðinga '13. 
Magnús Blöndal Jónsson, prestur, 

Vallanesi '14. 
■^Magnús Stefánsson, búfræðing- 

ur, Eiðum '13. Norðfj arðar-umboð. 

(Umboðsm. Þorbergur Guðmunds 

son, búfræðingur)^). 

Bergur Eiríksson, trésmiður, Nesi 

í Norðfirði. 
Eiríkur Runólfsson, kaup n., Nesi 

Norðfirði. 
Hjálmar Ólafsson, verzlunarmað 

ur, Nesi í Norðfirði. 
Ingvar Pálsson,útvegsbóndi,Norð- 

firði. 
Jónas Andrósson, kaupfólagsstj., 

Nesi í Norðfirði. 
Jón Jónsson, Ormsstöðum. 
Lúðvík Sigurðsson, Nesi. 
Sigurjón Magnússon, Nesi í Norð 

firði. 
Sveinn Arnason, trésm., Nesi. 
Valdemar Sigurðsson, kennari, 

Nesi í Norð^irði. 
Vigfús Sigurðsson, trésm., Nesi 

í Norðfirði. 
Zoéga, Tómas J., verzlunarmaður, 

Nesi í Norðfirði. 
Þorbergur Guðmundsson, búfr., 

Nesi í Norðfirði. Eskifjarðar-umboð. 

(Umboðsmaður Stefáu Stefánsspn, 

bóksali á Eskifirðii). 

Arnesen, J. C. F., konsúll, Eski- 

firði. 
Einar Hálfdánarson, lausamaður, 

Hafranesi. 
Friðrik Steinsson, Eskifirði. 
Guðm. Ásbjarnarson, Eskifirði. 
Jón Valdemarsson, gagnfræðing- 

ur, Seljateigi. 
Sigurður Hjörleifsson, læknir, 

Eskifirði. 
"^Sigurður Vigfússon, kenn., Eski- 

firði. 
■^Sveinbjörn P. Guðmund^son, 

Hólmum í Reyðarfirði. i^ Fáskrúðsfj arðar-umboð. 

(Umboðsm.Marteinn Þorsteinsson, 

bókhaldarii). 

■^Björgvin Þorsteinsson, verzlunar- 

maður, Fáskrúðsfirði. 
■^Einar Indriðason, bóndi, Vatt- 

arnesi. 
Georg Georgsson, læknir, Fá- 

skrúðsfirði. 
Halldór Pálsson, búfr., Tungu. 
Höskuldur Stefánsson, bóndi, 

Dölum. 
■^Jón Davíðsson, verzlunarstjóri, 

Fáskrúðsfirði. ' " 

Lestrarfélag Búðáþorps. 
■^Magnús Gíslason, cand., Fá- 

skrúðsfirði. 
^Marteinn Þorsteinsson, bókhald- 

ari, Fáskrúðsfirði. 
Páll Benjamínsson, verzlunarm., 

Fáskrúðsfirði. 
Páll Pálsson, kenn., Fáskrúðaf. 
Stefán Gíslason, Kolfreyjustað. 
Stefán Guðmundsson, verzlunar- 

fulltrúi, Fáskrúðsfirði. 
Þorgeir Jónasson, KqlfreyjuBtað, *) Skilagrein komin fyrir 1918. e XXII Skýrslur og reikningar. Dj úpavogs-umboð. 

(Umboðsmaður Bjarni Eiríksson, 

kennari^). 

Bjarni Eiríksson, kennari, Djúpa- 

vogi. 
*Björn Björnsson, verzlunarm., 

Djúpavogi. 
Björn Jónsson, verzlunarmaður, 

Djúpavogi. 
Björn R. Stefánsson, verzlunar- 

stjóri, Breiðdalsvík. 
*Elís Jónsson verzlstj.,Djúpavogi. 
Helgi Einarsson, bóndi, Melrakka- 

nesi. 
Ingim. Steingrímsson, verzlm., 

Djúpavogi. 
Jón Arnason, óðalsbóndi, Múla í 

Álftafirði. 
Jón Finnsson, prestur, Hrauni 

við Djúpavog. 
Jón Jónsson, lausam., Geithellum. 
Pótur Þorsteinsson, prestur, Ey- 

dölum. 
Sveinn Sveinsson, bóndi, Hofi í 

Álftafirði. 
•^Thorlacíus, Óiafur, læknir, Bú- 

landsnesi. 

Skaftafelissýsla. 

*Ari Hálfdanarson. hreppstjóri, 
Fagurhólsmyri, Öræfum '13. 

Guðm. Sigurðsson, söðlasm., Höfn 
í Hornafirði '12. 

■'^Lestrarfólag Mýrahrepps '12. 

Lestrarfólag Suðursveitar '12. 

Þórhallur Daníelsson, kaupmað 
ur, Hornafirði '12. 

Lóns-umboð. 

(Umboðsmaður Jón Jónsson, 

prófastur^). 

Bjarni Guðmundsson, bókhaldari, 
Höfn í Hornafirði. Jón Guðmundsson, kennari, Höfn 

í Hornafirði. 
*Jón Jónsson, prófastur, Stafafelli. 
Lestrarfólag Lónsmanna. 
Sigurður Arngrímsson, kennari, 

Höfn í Hornafirði. 
^Sigurður Sigurðsson, kenn., Hof- 

felli í Öræfum. 
Þorleifnr Jónsson, hreppstj. og 

alþm., Hólum. Víkur-umboð. 

(Umboðsm. Jón Ólafsson, kennari, 

Vík í M/rdal). 

Bjarni Einarsson, prófastur, Myr- 

um í Alftaveri '13. 
Bjarni Jensson, læknir, Breiða- 

bólsstað, Síðu '11. 
Björn Runólfsson, Holti '13. 
Brynjólfur Einarsson, Reyni '14. 
Eggerz, Sigurður, sýslum., Yík í 

Myrdal '13. 
■^Einar Erlendsson, verzlunarm., 

Vík í Myrdal '14. 
^Eyjólfur Guðmundsson, hrepp- 

stjóri, Hvoli í Myrdal '13. 
Guðlaugur Jónsson, verzlunarm., 

Vík '13. 
Jóhann Sigurðason, búfræðingur, 

Kirkjubæ. 
■*Jón Ölafsson, kennari, Vik í 

Mýrdal '13. 
■^Lestrarfólag Dyrhólahrepps '13. 
Ólafur Runólfsson, VíkíMýrdaP09. 
■^Sigurjón Kjartansson, kennari, 

Vík í Myrdal '14. 
Þorsteinn Einarsson, verzlunarm., 

Vík í Myrdal '13. 
Þorsteinn Þorsteinsson, verzl.stj., 

Vík í Myrdal '13. *) Skila^ein komin fyrir 1913, Skýrslur og reikningar. xxm Rángárvallasýsla. 

Árni Ingvarsson, Núpi '13. 
Björgvin Vigfússon, syslumaður, 

EfraHvoli '13. 
Einar Jónseon, Tjörnum undir 

Eyjafjöllum '13. 
Guðbrandur Magnússon,Holti '13. 
Guðmundur Guðfinnsson, læknir, 

Stiórólfahvoli '12. 
Jakob Lárusson, prestur, Holti'13. 
Jón Guðmundsson, bóndi, Ægis- 

síöu '12. 
Jón Hjörleifsson, hreppstjóri, 

Drangshh'ð '13. 
Jón Jónsson, bóndi, Syðri-Hömr 

um '13. 
Lestrarfélag Landmanna '13. 
Ólafur Finnsson, prestur, Kálf- 

holti '13. 
Sigrún Pálsdóttir, Efra-Hvoli '13. 
*Skúli Skúlason, prófastur, Odda 

'14. 
■'^Thorarensen, Grímur, hreppstj., 

Kirkjubæ '13. 
■^Tómas Sigurðsson, hreppstjóri, 

B^rkarstöðum '13. 
Ungmennafólagið »Hekla« '13. 
■^Vigfús B«ffgsteins8on, Brúnum, 

'13. 
Þorsteinn Benediktsson, prestur, 

Kanastöðum '12. 
Þorateinn Jónsson,oddviti,Moldar- 

tungu '13. Árnessýsla. 

Ágúst Helgason, bóndi, Birtinga- 

holti '13. 
Eggert Benediktsson, hreppstj., 

Laugardælum '12. 
Einar Jónsson. lausam., Bala '12. 
■''•Gestur Einarsson, bóndi, Hæli 

'12. 
^Gísli Jóusson, StóruReykjum, 

'13. ■'^Guðm. Guðmundsson, bóksali, 

Eyrarbakka '13. 
Guðm. Lyðsson, bóndi, Fjalli á 

Skeiðum '13. 
Halldór Jónsson, bókb. Noröur- 

koti, Grímsnesi '13. 
Ingimundur Jónsson, búfr., Holti 

í Stokkseyrarhreppi '13. 
Jónas Halldórsson, hreppstjóri, 

Hrauntúni '13. 
Jón Sigurðsson, cand. phil., Kall- 

aðarnesi '13, 
■^Kjartan Helgason, prestr, Hruna 

'14. 
"^Le8trarfél.Baldur,Hraung.hr.'13. 
^Lestrarfólag Gnúpverja '13. 
LQstrarfólagið »Mímir«, Ölfu8Í'12. 
Lestrarfélag Stokkseyrar '13. 
Ólafur Árnasou, kaupm:, Stokks- 

eyri '13. 
Páll Lyðsson, hreppstj. Hlíð í 

Gnúpverjahr. '12. 
Sígurður Ólafsson, syslum., Kall- 

aðarnesi '12. 
Thorsteinsson, Jón, prestur, Þing- 

velli '12. 
Ungmennafólagið »Hvöt«, Gríms- 

nesi '12. 
^Þorsteinn Þórarinsson, Drumb 

oddsstöðtim '13. 
■^Þorvaldur Þorvaldsson, Skapt- 

holti, Gnúpverjahr. '13. 
Þórður Magnússon, búfr., Hvít- 

árholti '13. Vestmanneyjasýsla. 

Vestmanneyja-umboð. 

(Umboðsm. Jón Sighvatsson, bók- 
sali)!). 

Árni Jóhannsson. 
■^Arni Sigfússon, kaupm. 
■'^Friðrik Þorsteinsson, bókh. 
Gunnar Ölafsson, kaupm. ^) Skilagrein komin fyrir 1913, XXIV Skýrslur og reikningar. Jóhann Þ. Jósefsson, kaupm. 
Johnsen, Gísli J., konsúU. 
Jón Einarsson, kaupfólagsstj. 
Jón Jónsson, útvegsbóndi. Magnús Kristjánsaon, kennari. 
Magnús Stefánsson, sysluskrifari. 
■^Skólabókasafn Vestmanneyja. 
S/slubókasafn Vestmanneyja. B. 1 Vesturheimi. Kanada og Bandaríkin. 

Andrews, A. le Roy, Ithaka N. 

Y. '13. 
Cornell University Library, Ithaca 

N. Y. '13. 
■^Halldór Hermannsson, bókav. 

Ithaca N. Y. '13. 
Hollander, Dr. Lee M., Madison, 

Wis. '11. 
Icelandic Library »Mímir«, Pem 

bina, N. Dac. '13. 
Jón Sigurösson, fyrv. fulltrúi 

Winnipeo; '13. 
Magnús Jónsson, prestur, Pem 

bina, N. Dac. '12. 
Newberry Library, Ciiicago '11. 
University Libraiy, Toronto 

Canada '12. 
Þorbergur Þorvaldsson, dr., Cam 

bridge, Mass. '13. Vesturheims-umboð. 

(Umboðsm. H. S. Bardal, bóksali 

í Winnipeg)^). 

Aibert Jónsson, Winnipeg. 
Arason, W. B., Husawich. 
Arni Eggertsson, Winnipeg. 
Arni Jónsson, Sleipnir, Sask. 

Can. 
■^Arni Sveinsson, Glenboro. 
Asgrímur Sigurðsson, Winnipeg. 
Askdal, K. S., Minneota, Minn. 
Bandalag PembínasafnaðarN.Dak. 

U. S. A. Bergmann, Friðrik, prófessor, 

Winnipeg. 
Bergmann, Jonas S., Gardar, 

Pembina. 
■^Bjarnason, J. M., Bismarhave, 

Van. 
Björnsson, G. B., Minneota, Minn. 
Bókasafn Tjaldbúðarsafn., Winni- 

peg. 
Breiðfjörð, A. G., Seamo. 
Christophersson, Hernit, Brú, 

Man. 
Ciemens, J., prestur, Glenboro. 
Davidsson, Charles G., St. Paul., 

Minn. 
Eggert Jóhannesson, Winnipeg. 
Eggertsson, J., Winnipeg. 
EgiU Erlendsson, Winnipeg. 
Evendsen, G. J., Edinburgh, N. 

Dak. 
■^Eyjólfur S. Guðmundss., Jacoma, 

Wash. 
Finnbogi Hjálmarsson, Winni- 

pegosis. 
Friðjón Friðriksson, kaupmaður, 

Winnipeg. 
Friðrik Hallgrímsson, prestur, 

Baldur, Man. 
Geirmundur